Tíminn - 16.11.1943, Blaðsíða 4
452
TÍTIIW. þrigjndaghm 16. nóv. 1943
113. blað
Ferðabék
EggeHs Olafssonar
1 *
og Bjarna Pálssonar
Steindór Steindórsson frá Hlöffum, sem hefir þýtt bókina.
á íslenzku, segir meffal annars í formálanum: „Það leikur
vart á tveim tungum, aff Ferffabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar sé eitt hiff gagnmerkasta rit, sem um ís-
land hefir verið skráð fyrr og síffar. í meira en heila öld var
hún hin eina heildarlýsing, sem til var af landinu .... Þaff
má einnig teljast vafasamt, hvort nokkurt rit annaff hefir
borið þekkingu um ísland jafnvíða meðal erlendra þjóffa . .
Meffal alþýffu á íslandi hefir hún hins vegar verið lítt kunn,
öffruvísi en af afspurn, og aldrei hafa ýkjamörg eintök
hennar veriff til í eigu einstakra manna .... Þjóðlífslýs-
ingar hennar eru í gildi á öllum tímum, og andi bókarinnar
hefir ef til vill aldrei átt meira erindi til íslendinga en ein-
mitt nú, á hinum mestu breytingatímum, sem yfir landið
hefir dunið“.
í bókinni eru allar þær myndir, sem voru í frumútgáf-
unni, ásamt korti af íslandi sem fylgdi þeirri útgáfu. Bókin
er í tveimur stórum bindum, prentuð á ágætan pappír, og
að öllu leyti vandað til útgáfunnar.
Þeir, sem ætla aff gefa vinum sínum og kunningjum ut-
an Reykjavíkur myndarlega jólagjöf, ættu að tryggja sér
eitt eintak af Ferffabók Eggerts og Bjarna. Þaff er ekki víst,
aff hún verði fáanleg þegar komiff er fram að jólum.
Bókaverzlun
Isafoldarprentsmíðfu.
ÚR BÆNUM
Framsóknarfélögin í Reykjavík
efna til fundar í Samvinnuskólanum
næstk. fimmtudagskvöld kl. 8,30 til
þess aö ræöa hinar ósvífnu tillögur,
sem bomar hafa verið fram á Alþingi
gegn samvinnufélögunum og bænda-
stétt landsins. Framsögumenn verða
sr. Sveinbjörn Högnason og Jón Árna-
son framkvæmdastjóri. Framsóknar-
menn munu fjölmenna á fund þennan
og með því móti sýna andúð á þeim
ofbeldistillögum, sem nú eru bomar
fram á Alþingi.
Samvinnufélag bifreiffastjóra.
Að tilhlutun bifreiðastjórafélagsins
Hreyfill hefir verið stofnað samvinnu-
félag siálfseignarbifreiðastjóra til að
annast rekstur bifreiðastöðvar í
Reykjavík. Nefnist það: Samvinnufé-
lagið Hreyfill. í stjórn félagsins eru:
Bergsteinn Guðjónsson formaður, Ingj-
aldur ísaksson varaformaður, Ingvar
Sigurðsson ejaldkeri, Þorgrímur Krist-
insson ritari og Tryggvi Kristjánsson
vararitari.
Eldur.
Um miðjan dag í gær varð elds vart
í húsinu nr. 12 við Lækjargötu, þar
sem séra Bjami Jónsson býr. Var.
slökkviliðið kvatt á vettvang og. réði
það niðurlögum eldsins. Brann
geymsluherbergi á þakhæð hússins og
gangur framan við það. Talsverðar
skemmdir urðu af vatni.
Blómaverzlunin Flóra
er flutt _í ný húsakynni, þar sem
áður var ísafoldarprentsmiðja. Hefir
húsinu mjög verið breytt og innréttað
svo smekklega, að þarna er nú komin
einhver allra fallegasta búð bæjarins,
rúmgóð, björt og hlýleg að öllu leyti.
— Blómaverzlunin Flóra var stofnuð
1932 af systkinunum Rögnu Sigurðar-
dóttur og Ingimar Sigurðssyni, en
'Ragna hefir rekin hana ein síðan 1940.
Var hún fyrstu árin á Vesturgötu 17,
en var flutt þaðan í Austurstræti 1,
síðan í Austurstræti 7 og nú síðast í
Austurstræti 8. — Teiknin^u að hinu
nýia húsnæði gerði Gísli Halldórsson
byegingameistari.
Nýftft leikrift
Leikfélag Reykjavíkur hafði
á föstudagskvöldi frumsýningu á
leik eftir rithöfundinn J. B.
Priestly, „Ég hef komið hér áð-
ur“, mjög eftirtektarverðu og
snjöllu leikriti.
Indriði Waage er leikstjóri og
fer með aðalhlutverkið. Aðrir
leikendur eru Valur Gíslason,
Lárus Pálsson, Arndís Björns-
dóttir, Alda Möller og Jón Aðils.
Þetta er annar leikurinn,
sem Leikfélagið sýnir á þessu
hausti. Að undanförnu hefir
það sýnt „Lénharð fógeta“ eftir
Einar H. Kvaran við góða að-
sókn. Leikstjóri var Haraldur
Björnsson.
Áskriftargjald -
TímaBH
utan Reykjaylkur og Hafnar-
fjarðar er kr. 30.00 árgangur-
Inn.
S T Ú L K U R
óskast til fiskflökunar. — Hátt
kaup. Frítt húsnæði í nýtízku
húsum.
HRAÐFRYSTISTÖÐ
VESTMANNAEYJA.
Till. um breytíngar ...
(Framh. af 1. síffuj
fjárlögum ár hvert, og virðist ó-
heppilegt að reikningsáramóiin
séu á miðju framkvæmdatíma-
biliu.
Sumir andmælendur frv.
halda því fram, að erfitt sé fyr-
ir ríkið að hafa reikningsupp-
gjör á öðrum tíma en tíðkast hjá
fyrirtækjum einstaklinga. En
þetta hefir ekki við rök að styðj-
ast. Víða annars staðar, t. d. á
Norðurlöndum, í Stóra-Bret-
landi og Bandaríkjunum, er
fjárhagsár ríkisins ekki bundið
við almanaksárið. Hér mundi
það heldur engum vandkvæð-
um bundið fyrir ríkið að hvevfa
frá fyrri venju í þessu efni, þótt
ársreikningar einstaklingsfyrir -
tækja verði enn sem 'fyrr gerðir
við lok almanaksársins.
Að athuguðu máli tel ég heppi-
legast, að fjárhagsár ríkisins sé
frá 1. okt. til 30. sept. Með því
er komið i veg fyrir þinghald að
haustinu, en komið getur fyrir,
að þurfi að hafa sumarþing þau
árin, sem kosningar fara fram,
ef ekki er unnt að afgreiða fjár-
lög fyrr en að þeim loknum.
Erlent yfirlit
(Framh. af 1. siðu)
vart í hverri borg og sveit
Bandaríkjanna.
Þegar Bandamenn hafa kom-
izt til þeirra stöðva, þar sem
Þjóðverjar • hafa ákveðið að
verjast til þrautar, mun hvert
fótmál, sem vinnst, kosta mikla
baráttu. Slíkri sókn verður að-
eins haldið uppi af þrautþjálf-
uðum hermönnum, sem þegar
eru búnir að öðlazt hernaðar-
lega reynslu.
Það er ekki ósennilegt, að
Churchill og bandaríska her-
málaráðuneytið geri það vilj-
andi að draga úr bjartsýni
manna um sigurhorfur í Ev-
rópu. Ef almenningur er mjög
sigurviss, leggur hann sennilega
minna á sig en ella, auk þess,
sem mikið mannfall í lokasókn-
inni gæti haft verri áhrif en
ella, ef fólk væri ekki við henni
búið. En hitt er líka mjög senni-
legt, að Þjóðverjar séu enn það
öflugir, að það mun kosta mik-
ið átak að sigra þá.
Samvínnan
er tímarit samvmnumaima
í íiýíítkomnu liefti birtist grein eftir Jón-
as Jónsson undir fyrirsögniiini Sumvinnu-
félöqin ou frelsiff, ferðaþœttir um Dali oif
Æustur-Barðastrundarsýslu cftir Guðlaug
Rósinkranz, fréttir frá kaupfélögunum,
þýdd smásaga eftir japanskan liöfund o. fl.
Afgreiðsla Samviiiiiuiiuar er í Sainbands-
liásinu. Sími 1080.
Samvinnan er ódýrasta og útbreidd-
asta tímarit landsins
F ramsóknarf élögín
í Reykjavík
halda fund í Samvinnuskólanum næstkomandi fimmtudags-
kvöld klukkan 8,30 síffdegis.
Umræðuefni:
1. Frumvarp kommúnista um eignarnám á mjólkurstöffinni
o. fleira.
2. Þingsályktunartillaga Gunnar Thoroddsen um rannsókn-
arnefnd mjólkurmála.
3. Þingsályktunartillaga kommúinsta um rannsóknarnefnd
vegna eyðileggingar á kjöti o. fl.
-'Vvnrr.ac;JTicyvLrv-- •«%. ■ - ■ar— ■ -»• MiZ.. ’
Frummælendur á fundinum verða:
Sr. Sveinbjörn Högnason og Jón Árnason framkvæmdastj.
Fjölmennið. Mætiff stundvíslega.
Stjóruir Framsókuarfélaganna.
Aðalfundur Félags ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík verður lialdinn í Sam-
vinnuskólanum annað kvöld (miðvikudag) kl.
8.30 síðdegis. STJÓICMA.
Róndi — Kaupir þú búnaSarblaSitt FREY?
—QAMLA StÓa-M—<
Finkaritari
Andy Ilardys
(Andy Hardy’s Private
Secretary).
MICKEY ROONEY,
ANN RUTHERFORD,
KATHERYN GRAYSON.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 31/2—61/2
í GÆFULEIT.
(Free and Easy).
ROBERT CUMMINGS,
RUTH HUSSEY.
8B—- JA BÍÓ «««««»».<
Leíst úr læðingi
(„Now Voyager").
Stórmynd með:
BETTE DAVIS,
PAUL HENREID.
Sýnd kl. 6.30 og 9.
ÓÐUR
HJARÐMANNSINS.
(Carolina Moon).
Cowboy söngvamynd með:
GENE AUTRY.
Sýnd kl. 5.
Sala aðgm. hefst kl. li árd.
Leikfélag Reykjavíkur
„Lénharður fógetí“
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag.
Hjartanlega þökkum við sveitungum okkar í Land-
mannahreppi fyrir margvísleg góðverk og vinsemd í ckkar
garð á liðnum árum. Guð blessi ykkur og launi fyrir „elli-
styrk“. Hafið þið sœlir gert.
GUÐJÓN ÞORBERGSSON,
SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR,
Stóruvöllum.
Tilkynning
Þar sem ákveðið hefir verið að sparisjóður Skeiðahrepps
hæíti starfsemi sinni, er hér með skoraö á innstæðueigendur
sjóðsins að lýsa kröfum sínum innan 6 mánaða frá síðustu birt-
ingu þessarar auglýsingar, og fá innstæðu sína greidda. Vextir
af innstæðu verða ekki greiddir frá 1. jan. 1944.
í stjórn sparisjóðs Skeiðahrepps, 1. nóvember 1943.
Guffmundur Lýðsson, Vigfús Þorsteinsson
Eiríkur Jónsson.
Söguþættír landpóstanna
Þegar póstur blés í lúð-
ur sinn aff kvöldi dags í
námunda viff fyrirhugaffa
náttstaði, var venja aff
hafa allt á reiffum hönd-
um á bænum, sem menn
og hestar þörfnuðust, mat
á borffum og
: snemmslegiff :
þurrt og ang-
andi hey á rúm-
góffum jötum. -
Póstarnir þóttu
ætíff góðir gest-
ir og eftirþráff-
ir, því aff meff
þeim bárust oft
nýjungar, sem
þeir höfðu einir
yfir aff ráða á
þeim árum.
Hetjusagnir landpóst-
anna ættu að vera til á
hverju íslenzku heimili, og
mættu vera til brýningar
þeirri kynslóff, sem nú vex
upp viff mildari kjör og sú
hætta vofir yfir, aff verffa
lingerðari og sérhlífnari en
þessir menn.
ELDRA FÓLKIÐ þráir
aff lesa um landpóstana
Vegna fjölda áskorana
hvaðancefa sáu útgefend-
ur sér ekki annað fœrt, en
að gefa þetta vinsœla rit
út að nýju, — en fyrri út-
gáfan seldist upp á svip-
stundu, eins og kunnugt er.
gömlu, rifja upp gamlar
minningar um þessa au-
fúsugesti, sem veittu því
svo oft gleffi og skemmtun
í strálbýli og einangrun.
HINIR YNGRI vilja af
eigin raun kynnast sögun-
um, sem lifað hafa á vör-
um eldra fólksins, um
svaffilfarir þessara gömlu
ferðagarpa.
Þjóðlegasta og bezta tækifærisgjöfin og
eiiíiii«»' jólagjöfin verða Söguþættir land-
j'ióstanna.
Svo gæti fariff, aff bókin yrffi uppseld fyrir jól. Ættu menn
því aff panta hana sem fyrst frá næsta bóksala, eða beint
, frá affalútsölu
Bókaútgáfunnar Norðrí
Frakkastíg 7, Reykjavík. Sími 3987.