Tíminn - 23.12.1943, Side 2
510
TlMIM, fiiiimtudaginii 33. des. 1943
128. blað
SteSán Jasonarson, Vorsabæs
Valdimar Björnsson, sjólidsforingis
Þarf nýjan bændaflokk?
Þannig munu margir sam-
vinnumenn hafa spurt, er þeim
barzt 8. tölublað I. árg. Bónd-
ans, í hendur, og lásu hina mjög
svo furðulegu grein Egils kaup-
félagsstjóra í Sigtúnum, þar
sem hann leggur til, að Fram-
sóknarflokkurinn verði lagður
niður, en nýr flokkur — „sem
án allrar feimni, viðurkennir
sig- málsvara framleiðenda", —
stofnaður í hans stað.
Eftir þeim undirtektum, sem
tillaga Egils hefir fengið manna
á meðal hér í Árnessýslu, er
ekki annað að sjá en samvinnu-
menn kunni Agli litlar þakkir
fyrir uppástunguna og hafi
vænzt annarra tillagna frá
kaupfélagsstjóra sínum „í bar-
áttunni gegn kommúnisman-
um“ en þeim að leggja Fram-
sóknarflokkinn að velli, — ein-
mitt þann flokkinn, sem einn
allra flokka hefir þorað, „án
allrar feimni“, að viðurkenna
„sig málsvara framleiðenda", —
flokkinn, sem í áratugi, — allt
frá því er hann var stofnaður,
hefir ótrauður og markvisst
mætt hverri árásinni af annarri,
sem beint hefir verið gegn fram-
leiðendum landbúnaðarins,
hvort heldur þær hafa komið
frá hægri eða vinstri. Það er
alveg víst, að öllum þorra fram-
leiðenda er ljóst, að á Alþingi
þ.ví, er setið hefir undanfarið,
hafa árásir andstöðuflokkanna
gengið enn lengra og verið enn
róttækari en nokkru sinni áð-
ur. Framleiðendum er líka
Ijóst, með hvað dæmafárri festu
málsvarsmenn Framsóknar-
flokksins á þingi, hafa gengið
fram fyrir skjöldu framleiðenda
og borið af þeim höggin, sem
að þeim hefir verið stefnt.
Þetta ætti Agli í Sigtúnum
líka að vera ljóst, aðeins ef hann
vill líta á málin í ljósi stað-
reyndanna. Tæplega er hann
búinn að gleyma „mjólkurverk-
falinu“, sem „íhaldsfrúrnar“
stofnuðu tiJ „hér í gamla daga“,
eða öllum þeim áróðri, sem í-
haldsmenn og kommúnistar
beittu gegn setningu mjólkur-
laganna 1934 og hve einhlít og
sigursæl barátta Framsóknarfl.
fyrir málefnum framleiðenda
var þá, þó að Egill kannske hafi
látið sig litlu skipta hverjir hafi
•
staðið í fylkingarbrjósti á Al-
þingi nú í haust, þegar sem frek-
legast var ráðizt á athafna-
frelsi bænda.'
í fljótu bragði virtist það trú-
legra, að tillaga sú, er Egill í
Sigtúnum kemur með í Bónd-
anum, væri runnin frá þeim
mönnum, sem lögðu til á síðasta
aðalfundi S. í. S., að búta það
sundur og á þann háU gera það
áhrifaminna en það er núna,
heldur en að hún kæmi frá for-
stjóra eins stærsta samvinnufé-
lags sunnlenzkra bænda!
Egill í Sigtúnum hefir ekki
gert sér grein fyrir, að með til-
lögu sinni um að leggja Fram-
sóknarflokkinn að velli, hefir
hann unnið kommúnistum meiri
greiða en þeirn sjálfum gat
nokkru sinni komið til hugar að
hann ynni þeim, því að hvílíkur
stórsigur, og óskastund, væri
það ekki fyrir kommúnista, ef
sá flokkurinn, sem fastast hefir
staðið á móti byltingaráróðri
þeirra, allt í einu hyrfi af stjórn-
málasviðinu.
Þeir, sem nú láta sig dreyma
um nýjan flokk, Bændaflokk,
Framleiðendaflokk, Atvinnurek-
endaflokk, eða ,hvað svo, sem
hann á að heita, ættu fyrst að
renna húganum 10 ár aftur í
tímann, áður en þeir í alvöru
fara að telja sér trú um, að
draumur sinn rætist.
Það voru sem sé uppi allhá-
værar raddir um það fyrir 10
árum síðan, að nauðsyn væri á
að stofna nýjan framleiðenda-
flokk — bændaflokk — harð-
snúinn, ákveðinn flokk, sem
stæði betur í ístaðinu fyrir
bændur landsins en áður hafði
verið gert. Og sjá: Bændaflokk-
urinn var stofnaður „með
pompi og prakt“ — eins og einn
af frambjóðendum hans komst
eitt sinn að orði á þingmála-
fundi. í byrjun var jafnvel svo
að sjá, sem flokkurinn eignaðist
nokkurt fylgi, enda spöruðu fyr-
irliðar hans ekki að telja auð-
trúa kjósendum trú um, að
þetta væri hinn eini rétti
Bændaflokkur. Hér átti svo sem
ekkert „rautt“ að komast að,
eins og hjá hinum deyjandi
Framsóknarflokki, sögðu þeir.
En hverjar urðu svo efndirnar
hjá hinum „harðsnúna" Bænda-
flokki? Og hvert var svar fram-
tíðarinnar við hinum stóru orð-
um Bændaflokksforingjanna?
Sífellt minnkandi kjósendafylgi
ár frá ári, og fór svo að lokum
að við síðustu kosningar vildi
enginn frambjóðandi mæta
frammi fyrir kjósendum lands-
ins, sem frambjóðandi Bænda-
flokksins.
Þannig s vöruðu íslenzkir
bændur mönnum þeim, er lögðu
til að Framsóknarflokkurinn
yrði lagður að velli.1934.
Og það ætti Agli í Sigtúnum
að vera Ijóst, að það er engin
tilviljun að svar bænda var á
þá leið, sem raun varð á, og að
þeir sáu í tíma, að þeir höfðu
þegar sinn eigin bændaflokk,
sem var þess fyllilega tiltrúandi
að gæta hagsmuna þeirra í hvi-
vetna, því að með setningu af-
urðasölulaganna 1934, má segja
að Framsóknarfl. hafi valdið
tímamótum hjá ísl. bændastétt.
Þeir, sem nú hrópa hástöfum
á nýjan Bændaflokk, munu
komast að raun um það í næstu
kosningum, að ísl. bændur hafa
lært af reynslunni frá 1933 og
1934, þegar átti að leggja Fram'-
sóknarflokkinn að velli. Þeir
munu ekki nú, frekar en þá,
láta glepjast af orðúnum ein-
um, heldur íhuga með festu og
fullri einurð, hvað stétt þeirra
og þjóðfélaginu í heild sé fyrir
beztu. Þeir munu óhikað fylkja
sér um þann flokkinn, sem á
undanförnum árum hefir barizt
sigursælli baráttu fyrir bættum
kjörum sveitafólksins. og styrkja
hann af alefli.
Hver sá’ sem nú vill skapa
glundroða í fylkingu bænda, —
þegar sem óvægast er sótt að
bændastéttinni og mest þörf er
á að hún sameinist öll í sinn
eigin flokk, — og gerast lið-
hlaupi sinna eigin hagsmuna,
hvort heldur hann er venjuleg-
ur liðsmaður eða telur sig úr
foringjaliði,. mun hljóta sama
dóm sinna samtíðarmanna, og
þeir, sem sagan segir frá að
hafi hlaupið til dyra, eftir að
hafa fengið góðan beina, og
dregið lokur frá dyrum, er þeir
heyrðu óvinina ríða á hlaðið
og búast til inngöngu. .
Stefán Jasonarson, Vorsabæ.
Jólin fyrir vestan
„Sinn er siður í landi hverju“
á við um jólin eins og við ann-
að, — ep það er sérstakt um
Ameríku, að þar er siðum
margra þjóðabrota haldið við.
Það er kannske hægt að segja,
að til séu raunverulega ame-
rískir jólasiðir, en þeir eru þá
aðallega byggðir á enskri fyrir-
mynd. Og enska fyrirmyndin
byggist í sumum atriðum á því,
sem hefir myndazt * í Hollandi
og Þýzkalandi. Þannig er það,
að „Santa Claus“, sem er orð-
inn hálfgerður jóladýrlingur
Bandaríkjabarna, rekur ætt
sína til St. Nicholas á Hollandi,
og margt í þjóðtrúnni, sem
skapazt hefir í kringum hann,
hefir uppruna sinn í Þýzkalandi.
Börn þeirra íslendinga, er
fluttu vestur um haf fyrir
nofckuð mörgum árum, voru
einkennileg meðal Ameríku- og
Kanadamanna í einu að minnsta
kosti: þau trúðu ekki á Santa
Claus. Þau heyrðu hans varla
getið. Þau höfðu jólasveinana,
huldufólkið og allt það lið.
Yngri börnin hafa vanizt Santa
Claus og hann er fyrstu árin
lifandi vera í vitund þeirra.
Samt sem áður er enn þann dag
í dag merkileg sambræðsla af
íslenzkum og amerískum jóla-
venjum, þar sem íslendingar og
afkomendur þeirra búa fyrir
vestan.
Eitt hefir breytzt með jóla-
hald íslendinga vestan hafs:
‘þar er ekki nærri því eins mik-
il áherzla lögð á hátíðahöldin
alla dagana út fram tii þrett-
ánda. Messur eru haldnar á
annan í jólum, en þá venjulega
aðeins í heimasókn, þar sem
presturinn kemst ekki yfir að
tala fyrir alla söfnuði sína á
sjálfan jóladaginn. Þrátt fyrir
það heyrir maður fólk af sænsk-.
um ættum fyrir vestan óska
hvað öðru „God fortsátning!“
— eins og landar hafa víst af-
bakað dönskuna með því að
segja „góða rest“, þegar þeir
hittast einhvern tíma á milli
25. desember og 6. janúar.
Sé reynt eitthvað að bera
saman jólasiði íslendinga aust-
an hafs og vestan og þá, sem
myndazt hafa meðal Ameríku-
manna yfir.leitt, þá er eitt mjög
svo, augljóst. í Ameríku, og eins
líkast til á Englandi, er mikið
um það að láta börnin bíða til
morguns á jóladaginn áður en
þau fá jólagjafirnar. „Santa
Claus“ á nefnilega að koma með
því töfravaldi, sem hann hefir,
beint niður um strompinn og
láta gjafir i sokkana, sem
hengdir hafa verið við arin-
inn á aðfangadagskvöld. Það
er oftast nær, að hann lætur
gjafirnar í kringum jólatréð
inni í stofunni, og er' aðaltil-
gangurinn sá að láta börnin
hátta í eftirvæntingu aðfanga-
dagskvölds, og fara svo snemma
á fætur um morguninn til þess
að finna gjafirnar. Þessi að-
ferð er aldrei notuð meðal fólks
af íslenzkum eða Noröurlanda-
ættum.
íslendngar fyrir vestan, alveg
eins bg hér „heima“, telja að-
fangadagskvöldtð hátíðlegustu
stund jólanna. Þá er gjöfum
útbýtt. Þá safnast fjölskyldan í
kringum jólatréð, skreytt eins
vel og unnt er, og þá fara
margir í kirkju, sem sjást þar
aðeins á hátíðum eða við jarð-
arfarir.
Margt er nákvæmlega eins
um íslenzku jólin fyrir vestan
og hér. í þeim byggðum, þar
sem íslenzkar messur eru nú
orðið fluttar aðeins fáeinum
sinnum á ári, finnst íslending-
um flestum að jólin séu varla
komin fyrr en byrjað er að
syngja „Heims um ból.“ Þannig
er það í byggðinni, þar sem ég
er uppalinn, í þorpinu Minneota
í Minnesota-ríki. Þar er langt
síðan að sunnudagaskólabörnin
hættu að koma fram með ís-
lenzkan lestur eða söng í þeirii
athöfn, sem fer fram á hverju
aðfangadagskvöldi í kirkjunni,
en „Heims um ból“ er sungið
enn, ásamt enskum sálmum.
í þeim byggðum, þar sem mál-
ið hefir enn meiri lífsvoii, eru
sungnir allir þeir sálmar, sem
þekkjast bezt hér á landi. Böng-
flokkar æfa sérstaka hátíðar-
söngva fyrir jólin. Börnin læra
jólavers á íslenzku og fara með
þau. Fólk segir „Gleðileg jól“
hvert við annað, ekki „Mevry
Christmas".
Það er varla sá bóndi af ís-
lenzkum ættum fyrir vestan,
sem reynir ekki að hafa hangi-
kjöt á jólunum. Jólabrauð er
orðið að hversdagsmat, þar eins
og hér, en á jólunum sjálfum
verður það að vera á borðinu.
Húsmæður baka vínartertu,
kleinur, sandkökur — allt það
bezta, sem þær hafa ráð á —
fyrir' jólin. Það er mikið um
heimsóknir öll jólin. Fjölskyld-
ur safnast saman, og frændfólk
og vinir hittast. Skólafri eru
alls staðar, og unga fólkið kem-
ur saman á heimilum kvöld
eftir kvöld á meðan á hátíðun-
um stendur.
Jólin eru hátíð barnanna yf-
irleitt. Maður þarf ekki að vera
orðinn gamall til þess að fara
að hafa mestu ánægjuna af
endurminningum frá barndóms-
árum í því sambandi — og þá
endurtekst jólagleðin hjá manni
sjálfum í þeirri gleði, sem er
svo augljós hjá börnunum við
hátíðahöldin.
Fyrir eldra fólkið eru jólin
hátíð endurminninganna. Þá er
sannarlega hugsað heim til
gamla landsins hjá mörgum
fyrir vestan. Eldra fólkið írá.
torfbæjum fyrri aldar man eft-
ir jólahátíðum, þar sem kerti
sáust vart, nema við það tæki-
færi, þar sem jólabrauð bar
virkilega réttnefnið og þar sem
hver minni háttar tilbreyting
vakti undrun og gleði. Það
skemmti sér vel á þeim árum,
þótt ljómi endurminninganna
kunni að gylla það talsvert
þegar horft er aftur í tímann
frá þessum allsnægjudögum.
Ég þykist vita vel, að margur
aldraður Vestur-íslendingur,
hvað þá þeir, sem starfa hér hjá
her eða stjórn Bandaríkjanna
nú um stundarsakir, árni íolki
hér heima af heilum hug og
hjarta gleðilegra jóla og far-
sæls og gæfuríks nýárs.
Lesendur!
Vekjið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa TÍMANN.
Skrifið eða símið til Tímans
og tilkynnið honum nýja áskrif-
endur. Sími 2323.
Bjarni Asgeirsson:
Ljód ogf lausavísur
Kolbeins í Kollaiirði
Oft hef ég saman orðum hnýtt
einum mér til gleði.
Það er annars ekkert nýtt
að íslendingur kveði.
Þannig hljóðar formáli Kol-
beins í Kollafirði að einni
kvæðabókinni af þremur, er
hann sendi frá sér í haust.
Nei, það er ekki nýtt að ís-
lendingur kveði. Það hefir hann
gert frá upphafi sínu. Og þegar
hann hættir því, þá er hann
ekki lengur íslendingur.
Og það er ekki nýtt, að Kol-
beinn í Kollafirði kveði. Það
hefir hann gert um áratugi og
er löngu kunnur fyrir lausa-
vísur sínar innan héraðs og ut-
an. En hitt hefir sennilega ver-
ið hulið fleirum en mér, að
hann væri slíkur afkastamaður
í kveðskap sínum, sem raun ber
vitni. Þarna.veður hann inn á
skáldaþingið öllum að óvörum
og ber feng sinn bak og fyrir.
Og svo hellir hann yfir menn
ljóðum og lausavísum úr þrem
stærðar kvæðabókum.
Bækur þessar nefnir hann
Hnoðnagla, Kræklur og Oln-
bogabörn. í Hnoðnöglum eru
hátt á fjórða hundrað ferskeytl-
ur, í hinum bókunum kvæði
með ýmsum bragarháttum forn-
um og nýjum. Kennir þarna
margra grasa. Hann kveður
tækifærisljóð til vina og kunn-
ingja, erfiljóö um unga og gamla
og minningaljóð um sögu-
hetjur liðinna alda. Hann
bregður upp margvíslegum
þjóðlífslýsingum og mannlífs-
lýsingum í lausavísum og kvæð-
um, og yrkir ádeilubragi um á-
stand og aldarfar. En oftast er
Kollafjarðarbóndinn að baki
skáldinu í þeim kvæðum, þar
sem hjartað slær innilegast og
glampinn í auganu er einlæg-
astur. Það er sama, hvort yrk-
isefnið er „móðir Esja falda-
fríð“, „blómafögur brekkuþyð",
„fagurmötluð hamraheið“ eða
Naustanesið, þar sem „öldurnar
skoppa á skerjum" og „æður-
in syndir innar“. með hópinn
sinn. Fögnuður vorsins, annir
sumarsins, hrollur haustsins og
andvökur vetrarins, — allt eru
þetta skilgetin afkvæmi skálds-
ins og bóndans. Yrkjugleði
beggja rennur saman í eitt í
lofsöng um gróandi jörð — og
uppvaxandi ungviði. í þessum
flokki eru mörg einkar hugð-
næm kvæði, eins og t. d. kvæð-
ið Esja, er ég nefndi fyr og end-
ar á þessu erindi:
Eigðu minnar ástar ljóð
eins í hausts og vorsins skrúða,
mjallahrein og röðulrjóð,
rindagræn og dalahljóð.
Syng ég minnar sólar óð
svanna hinum göfga, prúða.
Um Naustanesið segir hann
m. a.:
Úti í Naustanesi
næri ég hjartans þrá.
Orðlausum dreymandi óði
einum ég lifi þá.
í kvæðinu ,Vorþrá“ túlkar
hann þúsund ára fögnuð ís-
lenzkra manna yfir endurkomu
sumars og sólar.
Þar segir í upphafi kvæðis-
ins:
Nú er létt um ljóðamál,
lífið yndi býður,
sérhver dagur uppheims ál,
íturhreinn og fríður,
æskufrítt með brúnabál
bláa vegu ríður.
Og í lokin:
En hve nú er lund mín létt,
læt mig vona og dreyma,
æðra lífs frá anganblett
um mig bylgjur streyma,
eins og hleypti ég einum
sprett
alla vorsins heima.
Svo færist ró sumarsins smátt
og smátt yfir bóndann. Þannig
segir hann í Sumarnótt:
Þú leikur í mínum ljóðum
hin ljósa, fagra sumarnótt.
Ég ann þínum hlýju hljóðum
frá hafi, bæ og flóðum.
Til þín er oft í sorgum sótt,
ó, sumarnótt.
Síðan kemur haustið:
Þögn er í runnum,
þrösturinn er flúinn.
Þýtur í lofti, myrkrið fellur á.
Nú er þá þessi náðartími búinn.
Næðir um bleika fold
og úfinn sjá.
Bráðum nálgast svo skamm-
degið. Um það segir hann:
Þú vefur þínu valdi um mig
með voðatökum þinna arma.
En hve ég óttast, óttast þig,
sem eykur þunga minna harma.
Ég kvíði margri kvalanótt,
þá kringum mig er sofið rótt.
Þá vaki ég einn um húmið hljótt
yfir dauðri þrá —
með þurra hvarma.
Svo líður veturinn og alltaf
herðir að:
Ymur þungan aldan grá
úti á berum sandi.
Gættu þín við gjögrin há,
Gýmis meyjar hörpur slá.
Kaldur er andi.
Kaldur er hafsins andi.
Grætur fugl um frosinn mó.
Frostið málar glugga.
Öll éru björgin undir snjó.
Engin veitist lengur fró.
Hver á að hugga?
Hver á nú að hugga?
Já, hver á nú að hugga?
Svar við þessari spurningu
gefur skáldið að nokkru í kvæð-
inu „Desember". Þar segir það:
Þú heilsar hljótt á glugga,
sem hefir æ að bjóða
þá lægstu og lengstu skugga,
en líka tómið góða
með þrá til lags og Ijóðá.
Ég fagna eins og endur
og alltaf komu þinni
með hljóðar húmsins rendur
og hulin draumakynni
og ljóð í löngun minni.
Á hinum löngu vetrarkvöld-
um að loknum gegningum
bóndans, fær skáldið nokkrar
tómstundir til sinna starfa.
Þegar bóndanum er varnað að
yrkja jörðina, fær skáldið tæki-
færi til að yrkja kvæði. Það er
huggun langa íslenzka vetrar-
ins, sem um allar aldir hefir
verið hinn andlegi bjargræðis-
tími þjóðarinnar.
Þannig hafa hjá Kolbeini, eins
og fjölda annarra fyrr og síðar,
fléttast saman annir bóndans
og skáldsins, sem báðum heíir
verið sinnt eftir ástæðum. Þó
má það öllum Ijóst vera, að
„lífsönnin drottnandi“ sem
bóndinn og skáldið Stefán G.
Stefánsson minnist á, heíir
æði oft sezt í dyrnar í vegi
skáldgyðjunar, einnig hjá Kol-
beini í Kollafirði, og vafalaust
valdið því að sum „léttfleygstu
ljóðin“ hafa liðið sönglaust á
brott. Sjálfur orðar Kolbeinn
þessa hugsun þannig:
En þreytan eftir þungan dag
mitt þyngir hugarfjör,
svo sálar minnar ljúfast lag
og ljóð mér deyr á vör.
Ljóð Kolbeins eru afkvæmi
skálds, sem í áhyggjum
og önnum,
þó ei væri nótthvíldin löng,
heyrði í hjartanu ómnin
frá himneskum unaðssöng.
Og slíkur hljómur verður
ekki kæfður, jafnvel þótt ann-
irnar séu þungar á bárunni.
Þeir voru skólabræður og fé-
lagar Magnús heitinn Stefáns-
son skáld eða öðru nafni Örn
Arnarson og Kolbeinn, og orktu
saman í skóla. Það er sameigin-
legt með báðum, að þeir fela sig
sem skáld fyrir þjóðinni fram
á efri ár ög koma báðir að ó-
vörum inn á skáldaþingið. En
að öðru leyti er bæði æfi þeirra
og ljóðagerð næsta ólík. Magn-
ús Stefánsson virðist helga
skáldskapnum æfistarf sitt. Þó
að 'hann hafi orðið að sinná
margs konar brauðstörfum í líf-
inu, hefir allur hugur hans
beinzt að því að auðga þekk-
ingu sína og leikni í meðferð ís-
lenzkrar tungu. Honum tókst
líka að ná þeirri stílfegurð og
fágun í ljóðagerð, að í þeirri
grein stendur vart nokkur ís-
lenzkur bragsnillingur honum
framar. Hann er líka smekkvís
og vandvirkur með afbrigðum.
Kolbeinn hins vegar gerist á
unga aldri sveitabóndi og fjöl-
skyldufaðir. Hann býr stóru búi,
er athafnasamur og mikilvirkur
umbótamaður á jörð sinni og
situr hana með prýði. Hann
hefir annríki mikið við búskap
sinn og stappar oft nærri að
hann sé einyrki. Auk þessa hlað-
ast á hann margvísleg félags-
störf fyrir sveit og hérað.Skáld-
skapur hans hlýtur því að verða
alger ígripa- og tómstunda-
vinna, eins og fyr er sagt, og
bera mörg kvæði hans vott þess,
að ekki hefir unnizt tími til að
fága þau svo sem mátt hefði
verða. Auk þess mun Kolbeinn
ekki vera nostursmaður í kveð-
skap sínum. En hann er ham-
hleypa að yrkja eins og bezt sézt
á því, sem eftir hann liggur við
þær aðstæður í lífinu, sem hann
hefir átt við að búa. Honum er
sýnilega mjög létt um að ríma
og er bæði orðhagur og orð-
auðugur og leikur sér að því að
leysa hinar erfiðustu bragraun-
ir. En kvæðin eru misjöfn að
gæðum eins og við er að búast,
þegar flest eða allt er látið
fljóta með, sem hagmæltum
manni getur í hug komið. Og
hefði sá, er þetta ritar, átt að
velja kvæði til birtingar úr
þessu safni, mundi ýmsu hafa
verið „stolið undan tíund“. En
enginn, hversu vandlátur sem
væri, hefði getað gengið svo
nærri í því vali, að ekki
hefði þrátt fyrir það komið á
markaðinn nægilega stór ljóða-
bók til að tryggja höfundinum
veglegan sess á skáldþingi
þjóðarinnar. En hvað um það.
Ekki er vert að fást um það hjá
Kolbeini fremur' en Matthíasi,
„Þótt hnjúka skilji skörð
og skriður nokkrar grænum
'hlíðum eyði“.
Og tíminn velur það úr, sem á
að lifa og fer bezt á því. Mun
þar halda velli það, sem
hæfast er. En meðal þeirra
kvæða tel ég að verða muni t. d.
„Esja“, „Náttmál", „Vetur“,
„Skammdegi", „Fjarlægð",
„Draumaheimar“, „Vorþrá“, „Ég