Tíminn - 16.11.1943, Blaðsíða 2
450
TIMINN, ]>riðjntlagiim 16. nóv. 1943
113. blað
Þriðjjudatiur 16. nóv.
Hlutatryggingarfélög
Frumvarp míllíþínganefndar í sjávarútvegsmálum
Framsóknarflokkurinn fékk því framgengt á seinasta þingi, að
kosin var sérstök milliþinganefnd til að gera tillögur um lausn á
Lelztu málefnum sjávarútvegsins. Hefir nefnd þessi þegar skilað
nokkrum frumvörpum, en önnur eru í undirbúningi. M. a. hefir
nefndin samið frumvarp um hlutatryggingarfélög og hefir það
nú verið lagt fram í neðri deild af sjávarútvegsnefnd deildar-
K
innar.
Þar sem hér er um mál að ræða, er sjómenn skiptir verulega
máli, þykir Tímanum rétt að birta frumvarpið í heilu lagi og fer
það hér á eftir.
1. gr. Hreppsnefnd eða bæjar-
stjórn er skylt, ef þess er kraf-
izt, að boða til almenns fundar
meðal hlutráðinna sjómanna og
útgerðarmanna, er gera út skip
til fiskveiða með hlutaráðningu,
til stofnunar hlutatryggingafé-
lags.
Þegar slík krafa, sem að ofan
greinir, hefir komið fram, skal
hreppsnefnd eða bæjasrtjórn
láta gera skrá yfir þá menn, er
atkvæðisrétt mundu hafa á
stofnfundi. Skal því aðeins til
fundarins boða með að minnsta
kosti viku fyrirvara og á þann
hátt, sem venjulegt er á þeim
stað.
Atkvæðisrétt á slíkum fundi
hafa allir útgerðarmenn skipa,
sem skrásett eru í hreppnum eða
kaupstaðnum og gerð eru út með
hlutráðningu á yfirstandandi
eða síðustu vertíð, svo og allir
sjómenn, er hlutráðnir eru eða
hafa verið á þau skip.
Ef meiri hluti fundarmanna á
haldsmanna verða ekki málinu
enn til spillis.
Jafnframt því, sem vinna þarf
að slíku samkomulagi, virtist
það eðlilegt, að haldið yrði alveg
sérstakt þing í vetur eða vor,
þar sem ékkert annað mál en
lýðveldismálið yrði tekið til
meðferðar. Þannig væri málinu
sýnd eðlileg virðing og því
ekki blandað saman við önnur
mál. Jafnframt ætti að fresta
venjulegu þinghaldi til hausts-
ins, enda verða ekki fjárlög af-
greidd fyrr en þá. Þannig
myndi skapast nokkur pólit-
ískur friður meðan verið væri
að koma málinu í höfn og gæti
margt gott af því hlotizt.
Alþingi mætti vel gera sér
ljóst, að þjóðin er orðin þreytt
á öngþveitinu og aðgerðaleys-
inu þar. Það myndi vera lýð-
veldismálinu samboðið, skapa
meiri samhug um það og auka
virðingu þingsins, ef því tækist
að leysa málið með þeim hætti,
sem hér er bent á.
Þ. Þ.
slíkum fundi samþykkir að
stofna hlutatryggingafélag, telst
það löglega stofnað, og er þá
öllum hlutráðnum sjómönnum
á skipum heimilisföstum i hlut-
aðeigandi hreppi eða kaupstað
og öllum útgerðarmönnum slíkrá
hlutaskipa skylt að taka þátt í
þessu hlutatryggingafélagi.
2. gr. Nú vilja félagsmenn í
tveimur eða fleiri hlutatrygg-
ingafélögum sameina þau þann-
ig, að hið sameiginlega félag
nái yfir tvo eða fleiri hreppa
eða kaupstaði, og er það þá
heimilt, ef meiri hluti félags-
manna hvors eða hvers trygg-
ingafélags fyrir sig er samþykk-
ur sameiningunni.
3. gr. Stjórn hlutatrygginga-
félags skal skipuð 3 eða 5 mönn-
um. Formann stjórnarinnar
skipar atvinnumálaráðherra, en
hinir 2 eða 4 stjórnarmenn skulu
kosnir af félagsmönnum, þann-
ig, að helmingur skal kosinn af
þeim félagsmönnum, sem eru
útvegsmenn, en helmingur af
þeim félagsmönnum, sem eru
hlutamenn án þess að vera út-
vegsmenn jafnframt.
4. gr, Hvert hlutatryggingafé-
lag setur sér samþykktir. At-
vinnumálaráðuneytið staðfestir
samþykktirnar að fengnum til-
lögum Fiskifélags íslands, sem
lætur gera fyrirmynd að slíkum
samþykktum.
í samþykktunum skal meðal
annars vera ákvæði um tölu
stjórnarmanna, reglur um
stjórnarkosningu, um framlög
félagsmanna i hlutatrygginga-
sjóð, um úthlutun úr hluta-
tryggingasjóði, um fjárgeymslu,
reikningsskil og endurskoðun.
5. gr. í lok hverrar vertíðár
skulu útgerðarmenn allra þeirra
hlutaskipa, sem skrásett eru í
hreppi eða kaupstað, þar sem
hlutatryggingafélag hefir verið
stofnað, greiða ákveðinn hundr-
aðshluta af verðmæti aflans í
óverkuðu ástandi í hlutatrygg-
ingasjóð. Hundraðshluti þessi
skal ákveðinn í samþykktum fé-
lagsins, en má þó aldrei vera
lægri en 0.7. Útgerðarmaður
0
Nýjungar í læknavísindum
Fjörefni eða þrifefni, eins og Guðmundur Hannesson
vill kalla þau, eru jafnan ofarlega á baugi, þegar rætt er
um heilbrigði og heilsufar nú á tímum. Hér eru nokkur
sýnishorn úr amerísku tímariti.
FJÖREFNI LÆKNAR VARLA HÆRUR.
Bréf ár Rangárvallasýslu:
Hugleiðingar um ýms eíní
Sumarið er nú á enda. Virðist
mér því ekki fjarri sanni að
líta yfir liðna tímann og rifja
upp þó ekki sé nema að litlu
leyti, eitthvað af því, sem bænd-
ur hafa almennt átt við að etja
á undanförnum vikum og mán-
uðum, þó það jafnvel verði kall-
aður barlómsvæll og vesaldóm-
ur, en við erum því svo vanir,
bændurnir, að við séum titlaðir
með ýmsum gælunöfnum frá
sumum kaupstaðabúum.
Sumar þetta mun vera með
þeim allra lökustu, sem hér
hafa komið i mörg ár. Fyrst
voru kuldar fram eftir öllu vori.
Af því leiddi gróðurleysi og
gjafatíð lengri en vanalegt er,
og var kúm gefið þangað til í
áttundu viku sumars eða jafn-
vel lengur; af þessu leiddi að
heyfyrningar frá fyrra ári gengu
til þurrðar og víða var gefið upp
að kalla mátti. Sláttur byrjaði
seint og var yfirleitt slæmur,
fremur lítið gras og nýting mjög
léleg síðari hluta sumars, og
sumstaðar heyfok til stórskaða,
t. d. í Fljótshlíð og undir Eyja-
fjöllum. Af þessu leiðir það, að
nú mun alls staðar vera að mun
minni hey en síðastl. haust, og
tíðarfar síðan í sláttarlok hefir
vægast sagt verið umhleypinga-
samt og rosafengið.
Það er því vel athugandi fyrir
bændur að gera sér glögga grein
fyrir þessu, og gæta þess að
farga nógu miklu af fénaði,
setja ekki á vogun; það er sárt
að drepa allt ungviði, en þó er
sárara að sjá fénað sinn líða
hungur og ef til vill hordauða.
Bændur! Verið því vel á verði,
og stofnið ekki skepnum ykkar
í hættu. Páll Zóphóníasson
ráðunautur hefir enn sem fyr
mint okkur bændur á að setja
varlega á, og vel sé honum fyrir
það og margt fleira.
r r r
Ég býst við, að nú muni fén-
aði stórfækka víða, og þó ef til
vill of lítið, en við skulum gera
okkur það að góðu, því allt
bendir til þess, að ennþá fækki
þeim, sem vilja vinna að fram-
leiðslustörfum, að minnsta kosti
til sveitanna. Þess vegna er
sjálfsagt fyrir bændur, að fram-
leiða að mun minna en verið
hefir, og helzt sem allra minnst
fram yfir eigin þarfir, þá þarf
ekki að skammast yfir okkar
framleiðsluvörum, ef þær eru
ekki nema handa framleiðend-
um sjálfum.
r r r
í sambandi við þetta vil ég
benda á, að bændur eiga að vera
samtaka meira en verið hefir og
vil ég fyrst og fremst nefna, að
ekkert barn ætti að taka frá sjó
í sveit yfir sláttartíma nema því
aðeins, að hægt sé um leið að
fá kaupahjú með hverju barni,
vitanlega fyrir fullt kaup, og í
öðru lagi, að taka alls ekki á
móti hópum af kaupstaðabúum,
sem eru að leika sér á fullu
kaupi, og tefur stórkostlega það
fólk, sem ennþá stundar hey--
skap. Sumt af þessu fólki og ef
til vill margt af því talar með
fyrirlitningu um allt í sveitinni,
en vill þó koma. þangað til að
leika sér og tefja þreyttar hús-
mæður, sem aldrei sjá út yfir
sín aðkallandi störf.
Sumt af þessu fólki heldur að
lítið sé að gera í sveitinni, ró-
legir dagaf- og nóg af peningum.
Við þetta fólk vil ég segja: Farið
upp í sveit og framleiðið ódýra
og góða vöru, hafið rólega daga
og takið ykkur sumarfrí, sjálf-
sagt um sláttinn.
r r r
Ég má til að minnast á út-
varpið, vegna þess að helzt eng-
inn getur án þess verið, og að
sjálfsögðu er margt gott um það
að segja, þó að beztu mennirnir
séu nú hættir að láta heyra til
sín, t. d. Jón Eyþórsson og Sig-
urður Einarsson dósent, af
hverju, sem það er.
Hvað er annars helzt flutt í
útvarpinu? Jú, stríðsfréttir 4
sinnum á dag, manndráp og
alls konar eyðilegging, márgs-
konar auglýsingar, að ógleymd-
um margskonar íþróttafréttum,
svo sem hástökk, langstökk,
kúluvarp, kringlukast o. m. m.
fl. Þá Sru frásagnir af alls kon-
ar skemmtunum, leikjum og
látum, skíðaferðum o. s. frv. Vel
gæti ég trúað því, að þegar bú-
ið er að ala þjóðina upp í þessu
og allir fara að stunda auglýs-
ingar og íþróttir, muni heldur
rýrna réttir á borðum, en má-
ske þá dugi að fara í þrístökk
eða fótbolta. Mig undrar ekki
þó æskan sé hrifnæm fyrir þessu
öllu, og ekkert síður þau. ung-
menni, sem ennþá tolla í sveit,
og heyri með þessum auglýs-
ingavaðli, að flest sé frjálsara
og betra við sjóinn, þar hafi
fólkið þetta allt sér til skemmt-
unar, og fái samt fullt kaup.
r r r
Mönnum finnst heldur seinka
gæru- og ullarverði fyrir und-
anfarandi ár. Ennþá er ekki
komið ullarverð til bænda fyrir
árin 1941 og 1942 og gæruverð
ekki heldur og má nú segja, að
þetta fari á seinagangi, en um
þetta eiga bændur að þegja að
sjálfsögðu, annars mega þeir
búast við alls konar árásum og
skömmum. En mé ég spyrja,
(Framh. á 3. »ÍBu)
Lýðveldísmálíð
Það hefir verið einlægasta ósk
þjóðarinnar, að sætt og saní-
lyndi mætti ríkja um helgasta
mál hennar, sjálfstæðismálið.
Hún hefir æskt þess af stjórn-
málaforingjunum, að þeir
reyndu að halda því aðgreindu
frá deilumálum sínum og tækju
höndum saman um það, þótt
samhug brysti um önnur mál.
Þessari einlægu ósk þjóðar-
innar hefir sennilega aldrei
verið betur fullnægt en í stjórn-
artíð Hermanns Jónassonar.
Þegar Danmörk var hernumin
og alveg nýtt viðhorf skapaðist
í málinu, var leitað eftir sam-
vinnu allra ábyrgra flokka um
lausn þess. Það var samið um
málið, unz samkomulag var
fengið, er allir gátu fellt sig við.
Nákvæmlega sumu vinnubrögð
voru höfð vorið 1941, þegar
gengið var frá yfirlýsingum Al-
þingis um framtíðarlausn máls-
ins og ríkisstjórakjörið var á-
kveðið. Það var samið um málið
milli flokkanna, unz samkomu-
lag náðizt, er allir töldu viðun-
andi.
Síðan stjórnarforustu Her-
manns Jónassonar lauk, hafa
verið höfð þau vinnubrögð um
málið, er þjóðinni hafa verið
minna skapfeld. Fyrsta verk
ríkisstjórnar Ólafs Thors var að
lýsa yfir því, án minnsta sam-
ráðs við Framsóknarflokkinn, að
lýðveldisstjórnarskrá skyldi
samþykkt á sumarþinginu 1942,
ef andstæðingar Framsóknar-
manna fengju meirihluta í kosn-
ingunum 5. júlí og kjördæma-
málið kæmist fram. Þannig var
sjálfstæðismálið dregið niður í
skarn hinna pólitísku -flokka-
deilna, hætt að hafa samráð
aðalflokkanna um það, og það
notað til framgangs máli, er var
mjög óvinsælt hjá stórum hluta
þjóðarinnar.
Það varð vitanlega ekkert af
lausn lýðveldismálsins á sumar-
þinginu 1942, enda. hafði aldrei
fylgt hugur máli hjá þeim, sem
það loforð gáfu. Málið var bú-
ið að gera það gagn, sem þeir
ætluðu sér að hafa af því í
kosningunum 5. júlí. Það var
búið að tryggja sigur kjördæma-
málsins.
Þrátt fyrir þessa leiðinlegu
reynslu ársins 1942, hafa síður
en . svo verið lögð niður þau
vinnubrögð, að draga málið inn
í pólitískar flokksdeilur. For-
maður Sjálfstæðisflokksins og
forsprakkar kommúnista hafa
reynt að haga málflutningi sín-
um þannig, að þeir væru hinar
einu sönnu sjálfstæðishetjur, en
flestir aðrir væru líklegir til
undanhalds og -svika. Meðal
hlutlausra áhorfenda hefir það
skapað andúð og tortryggni, að
menn, sem um langt skeið hafa
verið kvíslingar erlends stór-
veldis ellegar hafa legið flatast-
ir fyrir erlendu peningavaldi,
skuli þannig gerast merkisberar
málsins. Kemur þetta vel fram
í grein Sigurðar Nordals 1
bæklingnum „Ástandið í sjálf-
stæðismálinu". Verður enn ekki
með vissu sagt, hve mikinn
skaða þessi bægslagangur hinna
lítilsigldu spákaupmanna er bú-
in að vinna málinu, en vel má
rekja til þeirra orsaka þá deyfð,
sem málinu er almennt sýnd.
Ef ekki á illa að fara, verður
nú að koma því til leiðar, að
þessi vinnubrögð séu lögð niður,
og aftur reynt að skapa sam-
hug og samráð flokkanna um
málið. Það verður að reyna að
halda málinu utan við hinar
pólitískur deilur, reyna að skapa
sem mestan pólitískan frið með-
an unnið er að lausn þess og
reyna að fá sem mesta, jákvæða
þátttöku í atkvæðagreiðslunni
um lýðveldisstjórnarskrána.
Framsóknarflokkurinn hefir
því reynt að vera utan þeirra
deilna, sem verið hafa um lýð-
veldismálið seinustu mánuðina.
í þess stað hefir hann unnið að
því að reyna að ná sem víðtæk-
ustu samkomulagi um lausn
málsins á næsta ári. Er ekki
útilokað a sá árangur náist, ef
æsingaöfl kommúnista og í-
Vonir manna um það, að til
sé fjörefni, sem geti veitt gráu
hári upphaflegan litarhátt, hafa
nú mjög dofnað, að því er segir
í Science Service.
Af 19 rosknum, gráhærðum
körlum og konum var aðeins
tvennt, sem tók nokkrum telj-
andi litarskiptum eftir átta
mánaða tilraunir með fjörefna-
verkanir. Fóru tilraunir þessar
fram undir eftirliti þriggja
merkra lækna.
Þar sem breytingar varð vart,
komu þær í ljós eftir 2—3 mán-
uði, og fékk hárið svipaðan lit
og það hafði upphaflega. Að
liðnum þrem mánuðum hélt
breytingin áfram með hægð,
þar til tilraununum var hætt.
Algengasta breytingin á hin-
um 17 var gulleit eða grænlit
slikja, sem kom á hærur þeirra.
Einnig bar á því, að þeim yxu
einstök, svört og grófgerð hár.
Nokkrum óx örar hárið en ella,
þótt liturinn breyttist ekki, og
á einum, sem var mjög gishærð-
ur, fjölgaði hárunum talsvert.
Þeir tveir, sem breyttu greini-
lega háralit, fengu ásamt sjö
öðrum daglegan skammt af
tveim B-fjörefnasamböndum og
ölgeri. Hinir fengu aðrahvora
tegundina auk ölgersins.
Því hefir verið haldið fram,
að allar þessar tegundir B-fjör-
efna væru til þess fallin að
lækna hærur á mönnum og
skepnum. Vegna hinnar miklu
auglýsingastarfsemi, sem höfð
hefir verið í frammi í sambandi
við þetta, segja sérfræðingarnir
„að það virðist æskilegt að gera
langvarandi tilraunir til að fá
úr því skorið, hve mikilla
breytinga megi vænta í raun og
veru af notkun hinna tveggja
fjörefnategunda".
Þeir segja ennfremur, „að per-
sónulegt álit hafi greint breyt-
inguna betur en ljósmyndir og
áhrifin sýnist öllu meiri en
samanburður á einstökum hár-
lokkum bendi til“. Þeir taka líka
fram, að litarbreytingarnar
þurfi að vera allmiklar til þess
að sjást greinilega á afklipptu
hári.
TVENNS KONAR ÞREYTA.
Tilraunir hafa leitt í ljós þýð-
skipsins stendur skil á gjaldi
þessu, og skoðast það geymslu-
fé, eftir að skipti hafa farið
fram. Gjald þetta innheimta
hreppstjórar eða lögreglustjórar,
hver í sínu umdæmi, og má gera
lögtak á eignum útgerðarmanns
fyrir því. Ríkissjóður greiðir
og framlag í sjóðinn, er sé 0.7
af hundraði af samanlögðu afla-
verði allra þeirra skipa, er skylt
eru að leggja í sjóðinn.
6. gr. Hlutatryggingasjóðum
skal varið til þess að bæta upp
aflahluti skipa og skipshafna,
þegar þeir reynast óvenjulega
lágir, eftir því sem nánar er á-
kveðið í samþykktum hluta-
tryggingafélagsins.
Skal þeirri meginreglu fylgt,
að bæta hluti skips og skips-
hafnar, sem ekki nær venjuleg-
um hlut á því skipi í meðalári.
Við úthlutun úr hlutatrygg-
ingasjóði má þó aldrei ganga
nær honum en svo, að úthlutað
sé 80% af þáverandi eignum
hans.
7. gr. í lok hvers reikningsárs
skulu stjórnir hlutatryggingafé-
laga senda atvinnumálaráðu-
neytinu reikninga félagsins á-
samt skýrslu um úthlutun á ár-
inu, hafi hún farið fram.
8. gr. Atvinnumálaráðuneytið
getur sett nánari ákvæði um
framkvæmd laga þessara í
reglugerð. Skal í reglugerðinni
tilgreina, hverjir skuli teljast
hlutamenn samkvæmt lögum
þessum. Ennfremur má í reglu-
gerðinni setja nánari ákvæði um
starfrækslu hlutatryggingafé-
laganna, þótt ekki sé sérstak-
lega gert ráð fyrir þeim í þessum
lögum, enda fari þau ekki í bága
við nein ákvæði laganna.
í greinargerð segir svo:
Frv. þetta er flutt fyrir beiðni
milliþinganefndar í sjávarút-
vegsmálum 1943. Frá miíliþinga-
nefndinni fylgdi eftirfarandi
greinargerð:
Frumvarpi um jöfnunarsjóð
aflahluta var á síðasta Alþingi
vísað frá umræðum í efri deild
með rökstuddri dagskrá, svo
hljóðandi:
„í trausti þess,.að ríkisstjórn-
in láti hina væntanlegu milli-
þinganefnd í sjávarútvegsmál-
um afla allra nauðsynlegra upp-
lýsinga snertandi þetta mál og
að þeim fengnum undirbúa frv.
til laga um jöfnunarsjóð afla-
hluta, er lagt verði fyrir Alþingi
svo fljótt sem auðið er, tekur
deildin fyrir næsta mál á dag-
skrá.“
(Framh. á 3. slBu)
ingarmiklar nýjar uppgötvanir
varðandi þreytu manna, sem
vinna að mjög vandasömum
störfum.
Rannsóknirnar hafa verið
gerðar á rannsóknarstofnun
hagnýtrar sálarfræði við Cam-
bridge-háskólonn í Englandi.
Brezkur sálfræðingur komst
að því, að þreyta er tvenns kon-
ar: þreyta, sem stafar af vana-
störfum og þreyta, sem sprettur
af mjög vandasömum störfum,
svo sem verkfræðistörfum, her-
stjórn, stjórnarstörfum, fluglist-
um, ritstörfum, læknisstörfum
o. s. framvegis.
í greinargerð sinni kemst
prófessor Bartlett svo að orði:
Þreyta, sem stafar af dagleg-
um vanastörfum, lýsir sér í
minni afköstum. Mælikvarðinn
liggur í því, hve miklu er afkast-
að.
En við mjög vandasöm störf
er spurningin þessi: Hversu vel
er verkið leyst af hendi? Þar er
meira undir því komið, hvernig
verkið er leyst af hendi en hvað
það er að vöxtum, og við það
verður þreytan að miðast.
Með nýjum áhöldum og að-
ferðum gerði Bartlett ýmsar
uppgötvanir um þreytu, sem
fylgir mjög vandasömum störf-
um. Aðalatriðin eru þessi:
Hinn þreytti framkvæmir
verk sín á réttan hátt, en ekki
á réttum tíma.
Þegar þreytan er komin á
hátt stig, má einnig búast við
því, að menn geri axarsköft.
En einkenni þeirrar þreytu, sem
leggst aðallega á heilann, lýsir
sér samt einkum í því, að menn
ruglast í tímaröðinni.
Ef þeir setja sér um fram allt,
að vera stundvísir, má búast við,
að þeir geri mikil axarsköft í
verkum sínum. Er þá brotin
meginreglan um sambandið
milli misgripa á tíma og mistaka
í verki. Mistökin liggja mest í
því, að menn gleyma eða sézt
yfir einstök atriði við störf sín.
Þreyttur maður finnur meira
og meira til líkama síns. Ef
þreytu er ekki til að dreifa,
finna menn lítið til í líkaman-
um við andleg störf.
Ergjur og geðstirfni vex mjög
við þreytu. Þreyttur maður „er
uppi“ og skellir skuldinni á aðra
menn eða dauða hluti og kenn-
ir þeim mistökin. Hið undar-
lega er, að þreyttur maður veður
í þeirri villu, að honum gangi
störfin betur og betur eftir því,
sem tíminn líöur, en í raun og
veru verða störf hans lakar unn-
in og óreglubundnari.
Þessar athuganir á þreytu í
vitsmunakerfi heilans, varpa
nýju ljósi yfir starfsemi heilans
og áhrif á hegðun manna. Þeg-
ar þreyta nær tökum á vits-
munakerfi heilans, kemst ring-
ulreið á alla hegðum og starf-
semi mannsins.
FJÖREFNI VERNDAR
TENNURNAR.
Nýlega hafa rannsóknir bent
í þá átt, að unnt sé að framleiða
fjörefnaríka feititegund ,sem
gæti átt drjúgan þátt í því að
varna tannskemmdum og bein-
sjúkdómum.
Dr. Weston A. Price hefir
þótzt finna merki þessa nýja
fjörefnis, er hann nefnir aðeins
„hið fjörefnaverkandi X“.
Segir hann í skýrslu sinni í
tímariti ameríska tannlækna-
félagsins, að hið nýja efni inni-
haldi mikið af smjörfeiti, eggj-
um, fiski og innýflum og mör
úr sláturfé.
Samkvæmt niðurstöðum hans
ætti slík fæða sem smjör, hrogn,
lifur og þess háttar að reynast
vel til þess að hindra tann-
skemmdir.
X-fjörefnið gæti verið ein teg-
und af fitusýrum, en margar
þeirra hafa svipaðar verkanir
og fjörefni. Allt þarf þetta þó
nánari rannsóknar við af dug-
andi efnafræðingum.
Dr. Price skýrir frá mörgum
dæmum þess, að sér hafi tekizt
að koma í veg fyrir tann-
skemmdir með því að blanda
miklu A- og nokkru D-fjörefni
í sérstaklega meðhöndlaða
smjörfeiti. Álítur hann að slík
fæðublanda herði beinvefina á
heppilegan hátt. Það getur ltsa
verið að hún hafi að geyma dá-
lítið af málmsameindum, en um
það verður ekkert fullyrt án
nánari rannsókna.
B-FJÖREFNI LÆKNAR
LITBLINDU.
Litblindir menn eru ekki
teknir í herþjónustu, en rann-
sóknir hafa leitt í ljós, að lit-
blindu má lækna að verulegu