Tíminn - 18.01.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1944, Blaðsíða 4
24 TÍMINÍV, hriðjudaginn 18. jan 1944 6. Ma» ÚR BÆNUM Skemmtun Framsóknarmanna verður n. k. fimmtudagskvöld í List- sýningarskálanum. Hefst hún með Framsóknarvist kl. 8%. Síðan verður spilaverðlaunum úthlutað, ein stutt ræða, söngur og loks dans undir dill- andi hljóðfæraslætti hljómsveitar Bjarna Böðvarssonar. — Áríðandi er, að fólk panti sem allra fyrst aðgöngu- miða að þessari samkomu á afgreiðslu Tímans, því fjölmenni verður. En a. m. k. takmarkað, sem kemst að spila- borðunum. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru ungfrú Ólöf Björnsdóttir og Magnús Magnús- son gefin saman í hjónaband. Séra Árni Sigurðsson framkvæmdi athöfn- ina. Heimili þessara ungu hjóna er á Laugavegi 86. Lýðveldis- stjórnarskráín (Pramh. af 1. siðu) Eysteinn Jónsson lagði á- herzlu á, að sambandsslitin og lýðveldisstofnunin fylgdust að, því að margs konar erfiðleikar gætu hlotizt af því, ef þessi mál væru aðgreind. Þetta hefði líka verið afstaða Alþingis 1941, eins og glöggt kæmi fram í' yfirlýs- ingum þess þá. Það væri mjög háskaleg stefna, er kæmi fram hjá St. J. St., að sambandslög- unum mætti slíta eftir 19. maí, en hins vegar skyldi lýðveldis- stofnuninni frestað um óá- kveðinn tíma. Til hvers eigum við að halda í konungssam- bandið eftir að sambandslög- unum hefir verið slitið? Eysteinn bað menn að forð- ast þann misskilning að setja lýðveldisstofnunina í persónu- legt samband við Kristján kon- ung. Hann hefði reynzt íslend- ingum vel og sérstaklega hefði hann reynzt þjóð sinni góður foringi á örlagatímum. Þess bæri að minnast, en jafnframt 'gæta þess, að það væri óskylt lýðræðismálinu og ætti ekkert erindi inn í umræður um það. Auk Gísla og Eysteins talaði Einar Olgeirsson og mótmælti málflutningi Stefáns. Var hann óspart minntur á, að hann hefði stutt að því, að lýðveldið yrði stofnað 1942 og þá ekki haldið því fram að tala ætti við kon- unginn áður. Til hvers ætti líka að vera- að tala við konung, ef menn væru ákveðið fylgjandi lýðveldisstofnuninni? Þá var Stefán minntur á, að hann og flokksmenn hans hefðu átt einn aðalþáttinn í samþykkt þess stjórnarskrár- ákvæðis, er gerir mögulega setningu lýðveldisstj órnarskrár, án undirskriftar þjóðhöfðingja. Allir áðurnefndir ræðumenn tóku oftar en einu sinni til máls og urðu umræður tals- vert snarpar. «$$SÍ$ÍS$S«S4$«$Í54Í«5«$SÍ4$ÍS$^ Uppsðgn sambands- laganna rædd á Alþíngi (Framh. af 1. slðu) gætt, hvað mun geta unnizt við slíka andstöðu? Það er mála sannast, að sund- urlyndi okkar íslendinga er ær- ið, þótt okkur mætti auðn- ast að standa saman um lausn sjálfstæðismálsins, og ég tel að ekki þyrfti að verða skotaskuld úr því að fá góða niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið, ef allir flokkar þingsins væru samtaka, en það er ekki lítils Virði. Það er að vísu óhugsandi að andstaða gegn lausn málsins nú geti haft þau áhrif, að meiri- hluti þjóðarinnar beiti sér gegn málinu. Hitt mun sönnu nær, að slík andstaða sé ekki til neins annars en að skapa glundroða í atkvæðagreiðslunni um málið, sem verður vitanlega til þess eins, að veikja aðstöðu okkar út á við. Slíkt er vissulega illa farið og vil ég því vænta þess, að sam- komulag náist um lausn þessa máls, á þeim grundvelli, sem samkomulag var orðið um við athugun þess í þinginu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að þeir, sem nú halda uppi gagnrýni gegn lausn málsins, skerist úr leik við endanlega af- greiðslu þess. Allir Alþingismenn voru samþykktir því á Alþingi 1941, að við hefðum þá þegar fullan rétt til sambandsslita. — Síðan höfum við beðið# í 3 ár. Hvernig geta þeir nú skorizt úr leik, sem stóðu á þeim grund- Sölumiðstöðiii Við undirritaðir höf nm stof isað f asteigna-, skipa- ©g verðbréf a- sölu undir naf ninu ^ölumiðstöilin Önnumst einnig allskonar umboðsstarfsemi, innl. og erlenda. Skrifstofan er á Klapparstíg 16, 3. hæd símar 3323 og 2572. Áherzla lögð á áhyggileg viðskipti. Gerið svo vel að tala við okkur, ef þér þúrfið að selja eða kaupa hús, jarðir, skip, verðbréf, vörulagera, verzlanir eða önnur f yrirtæki. Virðingarfyllst SoluisiiðstöiJiii Gísli Indriðason. Áki Jakobsson. H «ÍSÍ3«44«5«54«44«*5«44«4Í444«4«««*5^^ velli, sem lagður var 1941? Hér er vissulega svo hóflega farið, að enginn má úr leik skerast. Einar Olgeirsson gerði að lok- um grein fyrir afstöðu Sósíal- istaflokksins, en síðan var um- ræðum frestað. Silfurbrúðkaup (Framh. af 3. síðu) allt af vera nægur tími til alls. En á óregluheimilunum er sí- felldur erill og ófriður, því allt er þar á eftir tímanum. Nú eru börnin flest flogin úr hreiðrinu. Og þegar svo var komið, brugðu hjónin búi og fluttu í Búðakauptún, eins og áður er sagt. Keyptu þau þar snoturt íbúðarhús. En ekki lagði Þórlindur árar í bát. En nú þótti honum fiskibátur sinn of lítill er lengra var að sækja á fiski- miðin. Keypti hann því stærri trillubát, 5 tonna og sótti hann til Akureyrar í fyrra haust. Voru þeir tveir á bátnum og hrepptu mótvind og úfinn sjó á'leiðinni, en tóku þó hvergi land fyrr en heima á Fáskrúðsfirði. Sýnir þetta ferðalag, að karlmennska og kjarkur Þórlindar er óbilað- ur enn. Þórlindur er sjálfstæðismað- ur í orðsins beztu merkingu, eins og raun ber vitni um. En ætíð hefir honum verið það Ijóst, að án samvinnu og sam- taka, verður Grettistökum ekki lyft, eða þeim málum hrundið í framkvæmd, er til heilla horfa fyrir alþýðu. Fylgir hann hik- laust samvinnumönnum að mál- um, og hefir ávallt lagst á sveif með Framsóknarflokknum gegn öfgastefnum og hnefarétti, og verið góður félagsmaður og ó- sérhlífinn. Oft hefir andað kalt í garð bænda í blóðum og tímaritum og þó hefir sá gustur verið mest- ur nú í seinni tíð. En ég hygg að ævistarf Hvammshjónanna og annarra slikra atorkumanna, sé engu síður þess vert að þess sé minnst með virðingu og þakklæti, en sumra annarra, sem hæst hafa galað og þjóð- kunnir eru kallaðir. Það myndi hafa verið mann- fagnaður á heimili silfurbrúð- hjónanna á Fáskrúðsfirði, ef húsfreyjan hefði verið heima brúðkauþsdaginn. En hún er nú sjúklingur á Landsspítalanum, en mun vera á góðum batavegi. Óska allir góðkunningjar, vinir og ættingjar henni góðrar heilsubótar og þeim hjónunum báðum langra lífdaga og ham- ingju og heilla á komandi ár- um. Þór. Gr. Víkingur. Hrakníngar Séra Hólmgrímur Jósefsson sóknarprestur á Raufarhöfn lenti' nýlega í miklum hrakn- ingum. Skall á hann hríð, er hann var á ferð á leið, sem í góðu færi tekur 4 klst., og varð Öllum jþeim, sem heiðruðu minningu mannsins míns og föður okkar, BÆRINGS BJARNASONAR, Patreksfirði, sem andaðist 22. desember s. I., viljum við biðja guð af alhug að launa og blessa. Jóharrna Árnadóttir og börn. Aðstoðarráðskonu vantar að Vífilsstaðahæli nú þegar, eða frá 1. febrúar n. k. — Upplýsingar í skrifstofu rík- isspítalanna í Fiskifélagshúsinu. REYKVÍKIrVGAR! Úrvals saltkjöf fæst nú og framvegis í flestum kjötbúðum bæjarins. Ræktunarstefnan .... (Framh. af 2. síðu) þegar aflaleysi var eða stopular sjógæftir. Spyrja sjómanna- og verkamannakonurnar hvort mjólkin úr kúnum þeirra og matjurtirnar úr garðinum séu ekki mikil blessun í búi, og hlusta um leið á frásagnir þeirra af lifinu, meðan það var „þurrabúðarlíf". Spyrja kenn- arana, hvort þeir finni nokkurn mun á andlegum og líkamlegum þroska skólabarnanna, sem áð- ur liðu af mjólkurskorti og alls- konar vaneldissjúkdómum, og biðu tjón á sálu sinni fyrir skort á hollum viðfangsefnum, meðal annars af því, að þau voru slit- in úr tengslum við jörðina og hið gróandi líf. Spyrja loks sveitastjórnirnar á þeim stöð- um, sem ræktunin er lengst á veg komin, hvort ekki hafi skipt um til hins betra um fram- færsluþarfirnar, við það að fólkið hóf viðskipti við mold- ina sér til stuðnings í lífsbar- áttunni. Ég ætla að svörin við þessum spurningum verði undantekn- ingarlaust rökstudd viðurkenn- ing á nauðsyn ræktunarstefn- unnar í kauptúnum og sjávar- þorpum. Og þau eru þung á metunum, vegna þess að þau eru vitnisburður .frá fólkinu, sem ber hita og þunga dagsins. Þau eru röksemdir frá lífintl sjálfu. hann að grafa sig í fönn. Þar hafðist hann við í 16 klst. samfleytt, en alls hafði hann 22 klst. útivist. Séra Hólmgrímur var allþjak- aður og nokkuð kalinn eftir þessa ströngu útivist. Súðin vestur og norður á morgun. Kemur við á báðum leiðum á Sandi, Ólafsvík, Stykkishólmi, Flatey og helztu Vestfjarða- höfnum, vegna pósta og far- þega, ef veður og aðrar ástæður leyfa. Skípaútgerð ríkisins Rylting í brezkiim félagsmálum (Framh. af 3. síðu) ur til heimila sinna og manna. Og efalaust láta þær sér það nægja um stundarsakir. En að mínum dómi munu þær ekki til lengcfar láta sér lynda, að allt falli í sama farið og var fyrir stríðið. Því að það hefir komist inn hjá þeim að vænta einhvers betra, einkum til handa börnum sínum. Og sjálfræði það, sem þær hafa vanist í stríðinu, mun ýta undir þær með að gera kröfur um bætt lífskjör fyrir sig og börn sín. Þær munu að því leyti ganga í lið með mönnum sínum og bræðrum. Og engin brezk stjórn mun treystast til að setja sig upp á móti svo öflugum þjóðar- vilja eftir ófriðinn. Bretar eru lýðræðisþjóð, þótt margt gæti virzt mælaþví gegn, því að ríkisstjórnin er hér mjög næm fyrir almenningsálitinu. ¦ GÁMLA BÍÓ-o¦.»—.—. LÆVIRKI (Skylark) Claudette Colbert Ray Milland Brian Aherne. Sýnd kl. 7 og 9. SLÓÐIN TIL OMAHA (The Omaha Trail). James Craig Dean Jagger. Sýnd kl. 3 og 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. ? nýja Bíó «.¦?¦«¦ Leyndardómur danshallarínnar (Broadway). Dans- og söngvamynd um næturlífið í New York. Georg Raft. Pat O'Brien. Janet Blair. Brod Crawford. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Leikfélag Reykjaviknr 99 Topn gnðannaM Sýning annað kvölcl kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Stúlkn vantar í elclhúsið á Vífilsstöðum. Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna í Fiskifélagshús- inu. H.L Eímskípaiélag Islands Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 3. júní 1944 og hefst kl. 1 e. h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end- urskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1943 og efna- hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðend- um. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað, þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til lagabreytinga. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin.' Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dag- ana 31. maí og 1. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik. Reykjavík, 6. janúar 1944. Stjórniii. Fóðurbætír Fóðurblöndu fyrir mjólkurkýr, 2 tegundir Hænsnakorn Hænsnamjöl, 2 tegundir Hestafóðurblanda Svína f óðurblanda Fóðurblanda fyrir sauðfé Hestahaírar Okkar langa reynsla í blöndun og sölu fóðurbætis tryggir viðskiptamönnum okkar bezt, að fá jafnan góða og hentuga sam- setningu á fóðurbæti fyrir allar skepnur. Komið sem fyrst og leitið upplýsinga um fóðurbætistegundir okkar, sem eru blandaðar daglega í okkar fullkomnu fóðurblönd- unarvélum. Mjólkurfélag Reykjavíkur. TlMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.