Tíminn - 08.02.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1944, Blaðsíða 4
56 TÍMINX, þriðjMdagiim 8. febr. 1944 14. blað Á víðavangi (Framli. af 1. síðu) værum gleðiópum og ætlaði sér að bera þær í heiðursskyni. Þegar Rússarnir komust loks- ins út úr flugvélunum, voru þeir huldir blómum. Önnur hylling var eftir þessu og enn meiri voru þó hyllingarlætin, þegar kappleikurinn fór fram. Þjóð- viljanum segist svo frá:, „Allir áhorfendur hrópuðu fyrir Rússum. En hundsuðu al- veg sitt kapplið. Kappliðið í Sofía var sigrað, þeim til mik- illar gleði. Síðan talaði ég við einn af búlgörsku keppendunum, og hann sagcíi, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hann hefði vonað, að sitt lið tapaði.“ Þannig lýkur frásögninni í Þjóðviljanum. Það andar alveg á milli línanna, að ritstjórar Þjóðviljans eru innilega sam- mála Búlgurunum, sem vildu láta sitt lið tapa fyrir Rússum. Það þarf líka ékki að efa það, að Þjóðviljaritstjórarnir vilja láta íslendinga tapa, ef við eigum eftir að fá Rússa hingað og jafnvel þótt það væri í alvar- legri heimsókn en til að heyja knattspyrnukeppni. INNRÆTIÐ. Það er eins og hval hafi rekið á fjöru tveggja blaða í Reykja- vík, Morgunblaðsins og Þjóð- viljans, við að Framsóknarmað- ur hafi verið sektaður fyrir ölv- un. Má þar varia á milli sjá Rússamálgagnsins og stríðs- gróðamálsgagnsins. Það hefir nú æði oft komið fyrir að flokks- menn þessara blaða hafa gerzt brotlegir við lögin og það jafn- vel sumir úr forustuliðinu — og stundum setið fyrir það lengi í tukthúsinu. En venjulega þyk- ir heldur ódrengilegt að vera að gleðjast yfir slíku hjá sam- ferðamönnunum. En atvikin sýna stundum hið rétta innræti manna og þetta umrædda dæmi sýnir vel innræti þessara tveggja höfuðstaðarblaða. G. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) um 80 þús. Gyðingar í Pale- stinu, en 1941 voru þeir orðnir um 470 þús. Má á því marka, að flutningar Gyðinga þangað hafi verið ærið stórfelldir. Gyðingar hafa á margan hátt sýnt framúrskarandi dugnað við landnám sitt í Palestínu. En þeir ráku sig fljótt á tvær al- varlegar takmarkanir. í fyrsta lagi er landrýmið takmarkað, því að Palestína öll er um 10 þús. fermílur, og vart getur þar verið um annan atvinnuveg að ræða en landbúnað. í öðru lagi bjó miklu fjölmennari þjóð- flokkur fyrir í landinu, Arabar. Þeir undu því að vonum illa, þegar Gyðingar keyptu undir sig lönd þeirra og lögðu undir sig mestalla verzlun og iðnað 'landsins. Svöruðu Arabar þessu að lokum með þrálátum óeirð- um og mátti heita, að styrjald- arástand væri í Palestínu nokk- ur seinustu árin fyrir styrjöld- ina. Svo kom að lokum, að brezka stjórnin sá sig tilknúða að gera málamiðlun í Palestínu, m. a. vegna þeirrar andúðar, sem stefna hennar mætti í öðrum löndum Araba. Að tilhlutun stjórnarinnar samþykkti enska þingið 1939, að næstu fimm árin mættu 75 þús. Gyðingar flytja til Palestínu, en þá skyldi flutn- ingum þeirra þangað hætt. Þetta fimm ára tímabil er út- runnið í vor, en ekki hafa nema um 45 þús. Gyðingar flutt til Palestinu á þessum tíma. Gyðingar hafa látið sig þessa sætt illa líka, enda myndu þeir ekki verða nema þriðjungur í- búanna íPalestínu,ef þessi skip- un héldist, og óttast því yfir- drottnun hins arabíska meira- hluta, Hafa þeir nú tekið upp öflugan áróður fyrir afnámi þessa banns og haldið í vetur miklar ráðstefnur í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Kröfur þeirra hafa verið, að innflutn- ingur Gyðinga til Palestínu haldi áfram og Palestína, sem verði framtíðarheimkynni Gyð- 'inga, verði samveldisríki í brezka heimsríkinu. Gyðingar byggja nokkrar von- ir á því, að bæði Churchill og Amery Indlandsmálaráðherra É R BÆNUM Verðlaunasamkeppni. Samtrygging ísl. botnvörpuskipa á- kvað í fyrra í tilefni af 25 ára af- mæli sínu að veita þrenn verðlaun, 10000 kr., 7500 kr. og 5000 kr. fyrir beztu tillögur um botnvörpuskip fram- tíðarinnar. Alls bárust fjórar úrlausn- ir og hefir dómnefndin fellt úrskurð sinn nýlega. Samkvæmt honum verða aðeins veitt tvenn önnur verðlaun og fá þau Erlingur Þorsteinsson, Tjarnargötu 43, og Þórður Runólfsson, Hávallagötu 27 Áheit á Strandarkirkju. Tímanum hafa verið afhent þessi áheit á Strandarkirkju, frá konu kr. 20,00, frá Val kr. 10,00. Freyr, jahúarheftið, er komið út fyrir nokkru. Það flytur áramótagrein eft- ir ritstjórann, Endurbyggingarsjóðir sveitanna, eftir Hafstein Pétursson, At- hugasemd svarað eftir Ólaf Jónsson, Kálfaeldi og kalkskortur eftir Jónas Pétursson, auk ýmsra smágreina og samtínings. Ægir, 'anúarheftið, er nýkomið. Plytur það yfirlit um afgreiðslu sjávarútvegs- mála á seinasta þingi, samþykktir á fundum Piskifélagsdeilda, frásögn um Max Pembertonslysið o. fl. Verðlaunaritgerðir um landbúuaðarmál Nefnd sú, sem seinasta Bún- aðarþing kaus til að gera tillög- ur um framtíðarskipun land- búnaðarins, hefir sent blöðum og útvarpi svofellda orðsend- ingu: „Samkvæmt áskorun og svo vegna þess, að samkeppnisrit- gerð afhent sendiráði íslands í Kaupmannahöfn nú um ára- mótin, er ókomin enn, verður frestur til að skila samkeppnis- ritgerðum um framtíðarskipun landbúnaðarmála framlengdur til 1. marz næstkomandi." Þegar orðsending þessi var sénd blöðunum, hafði Búnaðar- félaginu borizt 21 ritgerð um þessi efni. Nýr kennari við Háskólann Dr. Steingrímur J. Þorsteins- son hefir tekið við kennslu í Há- skóla íslands í bókmenntasögu í stað Sigurðar Nordal prófess- ors, sem hefir fengið leyfi frá kennslustörfum um nokkurn tíma til þess að gegna ritstörf- um, en Sigurður Nordal hafði á síðastliðnu hausti verið pró- fessor við háskólann í aldar- fjórðung. Eins og lesendur blaðsins muna, var Steingrímur Þor- steinsson 1. des. s. 1. sæmdur doktorsnafnbót við Háskölann fyrir rit sitt um Jón Thorodd- sei^, sem út kom á s. 1. hausti hjá Helgafellsútgáfunni. En fyrir nokkru kom auk þess út hjá Bókmenntafélaginu annað rit eftir dr. Steingrím um upp- haf leiklistar á íslandi. börðust hatramlega gegn áður- greindri málamiðlun brezku stjórnarinnar 1939. Churchill gekk svo langt, að kalla mála- miðlunina „nýjan Múnchen- samning". En hann var í stjórn- arandstöðu þá og hefir síðan hann varð forsætisráðherra lagt áherzlu á, að afla Bretum vin- fengis Araba. Engu verður spáð um það, hver verður niðurstaða þessa máls, en ekki væri ólíklega til- getið, þótt reynt verði að finna Gyðingum nýtt heimkynni. Hefir m. a. verið rætt um Ma- dagaskar i því sambandi. Ólík- legt er, að Gyðingarnir, sem hafa verið fluttir frá Þýzka- landi, eða Gyðingarnir, er Þjóð- verjar hafa flutt frá ýmsum löndum Vestur-Evrópu til Pól- lands, verði yfirleitt fluttir heim aftur eða að Pólverjar vilji hafa þá. Sannleikurinn mun sá, að flestar þjóðir muni vilja losna við Gyðinga. í Pale- stínu geta þeir ekki allir kom- izt fyrir, jafnvel þótt allir Ar- abar verði fluttir í burtu þaðan. Þess vegna virtist eðlilegt, að reynt yrði að finna fyrir þá nógu stórt heimkynni, þar sem þeir þrengja ekki að þeim íbú- um, sem fyrir eru. Frá styrjöldlnní I Kína Brezkar hersveitir ganga framhjá hrundum húsum í smáborg, er á- kaft hafði verið barizt um mw ■ 'M S -r s' Brezkir hermenn athuga vandlega landabréfið áöur en þeir hefja sókn og skothríö á vígi óvinanna. Noregssöfnunin (Framh. af 1. síðu) voru 25 þús. kr. frá S. í. S. og 20 þús. kr. frá Kveldúlfi. 17. maí s. 1. sýndi Norræna félagið Veizluna á Sólhaugum og nam ágóði fyrstu sýningar- innar 6 þús. kr., og rann hann til Noregssöfnunarinnar, en leikarar og hljómlistarmenn gáfu vinnu sína það kvöld. Á síðastliðnu vori skrifaði nefndin kvenfélögum landsins um þörf Norðmanna fyrir hlýj- an og góðan fatnað. Var þessu erindi nefndarinnar tekið ákaf- lega vel, og hafa þegar borizt allt að 500 kg. af ágætum fatn- aði, aðallega nærfötum á börn, en enn hefir ekki allt borizt til skrifstofu nefndarinnar. Á síðastl. vetri athugaði Nor- ræna félagið athugað möguleika á því að koma söfnunarfénu til Noregs og hefði snúið sér til ís- lenzku sendisveitarinar í Stokk- hólmi, er setti sig í samband við Rauða krossinn, en það reyndist ókleift að fá vörur, sem hægt væri að koma til Noregs, bæði í Svíþjóð og annars staðar. Gert er ráð fyrir áð ekki verði hægt að koma gjöfinni áleið- is fyrr en leið opnast til Noregs, en þá verður hún strax afhent Noregsdeild Norræna fél. og norska Rauða krossinum til hjálpar nauðstöddu fólki og til uppbyggingar. Arásir hermanna (Framh. af 1. síðu) hermennirnir eltu hann, slógu hann til jarðar og spörkuðu í hann, unz hann missti meðvit- und. Var maðurinn mjög illa leikinn, er honum barst hjálp. Hafði hann meðal annars feng- ið heilahristing. Sökudólgarnir eru enn ó- fundir. Ríkísstyrkur til skálda og listamanna (Framh. af 1. síðu) „Þar sem mér er ekki ljóst, hvers konar peningur það er, sem að mér forspurðum hefir verið stefnt til min af ýmsum aðilum á síðastliðnum árum, fyrir hönd íslenzka ríkisins, en þykir sýnt af reynslu undanfar- inna ára, að ekki geti verið um neins konar sæmd að ræða í því sambandi, hvorki fyrir veit- anda né þiggjanda, leyfi ég m*ér að mælast til að úthlutunar- nefnd rithöiundafélagsins hlífi mér við hlutdeild í þessu vafa- fé.“ í úthlutunarnefndinni áttu sæti: Kristinn Andrésson, Barði Guðmundsson og Magnús Ás- geirsscn. Áfengíssalao Fyrst eftir að kunnugt varð, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði skorað á ríkisstjórnina að loka áfengisverzluninni, tvö- faldaðist áfengissalan. Ekki er kunnugt um, hvernig ríkis- stjárnin hyggst að taka þessari áskorun. K HIPAUTCERÐ „Sverrir“ tekið á móti flutningi til Arnar- stapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og Flateyjar árdegis á morgun. Súðin“ »» Pantaðir farseðlar óskast sóttir í dag. Auglýsing Dregið var í happdrætti Ung- mennafélagsins „Æskan“ í Dala- sýslu 15. janúar síðastliðinn. Upp komu númer: 623 — hestur 1182 — kr. 200,00 ^ 3796 — kr. 200,00 3424 — kr. 100,00 Vinninganna sé vitjað til for- manns Ungmennáfél. „Æskan“, Pálma Jónassonar, Snóksdal. Lambadrottníngm Hólmi á þorranum 1944. í tilefni af þeim sérstaka við- burði, er ær Kjartans Ólafsson- ar eignaðist lamb fyrsta þorfa- dag, og getið var um í Tíman- um, sendi ég blaðinu eftirfar- andi tvö erindi til birtingar. fslands lambadrottning. Veik er vetrarsólin, vá á ránarslóðum, kaldar mjallir kvika, kulnar hyr á glóðum. Fyrsta þorradaginn fædd, mig grípur lotning, alsvört, ástum vafin, fslands lambadrottning. Þú átt mæta móður, munt í kynið stefna, Kjartan gimlu gæti, gef þér nafnið Hrefna. Hátt þótt hríðin duni hugur fyllist lotning, átján lömbin eignist íslands lambadrottning. Eggert G. Norðdahl, Hólmi. GAMLA BÍÓ—h Sjö daga orloi (Seven Day’s Leave). VICTOR MATURE LUCILLE BALL MAPY CORTES. Sýnd kl. 7 og 9. NAFNLAUSAR KONUR (Women Without Names) ELLEN DREW ROBERT PAIGE. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. ► nýja BÍó Tíl vígstöðvanna (,To the Shores of Tripoli1) Gamanmynd í eðlilegum litum. JOHN PAYNE MAUREEN O’HARA RANDOLP SCOTT. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Býlið Ásholt við Skagastrandarkauptún, er til sölu nú þegar, ef viðunanlegt tilboð fæst. íbúðarhúsið er 2 hæðir, 9X6 m., byggt úr steinsteypu. Fjós, á- burðarhús og hlaða, öll steinsteypt. 8—9 ha. ræktunarlóð getur fylgt. Nánari upplýsingar gefur undirritaður eigandi Andrés Guðjónsson. í bókmni ||]JEIR GERÐU GARÐINN FRÆGAN sem er nýútkomin í tveim bindum, eru ævisagnaþættir sextíu og níu karla og kvenna, sem vissulega hafa'gert garð sinn frægan. • Nöfn þeirra fara hér á eftir: Albert Einstein Somerset Maugham Enrico Caruso Demanta-Jim Brady Hetty Green H. G. Wells Theodore Roosevelt Woodrow Wilson Martil Johnson Ilarold Lloyd John D. Rockefeller Sinclair Lewis Bazis Zaharoff Mayobræðurnir Helen Keller Andrew Carnegie Chic Sale Marconi Mary Pickford Walt Disney Upton Sinclair Mahatma Gandhi Wladimir I. Lenin Benito Mussolini Lowell Thomas Thomas A. Edison A1 Jolson Wolfgang Mozart Mark Twain Gréta Garbo Jack London John A. Sutter .Richard Byrd iJohn Gottlieb Wendel ■í O. Henry Rudolf ríkisarfi Josephine Eddie Rickenbacker Christopher Columbus Orville Wright Nizaminn of Hyderbad Charles Dodgson Vilhjálmur Stefánsson Katrín mikla John Law Zane Grey Edv.ard Bok María stórhertogaynja Cornelíus Vanderbilt Nikulás annar Lawrence Tibbett Charles Dickens Frú Lincoln P. T. Barnum Carry Nation Theodore Dreiser S. Parkes Cadman Mary Roberts Reinhart Wilfred Grenfell Brigham Young Lousia May Alcott O. O. Mclntyre F. W. Woodworth Evaiigeline Booth Robert Falcon Scott Bill Sunday Howard Thurston Leo Tolstóy Robert Hipsley DALE CARNEGIE, höfundur þessarar bókar er þegar orðinn að góðu kunnur hér á landi af bókinni VINSÆLD- IR OG ÁHRIF, sem út kom í fyrra í þýðingu VILHJÁLMS Þ. GÍSLASONAR skólastjóra. Þeir, sem vilja kaupa bók, sem hefir geisimikinn fróð- leik að geyma og er auk þess einhver bezti skemmtilestur, sem á verður kosið, ættu ekki að láta hjá líða að eignast Þeir gerðu garðinn frægaii. ◄ ◄ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 MEÐ ÞVI ég einn er löglegur eigandi merkisins: „Hólastaf- ur“, er svonefnt „Rithöfunda- félag íslands“ hefir tekið upp sem félagsbókamerki 'heimild- arlaust og svívirðilega, saman- ber Jólahefti tímaritsins ,,Helgafell“, — banna ég Rithöf- undafélagi íslands merkið vegna freklegrar tröðkunar á rétti eig- anda, rithöfundar og útgefanda. Jochum M. Eggertsson. Skuggi. Samvinnumál í Kína (Framli. af 3. síðu) sem betur gat, að sýna mér hið litla samvinnufyrirtæki sitt, og skýra fyrir mér'hvernig allt gengi. Úr þessum dýrmæta griðarstað ætluðu þeir aldrei að hverfa meðan lifið treindist. Tvöföldu . kápurnar komnar aftur. Nýir fallegir litir. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Vimtiff HtnHmga tyrir Tímanu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.