Tíminn - 11.11.1943, Qupperneq 3

Tíminn - 11.11.1943, Qupperneq 3
111. blað TÍMIM, fimmtMdaglnii 11. iióv. 1943 443 Saga Krístófers Kólumbusar FRAMHALD Þegar birti af degi morguninn eftir, var hvergi land að sjá. Landsýnin hafði verið skynvilla ein. Það var aðeins þokubakki við hafsbrún, er þeir höfðu haldið vera strönd. Örvæntingunni verður ekki með orðum lýst. Hvarvetna stungu menn saman néfj um' 1 skúmaskotum, og það var auglj óst, að við uppreisn lá á skipunum. En Kólumbus lét þetta ekki á sig fá, og þrátt fyrir ískyggilegt útlit, .skipaði hann svo fyrir, að stefnu skipanna skyldi breytt, þannig að þau horfðu beint i vestur. í byrjun ágústmánaðar, eftir þriggja mánaða útivist, höfðu þeir siglt 2250 mílna leið og voru komnir á þær slóðir þar sem Kólumbus hugði Japan mundu vera, eða Kípangó eins og það var þá nefnt. En þess sáust engin merki, að þeir nálguðust land, og Kólumbus var mjög vonsvikinn. Hann hafði sjálfur trúað staðfastlega á kenningar sínar og útreikinga. Nú kom á daginn, að honum hafði skjátlazt um þýðingarmikið atriði, og hann átti bágt með að sætta sig við þá staðreynd. En þrátt fyrir þetta missti Kólumbus ekki kjarkinn. Hann ákvað að halda enn áfram. Atlantshafið gat ekki verið óendanlegt, þótt það kynni að vera breiðara en hann hugði. Það var því hyggilegra að halda áfram en snúa til baka, er þeir voru á annað borð komnir svona langt vestur. Honum veittist þó æ erfiðara að halda mönnum sínum í skefj- um, og hvað eftir annað hékk það á hálmstrái, að ekki kæmi til allsherjar uppreisnar. En þegar verst horfði, gerðist atvik, sem glæddi enn á ný ofurlitla von með hinum aðþrengdu mönn- um. Það var hafið sjálft, sem talaði til þeirra sínu hljóða máli. Þeir fundu á reki grein af óþekktu tré með ávöxtum á, og litlu síðar fundu þeir viðarbút, sem bar þess greinileg merki, að egg- járn hafði verið borið á hann. Loks komu þeir auga á litla fugla,sem voru á flugi yfir sjónf um — alltof litla til þess að hásetar Kólumbusar gætu ímyndað sér, að þeir hefðu þol til þess að fljúga yfir úthaf. Skyndilega voru allir orðnir þess fullvissir, að land væri fyrir stafni. Fafgi óttans var létt af þeim, og nú brostu menn hýrlega hver við öðrum og með tilhlökkun um nýja landið, sem enginn efaði framar, að senn myndi blasa við þeim. í fyrsta skipti ríkti nú bróðurlegur andi meðal skipverja. Kól- umbus lét kalla saman alla menn sína til þess að hlýða messu, og út í hausttæran kvöldgeiminn hljómaði sálmasöngur hinna hamingjusömu farmanna, sem eftir langa sjóferð og strangar raunir sáu loks að nú leið að ferðalokum. Kólumbus talaði til manna sinna og lét þess getið í boðskap sínum, að innan fárra stunda mundi hið nýja land, sem þeir höfðu svo mikið lagt á sig til að finna, koma í augsýn og veita þeim umbun þess, sem þeir höfðu þolað. „Guð blessi það,“ mælti hann, „sem vér höfum á oss lagt og veiti oss sigur. Guð gefi, að verk vor megi verða höf- undi lífsins til dýrðar og Spáni til frægðar. Ég er hreykinn af þrautsegju yðar, sem marga mánuði hafið barizt við efasemdir og vantrú. Nú hljótið þér launin fyrir dyggð yðar og tryggð.“ Síðan minnti hann menn sína á fyrirheit drottningar um þau laun, sem biðu þess manns, er fyrstur liti hið nýja land, er þeir væntu allir, að senn risi úr hafi. Nótt þá, sem nú fór að, munu fáir hafa blundað. Flestir voru á þiljum uppi, og allra augu mændu út í náttmyrkrið. Sjálfur stóð Kólumbus á stjórnpalli og vék þaðan aldrei, unz dagur rann. Sú stund, er hann hafði svo lengi dreymt um, var í vænd- um, og var þess þá að vænta, að hann gengi undir þiljur til svefns? Um mörg ár hafði hann hrakizt manna á meðal í fiinum helztu löndum Evrópu, þolað raunir og lægingu, sætt svikum og brigðmælgi. Nú gat hver stund fært honum hinn þráða sigur, hið hæsta augnablik lífs hans. Drengurinn, sem forðum hafði dreymt dýrðlega drauma í hafn- arhverfi Genúuborgar, var nú á fimmtugs aldri. Hár hans var farið að grána og andlit hans var tekið að gerast hrukkótt. Svo fer þeim, sem af mörgu hafa þungar áhyggjur. En allt það, sem hann hafði á sig lagt, allt það, sem hann hafði orðið að þola, var ekki til einskis. Sigurinn.var framundan — úti í myrkri október- næturinnar. Hann vissi það, og þö mun hann vart hafa grunað, hve gagngerðum kaflaskiptum í sögu mannkynsins afrek hans mundi valda. Kólumbus beið. Skyndilega eygði hann ljós, daufan glampa úti í myrkri næturinnar. En aðeins snöggvast. Það hvarf aftur sýnum, en eigi að síður hafði það styrkt trú hans. Trú hans varð að vissu. Jafnvel þótt það hefði aðeins verið stjarna, sem blik- aði einhvers staðar úti í geimnum, var hann þess fullviss, að það var leiðarljós, er beindi honum veginn til hinnar þráðu strandar. Kólumbus lét • breyta stefnu skipanna í áttina á Ijósið, sem hann hafði séð. „Pinta“, sem var hraðfærust skipa hans, fór fremst. Litlu eftir klukkan tvö um nóttina, aðfaranótt 11. októ- bermánaðar 1492, heyrði hann svo skotið af fallbyssum skipsins. Það var vitnisburður þess, að skipverjar höfðu séð land fyrir stafni. Litlu síðar felldu öll skipin segl og biðu dagsbirtu, sex mílur undan ströndinni að því er síðar kom í ljós. Kólumbus og menn hans höfðu siglt þrjú þúsund mílna leið, frá því er þeir fóru fram hjá Kanaríeyjum. Hann taldi víst, að nú hefði þá borið að ströndum Japans, og þaðan hugðist hann að sigla til Kína og Indlands. Þá væri takmarki hans náð. Enn hafði hann ekki hugboð ufn, hvílík óraleið var til Austurálfu. Hann hafði ekki enn hugboð um, að hann hafði fundið nýja heimsálfu. Jafnskjótt og bjarmaði af degi lét hann setja út bát og róa til strandar. Sjálfur sat hann í stafni og hélt á fána Spánar. Staður sá, er hann bar fyrst að, var Wathingey, ein Bahama- eyja. Er hann kom upp í fjöruna, varpaði hann sér til jarðar og kyssti steinana. Síðan lét hann flytja messu og nefndi stað- inn San Salvador og helgaði hann konungi og drottningu Spánar. Allir þeir, sem fyrir fáum dögum síðan höfðu óskað þess heitast að ráða niðurlögum Kólumbusar, krupu nú á kné og blessuðu hann, dönsuðu kringum hann, og kysstu hendur hans. Hin græna, ísúra jörð, breiddi faðm sinn á móti gestunum. Miniitiigarorð Sigríður Erlendsdóttir í gnýnum frá styrjaldaræði umheimsins vekur það ef til vill litla athygli, þótt fréttist lát aldraðrar konu, sem unnið hefir dagsverk sitt í kyrrþey, — en þó afkastað miklu, ef að er gáð. Ein af þessum konum var Sig- ríður Erlendsdóttir frá Siglu vík í Landeyjum. Sigríður var fædd 21. júní 1878, að Bala í Þykkvabæ, sem stendur á fögr- um árbakka, þar sem Hólsá lið- ast lygn en vatnsþung og lætur ekkert hindra för sína út í haf- ið mikla. Það er eins og þessi elfur hafi mótað það í skapgerð Sigríðar í æsku, að hika hvergi. Hún var æfinlega kappsfull, vildi koma sem mestu af hvern daginn, þar til er hana bar með straumi tímans út á haf dauð- ans. Sigríður lézt 19. febrúar síð- astliðinn. Varð hún bráðkvödd á ferðalagi, örstutta bæjarleið. Sennilega hefir það verið hjartabilun, sem henni varð að aldurtila. Sigríður fluttist ung að ár- um frá foreldrum sínum að Skúmsstöðum í Landeyjum til hinna merku hjóna, er þar bjuggu í þá tíð, Ragnhildar Magnúsdóttur og Sigurðar Magnússonar. Þar fór saman reglusemi og myndarskapur. Þar var margt h-júa og mikil vinnuafköst, að þeirrar tíðar sið, enda mátti víða rekja það, að vinnúhjú frá Skúmsstöðum voru starfsöm og afkastamikil þegar á reyridi. Sigríður giftist frá Skúmsstöðum eftirlifandi manni sínum, Guðmundi Hildi- brandssyni, sem nú er þrotinn að kröftum í hárri elli. Þau bjuggu allan sinn búskap í Sigluvík og varð 13 barna auð- ið, sem eru nú öll upp komin. En á tímabili æfinnar voru erfið kjör Sigríðar, þar sem börnin voru mörg en föngin smá og heilsa hennar mjög biluð um nokkurt skeið. En þrátt fyrir allt, þegar hún lét af búskap, og heilsan hresstist, var dugn- aður hennar jafnvel óvenju- mikill. Hún var eftirsótt bæ frá bæ og jafnvel sveit úr sveit sem spuna- og prjónakona. Var gaman að sjá, hversu vinnan lék í höndum hennar allt fram á elliár. Sigríður var hreinlætiskona, var snyrtileg í klæðaburði, kát í skapi og unni öllum þjóðlegum sögnum og var ljóðelsk. Hún var trúhneigð og virti bæði kirkju og kristna trú, að fornum sið. Svo var hún vinföst, að eigi varð um þokað þar, sem hún batt (Framh. á 4. síðu) að óðar en færið kom í botn var á því fiskur, og ajdrei fipuðust handtök þessa unga og efnilega fiskimanns, sem lauk æfinni með haþpadrjúgri sjómannssögu að baki. Hann er því ekki einn til frásagnar um sjómanns- hæfileika þeirra feðga. Það eru skipin, veiðarfærin, sjóferðirnar og allt ,sem að þeim lýtur, sem Ágúst 'lýsir með ná- kvæmni og eigin reynd. En sveít- ungum sínum lýsir hann af tneiri varfærni og mannúð en svo, að þar sjáist alls staðar hin rétta mynd. Minnir hann mig þar á hina miklu varúð, er séra Magnús Gilsbakka sýndi í þeim efnum — —. Er þar auðséð ættarmót, en séra Magnús var móðurbróðir Ágústs bónda. Þeir, sem lesa þessa þætti, verða að hafa það hugfast, að þeir eru ritaðir af öldruðum manni, sem verður að byggja allt á eigin minni, án þess að styðjast við skráðar heimildir. Og ekki verður annað sagt, en hann muni vel, þótt ekki sé allt óskeikult.“ Þótt ég hafi að engu brígzl og tilslettni M. Á. til mín, vildi ég ekki láta hinn látna góðkunn- ingja minn liggja með öllu ó- bæltan hjá garði hans. Þori ég þar óhræddur að leggja sann- girni Kristleifs á Stóra-Kroppi í vogarskálina móti hvatvísi og getsökum Magnúsar. Það er engu líkara en gamalt tóbaksleysi hafi setzt að í Magn- úsi og gert hann svo úfinn í skapi og önugan, sem raun ber vitni. Ævisaga Roosevelts Franklin D. Roosevelt er einn þeirra fimm—sex þjóðarleiðtoga, sem á þessum örlagaríku tímum eru daglegt umræðuefni manna um allan hinn stríðandi heim, og til hans líta undirokaðir lýð- ir í mörgum löndum í von og trausti, máske framar öllum öðrum mönnum. Það lætur að líkum, að um slíkan mann, sem svo margt hefir afrekað og mikils er vænzt af, hafi verið mikið skrifað. Nú í haust kom út á íslenzku ein hin úierkasta bók, sem um hann hefir verið skrifuð, enda eftir hinn fræga rithöfund Emil Ludwig. Var það Árni Bjarnar- son á Akureyri, er hana gaf út, en Geir Jónasson magister þýddi. Það er fljótsagt, að til bókar þessarar er vel vandað að hálfu útgefandans, og er hún prýdd mörgum rnyndum af Roosevelt, allt frá þriggja mánaða aldri til sextugt. Porter Mac Keever, blaðafulltrúi Bandaríkjanna hér, hefir ritað formála bókar- innar. Efni bókarinnar er viðamikið. Er hún mikill fróðleiks- og þekkingarbrunnur, og þó mjög læsileg og bráðskemmtileg á köflum, enda enginn meðalmað- ur, er hana tíefir samið. Nú í haust hefir komið út mikið af bókum um margvísleg efni. Samir vel, að meðal þeirra séu úrvalsbækur um þá samtíð- armenn, sem eru að * skapa heiminum örlög. J. H. BaðsÉofuhjjal (Framh. af 2. síSu) HÉR KOMA TVÖ BRÉF um mannanöfn. Fyrra bréfið er svona: Ég hefi lesið nafnabréf- ið í baðstofuhjalinu og langar til að bæta við það nokkrum orðum. Ég er því sammála, að ættarnöfn séu óþörf hér á landi og, að prestar .eigi ekki skíra út lendum skrípanöfnum. En fólk má líka vara sig á fornum ís- lenzkum nöfnum, sem legið hafa niðri eða verið lítið notuð öldum saman. Sum af þessum nöfnum eru erfiðari í meðförum en margan grunar. Ég vil ráöleggja þeim foreldrum, sem ætla að gefa barni sínu eitthvert slíkt nafn, að fullvissa sig um það áður, að þau kunni sjálf og geti kennt barninu að beygja nafn- ið rétt. Mér er einkum minnis- stæð tvö nöfn, sem nú er mikið farið að nota, en eru eins oft beygt rangt og rétt, bæði af þeim, sem nöfnin bera og að- stendum þeirra. Það eru karl- mannsnöfnin Baldur og Örn. Baldur beygist-svo að réttu lagi: Nefnifall: Baldur. Þolfall: Baldur (ekki Bald). Þágufall: Baldri. Eignarfall: Baldurs. En nafnið Örn beygist sem hér segir: Nefnifall: Örn. Þolfall: Örn. Þágufall: Erni. Eignarfall: Arnar. Nafnið Sturla er líka stundum beygt rangt. Að réttu lagi end- ar það á u í öllum föllum nema nefnifalli. Munið, að blessuð börnin geta orðið hlægileg, ef þau kunna ekki að beygja nafn- ið sitt. í HINU BRÉFINU segir: Ekki skal ég hafa á móti því, að ætt- arnöfn verði lögð niður. Ég vil þó draga í efa, að þægilegt sé fyrir kvenfólk að kenna sig við föður sinn, þegar það er statt erlendis. Svo vil ég mælast til þess, að þeir, sem komnir eru undir græna torfu, fái að halda ættarnöfnum sínum óáreittum. Ég held, það verði örðugt að fá fólk til að kannast við skáldin Hannes Pétursson, Steingrím Bjarnason eða Grím Þorgríms- son. Maður verður að beygja sig fyrir saðreyndum hér eins og annars staðar. BAÐSTOFUHJALINU hafa borizt nánari upplýsingar um sláttuvélina, sem Kaupfélag Norðurþingeyinga flutti inn ár- ið 1896 og um getur í grein Jóns frá Gautlöndum í Búnaðarriti. Þessa sláttuvél keypti Björn Sigurðsson, þá bóndi í Ærlækj- arseli og síðar í Grjótnesi. Björn var smiður og hagleiksmaður og hafði kynnst notkun sláttuvéla erlendis. Þessi sláttuvél er enn til og er núverandi eigandi hennar Kristinn Kristjánsson bóndi og járnsmiður í Nýhöfn á Sléttu. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður Áskriftargj ald Tímans utan Reykj avíkux og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- Inn. Skrlflð eða slmið tU Timans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Simi 2323. Samband ísl. sanivinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. — Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. P A L Rœstiduft — er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. NoÉið O P A L rœstiduft ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► k. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► í bókinni J»EIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN sem er nýútkomin í tveim bindum, eru ævisagnaþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa gert garð sinn frægan. Nöfn þeirra fara hér á eftir: Albert Einstein Rudolf ríkisarfi Somerset Maugham Josephine Enrico Caruso Eddie Rickenbacker Demanta-Jim Brady Christopher Columbus Hetty Green Orville Wright H. G. Wells Nizaminn of Hyderbad Theodore Roosevelt Charles Dodgson Woodrow Wilson Vilhjálmur Stefánsson Martil Johnson Katrín mikla Harold Lloyd John Law John D. Rockefeller Zane Grey Sinclair Lewis Edward Bok Bazis Zaharoff María stórhertogaynja Mayobræðurnir Cornelíus Vanderbilt Helen Keller Nikulás annar Andrew Carnegie Lawrence Tibbett Chic Sale Charles Dickens Marconi Frú Lincoln Mary Pickford P. T. Barnum Walt Disney Carry Nation Upton Sinclair Theodore Dreiser Mahatma Gandhi S. Parkes Cadman Wladimir I. Lenin Mary Roberts Reinhart Benito Mussolini Wilfred Grenfell Lowell Thomas Brigham Young Thomas A. Edison Lousia May Alcott A1 Jolson O. O. Mclntyre Wolfgang Mozart F. W. Woodworth Mark Twain Evangeline Booth Gréta Garbo Robert Falcon Scott Jack London Bill Sunday John A. Sutter Howard Thurston Richard Byrd Leo Tolstoy John Gottlieb Wendel Robert Ripsley 0. Henry DALE CARNEGIE, höfundur þessarar bókar er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi af bókinni VINSÆLD- IR OG ÁHRIF, sem út kom í fyrra í þýðingu VILHJÁLMS Þ. GÍSLASONAR skólastjóra. Þeir, sem vilja kaupa bók, sem hefir geisimikinn fróð- leik að geyma og er auk þess einhver bezti skemmtilestur, sem á verður kosið, ættu ekki að láta hjá líða að eignast Þeir gerðu garðinn frægan. ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i A i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i ♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN +

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.