Tíminn - 27.11.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.11.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 27. árg. Keykjavík, laugardagiim 27. nóv. 1943 113. blað Austurríki verður endurreist Eitt það merkasta, sem ákveðiö var á Moskvaráðstefnunni og þegar er lcunnugt um, var endurreisn Austurríkis. — Á myndinni, sem hér fylgir, sést fremst þinghúsið í Vín. Á torginu fyrir framan þinghúsið sézt Pallas- Aþenubrunnurinn. Bak við þinghúsið sést turninn á ráðhúsinu. í baksýn Háskólinn og turnarnir á Vatiwkirkjunni. VerðlækkimarskattBi'mii; Nýit bandalag íhalds og kommúmsta til að sleppa dýrtíðrani lausri ? Bregðast S.jálfstæðismenn loforði sínu um verðuppbætur tll landbúiiaóarins? Þau tíðindi gerðust í fyrradag í efri delid, að minnstu mun- aði, að verðlækkunarskattsfrv. yrði fellt við 1. umr., en við það eru bundnir þeir möguleikar, að nægilegt fé fáist til að halda dýrtíðinni í skefjum og tryggja bændum það verð fyrir útflutn- mgsafurðirnar, sem landbúnaðarvísitölunefndin telur nauðsyn- legt að þeir fái fyrir þær. Bernharð Stefánsson fylgdi frv. úr garði og gerði grein fyr- ir nauðsyn þess. Þorsteinn Þor- steinsson tók næstur til máls og talaði á svipaða leið . Þessu næst töluðu þeir Gísli Jónsson, Bjarni Benediktsson og Haraldur Guðmundsson. And- mæltu þeir allir frumvarpinu. Við atkvæðagreiðsluna var frv. vísað til 2. umr. með 8:6 atkv. Móti frv. greiddu atkvæði kommúnistarnir þrír og þrír í- haldsmenn (Bjarni Ben., Magn- ús Jónsson, Lárus Jóh.). Jafn- aðarmenn og Gísli Jónsson fylgdu frv. með fyrirvara við þessa umræðu. Af þeim fyrir- vara mátti marka, að þeir verði á móti frv. við næstu umræðu, og væri það þá úr sögunni. Eins og áður hefir verið skýrt frá, byggist það á samþykkt þessa frv., hvort nægilegt fé fæst til verðuppbóta á útflutn- ingsvörur bænda. Þær greiðsl- ur er ekki hægt að leggja, nema Seinnstu fréttir Rússar hafa tekið Gomel. Við Korosten hafa Þjóðverjar hafið hörð gagnáhlaup og halda einn- ig áfram gagnsókninni hjá Zi- tomir. Áttundi herinn brezki hefir hú farið yfir Sangroána og náð öruggri fótfestu norðan hennar. Bandaríkjamenn eru nú bún- ir að taka þrjár af Gilberteyj- um. Bretar hafa tilkynnt, að fyrstu 10 mánuði þessa árs hafi flugher þeirra varpað 112 þús. smál. af sprengjum á Þýzka- land. Á Berlín hefir verið varp- að 12 þús. smál. og Hamborg 10 þús. smál. að litlu leyti, á eldri tekjustofna ríkisins, því að þeim er þegar ráðstafað. Sama gildir um fjár- framlög til að halda niðri verð- laginu innanlands. Fjórtán þingmenn Sjálfstæð- isflokksins hafa lýst sig fylgj- andi því, að bændum væru tryggðar umræddar uppbætur, en horfur eru nú vissulega á því, að lítið verði úr þeim efndum, eins og mörgu fleira hjá Sjálf- stæðismönnum. Þá virðist allt benda til þess, (Framh. á 4. síðu) Merk heimsókn Hingað er nýlega kominn De- nys Reitz, stjórnarfulltrúi Suð- ur-Afríku í London. Kemur hann hingað sér til skemmt- unar og hvatti Smuts hershöfð- ingi hann til fararinnar. Má vera, að það hafi hvatt Reitz til fararinnar, að hann er af norsk- um ættum. Móðir hans var norsk, náskyld Otto Sverdrup, sem var skipstjóri ,.Fram“, hins fræga rannsóknarskips Frið- þjófs Nansens. Reitz barðist gegn Bretum í Búastríðinu undir forustu Smuts. Nú er hann hins vegar, eins og flestir Búar, mjög hlynntur Bretum, telur þeim hafa farizt vel og viturlega eft- ir sigurinn og samvinna við þá væri mikilvæg fyrir Suður-Af- ríkumenn. Reitz hefir komið mjög við sögu opinberra mála í Suðm> Afríku. Hann hefir setið á þingi í aldarfjórðung og verið varaforsætisráðherra um skeið. í för með honum er Wilmot hershöfðingi, yfirmaður loft- hers Suður-Afríkumanna á Af-' ríkuvígstöðvunum. Afleiðíng upplausnarínnar iyrír ríkið og atvinnuvegina r Utdráttur úr ræðu Hermanns Jónassonar vid eldkús- umræðurnar í sameinuðu þíngi 24. p. in. Við eldhúsumræðurnar um fjárlögin, sem fóru fram síðastliðinnn miðvikudag og fimmtudag, flutti Hermann Jónasson aðalræðuna af hálfu Framsóknarmanna. Fer hér á eftir útdráttur úr þeirri ræðu hans. Síðar verður birtur útdráttur úr ræðum annarra ræðu-: manna Framsóknarflokksins í þessum umræðum, þeirra Sveinbjarnar Högnasonar og Skúla Guðmundssonar. Hörmuleg afkoma ríkisins. Útgjöld þeirra fjárlaga fyrir ríkissjóð, sem nú er verið að af- greiða, vei-ða sennilega nálægt 100 milj. kr. Útgjöld ríkisins 1941 voru samkv. landsreikning- um þess árs 32.2 milj. kr. Hefðu festingartillögur Framsóknar- flokksins verið samþykktar haustið 1941, hefðu útgjöld rík- isins á næstu árum ekki farið yfir 40 milj. kr., miðað við svip- j aðar framkvæmdir ríkissjóðs og nú er gert ráð fyrir. Tekjur ríkissjóðs 1942 sam-1 kvæmt landsreikningi þess árs, urðu 86 milj. kr. Ef festingin j hefði verið samþykkt 1941, j myndu tolltekjurnar 1942 hafa f orðið nokkru lægri, því að toll- j ur hefir verið innheimtaður af farmgjaldahækkunum, en skattatekjurnar hefðu líka orð- ið hærri, því að hagur flestra skattagreiðenda hefði orðið betri. Tekjurnar hefðu því orð- iö svipaðar og þær urðu, þótt festingin hefði verið fram- j kvæmd. Þær hefðu einnig orðið svipaðar á þessu ári og eins á því næsta. i Árlegur tekjuafgangur ríkis- , sjóðs á þessum þremur árum hefði því alltaf orðið 40—50, milj. kr. Ríkið hefði getað borg- | að allar skuldir sínar og átt gildan varasjóð til hörðu ár- anna. í stað þessa er útkoman sú, að nær ekkert hefir verið greitt af skuldum ríkissjóðs og ríkisstjórnin segist ekki hafa handbært fé til greiðslu öllum verðuppbótunum til landbúnað- arins fyrir síðastl. ár. í raf- órkusjóði og framkvæmdásjóði eru tiltölulega lágar fjárhæðir. Eftir hin mestu góðæri, sem komið hefir hér á landi, er rík- issjóður tómur og jafnskuldug- ur og í upphafi þess. Slík er af- leiðing upplausnarinnar, sem varð á árinu 1942, þegar dýrtíð- in var tvöfölduð og kaupgjaldið hækkað enn meira. Ef sú upplausn hefði ekki komið, myndi hafa sparazt stór fé. Greiðslur til'dýrtíðaruppbót- anna hefði orðið miklu lægri. Allar framkvæmdir, sem • ríkið hefir látið gera síðan, hefðu orð- ið miklu ódýrari. Engar eða sáralitlar verðuppbætur hefði þá þurft að greiða til landbún- aðarins, eins og marka má af því, að haustið 1941 var innan- landsverð á kjöti kr. 3,20 í heild- sölu, en fyrir kjötið, sem var flutt út á þessu ári (1943) fékkst kr. 5.40 kg. Það hefði m. ö. o. orðið gróði af kjötútflutningi í stað þess, að nú þarf að verð- uppbæta hann. Þá hefði heldur ekki þurft að greiða neitt fé úr ríkissjóði til að færa niður dýr- tíðina. Atviimuleysið er að Iiefjast Afleiðingar upplausnarinnar 1942 birtast með fleiru móti en þeirri bágbornu afkomu ríkis- sjóðs, sem hér hefir verið lýst. Nýlega sögðu öll blöðin frá at- vinnuleysi í einum helzta kaup- stað landsins. Þau hafa einnig sagt frá því, að atvinnuleysi væri víðar á næstu grös- um. Það er og kunnara en frá þurfi að segja, að ekkert má út af bera með sjávarútveginn til þess að hann stöðvist að meira eða minna leyti. Ef festingin hefði verið sam- þykkt haustið 1941 eða gerðar- dómslögin ekki ónýtt, myndi hagur framleiðslunnar nú með miklum blóma. Hún myndi gefa góðan arð og ætti stórum gild- ari varasjóði. Vegna upplausn- arinnar 1942, er hins vegar svo komið, að atvinnan fer óðum minnkandi, atvinnufyrirtækin dragast saman og alger stöðv- un vofir yfir mörgum þeirra, ef framleiðslukostnaðurinn hækk- ar eitthvað frá því, sem nú er. Sums staðar er atvinnuleysið byrjað, en annars staðar á næstu grösum. . Það er vissulega lítil úrbót á þessu, þótt þeir, sem stóðu að upplausninni 1942 og vöktu þannig upp atvinnuleysisvof- una, séu nú manna skeleggast- ir í því að bera fram tillögur um aukin útgjöld ríkisins til at- vinnuframkvæmda. Fyrir áður^ greindar aðgerðir þeirra er tóma hljóð í ríkissjóðnum og hann næsta getulítill til að fullnægja þeim kröfum, sem til hans eru gerðar í þessum efnum. Vcrður sainkomulaglð vlð bæntlur svikið? Það er vissulega skoplegt og ósvífið í senn, þegar þessir sömu menn gagnrýna það við hvert tækifæri, að uppbætur skulu greiddar á útfluttar landbún- aðarafurðir. Það er deginum ljósara og hefi ég þegar nefnt ákveðið dæmi þess hér að fram- an, að þessar uppbætur hefðu veri^5 óþarfar, ef verðlagið og kaupgjaldið hefði verið fest 1941, eins og fulltrúar bænda lögðu til. Það eru upplausnar- herrarnir frá 1942, sem bera alla ábyrgð á þessum greiðslum, þótt þeir reyni nú að sýna sak- leysi sitt með því að fjand- skapast gegn greiðslum, sem er óhjákvæmileg afleiðing af ó- stjórn þeirra. Barátta þessara manna gegn verðuppbótum til landbúnaðar- ins er þó enn ósvífnari, þegar það er aðgætt, að þær eru ó- hj ákvæmilegar til þess að bændur fái svipaðar tekjur og aðrar vinnandi stéttir. Á sein- asta þingi urðu allir flokkar sammála um að fela sérstakri nefnd að ákveða verðlag land- búnaðarvara, sem tryggði, „að heildartekjur þeirra, sem vinna að landbúnaði, yrðu í samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta,“ og skyldi við þessa verð- ákvörðun „tekið tillit til þess verðs, sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir." Nefndin varð sammála um þetta verð eftir nákvæmlega og ítarlega rannsókn. En til þess að úr- skurður nefndarinnar komi bændum að notum, verður þeim að vera tryggt það verð fyrir út- flutningsvörurnar, sem nefndin taldi nauðsynlegt, áð þeir fengju Verði þeim neitað um þessa tryggingu, er það sama og neita þeim um tekjur og lífskjör samsvarandi öðrum vinnandi stéttiim. Réttur bænda til að fá þessa tryggingu er mjög sterkur, bæði siðferðilega og lagalega. Þingið fól nefndinni að ákveða verð- lagið og ber skylda til að sjá um, að fyrirmælum hennar sé fullnægt. Þrátt fyrir þetta, er vafasamt hvað gert verður á Alþingi. Á sameinuöu Alþingi fæst senni- lega meirihluti fyrir því,* að í fjárlögum verði veitt ákveðið framlag til útflutningsuppbót- anna. En það er ekki nóg. Til þess að sú samþykkt komi að gagni, þarf að sjá ríkissjóði fyrir tekjuauka. Lög um það þarf að samþykkja í báðum deildum þingsins. En vafasamt er, að slíkt frv. komist fram, því að þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins er þannig skipt í deildir, að þeir þingmenn hans, sem telja sig fulltrúa kaup staðanna, myndi í efri deild meirihluta, ásamt kommúnist- um og jafnaöarmönnum. Ég treysti mér ekki til að spá neinu um þessi úrslit. En verði bændunum synjað um þessa tryggingu, er framið ranglæti, sem vart á sinn líka, og hinn illi arfur upplausnarinnar frá 1942 látinn bitna á bændunum ein- um, a. m. k. fyrst um sinn. Ótti þingmaima við ábyrgar aðgerðir Það viðurkenna víst allir hér á Alþingi, að ástandið í dýrtíð- armálunum sé óviðunandi og eitthvað beri að gera til úr bóta. Það er hlægilegt og grát- legt í senn, að mennirnir ,sem hvöttu kjósendur til að fylgja sér í seinustu kosningunum vegna þess, að þeir hefðu annað hvort hækkað kaupgj aldið (kommúnistar) eða verðlagið (íháldsmenn), hafa síðan þeir komust á þing setið með sveitta skallana til að finna upp úrræði, hvernig þeir ættu að lækka þetta aftur! Sú spá okkar Fram sóknarmanna, að það væri auð- veldara að koma dýrtiðarskrið- unni af stað en snúa henni til baka, hefir vissulega rætzt. Margt veldur því, að Alþingi hefir enn ekkert gert í dýrtíð- armálunum, en þó fyrst og fremst það, að dýrtíðin er kom- in svo langt með okkur í ó- göngur, að ofmargir þingmenn óttast að þger ráðstafanir, sem gera þarf, verði óvinsælar og og þeir kunni því að tapa fylgi Þeir, sem hafi verið ábyrgðar- lausastir, hafi unnið mest fylgi Þessi hugsunarháttur er ekki sízt ríkur hjá stórum hluta Sj álf stæðisf lokksins. Ég skal ekkert fullyrða um hvort þessi kenning er rétt. En ég trúi henni ekki. Ég trúi því að þjóðin sé svo greind og menntuð, að hún myndi skilja nauðsyn þeirra, a. m. k. meiri- hluti hennar. Þjóðin var blekkt (Fravili. á 4. síðu) Á víðavangi „FLOKKURINN, SEM VEIT HVAÐ HANN VILL“! Sjálfstæðisflokkurinn tefldi fram nýjum manni í útvarps- umræðum í fyrrakvöld. Það var Ingólfur Jónsson frá Hellu. Flest af því, sem Ingólfur sagði, mun hafa gleymzt jafn- fljótt og það var sagt. Þó er lík- legt, að ein setningin, sem hann sagði, muni lifa talsvert lengi. Þegar hann vildi telja fram að- alkost Sjálfstæðisflokksins lét hann svo ummælt, „að hann væri flokkurinn, sem vissi hvað hann vildi“! Setning þessi sýnir mæta vel til hvaða örþrifaráða menn grípa, þegar þeir vilja fegra það, sem ekki er hægt að fegra. Á- reiðanlega er ekkert síður hægt að færa Sjálfstæðisflokknum til gildis en að hann viti, hvað hann vill. Á þingi því, sem nú situr, hefir ekki komið fram það stór- mál, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefir ekki verið klofinn um. Hann er klofinn um dýr- tíðarfrv. Brynjólfs Bjarnason- ar, um verðuppbætur á út- flutningsvörur landbúnaðarins, um verðlækkunarskattsfrv. Bernharðs og Þorsteins, um mjólkurrannsóknartill. Gunn- ars Thoroddsen, um rannsókn- ina á olíufélögunum, um olíu- frv. atvinnumálaráðherra o. s. frv., o. s. frv. Síðast, en ekki sízt, er hann klofinn um það, hvort hann eigi að leita sam- vinnu við Framsóknarmenn eða kommúnista. Öngþveitið á Alþingi stafar ekki sízt af því, að Sjálfstæðis- flokkurinn er raunverulega stefnulaus. Honum er því alger- lega ókleift að hafa þar neina forustu á hendi, því að fyrsta skilyrði þess er vitanlega það, að flokkurinn geri sér ljóst, hvert hann vill stefna. Um hann verður því ekki sagt meira öfugmæli en að hann sé flokkurinn, sem veit hvað hann vill! GRÆÐA BÆNDUR Á DÝRTÍÐINNI? Þá sagði Ingólfur annað, sem var álíka gáfulegt. Hann sagði, að bændur hefðu grætt á dýr- tíðinni, því að nú fengju þeir meira en helmingi fleiri aura fyrir mjólkurlítrann en áður. Áreiðanlega mun enginn bóndi láta glepjast af þessu. Bændur vita það miklu betur en Ing- ólfur á Hellu, að síðan 1941 hef- ir kaupgjaldið, sem þeií’ þurfa að greiða, hækkað miklu meira en afurðaverðið, og að þeir hafi því stórtapað á upplausninni, sem hófst í fyrra. Það mun bændum líka ljóst, að þeir eiga eftir að súpa seýð- ið af dýrtíðinni. Meira að segja nú þegar benda likur til þess, að flokksbræður Ingólfs hjálpi kommúnistum til að koma í veg fyrir, að bændur fái greiddar verðuppbætur á útflutning þessa árs. Og þótt þær fáist nú, er allt í óvissu um þær í fram- tíðinni, en bændur munu hafa þeirra þörf áfram, ef dýrtíðin lækkar ekki. En það er ekki von að vel gangi með lausn dýrtíðarmál- anna á Alþingi, þegar þingmenn sjá ekki annað þarfara en að fara-í útvarpið til þess að reyna að telja mönnum trú um, að þeir græði á dýrtíðinni og því sé allt í bezta lagi. HUGLEIÐING MBL. UM ÖNGÞVEITIÐ. í forustugrein Mbl. í gær seg- ir svo: „Af því, sem hér hefir sagt verið, má öllum ljóst vera, að hér stefnir í algert öngþveiti. Þingið er forystulaust, vegna þess, að ríkisstjórnin er ekki í tengslum við það. Þess vegna rekur allt á reiðanum, stjórn- laust, eins og fjármálaráöherra (Framli. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.