Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 2
6 jjMBjjBL langardaginn 8. jan. 1944 2. blað JLuuuurduaur 8. jun. Bandalag umbóta- manna Það eru þrjú sjónarmið um lausn þjóðfélagsmála á íslandi. Það er siónarmið Kommúnista- flokksins, sem stefnir að and- legri þrælkun og einræöi, líkt og nú tíðkast í Rússlandi. Það er sjónarmið forráðamanna Sjálfstæðisflokksins, * sem vilja efla yald stórgróðamanna og viðhalda því með harðstjórn, ef þörf krefur. Það er sjónarmið Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, sem vilja sneiða hjá öfgunum til beggja handa og efla verklegar og félagslegar um- bætur á lýðræðisgrundvelli. Hér er raunverulega um þrjár fylkingar að ræða. Framtíð þjóðarinnar fer eftir því, hver þessara fylkinga verður sigur- sælust í baráttu þeirri, sem fyr- ir höndum er. Fyrir umbótamenn landsins, sem einkum fylkja sér undir merki Framsóknarfl. og Al- þýðuflokksins, dugir eigi annað en að viðurkenna þá staðreynd, að seinustu missirin hefir sókn- in verið hörðust og markvissust hjá öfgafylkingunum til beggja handa. Kommúnistar hafa unn- ið af miklu kappi og talsverðri lagni. Öfgamennirnir hinumeg- in hafa bent á vaxandi fylgi kommúnista og hrópað sig hása: Sjáið kommúnistahætt- una, bjargið landinu undan kommúnistastjórn. Það eru sams konar heróp og forðum íleytui Hitler til valda. Kommúnista- hræðslunni er ætlað að blinda bændastéttina og millistétt bæj- anna og fá þær til að trúá því, að ekki sé til nein önnur leið en að kasta sér í fang stór- gróðavaldsins og sameinast því til að berja niður kommúnista. Þessi gauragangur hefir þegar villt einn merkan kaupfélags- stjóra svo gersamlega, að hann hefir krafizt þess, að samvinnu- menn leggðu Framsóknarflokk- inn niður og gengu í sveit með Jóhanni Ólafssyni, Páli á Þverá, Birni Ólafssyni og Thorsbræör- um. Ef þessi tangarsókn kommún- ista og afturhaldsmanna gegn lýðræðinu og eðlilegri umbóta- þróun verður ekki stöðvuð fyrr en seinna, hlýtur það að enda með ofbeldisstjórn og einræði annarar hvorrar öfgahreyfing- arinnar. Umbótamenn landsins mega ekki lengur hörfa á þetta auð- um hön'dum. Þeir verða einnig að þjappa sér saman til mark- vissrar sóknar. Þeir verða að fara að fylkj'a liði og taka upp skipulega baráttu. Enn er sú fylkingin stærst, sem vill framfarir og félagsleg- ar umbætur á lýðræðisgrund- velli. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa saman- lagt fleiri þingmenn og kjós- endur en Kommúnistaflokkur- inn eða Sjálfstæðisflokkurinn hvor um" sig. Margir af kjósend- um Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokksins, sem eru fráhverfir einræði og ofbeldi, myndu líka skipa sér í sterka umbótafylkingu, ef hún væri stofnuð. Þær stefnuskrár, sem Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa birt undanfar- ið, hafa verið mjög svipaðar, hvað snerti úrlausn eftirstríðs- málanna. Ágreinngur þessara flokka hefir verið um verðlags- og kaupgjaldsmálin. Þann á- greining þarf að jafna. Síðan þurfa þessir flokkar að mynda bandalag, ásamt öðrum um- bótamönnum, hvort heldur þeir eru nú utanflokka 'eða í öðrum flokkum. Þetta bandalag þarf að koma sér saman um sam- eiginlega kosningastefnuskrá og sækja síðan hart fram gegn öfgahreyfingunum til hægri og vinstri. Séu slík samtök mynduð, er þeim sigurinn vís. Þau myndu vinna mörg ný kjördæmi og fá meirihluta á Alþingi. Þetta er líklegasta leiðin til lausnar því öngþveiti, sem nú er. Þetta er líklegasta leiðin til Björn Pálsson, Ytri-Löngmmýrí: Ferðasjóðsdraugurinn Flestir íslendingar munu hafa lesið um drauga í gömlum þjóð- sögurti. Venjulega - voru draug- arnir verur, sem ekki fengu eða vildu hvíla í friði í gröfum sín- um. Stundum var þeim ætlað að vinna ákveðin verk, sem áttu að vera einum haldkvæm en öðrum til óþurftar. Oft voru draugarnir meinlausir, en gátu þó verið til ama og skaða. Enda- lok þeirra urðu vanalega þau, að þeim var sökkt í jörð niður og þurfti þá að gera sérstakar ráðstafanir, þar sem þeir hurfu, til þess, að þeir kæmu ekki upp aftur. Draugatrú er orðin lítil og sjaldan heyrist talað um, að fólk hafi séð drauga. Andlegar afturgöngur eru samt sem áður til enn í ýmsum myndum. Ein af þessum afturgöngum var á ferðinni í frumvarpsformi í söl- um Alþingis fyrir skömmu og hét ferðasjóðurinn. Svo ein- kennilega vildi til, að um líkt leyti og Efri-deid Alþingis var að kveða þennan draug niöur, kom þar að bóndi norðan úr Hrútafirði, Gunnar Þórðarson, tók í eyru draugsins og vildi hindra, að hann hyrfi. Kom hann. með mörg rök fyrir því að nauðsyn bæri til þess að aft- urganga þessi fengi að lifa og starfa, og birti þessar skoðanir sínar í Tímanum 16. f. m. Ég hirði ekki um að hrekja allar rökvillur Gunnars Þórð- arsonar og ætla ekki að hefja ritdeilur við hann, en þar sem nauðsynlegt er að ganga vel frá leiði drauga til þess, að þeir komi ekki upp aftur, mun ég fara nokkrum orðum um málið. að afstýra ofbeldisstjórn ann- arrar hvorrar öfgahreyfingar- innar. Umbótamenn landsins verða að gera sér ljóst, að þeir hafa nú annað þarfara að gera en heyja baráttu innbyrðis. Bænd- ur og frjálslyndir launþegar hafa annað þarfara að gera en deila um laun sín. Allt frjáls- lynt, umbótasinnað fólk í land- inu þarf að sameina kraftana, bjarga þjóðinni undan ofbeldi og einræði öfgámanna og tryggja henni frelsi og fram- farir á grundvelli lýðræðisins. Látum ekki sömu söguna ger- ast á íslandi og í Þýzkalandi, þar sem sundurlyndi umbóta- aflanna ruddi ofbeldi stórgróða- valdsins braut. Þ. Þ. Milli ferðasjóðsfrumvarpsins og orlofslaganna liggja engir skynsamlegir þræðir. Orlofslög- in tryggja verkafólki 12 frídaga á ári auk helgidaga, hvaða vinnu sem það vinnur. Verzlunar- og skrifstofufólk naut þessara hlunninda áður. Þetta eru lög mannúðar og réttlætis, því að verkamönnum kaupstaða veitir ekki af því, heilsu sinnar vegna, að fá sumarfrí. Þessi lög eru hins vegar ekki eins nauðsynleg vegna verkafólks í sveitum, því að það vinnur aðallega útivinnu, en séu þau framkvæmd af lip- urð og skilningi, þurfa bændur tæplega að hafa mikil útgjöld vegna þeirra. í orlofslögunum eru engin ákvæði um framlög til ferðalaga og engin fyrirmæli um, hvernig verkamenn eigi að verja kaupi sínu. Neðri-deild Alþingis felldi framlagið úr ríkissjóði til ferða- |sjóðsins og þess hefði áreiðan- jlega verið gætt í framkvæmd- I inni, að framleiðendur greiddu ,framlagið til ferðasjóðsins af sanngjörnu verði framleiðslunn- (ar, þó að Gunnar í Grænumýr- artungu virðist dreyma um að koma þeim skatti á bak neyt- enda. Það, sem um er að ræða, er því þetta: Verði ferðasjóður stofnaður fyrir-sveitafólk, verða framleið- endur að greiða um ,%% af íbrúttótekjum sínum til hans. Þetta verða í flestum tilfell- um mörg % af nettótekjum þeirra. Tryggingargjöldin eru 1% af nettótekjum, auk per- sónugjalda, og þykir mörgum það þungur skattur. Þetta gjald gæti oft orðið mörg prósent af nettótekjum framleiðenda. Bændur vita vel að í slæmu ár- ferði hafa þeir litlar hreinar tekjur, en ferðaskattinn mundu þeir verða að greiða eftir sem áður. f slíkum tilfellum mættu þeir neita sér um nauðsynlega hluti til þess að geta greitt þessi útgjöld, sem að miklu leyti færu fyrir bensín og bílaslit. Hópferðalög eru frekar þreyt- andi og ófrjálsleg. Oft verður ágreiningur um, hvernig haga skal ferðum og getur það valdið óánægju. Sveitafólkið getur haft gaman af fjölmennum hóp- ferðalögum 3—4 sinnum á æv- inni en tæplegá oftar, og þess vegna er löggjöf og skylduskatt- ar til ferðalaga miður hentug- ir. Bændur hafa t. d. nægileg fjárráð nú til ferðalaga, en þeir gera samt lítið að því að fara í hópferðalög. Þetta sýnir að það er ekki eingöngu fjárskortur, sem veldur því, hve lítið sveita- fólkið ferðast, heldur hitt, að það hefir ekki löngun eða á- stæður til að yfirgefa helmili sín. Gunnar á Grænumýrartungu er sammála mér um, að sveita- fólkið eigl að ferðast sér til gamans og nytsemdar. Okkur greinir á um leiðir en ekki markmið. Ég álít að sveitafólkið eigi að fá laun fyrir vinnu sína eins og aðrir þegnar þjóðfélags- ins, og eigi svo að vera frjálst að þvi, hvað það gerir við tekju- afgang sinn, ef einhver er. Það er ekkert á móti því að það f erð- ist, ef það hefir ástæður til þess. Það á aðeins að vera frjálst að því, hve miklu fé það ver til slíkra hluta. Það á ennfremur að vera frjálst að því, hvenær það ferðast, hvert það fer, og með hverjum það fer. Gunnar á Grænumýrartungu virðist vilja láta flytja bændur um byggðir þessa lands svipað og frímerkt bréf eru flutt í póst- poka. Hann virðist ennfremur vilja sníkja út burðargjaldið hjá ríki og bæjarbúum. Hér er því um menningarlegan og siðferð- islegan hlut að ræða frekar en fjárhagslegan. Það skal sagt fulltrúum sveitakjördæmanna til.verðugs hróss, að þeim virð- ist hafa verið þetta Ijóst, því margir þeirra hjálpuðu til þess að kveða þessa afturgöngu nið- ur. Lesendur ! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. STÚLKUR óskast til fiskflökunar. — Hátt kaup. Frítt húsnæði í nýtízku húsum. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA. Heyskúffa með sláttuvél Eftir Þórð Gíslason, Hólakoti Vegna þess, að mér er kunn-; vínkilrétt á gaflfjölina, en að ugt um að í sumum sveitum, a. m. k. hér suðvestanlands, er sú gerð heyskúffu þeirrar, er ég geri hér að umræðuefni, lítt þekkt, og vegna þess, að ég tel skúffu þessa vel þess verða, að henni sé gaumur gefinn, finnst mér, að hin opinberu málgögn búnaðarins hefðu fyrr og betur mátt geta hennar í ræðu og riti en raun ber vitni um. Hér er þó ekki um neitt nýtt verkfæri né uppgötvun að ræða, heldur mun skúffa þessarar teg- undar vera fyrir alllöngu til orð- in og útbreidd í sumum lands- hlutum, en um uppruna hennar og sögu, er ég því miður ókunn- ugur, en væri þó fróðlegt að vita, hvar og hver hefði fyrstur smíðað skúffu þessa og reynt. Hugmyndin að skúffu þessari barst hingað í sveit fyrir 4 til 5 árum austan úr Rangárvalla- sýslu með manni héðan, er þar framan, sinn í hvorn enda greið- unnar, (i skó hennar), með vír, og er það vandalaust. Að öðru leyti er ramma þessum, sem raunar er sjálf skúffan, ekki fest og liggur hann alveg laus að aftan ofan á botninum. Þetta eru í aðalatriðum gerð heyskúffu þessarar. Þegar stig- ið er, hrekkur lausa grasið aft- ur yfir greiðuna út á teinana. En upp á milli þeirra, í botni skúffunnar, koma strábroddar þeir, er eftir standa vegria að- gerða ljásins. Þeir grípa lausa grasið og þjappa því aftur að gafli skúffunnar og þannig koll af kolli þar til skúffan er orðin full af fast söxuðu heyi. Nú mundi ókunnugur halda, að stöðva þyrfti hestana og losa úr skúffunni, en þess þarf ekki. — Á gafl skúffunnar er fest stöng, það langri og þannig settri, að maður sá, er í vélar- dvaldi sumarlangt í kaupavinnu. sætinu situr, eigi hægt með að Tvo. meginkosti til ég skúffu.ná til hennar. Sviftir hann nú þessari til ágætis. I fyrsta lagi: í hana þarf bæði lítinn og þann- sér. Hún er því mjög létt í með- rammanum upp að aftan og fer þá heyið í einni svipan aftur úr ig efnivið, að auðvelt er að afla skúffunni og ramminn látinn falla á ný. Þannig má halda á- förum og í öðru lagi er hún svo fram viðstöðulaust. auðsmíðuð, að ætla má, að hver verkfær maður, búinn algeng- ustu smíðaáhöldum, geti auð- veldlega sett hana saman. Vil ég nú lýsa gerð skúffunn- ar, eins og hún er notuð hér. Mældur er gjarðajárnsteinn, jafnlangur greiðu sláttuvélar- innar,(sumir nota skeifnatein), honum er fest aftan á greiðuna, til endanna í skó hennar, en um miðjuna, i göt þau, sem eru á flestum greiðum. Þá eru mældir jafnlangir teinar úr sama efni. Hve margir þeir þur.fa að vera, fer eftir því, hve breiður teinn- inn er og hve greiðan er löng. Öðrum enda þessara teina er fest þvert á tein þann, er méð greiðunni liggur, með tveimur hnoðnöglum. Bilið á milli teina þessara má vera um eina tommú. Liggja þeir nú allir, samhliða, vinkilrétt aftur frá greiðunni. Þannig er myndaður botn skúff- unnar. Á botn þennan er nú smíðað- ur rammi úr tré. Hann saman- stendur af tveimur hliðum, úr borðum 6—7 tommu breiðum, og gafli, að aftan. Gaflinn má vera heldur hærri en hliðarfjal- irnar eða úr 7—8 tommu breið- um borðum. Gaflfjölin á að falla ofan á teinendana í botninum að aítan, og vera jafn löng breidd hans (botnsins). Lengd hliðanna verður því að vera heldur minni en lengd teina þeirra, sem botninn mynda. Að aftan er hliðarfjölunum fest Reynslan hefir sýnt, að skúff- ur þessar hirða heyið mjög vel upp, og eftir verður aðeins ó- veruleg drif og það jafnvel þó grasið sé mjög smátt. í þessu sambandi má geta þess, að gefist hefir vel, þegar aka þarf heyinu strax í burt, að láta hleypurnar standast á, hlið við hlið, og fara síðan með hey- ýtu og ýta saman í hrúgur, úr þeim má svo forka heyinu á vagnana. Að þessu öllu er hin mesti vinnusparnaður og hægð- arauki. Ég hefi nú lýst skúffugerð þessari og notkun hennar, að nokkru. Má vel vera að eitthvað sé vantalið og _sumu ekki nógu góð skil gerð. Á því verð ég að biðja um velvirðingar. En verði þessar línur einhverjum ti'l hjálpar, þá er tilgangi mlnum náð. Aftur, viti einhver betur en ég, er það von min, að sá bæti um, en liggi ekki á kunn- áttu sinni. Og þetta hið sama vil ég og segja um allar nýung- ar og endurbætur, er fram kunna að koma á sviði búnaðar- ins. Þær verða að komast tll hvers bónda, hvar á landinu sem hann er. Sér í lagi vil ég beina þessu til útvarða búnaðarins, skól- anna og ráðuriautanna. Gefið líka gaum ýmsu því, er finnst meðal okkar eigin bænda. Það er margt þess vert og á reynslu byggt, en hlaupið ekki um langt yfir skammt. W. M. Kinlinger; Hvað er framundan? Skoðanakönnun heyrist nú oft nefnd. Höfundur þessarar greinar hefir leitazt við að kynna sér skoðanir dugandis manna í Ameríku í ýmsum greinum um afkomuhorfur og úrræði að loknu stríðinu. Hvernig verður að lifa eftir stríðið? Að sjálfsögðu er það fá- nýtt að reyna að sjá framtíðina fyrir. En margir dugandi menn hafa nú með höndum hagnýtar framtíðaráætlanir. Þessa menn þekki ég. Það eru fjármála- menn, opinberir starfsmenn, verkamannaforingjar og heila- brotamenn. Þeir byggja ekki loftkastala. Þeir halda sér við jörðina, og þeir halda það gagn- legt að gera áætlanir fyrirfram. Það er mitt starf að fá vitn- eskju um, h'vað þessir menn eru að hugsa, útskýra hinar margháttuðu aðstæður og láta uppi, hvaða skoðun virðist efst á baugi. Yfirleitt virðast menn hallast að hægfara aðferðum í hugsun og athöfnum. Með því er átt við, að þeir hneigist að einstakl- ingsframtaki og að halda í að- alatriðum því skipulagi, er við eigum við að búa í fjármálum. í Bandaríkjunum hallast menn því almennt frá auknum yfir- ráðum ríkisvaldsins og pólit- ískri ráðsmennsku í atvinnu- og fjármálum frá einhverjum höfuðvarðturni. Síðastliðin tíu ár hefir straumurinn legið til vinstri. Þetta er í þann veginn að breytast. Almenningur hugsar í stefnum, og hin nýja stefna leggur áherzlu á „hvatn- ingu". Fólk hefir aftur komizt á þá skoðun, að ábati sé æski- legur, ekki aðeins beinlínis, heldur og vegna þess, að hann kemur mónnum til að leggja að sér, afkasta miklu, nota hag- sýni sína til að auka framleiðsl- una, — ekki aðeins fyrír sjálfa sig, heldur fyrir aðra jafn- framt. Þessi straumhvörf koma í ljós um kosningar. Þá má heyra „frjálslynda" ræða um, að æski- legt sé að „síðbæta viðskipta- lífið". Þeir tala um reynslu, sem fengizt hafi í stríðinu: Þegar nauðsynlegt er að framleiða mikið og það í flughasti, þá er einstaklingum og einkafyrir- tækjum falið verkið. Þeir tala líka um, að eftirlit ríkisvaldsins með atvinnu- og fjármálum hafi brugðizt, og þeír kannast við, að fáeinir menn í æðstu trúnaðarstöðum geti með engu móti fylgzt með eða litið eftir öllum framkvæmdum í smáu sem stóru á fjármálasviðinu út um alla landsbyggðina. Þess konar tal má heyra meðal alls almennings. Það er eins og ræt- ur grassins, sem grær á jörð- unni, og það mun setja svip sinn á stjórnmál á öllum sviðum eftir stríðið, hvað sem öllum stjórnmálaflokkum líður. En þessi tilhneiging mun ekki leiða til harðsnúinnar aftur- haldsstefnu. Mörg ákvæði úr viðreisnarlöggjöfinni munu haldast í gildi og verða endur- bætt. Það mun ekki verða keppt að því að hverfa aftur, heldur taka hvíld. Það mun verða stefnt að frekari fram- förum, en með meiri varfærni en átti sér stað í hinu blinda kapphlaupi áður fyrr. Ríkisstjórnin mun halda á- fram margs konar eftirliti og aðhaldi við einkafyrirtæki, og fyrst um sinn, meðan þjóðlífið er að færast í friðsamlegt horf, mun ríkisstjórnin óhjákvæmi- lega verða að standa fyrir stór- kostlegum fjárveitingum. En andinn mun verða annar. Milli- stefna og meðalhóf mun verða ráðandi, — meíri áherzla lögð á framtak einstaklinga og ein- stakra héraða. Það er sennilegt, að stríðið verði á enda kljáð árið 1945. Þetta ér vitanlega tilgáta. Það er búizt við, að Þjóðverjar verði sigraðir 1944, og gert út af við Japana 1945. Þvert á móti því, er átti sér stað 1918, mun þjóð- líf okkar, framleiðsla og fjár- mál taka hægfara breytingu frá ófriðar- til fríðarstarfsemi. Viðreisnin mun koma með hægð, ekki sem flóðalda. Það mun ganga heilt ár til þess eða meira, að losa menn úr herþjónustu. Þeir, sem geta horfið til fyrri starfa, munu fyrst verða leystir. Bæði land- her og floti munu verða miklu stærri en áður var, og þar munu þeir halda áfram að starfa, sem ekki kæra sig um að losna. Margir munu taka upp fyrri at- vinnu, en sumir munu hafa öðlazt ný áhugamál, nýja kunn- áttu og nýjar framavonir. Þess er ekki vænzt, að „alveg allir" geti þegar fengið atvinnu, en væntanlega „nærri allir". Búast má við afturkipp í verzlun og viðskiptum um miss- erisskeið eftir ófriðarlokin, vegna óteljandi breytinga, er gera þarf. En það mun ekki valda verulegu né varanlegu tjóni. Um stundarsakir munu allmargir verða atvinnulausir, en þeim verður. greiddur framfærslustyrkur, og ríkis- stjórnin mun hlutast til um það við atvinnurekendur, að þeir haldi sem flestum á launum, meðan breytingar eru gerðar á verksmiðjum og framleiðslu. Einkafyrirtæki munu keppast við. að taka til starfa svo skjótt sem unnt er að taka upp framleiðslu til friðarþarfa. Þannig mun allt ganga stór- slysalaust á fyrsta ári friðar- ins. Um 5—10 næstu árin þar á eftir mun verða geysimikið að starfa í Bandaríkjunum. Eftir- spurn mun verða gífurleg eftir öllu því, sem fólk verður nú að neita sér um. Hús munu sennilega verða reist í miljónatali á ári hverju. Bif- reiðar, kæliskápar, rafmagnsá- höld, húsgögn, járnbrautar- vagnar af nýrri gerð og alls konar neyzlúvörur þarf. Samgöngukerfið mun taka miklum stakkaskiptum. Út- borgahverfi mun þjóta upp. Nýir þjóðvegir munu gerðir. Rafmagnsframleiðsla mun stór- aukast og jafnframt allar iðn- greinar, er þar að lúta. Nýjar vísindalegar uppgötv- anir, sem stríðið hefir hrund- ið af stað, munu smám saman ryðja sér til rúms og reynast sannkölluð furðuverk. Þar á meðal mun verða gler af nýrri gerð og til nýrra nota, gervi- gúm, útvarpstæki, kjarnbensín, er gerir litla hreyfla orkumikla, léttir málmar, sem gera bíla og margt annað léttara og með- færilegra, tilbúin hús, kælivél- ar, þurrkuð matvæli, er munu keppa við niðursoðin. Vöru- flutningar loftleiðis munu auk- ast gífurlega. Margir munu eignast einkaflugvélar. Nýjar bifreiðar munu verða svipað- ar að gerð og áður fyrstu 2—3 árin, en þá munu koma fram miklar umbætur á því sviði. Landbúnaðinum mun vegna vel, því að við verðum að leggja hart að okkur til að afla mat- væla handa sveltandi þjóðum um tveggja ára skeið eftir stríð- ið. Meira verður notað af land- búnaðarvörum til iðnaðar. Fólk mun áreiðanlega fara að sækja út í sveitirhar aftur. Sakir verðbólgu, sem víðast gerir vartvið sig, mun verðlag verða 40—50% hærra á öllu en það var fyrir stríðið. En í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.