Tíminn - 30.11.1943, Qupperneq 4

Tíminn - 30.11.1943, Qupperneq 4
47« TlMINft, þrtgjjndaglim 30. nóv. 1948 119. Mað IJR BÆNIIM Dauðaslys. Jakob Jónsson trésmiðui' varð fyrir bifreið á Laufásveginum á föstudaginn og meiddist svo mikið, að hann and- aðist nokkru síðar. Hann var bróðir Einars myndhöggvara. Theodóra Thoroddsen, skáldkona og ekkja Skúla Thorodd- sen fannst meðvitundarlaus á Baróns- stígnum síðastl. fimmtudag. Hafði hún fengið sár á hnakkann og reyndist hafa fengið snert af heilahristingi, er hún kom á Landsspítalann. Óvíst er enri, hvernig slys þetta atvikaðist. Stofnfundur Nemendasambands Samvinnuskólans verður haldinn í Samvinnuskólanum á fimmtudagskvöldið kemur og hefst kl. 8,30. Skemmtisamkoma. Nœsta skemmtisamkoma Framsókn- armanna í Reykjavík verður í List- sýningaskálanum, föstudaginn 3. des. 0°- byrjar hún kl. 8% e. h. — Öllum þingmönnum Framsóknarflokksins er boðið á þessa samkomu. „Blítt lætur veröldin" heitir ný skáldsaga eftir Guðmund G. Hagalín, sem kemur út þessa daga. Þetta er 18. bók Hagalíns, en 22 ár eru liðin síðan fyrsta bók hans, „Blind- sker“, kom út. Bókin er um seytján arkir að stærð. Bókfellsútgáfan gefur bókina út. „Heilsurækt og mannamein“ heitir bók mikil, sem er nýkomin út. Er hún skrifuð af mörgum íslenzkum læknum og í aðalatriðum sniðin eftir þekktri amerískri læknabók, „Modem Home Medical Adviser." Níels prófessor Dungal hefir séð um útgáfu bókarinn- ar og skrifað formála og segir þar, að hiutverk bókarinnar sé að flytja al- menningi fróðleik, sem nauðsynlegur sé til þess að komast hjá heilsusnjöll- um, er stafa af vanþekkingu. Bóka- útgáfan Dagrenning gefur bókina út. „Álfaslóðir“ heitir falleg bók eftir Svanhildi Þor- steinsdóttur (Erlingssonar), nýkomin út. Helgafellsútgáfan gefur hana út. Þetta er safn ævintýra og smásagna, allstór bók. Á vföavangi. verja þá framkomu flokks- bræðra sirina, er þeir hjálpuðu bíóeigendum til að fella kvik- myndahúsafrv. eftir að Fram- sóknarmenn höfðu komið því á- kvæði sæta í frv., að bæjar- stjórnum væri heimilt að leggja á inngjald og ákveða hámarks- verð aðgöngumiða. Helzta vörn kommúnista er sú, að bæjar- og sveitastjórnir hafi þetta vald nú og því hafi þetta ákvæði verið óþarft. Þetta er alveg ósatt. Mun það líka öllum ljóst, að Garðar Þor- steinsson, eigandi Gamla Bíó, hefði ekki hafið hatramma bar- áttu gegn frv. eftir að því var þannig breytt, ef hann hefði ekki talið þetta neinu breyta. Hvers vegna bera kommúnista líka ekki fram tillögur í bæjar- stjórn Rvíkur um hærri sæta- gjöld í bíóum í Reykjavík, ásamt hámarksverði aðgöngumiða, ef þeir teldu bæjarstjórnina hafa vald til að ákveða þetta? Kommúnistablaðinu er þetta yfirklór því tilgangslaust. Þeir hafa iUálpað bíóeigendum til að safna okurgróða á þessum rekstri, alveg eins og þeir hjálp- uðu þeim og öðrum stórgróða- mönnum í fyrra til að hafa 25% af hreinum tekjum sínum skatt- frjálsar. Kjötmálíð (Framh. af 3. síöu) því óseljanlegar. Má þar nefna hrossakjöt og kjöt af gömlum ám og gömlum kúm. Séu gamalær og gamalkýr settar á, eru það oft hinn versti ásetningur, einkum þegar h('y eru lítil. Hross eru nú svo mörg í hrossahéröðum landsins, að stórkostlegur voði stendur af, ef harður vetur kemur eftir hið erfiða heyskaparsumar. Myndi vera þarfara verk fyrir Reykja- víkurblöðin að ræða úrlausn þessara kjötmála og hvernig mætti hagnýta þetta nær öselj- anlega kjöt, bæði sveitarmönn- um og bæjarbúum til hagsbóta. Verði lítið eða ekkert aðhafzt til að bjarga þessum verðmæt- um, má búast við, að þau fari forgörðum á einn eða annan hitt. Þó getur orðið stórgroði fyrir þjóðarheildina að slátra nú þessum skepnum, þó að eitt- hvað af kjötinu verði ónýtt, sbr. við hvað ásetningur þeirra get- ur kostað, ef hinn nýbyrjaði vetur verður harður. Sveitamaður. Afleíðmg kjördæmabreytíngrarmnar (Framh. af 1. síðu) vegar hreyfa þeir því ekki, að mörg þúsund tn. af sjávarvör- um hafa eyðilagzt hér í sumar. Einn Sjálfstæðismaður, þing- maður Snæfellinga, flytur pingsályktunartillögu um op- bera rannsókn á Mjólkursam- sölunni og mjólkurframleiðslu bænda, þótt hann á sama tíma berjist gegn því og telji það hreinustu móðgun, að miklu vægari rannsókn sé gerð á ol- íuhringunum, þótt þeir hafi haft þrítugfaldan sölu- og dreifing- arkostnað á við Mjólkursam- söluna. Þá flytja jafnaðarmenn til- lögu um að barina bændum að selja setuliðinu mjólk, en sömu menn hafa jafnan barizt hat- ramlegast gegn því, að nokkr- ar takmarkanir væru settar gegn því, að vinnuaflið færi til hins erlenda setuliðs, þótt inn- lendir atvinnuvegir þyrftu nauðsynlega á því að halda. Þeir hafa heldur ekkert að athuga við það, þótt Reykjavíkurbær selji setuliðinu vatn og raf- magn bæjarbúum til stórra ó- þæginda, Ycrða bændur beittir samningsrofum? Þó er enn ótalið það, sem sennilega sýnir ljósast hug bæj- armanna á Alþingi í garð bænda. Á seinasta Alþingi náðist sam- komulag alira flokka um það, að sérstakri nefnd yrði falið að finna hlutfallið milli afurða- verðs og kaupgjalds, sem þrá- látastar deilur hafa staðið um seinustu árin. Skyldi þetta hlut- fall fundið þannig, „að heildar- tekjur þeirra, sem vinna að landbúnaði, verði í sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- ara vinnandi stétta“. Þá varð ennfremur samkomulag um, að stjórnin hefði heimild til að greiða niður innanlandsverðið og að innheimtur yrði sérstakur verðlækkunarskattur til þessara framkvæmda. Þannig fór, að umrædd nefnd náði samkomulagi um það verð, sem hún taldi nauðsynlegt, að bændur fengju til að hafa svip- aðar tekjur og aðrar hliðstæðar stéttir. Það hefði því mátt ætla, að allur ágreiningur væri niður fallinn og nú væri aðeins sjálf- sögð skylda að standa við þenn- an samning. En hvað skeður? Þingið er ekki fyrr komið saman en hafn- ar eru harðar deilur um það, hvort standa eigi við þennan samning og tryggja bæridum það verð, sem þeir þurfa að fá fyrir útflutningsvörurnar til þess að hafa svipaðar tekjur og aðrar vinnandi stéttir. Það er hafin hatröm barátta gegn því, að þessu höfuðatriði samn- ingsins sé fullnægt. En þetta þykir ekki einu sinni nóg. Það er borið fram frv. um að svipta rikisstjórnina þeirri heimild, sem allir þm. beittu henni í vor, að geta greitt niður verðlagið innanlands. Þetta frv. er komið svo langt, að það á aðeins eftir eina umr. í annari deildinni. Verði það samþykkt, er dýrtíðinni sleppt lausri og kaupgjald i sveitum hlýtur þá að stórhækka, án þess að bænd- ur gætu nokkuð hækkað verð- lagið, þar sem það er bundið af áðurgreindum samningi. Loks er það mjög tvísýnt, hvort verðlækkunarskatturinn verður framlengdur, en á hon- um byggist, hvort nokkurt fé fæst til verðlækkunar eða verð- uppbótar. Við 1. umr. um hann í efri deild greiddu nokkrir Sjálfstæðismenn atkvæði gegn honum og gera honum þannig lægra undir höfði en mjólkur- frumvarpi kommúnista. Þannig er unnið að þvi á allan hátt, að staðið sé við samninginn við bændur og þeir látnir fá það verð, sem Alþingi var búið að heita þeim, ef sam- komulag næðist, og byggist á þeirri sanngirniskröfu, að þeir fái svipaðar tekjur og aðr- ar vinnandi stéttir. Jafnframt er á Alþingi haldið uppi illvíg- um árásum á þá sjálfa, fyrir- tæki þeirra og framjeiðslu. Ef að þeir þingmenn bæjar- flokkanna, sem standa að þess- um vinnubrögðum um löggjöf og rétt til handa bændastétt- jinni, fengju vilja sínum fram- gengt, væri hlutskipti bænda hér orðið næsta líkt því, er bændur bjuggu við annars stað- ar á miðöldunum, þegar bænda- ánauðin var í algleymingi. Þeir ættu að uppfylla allar skyldur og erfiði, sem af þeim væri krafizt, en aðrir ættu að hafa allan réttinn og afraksturinn. Ég verð hreinskilnislega að játa, að ég bjóst ekki við því, að slíkur hugur og slík vinnubrögð kæmu fram í garð bænda, þeg- ar þessi breyting á stjórnskipu- lagslögum landsins hefði náð fram, og bjóst ég þó ekki við neinu góðu, eins og mörgum mun kunnugt. Lcið Framsóknar- maniia og' lcföin, scni var valin. Það var vissulega ekki við neinu góðu að búast, eins og þingið og þjóðin snerist við þeim vanda, sem styrjöldin skapaði hér eins og annars staðar. Samstarf, sem tekizt hafði milli flokkanna um vandamálin, var rofið með miður drengilegum hætti og í þess stað mynduð hin veikasta stjórn sem hér hefir ver ið. Henni er sett það skilyrði fyr- ir stuðningi og hún undirgengst það, að hún megi ekkert að- hafast til að verjast hinni ægi- legustu dýrtíð. Jafnhliða er stofnað til hinna þrálátustu og harðvítugustu baráttu, þeirrar, sem enn stendur og allir óttast. Þegar alda stríðsgróðans flæddi yfir landið, var ekki um nema tvennt að velja: Önnur leiðin var sú, að hág- nýta gróðann fyrir þjóðina alla, setja rammar skorður gegn dýr- tíðinni og taka megnið af gróð- anum með skattalöggjöf og hagnýta hann síðan til hinnar stórfeldustu nýsköpunar í at- vinumálum þjóðarinnar. Þessa leið vildum við Framsóknar- menn fara. Hefði hún verið farin, myndum við nú sennilega standa betur að vígi en nokk- ur önnur þjóð. Hin leiðin var sú, að gefa dýr- tíðinni og gróðaæðinu lausan tauminn, hefja æðisganginn dans um gullkálfinn með hrind- ingum og pústrum, þar sem hver reyndi að hrifsa það, sem hann náði í. Með þessari leið mælti fyrrv. forsætisráðherra, Ólafur Thors, er hann sagði, að hækkað kaupgjald og afurða- verð væri ekkert athugavert, því að með þeim móti fengi fólkið hlutdeild í stríðsgróðanum. Það tókst líka að blekkja fólkið með þessu í bili og það fengið til að skipa sér í sveit með þeim, sem notuðu upplausnina og óreið- una til að safna miljónum, svo að þjóðin sjálf gengi slypp frá borði, þegar dansinn væri um garð genginn. Þessi leið hefir verið farin. Atvinnuleysi og örðugleikar blasa við öllum fjöldanum, en fjárplógsmennirnir ganga glaðir og reifir. Þanpig er leiðin, sem vaiin var, þegar glæsilegasta tækifærið kom til að skapa hér velmegandi og öruggt frambúð- arþjóðfélag. Gleggsta dæmið um það, hve fjöldanum var villt sýn í þess- um efnum, er frumvarpið um eignaaukaskatt, sem borið var fram á þingi í vor, og taka átti mesta kúfinn af stríðsgróðan- um og nota til almennings- heilla. Þá þóttust kommúnist- ar og jafnaðarmenn ekki geta sagt nógu stór orð um Fram- sóknarmenn, vegna þess að þeir töldu óþarft að lengja þing- haldið þá til að afgreiða málið, því að nægur tími væri til þess á haustþinginu. Hvað skeður svo á haustþinginu? Það líða nær þrír mánuðir, án þess að málið sé tekið á dagskrá í efri deild, þar sem það er til með- ferðar, en þar eiga kommún- istar forsetann. Víkjuiu öfgunum tll hlföar. Þannig er þá ástatt í þjóðfé- lagi okkar. Það er ekkert und- arlegt, þótt kommúnistar segðu í blaði sínu, er þeir stækkuðu það á dögunum: Róið þið nú, því að nú er logið, piltar. Þann- ig róa byltingaröflin annars vegar, og gleðjast yfir því, hvaða Regnirakkar á unglinga og fullorðna. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Skozkir ullartreilar og fóðraðir kven- og karl- mannahanzkar. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 Kvenblússur og vesti úr prjónaefni, nýkomið. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. S T Ú L K U R óskast til fiskflökunar. — Hátt kaup. Frítt húsnæði í nýtízku húsum. HR AÐFR Y STISTÖÐ VESTMANNAEYJA. „Hrímfaxí(< Tekið á móti flutningi til Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers, Húsavíkur, Norðurfjarðar, Drangsness, Hólmavíkur og Skagastrandar í dag og flutn- ingi til Akureyrar og Siglufjarð- Ást og hatur (Rage in Heaven). INGRID BERGMAN, ROBERT MONTGOMERY, GEORGE SANDERS. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Flugvirkið „Mary Ann“ (Air Force). Stórfelldasta flugmynd nútímans. —Aðalhlutverk: John Garfield. Harry Carey. Sýnd kl. 6.30 og 9. Börn fá ekki aðgang. K1. 3y2—6y2 BRÓÐIR „FÁLKANS". (Falcon’s Brother). GEORGE SANDERS. Bönnuð börnum innan 12 ára. I KVENHETJAN. (Joan of Ozark). Joe E. Brown. Judy Canova. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Áýkomið mikið íirval af Peysufatafrökkum, Kápum, Frökkum og Kvenhöttum. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. Kunngjöring. Pen norske lcgasjons oí*' dct norskc general- kotisulats kontorer cr lukkct paa Islamls sclv- stenilighelsilag 1. dcscinber 1943 Kaupendur °e innheimtumenn ar á fimmtudag. Skipaútgerð rikisins Samfylking . . . (Framh. af 1. síðu) skatturinn var ákveðinn, virðist rétt að framlengja hann. Ég get vel hugsaö mér, að ein- hverjar breytingar verði gerðar á frv., og er til viðræðu um þaö, enda áskil ég mér rétt til aö fylgja breytingartill., sem fram kynnu að koma. Samkv. ofanrituðu legg ég til, að frv. verði samþykkt.“ Tímans leið var farin, en hins vegar eru svo fjárplógsmennirnir, sem hjálpuðu til að þessi leið var farin og hyggja nú gott til valda með gróða sinn og fjárhagslega aðstöðu. Ennþá vinna þessi öfl saman, bæði í bæjarstjórn höf- uðstaðarins og á Alþingi. Mikl- ar líkur benda til, að þeir hyggi enn á það að koma upp svip- aðri stjórn og hér sat í fyrra- sumar. Vonandi á þó slíkt ekki eftir að endurtaka sig, svo að enn einu sinni megi segja: íslands óhamingju verður allt að vopni. Aðrar þjóðir, sem hafa verið rændar frelsi, eru nú að sýna öllum heimi það, „að jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð, í sannleiks- og frelsisins þjón- ustugerð". Á sama tíma erum við, sem fengum betra tækifæri til að tryggja framtíð okkar en nokkuru sinni fyrr, að smíða á okkur fjötra úr gullflóðinu. Þetta er raunasaga, en þó ekki óþekkt áður. Enn verður við að vona, að þjóðin vitkist svo, að hún sjái háskann og kalli fram þá krafta, sem færir eru um að bjarga henni á örlagastund. Allir hugsandi menn verða að taka höndum saman og sundra blekkingunum, er leitt hafa til þess, sem orðið er, og horfast einarðlega og drengilega í augu við örðugleika. íslendingar! Látum öfgana til beggja hliða víkja. Þeir hafa leitt aðrar þjóðir á helstigu, sem þær fara margar nú, og svo mun þær einnig gera við þessa litlu þjóð, ef þeim og áhrifum þeirra verður ekki eytt með markvissu og samhentu starfi þeirra, sem sjá háskann og breyta samkvæmt því. \ú cr að vcrða síðnstu forvöð fyrir |>á, sem skulda fvrir yfirstaadandi ár- gang blaðsins, að scnda jí'reiðslur, svo að l»a»r verði komiiar til afgreiðsliiiiu- ar fyrir áramót. Eftir áramótiu vcrður hætt að senda hlaðið til allra fieirra áskrifcnda, scm þá hafa ekki greitt árganginn 1943. Athugið, að það cr fyrirhafnar- og kostnaðarlítið að senda blaðgjaldið í póstávísun. 4 ÚTBREIÐIÐ TtMANN 4 Bóndi — Kaupir þú búnaðarblaðið FREY?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.