Tíminn - 27.01.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1944, Blaðsíða 2
34 Tl>ll\X. fimmtudaginn 27. jan. 1944 9. bla» ^tmtrm Wimmtudaaur 27. jan. Stjórnmálaþróun nágrannaþjóðanna Tvær aukakosningar til brezka þingsins, sem fóru fram um ára- mótin, hafa vakiö allmikla at- hygli. í báðum kosningunum var einn frambjóðandi fyrir þjóðstjórnarflokkana samein- aða. í fyrri kosningunni munaði minnstu, að þjóðstjórnarfram- bjóðandinn félli fyrir keppinaut sínum, sem var ung kona, er ekki ¦ naut. stuðnings neins flokks. Þóttu þessi úrslit svo ó- hagstæð fyrir stjórnina, að allir flokksforingjarnir, er að henni standa, Churchill, Attlee og Arcibald Sinclair, gengu fram fyrir skjöldu í síðari kosning- unni og skoruðu á kjósendur að fylkja sér um þjóðstjórnarfram- bjóðandann. En það kom fyrir ekki. Keppinautur hans, sem var studdur af nýjum flokki, er berst fyrir auðjöfnun og ýms- um rottækum ráðstöfunum, bar sigur af hólmi. Það, sem talið er að valdið hafi hinum óhagstæðu úrslitum fyrir stjórnina, er einkum þetta: Frambjóðendur hennar töluðu aðallega um styrjöldina og lofuðu að gera sitt bezta til að hraða þeim framkvæmdum, er leiddu hana sem fyrst til lykta. Keppinautar þeirra ræddu hins vegar aðallega um við- reisnarmálin eftir styrjöldina. Þeir töluðu um hinn nýja heim, sem koma ætti eftir stríðið, þar sem allir gætu notið velmegun- ar og frelsis. Þeir bentu á ýmsar ráðstafanir, sem gera þyrfti til að ná þessu glæsta marki, og lofuðu að beita sér fyrir þeim. Kosningar þesar eru almennt taldar mælikvarði á stjórnmála- legt viðhorf ensks almennings um þessar mundir. Hugur hans er meira bundinn við félagsleg- ar og alþýðlegar umbætur kom- andi ára en stríðið sjálft. Hann vill sjá raunhæfan og almenn- an árangur hinnar miklu bar- áttu í bættum hag og auknu efnalegu öryggi fjöldans. Þótt þessi breyting hafi orðið á hugarfari brezkrar alþýðu, fer því fjarri, að kommúnism- anum hafi vaxið fylgi. Bylting- arstefna hans hefir ekki fengið neinn aukinn hljómgrunn hjá henni. Hún hefir lýst aðdáun á hetjubaráttu Rússa, alveg eins og hún viðurkennir harðfengi Þjóðverja, en stjórnskipulag beggja er henni jafn framandi og áður. Öll sólarmerki benda því til þess, að ný stjórnmálaþróun hefjist í Bretlandi, þegar styrj- öldinni lýkur. Það verður ekki horfið aftur til hins gamla skipulags hinnar skefjalausu samkeppni, er elur af sér fáa auðkónga og fjölda atvinnu- leysingja. Samkeppnisstefnan, eins og hún var og er, hefir runnið skeið sitt í Bretlandi. En það verður þar ekki heldur nein bylting eða kommúnismi. Það verður farinn meðalvegur. Rík- isvaldið mun fá víðtækan íhlut- unarrétt yfir .atvinnuvegunum til þess að geta tryggt, að þeir starfi í samræmi við þjóðar- þágu, óeðlileg auðsöfnun eigi sér ekki stað og öllum verði tryggð atvinna og sæmileg af- koma. Ríkisrekstur verður ekki verulegur, heldur verður reynt að treysta samvinnustarfsemi og einkaframtak innan hins nýja, áðurlýsta ramma. Þessi stjórnmálaþróun verður ekki aðeins bundin við England. Hún vinnur sér óðfluga fylgi í samveldislöndum Breta, Ástra- líu, Nýja Sjálandi, Kanada. Hún hefir jafnframt öll skil- yrði til að vera mestu ráðandi á Norðurlöndum. Það verður hvorki afturhaldið eða kom- múnisminn, er fær þar völdin, heldur hinir hófsömu, mark- vissu umbótaflokkar. En hver verður stjórnmála- þróunin á íslandi? Verður hún önnur en í nágrannalöndunum? -Sigrar þar svart afturhald undir forustu hinna nýríku stórgróða- manna? Eða «igrar kommún- isminn, sem myndi svifta ein- Þórarinn Hejgason, Þykkvabæ: Flokkur í lausu loftí Ég er einn þeirra, sem hefi lesið hina furðulegu grein Eg- ils kaupfélagsstjóra í Sigtún- um í blaðinu „Bóndinn", er heitir: Segjum það eins og það er. Hefir grein þessi vakið undr- un og andúð, þar sem ég þekki til. Flestu er þar rangsnúið. Tæplega af óvizku og athuga- leysi, heldur af ásetningi, er á sér aðrar rætur en látið er í veðri vaka. Grein þessari verð- ur ekki svarað hér að neinu ráði, enda hefir hún verið ræki- lega hrakin í Tímanum. Þó get ég ekki látið þá ályktun grein- arhöfundar afskiptalausa, að rétt sé að leggja niður Fram- sóknarflokkinn, né nauðsyn þá, er hann telur á því að stofna nýjan flokk. Eigi get ég heldur látið ómótmælt þeim ósönnu á- sökunum, er hann ber fram á hendur Framsóknarfl. og alveg sérstaklega þingmönnum hans. Það hefði ekki þótt líklega til getið, allt til síðustu tíma, að Egill í Sigtúnum gerðist til þess að vekja upp þann draug í Framsóknarfl., er hann barðist mest fyrir að kveða niður í kosningunum árið 1934 og nú hafði legið í gröf sinni um skeið, eftir að hafa sýnt lítil ein- kenni lífs um allmörg ár. En hvers vegna þarf nú "að stofna nýjan flokk, fyrst felldur var svo þungur dómur yfir stofnun Bændaflokksins 1934? Egill kemur ekki með nein fram- bærileg rök því til sönnunar, enda virðist þessi nýi flokkur hans ekki eiga neinn grund- völl til þess að starfa á: Hann er í lausu lofti. Þjóðina vantar ekki flokka, það vantar ekki „formin" fyrir hin mismunandi sjónarmið þjóðmálanna. Hitt er sönnu nær, að flokkarnir séu nú þegar orðnir fleiri en eðlilegt er. Það virðist eðlilegt, að verkamenn gætu sameinazt um einn flokk. Það er einnig eðli- staklinginn sjálfsforræði og frelsi? Þetta þurfa fslendingar að gera sér ljóst nú þegar. Athugi menn þessi mál vel og gaum- gæfilega, munu þeir vart kom- ast að annarri niðurstöðu en þeirri, að okkur muni bezt og farsælast að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna og rétta framhaldið af slíkri niðurstöðu er að efla öfluga miðfylkingu, sem getur tryggt þjóðinni slíka lausn þjóðmálanna. Þ. Þ. ¦ legt, að bændur, smáútvegs- 'menn og fiskimenn, sameinist um einn flokk, í stað þess að | skipta sér í marga flokka með j ólík sjónarmið. Allar líkur benda 'til þess, að Framsóknarfl., sem er hinn eiginlegi flokkur bænda og smáútvegsmanna, þróist svo, að þessar stéttir skipi sér ein- huga undir merki hans, áður en langt líður. Eftir því sem bændastéttin verður fyrir meira aðkasti, þokast hún betur sam- an um þann flokkinn, sem heill og óskiptur vinnur að málefn- um bændanna, en það er Fram- sóknarflokkurinn. Það vakti undrun mína, er ég sá, að Egill hugði á samstarf hins nýja flokks við stórat- vinnurekendur í bæjunum, mennina, sem bændurnir í Sjálfstæðisflokknum eru sýni- lega að flýja undan með stofn- un hinna svonefndu bænda- samtaka Sjálfstæðismanna. Bendir það ótvírætt til þess, enda augljóst', að bændur og stóratvinnurekendur eiga enga samleið, hvorki stjórnmálalega né hagsmunalega. Verzlunina reka bændur sjálfir með kaup- félögunum og margs konar iðnað. Yfirleitt er það vilij flestra bænda og allra Fram- sóknarmanna, að samvinnu- .hugsjónin nái til sem flestra I viðfangsefna þjóðfélagsins. Framsóknarmenn og samvinnu- menn hafa jafnan talið þessa stétt bæjanna mestu andstæð- inga sína og úr þeirra flokki hafa samvinnufélögin átt hörð- ustu að mæta alla tíð. Ég veit ekki, hvort Egill í Sigtúnum kemst í meira ósamræmi við stefnu Framsóknarflokksins eða samvinnuhugsjónina með tillögu sinni. Ef til vill kemur það næst að leggja niður Kaup- félag Árnesinga og Sambandið, eða a. m. k. að skipta um nöfn á þessum fyrirtækjum, í þeirri barnalegu trú, að með því tækju þeir fáu bændur upp viðskipti við þessa aðila, sem til þessa hafa verzlað við kapmennina. Vegna fortíðarinnar er ekki fremur þörf á nafnabreyting- um hjá þessum fyrirtækjum en Framsóknarflokknum. En eitt er víst, að bændur munu aldrei láta sig henda það óráð að kalla á þær stéttir til flokkssamvinnu, sem hafa allt ónnur viðhorf til lífsbarátt- unnar, ósamrýmanleg hags- munum þeirra og hugsunum. Það er auðvitað ekkert meg- 'inatriði, þótt Egill í Sigtúnum ! „fari í gegnum sjálfan sig", en það kemur allt „spanskt" fyrir, að hann skuli vilja leggja niður Framsóknarflokkinn einmitt nú, þegar hann heldur betur á mál- stað bænda en nokkru sinni fyrr og „stingur í stúf" við hina flokkana á Alþingi, sem að meira eða minna leyti traðka á rétti þeirra. Verður nú margur fúslega að viðurkenna, sem áð- ur tregðaðist við, hve mjög hann ber af hinum flokkunum á þessum tímum um alla festu og framsýni. Ásökunum and- stæðinganna um meðferð hans á fjármunum ríkisins á tímum fjárkreppu og viðskiptaörðug- leika verður ekki framar trú- að. Hvernig er nú komið, þegar Framsóknarmenn fá litlu ráðið um fjármál þjóðarinnar? Ekk- ert borgað af ríkisskuldunum, engu fé safnað í sjóði til að hafa með höndum verklegar framkvæmdir eftir stríð. Verzl- unarjöfnuður óhagstæður um 15 milj., o. s. frv. Þetta er háska- leg staðreynd á tímum, þegar allt er á floti í peningum og miljónagróði safnast fyrir á einstakra manna hendur. Okk- ur vantar m. a. sementsverk- smiðju, áburðarverksmiðju og rafmagn út um allar byggðir landsins, og þetta eru aðkall- andi nauðsynjamál, sem lengi hefir verið vonazt eftir að yrðu leyst. Ef Framsóknarmenn hefðu verið áfram við stjórnvölinn, hefði betur farið. Þeir höfðu reynslu erfiðleikanna að baki og kunnu að fara gætilega í fjármálum. En „nýir siðir með nýjum herrum". Þetta spak- mæli kom átakanlega í ljós, þegar Framsóknarmenn hurfu úr stjórnarráðinu og áhrif þeirra minnkuðu á Alþingi. Það, sem Egill í Sigtúnum vill láta gera nú, er nokkuð hlið- stætt því, er gerðist þegar Bændaflokkurinn var stofnað- ur. Þess vegna vil ég gera nokkurn samanburð á viðhorf- unum þá og nú til málefna Framsóknarflokksins. Fyrir kosningarnar 1934 hafði verið um skeið mikill ágreining- ur innan flokksins um stefnuna. Kom þessi ágreiningur mjög fram á flokksþinginu 1933. Á- tökin voru um það, hvort vinna skyldi til hægri eða vinstri, með íhaldsflokknum eða Alþýðu- flokknum. Vinstri öflin urðu sterkari á þinginu með Jónas Jónsson í broddi fylkingar. Flokksþingið 1933 mótaði stefnu flokksins eins og hún var næstu árin á eftir. Var þá bændastéttinni og allri alþýðu í landinu unnið margt til hagsbóta. Þá voru stigin mörg giftuspor, m. a. komu þá til framkvæmda af- urðasölulögin, sem lengi verður minnst. En ekki fengu þau góð- ar viðtökur hjá stóratvinnu- rekendum bæjanna, svo sögur fari af. Hinu verður fremur trúa um þá flesta, að þeir hafi tekið þátt í „verkfallinu" og neitað að drekka mjólkina frá Agli í Sigtúnum og éta „Fram- sóknarketið". En hins verður einnig minnst, að fátækir verkamenn juku þá sín kaup á vörunum, svo að „verkfall" hinna ríku náði ekki tilgangi sínum. Á flokksþinginu 1933 barðist minnihlutinn fyrir sínum mál- stað á flokkslega viðeigandi hátt. Eftir þannig að hafa „prófað" styrkleika sinn, og ekki fengið unnið stefnu sinni fylgi, var Bændaflokkurinn myndað- ur að lokum. Hversvegna fer Egill ekki þessa beinu og sjálf- sögðu leið? Hversvegna ekki að hnekkja áhrifum þeirra óheppi- legu foringja, sem hann álítur að ráði stefnu og störfum flokks- ins og leiða flokkinn inn á þær brautir, er hann vill fara og allir þeir, sem hann segir að hafi það á vörum, að stofna þurfi nýjan flokk? Ekkert er sjálfsagðara en flokksmennirnir hver og einn, reyni að marka stefnuna eftir því, sem þeir eru menn til. En þá kröfu verður að gera, að at- hugasemdirnar séu bornar fram á flokkslega viðeigandi hátt. Verður minnihlutinn þá jafnan að velja um tvær leiðir: að lúta þegnlega meirihlutavilja flokks- ins og vinna honum af heilum hug eftir sem áður, eða að öðr- um kosti skilja hreinlega við flokkinn og láta sig engu skipta málefni hans framar. Annað er ekki sæmandi, að óbreyttu við- horfi til málefnanna. Ég fer nærri um það, hVers vegna hin flokkslega leið var ekki valin að þessu sinni. Til þess vantar allt, sem við á að éta? Það er enginn ágreiningur raunverulega til innan flokksins um stefnuna. Svo er nú fyrir að þakka. Flokkurinn er yfir- lýstur miðflokkur, sem ber að leita samstarfs og'Stuðnings við aðra flokka til hægri eða vinstri eftir málefnum. Reynslan hefir sýnt, að báðar leiðirnar verður flokkurinn að fara, svo að jafn- vægi geti haldizt í þjóðfélaginu. Það er að vonum, að samstarfið er mönnum misljúft eftir því, sem hver og einn er gerður, en því hefði Egill í Sigtúnum ekki átt að gleyma, að örðug hefði Rafmagnsgufukatlar og síldarverksmiðjur Eftir Jón Gunnarsson Út af grein eftir hr. Jóhannes Bjarnason, vélaverkfræðing, sem birtist í 108. tölublaði Tím- ans hinn 4. þ. m., hafa nokkrir viðskiptamenn Síldarverksmiðja ríkisins spurt mig um, hvort verksmiðjurnar myndu ekki í náinni framtíð nota rafmagns- katla í stað núverandi kolakatla. Tel ég því rétt að skýra með nokkrum orðum frá orkuþörf verksmiðjanna til gufufram- leiðslu. Síðastliðið sumar voru mest notuð 68 tonn af kolum á sólar- hring til gufuframleiðslu við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, eða um 2830 kg. á klst. að meðaltali. Kolaeyðslan hefir suma tíma sólarhringsins farið eitthvað fram úr þessari meðaleyðslu á klst., en ekki er vitað, hve miklu það nemur. Sé þessi kolanotkun, 2830 kg. á klst., lögð til grundvallar, og meðal notagildi'allra gufukatla verksmiðjanna áætlað 60%, þá samsvarar þessi kolaeyðsla á klst. til 13400 kw.klst. Er hér reiknað með, að kol þau, sem verksmiðjurnar notuðu, hafi haft 6800 hitaeiningar. Verksmiðjurnar á Siglufirði hefðu því þurft á um 18000 hest- öflum að halda til gufufram- leiðslu síðastliðið sumar. Þegar tekið er tillit til, að nýja Skeiðsfossvirkjunin verður fyrst um sinn aðeins 2350 hest- öfl og Laxárvirkjunin, rheð hinni nýju viðbót, um 6000 hestöfl, þá virðist vera langt að bíða þess, að frá raforkuverum verði nægileg afgangsorka til notk- unar við gufuframleiðslu í síld- arverksmiðjum. Hitt hafa menn gert sér vonir um, þegar Skeiðsfossvirkjuninni er lokið, að þaðan fáist afgangs- orka á sumrin, sem gæti komið í stað þeirrar raforku, er diesel- vélar verksmiðjanna á Siglufirði nú framleiða. Það má því búast við, að gufukatlar verksmiðjanna verði í náinni framtíð kolakyntir, eða ef til vill kyntir með brennsluolíu, ef verð á henni kynni að reynast hagkvæmt að stríðinu loknu. Siglufirði, 27. nóv. 1943. Jón Gunnarsson. honum einhverntíma verið gangan til íhaldsins. En nú hafa menn yfirleitt gert sér þessa hluti ljósa og látið sér skiljast það, að stefna flokksins getur (Framh. á 4. síðu) Jack Stcnbuck: Engar vínnudeilur í 50 ár í grein þessari segir frá iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum, sem hefir tekizt að haga rekstri sínum og sambúð við starfsmenn sína með þeim hætti, aff aldrei hefir orðið þar vinnustóðvun um 50 ára skeið, hvað sem hefir gengið á hjá öðrum hliðstæðum fyrirtækjum. Það þykir jafnan tíðindum sæta, er hjón geta búið saman í 50 ár, án þess að nokkuð telj- andi ha'fi sletzt upp á vinátt- una allan þann tíma. Nú á tím- um óróa, yfirdrottnunar og hnefaréttar mun það samt vera ennþá sjaldgæfara, að verk- smiðjustjóri og starfslið hans geti stært sig af illindalaúsri s'ambúð um hálfrar aldar skeið. Falk-verksmiðjurnar i Mil- waukee geta bráðum haldið há-, tíðlegt hið gullna afmæli sitt í þessu efni. Þetta fyrirtæki getur stært sig af því að hafa heimsmet í framleiðslu aflvéla og stýrisútbúnaða í skip, en stoltast er það af sambúð sinni við 3500 Tékka, Pólverja, Svía og innborna verkamenn, hvíta og svarta, karla og konur, unga og gamla, sem vinna að fram- leiðslunni. Fyrirtækið smíðar m. a. hinar risavöxnu aflvélar í flugvéla- skip Bandaríkjanna. Það er unnið 64 stundir á viku hverri og jafnt helga daga sem virka. Þar eru engir örðugleikar á því að fá verkamenn til að mæta til vinnu. Starfsgleði verkamannanna á ekki rót sína að rekja til óhóf- legrar launagreiðslu né víðtæks eftirlaunakerfis. Láunin eru í engu frábrugðin því, er gengur og gerist í öðrum sambærileg- um verksmiðjum í Milwaukee. En verkamennirnir kunna vel viðmóti Harold S. Falk, forstjór- ans, sem oftast er snöggklædd- ur, og hins áhugasama sonar hans, Dicks að nafni. Við Falksmiðjurnar er til dæmis mönnum yfir fertugt jafnan vel tekið. Furðu margir fá þar vinnu, þótt þeir séu orðn- ir fimmtugir. Þegar menn verða of gamlir til að gegna starfi sínu, eru þeir settir til elnhvers annars starfa, oftast án nokk- urrar launaskerðingar. Gömlu mennirnir ljúka upp einum munni um, að það sé þeim miklu meira virði að fá að halda á- fram að starfa en öll eftirlauna- kerfi, sem nokkru sinni hafi verið fundin upp. Falkfeðgarnir líta á þetta sem sjálfsagða skyldu, rétt eins og aðrir telja sér skylt að hlynna að afa sín- um. Að sama skapi telja þeir sér eða öðrum verkstjórum skylt að heimsækja Sam gamla járn- smið eða pólska Tony, ef þeir verða veikir, og fylgjast með líð- an þeirra. Falk gleymir ekki heldur giftingum eða ferming- um hjá starfsmönnum sínum. Og þegar einhver útlendúr verkamaður óskar eftir að fá borgararétt í Bandaríkjunum, þykir sjálfsagt, að Falk annist það og mæti sem aðalvitni í réttinum. Lífsreglurnar, sem Falk hef- ir innprentað sonum sinum þrem, sem allir vinna að stjórn verksmiðjunnar, er á þessa leið: „Þegar yfirmaður iðnfyrirtækis gengur um verksmiðju sína, án þess að verkamennirnir brosi vingjarnlega til hans, þá er eitt- hvað bogið við yfirmanninn sjálfan". Harold Falk á ekki að- eins að mæta vingjarnlegu viðmóti, heldur og slíkum kveðjum sem „Hi-ya Harold!" Á hinn bóginn segist hann get£|, ávarpað alla starfsmenn sína með skírnarnafni. Og þegar Tony eða Mike setjast svartir og svitastokknir við vélina sína eða í kaffistofuna til að fá sér bita, dettur alls ekkert ofan yf- ir þá, þótt verksmiðjustjórinn setjist þar hjá þeim með mat- arbitann sinn og spjalli við þá um alla heima og geima. „Þegar við vorum strákar", segir Dick Falk, „var pabbi van- ur að segja við okkur, að ein- hver okkar ætti að vinna að öðru en verkfræðistörfum i smiðjunni, — að einn okkar ætti að hafa það starf öðrum frem- ur að bera umhyggju fyrir verkamönnunum í smiðjunni." Síðan Dick lauk háskólanámi, hefir þetta starf lent á honum að miklu leyti. Svo vel hefir hann rækt það, að fyrir þrem- ur árum voru honum dæmd heiðursverðlaun, sem veitt eru árlega þeim manni í fylkinu innan 35 ára aldurs, sem talið er að hafi gert mest fyrir samborg- ara sína á liðnu ári. Einn þáttur í stefnu Dicks um starfskjör í verksmiðjum, ^r ríkuleg íþróttastarfsemi fyrir konur og karla. „Séu íþróttir hollax æskumönnum í skólum, hví skyldu þær þá ekki vera al- veg eins naðsynlegar ungu fólki, er starfar að iðnaði?" segir hann. „íþróttastarfsemi eflir drenglyndi og góða sam- búð, hún treystir siðgæði engu síður meðal verkamanna en skólanemenda. Ef nokkuð er, þá þarfnast , verkamenuirnir öðrum fremur að iðka íþi'óttir." Mikið af erfiðleikum í iðju- verum stafar frá ungum, ó- ráðnum og hvatvlsum mönnura. Oft eru þetta menn, nýkomnir úr skóla, þar sem þeir hafa staðið framarloga í iþróttum. Þeir hafa lært að íinna til sín. Þegar í verksmiðjuna kemur, finnst þeim þeir verða nafn- laus verkfæri í vélabákninu og verða önugir og nöldursam- ir. Hjá Falk er reynt að gera þessa breytingu frá skólavist í verksmiðjuvinnu léttbærari með þyí að sjá fólki fyrir .hæfileg- um áhugamálum utan verk- smiðjunnar. Þar eru knatt- spyrnuflokkar, knattleiksflokk- ar o. s. frv. Ennfremur tennis- flokkar, ljósmyndahópar, mynt- og frímerkjasafnarar, leikflokk- ar, skotklúbbar, danshljóm- sveitir og lúðrasveitir. Eins og sakir standa vinna um 500 konur í verksmiðjun'um. Margar þeirra eru mæður eða systur verkamanna, sem unnið hafa h]á Falk, en eru nú í hernum. Margar þeirra vinna nú sömu verkin og synir þeirra eða bræður unnu áður. Sérstök starfsemi hefir því verið upp tekin vegna þessara kvenna. Dick skrifast furðanlega reglulega á við 400 menn frá Falk, sem nú eru í hernum. Þeir skrifa honum aftur og senda honum smágjafir, kvabba á honum með eitt og annað, biðja hann að hringjatil „mömmu", eða spyrja „hvernig gengur syst- ur minni að vinna í staðinn fyr- ir mig?" Bréfin byrja aldrei á ávarpinu: „Kæri herra Falk". Þeir skrifa alltaf: „Kæri Dick". Aldrei er nokkur maður svipt- ur starfi, fyrr en Dick hefir yf- irheyrt bæði verkamanninn og verkstjórann, sem bar fram kæruna. Oftast reynir Dick að leysarmálið með því að fá verka- manninum annan starfa. Þeir, sem fara að eigin vilja úr starfi sínu, eiga jafnan aftur- kvæmt. Falk álítur, að reynsla sú, er þeir fá af að starfa í óðrum verksmiðjum, hafi gagn- leg áhrif. Það er sameiginlegt metnað-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.