Tíminn - 31.12.1943, Page 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHUSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNIIEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
27. árg.
Reykjavík, föstndaglnn 31. des. 1943
130. Mað
Ári'ð er liðið — fjórða ár
styrjaldarinnar er á enda. Öll
vonum við, að nú sé farið að síga
á síðari hluta hins mikla hildar-
leiks, og við erum byrjuð að þora
að vænta þess, að styrjöldinni
í Evrópu verði lokið á því ári,
sem nú er að hefjast.
Við vonum, að við endalok
þessarar styrjaldar hefjist nýtt
tímabil friðar, frelsis og rétt-
lætis. Eitt fyrsta verkefnið eftir
styrjöldina, sem raunar verð-
ur aðkallandi jafn óðum og
t hlekkir öxulríkjanna eru brotn-
ir af þjóðunum, verður marg-
þætt starfsemi til þess að bæfa
úr neyð og skorti þeirra miljóna,
sem núþjást í hinum hernumdu
löndum.
Eru nú þegar hafin öflug
samtök um þetta mál og íslend-
ingum boðin þátttaka. Er þáð
einn merkisviðburður ársins
1943, að Alþingi íslendinga á-
kvað að eiga fullan þátt að til-
tölu við aðra um hjálparstarf-
ið. Munu íslendingar þannig
skapi farnir, að þeim mun finn-
ast, að þeim miljónum sé
vel varið, er fram verða lagðar
héðan í þessu skyni, og telja
munu menn það gæfumerki, að
þessi skuli verða hin fyrstu af-
skipti íslendinga af alþjóða-
samstarfi eftir að þeir hafa tek-
ið öll málefni sín í eigin hendur.
Leikmönnum mun virðast
sem átökin í styrjöldinni hafi
fjarlægst ísland frá þvísem var
um skeið. Manntjón íslendinga
hefir einnig á þessu ári orðið
minna af völdum styrjaldar-
innar en áður. Horfir nú svo, að
ísland muni vart úr þessu verða
frekari vettvangur styrjaldar
en orðið er, og er það einstök
gæfa þjóðinni til handa, ef svo
fer, og verður þó víst aldrei full-
metið af þeim, er eigi hafa
reynt hernað í landi.
Afkoina og tíðarfar.
Hér er eigi rúm til þess að
gefa yfirlit að ráði um afkomu
atvinnuveganna á árinu né fjár-
hag þjóðarinnar, enda munu
slík yfirlit gerð af öðrum,ýmist
nú þegar eða senn hvað líður.
Verður hér því um fátt getið.
Tíðarfar hefir verið óhag-
stætt landbúnaði. Veturinn
1942—1943 var allmiklu harð
ari en menn hafa átt að venj
ast um skeið og erfiðleikar um
fóðrun búpenings miklir, þótt
öllu hafi verið fleytt fram með
ærnum kostnaði. Vorið vnr
mjög kalt — hið kaldasta og
gróðurminnsta, sem komið hefir
um langt skeið. Sumarið varð
með afbrigðum kalt og gras-
spretta rýr á útjörð — nema á-
veitur væru, en á túnum spratt
sæmilega, eingöngu vegna þess
hve ræktun hefir fleygt fram á
síðari árum. Heyskapartíð var
víða erfið mjög og töðufengur
minni en í meðallagi og út-
heyskapur langt undir meðal
lagi. Haustið var með afbrigð-
um slæmt og viða stórskaðar á
heyjum og kvikfé.
Garðrækt brást víða alveg og
uppskera varð langt undir með-
allagi síðustu ára. Hafa bænd
ur átt við mikla erfiðleika að búa
þetta ár og orðið að fækka bú-
fé sínu sem vonlegt er, þegar
fólksleysi hefir bætzt ofan
andstreymi af völdum veðrátt-
unnar. Verðlag á landbúnaðar-
Við áramit
þakkar öllum stuðnings-
mönnum sínum fyrir sam-
starfið á liðna árinu og
óskar þeim og öðrum les-
endum sínum gleðilegs
nýárs.
Eftir Eystein Jónsson
afurðum hefir fyrir tilstuölan
Alþingis orðið sambærilegt við
annað verðlag og kaupgjald í
landinu. Verður eigi fyrir séð,
hvað af hefði hlotizt fyrir fram-
líð landbúnaðarins og afkomu
ijóðarinnar í heild, ef þær ráð-
stafanir hefðu verið látnar und-
ir höfuð leggjast, svo sem ýms-
ir hafa þó viljað.
Þátttaka í útgerð á vetrarver-
tíð til þorskveiða varð nokkru
minni en áður. Afli var góður
yfirleitt. Fiskgengd mikil en ó-
tíð dró þó úr afla — að öðrum
kosti hefði afli orðið geysimik-
ill.
Síldveiði varð með mesta
móti, þrátt fyrir megna ótið
mestan hluta síldveiðitímans.
Fiskverð og bræðslusíldar-
verð var hið sama og verið hefir
áður með þeirri einu breytingu,
að saltfiskverð hækkaði nokkuð
til samræmis við verð á nýjum
fiski. Hraðfrystihúsum fjölgaði
enn á árinu, og töluvert var um
bátasmíði í landinu, enda
greiddir styrkir til þeirra úr
ríkissjóði.
Afkoma útvegsmanna og fiski-
manna hefir vafalaust orðið
misjöfn, en víða góð. Dýrtíðin
hefir þrengt að sjávarútvegin-
um síðan 1942. Hefði afkoma
útvegs- og fiskimanna nú verið
glæsileg víða, ef samtök hefðu
náðzt um að stöðva veröbólguna.
Eigi liggja fyrir endanlegar
skýrslur um verzlunarjöfnuð-
inn né afkomu þjóðarinnar út á
við. í október var verzlunarjöfn-
uðurinn orðinn óhagstæður um
14 miljónir króna, og ef að vanda
lætur um innflutning í nóv.
og des., þá verður verzlunar-
jöfnuðurinn óhagstæður um
tugi miljóna. Samt hafa inn-
eignir bankanna aukizt til
októberloka um 150 miljónir ísl.
króna. Hér veldur innflutningur
fjármagns í landið vegna dvalar
setuliðsins. Þessar tölur ættu að
geta orðið mörgum umhugsun-
arefni. Þessar upplýsingar, á-
samt skýrslum frá atvinnumála-
nefnd Reykjavíkurbæjar, sem
sýna, að við borð liggur, að
fiskimannstétt bæjarins þurrk-
ast út, en þeim fjölgar að sama
skapi, sem stunda viðskipti,
gefa glögga hugmynd um.hver er
undirstaða þeirrar velmegunar,
sem nú er í landi, og hvað fram-
undan muni vera eftir stríðið.
Ekki liggja fyrir upplýsingar
um afkomu ríkissjóðs, þannig að
um haaa verði sagt með neinni
nákvæmni. Tekjur verða senni-
lega milli 90—100 miljónir kr.
Tekjuafgangur einhver vænt-
anlega í þetta sinn, en ekki sem
verulegu nemur, eins og nú er
komið. Verðbólgan gleypir mest
af því, sem inn kemur síðan
straumhverfin urðu 1942. Féð
gengur í miljónatugum í verð-
lagsuppbætur á laun og verð-
uppbætur til þeirra, sem ella
mundu troðast alveg undir við
skiptingu stríðsteknanna, eins
og menn hafa nefnt framkvæmd
verðbólgustefnunnar.
Ef menn hefðu getað samein-
azt um eða þolað stöðvun verð-
bólgunnar, hefði tekjuafgangur
ríkissjóðs skipt miljónatugum
og gildir sjóðir myndazt í eign
ríkissjóðs til atvinnufram-
kvæmda að stríðslokum. Mun
þess verða sárt saknað síðar, að
sú stefna varð eigi ofan á.
ekki haft neinn þingstuðning.! gera málefni bænda og sam- | að vinna skipulega að upplausn
Hefir haldizt allt árið sá glund-! vinnufélaga þeirra að fjand- undir forustu kommúnista í
roði á Alþingi, er myndaðist við | skaparmálum í augum verka- ! trú á byltingu eða hvort þeir
kjördæmabreytinguna, sem
þvinguð var fram á árinu 1942.
Kjördæmabreytingin fjölgaði
kommúnistum í þinginu og jók
áhrif Sjálfstæðisflokksins þann-
ig, að hann varð stærsti flokk-
urinn á Alþingi, þótt hann tap-
aði fylgi með þjóðinni. Þessar
breytingar kostuðu það, að verð-
bólgan var látin flæða yfir
þjóðina. Síðan hafa menn það
á meðvitundinni, að tjaldað sé
til einnar nætur í atvinnu- og
fjármálum. Má nærri geta, hver
áhrif það hefir haft á vinnu-
brögð þjóðarinnar öll, bæði á
þingum og annars staðar. En
því er á þetta hér minnzt, að
enginn fær skilið það ráðleysi,
sem einkennir meðferð þessara
mála, nema hann athugi, hvern-
ig í haginn var búið á árinu
1942.
Eramsóknarflokkurinn í telur
sig hafa gert það, sem í hans
valdi hefir staðið, til þess að
skapa sem hreinastar línur um
þjóðmálin, og þegar það virtist
útilokað um sinn, hefir flokk-
urinn leitazt við að styrkja alla
manna. Verður ekki fullyrt, að ætla að eiga þátt í því, ásamt
svo stöddu, hversu tekizt hefir. öðrum, að byggja upp betra
Sízt ber því að neita, að á þessu
sama hefir borið í hinum flokk-
unum, sem fylgi hafa í stærstu
bæjunum, og mun þar ýmsum
orsökum til að dreifa, svo sem
fjandskap Sjálfstæðismanna í
garð afurðasölusamtakanna og
tilraunum manna til þess að afla
sér fylgis og stundarvinsælda
með því að ala á því, sem talið
er í samræmi við þrengstu eig-
inhagsmuni þeirra, sem næstir
standa.
Tilræði kommúnistaforkólf-
anna hafa þó %,ð þessu strand-
að þegar af þeirri ástæðu, að
engir aðrir hafa fengizt til þess
að sinna tillögum þeirra, svo að
til nokkurs hafi dregið.
Stefna Br. B. virðist vera al-
veg ráðandi í Sósíalistaflokkn-
um með þeim afleiðingum, að
samtök verkamanna hafa eng-
in— bókstaflega engin —
áhrif á löggjöfina, enda virðist
beint að því stefnt að vinnandi
menn í landinu verði sem óá-
nægöastir með Alþingi og
skynsamlega viðleitni, til þess! stjórnarfarið. Til þess bendir
Næsta blað' Tímans kemur út
á fimmtudaginn.
Stjóniai'hættii* og
afstaða flolcka.
Stjórnarhættir í landinu hafa
verið með óvenjulegu móti
á árinu, þar sem stjórnin hefir
að halda í horfinu, unz skilyrði
hefðu skapazt fyrir frekari
samtök.
Flokkurinn átti öflugan þátt
í tilraun til þjóðstjórnarmynd-
un í árslokin 1942, sem varð á-
rangurslaus.
Þá átti flokkurinn þátt í um-
ræðum um málefnasamninga
og myndun róttækrar umbóta-
stjórnar þriggja flokka —
Framsóknarflokksins og þeirra
flokka tveggja.semtelja sig helzt
hafa umboð verkamanna og
annarra vinnandi manna í
stærri bæjum landsins. Voru
þessar umræður byggðar á þeirri
skoðun, að rík nauðsyn bæri til
þess, að vinnandi fólk í land-
inu, til sjávar og sveita, hefði
samtök um úrlausnir í þjóðmál-
um, eins og þá stóð og stendur
enn. Jafnframt voru viðræður
þessar byggðar á því, að forkólf-
ar Sósíalistaflokksins, kommún-
istarnir, höfðu látið kjósa sig
á Alþing með því fororði, að
þeir ætluðu að vinna þar að
umbótamálum og ganga 'til sam-
starfs um það við aðra flokka.
Þegar til umræðu kom, varð
margt í takinu, og hefir verið
ítarlega frá því skýrt. Niður-
staðan varð sú, að kommúnista-
forkólfarnir, undir forustu
Brynjólfs Bjarnasonar, höfðu að
engu þá stefnu, er þeir höfðu
haft á oddi til öflunar kjörfylg-
is, og urðu berir að fjandskap
við þá hugmynd að gera sam-
tök um stjórnarmyndun á um-
bótagrundvelli. Varð þessi máls-
meðferð öll til þess að skýra
fyrir mörgum, hvert kommún-
star stefna undir forustu Br. B.
Áður höfðu margir léð Sósíal-
istaflokknum fylgi í þeirri trú,
að þar hefði verið breytt um
stefnu, þegar nafni flokksins
var breytt og breytt var um á-
íóðursaðferðir.
Sósíalistar. — Sjálf-
stæðisineiui.
í stað þess að taka upp um-
bótastefnu á Alþingi, hafa kom-
múnistar byrjað þar mikla sókn
á hendur samtökum bænda og
samvinnumanna. Virðist það
hafa verið markmið þeirra að
losna við allt óþægilegt tal
innán flokksins um nauðsyn á
samstarfi verkamanna og
bænda með því að reyna að
meðal annars, að hvað eftir ann-
að hafa Sósíalistar á Alþingi
haft samvinnu við Sjálfstæðis-
menn um að koma fyrir kattar-
nef ýmsum þurftarmálum. Á
móti fá þeir hjá Sjálfstæðis-
mönnum trúnaðarstöður, t. d.
í síldarútvegsnefnd og við end-
urskoðun landsreikninga, er
hvort tveggja skeði nú rétt fyr-
ir jólin.
Það mun vaka fyrir þeim, sem
þessari stefnu ráða hjá Sósíal-
istum, aö með þess konar
vinnubrögðum verði verka-
mönnum tryggð völdin með
byltingu, þegar öngþveitið er
orðið nógu mikið og óþolandi.
Það mun vaka fyrir Sjálfstæð-
ismönnum mörgum, að rétt sé
að tylla heldur undir kommún
ista á kostnað Alþýðuflokksins
og Framsóknarflokksins, því að
þessir flokkar séu líklegastir til
þess að hafa forustu um hag-
nýta stjórnarstefnu, sem eigi
verði hentug stórgróðamönnum
landsins. Er þetta í samræmi
við vinnubrögð þeirra innan
verkalýðshreyfingarinnar, þeg-
ar kommúnistar voru að ná þar
völdum. Þá munu þeir á hinn
bóginn álíta, að eflist kommún
istar enn, þá muni eflast and-
staðan gegn þeim meira en að
sama skapi, aðStaða umbóta
manna versna og mikill þorri
manna þrýstist í fylkingu gegn
kommúnistum, þar sem þeir í-
haldssömustu muni ráða mestu.
Þessi mun grundvöllur við
skiptanna og er eigi ófagur:
Báðir í gróðahug, en þjóðin tap-
ar leiknum, ef eigi verður
taumana gripið.
Fái kommúnistarnir að ráða
innan verkalýðshreyfingarinnar
munu þeir halda áfram að vera
klókir og reikna út „taktik
þangað til þeir hafa kallað yfir
þjóðina harðsnúna hægristjórn
Þann endi hafa klókindi þeirra
haft í öðrum löndum, og svo
mun hér fara, ef almenningur
í bæjum landsins, og sérstak
lega í verkalýðfélögunum, tek-
ur ekki málin í sínar hendur í
stað þess að hlíta forustu kom-
múnistanna.
Áður en varir kemur að því
að þetta verður að gerast upp
hreinlega. Þegar stríðsviðskiptin
hætta, en þó raunar fyrr, hljóta
verkamenn bæjanna að gera
það upp við sig, hvort þeir ætla
þjóðfélag á grundvelli umbóta
og lýðræðis.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins
hefir ekki verið sú, að aukið
hafi líkur fyrir því, að samtök
gætu myndazt á Alþingi um á-
kveðna stjórnarstefnu. Hefi ég
drepið á samband þeirra við
kommúnista, og verður það þó
til viðbótar að telja, að flokk-
urinn hefir í raun og veru
stjórnað Reykjavík með samn-
ingum við kommúnista síðan
Árni frá Múla féll frá flokkn-
um. Hefir það ekki haft lítil á-
hrif á gang málanna. Hins veg-
ar hefir svo sá hluti Sjálfstæðis-
flokksins, sem telur sitt stjórn-
málagengi eitthvað bundið við
skoðanir manna utan bæjanna,
teygzt til stuðnings við Fram-
sóknarmenn í sókn þeirra í
verðlagsmálum landbúnaðarins.
Af þessum tvískinnungi hefir
iað að sjálfsögðu leitt, að flokk-
urinn hefir ekki getað haft for-
ustu um neitt og tæpast nokk-
urt mál stutt óskiptur, hvað þá
getað átt þátt í að móta stjórn-
arstefnu.
Dýrtíðannáliii og'
verðlagsuppbæt-
urnar.
Það leiðir af því, sem þegar er
sagt, að á þessu ári hefir ekki
reynzt kleift að koma í fram-
kvæmd neinum varanlegum
úrræðum, til þess að draga úr
eða lækna verðbólguna — það
hefir aðeins verið stöðvuð í bili
framrásin og allt á hangandi
hári um það, hvað ofan á verð
ur í þeim málum. Eigi að síður
hafa í málum þessum gerzt
merkir atburðir, er hér skulu
nefndir.
Undanfarin ár hefir allt
logað í deilum um skiptingu
þjóðarteknanna — stríðsgróð-
ans margnefnda. Ekki hefir
minnst verið deilt um kaup
gjald og verðlag á landbúnað-
arafurðum og oftast þannig, að
til sárrar raunar hefir verið
flestum hugsandi mönnum. Má
teljast, að lítt hafi verið vært í
landinu fyrir þessum metingi.
Á Alþingi varð það að ráði
á fyrra þingi ársins, að setja 6
manna nefnd til þess að finna
hvert verð ætti að vera á land-
búnaðarafurðum, til þess að lík-
legt væri að bóndi með meðal-
tekjur hefði sambærilegar
tekjur' við aðra vinnandi menn
í landinu. Var ákveðið, að álit
nefndarinnar yrði bindandi
um verðlag, ef allir yrðu sam-
mála innan nefndarinnar
Framsóknarflokkurinn átti
meginþátt í því, að þessi leið
var farin og vildu menn með
því reyna að fá grundvöll und-
ir dýrtíðarráðstafanir og eyða
deilum þeim, sem átt höfðu sér
stað um þessi efni.
Nefndin varð sammála, og
samkvæmt niðurstöðum hennar
átti verðlag landbúnaðaraf-
urða að hækka frá því, sem
verið hafði, til þess að gera
mætti ráð fyrir, að bændur
hefðu líkar tekjur og verka-
menn, sjómenn og iðnaðar-
menn, sem teknir voru til sam-
anburðar. Var þessi verðákvörö
un bindandi, en gat hins veg
ar ekki staðizt nema verð á út-
flutningsafurðum yrði svo sem
nefndin hafði reiknað með, er
hún batt innanlandsverðið.
Ef þetta var ekki tryggt, gátu
lögin ekki orðið framkvæmd,
ög bændur hefðu þá neyðst til
iess að hækka verðið innan-
lands svo sem markaðurinn
Doldi, til þess að bæta upp er-
lenda verðlagið og tryggja sér
á þann hátt sambærilega af-
komu við aðra.
Menn fögnuðu almennt mjög
iessu samkomulagi og gerðu
ráð fyrir hiklausri framkvæmd
jess, án ágreinings. En það er
skjótast af að segja, að það
brást alveg. Menn deildu jafn-
vel meira um samkomulagið
en áður um ósamkomulagið.
Hafin var herferð gegn útflutn-
ings-uppbótunum, en þó voru
iær samþykktar fyrir baráttu
Framsóknarmanna og með
fylgi allmargra Sjálfstæðis-
manna. Má það telja sorglegt
tímanna tákn, að heilir þing-
flokkar og flokkshlutar, sem
stóðu að því að framselja verð-
lagningarvaldið í hendur 6-
manna-nefndarinnar me‘ð> þeirri
forsendu, að litið væri í heild
á verðlag innanlands og utan,
skyldu beita sér fyrir því, að
innanlandsverðlag nefndarinn-
ar yrði notað, en gegn því að
tryggt yrði það verðlag út-
flutningsvaranna, er nefndin
byggði innanlandsverðið á.
Þá skorti eigi heldur á, að
t'ækifærið væri notað til þess að
koma sem víðast að nýrri tor-
tryggni og nýjum metingi í
sambandi við framkvæmd þessa
nýja „samkomulags“. Tillögur
voru fluttar um mismunandi
verð á afurðum, eftir því hve
margar kindur menn ættu, um
uppbætur til fiskimanna og
verkamanna o. s. frv. Þeir, sem
að þessum tillögum stóðu, hafa
dó haft forgöngu um að
skapa ýmsum stéttum miklu
hærri tekjur en bændur geta
fengið með hinu tildæmda verð-
lagi, og eigi datt þeim þá í hug,
að þörf væri uppbóta til fiski-
manna og verkamanna né ann-
arra. Sýnir þetta hvað á bak
við liggur.
Út af verðlagi á fiski og tekj-
um fiskimanna er það að segja
sérstaklega, að um það efni
hafa ekki rannsóknir farið
fram, sem þó væri nauðsyn. Er
iá komið að kjarna dýrtíðar-
málsins, og hefi ég lagt til á
Alþingi, að slík athugun verði
látin fara fram.
Öllum þeim, sem stóðu að
samþykkt útflutningsuppbóta,
mun þaö ljóst, að slíkar greiðsl-
ur eru bráðabirgðaúrræði, að-
eins afleiðing verðbólgustefn-
unnar og greiddar til þess að
jafnvægi atvinnuveganna rask-
ist eigi gersamlega á styrjaldar-
árunum og atvinnuhættir lands-
manna mótist eigi til fulls af
viðskiptum stríðsáranna og af-
leiðingum hersetningarinnar.
Mun sá tími og brátt koma, að
mönnum þykja þau áhrif nógu
mikil orðin og nógu þétt set-
inn bekkurinn í bæjum lands-
ins.
Það ber til tíðinda að telja,
að Hagstofa íslands hefir eftir
ályktun Alþingis rannsakað,
hvert verðið hefði átt að vera
á landbúnaðarafurðum undan-
farin ár, samkvæmt grundvalla-
reglum 6-manna-nefndarinnar.
Sú rannsókn sýnir, að ásakanir
manna um það, að óeðlileg
hækkun landbúnaðarvara sé
frumorsök dýrtíðarinnar, hafa
ekki við rök að styöjast. Var því
þó við borið sem höfuðröksemd
gegn stöðvun verðlags og kaup-
gjalds á árinu 1941 og í árs-
byrjun 1942, að óverjandi væri
að festa þau hlutföll, er þá voru.
Hefir hér farið, eins og sagt var
fyrir um úrslit kapphlaupsins,
þótt minnst sé enn séð af af-
leiðingum þess.
Nokkur (rainlídaniiál.
Framsóknarflokkurinn hefir,
eins og áður segir, léð lið sitt
þeim ráðstöfunum, sem ríkis-
stjórnin hefir haft forgöngu um
(Fravih. á i. síðu)
f