Tíminn - 08.01.1944, Blaðsíða 1
>¦
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKEirCTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Sími 2323.
28. árg.
Reykjavík9 laugardagiim 8. jan. 1944
2. Ma»
Erlent yfirlit;
Aístaða Þjóð-
verjaístríðinu
í stríðsyfirliti, sem dr. Arne
Ording birti nýlega í „Norsk
Tidend", er vikið að túlkun
Þjóðverja á aðstöðu þeirra í
styrjöldinni, hótunum þeirra um
leynivopnið og loftárásum á
Þýzkaland. Yfirlit þetta fer hér
á eftir í styttri þýðingu:
— Aðstaða Þjóðverja er von-
laus í því tilliti, að sigur getur
ekki hér eftir fallið þeim í skaut.
Þeir geta ekki eyðilagt rauða
herinn eða hindrað sívaxandi
flutninga á amerískum her-
mönnum og hergögnum til Ev-
rópu. Þetta er forráðamönnum
þeirra líka orðið ljóst. Öll við-
leitni þeirra beinist nú eingöngu
að því að komast hjáalgerum
ósigri. Einfaldasta hjálpin í
þeim efnum væri pólitískt
sundurlyndi meðal Banda-
manna. Þjóðverjar reyna líka
að stuðla að því eftir megni með
hvers konar áróðri. Ráðstefnur
þær, sem leiðtogar Bandamenn
hafa haldið síðustu mánuðina,
kollvarpa öllum draumum Þjóð-
verja um slíka björgun.
Eini vonarneisti þýzku her-
stjórnarinnar byggist nú orðið
á því, að henni auðnist. að draga
styrjöldina svo lengi á langinn,
að Bandamenn þreytist og láti
sér nægja að semja frið, þótt
Þjóðverjar hafi áfram her og
hergagnaiðnað. Þess vegna
reyna áróðursmenn þýzku vald-
hafanna að telja þjóðinni trú
um, að tíminn sé hliðhollur
Þýzkalandi. Aðstaða Þjóðverja
sé nú allt önnur en 1918. Þjóð-
verjar ráði nú yfir langtum við-
áttumeira landi, er sé efnalega
sjálfbjarga. Bæði í aust.ri og
suðri séu vígstöðvarnar langt
frá Þýzkalandi og þeir munu
halda þar velli eins lengi og
fært sé, en neyðist þeir til að
hörfa, muni þeir eyðileggja
mannvirki og samgönguleiðir
hins yfirgefna lands. Það tor-
veldi sókn Bandamanna, en
vörn Þjóðverja verði aftur á
móti auðveldari, þar sem flutn-
ingaleiðirnar styttist og víglín-
an dragist saman. Þeir segja,
og, að strönd Atlantshafsins sé
öruggari varnarlína en skot-
grafirnar í Frakklandi 1918.
Þetta er að ýmsu leyti rökrétt,
en vantar þó fullnægjandi for-
sendur. Á aiisturvígstöðvunum
hefir Þjóðverjum að vísu auðn-
ast að komast hjá stórkostleg-
um hernaðarlegum áföllum, en
þeim hefir ekki tekizt að stöðva
sókn Rússa. Þjóðverjar hafa
aldrei fengið tíma til að mynda
þar fasta varnarlínu og víg-
stöðvarnar lengjast stöðugt. Á
ítalíu hafa þeir ekki heldur get-
að haldið^ fastri víglínu, þótt
sókn Bandamanna sé hæg, og
þeir verða að senda meira og
meira lið þangað.
(Framh. á 4. síðu)
Seinttstu fréttir
Rússar hafa tekið Berdishev,
sem var síðasta vígi Þjóðverja
á Kievsvæðinu. Sókn þeirra inn
í Pólland heldur áfram og hafa
þeir tekið bæinn Rokitno, sem
er 15 km. innan landamæranna.
Þá hafa Rússar hafið mikla
sókn gegn Þjóðverjum í Dnjepr-
bugðunni, einkum hjá Krivoi
Rog og Kirovograd.
Oliver Leese hershöfðingi
hefir tekið við stjórn áttunda
brezka hersins. Hann var einn
af nánustu aðstoðarmönnum
Montgomery.
Stettin og Köln hafa orðið
fyrir hörðustu loftárásum
Bandamanna seinustu dægur.
Á ítalíu hafa Bandamenn
heldur unnið á seinustu dægur.
San Vittore er nú á valdi þeirra.
Frá stofnpingi
Hjálpar- og við-
reisnarstofnunar-
ínnar
Sömu hlutiöll míllí verðlags
og kaupgjalds nú og 1939
Merkílegir útreikningar hagstoiustjóra
Á seinasta Alþingi var ákveðið að fela ríkisstjórninni
að láta reikna út verðlag það, sem hefði átt að vera á
landbúnaðarvörum undanfarin ár, ef byggt hefði verið
á grundvelli þeim, sem fundinn var af landbúnaðarvísi-
tölunefndinni á síðastl. sumri. Ríkisstjórnin fól hagstofu-
stjóra þennan útreikning, og hefir hann lokið honum fyr-
ir skemmstu.
Merkilegasta niðurstaða þeirra útreikninga er sú, að
verð það, sem bændur hefðu átt að fá 1939, ef grundvelli
vísitölunefndar hefði verið fylgt, er næstum það sama
og bændur fengu þá. Er þetta einkum athyglisverð stað-
reynd fyrir þá menn, er fylgt hafa þeirri stefnu, að sama
hlutfall ætti að vera milli verðlags landbúnaðarvara og
tekna verkafólks, og var 1939. Þessu marki er einmitt náð
rneð grundvelli vísitölunefndarinnar.
/ nóvem'oermánuði síðastliðnum var haldið í Hvíta húsinu i Washington
stofnþing Hjálpar- og viðreisnarstofnunarinnar, sem hefir það hlutverlc, að
vinna að hjálparstarfsemi og endurreisn í löndum þeim, sem Þjóðverjar og
Japanir hafa hernumið. Einnig verður Þjóðverjum og Japönum veitt hjalp,
ef hún er talin jafnhliða í þágu Bandamannaþjóðanna. Fjörutíu og átta riki
gerðust strax aðilar stofnunarinnar og áttu fulltrúa á stofnþinginu. Þrjátíu
og þrjú þessara rikja eiga í styrjöld, annaðhvort við Þjóðverja eða Japani,
<n ellefu þeirra eru fylgjandi Bandamönnum, án þess að vera stríðsaðilar, og (
er ísland eitt þeirra. — Samkomulag á þessu þingi, er sagt hafa verið hið bezta, '
og er tekið sérstaklega fram, að stórveldin liafi í íivívetna unnað smárikjunum .
fyllsta jafnréttis. Þó bera þau, einkum Bandaríkin og brezka samveldið, niegin- \
hluta kostnaðarins, sem verður af þessari starfsemi. Til marks um samkomu- '
lagið, er þess getið, að þingið stóð viku skemur en œtlað var, og voru þar þó
ákveðin helztu framkvœmdaatriðin.
Magnús' Sigurðsson, bankastjóri, var fulltrúi íslands á þingi þessu. For-
stóðumaður Hjálparstofnunarinnar verður Lehmann, fyrrv. landstjóri í New-
Yorkríki, en formaður Evrópuríkjadeildarinnar er enskur. Annar varaformað-
ur hennar er rússneskur, en hinn norskur, og má á því marka álit Norðmanna
meðal Bandamannaþjóða. — Myndin var tekin, þegar fulltrúarnir undir-
rituðu yfirlýsingu þess efnis, að þjóðir þeirra gerðust aðilar að Hjálpar-
stofnuninni.
Góðtemplarareglan
60 ára
Góðtemplarareglan á íslandi
á 60 ára afmæli 10. janúar
næstkomandi. Þann dag árið
1884 var stúkan „ísafold" stofn-
uð á Akureyri í húsi Friðbj arnar
Steinssonar bóksala, og eru
norskur skósmiður, Ole Lied, og
Ásgeir Sigurðsson, síðar ræðis-
maður, taldir hafa verið aðal-
hvatamenn þess. AlLs voru stofn-
endur þessarar stúku tólf.
Næstu tvö ár voru stofnaðar
ellefu stúkur víðsvegar um land
fyrir forgöngu ísafoldarmanna.
í kjölfar þeirra komu svo aðrar
fleiri.
Loks var Stórstúka íslands
stofnuð í Alþingishúsinu 24. maí
1886. Voru þá um 20 stúkur til í
landihu og félagatala þeirra um
800. Nú munu stúkumeðlimir
vera á 10. þúsundi.
Góðtemplarareglan hefir orð-
ið mjög áhrifarík hér á landi,
enda er hún tiltölulega fjöl-
mennári hér en víðast annars-
staðar og hefir jafnan haft
mörgum mætum mönnum á að
skipa. Hún hefir látið margvís-
leg mál til sín taka, þau er til
gagnsemdar og aukinnar menn-
ingar horfðu. Eiga ýms merk fé-
lög og stofnanir rót sína að
rekja til Góðtemplarareglunnar,
og mörg menningarfyrirtæki
hafa stúkurnar sjálfar rekið,
ýmist um stundarsakir eða til
langframa.
Núverandi stórtemplar er
Kristinn Stefánsson.
Templarar í Reykjavík munu
minnast þessa afmælis Regl-
unnar með veglegum hátíða-
höldum næstkomandi sunnu-
dag og mánifdag. Þessa afmælis
mun og vafalaust minnzt víðar
um land.
Kaj Munk
Sá hörmulegi atburður gerðist
í Danmörku fyrir fám dögum,
að Kaj Munk, frægasti núlif,-
andi kennimaður og leikrita-
höfundur Dana, fannst myrtur
skammt frá heimili sínu. Höfðu
fjórir ókunnugir menn skömmu
áður komið heim til hans og
tekið hann með sér.
Kaj Munk var einna djarf-
mæltastur þeirra manna, sem
gagnrýndu framferði Þjóðverja
í Danmörku. Leikrit hans, Niels
Ebbesen, er einkum kunnagt í
þeim efnum. Kaj Munk hefir nú
orðið að láta lífið fyrir þes&a
baráttu sína, en með því heí'ir
hann jafnframt gefið þjóð sinni
ógleymanlega fyrirmynd.
Um allan heim hefir morð
Kaj Munks orðið til þess að auka
stórum andstyggð á ofbeldi og
kúgunaraðförum nazista, en
enginn vafi leikur á því, að þeir
séu valdir að þessu verki.
Ef afurðaverðið árið 1939
hefði verið byggt á grundvelli
vísitölunefndarinnar, hefði
bændur átt að fá kr. 0,27 fyrir
mjólkurlír., kr. 1,27 fyrir kjöt-
kílóið, kr. 1,60 fyrir gærukg. og
kr. 2,50 fyrir ullarkg.
Verðið, sem bændur fengu
fyrir mjólkina 1939 var um kr.
0,26 vestan heiðar og kr. 0,23,5
austan heiðar. Hefir mjólkur-
verðið því verið heldur lægra
1939 eri það hefði orðið sam-
kvæmt núgildandi landbúnað-
arvísitölu.
Veröið, sem bændur fengu
fyrir kjötið 1939 var kr. 1,16 eða
11 aurum lægra en það hefði
orðið samkvæmt grundvelli
vísitölunefndar. Hins vegar
fengu bændur talsvert meira
fyrir gærurnar, vegna óyenju-
lega hagstæðrar sölu í Þýzka-
landi, eða kr. 3,14. Dilksverðið
hefir því orðið aðeins hærra 1939
en það hefði orðið samkv. vísi-
töluverðinu, vegna þess að
gæruve'rðið hefir meira en bætt
upp það, sem vantaði á kjöt-
verðið. Ullarverðið var einnig
talsvert hærra en það hefði
verið samkvæmt grundvelli
vísitölunefndar eða kr. 4,76.
Séu reiknaðar út heildartekj-
ur meðalbús samkvæmt því
verði,' sem var 1939, mun það
koma í ljós, að þær eru næstum
þær sömu og þær hefðu orðið,
ef fylgt hefðu verið núgildandi
vísitöluútreikningi.
Útreikningur hagstofustjóra
sýnir einnig þá merkilegu stað-
reynd, að mjólkurverðið öll
stríðsárin hefir verið mjög svip-
að því og það hefði orðið, ef
byggt hefði verið á grundvelli
vísitölunefndar.
Árið 1940 hefð mjólkurverðið
til bænda átt að vera kr. 0,32
iíterinn, ef fylgt hefði verið
landbúnaðarvísitölunni. Þá
fengu bændur vestan heiðar kr.
0,32,4, austan heiðar kr. 0,31,4, í
Borgarfirði kr. 0,27 og í Eyja-
firði kr. 0,25.
Árið 1941 hefði mjólkurverð-
ið til bænda átt að vera kr. 0,48,
ef fylgt hefði verið landbúnað-
arvísitölunni. Þá fengu bændur
vestan heiðar kr. 0,55,1, austan
heiðar kr. 0,53,3, í Borgarfirði
kr. 0,50 og í Eyjafirði kr. 0,46.
Árið 1942 hefði mjólkurverðið
til bænda átt að vera kr. 0,75,
ef fylgt hefði verið landbúnað-
arvísitölunni. Þá fengu bænd-
ur vestan heiðar kr. 0,92,6, aust-
an heiðar kr. 87,3, í Borgarfirði
kr. 0,83 og í Eyjafirði kr. 0,77.
Framgreindur samanburður
sýnir, að bændur hafa árin 1939
og 1940 fengið nokkru lægra
verð fyrir mjólkina en þeir
hefðu fengið samkv. landbún-
aðarvísitölunni. Hins vegar fá
þeir nokkru hærra verð 1941 og
1942.
Samkvæmt útreikningum
hagstofustjóra hafa bændur
fengið talsvert hærra verð fyrir
sauðfjárafurðir en þeir hefðu
fengið, ef fylgt hefði verið nú-
gildandi landbúnaðarvísitölu.
Þessi munur verður , einkum
verulegur á síðastl. ári, ekki sízt
á gæruverðinu.
ValdÍmar Long
sextugur
Herstjórn Bandaríkjamanna
bauð blaðamönnum í flugíerð
Yfiirmaður filughersins stjórnaði filugvélinni
Á fimmtudaginn var bauð
Valdimar Björnsson liðsforingi,
í umboði amerísku herstjórnar-
innar hér, blaðamönnum í
Reykjavík að fljúga yfir Suð-
vésturlandið. Var farið í tveim
hópum, og var Key yfirhers-
höfðingi með í fyrri förinni, en
Tourtellot hershöfðingi, yfir-
maður ameríska flughersins hér,
stjórnaði flugyélinni í bæði
skiptin. Fjórar orrustuflugvél-
ar voru hafðar til fylgdar.
Það var fagurt til fjalla þenna
dag. Sólin sindraði um jökla og
snævi þakin öræfi, en á lág-
lendi gránaði fyrir hverjum hól
og kletti. Árnar liðuðust auðar
milli skara með jakaburði, og
brimið svarraði við suðurströnd-
ina. Hús og bæir voru eins og
smádeplar, séð ofan úr fjarska
loftsins. Kubbaborgina kallaði
einn blaðamaðurinn Reykjavík
eftir þessa flugferð, og felst
glögg og sönn lýsing í þeirri
nafngift.
Ferðin var hafin af fhigvell-
inum í Reykjavík og"fyrst flogið
um hríð yfir bæinn, en síðan
haldið suður yfir Reykjanes-
(Framh. á 4. síðu)
Valdimar S. Long, kaupmað-
ur í Hafnarfirði, verður sex-
tugur á morgun, sunnudaginn 9.
janúar.
Hann er Austfirðingur að
ætt, en hefir dvalið í Hafnar-
firði langa tíð og er einn af
þekktustu og merkustu borgur-
um þess bæjar.
Verður Valdimars síðar getið
hér í blaðinu af tilefni þessara
tímamóta í ævi hans.
Á viðavamgi
KOMMÚNISTAR FÁ
SYNDAKVITTUN.
Morgunblaðið kann því illa, að
Jón á Reynistað og aðrir Sjálf-
stæðismenn, sem svipað hugsa,
séu að kenna kommúnistum um
glundroðann á Alþingi. Mbl.
hefir því þótt rétt að reka ámæl-
ið af kommúnistúm og gefa
þeim syndakvittun. Segir svo í
forustugrein þess í gær:
„Það er vonlaust verk fyrir
foringja Framsóknarflokksins
að ætla að þvo sig hreina með
því að kasta allri sökinnl á
kommúnista. Allir vita, að
kommúnistar eru ekki nema
fimmti partur af þinginu. Einir
geta þeir því engu ráðið. En
meðan svo er, að fjölmennur
borgaraflokkur er í þinginu,
sem hefir ekki annað sjónarmið
en að reka ábyrgðarlausa hefnd-
arpólitik og skapa sem mesta
upplausn í þjóðfélaginu, ætti
það að vera auðskilið mál, að
kommúnistar kunna að notfæra
sér þetta ástand".
Enn segir Mog^gi:
„Framsóknarflokkurinn hefir
síðan kjördæmaskipuninni var
breytt, rekið hreina hefndarpóli-
tík. Þetta er hið sanna í málinu.
Og einmitt þetta er frumorsök
glundroðans og öngþveitisins,
sem nú ríkir á Alþingi".
Þarna geta Jón á Reynistað
og skoðanabræður hans séð, að
kommúnistarnir eru ekkert
slæmir. Það er bölvaður Fram-
sóknarflokkurinn, sem öllum
grundroðanum veldur og span-
ar kommúnistana upp. Annars
gætu þeir ekkert gert og myndu
sennilega ekkert gera.
Brynjólfur getur vissulega
verið ánægður með þessa synda-
kvittun Moggans upp á "vasann.
„HEFNDARPÓLITÍKIN".
En kryfjum nú syndakvittun-
ina til mergjar. Kjarni hennar
er „hefndarpólitík" Framsókn-
arflokksins. í hverju hefir þessi
„hefndarpólitik" Framsóknar-
manna verið fólgin? Þeir 'hafa
setið mánuðum saman á fund-
um með flokkunum, sem stóðu
að kjördæmabreytingunni,
stundum öllum og stundum
færri og rætt við þá um stjórn-
armyndun. Öllum, sem fylgjast
nokkuð með, er vel, ljóst, að
hvorki þjóðstjórnin eða um-
bótastjórnin, sem reynt var að
mynda, strandaði á „hefndar-
pólitík" Framsóknarflokksins.
Framsóknarmenn hafa gert •
meira. Þegar fullreynt var, að
þingræðisstjórn var ekki hægt
að mynda, hafa þeir gert sitt
bezta til, að núv. stjórn gæti
haft taumhald á dýrtíðinni. En
hvað hafa Sjálfstæðismenn
gert? Hrakyrt ríkisstjórnina
fyrir velmeinta viðleijtni hennar
og reynt að torvelda störf henn-
ar eftir megni. Hverjir hafa
þar rekið „hefndarpólitík"?
Þá hafa Framsóknarmenn
jafnan verið reiðubúnir til að
vinna að lausn góðra mála með
hverjum, sem er. Framsóknar-
menn hafa viljað auka fjárráð
raforkusjóðs og flutt um það
frv. með nokkrum Sjálfstæðis-
mönnum. Aðrir Sjálfstæðis-
menn snerust á móti, ásamt
kommúnístum, og stöðvuðu það.
Var „hefndarpólitík" Framsókn-
armanna þar að verki? Fram-
sóknarmenn hafa viljað endur-
bæta jarðræktarlögin og flutt
frv. um það. Nokkrir Sjálfstæð-
ismenn voru með því, en aðrir
hjálpuðu kommúnistum til að
fella það. Var „hefndarpólitík"
Framsóknarmanna þarna að
verki?
Þannig mætti nefna ótal
dæmi. Morgunblaðinu mun ekki
kleift að nefna eitt einasta at-
riði því til sönnunar, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi látið
„hefndarpólitík" standa I vegi
góðra mála eða heilbrigðs sam-
komulags milli flokka. Hann er
(Framh. á 4. siðu)