Tíminn - 30.11.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 27. árg. Reyltjavík, þriöjudaginn 30. uóv. 1943 119. blað Erleut yfirlLit: Sóknin á Gíl- berteyjum Fyrir nokkru síðan réðust Bandaríkjamenn á stöðvar Jap- ana á Gilbertseyjum og hefir þeim nú tekizt að ná yfirráðum á þremur helztu eyjunum. Gilbertseyjar liggja við helztu siglingaleiðina milli Hawai og Ástralíu. Japanir hernámu þær í árslok 1941 og hafa haft þar her síðan. Eru þar nokkrir góö- ir flugvellir og hefir flugher Japana gert þaðan árásir á skipalestir Bandaríkjamanna. Hins vegar eru þar engar góðar hafnir, því að eyjarnar eru myndaðar úr kóral og grynn- ingar víðast miklar. Það er verulegur ávinningur fyrir Bandaríkjamenn að ná Gilberteyjunum. Þaðan getur flugher þeirra veitt skipalestum þeirra vernd og jafnframt haf- ið sókn gegn riæstu bækistöðv- um Japana, sem eru á Mars- hallseyjunum. Gilberteyjar fundust í lok 17. aldar. Lengi vel þótti mönnum litlu skipta um þessa landfundi. Helzt komu þangað þrælasalar og kristniboðar. Loks í lok 19. aldar lýstu Bretar yfir því, að eyjarnar væru breskt verndar- svæði. Árið 1915 voru þær, á- samt Elliceeyjunum, gerðar að brezkri nýlendu. Undir þessa nýlendu Breta hafa síðar verið lagðar ýmsar smáeyjar, sem dreifðar eru í Kyrrahafi. Allar þessar eyjar eru þó ekki meira að rúmmáli en 200 fermílu’r og íbúarnir um 35 þús. íbúarnir eru taldir vel mennt- ir og er það einkum að þakira starfsemi kristniboða. Um 95% þeirra eru lesandi og skrifandi og þeir hafa talsvert viðtæka sjálfsstjórn. Nýlendustjóvn Breta hefir aðallega verið fóig- in í eftirliti og ýmsri aðstoð við íbúanna. Útflutningur er litill og innflutningur einnig, enda brauðfæða eyjarnar íbúana að mestu. Sókn Bandaríkjamanna á Gilberteyjum hefir þá þýðingu, auk þess, er áður segir, að' hún dreifir kröftum Japana enn meira en áður. Þeir þurfa nú að beita flota sínum og flugher á nýjum stöðvum, sem geta orð- ið þeim kostnaðarsamar, ef þeir ætla að reyna að halda þeim, t. d. Marshallseyjarnar. Veik- leiki Japana er einmitt mestur í þessum efnum. Þeir hafa næg- an landher til að mæta Banda- mönnum, en tæplega flota og flugher. Seínustu fréttir • Rússar halda uppi harðri sókn í Hvíta-Rússlandi siðan þeir tóku Gomel. Hins vegar hafa þeir enn ekki hrundið gagnsókn Þjóðverja hjá Korosten og Zítómír. Montgomery hershöfðingi hefir lýst yfir því, að Banda- menn séu í þann veginn að hefja stórsókn til að ná Róm á vald sitt. Sókn áttunda hersins norðan Sangro virðist miða vel áfram. Bal iiaitir í gær hófst leit að v.b. Hilmi, sem ekki hefir komið fram síð- an á fimmtudagskvöld, er hann fór héðan áleiðis til Stapa. Leitin hafði ekki borið árang- ur, er síðast fréttist í gær. Auk sjö skipverja, fóru héðan með Hilmi fjórir farþegar. Útdráttur úc eldhúsræðu Sveinbjörns Högnasonar: Afleiðíng kjördæmabreyt- ingarinnar fyrir stjórnar- faríð og dreifbýlið Forusta Sjálfstæðis- flokksins. Steingrímur Þorsteinsson Nýr doktor í ísl. fræðum Tíminn hefir haft fregnir af því, að háskólaráðið hafi ákveð- ið að veita Steingrími J. Þor- steinssyni, mag. art., nafnbótina doktor í heimspeki, dr. phil., fyr- ir bók hans um Jón Thoroddsen | Eins og kunnugt er, fóru og skáldsögur hans, án þess að fram tvennar kosningar á síð- munnlegt doktorspróf fari astliðnu ári um það höfuðmál fram. Munu Steingrími verða að breyta kjördæmaskipun afhent doktorsskilríki sín 1. landsins. Meginefni þeirra desember. Undanþága þessi er breytinga var að dtaga úr á- veitt án umsóknar af hálfu hrifum dreifbýlisins 'á Alþingi doktorsefnis. og efla alræði flokkanna í Steingrímur er Akureyringur stjórnmálum landsins. að uppruna. Hann lauk stúd-1 Margir forsvarsmenn þessar- entsprófi í Akureyrarskóla árið ar kjördæmabreytingar töldu 1932 með mjög hárri fyrstu ein- henni helzt til gildis, að hún kunn. Síðan sigldi hann til miðaði að því að eyðileggja Sorbonne-háskóla í París og Framsóknarflokkinn og áhrif stundaði þar nám í nokkur hans á löggjöf og stjórnarfram- misseri. Síðan hélt hann heim kvæmdir. Þegar því takmarki og hóf norrænunám í háskólan- væri náð, og Sjálfstæðisflokk- um hér. Lauk hann meistara- urinn væri orðinn stærsti flokk- prófi í norrænum fræðum með ur þingsins, myndi stjórnarfarið ágætiseinkunn. Þá einkunn í landinu batna og öllu vera hefir aðeins einn maður annar borgið. hlotið við meistarapróf í nor- j Það takmark náðist, að Sjálf- rænum fræðum við háskólann stæðisflokkurinn yrði stærsti hér, Björn Sigfússon árið 1934. flokkur þingsins, en hins vegar Viðfangsefni Steingríms til hefir lítið bólað á þeim umbót- meistaraprófs var bókmennta- j ujn, sem lofað var. Engir munu saga og var aðalritgerð hans sjá þær, nema þá stjórnleysingj- um upphaf skáldsagnagerðar á . ar, ef einhverjir eru, og svo þeir, íslandi. Síðan hefir hann sleitu-j sem skapa vilja ringulreið og laust unnið að rannsókn á upplausn. skáldsögum Jóns Thoroddsen, i Því öngþveiti stjórnarfarsins, menn héldum fram einkum að því er tekur til lif- 1 sem ríkt hefir í landinu síðan staklega þetta: þetta hafi rætzt enn fyrr en við gerðum ráð fyrir. I Um vanmátt þingsins þarf ekki að fjölyrða. Hann er öll- um augljós. Það er ekki því að 'A' i-i ’v Þakka, að landið hefir ekki ver- Slöastl. VIKU, jg stjórnlaust síðasta árið. í eldhúsumræðunum, sem fóru fram í var Sveinbjörn Högnason einn af ræðumönnum Fram- Þannig’ hafa kjósendur þeir, sóknarflokksins. í ræðu sinni dró hann upp skýra mynd sem studdu ýúördæfnabreyting- af þeim afleiðingum, er hlotist höfðu af kjördæmabreyt- ingunni á fyrra ári, og sýndi fram á, að spádómar Fram- sóknarmanna í þeim efnum höfðu meira en ræzt. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu Sveinbjarnar. þær, að stærsti flokkúrinn, sem átti að hafa forustuna, hefir verið ófær að gegna því hlut- verki. Það er ekki vitað, að þessi flokkur hafi verið sammála um eitt einasta mál, sem úrlausn- ar hefir krafizt og ekki heldur um myndun ríkisstjórnar. Svo mjög er hann sjálfum sér sund- urþykkur. Forustan á þinginu fer svo eftir því. í stað þess að kalla hann stærsta flokk lands- ins, væri miklu réttara að kalla hann samsafn minnstu flökks- brota þingsins, sem fátt er sam- eiginlegt með annað en nafnið! Það er að mínum dómi ein frumorsök hinna og máttarvana una, svipt bæði sjálfa sig og aðra möguleikanum til að hafa áhrif á það hverjir færu með framkvæmdavaldið i landinu. Enginn veit, nema þetta ástand geti varað lengi enn. Slíkt kom aldrei fyrir á tímum hinnar fyrri kjördæmaskipunar. Hver vill nú halda því fram, að þessi breyting hafi verið til bóta fyrir stjórnarhætti og stjórnarfar landsins. Þá er komið að því atriðinu, hvort rétt hafi reynzt, að kjör- dæmabreytingin myndi leiða til aukinnar viðleitni til að skerða rétt og hag þeirra, sem í dreif- býlinu búa, þar sem bæjar- flokkarnir myndu helzt reyna að vinna sér fylgi í aðalkaup- stöðunum á kostnað sveita og sjávarþorpa. Það sézt fljótt á bæjarblöð- unum, að andinn til sveitanna sundurlausu 'Og sjávarþorpanna er breyttur vinnubragða síðan hin nýja kjördæmaskip- þingsins, að slíkur flokkur skuli un gekk í gildi. Sjálfstæðismenn hafa forustuna. Spádómar, som hafa rætzt. Þegar verið var að berjast um kj ördæmabreytinguna í fyrra, sögðu andstæðingarnir jafnan, að við Framsóknarmenn færum með öfgar og ósannindi, er við lýstum afleiðingunum, sem af henni myndu hljótast. Það, sem við Framsóknar- var sér- andi fyrirmynda að persónum í kosningum lauk, er óþarft að sögum Jóns. | lýsa. Orsakirnar eru ekki sízt Samiylking gegn verðlækk- unarskattinum Neindarálit Bernharðs Steiánssonar Fjárhagsnefnd efri deildar hefir klofnað um verðlækkunar- skattsfrumvarpið. Magnús Jónsson, Brynjólfur Bjarnason, Lárus Jóhannesson og Haraldur Guðmundsson leggja til að frv. verði íellt, en Bernharð Stefánsson leggur til að það verði samþykkt. Nefndarálit Bernharðs Stefánssonar er svohljóðandi: „Nefndin hefir klofnað um málið. Enginn meðnefndar- manna minna vill láta sam- þykkja frv., að minnsta kosti ekki í þeirri mynd, sem það er nú. Ég lít hins vegar svo á, að ef reyna á að halda dýrtíðinni í skefjum, með svipuðum hætti og gert hefir verið, og ef standa á við þau ákvæði dýrtíðarlag- anna, sem fjalla um verðlag landbúnaðarvara, þá sé óhjá- kvæmilegt, að framlengja verð- lækkunarskattinn, eins og frv. gefir ráð fyrir. Ef hætt væri að reisa skorður gegn dýrtíðinni, mundi allur framleiðslukostnaður stórhækka Er þá hætt við, að ýmis at- vinnufyrirtæki lömuðust eða stöðvuðust jafnvel með öllu. Sérstaklega mundi þetta koma hart niður á bátaútveginum og fiskimönnum. Tekjur af fram- leiðslunni gætu ekki hækkað neitt, en kostnaður hlyti að aukast. Ég tel því óhjákvæmi- 1. Þingið yrði ómáttugt,vegna flokkadráttar, engin starfhæf stjórfl yrði mynduð og þannig skapaðist stjórnleysi líkt og hjá þeim þjóðum, þar sem svipuð kosningatilhögun hefði ríkt. 2. Afstaða dreifbýlisins yrði mjög veikt og myndi koma í kjölfar þess frekari viðleitni til að skerða rétt og hag fólksins þar. Þjóðin getur nú metið það, hvort við Framsóknarmenn spáðum rangt, er vér héldum þessu fram. Það mat mun leiða í ljós, að okkur hafi ekki mis- sézt, nema þá að því leyti, að hafa stofnað sérstakt sveita blað, svo að þeir þyrftu ekki lengur að láta bændur skrifa í þau blöð, sem þeir gefa út í bæjunum. Þannig geta þeir enn betur en áður látið bæjarblöð sín taka þátt í kapphlaupinu gegn bændum, þegar búið er að koma í veg fyrir, að þeir skrifi í þau. Þetta sést því enn skýrara á Alþingi sjálfu. Þar hefir í haust rignt niður frumvörpum, tillög- um og fyrirspurnum, sem fela í sér beinar ofsóknir, illkvittni og ósæmilegar getsakir í garð bænda, samtaka þeira og stofn- ana. Kommúnistar flytja frv. um að taka af bændum umráða- réttinn yfir miklu af fram- leiðsluvörum þeirra, og láta hann i hendur bæjarstjórna, taka af bændum rétt til að verð- leggja þessar vörur sínar og taka af félögum bænda eignir þeirra, án endurgjalds. Þá flytja þeir tillögu um opinbera rannsókn á því, hvort fyrirtæki bænda hafi ekki vísvitandi eyði- lagt matvæli í stórum stíl. Hins (Framh. á 4. síSu) Frá Hornströndum Sjá grein Jóns Eyþórssonar á 2. síðu. legt að halda áfram þeim fjár- greiðslum úr ríkissjóöi til að lækka verð á vörum, sem inntar hafa verið af hendi undanfarið, þar til samkomulag næst um róttækari aðgerðir, en til þess þarf fé. í annan stað lít ég svo á, að það sé bein lagaskylda að tryggja bændum það verð fyrir afurðir þeirra, sem 6 manna nefndin ákvað, en til þess þarf einnig allmikið fé. Afgreiðsla fjárlaganha verður sýnilega með þeim hætti, að af- gangur af venjulegum tekjum ríkissjóðs mun ekki nægja til að standa undir þessum gjöld- um. Er þá ekki annað ráð fyrir hendi en að afla nýrra tekna. Síðasta Alþingi samþ. nær einróma ákvæði þessa frv. um verðlækkunarskatt, að vísu til eins árs. En þar eð sama þörf er fyrir tekjur til dýrtíðarráð- stafana nú eins og var þá, ei i H0ml>jarg séð frá Rekavik. Kálfstindar til hœgri á myndinni. (Úr Horn- (Framhy á 4. síðu) strendingabók. Ljósm. Finnur Jónsson. alþm.) Á víðavangi MORGUNBLAÐIÐ RÁÐLEGG- UR SAMVINNUMÖNNUM. Einhver náungi, sem kallar - sig Gáinn, skrifar nýlega í Morgunblaðið og læzt vera mik- ill vinur samvinnufélaganna. Einkum heldur hann því fram, að það væri þeim til mikillar hagsbótar og viðreisnar, ef Framsóknarflokkurinn væri að velli lagður. Samvinnumenn munu náttúr- lega ekki efast um, að þetta heilræði, sem þeim er gefið í Mbl., sé borið fram af góðum hug. Hvers annars er að vænta af aðalmálgagni kaupmann- anna? Sýnir líka ekki reynslan, að herra Gáimi hefir rétt að mæla? Myndu innflutnings- höftin ekki hafa verið fram- kvæmd á æskilegri hátt fyrir kaupfélögin, ef Sjálfstæðismenn hefðu stjórnað framkvæmd jeirra? Myndi ekki samvinnu- lögunum verða breytt kaupfé- lögunum í vil, ef heildsalarnir réðu á Alþingi og samvinnufé- lögin ættu þar enga talsmenn? Þá þyrfti ekki heldur að ótt- ast, að Alþingi fyrirskipaði póli- tíska rannsókn á hendur sam- vinnufélögum bænda? Eða komast samvinnumenn að raun um, þegar þeir athuga aðeins þessi atriði af mörgum svipuðum, að heilræði Gáins er byggt á nokkuð vafasömum heilindum? HÆTTUMERKI“ OG FORUSTULEYSI. Morgunblaðið hefir nú hafið nýja sókn gegn ríkisstjórninni. Hún heitir orðið á máli þess „hættumerki á blindskeri“. Það var nokkuð öðruvísi með ríkis- stjórn Ólafs Thors hér á árun- um, sem mynduð var á þing- ræðislegan hátt. Morgunblaðið kann líka orðið leiðina út úr ógöngunum. Það þarf ,,,að einbeita kröftunum að því að mynda sterka forustu á hálum stigum þjóðmálanna", segir Mbl. í forustugrein sinni á sunnudaginn. Þetta er mikið rétt. Og þá er að byrja á byrjuninni, sem er sú, að stærsti flokkur þingsins, er á að hafa forustuna þar, fái sér forustu, sem veit hvað hún vill, en sé ekki tvískiptur í öllum aðalmálum þingsins. RAFMAGNSVERÐIÐ OG VERKALÝÐSBLÖÐIN. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hafa vaknað við vondan draum, þegar Tíminn fletti ofan af því hneyksli bæjarstjórnar Reykja- víkur, að reyna að bæta úr raf- magnsskortinum með hækkun á rafmagnsverðinu. Látast þessi blöð nú hafa verið hin skelegg- ustu í málinu. Sannleikurinn er sá, eins og lýst var í frásögu Tímans, að þau raunverulegu þögðu um málið, því að vitan- lega jafngildir það þögn um slík mál, þótt þeim sé smávægi- lega getið á lítið áberandi stað og ekki minnzt á þau meira. Lesendur blaðanna geta ekki séð á því, að blöðin telji málin einhverju skipta. Ef blöðin vilja afsanna þau ummæli Tímans, að þau hafi hagað sér næsta öðruvísi í þessu máli en í mjólkurskortsmálinu, ættu þau að mæla dálkalengd- ina, sem þau hafa varið til að ræða um þetta mál annars veg- ar og mjólkurmálið hins vegar og skýra frá þeirri niðurstöðu. Þá myndi vel ljóst, hvorir segja réttara frá þessum hlutum. Hitt er vel, ef skrif Tímans hafa eitthvað vakið forsvars- menn sósíalista og kommún- ista í þessu máli og mun fylgzt með því, hvað þeir reyna að gera málinu til leiðréttingar á næstu bæ j arst j órnar f undum. KOMMÚNISTAR OG KVIKMYNDAHÚSIN. Þjóðviljinn er að reyna að (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.