Tíminn - 25.01.1944, Blaðsíða 4
32
TÍMHVJV, þriðjttdagiim 25. jan. 1944
8. blaH
hinum langvarandi, hressandi áhrifum hins nýja, ljúf-
fenga og koffínauðuga
Columbía Luxus
K a f f,i
Kaffibætir er með öllu óþarfur með þessu kaffi. Það er
aðeins ljósara á lit I bollanum en venjulegt blandað kaffi,
en það er líka ferskt og ómengað. Columbía Luxus kaffi
fæst í öllum búðum.
ATH. Columbía Luxus kaffi er í umbúðum „Grænu könn-
unnar, með álímdum miða með nafni tegundarinnar
Jörð til.sölu.
Stór jörð á Vestfjörðum er til sölu og laus til ábúðar. Góðar
byggingar, góð ræktun.' Útræði, silungsveiði og skeljasandur.
Prystihús skammt frá.
S0LUMIÐST0ÐIN
Símar 3323 og 2572. — Símnefni: SALA. — Pósthólf 774.
ÚR BÆIVUM
Hitaveitan
hefir verið í megnasta ólagi þrjá
undanfarna daga, en er nú komin aft-
ur í lag. Er bilunum á rafmagnslínum
umkennt, því að þær hafi orsakað,
að ekki var hægt að dæla nógu heitu
vatni í geymana.
Innbrot.
Nýlega var að næturlagi framið
innbrot í Smjörlíkisgerðina Smára við
Veghúsastíg og stolið þar á þriðja þús-
und krónum úr læstri skrifborðsskúffu,
sem brotin hafði verið upp, en í vöru-
geymslu verksmiðjunnar var öllu
umturnað. Innbrotið var framið með
beim hætti, að farið hafði verið inn
um glu^a á verksmiðjusalnum, en síS-
an höfðu verið brotnar upp tvær
hurðir.
Dáiiarmliming.
(Framh. af 3. síðu)
20 og 30 manns var stundum
þarna saman komiö í litla bæn-
um. Þar voru rædd áhugamál,
sungið og leikið en aldrei kvart-
að um þrengsli. „Þröngt mega
sáttir sitja.“ Stundum var þó
rýmra úm okkur, þegar við feng-
um lánuð hús til funda og sam-
komuhalds hjá Norðmönnum á
hvalveiðaStöðlinni í Framnesi.
Þar voru oft haldnar skemmti-
legar samkomur fyrir alla sveit-
ina. Ég get ekki stillt mig um,
að segja frá ofurlitlu atviki á
einni slíkri samkomu. Eitt af
skemmtiatriðunum þar var ísl.
glíma. Jón Þórarinsson hafði þá
lagt góða stund á það að kenna
okkur drengjunum glímu og var
að sýna listir okkar og getu. —
Gengur þá fram á glímuvöllinn
feikna hár og þrekinn Norðmað-
ur og býðst til að glíma við hvern
sem vildi reyna. Við drengirnir
sáum enga leið til að fást við
slíkan Golíat. Hann var frekar
þungbrýnn á að líta og grunur
lék á að hann „væri með víni“.
Svo þetta þótti ekki árennilegt.
En þá gengur Jón Þórarinsson
fram hægum skrefum, tekur
brosandi í hönd risans og tekur
á honum glímutökum. Sá norski
hefir víst hugsað sér að treysta
á líkamsþyngd sína og krafta,
því hann stóð sem fastast og lét
sig hvergi hræra, en eftir andar-
taksstund tókst Jóni að velta
þessum mikla þunga af mjöðm
sér á gólfið í fundarhúsinu, svo
brast í og buldi hátt, en yfirtók
þó allt hróp og lófatak áhorf-
endanna. Var sú kæti þó blönd-
uð geig við það, að Norðmaður-
inn myndi hyggja á hefndir í
reiði, en af því varð þó ekki og
mun blíða og bróðurlegt bros
Jóns, er hánn kvaddi hann eftir
leikinn, hafa átt sinn þátt í því
að svo fór. Við drengirnir dáðum
Jón sem hetju og ógleymanlega
fyrirmynd.
Mér finnst, að ég eigi Jóni
Þórarinssyni persónulega mikið
að þakka frá þessum æskuárum
mínum. .Jafnan starfaði hann
með okkur að ungmennafélags-
málum meðan hann var hér í
sveitinni, og kaus félagið hann
heiðursfélaga sinn nokkru síðar.
Jón var afburða starfsmaður við
öll búskapar- og jarðyrkjustörf.
Barðist hann karlmannlega
þessari alkunnu íslenzku ein-
yrkjabaráttu fyrir afkomu sinni
og fjölda barna, sem þeim hjón-
um var hugarhaldið, að kæmust
til einhverra mennta.
Jón átti sæti í hreppsnefnd
Mýrahrepps um skeið.
Hann var einn af stofnendum
Kaupfélags Mýrhreppinga, er
síðar varð Kaupfél. Dýrfirðinga.
Þegar félagið varð fyrir tilfinn-
anlegu áfalli skömmu eftir
stofnun þess, var það Jón, sem
ötulast allra manna gekk í því
að fá það reist við aftur.Man ég,
að einn atkvæðamesti maður
okkar á sviði samvinnumálanna
líkti Jóni við Benjamín Franklín,
er hann var þar syðra í viðreisn-
arerindum fyrir kaupfélagið. Ég
held, að það hafi ekki verið til
það menningar- og framfara-
mál, sem Jón taldi sér ekki bæði
skylt og ljúft að taka þátt í.
Á hinum árlegu þing- og hér-
aðsmálafundum V.-ísafjarðar-
sýslu mætti Jón í fjöldamörg ár
sem fulltrúi bæði frá Mýrahreppi
og Þingeyrarhreppi. Flutti hann
mál sín jafnan með festu og
einurð. Vegaverkstjóri var Jón í
Þingeyrarhreppi frá því hann
kom þangað til dauðadags.
Minningarnar, sem ég á um
Jón Þórarinsson og heimili hans
eru margar og allar ljúfar og
góðar. Einu sinni síðla vetrar
heimsótti ég Jón sunnudags-
morgun og segi við hann, að
hann hafi ekki farið í kirkju í
dag. „Jú,“ segir Jón, „ég brá mér
út í fjósið mitt og hreifst af því
að sjá kartöflurnar mínar skjóta
frjóöngum, hvar sem gróandi líf
er, þar er guðshús mitt, — og
guðsþjónusta að gefa því gaum“.
Glaðværð Jóns og gamansemi
brást aldrei. Veit ég, að margir
Dýrfirðingar eru þakklátir fyrir
þá hughreystingu, sem þeir hafa
notið af hinni einlægu og eigin-
legu glaðværð Jóns.
Heimili þeirra hjóna, þó smátt
væri og fábrotið, var að mörgu
leyti sönn fyrirmynd. Gestrisni
var óbrigðul og hinn stóri, hátt-
prúði barnahópur gaf heimilinu
sérstakan ljóma.
Þeim hjónum fæddust 11 börn.
Aðeins ein dóttir þeirra ólst upp
nyrðra, Lísebet, og er hún nú
dáin, en hin börnin öll, sem af
barnsaldri komust, ólust upp hjá
foreldrum sínum og auk þeirra
einn sonarsonur, sem nú er bú-
inn að Ijúka vélfræðinámi. Dæt-
urnar 6 eru nú allar giftar efnis-
mönnum. Synirnir voru Jóhann
vélstjóri í Reykjavík, og Gunnar
skipasmíðameistari á Akureyri.
Kona Jóns sál., Helga Krist-
jánsdóttir, hefir jafnan staðið
við hlið manns síns sem sönn
eiginkona og barizt þessari hljóð
látu, en sigursælu baráttu góðr-
ar húsmóður — og móður. Mér
hefir alltaf fundizt, að um þeirra
órofatryggð og samhendi mætti
segja líkt og Grímur Thomsen í
kvæðinu um Bergþóru:
„Yfir bæði eitt skal ganga,
ung eg mær var gefin Njáli.
Honum samhent lífs um langar
leiðir eins og segull stáli.
Nokkuð hans á hugfró brysti
hjúkrun væri’ hann
sviptur minni
og sæti eg eftir sár á kvisti
saknaöi hann mín í eilífðinni.“
Helga lifir mann sinn og nýtur
nú uppskeru erfiðis og andvöku-
nátta fyrri tíma. sem þó all var
ljúft að líða — hjá ástríkum
börnum og tengdabörnum, sem
öll blessa minningu elskulegs
leiðtoga; föður og tengdaföður.
í desember 1943.
Björn Guðmundsson
Núpi.
Þurrkud matvæli
(Framh. af 3. siðu)
samtímis mun bóndinn fá sæmi-
lega borgun fyrir erfiði sitt. Ein
af nýjustu uppgötvunum í þessu
sambandi er að sjóða matinn,
áður en hann er þurrkaður, og
spara þannig tíma í eldhúsun-
um síðar meir.
Möguleikarnir í þessari fram-
leiðslu eru því nær óteljandi.
Framfarir í matarþurrkun eiga
aðallega rót sína að reka til
stríðsins, en mikil líkindi eru til
þess, að þær leggi einnig sinn
skerf til þess að vinna friðinn.
Við verðum að strengja þess
heit, að um leið og við leiðum
þessa heimsstyrjöld til sigur-
sælla lykta, verði lagður fastur
grundvöllur að því, að svo lengi
sem til er gnægð matar, skuli
engir líða hungur. Fólk þarf að
hafa nægilega fæðu. Þurrkun á
matvælum skapar möguleika til
þess að geyma mat og senda
kostnaðarlítið hvert sem er.
„Neyðin kennir naktri konu
að spinna.“ Það, sem við lærum
nú á þessum hörmungatimum,
mun hjálpa oss til þess að ná
mikilsverðu takmarki: Öryggi
gegn skorti.
Tillaga ríkisstjóra
(Framh. af 1. síðu)
tæki ákvörðun um stjórnskipun
íslag,ds. Mótmæli hans og þing-
heims er slitið var með vald-
boði þjóðfundinum 1851, er einn
af minnisstæðustu atburðum í
seinni stjórnmálasögu vorri. Og
þó var Alþingi þá nýlega endur-
reist og hefði að sjálfsögðu get-
að gert samþykktir um málið.
Ef einhver kynni að telja, að
þjóðfundarkvaðning mundi
verða til þess að tefja af-
greiðslu málsins um þörf fram,
hygg ég, að svo þyrfti ekki að
verða, ef gengið er fljótt að
verki. Enda mundi Alþingi nú
geta undirbúið málið enn vand-
legar undir fundinn en gert
hefir verið til þessa. Mun ég
fús að gera nánari grein fyrir
þessu, ef nefndirnar telja rétt
að sinna framangreindri hug-
mynd minni, og ef þess yrði
óskað. Ég skal aðeins geta þess
nú. að ég geri ráð fyrir því, að
Á veðavangi
(Framh. af 1. síðu)
höfðu ekki enn gert opinbert.
Blöðunum var víst flestum einn-
ig kunnugt um, að málið var
þá ekki til lykta leitt í mikils-
verðu atriði, er sneri að því stór-
veldi, er við var samið. Gat því
birting málsins á þeirri stundu
haft hin óþægilegustu, ef ekki
skaðlegustu, áhrif. En í stað
þess að taka fregnina hreinlega
til baka, sem blaðið undir kring-
umstæðunum hefir vafalaust
haft skyldu til að gera, heldur
það áfram að rita um málið á
mjög ósmekklegan hátt.
Nú hefir mál þetta fyrir nokk-
urum dögum verið gert opin-
bert af utanríkisráðuneytinu og
birt í öllum blöðum. En þá
skeður það furðulega, að rit-
stjóri Morgunblaðsins notar
þetta tækifæri til þess að ráðast
að utanríkisráðherra á hinn
flónskulegasta og ógeðslegasta
hátt. Fyrir það, að ráðherrann
gegnir skyldu sinni vegna
fréttaflutnings, sem varðar við
lög, um viðkvæmt utanríkismál,
notar ritstjóri Morgunblaðsins
aðstöðu sína til þess að skrifa
um hann persónulegar svívirð-
ingar. Slík framkoma sem þessi
er langt fyrir neðan almennt
velsæmi. Löggjafinn hefir með
hinum ströngu lagaákvæðum
sett skorður við því, að menn
geti opinberlega farið með ut-
anríkismál landsins eftir því
sem hverjum einum gott þykir.
En persóna þess ráðherra, sem
fer með þessi viðkvæmu mál,
hefir enga slíka vernd, jafnvel
ekki er hann gegnir embættis-
skyldu sinni. Hvað blaðamenn
telja sér sæmandi undir kring-
umstæðum sem þessum, er
hins vegar góður mælikvarði á
menningu þeirra.
Vér íslendingar erum viðvan-
ingar í utanríkismálum, en því
meiri þörf er á því, að menn
reyni að temja sér þá háttvísi
í þessum málum, sem aðrar
þjóðir hafa lært og tileinkað
sér af langri reynslu."
þjóðfundur geti hafa lokið störf-
um sínum fyrir lok maímánaðar
næstkomandi.
Reykjavík, 21. janúar 1944.
(Sign.) Sveinn Björnsson.
Forseti sameinaðs Alþingis
herra. alþingismaður
Gísli Sveinsson.
L c s i ð!
Seint í haust var mér færð
fullvaxin hryssa, rauðvindótt
að lit, talin með mínu hrossa-
marki, sem er fjöður fr. bæði
eyru.
Hryssuna á ég ekki, enda
finnst mér vafi á um benið
fr. vinstra.
Geti einhver helgað sér hryss-
una, gefi hann sig fram.
Brynjólfur Guðbrandsson,
Hlöðutúni.
Erlent yfirlit.
(Framh. af 1. síðu)
þunglyndur og réði sér bana í
ölæðiskasti eftir tveggja ára
stjórn. Flokkur hans missti þá
völdin og var Panaranda hers-
höfðingi kjörinn forseti. Hann
gegndi því starfi til seinustu'
áramóta. Var hann auðhring-
unum eftirlátur og beitti her-
valdi til að kveða niður verkföll.
Rétt fyrir áramótin var honum
steypt af stóli og stóðu ýmsir
af gömlum samstarfsmönnum
Germán Buschs að byltingunni.
Hafa þeir nú myndað stjórn og
virðist fullur friður ríkja í
landinu.
Hin nýja stjórn hefir lýst yf-
ir því, að hún muni standa við
alla þá samninga, er fyrirrenn-
arar hennar hafi gert við
Bandamenn, en auðmennirnir
höfðu reynt að koma þeim orð-
rómi af stað, að hún væri naz-
istisk. og stæði í sambandi við
Þjóðverja. Er auðséð, að auð-
menn í Bandaríkjunum er lagt
hafa fjármagn í bolivísk fyrir-
tæki, líta hina nýju stjórn ó-
hýru auga. Ýmsir stjórnmála-
menn Bandaríkjanna óttast
líka, að nýja stjórnin muni fyrst
og fremst leita samvinnu við
Argentínu, sem er eina ríkið í
Suður-Ameríku, er ekki hefir
viljað beygja sig undir forustu
Bandaríkjanna og virðist vinna
að því, að ríkin í Suður-Ame-
ríku „myndi sérstakt bandalag,
óháð Bandaríkjunum. Hefir Ar-
gentína nýlega náð samningum
við Paraguay, sem þýða raun-
verulega, að Paraguay hefir ját-
azt undir forustu Argentínu-
manna. Ef Bolivia bætist einnig
í þennan hóp, gæti það gefið
bandalagshugmynd Argentínu
byr í seglin annars staðar í
Suður-Ameríku.
i*GAMLA
Konan með örið
(A WOMAN’S FACE)
JOHN CRAWFORD
MELVYN DOUGLAS,
CONRAD VELDT.
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn innan 12 ára fá ekki
_______aðgang.______
FLÓTTI UM NÓTT
(Fly by night).
RICHARD CARLSON,
NANCY KELLY.
Sýnd kl. 3 og 5.
Börn innan 14 ára fá ekki
aðgang.
► Nýja bíó
SÖGUR FRÁ
ÍIAXIIATm
(Tales of Manhattan)
Aðalhlutverk: .
CHARLES BOYER
RITA HAYWORTH
GINGER ROGERS
HENRY FONDA o. fl.
Sýnd kl. 6,30 og 9.
BÆNDALEIÐTOGINN
(In old Monterey)
Cowboy söngvamynd með
GENE AUTRY
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Hjartans þakklœti til allra vina og kunningja, sem
glöddu ckkur á 80 og 70 ára aldurs afmœlum og 50 ára
hjúskaparafmœli okkar.
Guð blessi ykkur öll og gefi gleðilegt nýár.
Blöndudalshólum, 3. jan. 1944.
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, SIGURJÓN JÓHANNSSON.
Alúðarfyllstu þakkir til vina og sveitunga, barna og
tengdasona, fyrir rausnarlegar gjafir, heillaóskir, heim-
sókhir og hvers konar vinsemd á 25 ára hjúskaparafmœli
okkar.
VIGDÍS HELGADÓTTIR
JÓN ÞORVARÐSSON
Meðalholtum.
ÞAKKARÁVAHP.
Þökk fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall
og jarðarför mannsins míns og föður okkar,
Halls Krlstjáitssonar,
bónda að Gríshóli.
SIGRÍÐUR ILLUGADÓTTIR OG BÖRN.
Nokkrar stúlkur
jí'ela komist að I GarnasíöfSiiini við
Rauðarárstíg.
Upplýsingar á staðnum og í síma
4241.
Hvaða erlent mál
á ég að læra?
spyrja menn. Allir, sem eitthvað hafa lært í erlendum málum,
vita, að það tekur mörg ár að læra þau til hlítar.
Rétta lausnin er að læra Esperanto.
Esperanto er auðlærðasta mál, sem til er. Það hefir einfald-
ar málfræðireglur, sem allar eru undantekningarlausar,
skýran og reglulegan framburð, einfalda stafsetningu og
auðlærðan orðaforða. Esperanto tjáir hvaða hugsun sem er.
Bókmenntir þess eru nú þegar orðnar blómlegar.
1%—2 miljónir manna víðsvegar um heim
tala og skrifa Esperanto.
Með bréfaviðskiptum á Esperanto getið þér eignazt kunn-
ingja, hvar sem er í heiminum. Esperanto mun áreiðan-
lega dafna vel að styrjöldinni lokinni.
Lærið Esperanto
og takið þátt í baráttunni fyrir friðar- og bræðralagshug-
sjóninni, sem esperantistar berjast fyrir.
Bréfanámskeið í Esperanto hefst um þessar mundir.
Þátttakendur fá kennslubók með lesköflum og fjölda mynda;
ennfremur orðasafn, málfræðiskýringar og stílsefni, sem
send verða hálfsmánaðarlega, unz námskeiðinu er lokið.
Notið tækifærið og lærið alþjóðamálið.
Þér getið gerst þátttakendur, hvar í landinu, sem þér búið,
því að námið fer fram heima.
Þátttaka kostar aðeins 28 krónur, er greiðist í byrjun.
Utan á þátttökubeiðnir skal rita:
OLAFIR S. MAGNÍÚSSO]V,
Bergstaðastræti 30 B, Rvík.
Ég óska að taka þátt í Bréfanámskeiði í Esperanto.
Gjaldið sendi ég í sama pósti með póstávísun — ósk-
ast innheimt með póstkröfu (strikið yfir það, sem ekki
á við).
Nafn: .................................................
Heimili: ..............................................