Tíminn - 16.11.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindaioötu 9 A.
Sími 2323.
27. árg.
Reykjavilt, jiriðjuclagiim 16. nóv. 1943
113. blatS
Erleut yfirlitt
Styrkur
Þjódverja
í ræðu, sem Churchill for-
sætisráðherra flutti nýlega,
varaði hann við bjartsýni um
skjótan og auðunninn sigur í Ev-
rópustyrjöldinni. Hann benti á,
að Þjóðverjar væru enn hernað-
arlega sterkir og framundan
væri að hefja gegn þeim loka-
sóknina, er yrði blóðugasti
þáttur Evróputríðsins.
Á ráðstefnu, sem hermála-
ráðuneyti Bandaríkjanna hélt
um fyrri mánaðarmót með
^helztu forvígismönnum iðnaðar-
fyrirtækja og verklýðsfélaga, á-
samt fulltrúum helztu blaðanna,
var birt skýrsla, er mjög var
í sama anda og þessi ræða
Churchills. Fer hér á eftir úr-
dráttur eins ameríska blaðsins:
— Þjóðverjar hafa nú þrefalt
fleiri^ fullbúin herfylki en þeg-
ar þeir réðust á Pólland fyrir
fjórum árum síðan. A árinu, sem
er að líða, hafa þeir stofnað eða
endurskipulagt 60 herfylki og
hafa þannig stórum meýra en
unnið upp það tjón, sem þeir
urðu fyrir hjá Stalingrad. Þeir
hafa nú 300 fullbúm herfylki,
auk miki.ls varaiiðs. (f'hurchill
áætjaði allan hðstyrk Þjóðverja
iiiT. 400 herfylki).
Flugherinn þýzki er nú mun
öflugri en í upphaf styrjaldar-
innar, þrátt fyrir tjón það, sem
. hann hefir orðið fyrir.
Við hergagnaiðnað Þjóðverja
vinna nú 35 milj. manna í stað
23 milj. í upphafi styrjadarinn-
ar.
Sum vopn Þjóðverja eru betri
en þau, sem Bandamenn haía.
Eitt af hinum nýju vopnum
þeirra er lítil fallbyssa, er veg-
ur 1800 pund, en afkastar samt
jafnmiklu og sex 9 smál. fali-
byssur. Hinir 60 smál. tígris-
skriðdrekar þeirra, sem getið
hafa sér mikinn orðstír, láta
alltaf meira og meira til sín
taka, bæði í Rússlandi og á ítal-
íu. Þá má nefna sjálfhleypi-
byssur af ýmsum gerðum, er
reynzt hafa mjög skaðlegar.
Matarskammturinn í Þýzka-
landi er meiri nú en í upphali
stríðsins. Loftárásirnar einar
munu aldrei sigra Þjóðverja.
Þjóðverjar hafa að sönnu ekki
eins mörg herfyki í Evrópu og
Bandamenn, þegar Rússar eru
meðtaldir. En sé Rússum sleppt,
hafa Þjóðverjar fjórum til fimm
sinnum meiri herstyrk en
Bandamenn hafa í Evrópu. Auk
þess hafa þeir hinar öflugustu
víggirðingar sér til styrktar.
Það er því rétt að gera sér
ljóst, að það mun kosta miklar
fórnir, þegar lokasóknin gegn
Þýzkalandi verður hafin. Jafn-
vel þótt hún tækist vonum
framar, má gera ráð fyrir svo
miklu mannfalli, að þess verði
(Framh. á 4. síðu)
Seinitslu fréttir
Rússar hafa tekið Zítómir og
eiga skammt ófarið til Koro-
sten. Frá Korosten eru aðeins
80 km til landamæra Póllands.
Aðalbardagarnir í Rússlandi
undanfarið hafa verið á þessum
slóðum. Á Kerchanga hafa Rúss-
ar unnið á.
Átökin milli Frakka og þjóð-
ernissinna í Líbanon vekja vax-
andi athygli. Brezkir stríðs-
stjórnarráðherrann í Kairo,
Casey, er kominn þangað, og
einnig Catroux hershöfðingi,
fulltrúi de Gaulle. Mun verða
reynt að ná samkomulagi. Þjóð-
ernissinnar krefjast aukins
stjórnfrelsis, en Frakkar vilja
halda öllu óbreyttu til stríðs-
loka. Bretar vilja jafna málin,
því að friður í Libonon og Sýr-
landi er þeim mikils virði.
Sorglegt slys
Tveír drengír drukkna
á Patreksfírði
Það sorglega slys gerðist á
Vatnseyri við Patreksfjörð í
fyrradag, að tveir drengir duttu
niður um ís og drukknuðu.
Allmörg börn og unglingar
voru að leika sér á sleðum og
skautum á Vatneyrartjörn,
þegar ísinn brast skyndilega
undir þremur drengjum. Fimmt-
án ára gömlum dreng, Magnúsi
Guðmundssyni, og tveim félög-
um hans, tókst með snarræði
að bjarga einum þeirra, en hinir
tveir náðust ekki fyrr en nær
hálftíma síðar, þrátt fyrir ítr-
ustu björgunartilraunir. Voru
þeir þá drukknaðir.
Drengirnir, sem drukknuðu,
voru Árni Rafn Dagbjartsson,
Gíslasonar verkamanns og Agn-
ar Ingason, Kristjánssonar
húsasmíðameistara. Þeir voru
báðir á áttunda ári.
Merkileg útgáfa:
Fcrðabækur Eggerts
OlafssonarogBjarna
Pálssonar
Ferðabækur Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar eru
nú komnar út í þýðingu Stein-
dórs Steindórssonar mennta-
skólakennara á Akureyri. Eru
þetta tvö stór bindi, skreytt
mörgum myndum og teikning-
um, er voru í frumútgáfunni
dönsku.
Eins og kunnugt er, voru
ferðabækur upphaflega ritaðar
á dönsku. Þótt þær hafi verið
þýddar á þrjár höfuðtungur álf-
unnar, hafa þær eigi fyrr en nú
verið þýddar á íslenzku. Munu
aldrei hafa verið nema fá ein-
tök ferðabókanna til héi" á
landi.
Nú fyrst eru tök á því fyrir al-
þýðu manna að eignast þessa
bók, sem um langan aldur hefir
verið merkasta og < þekktasta
heimild um land og þjóð.
ísafoldarprentsmiðja sér um
útgáfu og útsölu bókanna.
Rausnarleg iram-
kvæmd
Elliheimili Steiáns
Jónssonar í Skjald-
arvík
Sunnudaginn 31. okt. síðastl.
var vígt elliheimili, sem Stefán
Jónsson klæðskeri á Akureyri
hefir látið reisa í Skjaldarvík
við Eyjafjörð.
Bygging elliheimilisins var
hafin fyrir iy2 ári og er nú nær
fullgerð. Húsið er 27.80X10,
tvær hæðir. Gert er ráð fyrir,
að hægt verði að taka'á móti
30—40 vistmönnum. Þegar eru
kornnir þangað 8 vistmenn. Hús-
ið mun kosta fullsmíðað um
200 þús. kr.
Stefán Jónsson, er ráðizt hefir
í þessa mannúðlegu fram-
kvæmd, er fæddur 3. maí 1888
að Vindheimum á Þelamörk, en
ólst upp í Skjaldarvík. Hann
byrjaði ungur klæðskeranám og
hefir rekið saumástofu um langt
skeið. Árið 1930 hóf hann bú-
skap í Skjaldarvík og hefir rek-
ið þar stórbú síðan. Hann er ö-
kvæntur.
Stefán lætur lítið yfir sér, en
er mannvinur, eins og þetta fyr ■
irtæki hans sýnir bezt.
Tíllögur um breytíngar
á reikningsári ríkisins
Alít Skúla Guðmundssonar um frumvarp
ríkissfjórnarínnar
Fjármálaráðherra lagði fram fyrir nokkru síðan frum-
varp um breytingu á fjárhagsári ríkisins. Lagði hann
til að fjárhagsár ríkisins væri frá 1. júlí — 30. júní. Rök
ráðherrans fyrir þessari breytingu voru þau, að erfitt
væri að afgreiða fjárlög með 8—9 mánaða fyrirvara og
leiddi því oftast af þeirri tilhögun, sem nú er, tvö þing
á ári, annað snemma á árinu og hitt á haustin.
Fjárhagsnefnd neðri deildar hefir haft málið til með-
ferðar og hefir klofnað um málið. Skúli Guðmundsson
er einn í minnihlutanum og skilar hann svohljóðandi
áliti:
„Nefndarmenn hafa ekki orð- J 1934 1. okt.—22. des., 83.
ið sammála um afgreiðslu þessa | 1935 15. febr.—4. apríl;
frv. Meiri^ hluti nefndarinnar, okt.—23. des., 124.
10.
þeir A. A., Aki J., Jak. M. og J.
P., hefir tjáð sig mótfallinn á-
kvæðum frv., en undirritaður
leggur til, að það verði sam-
þykkt með þeirri breytingu, að
fjárhagsárið verði ákveðið frá 1.
okt. til 30.. sept.
Eins og nefnt er í greinargerð
með frv., er skylt að leggja fyrir
reglulegt Alþingi í febrúarmán-
uði ár hvert frumvarp til fjár-;
laga fyrir næsta almanaksár á
eftir. En sökum þess, að ríkis-
stjórnir og þingmenn hafa
stundum talið erfitt — og jafn-
vel ómögulegt — að áætla tekj-
ur og gjöld ríkissjóðs fyrir kom-
andi ár 8—9 mánuðum fyrir
fram, hefir nokkrum sinnum
verið gripið til þess ráðs á síð-
ari árum að fresta reglulegu Al-
þingi, eftir að það hefir staðið
yfir nokkurn tíma, og láta þing-
ið koma saman til framhalds-
funda að haustinu til þess að af-
greiða fjárlögin. Er hætt viö, að
þessi saga endurtaki sig á næstu
árum, ef hvorugu verður breytt,
reikningsárinu eða samkomu-
degi Alþingis.
Reynslan hefir sýnt, að lengst
hafa þingin orðið, þegar þau
hafa verið í tvennu lagi. Er hér
yfirlit um þingtíma á árunum
1920—1942, sem sýnir daga-
fjölda hvers þings:
1920 5. febr.—1. rnarz, 26.
1921 15. febr,—21 maí, 96.
1922 15. febr,—26. apríl, 71.
1923 15. febr.—14. maí, 89.
1924 15. febr.—7. maí, 83.
1925 7. febr,—16. maí, 99.
1926 6. febr,—15. maí, 99.
1927 9. febr,—19. maí, 100.
1928 19. jan.—18. apríl-, 91.
1929 15. febr,—18. maí, 93.
1930 17. jan.—19. apríl; 26.
júnf—28. júní, 96.
1931 14. febr.—14. apríl, 15.
júlí—24. ágúst, 101.
1932 15. febr.—6. júní, 113.
1933 15. febr.—3. júní; 2. nóv.
—9. desember, 147.
1936 15. febr.—9. maí, 85.
1937 15. febr,—20. apríl; 9.
okt.—22. des., 140.
1938 15. febr,—12. maí, 87.
1939.15. febr,—26. apríl; 1.
növ.—5. jan. 1940, 137.
1940 15. febr,—24. apríl, 70.
1941 15. febr.—17. júní; 9. júlí
—10. júlí; 13. okt.—21. nóv., 165.
1942 16. febr.—23. maí; 4. ág.
—9. sept.; 14. nóv.—14. apríl
1943, 286.
Með því að breyta fjárhagsár-
inu þannig, að skemmra verði
en nú er frá samkomudegi Al-
þingis til fjárhagsáramóta, er
mjög dregið úr líkum fyrir því,
að fjárlagaþing verði í tvennu
lagi. En ég tel af ýmsum ástæð-
um óheppilegt, að skipta árlega
þinghaldi í tvennt. Þingin verða
lengri með því móti, eins og sýnt
hefir verið, án þess að störfin
verði fyrir það meiri eða betri.
Kostnaður af löngu þingi er mik-
ill fyrir ríkissjóð. Einnig má
benda á það, að verði þingin
mjög löng árlega, t. d. frá miðj-
um febrúar fram í- apríl eða
maímánuð og svo aftur mánuð-
um saman siðar á árinu, er öðr-
um en Reykvíkingum gert mjög
örðugt að gegna þingmanns-
störfum.
í frv. er lagt til, að fjárhags-
ár ríkisins verði frá 1. júlí til 30.
júní. Það tel ég ekki heppilegt.
Komið getur fyrir, að ágreining-
ur verði á þingi um meðferð
fjármála og eigi verði unnt að
afgreiöa fjárlög fyrr en eftir
þingrof og kosningar. Hér á
landi er ekki hægt að hafa kosn-
ingar til Alþingis að vetrarlagi
og tæpast unnt að hafa þær fyrr
á árinu en í júnímánuði. Nýtt
þing getur þá ekki afgreitt fjár-
lög fyrir 1. júlí. Einnig má vekja
athygli á því í þessu sambandi,
að um sumarmánuðina er að-
allega unnið að verklegum fram-
kvæmdum, sem fé er veitt til á
(Framh. á 4. síðu)
Góð skemmtun Fram
sóknarféiaganna
Framsóknarfélögin í Reykja-
vík héldu skemmtisamkomu í
Listsýningarskálanum s. 1. föstu-
dagskvöld. Sóttu hana um 300
manns. Ræður fluttu Eysteinn
Jónsson og Steingrímur Stein-
þórsson, en Skúli Guðmunds-
son las upp tvö nýort kvæði.
Félag fi-jálslyndra stúdenta í
háskólanum mætti m. a. og á-
varpaði Páll Pálsson, formað-
ur stúdentaráðs, samkomuna
fyrir hönd stúdenta. —- Spiluð
var hin stórvinsæla Framsókn-
arvist og nokkrum laglegum
verðlaunum úthlutað til sigur-
vegaranna, við mikinn fögn-
uð samkomugesta. Dansað var
með ólgandi fjöri þegar á leið
kvöldið, en almennur söngur
milli þátta. Hin ágæta hljóm-
sveit Bjarna Böðvarssonar spil-
aði.
Vigfús Guðmundsson stjórn-
aði samkomunni, sem öll var
sérstaklega ánægjuleg, og bar
m. a. vott um, að Framsóknar-
menn í Reykjavík eru ekkert að
hugsa um að láta bugast fyrir
rógi og aðkasti kommúnista og
íhalds, sem nú virðist samein-
að í allskonar illkvittni og Gróu-
sögum á hendur Framsóknar-
mönnum.
Samkomustaður er á ýmsan
hátt prýðilegur í Listsýninga-
skálanum og er gért ráð fyrir að
næsta samkoma Framsóknar-
manna verði þar 3. desember.
Sogulegftir atburður
Mynd þessi var tekin, þegar fyrstu hersveitir Bandamanna gengu á land á Ítalíu.
Nýtt sklp tíl
strandferða
Blaðamönnum var í gær boð-
ið að skoða vélskipið „Víði“, sem
nú er nýlokið fullnaðarsmíði á,
og í ráði er að haft verði í för-
um mill^ Akureyrar og Sauðár-
króks á vegum Skipaútgerðar
ríkisins. Mun hann eiga að fara
tvær ferðir í viku á milli þess-
ara staða, og verður önnur ferð-
in hraðferð, en í hinni á hann
að koma við á helztu höfnum við
Eyjafjörð og Skagafjörð.
Skip þetta er smíðað í drátt-
arbraut Akraness, og hófst smíöi
þess í marzmánuði 1942. Eig-
andi þess er hlutafélagið Víðir á
Akranesi, en stjórn þess skipn
Pétur Ottesen alþingismaður
Þorgeir Jósefsson og Halldór
Jónsson.
.Upphaflega var skipið ætlað
til fiskveiða, en þegar aö því
ráði var horfið að lelgja það tii
fólks- og vöruflutninga, var fyr-
irkomulagi þess breytt í sam-
ræmi við það. Er skipið búið
rúmgóðu farþega rými, þar sem
allur aðbúnaöur er í bezta lagi.
Þetta nýja skip, er merku:
þáttur í því starfi, að sjá larids-
mönnum fyrir sómasamlegum
skipum til flóaferða í stað þeirra
fleyta, er víðast hefir verið
bjargazt við til þessa.
Vísitölunefndín
Nefnd, sem ríkisstjórnin skip-
aði í haust til að athuga grund
völl dýrtíðarvísitölunnar, hefir
klofnað. Minnihlutinn, dr. Ólaf-
ur Dan. Daníelsson, hefir þegar
skilað áliti, en meiri hlutinn
Torfi Ásgeirsson og Árni Björns-
son, heíir enn ekki lokið áliti
sínu.
A víðavangi
ÓNÝTING VINNUAFLS.
Kári skrifar Tímanum:
Þegar ég las þær getsakir í
verkalýðsblöðunum, að kjöt-
verðið væri svo hátt, að þess
vegna ónýttist kjötið og yrði að
fleygja því, datt mér það í hug,
hversu oft ónýtist mikið af
vinnuafli.
Forsprakkar verkamanna
hvetja þá óspart til þess að
ganga heldur iðjulausa en að
vinna fyrir lægri texta en sam-
jykktir hafa verið, þótt háir
taxtar dragi úr atvinnunni og
mörgum framkvæmdum. Þessir
forsprakkar og blöð þeirra hika
ekki við að hvetja verkamenn til
að urða þannig iðulega vinnu-
afl sitt í eitthvert „Hafnarfjarð-
arhraun" aðgerðarleysisins, enda
lótt þannig verði þjóðin af
hundraðfalt meiri verðmætum
en kjöti því, sem skemmdist og
varð að fleygja.
Þrátt fyrir þetta, láta verka-
mannablöðin sér sæma að þyrla
upp moldviðri í sambandi við
Detta óhapp og það á þann hátt,
sem hér hefir verið lýst. Kjöt-
verðið er þó ekkert annað en
vinnutaxti bændanna, sem hefir
venjulega verið miklu lægra en
vinnutaxti flestra launþega,
hvað sem allar rangfærslur
blaðanna segja þar um.
Það væri ánægjulegt fyrir
okkur, sem unnum samtökum
og félagslegum umbótum verka-
manna, ef málgögn þeirra, Al-
býöublaðið og Þjóðviljinn, vildu
vera dálítið meira samkvæm
sjálfum sér í málflutningi sín-
um og væru þvi ekki alltaf að
„gefa sér á hann“, þegar þau
eru að rífast gegn því, að bænd-
ur fái viðunandi verð fyrir vöru
sína.
ANNAÐ HLJÓÐ í STROKKINN.
Bóndi, sem nýlega kom í
skrifstofu Tímans, lét svo um
mælt:
í fyrrahaust komu hingað
tveir kosningasmalar frá Sjálf-
stæðisflokknum og létu mjög af
því, hve Sjálfstæðismenn væru
góðir við bændur. Einkum
reyndu þeir að sanna mál sitt
með því, að hinn nýi formagur
kjötverðlagsnefndar, Ingólfur
Jónsson, hefði stórhækkað
kjötverðið.
Nú er komið annað faljóð í
strokkinn. Síðan ég kom í bæinn,
hefi ég ekki hitt Sjálfstæðis-
mann, sem ekki var stór-
hneykslaður yfir því, að kjöt-
verðið hefði veriö sett svo vit-
leysislega hátt í fyrrahaust, að
mikið af kjöti hafi ekki selst og
því orðið að fleygja því. Og
vitanlega var nú þessi vitleysa
eingöngu Framsóknarmönnum
að kenna.
Ekki hafa þeir enn gleymt
tvísöngnum, blessaðir Sjálf-
stæðismennirnir, hugsa ég.
TVÍSÖNGUR UM TOLLANA.
Sósíalistaflokkurinn hefir
löngum talið það aðalúrræði
sitt í dýrtíðarmálinu, að allir
*:ollar væru afnumdir. Þannig;
yrði auðveldast að lækka dýr-
tíðarvísitöluna.
Þegar fjárlögin voru til at-
hugunar í fjárveitinganefnd,
varð hins vegar allt annað uppi
á teningnum en að fulltrúar
sósíalistaflokksins leggðu til, að
tollarnir væru afnumdir. Þvert
á móti lögðu þeir til, að tollun-
um yrði haldið áfram og þeir
áætlaðir 9 milj. kr. hærri en
meirihl. nefndarinnar taldi fært
að áætla þá. Þessar 9 milj. kr.
vilja þeir láta renna til skipa-
bygginga og nýbýla.
Þeir kunna vissulega að tala
tveimur tungum, kommúnist-
arnir. Við viljum afnema toll-
ana'og lækka þannig dýrtíðina,
segja þeir við launafólk. Við
viljum áætla tollana hærri og
nota það fé, sem þannig fæst,
til skipasmíða og nýbýla, segja
þeir við útgerðarmenn og
bændur.