Tíminn - 27.01.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.01.1944, Blaðsíða 3
9. blað TÍMINN, fimmtudagmn 27. jan. 1944 35 Sexiugur: Krístján Sigurðsson kennari í Vatnsdal Þann 27. ág. s. 1. varð Kristján Sigurðsson kennari og bóndi að Brúsastöðum í Vatnsdal 60 ára. Kristján er fæddur að Páls- gerði í Höfðahverfi 1883 sonur Sigurðar Pálssonar frá Vallna- koti og Kristbjargar Árnadóttur frá Fellsseli. Árið 1895 fluttist hann frá foreldrum sínum að Stóruvöllum í Bárðardal, og dvaldi þar í nokkur ár. Veturna 1904—5 og 1905—6 stundaði hann nám í búnaðarskólanum á Hólum. Sumarið 1905 varð hann fyrir því áfalli að fá lömunarveiki og lék sú veiki hann svo hart, að hinn síðari vetur sinn á Hólum gat hann eigi gengið og urðu skólabræður hans að bera hann er hann þurfti að færa sig milli herbergja eða húsa. Þrátt fyrir þetta áfall, var lífsþróttur og viljafesta Krist- jáns það mikil, að honum kom eigi til hugar að hætta við nám í skólanum. Enda stundaði hann námið svo vel að hann varð 1 af 3, er fékk verðlaun fyrir námsafrek. Þegar.. Kristján hafði lokið námi á Hólum, gat hann eigi snúið sér að landbúnaðarstörf- um, sökum lömunarinnar, og byrjaði því á skósmíði. Það stundaði hann í nær 3 ár, en féll starfið illa og sneri inn á aðrar brautir. Veturinn 1908—1909 stundaði hann nám í Hvítárbakkaskóla. Haustið eftir gekk hann upp f þriðja bekk kennaraskólans og útskrifaðist þaðan vorið eftir. Það sama ár gerðist hann kennari í Vatnsdalnum, og hef- ir stundað það starf síðan ásamt búskap. - Árið 1914 kvæntist Kristján Margréti Björnsdóttur Blöndal frá Brúsastöðum og reisti þá þegar bú á Brúsastöðum, og hef- ir síðan- búið á parti af jörð- inni. Börn þeirra hjóna eru Gróa, er nú vinnur í skrifstofu ríkisspítalanna, Björn kennari, nú hjá tengdaföður sínum, Jóni bónda á Húnsstöðum, og Ingi- björg, heima hjá foreldrum sín- um. Árið 1931 var Kristján skip- aður námsstjóri og starfaði að því, þar til það starf var lagt niður. Kristján hefir stundað kennslu í Vatnsdalnum í 33 ár. Við sveitungarnir erum hon- um þakklátir fyrir störf hans, og nemendur hans fjær og nær virða hann og þykir vænt um hann. í tilefni þessara tímamóta í lífi þessa andlega leiðtoga, var honum haldið samsæti þ. 31. okt. s. 1., og færðu gamlir og ný- ir nemendur. honum þá að gjöf vandað útvarpstæki og peninga- •gjöf allmikla, en bændur sveit- arinnar færðu honum staf einn vænan. Kristján hefir verið þrekmað- ur méð afbrigðum. Hið þunga áfall, er hann varð fyrir um tvítugsaldur, bugaði ekki sálar- þrek hans. I fátækt og umkomu- leysi brauzt hann áfram til frekara náms. Með festu þess manns, er ákveður að gefast aldrei upp, lýkur hann kenn- aranámi. Ilmur moldarinnar kallar hann norður í dalabyggð- ir þess fjórðungs, er ól hann. Þar starfar hann öll sín manndómsár með þeirri sömu þrautseigju og viljafestu, sem ávallt hefir einkennt hann. Kennarastarfið er vanþakk- látt starf, en eftir þessi 33 ár munu þó allir foreldrar, er börn hafa átt undir haridleiðslu Kristjáns, vera honum þakklát fyrir góða leiðsögn. Hann hefir verið með afbrigðum góður kennari í móðurmálinu og skriftarkennsla hans hefir verið svo góð, að flestallir nemendur hans hafa getað tileinkað sér ágæta rithönd. Hverju því máli, sem til fram- fara horfir, hefir Kristján léð fylgi sitt, og það ávallt vegna hugsjónarinnar, en ekki af eig- ingifni, né neinni hagsmuna- streitu. Kristján hefir ávallt verið einn af forvígismönnum ungmennafélagsskaparins og með öruggustu samvinnumönn- um héraðsins, og ávallt staðið þar í fylkingarbrjósti. Þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður, gerðist Kristján þegar einn af áhugasömustu leiðtogum flokksins í Húnaþingi, og hefir ávallt verið þar i fremstu víglínu. Vini og velunn- ara mun hann þó eiga marga í hópi andstæðinga, — og má á því marka réttsýni hans og umburðarlyndi. Kristján hefir verið þrekmað- ur andíega og líkamlega. Ung- ur var hann hinn mesti íþrótta- maður og manna gjörvilegastur að vallarsýn. Lömunarveikinni tókst ekki að lama andlega hreysti hans. Hann hefir aldrei sveigt frá því marki, er hann setti sér á unga aldri, að vinna að ræktun lýðs og lands. Hann hefir ávallt verið trúr sínum hugsjónum. Fyrir þeim mun hann berjast til æviloka. Við vinir og samherjar Krist- jáns á Brúsastöðum óskum þess, að honum megi enn endast ald- ur til að styðja góð málefni um mörg ókomin ár. Vatnsdælingur. armál Falks og starfsmanna hans, að fjarvera yfirleitt, þar með talið vegna meiðsla og slysa, fari aldrei fram úr 4 af hundraði. Hermann Falk, föðurbróðir Harolds, sem stofnaði verk- smiðjuna, fór úr bruggunarverk- smiðju föður síns árið 1894 til að byrja á eigin spýtur. Hann byrjaði í smáum stíl með ein- um aðstoðarmanni, Julius P. Heil, er síðar varð fylkisstjóri í Wisconsin. Þeir settu sér það markmið að leggja eins mikla áherzlu á góða sambúð við verkamenn sina eins og ágæti framleiðslunnar. Sum tækin, sem Falk framT leiðir, eru svo lítil, að þau má bera í vasanum, önnur, svo sem vélar flugvélaskipanna, geta vegið með öllu tilheyrandi 160- 000 pund. Hver vél er gerð af ýtrustu vandvirkni og stærð- fræðilegri nákvæmni, eins og sigurverk í úri, þy^í.að undir því getur öryggi skipsins verið komið. Vélarnar í hinum miklu flugvélaskipum Enterprise, Wasp og Hornet eru allar smíð- aðar hjá Falk. Það er ekkert verkamannafé- lag í Falksmiðjunum, þótt fyr- ir sex árum væri fyrirskipað að kjósa nefnd til að semja um launakjör við sáttasemjara. En þessi kosning fór aldrei fram. Verkamannasambandið féll frá kröfu sinni, er því varð ljóst, að verkamenn Falks vildu heldur vera lausir við milligöngu þess. Dick Falk segir sem svo: „Við skiljum vel, að verkamenn vilji hafa félagsskap með sér, en í verksmiðjum okkar hafa-bæði karlar og konur það á meðvit- undinni, að þau geti fengið framgengt án þess öllu því,v er nokkur samtök gætu komið til leiðar." Fyrir nokkru síðan reyndu leiðtogar iðnverkamannasam- bandsins að beita áhrifum sín- um með því að útbýta flugritum við dyr verksmiðjunnar. í þeim var farið meiðandi orðum um þá Falks-feðga, svo að Dick kærði og krafðist 50000 dollara í skaða- bætur. „Um þetta gilda hlið- stæðar reglur og í knattspyrnu", sagði hann við réttarhaldið. „Þar gilda ákveðin lög til að fara eftir, og séu þau brotin, er það skylda dómarans að dæma víti þeim, sem brýtur". Cpp frá áþján FRAMHALD Eftir þetta var skólinn fluttur úr skúrnum við Meþódistakirkj - una. En ekki voru húsakynni þau, sem hann hafði í að hverfa, sérlega reisuleg. Það voru sem sé hænsnahús og hesthús hins niðurnídda býlis. Önnur hreysi, sem uppistandandi voru, urðu vistarverur fólksins, eldhús og matstofa. Hið fyrsta, sem Booker lét nemendurna gera í þessu nýja heimkynni, var að lagfæra kofana. Og þegar því var lokið, lét hann ryðja og plægja allstóra akurrein. Það kom raunar í ljós, að margir nemendanna voru mjög ó- í'úsir til þess að vinna erfiðisvinnu. Þóttust þeir ekki hafa sótt um skólavist í því skyni að fara að fást þar við húsasmíð eða þræla á akri. Það væri hægt að fá nóg af slíku annars staðar. En Booker Washington lét þessar kvartanir sem vind um eyrun þjóta. Hann brýndi það rækilega fyrir fólkinu, að vinnan væri undanfari allra gæða og grundvöllur allrar hamingju. Hana bæri því að virða, en ekki fyrirlíta. Sjálfur gekk hann ötullega að öllum störfum, er vinna þurfti þessi landnámsár og gaf nem- endum sínum þannig ótvírætt og áhrifamikið fordæmi. Meðan þessu fór fram hafði Ólivía Davidson hafið fjársöfnun vegna skólans. Varð henni vel ágengt, bæði meðal hvítra manna og svartra. Var það ekki sízt i-frásögur fært, hve margir gamlir Svertingjar, sem verið höfðu þrælar og ambáttir öll sín blómaár, létu fúslega gjafir af höndum rakna af litlum efnum. Er sú saga sögð til dæmis um gjafmildi og hugsunarhátt þessa örsnauða fólks, að dag einn, er Booker var að ryðja óræktarmörk, kom til hans sjötug Svertingjakona. Hún var mjög tötralega til fara, lotin í'herðum og mædd á svip. Hún haltraði til Bookers, laut fram á staf sinn og mælti: „Ég var ambátt öll mín beztu ár, herra Washington, og það veit sannur guð, að ég er fáfróð og fátæk. En ég veit, að þið ungfrú Ólivía eruð að reyna að gera Svertingjana að betra fólki. Ég á ekki neina peninga, en ég bið yður að þiggja sex egg, sem ég hefi nurlað saman, og hafa þau til uppeldis unga fólkinu í skól- anum yðar." Slíkur var hugur og slíkar voru gjafir margra fleiri gamal- menna, er sjálf höfðu notið svo lítils í lífinu, en' sáu nú hilla undir batnandi tíma, niðjum sínum til handa. Að fimm mánuðum liðnum höfðu safnazt svo miklar gjafir, að þær nægðu til þess að greiða allt kaupverð jarðarinnar. Var þá ráðizt í stóraukna ræktun, því að frumskilyrði góðs rekst- urs var það, að eitthvað væri til að selja og ekki skorti mat á skóla- heimilinu, auk þess sem ræktunarstörfin voru einn þátturinn í náminu. Þar eð æ fleiri Svertingjar óskuðu eftir skólavist, sá Booker fram á, að ekki varð hjá því komizt að ráðast í stórbyggingu, ef skólinn átti að geta vaxið eðlilega. En það kom á daginn, að fullnægjandi bygging myndi kosta um sex þúsund dali. Það var mikil upphæð, og vitaskuld hafði hann ekki handbæra neina peninga til slíkrar stórframkvæmdar og sá meira að segja engin ráð til þess að útvega þá. Þá gerðust þau tiðindi, að maður nokkur hvítur bauðst til þess að lána allt .timbur, er þyrfti í bygginguna, gegn því heiti Bookers einu, að skuldin skyldi greidd, þegar peningar yrðu fyrir hendi. Orð hans þóttu eins góð trygging og skriflegar skúldbindingar annarra manna. Booker var ekki seinn á sér að þiggja þetta góða boð, og Ólivía hóf þegar nýja söfnunarherferð. Að þessu sinni lagði hún leið sina til norðausturríkjanna, þar sem fjárvon var meiri heldur en í grennd við Tuskegee. Tókst þeim þannig með mikl- um dugnaði að koma byggingunni upp og standa í skilum um allar greiðslur. Nemendurnir unnu sjálfir að smíði hússins. Við það vannst þrennt: byggingin varð ódýrari en ella, nem- endurnir nutu verkalaunanna sjálfir og gátu greitt með þeim námskostnað sinn og þeir hlutu haldgóða æfingu í mikilvægri starfsgrein. Hornsteinn byggingarinnar var lagður með mikilli viðhöfn vorið 1881. Allir helztu menn byggðarinnar voru viðstaddir, ásamt kennurum og nemendum skólans og vandafólki þeirra, og kennslumálafulltrúi héraðsins flutti ræðu. Þá voru aðeins sextán ár liðin frá því þrælahald var afnumið í Bandarí.kjunum og felld úr gildi lög, sem bönnuðu, að Svertingjum væri kennt að lesa eða skrifa og lögðu við þungar refsingar. Þetta var því sigur, sem ekki verður ofmetinn. Sumarið 1882 kvongaðist Booker ungri stúlku frá Malden. Hún hét Fanný N. Smith og hafði lokið námi í Hampton. Var hún Booker eigi aðeins stoð og stytta í erfiðu starfi, heldur reyndist hún og hinn bezti kennari. En starfsskeið hennar varð stutt. Hún andaðist eftir tæpra tveggja ára hjónaband, í maí- mánuði 1884. Booker var orðinn ekkill. í þessari þungu raun var honum mest til yndis dóttir, sem Fanný hafði alið honum og hét Portía. Þótt veglegt skólahús væri risið af grunni, var margt ógert. Ræktunin og búreksturinn færðist í aukana. Það þurfti að reisa nýjar og nýjar byggingar, sem eðlilegt var. Hér var um landnám að ræða. Hér varð að byggja allt frá grunni. Og í sjálfu sér var þetta góð og æskileg nauðsyn. Nemendurnir unnu að þessu sjálfir, og þeim var það einmitt bráðnauðsynlegt að læra húsa- smíði til hlítar, því að flestir þeirra voru úr byggðum, þar sem híbýíi Svertingjanna voru svo léleg, að þau voru alls ekki mannabústaðir. Þar þurfti einnig að reisa allt frá grunni, og þá kom þetta yerknám sér sérlega vel. En þetta varð einnig til þess, að nemendum þótti miklu vænna um stofnunina og skóla- húsin en ella. Allt var þetta ávöxtur af erfiði þeirra. Þeir höfðu sjálfir lagt hönd að verki og séð húsin hækka dag frá degi, unz þau voru fullsmíðuð. Það var ekki fátítt að heyra gamla nem- endur segja við unga menn, sem hugsunarlaust krotuðu með blýanti á veggina eða stungu hnífnum sínum í dyrastafina: „Gérðu þetta ekki drengur minn. Þetta er okkar hús. Ég vann sjálfur að þessari byggingu." Þegar fram í sótti, urðu starfsmenn og nemendur skólans færir um að gera sjálfir allt það, sem að húsasmíðum laut, jafnt að teikna húsin sem að koma rafmagnsleiðslunum fyrir. Booker kom meira að segja upp tígulsteinagerð til þess að unnt væri að reisa byggingar úr traustara og haldbetra efni heldur en timbri. Vitanlega voru þar miklir erfiðleikar í vegi, einkum fjárskortur og reynsluleysi. En á öllu þessu sigraðist hann. Hann var nefnilega maður, sem - staðráðinn var í að sigra, þótt við ramman væri að draga. Það fór lika svo, að tígulsteinagerðin í Tuskegee fullnægði ekki aðeins þörfum skólans, heldur varð honum mikilvæg og árviss tekjulind, er tímar liðu fram. En sagan er ekki þar með öll sögð: Mikill fjöldi nemenda frá Tuske- gee stofnsetti og rak tígulsteinagerðir víðs vegar um Suðurríkin, Samband ísl. sunivinnufélagu. Viðskipti yðar við kaupfélagið efla hag þess og yðar sjálfra. 1 O p A L Rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið O P A L rœstiduft ^~~.—.—^^ Rit um þjóðfélags- og menningarmál. 5.-6. hefti nýkomið út. E F N I : Sr. Sigurbjörn Einarsson: Á nýársdag. Lúðvík Kristjánsson: Minjar og menning. Hermann Jónsson: Takmörkun eignarréttar. Óskar Bergsson: Að velja og að hafna. Kristmundur Bjarnason: Kærleikur? (smásaga) Jón Árnason, Lækjarbotnum: Merkisdagur ársins. ' Eiríkur á Skatastöðum: Smalamennt, Brúðkaups- veizlur á öndverðri 19. öld. Jóhann frá Öxney: Ræktunarframkvæmdir. E. H. Carr: Leit að nýju siðferðilegu markmiði. Broddi Jóhannesson: Heimili og þjóðfélag. Úr dagbók Leiru-Gríms o. m. fl. Ritið kemur út sex sinnum á ári. Árgangurinn kr. 15,00. — Fæst í bókaverzlunum. Aðalafgreiðsla í Fornbókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstræti 19. — Sími 4179. W*S*4««*í*5«««««4*»»*í«S«*««*«4^^ REYKVÍKINGAR! F Urvals saltkjöt fæst nú og framvegis í flestum kjötbúðum bæjarins. Vantar 2 vetra fola jarpan, með sýlt vinstra, fjöð- ur framan. 22. janúar 1944. JÓN HELGASON, * Saurbæ, Ölfusi. Auglýsið í Tímaiium! Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. og þeir reyndust nær undantekningarlaust dugandi menn í þess- ari starfsgrein. Tígulsteinar þeirra þóttu traustir og fallegir og vel brenndir, og á þenna háft urðu þeir til þess að auka hróður sjálfra sín, skóla síns og hins svarta kyns á raunhæfan og óræk- an hátt. Sá maður, sem fær er um að inna vel af höndum gagnlegt starf^ er nytsamur í sínu þjóðfélagi og mun að lokum hljóta sína viðurkenningu, af hvaða kynstofni svo sem hann er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.