Tíminn - 30.11.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1943, Blaðsíða 3
119. blað TÍMITCN, þrSIBjndagiim 30. nóv. 1943 475 Stofnun lýðveldis og sambandsslit (Framh. af 2. síöu) veldisins veröi ráðið til lykta áður en þau störf kalla þannig að, að eigi verður frá þeim flúið. Senn höfum vér beðið hæfi- lega lengi og þá jafnframt nógu lengi. íslendingar eiga nú að sameinast um stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Eigi er trútt um, að á því sé alið, að sambandsslit á næsta ári muni vekja andúð með öðr- um þjóðum vegna þess, hversu ástatt er um Danmörku og þá jafnframt spilla sambúð vorri við Norðurlönd í framtíðinni. Ég er sannfærður um að sanngjarnir menn með öðrum þjóðum munu láta sér skiljast að við förum rétt að og hóflega með því að ráða til lykta sam- bandsslitum á næsta ári, er þeir kynnast réttum mála- vöxtum, enda höfum vér þegar fengið reynslu um þetta. Eina hættan í þessu sambandi er sú, að landsmenn gerist til þess sjálfir að útbreiða hættulegan misskilning og flytji málið fyrir sér og öðrum þannig, að til skaða leiði. Reynslan um sambúð íslend- inga og Dana er sú, að hún hef- ir sífellt farið batnandi eftir því sem meira hefir verið losað um þau óeðlilegu stjórnmála- tengsl, er verið hafa á milli xandanna. Danir eru ein hin merkasta þjóð, er við þekkjum og höfum haft náin kynni af. Hið sama má segja um aðrar frændþjóðir vorar á Norðurlöndum. íslendingar hafa saknað þess að hafa eigi nú í fjögur ár get- einhverir málið gjalda þess, sem óheppilega hefir verið um það sagt, eða hverjir um það hafa látið sér tíðast á almannafæri nú um skeið, og hvernig þeir hafa á því. haldið? Þjóðin verður að gera sér ljóst að hér er um meira að tefla en svo, að nokkurt formsatriði megi verða gert að aðalatriði né inn í megi blandast viðhorf til einstakra manna eða flokka. Þjóðaratkvæðagreiðslan verð- ur sú þýðingarmesta, sem farið hefir fram á íslandi, og það er fullkomlega tímabært, að menn fari nú þegar að undirbúa hana víðsvegar um landið og undir- búa hana þannig, að hún verði einn af merkustu atburðunum í sögu þjóðarinnar. Eysteinn Jónsson. Kjöfmálið Ég sé í blöðunum, að mikið er rifizt út af kjötleifum, sem ó- nýtar hafa orðið á vegum S.Í.S.. o. fl. Alltaf er hryggðarefni, þegar matur verður ónýtur' en þótt svo sé, þá kemur þaö fyrir á hverju ári, bæði hjá einstakl- ingum og félögum, að eitthvað af mat verði ónýtt, sem lengi þarf að geyma. Blöðin láta þessa ógetið og er því illkvitnin, sem fram kemur hjá Reykjavíkur- blöðunum út af þessum kjöt- skemmdum, í garð okkar sveita- mannanna og starfsmanna okk- ar, er sjá um kjötsöluna fyrir okkur, næsta óvanaleg. Þegar saman kemur af öllu landinu eru 20 smál. af kjöti að haft samband við þessar. ekki svo mjög mikið, að okkur þjóðir. Vér finnum það val'a- ] sveitakörlunum ofbjóði sérlega laust' greinilegar nú en nokk- ; þetta óhapp. Það er í hæsta uru sinni fyr, að vér eigum lagi 1—2 kg. á hvern fjáreig- heima í hópi Norðurlandaþjóð- | anda á landinu. Sá sem á t. d. anna, finnum það betur en j 50 kindur og missir eitt lamb ella af því hvernig við höfum : úr bráðafári rétt áður en hann einangrazt nú á þesum árum. rekur lömbin sín til slátrunar, Enginn veit hvað átt heffr fyr missir þetta 12—15 kg. af kjöti, en misst hefir; það sannast enn sem fyr. Ég fullyrði, að það er vilji þjóðarinnar, að eftir styrjöld- ina verði upp tekin þráðurinn rnn samstarf við Norðurlönd, þar sem hann slitnaði og sam- vinnan rækt með meiri alúð en nokkuru sinni fyr. Þjóðaratkvæði fer fram um hina nýju lýðveldisstjórnarskrá áður en lýðveldi verður endan- lega sett á fót. Mest er undir því komið í þessu máli hversu sú atkvæða- greiðsla tekst. Ber þjóðin gæfu til þess að standa saman á úr- slitastund eða ná hversdagsleg- ar deilur um formsatriði og úr- tölur tökum á nægilega mörg- um, til þess að þjóðin bíði af varanlega hnekki? Eða láta sem enginn hefir not af. Það er um 10 sinnum meira heldur en hver fjáreigandi hefir tapað til jafnaðar við þetta óhapp. En hver vorkennir fjáreigandanum, eða skammar hann fyrir að missa eitt lamb, sem má þo rekja til þess, að hann bólu- setti ekki unglömbin að vorinu? Nei, mér finnst, að hér muni liggja eitthvað annað en um- bótahugur eða sársauki yfir tapi því, sem orðið hefir, á bak við vandlætingu bæjarblað- anna í Reykjavík. Og þó að ég sé ekki mikið kunnugur í höf- uðstaðnum, veit ég þó til að mörgum verðmætum , er fieygt þar. Annars er mikið vandamál, hvað gera skal við ýmsar teg- undir af kjöti, sem virðast nær (Framh. á 4. síðu) legt, að draugar og galdramenn á Hornströndum háfa ekki ver- ið nein lömb að leika sér við, og skammt er síðan þeir voru í fullu fjöri, ef þeir eru þá með öllu dauðir ennþá. Inngangin- um að þessum kafla hefði höf- undur mátt sleppa að skaðlitlu. Hann skemmir heldur en hitt. Þjóðsögur eru þjóðsögur, og draugar eru draugar. Það er ekki laust við, að höf. hafi af- neitað æskustöðvum sínum í þessum formála og komi þang- að sem kennaraskólagenginn sumargestur til að skýra fyrir hinum fáfróðu, hvers vegna þeir hafi verið myrkfælnir, séð drauga og jafnvel tekizt á við þá. Ef þessi heimspeki, að myrkrið og stórhríðarnar hafi skapað draugatrú og oftrú á dulmögn og vætti, hvernig stendur þá á því, að þjóðir, sem ala aldur sinn undir brennandi hitabeltissól eru engu síður haldnar oftrú á anda og drauga, dulin mögn og galdra? * * * * Höfundurinn er Hornstrend- ingur að ætt og að nokkru leyti að uppeldi. Stendur hann því manna bezt að vígi til þess að rita um land og lýð þar norður. Er auðsætt, að hann hefir unn- ið verk sitt af miklum dugnaði og natni, þótt sums staðar hefði verið æskilegt að gera efninu enn betri skil. Hann ritar kjarn- gott mál og víðast slétt, en á köflum stappar nærri, að það sé rekið og tilgerðarlegt. — Mér er næst skapi að benda höfund- inum á, hvort hann hafi ekki haldið of mikið aftur af Horn- strendingnum í sér. Lýsingar hans mættu víða vera persónu- legri. Það mundi hafa gætt þær meira lífi og lit. En í slíku er vissulega vandratað meðalhófið og þykist ég vel skilja varfærni höfundarins í því efni. Hornstrendingabók er vand- aðasta héraðssagan, sem hefir orðið á vegi mínum fram að þessu. Hún er heilsteyptari en gengur og gerist, af því að hún er eins manns verk. Útgefandi hefir sýnilega fátt til sparað, að hún yrði vel og virðulega úr garði búin. Margar myndir eru í bókinni, og hefir Finnur Jóns- son, alþihgismaður, tekið flest- ar þeirra á þriggja daga ferð um Hornstrandir í sumar, sem leið. En vitanlega gat hann ekki farið um allt sögusvæðið á þeim tíma, og því er myndunum all- mjög misskipt á byggðrinar. Eins og áður er drepið á vant- ar tilfinnanlega myndir af smíðisgripum Hornstrendinga, skipum, sígtækjum, veiðarfær- um og búshlutum. Hafi ég gerzt aðfinnslusamur við Þorleif Bjarnason, er það af því að verk hans er svo vel af hendi leyst, að hann á vel að þola það. Að öllu saman iögðu, er Horn- strendingabók meðal myndar- legustu, eigulegustu og læsileg- ustu bóka, sem ennþá hafa birzt á þessu mikla bókaári. J. Ey. Maðurinn í skínnbrókunum FRAMHALD Dómarinn lét nú um stund niður falla kröfuna um eiðstafinn, og sneri sér að sjálfri sakargiftinni. En Georg Fox varð ekki skota- skuld úr því að benda á margar mótsagnir í ákærunni og hvers konar veilur og lögleysur í málsmeðferðinni. En dómarinn var staðráðinn í að láta Kvekarann ekki sleppa undan refsingu. Hann bar því aftur fram þá kröfu réttvísinnar, að hann ynni eið að framburði sínum, og þegar hann harðneitaði því, lét hann fara með hann í fangelsið að nýju. Skömmu síðar var hann fluttur í Scarborough-kastala, og þar var hann hafður í haldi þar til árið 1666. Hafði hann þá setið meira en þrjú ár samfleytt í fang- elsum og oft orðið að þola hina verstu meðferð. En slíkt bugaði hann ekki. Georg Fox var sleppt úr fangelsinu daginn áður en bruninn mikli varð í Lundúnum. Hin siðustu ár hafði orðið mikil mann- fækkun af völdum plágunnar miklu í höfuðborginni, og meðal annars höfðu mörg hundruð Kvekarar dáið þar í fangelsunum. Bruninn, sem í rauninni slævði mjög pestina, því að mörg örg- ustu pestarbælin brunnu til kaldra kola, var af Kvekurum og Púrítörum talin refsing Herrans fyrir syndir mannanna, er eigi vildu þekkjast boðskap postula hans, heldur ofsóttu þá, hnepptu þá í fangelsi og murkuðu úr þeim lífið. Þessi atburður blés því nýju lífi í Kvekarahreyfinguna, og næstu vikur mátti oft sjá Kvekara ganga nakta um götur hinnar ógæfusömu borgar, er pest og eldur hafði herjað, og hrópa ógnþrungin aðvörunarorð til vegfarenda og bjóða þeim að iðrast, svo að ekki hlytu þeir sömu örlög og íbúar Sódómu og Gómorru. Lengi fram af höfðu Kvekarar mest ítök meðal lágstéttanna. Sjálfur hafði upphafsmaður hreyfingarinnar verið skósmiður. En er hér var komið sögu tóku ýmsir menntamenn að snúast á sveif með þeim og í kjölfar þeirra komu fleiri áhrifamenn í þjóðfélaginu. Meðal þeirra voru Róbert Barclay, maður af frægri og voldugri aðalsætt, og Vilhjálmur Penn, sonur Vilhjálms Penns flotaforingja, þess er stjórnaði hinni sigursælu herför til Jam- aíku. Flotaforinginn var mjög andsnúinn þessari háttsemi sonar síns, en enda þótt hann beitti öllu því valdi, er honum var veitt sem föður, til þess að sveigja son sinn til hlýðni við sig og reiði stjórnarvaldanna væri þeim vís, er gengi opinberlega í lið með Kvekurum, sat Vilhjálmur yngri við sinn keip. Hann varð síðar frægur ágætismaður, grundvallaði borgina Fíladelfíu, „borg hinn- ar bróðurlegu elsku“, í nýlendum Englendinga í Vesturheimi, og var ríkið, sem hún er í, síðan nefnt Pennsylvanía eftir honum. Penn hélt alla ævi mjög við siði og kenningar Kvekara, og er það í minnum haft, að hann tók eklji einu sinni af sér hattinn, er hann eitt sinn var kvaddur á konungsfund. En þá segir sag- an, að Karl II. hafi sjálfur tekið af sér-kórónu sína með þeim ummælum, að ekki mætti nema einn maður krýndur vera á há- sal konungs. Landnámi Penns og Kvekara hans fylgdi sú gifta, sem var eins dæmi í allri sögu Bandarikjanna, að fullur friður og einlæg vin- átta hélzt með frumbyggjum landsins, Indíánunum, og innflytj- endunum, allt fram til ársins 1779, sem sagt í meira en heila öld. Þá tók nýr og óheillavænlegri andi að leggja Pennsylvaníu undir sig. Eins og einn sagnritari Bandaríkjanna komst að orði: „Kvekarahatturinn og kvekarakápan reyndust traustari hlífar en hjálmur og brynja.“ Að þessu hefir vestur-íslenzka stórskáldið Stephan G. Steph- ansson vikið í einu kvæða sinna, er hann segir frá heimsókn Dominus Bærós, konungs Brazilíu, í kolanámur Pennsylvaníu árið 1876, er hátíðahöldin miklu í Fíladelfíu fóru fram, af til- efni aldarafmælis Bandaríkjanna. Skáldið segir þenna þátt í sögu Penns með svofelldum orðum: Eldri sagan öll úr skorðum — annar leikur nú d borðum, frá því Penn í fyrnsku hjó um fyrsta tréð í numdum skógum. Settist þá með sáttu liði sanngirnin með aldafriði. Blettur ei milli af blóði manns bœjarins nýja og tjaldsins hans, vesturheima-húsbóndans: höfðingjans á villiviði. * Árið 1669 gerðust þau tíðindi, að Georg Fox ánetjaðist í snöru ástarinnar. Hinn strangi, alvörugefni maður varð altekinn af ómótstæðilegri ást til miðaldra ekkju dómara eins i Wels. Hún hét Margrét Fell, auðug og mikils metin, en hafði fyrir nokkru snúizt til fylgis við Kvekara. Hann sagði, að Herrann hefði boðið sér að kvænast henni, og þar eð hún var mjög fús til að giftast honum, tókst sá ráðahagur. En þótt Georg festi ráð sitt, hafði hann ekki hugsað sér að setjast í helgan stein. Hann hóf ferðir sínar að nýju, er hann hafði byggt eina sæng með brúði sinni um vikuskeið. Hann kom til Lundúna sama daginn og í gildi gengu ný lög, er bönnuðu allar leynilegar trúarsamkomur. Er hann kom að dyrum samkomuhúss Kvekara, var slagbrandur fyr- ir hurðinni og hermenn á verði við húsið. Fregnin um komu Georgs hafði þegar breiðzt út um borgina, og margt fólk var samankomið við húsið til þess að sjá, hverju fram yndi. En Georg lét sér hvergi bregða. Óskelfdur sneri hann sér að her- mönnunum og mannfjöldanum og mælti hárri röddu: „Sál, Sál! Hví ofsækir þú mig?“ * Enn líða stundir fram. Georg Fox hafði lagt leið sína um gervallt England og víðs veg- ar um Skotland, Wels og írland og flutt boðskap sinn, hvar sem áheyrn fékkst. Nú fýsti hann að fara til Vesturheims, þar sem Kvekarahreyfingin hafði fest djúpar rætur, þrátt fyrir ofsóknir nýlendustjórnarinnar. En áður en hann tækist þá ferð á hendur, varð hann að bjarga konu sinni, sem hafði nokkru eftir giftingu verið tekin höndum og hneppt í fangelsi fyrir ákafan stuðning við málstað manns síns. Hann ákvað að biðja sjálfan konunginn um áheyrn. Karl II., er var góðhjartaður og mildur maður, varð við þessari bón þegns sins. Gekk Georg þá fyrir konung, ásamt tveim stjúpdætrum sínum, og bað konu sinni miskunnar. Varð árangurs þessa sá, að konungurinn skipaði að láta konuna lausa. Skömmu síðar tók Georg sér far með skútu einni, sem sigla átti vestur um haf. En í þá daga voru það margar hættur, er að gáfu steðjað á slíkum ferðum. Er skútan nálgaðist Barbadóeyjar, en þangað var för hennar heitið, urðu varðmenn varir sjóræningja, sem sigldu á eftir skútunni. Urðu allir mjög skelkaðir, nema Ge- org. Hann lagðist æðrulaus til svefns í klefa sínum og sofnaði þeg- er og svaf næstu nótt alla, unz dagur rann. Herrann hafði blásið Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Vér vátryggjum vörur og innbú fyrir Sam- bandsfélögin og viðskiptamenn þeirra. Enginn ætti að fresta að vátryggja eignir sínar, því elds- voði getur orðið á hverri stundu. Fyrir hönd systkina okkar og stjúpmóður, viljum við færa Dalamönnum beztu þakkir fyrir rausnarleg f járfram- lög til minningar um föður okkar, Bjarna Jensson frá Ás- garði, auk dýrmæts silfurskjaldar, er héraðsmenn létu gera til minningar um hann. Hafa þeir með persónuleg- um fjárframlögum, framlögum úr Sparisjóði Dalasýslu og sýslusjóði, keypt herbergi í Nýja Stúdentagarðinum til minningar um hann, látna eiginkonu hans og ekkju. Um leið og við endurtökum þakklæti okkar til Dalasýslu- búa, viljum við bera fram þá ósk, er föður okkar var jafn- an ríkust í huga, að ykkur íbúum Dalasýslu megi ávallt vegna vel. Ásgarði, 28. nóv. 1943. Jens Bjarnason, Ásgeir Bjarnason. Tilkynníng til h 1 u t h a í a Gegn framvísun stofna frá hlutabréfum í h. f Eim- skipafélagi íslands fá hluthafar afhentar, nýjar arð- miðaarkir á skrifstofu félagsins í Reykjavík. — Hlut- hafar búsettir úti á landi eru beðnir að afhenda stofna frá hlutabréfum sínum á næstu afgreiöslu félagsins, sem mun annast útvegun nýrra arðmiða- arka frá aðalskrifstofunni í Reykjavík. H.F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. -----------~ A L Rœstitluft — fyrir nokkru komið á kaðinn og hefir þegar ið hið mesta lofsorð, því er til þess vandað á allan t. Opal ræstiduft hefir , þá kosti, er ræstiduft f að hafa, — það hreinsar þess að rispa, er mjög , og er nothæft á aUar iir búsáhalda og eld- A L rœs+iduft . ir ---------------------- ----------------------------- Orðsending tii kaupenda Tímans. Ef kauucudur Tímaits vcröa fyrir van- skllum á lilaöinu, cru þeir vinsamlcga bcSSuir að smia scr STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEEVSSOAAR afgrciðslumanns, i síma 2329, helzt kl. 10—12 fyrir hádegi, eða 3—5 e. h. honum því í brjóst, að hann myndi sleppa úr klóm ræningjanna. Svo fór og að þeir sluppu frá víkingunum og náðu heilu og höldnu til hafnar í Barbadó, þótt margir væru illa til reika eftir langa og volksama sjóferð. Allir tóku vel á móti Georg Fox á Barbadó, jafnvel yfirvöldin. Þau gerðu sér meira að segja far um að votta honum virðingu sína, þótt sjálfsagt hafi það meira verið af ótta við hann heldur en falslausu vinarþeli. (Niðurlag næst). er m hl ve hí ai: Þe án drjúgt te húsáhalda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.