Tíminn - 31.12.1943, Qupperneq 3

Tíminn - 31.12.1943, Qupperneq 3
130. 1)1 að TtMINN, föstadagSmi 31. des. 1943 519 PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. LINDARGÖTU 9 A Símar 3720 og 3948 Annast alls konar prentun, svo sem blaðaprentun, bókaprentun, eyðublaðaprentun o. fL Rekur bókbandsstofu. — Selur pappír. Óskum öllum viðskipíamönnum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS, og þokkum viðskiptin á liðna árinu. kvæmda og fyrst og fremst munu beita honum til að afla sér ólýðræðislegra áhrifa og, pólitísks fylgis, eins og kom ber- legast fram í seinustu 'alþingis- lcosningum. Til lausnar á þessu óheilbrigða ástandi er ekki nema ein leið. Það er í fyrsta lagi, að ríkið ráð- stafi meginhl. stórgróðans til að efla skipastólinn, rækta land- ið, reisa verksmiðjur og orku- ver. Það er í öðru lagi, að verð- lagið og kaupgjaldið sé fært niður, en þó ekki meira en nauð- syn krefur. Gegn þeirri fórn, sem verkamenn og bændur þá færa, ef fórn skal kalla, fá þeir tryggingu ríkisins fyrir því, að atvinna þeirra sé tryggð, því að þessa tryggingu ætti ríkinu að vera auðvelt að veita, ef það ráðstafaði stórgróðanum á rétt- an hátt. Af hálfu ýmissa stórgróða- manna kann því að vera haldið fram, að það sé ofbeldi og þjóð- nýting, ef ríkið ráðstafaði megn- inu af stórgróðanum. Þessir menn gera sér ekki ljóst, að senn eru taldir dagar þess þjóðskipul., sem skiptir mönnum í tvo hópa: Pámenna auðkýfingastétt og fjölmenna öreigastétt. Kjörorð þess þjóðskipulags, sem nú er í sköpun, er að tryggja öllum sæmilega afkomu og atvinnu, láta alla vera bjargálnamenn. Þetta verður ekki gert, nema ríkið hafi tök á því að jafna fjármunum milli manna á rétt- an hátt og hafi hæfilega íhlut- un um atvinnuvegina. Þjóð- skipulagið er til þess að tryggja hag og rétt allra, en ekki nokk- urra útvaldra. Það á ekki aðeins að vernda einstaklinginn gegn ránsmanninum, sem ræðst á hann á götunni og stelur budd- unni hans með 200—300 kr., það á líka að vernda hann gegn ránsmanninum, sem tekur frá honum margfalda þá upphæð með ósanngjörnu vöruverði eða kaupgjaldi. Stórgróði, sem fenginn er með slíkri fjáröflun, á ekki rétt á sér. Samvinnufé- lögin hafa og geta unnið mikið gegn slíkri auðsöfnun, en þegar þau ein nægja ekki gegn henni, |Verður ríkið að koma til skjal- anna. Sú röksemd, að það dragi úr atvinnurekstrinum, ef ekki sé leyfð söfnun mikils einkagróða, er löngu búin að afsanna sig. Kaupfélögin hafa t. d. gert það áþreifanlega. Það, sem er und- irstaða framleiðslunnar, er að afurðir hennar seljist. Það er ekki nóg að framleiða kjöt og mjólk, ef enginn finnst kaup- andinn. Það er kaupgetan, sem ræður mestu um framleiðsluna. Sé kaupgetan og eftirspurnin til staðar, kemur framleiðslan oftast af sjálfu sér. Þess vegna er það eitt bezta úrræði ríkisins til að efla framleiðsluna, að dreifa kaupgetunni, gera hana sem jafnasta en það verður ekki gert, ef leyfð er söfnun sfrórfellds einkagróða. Það er líka mesta bábilja, að dagar einkarekstursins séu taldir, ef ekki er leyfð söfnun stórfellds einkagróða. Sá einka- rekstur, sem rekinn er með það fyrir augum að veita eigendum sínum sanngjarnan arð, hvort heldur en í landbúnaði, útvegi eða iðnaði, er eitt heilbrigðasta og farsælasta rekstursfyrir- komulagið. Það er stórgróða- sjónarmiðið, sem leiðir einka- reksturinn í öfga og ógöngur, ger ir hann oft að hatramasta and- stæðingi fjöldans og er á góðum vegi að vinna honum þær óvin- sældir, sem ryður braut kom- múnisma og öðrum öfgastefn- um, er vilja jafnt kollvarpa heil- brigðum og óheilbrlgðum einka- rekstri. Það er þetta, sem fylgismenn heilbrigðs einkareksturs verða að skilja áður en það er orðið of seint. Ef ekki'á illa að fara, verður einkareksturinn að sam- laga sig kröfunum um eðlilega auðjöfnun og afskipti ríkisins af atvinnuvegunum, sem tryggja að rekstur þeirra sé í samræmi við þjóðarþágu. Þetta hafa Bret- ar gert sér manna mest ljóst og eru þó fáir einlægari einka- Smnband ísl. samvinnufélagq. Viffskipti yðar viff kaupfélagiff efla hag þess og yffar sjálfra. Gleðílegt nýjár! Þökk iyrír híð líðna! ,taKK-OG MRLNINGflR'U k |) W)k VERKSMIÐ JRN rekstursmenn. Þeir liðsmenn einkarekstursins hér, sem standa gegn eðlilegri auðjöfn- un. og nýtingu stríðsgróðans í þjóðarþágu og viðhalda þannig öngþveitinu, eru með þeirri af- stöðu sinni að bjóða öfgunum heim. Þröngsýni þeirra getur orðið þeim sjálfum verst. Þ. Þ. Svartir karlmannasokkar, Hvítar slaufur, Svört og svartröndótt bindi, Kjólskyrtur, litlar stærffir. H. TOFT Skólavörffustíg 5. Sími 1035. ttbreiðið Tíinaim! Auglýsið í Timannm! 1 tvarpsana*'lý«Iaigar berast með hraða rafmagnsins og’ mætti liins taiaða orðs til um allt að 100 þúsund hlustenda á íslandi. Ríkisútvarpid. ♦ ÚTBREIÐIÐ TIMANN +

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.