Tíminn - 31.12.1943, Síða 2

Tíminn - 31.12.1943, Síða 2
518 TÍMIM, föstiidagiiiit 31. des. 1943 130. blað Áramótahugleiðingar 'gtmtnn Föstudagur 31. des. Grein Jóns á Reynístað Jón Sigurðsson bóndi og al- þingismaður á Reynistað birtir í Mbl. 29. þ. m. grein, sem er á margan hátt athyglisverð. Hann bendir á nauðsyn þess, að þjóð- in fái sterka og starfhæfa ríkis- stjórn og segir síðan, að hana sé nú eigi auðið að fá, nema með samvinnu Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Það er vafalaust, að Jón mæl- ir hér fyrir munn margra Sjálf- stæðismanna, einkum þeirra, sem eru í sveitum og sjóþorpum landsins. Þeir telja eðlilegast og æskilegast, að forráðamenn flokks síns reyni að ná sam- vinnu við Framsóknarflokkinn. Þrátt fyrir öll blekkingaskrif ihaldsblaðanna um Framsókn- arflokkinn sem ofbeldisflokk og þjóðnýtingarflokk og ýmsa Framsóknarmenn sem æstustu kommúnista, hafa þessir Sjálf- stæðismenn ekki látið blindast. Þeir sjá og viðurkenna, aö Framsóknarflokkurinn er frjálsiyndur umbótaflokkur og standa margir svo nálægt sjón- armiðum hans, að þeim finnst samvinnan við hann sjálfsögð og æskileg. Ef þessir menn hefðu ráðið Sjálfstæðisflokknum, myndi vafalaust aldrei hafa til þess komið, að samstarf hans v'ö Framsóknarflokkinn hefði ver- ið rofið vorið 1942 með jaín Ó- svífnum hætti og kunnugt er. Ef þessir menn réðu Sjálfstæð- isflokknuum, væri það alls ekki ótrúlegt, að samstarf væri haf- ið milli þessara flokka til að rétta það við, sem eyðilagt var i tíð upplausnarstjórnarinnar 1942. En þessir menn ráða ekki Sj álfstæðisflokknum. Mennirnir, sem ráða Sjálf- stæðisflokknum, hafa til þessa dags hatað Framsóknarflokk- inn mést allra flokka. Allir muna hin hatursfullu orð Jakobs Möllers í útvarpsumræðunum vorið 1942, að hann skyldi fús ganga til þriggja þingkosn- inga á þeim tíma, sem þjóðinni gegndi verst, ef það nægði til að eyðileggja Framsóknarflokk- inn. Fyrsta ritstjórnargrein hins nýja ritstjóra „bændasamtaka“ Sjálfstæðisflokksins, Jóns Pá., hljóðaði líka á þá leið, að Framsóknarflokkinn ætti að eyðileggja og hann hefði minni tilverurétt en kommúnistar. Sjálfur játar Jón á Reynistað þetta viðhorf manna Sjálfstæð- isflokksins með svofelldum orð- um í grein sinni: „Ég get búist við því, að þeir flokksbræðra minna, sem ekki þola að heyra Framsóknarflokk- inn nefndan á nafn, án þess að umhverfast, telji mig hafa unn- ið til óhelgis með þessum skrif- um, ég sé að svíkja Sjálfstæðis- flokkinn, ganga í Framsóknar- flokkinn . eða . stofna . nýjan flokk o. s. frv.“ Þessi orð Jóns nægja alveg til að skýra orsakir þess, að ekki er samvinna milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins. Forráðamenn Sjálfstæðis- flokksins „umhverfast", þegar þeir heyra Framsóknarflokkinn og samvinnustefnuna nefnda, því að þaðan telja þeir gróða- bralli sínu mesta hættu búna. Þeir telja kommúnista ekki eins hættulega, því-að fólk fall- izt síður á byltingastefnu þeirra. Það er umbóta- og samvinnu- stefnan, sem þeir telja sér skað- legasta, og þess vegna vilja þeir flokk hennar feigan fyrir hvern mun. Ef atvikin neyða þá til að vinna með Framsóknar- flokknum, sækjast þeir eftir að svíkja hann, þegar verst gegn- ir, eins og reynslan frá vorinu 1942 sannar bezt. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn lýtur forustu manna, sem „um- hverfast", þegar þeir heyra Framsóknarflokkinn nefndan, er vitanlega engin von um heil- brigða samvinnu þessara flokka. Öðru máli gilti, ef Sjálfstæðis- flokkurinn fengi aðra forustu og vildi vinna að réttlátri lausn I. Árið, sem nú er að líða, hefir minnt þjóðina á, að það þarf harðgert og dugandi fóik til að byggja landið, þar sem hún hef- ir haslað sér völl. Þótt fleiri og fleiri landsmenn ali orðið mest- an aldur sinn innan fjögurra veggja, þar sem hægt er að njóta rafmagns, heits vatns og annarra þæginda, verður þó höfuðbaráttan fyrir brauði og afkomu þjóðarinnar háð undir beru lofti, þar sem andstæðing- urinn er ekki ómáttugri en hin ofsafengnu norðlægu náttúru- öfl. Þetta hefir bóndinn og sjó- maðurinn þurft að reyna í rík- um mæli á liðna árinu. Veðrátt- an var mestallt árið mjög ó- hagstæð fyrir landbúnaðinn í flestum héruðum landsins, og vetrarvertíðin og síldarvertíðin einhverjar þær erfiðustu, sem sjómenn muna. Fyrir þjóðina er þetta holl áminning á öld vaxandi þæg- inda og inniveru. Það er i- skyggileg staðreynd, að fleiri og fleiri kappkosta að fá atvinnu, sem er þægilegri og kalsaminni en vinna bóndans og sjómanns- ins. Er ekki hætta á því, því meir, sem slíkum mönnum fjölgar, að við slítum tengslin við landið og gerumhærri kröfur um þægindi en það fær veitt? Er ekki hætt við því, að færri og færri fáist til að vinna hin erfiðari störf og þjóðin fái á þeim auka andúð og ýmigust? Speglast ekki þessi hugsunar- háttur orðið nú þegar í orðun- um: „Hann er bóndi“, eða „hann er bara sjómaður“, „ekki get ég hugsað til þess að vera sveita- kona“, „það er svo ófínt að vera gift sjómanni“? Það er staðreynd, sem vert er að gefa gaum, að á a. m. k. mjög mörgum fiskiskipum, sem gerð eru út frá Reykjavík, eru flestir hásetanna ýmist utan- bæjarmenn eða nýfluttir til Reykjavíkur. Hafa þægindin kannske haft þau áhrif á hina innfæddu Reykvíkinga, að þeim fellur ekki að stunda þann at- vinnuveg, sem öll velgengni höfuðstaðarins byggist þó á? Hvernig verður þá eftir 2—4 kynslóðir, sem búnar eru að venjast inniverunni og hóg- lífinu, þegar þannig fer með fyrstu eða aðra kynslóðina, sem venst slíku líferni? Hér er vissulega um málefni að ræða, sem vert er að fara að gefa gaum. ísland getur ver- ið gott og auðugt land, en þó því aðeins, að íbúar þess hafi manndóm til að yrkja moldina og sækja sjóinn, því að þar liggja helztu auðlindir þess faldar. Aðbúnað þeirra manna, sem þessar atvinnugreinar stunda, má að sönnu mikið bæta, en þó samt aldrei það mikið, að inniveran verði ekki talin álitlegri af þeim, sem hrýs hugur við útivinnu og áhættu. Þess vegna er íslendingum það óhjákvæmileg nauðsyn að missa ekki dugnaðinn og áræðið, sem gert hefir þeim fært að byggja landið við miklu erfiðari að- stæður en nú eru. Til þess að vinna gegn slikri öfugþróun eru margar leiðir. Skólarnir geta unnið hér mik- ið verk og sennilega vséri rétt að lengja skólaskyldutímann með tilliti til þess, að nokkur hluti hans yrði vinnunám. Æskunni þurfa að vera Ijósar þær skyldur, sem fylgja því að málefna með Framsóknar- flokknum á drengilegan hátt, t. d. bæta hina stórfelldu ágalla kosningafyrirkomulagsins í sam banc^i við endurbót stjórnar- skrárinnar, nota stríðsgróðann í þjóðarþágu og styðja að öðr- um gagnlegum félagslegum og verklegum framförum. Jóni frá Reynistað og öðrum, sem líkt hugsa, má því vera ljóst, að ætli þeir að vinna að samstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðismanna, þurfa þeir að láta það vera sitt fyrsta verk að losa Sjálfstæðisflokk- inn við forustuna, sem „um- hverfist", ef hún heyrir Fram- sóknarflokkinn nefndan, eða losa sjálfan sig undan slíkri forustu. Þ. Þ byggja landið og byggja það vel. Henni þarf að vera það dyggilega innrætt, að markmið hennar er ekki að draga sam- an seglin, þjappa sér sem mest saman í heitum skrifstofum og vinríustofum, heldur að færa yfirráð sín lengra út, bæði á sjó og landi. Með því eina móti geta íslendingar haldið efnalegu frelsi og gert óum- deilanlegt tilkall sitt til lands- ins, að þeir hafi hug og harð- fengi til að rækja vel þá at- vinnuvegi, sem þar eru eðlileg- astir. Framar öllu er það þó höfuð- mál í þessum efnum, að þeir, sem vinna hin erfiðu, áhættu- sömu störf til sjós og sveita, hafi fyllilega laun á við þá, er minna leggja á sig, og finni það hjá þjóðfélaginu, að atvinnu- vegir þeirra skipi þann önd- vegissess, sem þeim ber. Þetta verður að vera eitt grundvallar- atriði þeirrar nýsköpunar í at- vinnumálum, sem hér er nauð- synleg að allra dómi, þegar styrjöldinni lýkur. II. Eitt helzta umtalsefni ársins, sem er að líða, hafa verið hinir sífelldu sigrar Rússa í styrjöld- inni. Fyrir rúmlega ári síðan munu flestir hafa talið, að þeir mættu heita nær gersigraðir. Þjóðverjar voríi komnir að Volgu og áttu skammt ófarið til olíulindanna í Kákasus. Þegar sízt varði, gerðist hið mikla gerska ævintýri: Rússar hófu gagnsókn og hafa haldið henni áfram með miklum árangri til þessa dags. Ástæðan til þess að Rússum hefir verið þessi gagnsókn möguleg er í stuttu máli sú, að hinn framsýni einvaldur þeirra, Jósef Stalin, hefir gerzt frum- kvöðull að einu merkilegasta landnámi sögunnar. Hann lét flytja miljónir manna úr hin- um þéttbyggðu landshlutum til fjarlægra staða og koma þar á fót blómlegum landbúnaði og iðnaði. Þaðan fékk hann orkuna til að hefja hina sigursælu gagnsókn gegn Þjóðverjum, þegar hið gamla Rússland var að mestu leyti undir oki þeirra. Hefði Stalin farið eftir „kokkabókum" þeirra manna, sem látast vera fylgismenn hans hér á landi, en vilja hins vegar breyta gagnstætt mörgu því, sem hann hefir vel gert, — eins og t. d. því, sem hér hefir verið nefnt, — myndi hann hafa hagað sér á þessa leið: Fólkinu í hinum afskekktu landshlut- um, Síberíu, Kákasus og víðar, hefði verið smalað til Moskvu, Leningrad og stórborganna í Úkraínu, og þegar ekki var hægt að veita því lífvænlega atvinnu á þessum stöðum, hefði það verið gert aðnjótandi atvinnu- leysistrygginga meðan rikið gat innt þær greiðslur af höndum. Fyrir Þjóðverja hefði verið næsta auðvelt að sigra Rússa, hefði Stalin skipaö málum þeirra á þennan hátt, og senni- lega hefði ekki -einu sinni er- lent herveldi þurft að koma til sögunnar til að fullkomna hrun jafn óviturlegrar stjórnar- 'ktefnu. Fyrir íslendinga er það gagn- legt að hafa framannefnt for- dæmi Stalins vel í huga. Þróun seinustu áratuga hefir hér verið líkust því og' hefði nær öllum fólksflutningum í Rússlandi verið beint til Moskvu og Lenin- grad. í Reykjavík er nú rúmur þriðjungur landsmanna. Nokk- ur þúsund þeirra byggja afkomu sína á vinnu hjá setuliðinu eða verzlun, iðnaðardútli og knæpu- rekstri, sem hlýtur að fylgja styrjaldarástandinu í gröfina. í stríðslokin verða í Reykjavík og stærstu kaupstöðunum mörg þúsund atvinnuleysingja, sem enga lífvænlega atvinnu geta fengið á þessum stöðum. Þó finnst þeim, sem gaspra hæst um Stalin, að ekki sé nóg aðgert. Hættið að byggja allt landið, hrópa þeir. Leggið niður megnið af byggðinni í dreif- býlinu. Komið til Reykjavíkur, stærstu kaupstaðanna og helztu nábýlissveita þeirra. Þar getið þið fengið nóg þægindi, nógar skemmtanir og atvinnuleysis- styrki. Komið og fylgið mér. íslendingar væru orðnir eitt- hvað ólíkir feðrum sínum, ef þeir hlýddu þessu kalli. Þeir höfðu ekki vélar og verkkunn- áttu nútímans og láta sér þó ekki nægja minna en að byggja allt landið. Þeim reyndist það kleift. Þeir áttu líka það, sem til þess þurfti: Landnámshuginn og kjarkinn til að yfirstíga alla erfiðleika. Þeir sigruðu landið, en létu ekki erfiðleika þess sigra sig. Sú þjóð, sem ekki á slíkan hug, er ekki heldur fær um að lifa. Þegar hún treystir sér ekki lengur til að byggja, nema nokkra bletti af byggilegum hluta lands síns, hefir hún bæði glatað trúnni á það og sjálfa sig. Hennar bíður ekki annað en að safnast saman til að líða undir lok og sjá aðra gera það, sem hún treysti sér ekki til sjálf. Ef íslendingar vilja komast heilir úr hruni stríðslokanna, eiga þeir ekki nema eina leið í þessum efnum. Það er leið Stal- ins. Það er að færa byggðina út. íslendingar eiga sína Síber- íu, sem enn er ýmist hálfnum- in eða ónumin. Lítið til margra þorpa og þorpsstæða á strönd- inni. Það þarf aðeins að bæta þar hafnarskilyrði, rækta bet- ur landið í kringum þau, hjálpa þeim til að koma upp skipa- stóli, koma þangað rafmagni. Þá geta mörg hundruð manns lifað þar bezta lífi og haft hina öruggustu afkomu, þar sem byggt er jöfnum höndum á sjáv- arútvegi og landbúnaði. Slíka staði höfum við í tugatali. Kostnaðurinn við að gera þá byggilega, er sennilega oft minni en að ala það fólk, sem þar gæti verið, á atvinnuleysis- styrk í höfuðstaðnum í 1—2 ár. Til sveitanna eru víða hin beztu skilyrði til nýbýlahverfa, þar sem stunda má iðnað með land- búnaðinum, auk þess, sem víða má fjölga einstökum nýbýlum. Þannig býr ísland yfir ónumd- um atvinnuskilyrðum fyrir langtum fleira fólk en hér er nú. Hér þarf því enga klaka- höggsvinnu eða atvinnuleysis- styrki í stórbæjunum. Það, sem þarf, er að færa byggðina út, hjálpa því fólkinu, sem er í dreifbýlinu, til að halda þar vel velli, og hinu, sem verður atvinnulaust í stórbæjunum, til að koma sér upp heimilum og ~ atvinnu á lífvænlegum stöðum. Þegar hafizt verður handa um viðreisn og skipulagningu at- vinnuveganna eftir styrjöldina, verður það að vera eitt höfuð- atriðið að nema þá staði við sjó og í sveit, sem enn hafa ekki verið nema lítillega eða ekkert hagnýttir. Þar eiga að rísa ný heimili og blómlegur atvinnurekstur. Þjóðfélagið verður að styrkja slíkar fram- kvæmdir með ráðum og dáð. Þetta mikilvæga landnámsstarf mun ekki aðeins skila árangri í bættri efnahagslegri afkomu þjóðarinnar, heldur einnig auka stórhug og víðsýni hennar, efla trú hennar á sjálfa sig og land- ið, sem hún þarfnast senni- lega meira en nokkurs annars á líðandi stund. III: Það má telja meðal h^lztu hérlendra atburða á liðna ár- inut að samkomulag náðist milli þriggja stærstu stjórn- málaflokkanna um að ljúka fullnaðarlausn skilnaðarmálsins á komandi ári. Stjórnarskárbreytingu þá, sem nauðsynleg er vegna skiln- aðarins, má framkvæma með tvennum hætti. Önnur leiðin byggist á því bráðabirgðaákv. stjórnarskrár- innar, sem samþykkt var af þremur flokkum á árinu 1942. Það heimilar Alþingi að gera þá breytingu á stjórnarskránni, er óhjákvæmilega hlýzt af heim- færslu æðsta valdsins, ef á- kvörðun þess er síðar staðfest við þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þessi leið er farin, má enga aðra breytingu gera á stjórnar- skránni. Hin leiðin er að gera þessa stjórnarskrárbreytingu með venjulegum hætti, þ. e. sám- aykkja hana á tveimur þingum með kosningum á milli, og þá má jafnhliða gera hverja aðra breytingu á stjórnarskránni. Kosningarnar koma þá í stað þjóðaratkvæðagreiðslunnar og jafngilda henni líka fullkom- lega. Frá sjónarmiði þeirra, sem sjá og skilja að gera þarf róttæk- ar breytingar á stjórnarskipun- inni, hefði verið eðlilegast og sjálfsagðast, að farin hefði ver- ið síðari leiðin. Þá hefði verið hægt að gera tvennt í einu: flytja æðsta valdið inn í landið og gera jafnhliða nauösynlegar breytingar á stjórnarskránni. Það virðist þó svo komið, að meirihluti þingmanna hallist að hinni fyrri leið, þ. e. gera aðeins nauðsynlegustu breyt- ingar á stjórnarskránni vegna heimflutnings. æðsta valdsins, en slá öllum öðrum endurbótum á henni á frest. Þetta virðist aðallega gert til að lengja líf óstarfhæfs þings. Það er vitan- lega engin röksemd, að kosn- ingabarátta myndi gera lýðveld- isstofnunina eitthvað óhátíð- legri en hún verður á kák- grundvellinum. Sé nokkuð, sem getur gert lýðveldisstofnunina óhátíðlega, er það einmitt það, að þjóðin getur ekki tengt við hana neinar vonir um endur- bætur og viðreisn stjórnarfars- ins, heldur er ljóst, að sama öngþveitið heldur áfram. Það myndi hins vegar gera lýðveld- isstofnunina veglegri og á- hrifameiri, ef þjóðin eða meiri hluti hennar gæti bundið slíkar vonir við hana, jafnvel þótt það kostaði kosningabaráttu. Hinar vaxandi kröfur almenn- ings um gagngerar breytingar stjórnarskrárinnar er reynt að þagga niður með því, að sérstök nefnd sé að athuga hana, safna erlendum fyrirmyndum, undir- búa tillögur o. s. frv. Slíkar röksemdir eru gamalkunnar, þegar veríð er að svæfa mál. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, viröist það markmið ýmsra ráðandi manna að fá skilnaðarmálið leyst nú samkv. bráðabirgðaákvæði stjórnar- skrárinnar og standa síðan með einum eða öðrum hætti gegn öllum frekari breytingum á stjórnarskránni. Þetta er klókleg aðferð, því að skilnað- armálið rekur þá ekki lengur á eftir stjórnarskrárbreytingu. Það getur því svo farið, ef ekki tekst að hamra fram endurbæt- ur stjórnarskrárinnar í einu eða öðru sambandi við skilnaðar- málið, að þjóðin verði að búa við galla núgildandi stjórnar- skrár lengi enn. Fyrir þá, sem telja nauðsyn- legt, að gerðar séu rækilegar og raunhæfar endurbætur á stjórn- arskránni, vei'ður þingtíminn í vetur mikilvægasti sóknartím- inn. Fáist þingmenn ekki til að taka stjórnarskrármálið til al- hliða afgreiðslu á þingi í vet- ur, þarf að fá öruggt loforð fyrir því, að það verði ekki dreg- ið lengur en til næsta þings eft- ir lýðyeldisstofnunina eða að kallað verði saman sérstakt stjórnlagaþing næsta sumar. Þing þetta ætti að vera kosið eingöngu til þess að fjalla um stjórnarskrármálið. Það yrði svipuð samkoma og þjóðfúndur- inn, sem samdi stjórnarskrá Bandaríkjanna, og Eiðsvalla- fundurinn, sem lagði grundvöll- inn að sjálfstæði Norðmanna. Hvert kjördæmi ætti að senda þangað tvo eða fleiri fulltrúa. Einhverjar raddir kunna að heyrast um það, að slíkt þing væri ólöglegt. Þeir, sem þannig hugsa, gleyma því, að hér er lýðræði og æðsta valdið er hjá þjóðinni. Slíkt þing hefði vald sitt frá þjóðinni eins og Alþingi. Þær endurbætur, sem gera þarf á stjórnarskipuninni, eru margþættar. Valdsvið forsetans þarf að vera annað og meira en konungsins. Hann verður að geta bjargað þjóðinni frá stjórn- leysi og hruni, þegar þingið er óstarfhæft. Kosningafyrir- komulagið til Alþingis er nú eins óvandað og háskalegt og hugsast getur. Alit stjórnarkerf- ið þarf að umskapa og gera það einfaldara, fljótvirkara og ó- dýrara í rekstri. Þannig mætti lengi telja, enda er sá maður vandfundinn, sem ekki viður- kennir, að stjórnarskrána þarf stórlega að endurbæta. Það er margt rætt um öng- pveiti og upplausn. Það er sýnt fram á, að þingið sé óstarfhæft og stjórnin því getulaus. Það eru leidd rök að því, að þetta myndi lítið breytast, þótt al- Dingiskosningar færu fram. Liggur þá ekki nógu ljóst fyr- ir, að núgildandi stjórnarskip- un er óstarfhæf og fullnægir ekki þeim aðstæðum, sem við búum við? Hvað liggur þá nær en að reyna að fá henni breyt.t? Er ekki einmitt það líklegasta leiðin úr öngþveitinu? Því má þjóðin ekki láta það tækifæri, sem hún hefir nú til þess að fá stjórnskipulaginu breytt, ganga sér úr greipum. Það verður að tengja þetta mál við lýðveldis- stofnunina og knýja þingmenn- ina til að afgreiða það samhliða henni eða ákveða í sambandi við hana, að strax á næsta sumri verði stjórnarskrármálið tekið til afgreiðslu í heild, ann- aðhvort á Alþingi eða sérstöku stjórnlagaþingi. Engar úrtölur eða skraf um ó- nógan undirbúning mega hamla * þessu máli. Minnumst þess, að málið þarf aðeins þann undir- búning, sem amerísku þjóð- fundarmennirnir og norsku Eiðsvallamennirnir höfðu, en hann var áhuginn fyrir því að fá betra og starfhæfara stjórn- skipulag. IV. Á liðna árinu hefir um ekkert mál verið meira rætt og ritað en dýrtíðarmálið. Mönnum er ljóst, að atvinnuvegir lands- manna fá ekki staðizt til fram- búðar, ef eigi tekst að lækka verðlagið og kaupgjaldið með skaplegu móti. Verð á land- búnaðarvörum á erlendum markaði er nú y3 til % lægra en bændur hér þurfa að fá fyr- ir þær. Þó eru hlutföllin stór- um óhagstæðari hjá iðnaðinum. Bókaútgáfa er hér mörgum sinnum dýrari en t. d. í ensku- mælandi löndum. Skipabygg- ingar eru hér líka mörgum sinn- um dýrari. Þannig mætti nefna óteljandi dæmi hjá iðnaðinum. Svipuð verður vitanlega niður- staðan hjá sjávarútveginum, þegar verðfallið kemur. Það er kunnar'a en þurfi að segja, að afkoma þjóðarinnar byggist mjög á útflutningnum, en hann getur enginn orðið 1 framtíðinni, ef ekki tekst að minnka dýrtíðina. Útflutnings- uppbætur, sem nú eru greiddar á nokkrar vörur, eru fyllsta neyðarúrræði og geta aðeins verið til bráðabirgða. Bætt at- vinnutæki og nýjar vinnuað- ferðir nægja ekki heldur, því að við gerum þar aldrei mikið betur en að standa keppinaut- ur^um jafnfætis. Markmiðið verður því að vera, að verðlagið og kaupgjaldið sé ekki hærra hjá okkur en þeim. Ástæðan til þess, að við höf- um komizt í þvílíkt öngþveiti í þessum málum, er upphaflega sú, að þjóðstjórnin, sem hér var, reyndist ekki fær um að koma í veg fyrir, að einstakir braskarar græddu offjár á styrjaldarástandinu. Aðrar stéttir fóru þá einnig að gera kröfur um að fá sinn skerf af stríðsgróðanum. Þannig komst dýrtíðarvélin af stað, og öll stjórnmálasamtök, sem síðar voru reynd til að stöðva hana, mistókust. Niðurstaðan af þessum ólestri dýrtíðarmálanna ér í aðalatrið- um sú, að þrátt fyrir hátt verð- lag og kaupgjald hafa bændur, verkamenn og sjómenn lítið bætt hag sinn, en nokkrir stór- útgerðarmenn og kaupsýslu- menn hafa safnað of fjár. Rík- ið hefir litlum fjármunum safnað, þar sem kúfurinn af stríðsgróðanum hefir lent hjá stórgróðamönnunum. Háa fisk- verðið, hernaðarvinnan og við- skiptin við setuliðið, sem hafa borið þetta óeðlilega ástand uppi, er á förum, og hrunið er því á næstu grösum með til- heyrandi atvinnuleysi og mark- . aðstapi fyrir bændur á inn- lendum markaði. Útlitið er því í stuttu máli þannig: At- vinnuleysi vofir yfir verka- mönnum og sjómönnum, mark- aðstap yfir bændum, ríkið hefir engin fjárráð til verklegra framkvæmda, en stærsti hlufci stríðsgróðans er í höndum 2D0 —300 fjölskyldna-, sem engin trygging er fyrir að noti hann til skynsamlegra atvinnufram-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.