Tíminn - 27.11.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.11.1943, Blaðsíða 4
472 TÍMIWV, laiigardagiim 27. nóv. 1943 118. blatB tn BÆIVUM Sextugur. Þorkell Clausen verzlunarmaður átti sextugsáfmæli í gær. Þing Alþýðuflokksins Þing Alþýðuflokksins var sett hér í bænum síðastl. miðvikudag. Mun því lokið um helgina. Á þingi þessu mun mörkuð endanlega afstaða flokks- ins til sjálfstæðismálsins. Framsóknarskemmtun. Þriðja skemmtun Framsóknarfélag- anna í Reykjavík á þessu ári, verður haldin í Listamannaskálanum næsta föstudagskvöld. Tvær fyrri skemmtan- imar hafa verið á þessum stað og far- ið hið prýðilegasta fram. Breytt öldulengd. Breytt hefir verið um öldulengd fyr- ir útvarp á íslenzku frá London. Verð- ur öldulengdin framvegis 31 meter í stað 35 metra. — Útvarpstíminn er óbreyttur, kl. 2.15 eftir íslenzkum tíma. Nýlega hafa sjö menn verið dæmdir í lög- íeglurétti Reykjavíkur fyrir ölvun við akstur, fyrir að reyna að aka undir áhrifum áfengis og fyrir að veita bif- reiðastjóra áfengi. — Fimm þessara manna voru dæmdir fyrir ölvun við akstur og eru þrír af þeim atvinnu- bílstjórar. Voru þeir dæmdir í 10 daga varðhald og sviptir ökuleyfi í 3 mán- uði. — Tveir menn, sem reyndu að aka undir áhrifum áfengis, voru dæmdir í 7 daga varðhald og einn var dæmdur í 300 króna sekt fyrir að veita bifreiðastjóra, er hann gegndi starfi sínu, áfengi. Leíðréfting Páll Jónsson á Þingeyri verð- ur skipstjóri m.b. Hilmis, en ekki Þórður Friðfinnsson á Kj aransstöðum í Dýrafirði, eins og nýlega hafði missagzt í blað- inu. Þórður verður fyrsti vél- stjóri á skipinu. Athugasemdir víð próunarsögu . . . (Framh. af 3. síðu) unum varð ekki lokað. Ég hefi hér að framan greint nokkuð frá því atriði og má hver trúa því sem vill, að Eyjólfi hefði tekizt betur að greiða fram úr því máli, en öllum þeim mörgu mönnum, sem þar lögðu hönd að. Margt er það fleira, sem á- stæða væri til að athuga í þess- ari „þróunarsögu“ Eyjólfs, þótt hér verði látið staðar numið. En það sem að framan er rakið, ætti að vera nægilegt til þess, að hver sá, sem það vill, geti gert sér það ljóst, að það er að minnsta kosti ekki alt sannleik- ur, sem sú saga hefir að geyma. Halldór Eiríksson. IVýtt bandalag . . . (Framli. af 1. síðu) að Sjálfstæðisfiokkurinn sé nú alveg kominn inn á þá stefnu kommúnista að sleppa beri dýr- tíðinni lausri. Röksemdir þeirra fyrir þeirra ráðabreytni eru næsta fávís- legar. Gísli Jónsson hélt því t. d. fram í umræðunum um verð- lækkunarskattinn, að það gæti verið gróði fyrir þjóðina að láta dýrtiðarvísitöluna hækka, því að þá fengist meiri erlendur gjaldeyrir fyrir setuliðsvinnuna! Væri það alveg i samræmi við fjármálavizku Sjálfstæðis- flokksins að stöðva framleiðsl- una með taumlausri verðbólgu í trausti þess að meira fengist fyrir setuliðsvinnuna, sem er þó óðum minnkandi, og þannig yrði nllu borgið! Á sömu leið er sú röksemd Ingólfs- Jónssonar, að dýrtíðin sé til hagnaðar fyrir bændur! Þetta eru orðin gamalkunn vinnubrögð Sjálfstæðisflokks ins, að óskapast fyrst yfir því, að allt sé að sökkva, en telja það svo í bezta lagi, þegar á hólm- inn kemur og hlaupa þá frá öll- um ábyrgum ráðstöfunum. Ef dýrtíðarvísitalan hækkar verulega, myndi það verða ó- bærilegt’ fyrir margar fram- leiðslugreinar. Kaupgjald hjá landbúnaðinum myndi hækka, en verðlagið á landbúnaðarvör- um haldast óbreytt, þar sem það er bundið með samkomu- lagi landbúnaðarvísitölunefnd- ar. Frystihúsin og smáútvegur- inn myndi sennilega alveg stöðvast. Hlutarsjómenn, ef eih- hverjir yrðu, væru mjög grá- lega leiknir, þar sem þeir yrðu að kaupa vörurnar hærra verði,' án þess að hlutur þeirra hækk- aði. Afleiðing upplausnarinnar . . . (Framh. af 1. síðu) í bili, en hún er farin að sjá í gegnum blekkingarnar. Viðreisnin og hlutverk miðstéttarflokkanna Þetta upplausnarástand, sem nú er, getur haldið áfram enn um stund, og gerir það senni- lega. En það er samt trú mín, að viðreisnin eigi eftir að koma, þótt hún eigi nokkuð í land. Slíkt upplausnarástand hefir oft verið undanfari stórra breyt- inga og umbóta. Upplausnin hefir einmitt opnað augu manna fyrir nauðsyn þeirra, og þannig ætti það að geta orðið hjá okkur að þessu sinni. Ég hefi þá skoðun, að það verði miðstéttirnar, sem beitist fyrir þeirri viðreisn, sem hér þarf að gerast. Það verða launa- menn, bændur, sjómenn og aðrir vinnandi framleiðendur, sem mynda meginkjarna henn- ar. Þessar stéttir eru líklegastar til að geta framkvæmt þær breytingar og skapað það þjóö- félagslegt réttlæti, sem verður að vera grundvöllur viðreisnar- innar. Þjóðin vcrður nð læra af reynsluimi Ég hefi nokkuð.minnzt á þau afglöp, sem unnin hafa verið á liðnum árum. Ýmsir munu telja það óþarft, og jafnvel ógagn- legt. Ég er ekki sömu skoðunar. Ég lít svo á, að geti þjóðin ekk- ert lært af þeim átökum, sem orðið hafa síðustu missirin, sé lítil von um bata. Fyrstu skil- yrði þess, að þjóðin rétti við, er að hún skilji, hvernig hún hefir verið blekkt og hverjir hafi blekkt hana. Meðan slíkum vinnubrögðum er haldið áfram sem hafin voru 1942 og mikill hluti stærsta þingflokksins, sem á að leiða störf þingsins, tekur þátt í þeim, er ekki von að vel fari. Þetta ástand verður ekki bætt fyrr en þjóðin skilur,hvaða fólk það er, sem hún þarf að losna við af Alþingi og fram- kvæmir þann skilning með kosningum. Breyting’ stjiirnar- kcrfisins getnr verift fyrsta viðreisnar- sporið Vel má þó vera, vegna þess, hvernig gengið var frá kjör- dæmaskipuninni í fyrra, að það reynist erfitt að fara þessa leið þegar í stað. Þjóðin kann að þurfa að fara nokkra króka- leið. Eins og vitað er, þá getur ríkisstjóri skipað ríkisstjórn, ef Alþingi gerir það ekki. Þetta kemur þó að takmörkuðu gagni, því að Alþingi getur gert slíkri stjórn ófært að stjórna, þar sem það hefir löggjafarvaldið, enda er það á góðum vegi með að gera það nú. Það er úr þessu, sem bæta þarf. Hið fyrsta vígi, sem þjóðin þarf að vinna, er að fá sjálf vald til að kjósa forsetann með beinum eða óbeinum kosning- um. Þessum forseta verður að fá vald til þess, ekki aðeins að skipa stjórn, ef þingið getur það ekki, heldur verður hann í stjórnarskipunarlögum landsins að fá tryggðan þann rétt, sem gerir stjórn hans fært að stjórna meðan hún fer með völd. Um leið og þingið gerir skyldu sína að mynda ábyrga stjórn, fellur þetta vald forseta niður af sjálfii sér. Ég held, að það hljóti að koma til íhugunar, hvort þetta eða eitthvað þessu líkt sé ekki það, sem þjóðin ætti að snúa sér að af alefli.og einhug, því að eins og nú er komið stjórnmálaöng- þveitinu, mætti vel svo fara, að þetta yrði skjótasta lækningin og ef til vill í bráðina sú eina, sem fær er og náð getur tilgangi sínum. Kvenblússur ogvestí úr prjónaefni, nýkomið. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Innilega þakfca ég öllum þeim, er glöddu mig með heim- sókn, skeytum og gjöfum á sextugsafmœli mínu. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. EYJÓLFUR GESTSSON, Húsatóftum Tílkynning til h 1 u t h a! a Gegn framvísun stofna frá hlutabréfum í h. f Eim- skipafélagi íslands fá hluthafar afhentar nýjar arð- miðaarkir á skrifstofu félagsins í Reykjavík. — Hlut- hafar búsettir úti á landi eru beðnir að afhenda stofna frá hlutabréfum sínum á næstu afgreiöslu félagsins, sem mun annast útvegun nýrra arðmiða- arka frá aðalskrifstofunni í Reykjavík. / H.F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLAADS. TORSÓTTAR Ast og hatur LEIÐIR (Rage in Heaven). (The Hard Way). INGRID BERGMAN, Stórmynd með IDA LUPINO, ROBERT MONTGOMERY, JOAN LESLIÉ, GEORGE SANDERS. DENNIS MORGAN. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 9. Bönnuð börnum innan Börn fá ekki aðgang. 16 ára. BARDAGINN í ÞOKUNNI ki. 314—6 y2 (Escane to Glory). BRÓÐIR „FÁLKANS1. Spennandi viðureign milli (Falcon’s Brother). kafbáts og farþegaskips. GEORGE SANDERS. Pat O’Brien. Bönnuð börnum innan Constance Bennett. Sýnd kl. 5 og 7 Börn fá ekki aðgang. Innilegt hjartans þakklæti færum við hér með öllum nágrönnum okkar, sveitungum og fjærstöddum vinum fyr- ir alla auðsýnda hjálp og samúð í veikindum og við jarð- arför mannsins míns EIRÍKS BJÖRNSSONAR. Við biðj- um góðan guð að launa hverjum einum af ríkdómi sinn- ar náðar. Fyrir mína hönd og barna minna Þórunn Guðmundsdóttir Vestur-Fíflholtshjáleigu. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) tók réttilega fram í úivarps- ræðu sinni við eldhúsumraið- urnar. Þótt ríkisstjcrnin sé skipuð góðum hæfileikamönn- um, gagnar það ekki, þar sem hún hefir ekki þá stoð í þing- inu að baki sér, sem sérhver stjórn verður að hafa, ef bún á að fá nokkru áorkað. Hér verður að vera gerbreyt- ing á, ef ekki á illa að fara. Og það er skylda Alþingis að koma hér annari skipan á.“ Þetta er alveg rétt hjá Morg- unblaðinu. Afleiðingunum af eiðrofi Ólafs, samvinnuslitum Sjálfstæðisflokksins við Fram- sóknarflokkinn og samstjórn Ólafs Thors og kommúnista er hér alveg réttilega iýst. Morgunblaðið heldur svo á- fram: „En þingfiokkarnir geta ekki komið sér saman, segja menn. Sannleikurinn mun þó vera sá, að það eru aðeins örfáir menn, sem standa í vegi íyrir heil- brigðu samstarfi flokka á Ál- þingi. Þessum mönnum verður að víkja til hliðar og það taf- arlaust." Þetta er ekki síður rétt hjá Mbl. En því miður er þessi skilningur ekki til staðar hjá Sjálfstæðisflokknum. í stað þess að hann viki til hliðar þeim manni, sem er mest í vegi heil- brigðs samstarfs, endurkaus flokkurinn hann fyrir formann með öllum atkvæðum fyrir skemmstu síðan. Meðan stærsti flokkurinn býður slík sættaboð, er ekki von að vel fari. GJÖF KOMMÚNISTA TIL STRÍÐSGRÓÐAMANNA. Þjóðviljinn var nýlega að lýsa skattafrumvarpi, sem flokkurinn hefir lagt fram á Al- þingi. Hófst lýsingin á þessari frásögn: „Lagt er til, að skattfrelsi al- mennra hlutafélaga verði af- numið. Nú fá alls konar braskfyrir- tæki, bara ef þau heita hluta- félög, skattfrjálsan ys hluta af hreinum gróða sínum. Þannig njóta nú bíó-hlutafélög, verzl- unar-hlutafélög og önnur slík skattfrelsis fram yfir aðra skatt- þegna. Skattfríðindi þessara félaga nam rúmum 2 milj. kr. s. 1. ár.“ Þetta er alveg nákvæmlega sama breytingin á skattalögun- um, er Framsóknarmenn voru búnir að koma inn í dýrtíðar- lögin í fyrra, en kommúnistar hjálpuðu íhaldsmönnum til að fella úr þeim aftur. Fyrir bein- an tilverknað kommúnista hef- ir þessum braskfyrirtækjum því verið veitt 2 milj. kr. skattfríð- indi á þessu ári. Má því með réttu kalla þetta gjöf kommún- ista til stríðsgróðamanna og hafa þeir vissulega ekki skorið hana við neglur. „ATVINNULEYSI ER MORГ. Þessi áhrifamikla setning stóð nýlega í Þjóðviljanum. Var það til að framkalla morð, sem kommúnistar gerðu sitt ýtrasta til að efla upplausnina á síðasta ári, en til hennar má fyrst og fremst rekja það, ef ekki verður hér blómlegt at- vinnulíf á komandi árum. Skozkir ullartreilar og fóðraðir kven- og karl- mannahanzkar. II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 Regnírakkar á unglinga og fullorðna. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Skípaútgerð ríkisins TEKIÐ á móti flutningi í eftirgreind skip árdegis í dag: Ármann Áætlunarferð til Breiðafjarð- ar. — Sverrir Til Tálknafjarðar, Bíldudals og Þingeyrar. Ríchard Til Flateyrar, Súgandafjarð- ar, Bolungarvíkur og Súðavík- ur. Ægir héðan kl. 6 síðdegis á morgun með póst og farþega til Vest- mannaeyja. Súdin BrottföÝ ákveðin á mánudags- kvöld kl. 9. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Leikfélag Reykjavíknr „Eg hef komið hér áður“ <MgWSfrÁ,' ■ ■'~r'...ThSm Sýniiijs( aiinað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Höfum til nokkra uppgerða bílamótora Fræsum einnig út mótora. Vélaverkstæði Signrðar Sveinhjöriissonar, Skúlatún 6. — Sími 5753. Kaupendur ínnheimtumenn Tímans i\ú er að verða síöustii forvöð fyrir þáj sem skiilda fyrir yfirstandandi ár- S’ang blaðsins, að scnda greiðslur, svo að þær verði komnar til afgreiðslunn- ar fyrir áramót. Eftir áramótin verður hætt að scnda blaðið til allra þeirra áskrifenda, sem þá hafa ekki greitt árganginn 1943. Athugið, að það er fyrirhafnar- og kostnaðarlítið að scnda blaðgjaldið í lióstávísun. Jörð tíl ábúðar Jörðin Gularás í Austur- Landeyjum, er laus til ábúðar frá næstu fardögum. S T Ú L K U R óskast til fiskflökunar. — Hátt kaup. Frítt húsnæði í nýtízku húsum. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA. ! Harmleíkurmn miklí á Kyrrahaíínu haustið 1942: snerul af tur eftir frægasta flugmann Bandaríkjanna, EDWARD V. RICKENBACKER. . . í þcssari bók siiini segir Rickenbacker frá átakanlegustu hrakningasögu er nokkur flugmaður getur frá sagt, er liann og sjö félagar hans urðu að nauðlenda „fljúgandi virki“ úti á miðju Kyrrahafi og líða hinar hörmulegustu kvalir á litlum giimmíbát- um í 21 dag. — Þeim var bjargað fimmtudaginn 12. nóvcmher 1942 — en þá var Alex liðþjálfi dáinn. — I bókinni eru tíu Ijós- myndir af mönnum og viðburðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.