Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKriT.rrOFA: EDDUIIUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þrlðjudaginn 25. jan. 1944 8. blað Frægír hershöfðingjar Myndin er af tveimur einna þekktustu hershöfðingum Bandaríkjanna, Eis- enliower og Marshall, sem er yfirstjórnandi alls landshers Bandaríkjanna. Talið er, að Roosevelt og Churchill hafi viljað gera Marshall að yfirmanni innrásarliersins í Vestur-Evrópu, en hann hafi skorast undan og bent á Eisenhower. Jafnframt hafi liann lagt til, að Eisenliower fengi að ráða vali aðstoðarmanna sinna. Kaus Eisenhower Tedder flugmarskálk sem ncestœðsta aðstoðarmann sinn, en talið er, að Marshall hafi helzt kosið Alexander hershöfðingja í þá stöðu. TiBlaga ríkisstjóra nia þjóðfnnd Opinbert bréS hans til Alþingis Sveinn Björnsson ríkisstjóri hefir Skrifað Alþingi bréf, þar sem hann hann ber fram nýja tillögu um Iausn lýðveldis- málsins. Bréf ríkisstjórans er svohljóðandi: Erlent yfirllt: BYLTINGIN í BOLIVIU Stjórnarbyltingar þykja yfir- leitt ekki sögulegir atburðir í Suður-Ameríku. Stjórnarbylt- ing, sem varð í Bolivíu rétt fyr- ir áramótin, hefir þó vakið tals- verða athygli. Ástæðan til þess er m. a. sú, að Bolivía er nú tinauðugasta landið, sem ekki er undir yfirráðum öxulríkj- anna. Bolivia hefir til jafnað- ar framleitt 15% af allri tin- framleiðslu heimsins. Tin er mjög eftirsótt til hernaðar- þarfa. í Bolivíu eru líka mörg önnur verðmæti unnin úr jörðu, t. d. olía. Er Bolivía eitt námu- auðugasta land Suður-Ameríku. íbúar Bolivíu eru um 3 y2 milj. en landið er 537 þús. fermílur og eru aðeins tvö lönd í Suður- Ameríku stærri, Brazilía og Ar- gentína. Meirihluti íbúanna eru Indíánar, og auk þess rúmur fjórðungur þeirra blendingar af Indíánaættum. Fátækt alþýð- unnar er mikil. Menntunarleysi er hvergi meira í Suður-Ame- ríku og er þá mikið sagt. Helztu atvinnugreinarnar eru landbún- aður og námugröftur. Fáir ,auð- menn eða auðhringar, sem út- lendingar ráða yfir, eiga nám- urnar og jarðeignirnar. Auð- maðurinn Patrino, sem á mest af tinnámunum, er talinn 7. ríkasti maður heimsins. Hann hefir ekki komið til Bolivíu í 20 ár, en hefir þó jafnan ráðið miklu um stjórn landsins. Það hefir löngum verið mark- mið frjálslyndra þjóðernissinna í Bolivíu að losa þjóðina undan hinni miklu kúgun innlendra og erlendra auðdrottna. Nokkru fyrir styrjöldina tókst þessum mönnum að komast til valda. Forustumaður þeirra var Ger- mán Busch, sem var á ýmsan hátt mikilhæfur stjórnandi. Eitt af verkum hans var að taka olíunámur Standard Oil eign- arnámi. Risu út af þessu miklar deilur og reyndi olíuhringurinn að fá erlend stjórnarvöld til lið- veizlu við sig, en máli þessu virðist nú lokið með sigri Boli- víumanna. Germán Busch réð- ist í margar aðrar áhættusam- ar umbótaframkvæmdir, en rak sig fljótt á, að þjóð hans og samstarfsmenn höfðu enn ekxi menningu og manndóm til að njóta þeirra. Gerðist hann því (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Bandamenn settu mikið lið á land við Nettunó, um 40 km. sunnan við Rómaborg, snemma á laugardagsmorguninn var. Hefir landgangan gengið vel til þessa. Staðurinn, sem Banda- menn völdu til landgöngunnar, er um 100 km. norðan við aðal- víglínuna, en þar geisa nú harðir bardagar, því að Þjóð- verjar höfðu aukið lið sitt þar og hafa haldið uppi hörðum gagnáhlaupum. Mun landgang- an hafa komið Þjóðverjum á óvart. Sókn Rússa á Leningradsvæð- inu heldur áfram með góðum árangri. Helztu loftárásir Banda- manna hafa seinustu dægur beinst gegn Berlín, Magdeburg og Brunsvick. Stjórn Demokrataflokksins í Bandaríkjunum hefir nýlega haldið landsfund og skorað ein- dregið á Roosevelt að gefa kost á sér sem forsetaefni flokksins í fjórða sinn. í Jugoslavíu hafa hersveitir Titos heldur unnið á. Ársþíog Héraðs- samb. Skarp- béðins Eindregin samþykkt í lýðveldismálinu Héraðssambandið Skarphéð- inn hélt ársþing sitt á Stokks- eyri 8.—9. janúar 1944. Mættir voru 35 fulltrúar frá 15 félögum. Forseti var kjörinn Þorsteinn Sigurðsson Vatnsleysu og -ritari Eyþór Einarsson Gröf. Sigurð- ur Greipsson sambandsstjóri skýrði frá störfum sambands- ins s. 1. ár. Hafði það haldið héraðsmót að Brautarholti, sent tvo fimleikaflokka og 14 kepp- endur á landsmót U. M. F. í. á Hvanneyri og haldið lögreglu- námskeið að Brautarholti s. 1. haust, sem stóð í 14 daga, með 22 þátttakendum frá 8 umf. Kennari var Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn. Þá var rekið happdrætti til ágóða fyrir í- þróttavöll sambandsins. Helztu samþykktir þingsins voru 'þessar: Lýðveldismálið: „Héraðsþing Skarphéðins álítur að hverjum íslending sé skylt að vinna að því af alefli, að atkvæðagreiðsla sú, er fram fer á þessu ári um sjálfstæðismálið, hljóti al- menna þátttöku og sýni ein- dreginn vilja, svo full sam- bandsslit við Dani séu tryggð. Skal stjórn sambandsins fal- ið að skrifa hverju félagi á sam- bandssvæðinu hvatningarbréf i áður en til atkvæðagreiðslunn- ar kemur.“ Þjóðfáninn: „Héraðsþingið skorar á sambandsfélögin að vinna að því, hvert á sínu fé- lagssvæði, að þjóðfánanum verði sýnd sú virðing og helgi, sem honum ber. Til þess að auka notkun fán- ans ályktar þingið að kjósa þriggja manna nefnd, er sjái um kaup á fánum eftir pöntun- um frá sambandsfélögunum.“ íþróttamál: „Héraðsþingið samþ. að hefja undirbúning að íþróttavelli að Þjórsártúni fyr- ir hin árlegu héraðsmót sam- bandsins og aðra íþróttastarf- semi ungmennafélaganna í Ár- ness- og Rangárvallasýslu. Þá skal stjórninni heimilt að ráða fastan íþróttakennara til starfa á sambandssvæðinu.“ Þá var samþykkt að veita kr. | 500,00 í Minningarsjóð Aðal- steins Sigmundssonar kennara. Umf. Framtíðin í Þykkvabæ gekk í sambandið og eru félög þess nú 21. Stjórn sambandsins skipa nú: Sigurður Greipsson, Haukadal, forseti, Emil Ásgeirsson, Gröf, ritari og Þórður Loftsson, Bakka, gjaldkeri. Gunnar Gunnarsson hainar ritlaunum irá úthlutunarneind Ríthöfundafélagsíns Gunnar Gunnarsson skáld i hefir ritað nefnd þeirri, sem á | að úthluta launum til skálda ! og rithöfunda, bréf, þar sem 1 hann biður sig undanþeginn því, að honum sé ætluð nokkur upphæð við úthlutun launa tli skálda og listamanna. Mun skáldið hafa látið þau ummæli falla í bréfi sínu, að hann teldi sér það ekki neinn sóma, að taka við laurium frá nefndinni eða Menntamálaráði, þar sem hann sjái ekki, að um neina sæmd sé að ræða í sam- bandi við ýmsar fjárhæðir, sem sér hafi borizt frá ýmsum aðilum fyrir hönd ríkissjóðs á undanförnum árum (þ. e. frá Menntamálaráði og úthlutun- arnefndinni í fyrra). Gunnar Gunnarson sagði sig úr rithöfundafélaginu í fyrra, eins og kunnugt er, nokkru eft- ir að nefndin hafði skipt laun- unum til rithöfundanna. Mínníogarathöin Minningarathöfn um þá 29 sjómenn, sem fórust með Max Pemberton 11. þ. m., fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. febrúar. Minningarathöfninni verður útvarpað og hefst hún kl. 1,30 e. h. Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar í janúarmán- uði og reyndist hún vera 263 stig, eða 4 stigum hærri en í desember. Hækkun vísitölunnar stafar aðallega af hækkuðu brauð- verði og nokkurri hækkun á útlendri fatnaðarvöru. Uppsögn samnínga Stjórn Dagsbrúnar hefir skrifað Vinnuveitendafélagi ís- lands og tilkynnt því, að félag- ið segði upp samningum sínum við atvinnurekendur. Þá hefir Dagsbrún jafnframt sagt upp samningum sínum við bæjarsjóð Reykjavíkur. Samningar þessir renna út 22. febr. næstk. Tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins m. m. og frumvarp til stjórnskip- unarlaga um stjórnarskrá lýð- veldisins íslands hefir nú hvort- tveggja verið falið sérstökum nefndum innan Alþingis til at- hugunar. Ég tel mér því skylt, að vekja nú athygli á því, hvort ekki muni heppilegt að nefndir þess- ar athugi jafnframt, hvort til- tækilegt þyki, að Alþingi það, sem nú setur, geri ráðstafanir til þess, að kvatt verði til sér- staks þjóðfundar um málið. Mætti þetta verða með öðrum- hvorum þeirra hátta, er nú skal nefna: 1. Að Alþingi feli slíkum þjóð- fundi meðferð og afgreiðslu mála þessara, án þess að Alþingi geri áður samþykktir sínar um þau. 2. Að Alþingi geri samþykktir sínar nú og skjóti þeim síðan til slíks þjóðfundar til fullnaðar- meðferðar og samþykktar, með eða án breytinga á samþykkt- um Alþingis. Alþingi það, sem nú situr, mundi þá setja lög um slíkan þjóðfund, fulltrúatölu hans, kosningar fulltrúa, samkomu- tíma, samkomustað o. s. frv. Ég geri ráð fyrir, að fulltrúar yrðu kosnir með nokkrum öðr- um hætti en Alþingismenn eru kosnir nú. M. a. yrði ekki um hlutfallskosningar að ræða, upp- bótarsæti o. fl., sem er beinlínis miðað við skiptingu manna í stjórnmálaflokka, eins og nú er, og eðlilegt hefir þótt er um venjuleg löggjafarmál er að ræða. Enn gæti komið til mála að nokkrir menn sætu fundinn sem sjálfkjörnir vegna stöðu sinnar, svo sem dómarar hæsta- réttar, ráðherrar og lagapró- fessorar háskólans. Þessi uppástunga frá ríkis- stjóra mun af mörgum verða talin óvenjuleg, meðal annars vegna þess að hún kemur fram sem persónuleg uppástunga, án samráðs við ráðuneytið eða á á- byrgð þess eða nokkurs einstaks ráðherra. Ég mun leiða nokkur rök að henni, án þess að telja annað en meginástæður hennar. Hún sprettur ekki af því, að í mínum huga sé nokkur vafi um rétt Alþingis til þess að gera hverjar þær samþykktir um þessi mál, sem Alþingi eða meiri hluti þess ákveður. Hins vegar hefir þeim al- þingismönnum, sem um málið hafa fjallað fyrr og síðar og samið hafa bæði þingsályktun- artillöguna'og frumvarpið, verið það ljóst, að æðsta valdið um mál þessi á að vera hjá þjóð- inni sjálfri, þar sem hvorugu er ætlað að öðlast gildi fyrr en borið hafi verið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Enda er þetta í sam- ræmi við gildandi stjórnskip- unarlög. Um þessi tvö atriði: 1. rétt Alþingis til þess að gera sam- þykktir um málið og 2. æðri rétt þjóðarinnar sjálfrar til þess að ráða fullnaðarúrslitum þess, tel ég ekki vera vafa. Raunverulegur skilnaður milli íslands og Danmerkur varð með sambandslögunum 1918, að áliti margra bæði hér á landi og í Danmörku. Það mun hafa vakað fyrir mörgum íslendingum þá þegar, 1918, að sambandslaga- samningurinn yrði að sjálfsögðu felldur niður á árinu 1944. Þessu lýsti Alþingi einnig yfir árin 1928 og 1937. Þeir ófyrirsjáan- legu atburðir, sem gerðust í aprílmánuði 1940 og síðan, hafa áreiðanlega ekki dregið úr þess- ari almennu ósk íslendinga. En sennilega hafa margir vænzt þess í lengstu lög, að niðurfell- ingin gæti orðið með þeim hætti sem sambandslögin ákveða. Þjóðin hefir ekki verið spurð þess sérstaklega enn, hvern hátt hún óski að hafa nú á þessu máli, niðurfelling sambands- samningsins og stofnun lýðveld- is á íslandi, eða henni á annan há'tt gefinn kostur á því að láta í ljós fyrirfram skoðun sína á þeim málum. Þetta mun og ekki almennt hafa verið rætt á und- irbúningsfundum undir tvær síðustu Alþingiskosningar, báð- ar á árinu 1942. Þessa rödd þjóðarinnar frjálsa og óbundna, virðist mér vanta. En hún mundi koma fram á þjóðfundi, sem kvatt væri til í því skyni. Það mundi vera í fyllra sam- ræmi við frumreglur þjóðræð- isins, að þjóðinni gefist kostur á því að hafa áhrif á afgreiðslu málsins, áður en fullnaðarsam- þykkt er gerð um það á Alþingi, en ef Alþingi gerir fyrst sam- þykktir sínar og þær samþykkt- ir eru síðan lagðar fyrir þjóð- ina 'eingöngu til synjunar eða samþykkis. í yfirlýsingu sinni 1. nóvem- ber 1943 hefir núverandi ríkis- stjórn lagt áherzlu á, að miklu varði að öll þjóðin geti samein- azt um lausn þessa máls. Hún hefir enn lagt áherzlu á þetta sama, er hún lagði þingsálykt- unartillöguna og stjórnarskrár- frumvarpið fyrfr Alþingi nú fyrir nokkrum dögum. Hygg ég, að öll þjóðin muni sammála um, að slíkur einhugur sé æski- legur, ef unnt er. Því þykir mér svo, að einskis megi láta ó- freistað til þess að skapa þenn- an einhug. Og til þess sé þjóð- fundarkvaðning líklegri en flest annað. Slík bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa máls, sem varðar alla þjóðina svo mikils nú og um alla framtíð, mundi að minni skoðun gera hvorttveggja, að vera enn virðulegri en sam- þykktir Alþingis, þótt þjóðar- atkvæðagreiðsla eingöngu til synjunar eða samþykktar færi á eftir, og einnig skapa slíkt við- horf út á við, að aðrar þjóðir mundu frekar virða ákvarðan- ir þjóðarinnar með þessum hætti. Einróma eða sama sem einróma samþykkt þjóðfundar mundi sýna þjóðarviljann með þeirri alvöru og þeim þunga, að enginn mundi vefengja hverjar væru raunverulegar óskir þjóð- arinnar. Ef leitað er í sögunni mun það koma í ljós, að með flestum þjóðum hefir framtíðarstjórn- skipunin undir sambærilegum kringumstæðum verið ákveðin af sérstökum þjóðfundi í stað venjulegs löggjafarþings. í vorri eigin sögu má lesa, að það var vilji forvígismannanna í frels- isbaráttu vorri fyrir tæpri öld undir forustu Jóns Sigurðs- sonar, að sérstakur þjóðfundur (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi REFSIVERT ATHÆFI í UTANRÍKISMÁLUM. Það er viðurkennd regla allra sæmilegra blaðamanna að fara varlega með fregnir um utan- ríkismál þjóðar sinnar og birta ekkert það, sem gæti torveldað lausn þeirra. í lögum flestra landa eru líka þung viðurlög gegn ógætilegum fréttaflutningi í þessum efnum og hafa slik ákvæði einnig verið sett í ís- lenzka löggjöf. Yfirleitt má segja, að íslenzku blöðin hafi vel gætt þessarar háttvísi, að einu undanskildu. Það er Morgunblaðið. Það hefír iöulega brotið þessa sjálfsögðu reglu. Mun mörgum enn í minni, þegar blaðið sagði frá lokuðum þingfundi haustið 1941, er haldinn var um viðkvæmt utanríkismál, og hóf þannig um- ræður, sem voru næsta óheppi- legar fyrir þjóðina. Nýlega hefir blaðið enn einu sinni brotið þessa reglu. Nokkru fyrir jólin birti það orðróm um skipun íslenzks sendiherra í Moskvu, ásamt allharðri gagn- rýni. Samningar íslendinga og Rússa um sendiherraskiptin voru þá ekki til lykta leiddir og gátu þessi skrif því haft óheppi- legustu áhrif. Hefði ríkisstjórn- in vel getað fengið ritstjóra Mbl. dæmda í þungar sektir fyrir þetta fleipur, en lét þá sleppa með áminningu. Mátti ætla, að þeir kynnu að meta þá vorkunnsemi, en því fór fjarri. Hafa þeir nú notað tækifærið, þegar ríkisstjórnin birti tilkynn- ingu um. úrslit málsins, til að hefja nýja svívirðingarherferð gegn utanríkismálaráðherra. Er meginrúm Reykjavíkurbréfs Mbl. á sunnudaginn helgað þessum óþverra. Svívirðingar blaðsins um ut- anríkisráðherra eru gerðar af svo lítilli getu og augljósri ill- kvittni, að óþarft er að svara þeim. Hins vegar virðist þetta tilefni vera nauðsynleg áminn- ing til dómsmálaráðherrans um það, að til lítils er að tryggja friðhelgi utanríkismála með lög- um, ef ómerkilegustu „vits- munaveru“ eins og Valtý Stef- ánssyni er látið haldast uppi að traðka á þeim eftir vild sinni. VÍSIR FORDÆMIR FRAMFERÐI MBL. Vísir hefir tekið þá drengi- legu afstöðu að víta þetta sví- virðilega framferði samstarfs- blaðs síns. Bendir hann á, að samkv. lögum geti það varðað allt að 16 ára fangelsi að „birta leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um mál- efni, er varða heill þess og rétt- indi gagnvart öðrum ríkjum‘!, áður en hlutaðeigandi yfirvöld hafa gefið leyfi til þess. Telur Vísir þetta eðlilega varúðarráð- stöfun og segir síðan: „Margir munu hafa veitt því athygli, að eitt blað hér í hæn- um, Morgunblaðið, flutti löngu á undan öðrum blöðum fregn um það, hver ætti að verða sendiherra í Moskvu. Næsta dag flutti blaðið grein um það á mjög ólundarlegan hátt, að því hefði borizt „leiðrétting“ á því frá utanríkisráðherra, að mál þetta væri ekki enn afráðið og því ótímabært að birta fregn um þetta. Blaðið vildi þó auð- sjáanlega ekki bera fregnina til baka og sagði að tíminn mundi leiða í ljós, hvort það hefði ekki rétt fyrir sér. Öðrum blöðum var auðvitað kunnugt um þann orðróm, sem gekk í bænum um væntanlega skipun sendiherra í Moskvu, en jafnvel eftir að Morgunblaðið hafði birt fregnina, varð ekk- ert hinna blaðanna til þess a'ð minnast á málið, af þeirri ein- földu ástæðu, að hér var um mikilsvert utanríkismál að ræða, sem íslenzk stjórnarvöld (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.