Tíminn - 31.12.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1943, Blaðsíða 4
520 TÍMINN, föstiidagiim 31. des. 1943 130. l»lað ¥id áramót (Framh. af 1. síSu) og miða að því að halda í horf- ' inu. Hefir það verið gert til þess að forða frá öðru verra, en eigi fyrir þá sök, að þær ráðstafan- ir, sem gerðar hafa verið, séu varanleg lausn á vandamálun- 1 um. Mér skilst, að svipað muni á þetta litið af ríkisstjórninni,1 er forgönguna hefir haft. Jafnframt hefir Framsóknar- flokkurinn unnið að áhugamál- um sínum á Alþingi og utan þings. Hann hefir undirbúið og flutt á Alþingi stórmerkt frum- varp um aukna ræktun og vél- tækni, sem fellt var að þessu sinni af mönnum úr öllum hin- um flokkunum sameiginlega. Þessari baráttu verður þó haldið áfram þangað til sigur vinnst. Flokkurinn hefir ákveðið stefnu sína í raforkumálum og vinnur fyrir hana í milliþinganefnd og á Alþingi. Þar blæs einnig á móti, en verður eigi látið af stefnunni, þrátt fyrir það. Flokkurinn hefir átt frumkvæð- ið að undirbúningi verklegra framkvæmda eftir styi’jöldina og heildarathugun sjávarút- vegsmála. Hann hefir hafið baráttu fyrir eflingu félags- samtaka sjávarútvegsmanna og stutt núverandi atvinnumála- ráðherra öfluglega í því að koma olíuverzlun landsins í hendur útvegsmanna sjálfra. Má telja þá löggjöf með merk- ari viðburöum á árinu, þótt það geti eigi orðið hér frekar rakið. Þá hefir flokkurinn tekið upp baráttu fyrir því að jafna að- stöðu manna í landinu til fram- haldsnáms og þá fyrst og fremst með því að koma upp nýjum menntaskóla á heppilegum stað utan bæjanná. Nefni ég hér aðeins örfá dæmi um einstök mál, sem flokkurinn vinnur að, og þá fyrst og fremst til þess aö benda á, að eigi ber að láta ládeyðu þá, sem nú er í stjórnmálum landsins verða til þess að draga úr starfi manna að nauðsynlegum og aðkallandi umbótamálum. Hvcrt á að stefna? Nú er svo komið, að viðskipti mestöll 1 landinu, kaupgjald og verðlag, er byggt á því stríðs- verði, sem fæst fyrir fiskinn i Englandi. Jöfnum höndum er svo byggt á fjármagni þvi, sem inn í landið flýt- ur, vegna veru setuliðsins hér. Þetta sést bezt á verzlunar- jöfnuðinum annars vegar og greiðslujöfnuðinum hins vegar, eins og sýnt er að framan. Hér við bætist, að jafnvel þetta stríðsverð á fiski, sem er í al- geru ósamræmi við matvæla- verð í Bretlandi, virðist tæpast nógu hátt handa okkur. Á Alþingi eru fjármál af- greidd þannig, að flestar út- gjaldatillögur eru samþykktar, en allar tillögur um tekjuauka eru felldar — hver .einasta á síðasta Alþingi. Framsóknar- flokkurinn einn vildi styðja nauðsynlega tekjuöflun í sam- ræmi við ákveðin útgjöld. Sjálfstæðisflokkurinn sam- þykkti t. d. öll útgjöld, er á- kveðin voru, en snerist á móti öllum tekjuöflunarfrumvörpum, sem fram komu. Hér við bætist, að forkólfar verkamanna eggja þá nú lög- eggjan að byrja nýja árið með þvl að sökkva sér og þjóðinni enn dýpra í fen dýrtíðarinnar með nýjum grunnkaupshækk- unum. Það þarf enga spekinga til þess að sjá, að stórir atburðir eru í vændum, þótt menn geti ekki vitað með vissu, hvenær þeir gerast. Það mun sýna sig, að þjóðarskútan helzt ekki á kilinum, nema skipulega sé stjórnað og stefnan ákveðin. Vitaskuld verða átök um það, hversu stefna skuli, og er það eðlilegt. Framsóknarmönnum er vafa- lítið ljóst á hvern hátt þeim ber að vinna og hversu þeim hentar að búa sig undir ákvarð- anir. Þeir munu vinna gegn þvl, að þjóðin skiptist í tvær öfga- fylkingar. Þeim er jafn lítið gefið um ofbeldi frá vinstri og ofríki frá hægri. Þeir munu ekki láta hrekjast yfir í herbúðir kyrrstöðumanna undan árásum kommúnista, né yfir í herbúðir byltingarmanna undan áhlaupum þeirra, sem hægra megin standa. Þeim mun ljóst, að sá mótar eigi stefnuna, er hrekjast lætur. Þeim mun einnig ljóst, að það er eigi ein- hlítt að vera á móti öfgum og ofríki, hvaðan sem það kemur. Það þarf jafnframt öfluga for- ustu um umbótastefnu, sem nægilega margir geta samein- azt um. Þeir munu vinna með öðrum flokkum eftir málefn- um. Áður en okkur varir, ef til vill á árinu, sem nú er að hefj- ast, stendur þjóðin á vegamót- um. Annars vegar verður leið ofbeldis og ofríkis, þar sem lýðræði getur ekki þrifizt og hinn sterkari hlýtur að kúga þann, er býður lægra hlut. Hins vegar verður leið lýðræðis og þjóðfélagsumbóta, án ofríkis og kúgunar. Framsóknarmönnum er það fullkunnugt, að til þess að síð- ari leiðin verði valin, þarf öfl- ug samtök sem flestra vinnandi manna í landinu og þeirra ann- ara, sem vilja friðsamlega og réttláta þróun. Þar þarf að koma til stuðningur fylgis- manna frá öllum stjórnmála- flokkum, er nú starfa í landinu, ef vel á að vera. Það eru nægilega margir menn í landinu, sem eiga sam- leið um slíka stefnu, en þeir verða þá að hafa samtök um að halda þeim í skefjum, sem ala á sundrunginni sér til stjórnmálaframa. Með nýju ári þarf að hefja undirbúning þessara samtaka. Byrjunin þarf að vera fólgin í því, að menn sneiði hjá hinum tærandi og óbilgjörnu deilum, sem menn þykjast reka fyrir hönd vinnustéttanna í land- inu um skiptingu stríðstekn- anna á milli þeirra, en beina áhuga sínum og starfskröftum í þess stað að framtíðarverk- efnum. ' Menn þurfa að beina orku sinni að ákvörðun þess hvernig menn ætla að byggja upp úr því öngþveiti, er hér hlýtur að skapast, ef ekkert verður að gert — eða réttara sagt: hvern- ig menn ætla að koma í veg fyrir öngþveiti og byggja upp heilbrigt atvinnu-, fjárhags- og menningarlíf eftir stríðið. Hvergi mun meira deilt um dægurmál en hér hjá okkur og hvergi minna af uppbyggi- legum umræðum um framtíð- armál en hér. Þetta þarf að breytast. Um það eiga margir menn að verða samtaka. Lýð veldismálið. Ef allt fer, sem áætlað er, verður stofnað lýðveldi á ís- landi á því ári, sem nú er að hefjast, og verður það þá eitt merkasta ár í sögu íslenzku þjóðarinnar. Samtök hafa nú verið gerð á Alþingi, með þátttöku yfir- gnæfandi meirahluta alþingis- manna um þá meðferð málsins, að Alþingi ákveði fyrir sitt leyti stofnun lýðveldis 17. júní og þá um leið að sjálfsögðu endanleg sambandsslit við Danmörku. Var unnið að því að fá sem víðtækast samkomulag um af- greiðslu málsins á Alþingi í vetur með þeim árangri, að þessi málsmeðferð var ráðin af öllum þorra alþingismanna, og var samkomulag þetta gert heyrum kunnugt 1. desember í vetur. Kemur Alþingi væntanlega saman 10. janúar til þess að fjalla um málið. Þegar Alþingi hefir gengið frá málinu, verður því skotið til þjóðaratkvæðagreiðslu til end anlegrar afgreiðslu. íslendingum verður margt til sundurþykkju. Horfir nú svo í bili, að okkur muni ekki auðn- ast að standa fullkomlega saman um sjálfstæðismál þjóð arinnar á úrslitastund. Getur þó svo farið, að betur rætist úr en áhorfist í þeim efnum, og er þess raunar fastlega að vænta. Verður því ekki trúað fyrr en á verður tekiö, að alþýða manna skiljist við Alþingi í máli þessu þegar mest á ríður og sá einn er háski búinn málinu, er lands- menn skapa sjálfir. Væri slíkt þyngra áfall en gert getur orð- ið ráð fyrir. Ýmsir menn láta sér nú títt um að finna veilur í málsmeð- ferð þeirri, sem Alþingi hefir fyrirhugað, og sækja þetta með nokkru kappi. Það er lengi hægt að finna sér eitthvað til, ef menn vilja deila og finna að. Mér finnst gagnrýni sú, sem fram hefir komið, á stofnun lýðveldis á næsta ári, eigi vera veigameiri en svo, að ég trúi því ekki, að hún verði látin varða því, að menn skerist úr leik, þegar að úrslitum kemur við þjóðaratkvæði. Mönnum ber að gera sér grein fyrir því, að sú leið, sem megin- þorri alþingismanna hefir sam- einazt um, er málamiðlunar- leið, beinlínis miðuð við það, að sem flestir stæðu saman. Leið þessi var raunverulega á- kveðin 1941 til miðlunar við þá, sem byggja vildu á vanefndum þá þegar. Við höfum beðið þangað til 25 ár eru-liðin frá samningagerð- inni 1918, til þess að réttur okk- ar væri með öllu móti öruggur og tryggður, frá hvaða sjónar- hól, sem litið væri á málið. Hví skyldum við þá ekki geta stað- ið saman um málið riú? Málamiðlunarboð hefir verið sent frá óánægðum mönnum, þar sem fallizt er á sambands- slit á næsta ári, ef lýðveldis- stofnun yrði á frest skotið þang- að til viðræður hafi farið fram við konung. Ailir alþingismenn voru sam- mála um það 1941, að sam- bandsslit og lýðveldisstofnun skyldi fara saman. Þetta er tví- mælalaust rétt stefna og eina málsmeðferðin, sem er samrým- anleg eðli málsins. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar, ef öðru vísi yrði á því haldið, og slík stefnubreyting yrði að styðjast við þung rök. Þau rök eru ekki nógu sterk, að viðkunnanlegra væri að ræða málið við konung frjáls- an, þótt auðvitað væri mjög æskilegt, að því yrði við komið. Við erum búnir að lýsa yfir því, að lýðveldi verði stofnað og bindast samtökum um það á Alþingi 1941. Eftir þá ákvörðun er það formsatriði, hvort tæki- færi gefst til viðræðna við kon- ung áður en sporið er stigið, og það á að vera óhugsandi, að slíkt geti valdið úrslitum um afstöðu manna til sjálfstæðis- málsins, þegar því verður skotið til þjóðarinnar. Okkur hættir við að sækjast á fast, íslendingum, og bólgnar þorskalýsi 1/1 og 1/2 flöskur með vægu verði handa héraðs- læknum, hjúkrunarfélögum, kvenfélögum, barnaskólum. Seyðisfjarðar Aiiótck. Lcsendur! Vekjið athýgli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. ■GAMLA BÍÓ-o—■<>—„ M ó ð u r á s t Blossoms in the dust. Aðalhlutverk: GREER GARSON, WALTER PIDGEON. Barnasýning kl. 5: Teiknimyndin Gulliver í Putalandi Aðgm. seldir frá kl. 11. ► nýja bíó— TÓNSNILLING- LRIAA. („My Gal Sal“) Söngvamynd í eðlilegum litum, er sýnir þætti úr ævisögu tónskáldsins Paul Dresser. Aðalhlutverl:: RITA HAYWORTH, VICTOR MATURE, CAROLE LANDIS. Sýning kl. 5, 7 og 9. 'Barnasýning kl. 3: (Sama mynd). Aðgm. seldir frá kl. 11. Gleðilegt nýár! Farsælt komandi ár! Satnband ísl. samvinnufélaga ágreiningur að jafnaði í með- förunum. Koma þá til móðgan- ir og margt fleira, er bætist við ágreining þann, sem upp- haflega var. Getur kveðið svo ramt að þessu, að sjálf ágrein- ingsatriðin hverfi í skugga þess, sem mönnum finnst á hafa orðið í deilunni. Þannig ættum við ekki að ræða lýðveldismálið, og ef okk- ur tekst að komast hjá því, þá er mér nær að halda, að öllu verði vel borgið. i Höldum nú fram stefnunni eins og ákveðið var 1941. Leggj- um til hliðar ágreining um minni háttar atriði, greiðum þetta mál úr öðrum málum, og sameinumst um aðalatriðið: stofnun lýðveldis 17. júní í vor. Innlegar þakkir til allra þeirra, er heimsóttu okkur og á annan hátt sýndu okkur vinsemd með gjöfum og heillaóskum 6. september síðastliðinn í tilefni af 35 ára hjúskap okkar, cg 60 ára afmœlinu. Við sendum þeim öllum innilegar kveðjur og árnaðaróskir. Eiriksstöðum, 23. október 1943. ELÍN og VILHJÁLMVR SNÆDAL. Innilegustu nýársóskir íærum vér öllum nær og Sjæv Viðtækjaverzlun ríkisins Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð vegna hins svip- lega fráfalls konunnar minnar og móður Elínar Ólafselóttur, sem fórst með m/s. Hilmi. Sérstaklega þökkum við kven- félaginu „Hlíf“ og ungmennafélaginu „Trausti", Breiðu- víkurhreppi, sem gengust fyrir ógleymanlegri minning- arguðsþjónustu að Arnarstapa, 19. des. EINAR SIGMUNDSSON. ÞORSTEINN EINARSSON Hamraendum. Glcdilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. ÓLYMPÍA, Vestiirgötu 11. Hér með tilkynníst að leiguinálaskrifstofa brezka setuliðsins (HIRINGS & CLAIMS OFFICE) á Laugavegi 16, hefir verið flutt þaðan' og verð- ur hér eftir frá og með þeim 30. desember 1943, i Tower Hill Cam|», Royal Air Force við Háteigsveg (á Rauðarárholti, nálægt Vatnsgeyminum). Símar: 5965, bæjarsíminn og Base 35, setuliðssíminn. Utanáskrift skrifstofunnar verður framvegis sem hér segir: HIRINGS & CLAIMS OFFICE, NO. 5021, AIRFIELD CONSTRUÖTION jSQUADRON, HEADQUARTERS, ROYAL AIR FORCE, ICELAND (C). + ÚTBREIÐIÐ TIMANN^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.