Tíminn - 27.01.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKErrrrOFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, fimintudaginíi 27. jan. 1944 9. blað Erlent yfirlit: Hungursneyð- ín í Bengal í Bengalfylki í Indlandi hefir um nokkurra vikna skeið ríkt mjög stórfelld hungursneyð. Sumar fregnir herma, að um 100 manns hafri dáið úr hungri á dag til jafnaðar, en miklu fleiri, sem kunna að lifa hung- ursneyðina af, muni bera alvar- legar menjar hennar æfilangt. Aðrar fregnir telja mannfall- ið af völdum hungursneyðar- innar minna, en viðurkenna þó, að það sé mjög verulegt. Enn hefir ekki verið ráðin fullkom- in bót á neyðinni, þótt margvís- legra hjálparráðstafanir hafi verið gerðar, og Bretar hafi tek- ið margt skipa úr styrjaldar- rekstrinum í matvælaflutninga til Bengal. Það þykir sýnt, að brezku stjórnarvöldunum verði ekki kennt um hungursneyðina, en hins végar hafi þau gert mikið til að draga úr henni. Stjórnarfyrirkomulagi Ind- lands er þannig háttað, að land- ið skiptist í sjálfstjórnarfylki eða furstadæmi, sem öll lúta þó sambandsstjórn Breta. Sjálf- stjórnarfylkin, en Bengal er meðal þeirra* ráða mestu um sérmál sín og leitast Bretar við að hafa sem minnst afskipti af stjórn þeirra. Telja Bretar, að þeir með þessum hætti séu að gera Indverja færa um að ann- ast í framtíðinni stjórn allra málefna sinna. Sumarið 1942 bar nokkuð á matvælaskorti í ýmsum héruð- um Indlands. Sambandsstjórn Breta aðstoðaði þá fylkisstjórn- irnar eftir megni við útvegun matvæla. Jafnframt aflaði hún sér upplýsinga um, hvort fylkis- stjórnirnar óttuðust kornskort í framtíðinni. Bengalstjórn var m. a. þeirra, sem áleit enga hættu á ferðum. Nokkuru seinna urðu þar mikil fárviðri, flóð- bylgjur gengu á land, og fljót og vötn flóðu yfir víðlenda akra. Eyðilagðist því mikið af upp- skerunni í stórum héruðum. Þegar svo var komið, fóru menn að óttast kornskort. Ýmsir korn- framleiðendur létu því vöru sína ekki á markaðinn, þar sem þeir gerðu ráð fyrir verðhækkun. Tekjuhærri neytendur reyndu hins vegar að hamstra eftir megni. Leiddi þetta til þess, að kornskorturinn varð miklu til- finnanlegri en ella og endaði með hungursneyð þeirri, sem áður er lýst. Ráðstafanir fylkis- stjórnarinnar til að hindra hömstrunina reyndust gagns- litlar. Er sambandsstjórn Breta greip inn í, var neyðin komin : í algleyming. Erfitt var að fá (Framh. á 4. síðu) Seinusttt fréttir Landgöngulið Bandamanna við Rómaborg hefir stórum stækkað yfirráðasvæði sitt.Eiga þær nú 30 km. ófarna til Róma- borgar. Mótspyrna hefir enn ekki verið verulega hörð af Þjóðverja hálfu. Dregið hefir úr áhlaupum Þjóðverja á Cassino- vigstöðvunum og munu þeir sennilega flytja lið sitt þaðan, svo að landgönguher Breta krói það ekki inni. Sókn Rússa á Leningradvíg- ■stöðvunum heldur enn áfram og ber mikinn árangur. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa neitað að viður- kenna Bolivíustjórn. Gruna þær stjórnina um vinfengi við Argentínustjórn og eins munu þær vilja afstýra því, að stjórn- in leggi eignarhald á tinnám- urnar, en hún hefir haft orð á því. Krýsuvíkurleíðín er næstum snjólaus En mjólkurbílarnir eru tepptír á Hollisheiði Stjórn mjólkursamsölunnar bauð í gær fjárveitinganefnd og samgöngumálanefnd Alþingis, ásamt blaðamönnum og fleiri til ferðar um Krýsivíkurveg og Hellisheiðarveg eftir því sem fært var. Reyndist Krýsivíkur- vegur fær á leiðarenda, nokkuð suður með Kleifarvatni. Hins vegar var Hellisheiðarvegur ekki fær nema nokkuð • upp fyrir Baldurshaga. Síðan um áramót hefir það alloft komið fyrir, að Hellisheiði hefir verið ófær bifreiðum, þótt snjólaust hafi verið að kalla á Reykjanesskaga.Hefir af þessum sökum verið ókleift að koma nýrri mjólk af Suðurlandi til Reykjavikur, báðum til hagræð- is, neytendum í Reykjavík og framleiðendum á Suðurlands- undirlendi. Svo' var og í gær. Þótt Krýsuvíkurvegurinn væri mjög snjólítill, svo langt sem hann nær, var Hellisheiði ger- samlega ófær bifreiðum, og komust ekki nema þrír af mjólkurbílunum í skíðaskálann í Hveradölum í gærkvöldi, og það með aðstoð snjóýta og ný- tízku dráttartækja, þótt lagt væri eldsnemma af stað frá Sel- fossi. Virðist því einsætt, að sú krafa verði gerð, bæði af hálfu neyt- enda syðra og framleiðenda eystra, að Krýsivíkurvegi verði lokið hið fyrsta. Hver dagur, sem ógerlegt er að koma mjólk til Reykjavíkur, kostar áreiðanlega tugi þús. fyrir hlutaðeigendur. Þegar hafa verið lagðir 25 kílómetrar af Krýsivíkurvegi, en eftir mun að leggja um 50 kíló- metra meðfram Krýsivíkur- vatni, um Krýsivík, um Herdís- arvík og Selvog. Telja þeir, sem skil kunna á, að þessi ólagði (Framh. á 4. síðu) Fréttir úr Austttr- Skattafeilssýslu Páll Þorsteinsson alþingis- maður ferðaðist um mikinn hluta Austur-Skaftafellsýslu fyrstu daga þessa árs. Hann hefir skýrt blaðinu frá þvi er hér segir: Tíðarfarið hefir mátt teljast gott þar eystra það, sem af er þessum vetri. Fram að jólum var mjög milt, en rigningasamt, svo að sums staðar hlutust skemmdir af því. Rétt fyrir jólin gekk í hryðjuveður og gerði snjófok, og voru gripir þá' teknir í hús, en eftir jólin brá til meiri kulda. Gerði þá all snarpt frost, svo að flest vötn voru orðin ísi lögð. Viðbúnaður er þegar hafinn um útgerð frá Hornafirði í vetur. Verða bát- arnir með flesta móti, sem stunda fiski þaðan í vetur, enda allar verbúðirnar fullsetnar Þar er nú frystihús í smíðum. í Nesjahreppi verður væntan lega reistur vandaður barna- skóli og samkomuhús á þessu ári. í Öræfum og Suðursveit er einnig verið að reisa samkomu- hús. í Öræfum verður bætt við einni smárafstöð á þessu ári, og mun Helgi á Fagurhólsmýri setja hana upp. Hann hefir áð- ur komið upp mörgum slíkum stöðvum, eins og kunnugt er. Eitthvað mesta áhugamál Austur-Skaftafellinga er að fá betri samgöngur en verið hefir með því að fá öruggar skipferð- ir á Hornafjörð og brýr á þær ár í héraðinu, sem valda bif- reiðum mestum farartálma. Þíngnefndír athuga lýðveld- isírv. og uppsagnartillöguna Þlngíð ákveðið í því, að halda sjálfslæðismálinu iitan við deilumálin Seinustu dagana hafa engir þingfundir verið haldnir, því að hinar fjölmennu nefndir, er kjörnar hafa verið til að athuga uppsagnartillöguna og lýðveldisstjórnarskrána, hafa setið á rök- stólum. Mun þetta starf þeirra verða aðalverk þingsins að þessu sinni, því að telja má líklegt, að nefndirnar muni nú þegar reyna að velja þessum málum þau form, sem þingið getur síðan sam- einast um. Telja má víst, að nefndirnar reyni hið ýtrasta til að ná sam- komulagi allra þingmanna um málið. Myndi því vissulega fagn- að af þjóðinni, ef slíkur árangur næðist, og vera jafnframt mik- ill styrkur út á við. Þá þurfa nefndirnar að íhuga ýmsar breyt- ingar, sem leiða af heimfærslu æðsta valdsins, og reyna að ná sem fullkomnustu samkomulagi um þær. Væri t. d. horfið að því ráði, að forsetinn yrði þjóðkjörinn, koma ýmsar aöferðir til greina, er ágreiningur getur verið um. Það virðist því mega gera ráð fyrir, að störf nefndanna geti tekið nokkurn tíma. Er rétt að afgreiða allt stj ór n ar skr ár málið iní? Þær radöir hafa heyrzt, að ■ réít myndi af þinginu að taka 1 allt stjórnarskrármálið til at-; hugunar og afgreiða nýja' stjórnarskrá með venjulegum; hætti, þ. e. á tveimur þingum! með kosningum á milli. Eru færðar þær röksemdir fyrir þessu, að nauðsynlegt sé að gera margháttaðar breytingar á stjórnarskránni, og sé bezt að ljúka þessu verki öllu í einu. Þingið mun hafa tekið þetta atriði til athugunar og mun vera á einu máli um, að þetta sé ekki tiltækilegt. Eru færð fram þau rök af hálfu þess, að mörg viðkvæm deilumál myndu blandast inn í slíka heildar- endurskoðun stjórnarskrárinn- ar, t. d. kjördæmamálið, er gætu hæglega spillt einingunni um skilnaðar- og lýðveldismálið. Það verði enn að hafa þá að- ferðina viðkomandi þessu máli, er þótt hefir vaénlegust til þessa, að halda því algerlega sér- greinöu frá öðrum málum. Þess vegna sé hyggilegast og líkleg- ast til mestrar einingar, að skilnaðurinn og lýðveldisstofn- unin verði afgreidd hið fyrsta á grundvelli bráðabirgðaákvæð- is stjórnarskrárlaganna frá 1942, en strax og þeim málum sé komið í höfn, verði hafizt handa um setningu nýrrar, end- urbættrar stjórnarskrár fyrir íslenzka lýðveldið. Þá er á það bent, ,að það myndi taka langan tíma, ef fara ætti þessa leið. Endurskoð- un allrar stjórnarskrárinnar á þingi nú myndi taka langan tíma, þar sem málið má heita óundirbúið, og auk þess valda hörðum deilum. Síðan þyrftu að fara fram kosningar, sem gætu orðið mjög harðskeyttar og úrslit vafasöm, því að þau ákvæði gætu komizt inn í stjórnarskrárfrv., að heilir flokkar eða sterk samtök vildu fella það, þrátt fyrir lýðveldis- ákvæðið. Að kosningunum loknum þyrfti svo þingið að koma samán á ný og þar gætu orðið langvinnar deilur áður en stjórnarskráin næði fullnaðar- samþykki. Þessari leið er þannig fundið það hvorttveggja til foráttu, að hún gæti spillt einingunni um málið og dregið það allt of lengi á langinn. Eina hyggilega leiðin sé að halda þessum tveim- úr málum, sambandsslitum og lýðveldisstofnuninni, aðskildum frá öðrum málum og afgreiða þau sem fyrst. Er lijóðfitndur lieppi- legur mi? Þá hafa einnig heyrzt raddir um, að athugandi sé hvort (Framh. á 4. síðu) Rannsókn á breyt- ingum iískiskípa Ráðstöiun atvinnu- málaráðherra Síðastl. mánudag bar Stefán Jóhann Stefánsson fram á Al- þingi fyrirspurn til ríkisstjórn- arinnar þess efnis, hvort ríkis- stjórnin hefði ekki hafizt handa um rannsókn á hleðslu og öryggi skipa í tilefni hinna ýmsu sjó- slysa, sem orðið hafa í seinni tíð. Vilhjálmur Þór atvinnumála- ráðherra svaraði fyrirspurninni 'með svohljóðandi ræðu: ) í tíð núverandi ríkisstjórnar hefir sá háttur verið viðhafður, þegar skipstapar hafa orðið, að [ atvinnumálaráðuneytið hefir lagt fyrir sjódóminn í Reykja- ' vík að hafa sjópróf, til þess að ' reyna að fá upplýst, hvað valdið ; hafi slysum, m. a. til þess að | fyrirbyggja, að hið sama endur- . taki sig. j Samkvæmt þessari venju hef- ir ráðuneytið með bréfi 21. þ..m. (xtil sjódóms Reykjavíkur gert ráð fyrir því, að sjópróf verði haldið í tilefni af hvarfi b.v. (Framli. á 4. síðu) Ráðstefnan í Kaíro Mynd þessi er frá Kairoráðstefnunni, er haldin var l haust. — Fremst á myndinni sitja Chiang Kai Shek, forseti Kínaveldis og Roosevelt Banda- ríkjaforseti. Á bak við þá standa Antony Eden (með krosslagðar hendur) o<7 Winant sendiherra Bandaríkjanna í London (í dökkum fötum). — Héraðsþing ungm.- félaga.á Vestfjörðum Eindregin sampykkt í lýðveldismálinu Héraðsþing Ungmennasam- bands Vestfjarða var haldið að Núpi í Dýrafirði 27.—28. des- ember 1943. Mörg mál voru rædd og ýmsar ályktanir gerð- ar. Fara hér á eftir nokkrar þær helztu: Skilnaðarmálið: „Héraðsþing- ið fagnar því, að stofnað verði lýðveldi á íslandi 17. júní 1944 og skorar á ungmennafélögin að vinna að því, að þátttaka í væntanlegri - þjógaratkvæða- greiðslu verði sem almennust. Héraðsþingið lítur svo á, að sjálfsagt sé að 17. júní verði þjóðhátíðardagur íslendinga." íþróttamál: „Héraðsþingið felur héraðsstjórn að ákveða í samráði við íþróttafulltrúa rík- isins stað fyrir íþróttavöll og útisundlaug að Núpi og hefja framkvæmdir sem fyrst. Þá lýsir héraðsþingið ánægju sinni yfir íþróttamótinu að Núpi 11. júlí s. 1. og telur sjálf- sagt að slík mót verði haldin þar árlega. Ennfremur þakkar þingið U. M. F. í. ágætt samstarf um framkvæmdir íþróttamál- efna.“ Skólamál: „Héraðsþingið hvetur ungmennafélögin til þess að vinna að því, að heima- vistarskólar fyrir börn verði reistir í sveitum og leggja kapp á að safna fé til undirbúnings framkvæmda í þeim efnum.“ Bindindismál: „Héraðsþingið brýnir fyrir umf.,að aldrei hef ir verið meiri þörf en nú á því, að drengilega væri unnið fyrir (Framh. á 4. síðu) A viSavsmgi ÍHUGUNARVERÐ ORÐ FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN. Þegar þannig fór, sem kunn- ugt er, að ekki varð af endan- legri afgreiðslu sjálfstæðismáls- ins á sumarþinginu 1942, birtist í Alþýðublaðinu 9. sept. 1942 forustugrein undir fyrirsögn- inni: „Sjálfstæðismálið“. Hun hefst þannig: „Það fer ekki hjá því að sú afgreiða, sem sjálfstæðismálið fékk á hinu nýafstaðna þingi, hljóti að valda nokkrum von- brigðum meðal þjóðarinnar”. Gerir blaðið grein fyrir því, að áður en þingið kom saman, hafi sakir staðið þannig: „Þá var gert ráð fyrir því, að síðasta skrefið í sjálfstæðismál- inu yrði stigið þegar á sumar- þinginu með samþykki lýðveld- isstjórnarskrár, sem því næst yrði kosið um í haust og staðfest til fullnustu á fyrsta þingi á eftir.“ Þessi forystugrein Alþýðu- blaðsins endar á þessum orðum: „Og þó .að ekki hafi nú tek- ist að ná því marki í bili, sem fyrirhugað var í sjálfstæðismál- inu á hinu nýafstaðna þingi, mun enginn flokkur auka álit sitt hjá þjóðinni með því að skerast úr leik í því máli. Þjóð- in lítur á sjálfstæðismálið sem hafið yfir allan flokkaríg og heimtar undirhyggjulaust og einlæga samvinnu allra flokka um það.“ Þeir forkólfar Alþýðuflokks- ins, er hafa haft við orð að „skerast úr leik“ og draga sjálf- stæðismálið „inn í flokkaríg“, ættu að íhuga vel þessi gömlu ummæli Alþýðuþlaðsins. Þau' túlka vissulega betur óskir og viðhorf þjóðarinnar en undan- haldsþvættingur sá, sem nú fyllír daglegar dálka þess blaðs. SPURNINGAR TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. Alþýðublaðið tönnlast á því dag eftir dag, að sambandsslit og lýðveldisstofnun nú séu brot á lögum og gerðum milliríkja- samningum. í þessu tilefni þykir rétt að spyrja Alþýðublaðið? Vildi Alþýðuflokurinn brjóta lög og milliríkjasamninga, þeg- ar hann lýsti yfir því á þingi 1941, að ísland hefði þá þegar fullan rétt til sambandsslita? Vildi Alþýðuflokkurinn brjóta lög og milliríkjasamninga, þeg- ar hann beittist fyrir því, að lýðveldið yrði stofnað sumarið 1942? Vildi Alþýðublaðið brjóta lög og milliríkjasamninga, þegar það lagði blessun sína yfir báð- ar þessar. ákvarðanir Alþýðu- flokksins og meira að segja átaldi það, að lýðveldið var ekki formlega stofnað 1941? Vildi Stefán Jóhann brjóta lög og milliríkjasamningar, þegar hann lagði til á síðastl. vori, að lýðveldið yrði formlega stofnað 17. júní 1944? Vill Haraldur Guðmundsson brjóta lög og milliríkjasamn- inga, þegar hann vildi standa við undirskrift sína og Stefáns í syórnarskrárnefndinni í fyrra- vor? Alþýðublaðið ætti að svara þessum spurningum áður en það þvaðrar meira um lagabrot og sapmingsbrot. HVAÐA ÞÝÐINGU GETA SKJÖLIN HAFT? Alþýðublaðið er alltaf að hamra á því, að það þurfi að birta skjöl þau um skilnaðar- málið, sem hafa farið milli ís- lenzkra og erlendra stjórnar- valda. Sumt af þessum skjölum eru vitanlega trúnaðarmál, sem ekki er hægt að birta, án. sam- þykkis hlutaðeigandi stjórnar- valda, nema með því að brjóta sjálfsögðustu wmgengnisvenjur (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.