Tíminn - 27.11.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1943, Blaðsíða 2
470 TlMlNIV, laiigardagiim 27. nóv. 1943 118. Mað 'gtmtnn Laugardagur 27. nóv. Fagurgalí í ordi - svik á borði í útvarpsumræðunum á mið- vikudagskvöldið 1 étu tveir menn, sem létust vera stórvinir bændastéttarinnar, til sín heyra, Þeir lýstu með mörgum og fögrum orðum, að þeir og flokk- ar þeirra væru hinir sönnu vinir bændastéttarinnar og hag hennar yrði bezt borgið, ef hún fæli þeim forustu sína. Annar af þessum „stórvinum" bændanna var Brynjólfur Bjarnason. Hann taldi sam- komulagið í landbúnaðarvísi- tölunefndinni sönnun þeirrar vináttu, sem flokkur hans bæri til bænda. Fulltrúar flokks hans í nefndinni hefðu sýnt bændum, að hann vildi veita þeim sömu kjör og öðrum stétt- um Hinn þessara „stórvina“ bændastéttarinnar var Magnús Jónsson prófessor. Hann talaði einnig af miklum fjálgleika um samkomulagið í landbúnaðar- vísitölunefndinni. í nefndinni ,hefðu verið þrír sjálfstæðis- menn, tveir kommúnistar og einn Framsóknarmaður. Niður- staðan hefði samt orðið bænd- um hagstæð. Bændur gætu á því séð, að þeir gætu ekki síð- ur treyst Sjálfstæðismönnum og kommúnistum en Framsókn- armönnum. Þannig töluðu þessir „góðvin- ir“ bændanna fram og aftur. Samkomulagjð í landbúnaðar- vísitölunefndinni átti að sann- færa bændur til fullnustu um bændavináttu Sjálfstæðis- manna og kommúnista. Hver er svo sannleikur og kjarni þessa máls? í fyrsta lagi er hann sá, að samkomulagið í vísitölunefnd- inni lýsir engum sérstökum góðvilja í garð bænda. Það er byggt á hlutlausri, vísindalegri rannsókn,sem leiddi í ljós,hvaða verðlag bændur þyrftu að fá fyrir afurðir sínar til að bera svipaðar tekjur úr býtum og aðrar vinnandi stéttir. Það er vissulega ekkert þakklætis- vert, þótt opinber nefnd víki ekki frá niðurstöðum vandlegra rannsókna.- Bændur þurfa eng- ar sérstakar þakkir að færa landbúnaðarvísitölunefndinni, þótt hún viki ekki frá þessum vísindalegu niðurstöðum. Það var aðeins það, sem henni bar að gera, ef hún ætlaði ekki að bregðast skyldu sinni og beita valdi- sínu hlutdrægt. í öðru lagi er hann sá, að bæði Kommúnistaflokkurinn allur og sá partur Sjálfstæðis- flokksins, sem Magnús Jónsson tilheyrir, hafa þegar hafið harða baráttu fyrir því, að ekki verði staðið við þetta sam- komulag, nema að takmörkuðu leyti. Bændur eigi aðeins að fá hið umsamda verð fyrir af- urðirnar, sem seljast innan- lands, en miklu lægra verð fyr- ir afurðirnar, sem eru seldar til útlanda. Það á með öðrum orð- um að lofa bændum sömu tekj- um og öðrum vinnandi stéttum í orði, en svíkja það síðan í framkvæmd. Það er því ekki hægt að hugsa sér meira fals og ósannindi en framangreindan málflutning þeirra Brynjólfs Bjarnasonar og Magnúsar Jónssonar. Þeir flagga með samkomulagi, segja bændum að þakka Sjálfstæðis- mönnum og kommúnistum fyr- ir það, en berjast svo fyrir því af fyllsta megni, að þetta sam- komulag sé svikið og bændur þannig látnir búa við lakari kjör og lægri tekjur en aðrar hliðstæðar stéttir. Bændur eru áreiðanlega menn til þess að sjá í gegnum slíka „bændavináttu". Kom- múnistar og sá hluti Sjálfstæð- isflokksins, sem berst gegn verð- uppbótunum til landbúnaðarins, gera aðeins hlut sinn verri með því að bæta slíkum blekkingum ofan á rangindi sín. Með þeim hætti sýna þeir bændum betur en nokkuru sinni fyrr, að fram- koma þeirra gagnvart bændum felst í fagurgala í orði, en flá- ræðum og svikum á borði. Þ. Þ. Halldór Eiríksson forstjóri: Athugasemdír við ,þróunar- sögu‘ Eyjólfs Jóhannssonar NIÐURLAG Þessir þrír menn komu svo hingað til lands í júlímánuði 1939. Og í fundargerðarbók Mjólkursölunefndar frá 28. þess mánaðar, er um þetta bókað: „Lesið upp bréf frá próf. N. Kjærgaard Jensen, með upp- áskrift Arkitekt Erik P. Lind og annað bréf frá verkfræð- ingi Arno Telvad, þar sem þeir samhljóða og einróma ráða til þess að byggja nýja mjólkurstöð frekar heldur en að endurbæta gömlu stöðina. Var ákveðið að öll nefndin ætti viðtal við hina erlendu sérfræðinga á Hótel Borg að fundinum loknum, svo að hverjum nefndarmanni fyrir sig gefist sem bezt tækifæri til fyrirspurna og frekari upplýsinga, er þeir kynnu að óska.“ Enn er svo mál þetta tekið fyrir á fundi Mjólkursölunefnd- ar 30. júlí 1939, og þar sam- þykkt eftirfarandi tillaga með atkvæðum allra nefndarmanna, þeirra: Sveinbjarnar Högna- sonar, Jakobs Möller, Jóns Hannessonar, Magnúsar Þor- lákssonar, Hannesar Jónssonar, Egils Thorarensen og Guð- mundar Oddssonar: „Með tilvísun til bréfs for- sætisráðherra frá 6. júní þ. á. og eftir að fram er komið álit þeirra sérfræðinga, sem nefndin hefir kvatt sér til aðstoðar samkv. heimild í því bréfi, um það mikilvæga atriði mjólkurstöðvarmálsins í Reykjavík, hversu skuli hafizt handa um fram- kvæmdir til úrbóta á núver- andi ástandi, og þar sem álit allra þessara manna um það atriði — álit Linds bygginga- meistara frá 4. des. 1937, og nú ítrekað 28. júlí þ. á. — álit N. Kjærgaard Jensen prófess- ors frá 25. júlí þ. á., og álit Arno Telvads verkfræðings frá 26. júlí þ. á. — eru öll á einn veg og einróma um það, að núverandi ástand mjólk- urstöðvarinnar sé ófullnægj- andi mjög og óforsvaran- legt og nýbygging sé sjálf- sagðasta lausnin á því máli, —: þá ákveður nefndin að vinna að því, að byggð verði ný mjólkurstöð hér í Reykja- vík það fyrsta er orðið getur. Ákveður nefndi n jafnframt að leita nú þegar samþykkis ráðuneytisins á þessari á- kvörðun nefndarinnar og að- stoðar þess um allt er að því lítur að koma verki þessu í framkvæmd hið fyrsta.“ Af því sem að framan er greint má öllum vera það ljóst, að Mjólkursölunefnd gat ekki forsvarað að fara aðra leið í málinu, en hún gerði, og að eina rétta lausnin á því var sú, að byggja, nýja mjólkurstöð eins og Arkitekt Lind réði til þegar á árinu 1937. Órækasta sönnunin fyrir þessu er einróma álit fyrr- greindra þriggja sérfræðinga frá í júlí 1939. Allir mjólkursölu- nefndarmennirnir — þar á með- al Magnús Þorláksson, fulltrúi Mjólkursamlags Kjalarness- þings og margra ára stjórnar- nefndarmaður í Mjólkurfélagi Reykjavíkur — voru þá líka sammála' um, að fengnum áð- urgreindum upplýsingum að þá leið bæri að velja. Mér þætti því ekki ósennilegt þó það reyndist vonlítið verk hjá Eyjólfi Jó- hannssyni að reyna enn að telja almenningi trú um að önn- ur leið hefði verið betri og sjálf- sagðari í þessu máli. Skömmu eftir að framan greind, endanleg ákvörðun hafði verið tekin um byggingu stöðvarinnar, skall striíið á, svo sem kunnugt er, en hver á- hrif sú breyting hafði á allar eða allflestar fyrirætlanir, þarf eigi að lýsa hér, því það er einn- ig öllum kunnugt. Framkvæmd þessa nauð- synjamáls drógst því enn um skeið. Áhrifa stríðsins gætti hins vegar fljótlega, m. a. á því, að erfiðleikar urðu á að útvega eitt og annað, sem nauðsynlega þurfti á að halda til reksturs stöðvarinnar. Og svo kom að lokum, að ógerlegt reyndist að fá nothæft efni í flöskulok, ekki aðeins alúminíum, heldur einn- ig hvers konar annað efni. Allt hafði þó verið gert í því máli sem hugsast gat. Aðstoðar var leitað hjá innlendum og erlend- um verzlunarfyrirtækjum, við- ákipta- og sendinefndum, sendi- fulltrúum og sendiherrum, en allt kom fyrir ekki. Þá Var það ráð tekið, að senda Stefán Björnsson, mjólkurfræð- ing, glöggan og gjörhugulan mann, til Ameríku, fyrst og fremst í þeim tilgangi að reyna að leysa þetta og önnur fleiri vandamál mjólkurstöðvarinnar. Að vísu varð Stefán þess vís- ari, að í Ameríku væru nú not- aðar einskonar pappírshettur til að loka mjólkurflöskum með, en ógerlegt reyndist, þrátt fyrir marg-ítrekaðar tilraunir þá og síðar, að fá þar keypta eða smíðaða vél, sem notast yrði við hér til slíkra hluta. Þar sem engin lausn fékkst á þessu vandamáli, og kröfur þær sem gera varð til mjólkurstöðv- arinnar jukust stöðugt vegna aukinnar mjólkursölu, jafn- framt því, sem stöðinni hrakaði, var Mjólkursölunefnd ljóst, að hér var teflt í fullkomna tví- sýnu, ef ekkert yrði aðhafzt. Fyrir því tók nefndin það ráð, árið 1942 — en þá var Samsal- an orðin eigandi að gömlu stöð- inni, hafði keypt hana í nóvem- ber 1941 — að láta hefja bygg- ingu nýrrar mjólkurstöðvar og er það verk nú komið vel á veg. Ummæli Eyjólfs Jóhannsson- ar um, að bygging hinnar nýju mjólkurstöðvar hefði hvorki þurft eða mátt framkvæma „á þessum dýrustu og verstu tím- um“ myndu áreiðanlega fara betur í munni annarra manna en þeirra, sem af ráðnum hug og fremsta megni hafa tafið hina réttu og sjálfsögðustu lausn þessa máls árum saman öllum til stórtjóns. Það harma það ábyggilega engir frekar en þeir, sem við þessi mál eru riðn- ir, að þessi stöð skyldi ekki vera komin upp fyrir stríðið, en hvaða ástæður liggja til þess, að svo var ekki, má nokkuð ráða af því, sem að framan er sagt, þótt ekki sé það nema brot af sögu þessa máls. Hins vegar ætla ég ekki að neinn muni sá vera, er til þessara hluta þekkir, sem heldur því fram í alvöru, að fært eða forsvaranlegt hefði verið að draga enn lengur en þegar hafði verið gert, að hrinda þessu máli í framkvæmd. Eyjólfur gerir ekki lítið úr því, hversu margar miljónir hér fari í súginn, vegna þessara framkvæmda, og hvaða áhrif þetta hafi á vísitöluna og þar með verðbólguna í landinu. Ég skal ekki fara langt út í það mál, en það ætla ég þó, að því muni hvorki hann eða aðrir mótmæla með rökum, að orsak- anna fyrir dýrtíð þeirri og verðbólgu, sem hér hefir nú ver- ið árum saman, sé frekar að leita annars staðar, en vegna byggingar þessarar stöðvar. Geti hins vegar þessi eina bygging valdið öllum þeim skelfingum á þessu sviði, sem hann útmálar, hvað hefir hann þá að segja um allar þær aðrar miklu og mörgu byggingar, svo sem verksmiðjur, vélsmiðjur, verkstæði, verzlunarhús o. f 1., sem hann og aðrir hafa reist hér á þessum dýrustu og verstu tímum? Hafa þær engin áhrif haft á framleiðslukostnað, vísi- tölu og verðbólgu? Og þarf má- ske enginn að borga þær, eða ekkert fé til þeirra framkvæmda að leggja? Ekki getur Eyjólfi verið það með öllu ókunnugt, þar sem hann hefir nýlega stað- ið hér fyrir einni slíkri stór- byggingu. Ég gat þess í upphafi þessarar greinar, að margt væri það sem mishermt væri hjá Eyjólfi og alrangt. Það yrði of langt mál að rekja það allt hér, þó skal enn bent á nokkur dæmi þessu til sönnunar. Eyjólfur segir það hafa við- gengist undir hinu nýja skipu- i lagi, að frá mörgum stöðum jhafi mjólkin ekki verið flutt til I mjólkurbúanna nema annan hvern dag og sjaldnar, en hann getur þess ekki, hvað sú mjólk var gömul, sem hann lét flytjaj til Reykjavíkur, á þeim tíma, er ^ hann réði þeim málum, t. d. úr j sveitunum ofan Hvalfjarðar, og víðar hér vestan heiðar og enn- frem'úr austan yfir fjall. Á síðari árum hefir einmitt orðið mikil breyting á þessu til bóta, fyrir tilstilli Mjólkur- sölunefndar. Þannig hefir Mjólkurbú Flóamanna nú árum saman ekki tekið við annarri mjólk, að sumrinu, en þeirri, sem flutt hefir verið til búsins samdægurs. í sömu átt hefir breytingin gengið hér vestan heiðar, einnig fyrir tilstilli Mjólkursölunefndar, en um það hlýtur Eyjóifur að vita, þar eð félag það, sem hann veitir for- stöðu ,hefir mikið verið við þá flutninga riðið. Þá getur Eyjólfur þess tví- vegis, að leigunám mjólkur- stöðvarinnar hafi átt sér stað á árinu 1935. Enginn getur þó vitað það betur en hann, að leigunám þetta fór fram 11. j úlí 1936. Þá segir hann, að þegar stöð- in var tekin leigunámí, hafi (Framli. á 3. síðu) Páll I»orstoinssoii, Bækur i. - Frá því að sögur hófust hafa mennirnir reynt að móta hugs- anir sínar í letur. Steinaldar- mennirnir mörkuðu myndir og merki á veggi hellismunna, sem voru hæli þeirra. Næst kemur rúnaletrið til sögunnar, sem rist var á tré eða rispað á steina með mjög ófullkominni stafa- gerð. Síðan lögðu hinar fornu menningarþjóðir við austanvert Miðjarðarhaf undirstöðuna að hinni eiginlegu ritlist. En þá var ekki um annað að ræða en að skrifa hverja bók og hvert blað fyrir sig. Þess vegna tíðk- aðist það í Egiptalandi og ef til vill víðar, að höfðingjar héldu hóp af þrælum, sem þeir létu skrifa bækur eftir upplestri til þess að geta fengið nokkur ein- tök af sömu bókinni í senn. Þetta markaði bókagerðinni afar þröngan bás^ Hið ritaða mál varð þá og afar dýrt og í fárra höndum. Þegar prentlistin var fundin upp um miðja 15. öld, urðu aldahvörf í þessum efnum. Þá sköpuðust möguleikar til þess að letra með lítilli vinnu þús- undir eintaka af sömu bókinni og dreifa þeim út. Jóhann Gutenberg frá Mains í Þýzkalandi fann upp prent- listina fyrstur manna. Byggði hann þar bæði á eigin uppgötv- og bókasöfn unum og eldri rannsóknum. Frá Þýzkalandi barst svo prent- listin brátt út um víða veröld. Fyrstu tvær aldirnar eftir að byggð hófst hér á landi kunni enginn íslendingur að skrifa. Á mótum 11. og 12. aldar barst ritlistin til íslands. Sæmundur fróði og nokkrir samtíðarmenn hans lærðu að skrifa fyrstir ís- lendinga. Eftir það hófst bóka- gerð hér á landi með því að lög þjóðveldisins forna voru færð í letur 1117—18. Síðan kemur íslendingabók Ara fróða og svo hver íslendingasagan af annari. (Efni þesSara sagna hafði geymzt í minni manna tvær til þrjár aldir, áður en það var fært í letur. Enn varð að geyma sögurnar í handrit- um öldum saman, áður en prentun hófst hér á landi. Tæpri öld eftir að prentlist- in var fundin upp í Þýzkalandi, flutti Jón Arason biskup prent- smiðju hingað til lands. Þá hófst hér prentun bóka, sem tók þó fyrst verulegum fram- förum á síðasta fjórðungi 16. aldar og öndverðri 17. öld fyrir atbeina Guðbrands Þorláksson- ar. Eftir það kom aftur nokkur hnignun á þessu sviði. Magnús Stephensen hó’f að gefa út Klausturpóstinn á önd- verðri síðast liðinni öld. í kjöl- farið kom svo Ármann á al- þingi, Fjölnir og Ný félagsrit. Það er því aðeins rösklega ald- ar skeið síðan útgáfa tímarita hófst hér á landi. Blöðin komu enn síðar til sögunnar. II. Á síðari árum hefir útgáfa blaða og bóka aukizt mjög hér á landi og fer sí og æ vaxandi. Bókaútgáfan hefir þó mikinn kostnað í för með sér, enda er verð á bókum svo hátt, að það er alþýðu manna um megn að kaupa bækur, svo að nokkru nemi. Á hinn bóginn er nauð- synlegt, að öll alþýða geti átt völ á nokkrum bókakosti, því að blindur er bóklaus maður. Til þess að greiða úr þessu vandamáli eru tvær leiðir, og hafa þær báðar verið farnar hér á landi hin síðari ár. Önnur er sú, að stofna bókaútgáfufé- lög, sem gefi út alþýðlegar bæk- ur, fyrst og fremst fyrir ákveð- inn hóp kaupenda. Þvi stærri sem hópur hinna föstu kaup- enda er, því auðveldara er að halda verði bókanna í hófi. Bókaútgáfa' menníngarsjóðs og Þjóðvinafélagsins er sú útgáfu- starfsemi af þessu tagi, sem notið hefir almennastra vin- sælda hin síðari ár. Á vegum þessa útgáfufélags mun nú Njála m. a. koma út á þessu ári, eitt hið frægasta listaverk, sem til er í heimi íslenzkra bók- mennta. Hin leiðin til að tryggja öll- um nokkurn bókakost, er að efla bókasöfn eða lestrarfélög, í hverri byggð á landinu. Slík bókasöfn hafa myndazt smátt og smátt, hvarvetna í byggðum landsins fyrir brýna þörf, en lengst af hafa þau haft yfir af- ar litlu fjármagni að ráða og vexti þeirra fyrir þær sakir ver- ið ^röngur stakkur skorinn. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins 1937 var tekin upp sú stefna, að veita bókasöfnum og lestrarfélögum í sveitum og kauptúnum fjárhagslegan stuðning af opinberu féf Þar var samþykkt svohljóðandi á- lyktun: „Ríkissjóður leggi fram á- kveðna fjárupphæð árlega, er skiptist sem styrkur til lestrar- félaga í sveitum og kauptúnum, gegn a. m. k. jafnháu framlagi úr viðkomandi sveitarsjóði.“ í framhaldi af þessu fluttu tveir þingmenn Framsóknar-' flokksins frumvarp til laga um lestrarfélög og styrk til þeirra, sem varð að lögum hið sama ár. Með þeirri löggjöf voru öllum lestrarfélögum í lándinu tryggðar nokkrar fastar tekjur til starfseminnar og hafa þau notið þess hin síðustu ár. En eftir því sem útgáfustarf- semin eykst og bækur hækka í verði, þarf meira til, svo að lestrarfélögin séu þess megnug að kaupa hið bezta af þeim bókum, sem á boðstólum er. Þess vegna liggur nú fyrir Al- þingi frumvarp til laga, sem fjallar um það að efla tekjur lestrarfélaganna að miklum mun, jafnframt því að Alþingi veitir nú hærri fjárhæðir en áður til hinna stærri bóka- safna í landinu. Olíumálin Fátt hefir vakið meiri furðu og eftirtekt, heldur en skýrsla sú, sem ríkisstjórnin gaf á Al- þingi nú nýverið um olíumálin. Eins og menn rekur minni til, hófu Síldarverksmiðjur ríkisins á næstliðnu sumri olíusölu til síldveiðiskipa þeirra, er síld lögðu upp hjá þeim, og lækkuðu verðið um þrettán aura kílóið og mun sú lækkun svara til um hálfrar þriðju miljónar lækkun á árseyðslu íslenzka fiskiflotans, en olíufélögin héldu verði sínu óbreyttu. Síldarverksmiðjurnar fengu ol- íuna keypta fyrir atbeina at- vinnumálaráðherra Vilhjálms Þór. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem ríkisstjórnin gaf Alþingi, er það nú upplýst, að olíufélögin kaupa. olíuna á seytján og hálfan eyri kílóið og hafa til skamms tíma selt hana á fimmtiu og einn eyri kílóið til veiðiskipanna. Eftir framkomu þessara upp- lýsinga, báru fjórir þingmenn, sinn úr hverjum stjórnmála- flokki fram tillögu um að opin- ber rannsókn yrði látin fara fram á rekstri olíufélaganna, og þar á meðal að rannsökuð yrðu skattaframtöl þeirra og hvort þau hefðu blekkt verðlagseftir- litið í landinu, og reyndi engin nema Ólafur Thors að bera í bætifláka fyrir olíuokrið. En hvað skeður? Þegar tillaga þessi kom til umræðu á Alþingi, þá fengu Sjálfstæðismennirnir því til leiðar komið, að því var vísað til nefndar hvort rann- sóknar skyldi beiðst. í olíumálunum verður Sjálf- stæðisflokkurinn að ganga und- ir prófraun, þar sem rekast á hagsmunir nokkurra flokks- manna hans og aftur á móti allra sjómanna og útgerðar- manna í landinu. En meðal annarra orða, hvað hefði verið gert við smásölu- verzlanir, sem hagað hefðu verð- lagningu sinni hliðstætt við olíufélögin. Reykvíkingar og blöð þeirra eru nú að springa af vandlæt- ingu um mjólkurmálin, gæði hennar og gnægð. Skal það ekki rætt hér. En hitt er óumdeilt, að allur dreifingarkostnaður Mjólkursamsöiunnar nemur ekki nema um sex prósent af útsölu- verði hennar, og er þó ^mjólk afgreidd í smáum máleiningum alla leið niður í einn pela, en brennslualían, sem bátarnir nota, og oft er afgreidd í tonna- tali, og ekki í minni málein- ingum en hundruð kílóa. Á henni nemur dreifingarkostnað- urinn nær tvö hundruð prósent. H. B. Útbréiðið Tímanii! m. Til er gamalt orðtæki á þessa lund: Segðu mér, hverjir eru vinir þínir og félagar, og þá skal ég segja þér hver þú ert. Þetta mætti alveg eins orða svo: Segðu til þess, hvaða bækur þú velur þér, og ég skal segja þér, hver þú ert. Með lestri bóka er hægt að hlera hugsanir hinna mikilhæf- ustu manna víðsvegar uin heim. Bækurnar kynna lesendunum skoðanir höfundanna, miðla þekkingu þeirra og reynslu. Með bókunum er mönnum gefinn kostur á að safna að sér and- legum fjársjóðum víðsvegar að og komast í sálufélag við miklu fleiri en þá, sem hann sér eða heyrir, bæði lífs oð liðna. En það er misjafn sauður í mörgu fé. Svo reynist á bókamark- aðinum sem annars staðar. Því meira sem prentað er, því fjöl- breyttara er það og misjafnara að gæðum. Því fremur reynir á þroska og dómgreind við val bókanna, og þeim mun meiri list er það að læra að lesa sér til þroska og gagns. Léleg bók get- ur spillt hug lesandans, en góð bók veitt þá þekkingu, sem menn vitkast og vaxa af. Nú fer það í vöxt að lesa mik- ið, en lesa illa. Fjöldi manna les blöð og léttar bækur athugun- arlítið og án dómgreindar. Ætt- jarðarkvæði og önnur ljóð höf- uðskálda þykja nú mörgum of þung og strembin, en léttir kviðlingar með danslögum hið mesta lostæti, þótt sumt af því sé leirborið hnoð, örsnautt að menningarlegu gildi. Það er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.