Tíminn - 26.02.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1944, Blaðsíða 2
86 TÍMIVIV, langardagiim 26. fchr. 1944 ___________________________________22. hlað Listverkasafn Markúsar ívarssonaf hefir nú verið al- menningi til sýnis i sjö daga, en á þriðjudaginn kemur verður sýningunni lokið. Það er þvi skammur tími til stefnu fyrir þá, serri ekki enn hafa komið á sýninguna eða kynnzt nógsamlega þvi, sem þar er að sjá. — Timinn birt- ir hér myndir af málverkum, sem eru á sýningunni. Er þó sannast að segja mikið vandhœfi á um gerð prentmynda af listaverkum. Þœr gefa harla litla hugmynd um fjölhœfni, líf og litauðgi góðra málverka, hversu vel sem til slikra mynda er stofnað. í greinarstúf þeim, sem þessum myndum fylgir, er með fáum orðum vikið að þeim áhuga, sem vaknaðúr er um myndlist meðal mikils þorra fólks, svo ung sem hún þó er hér á landi — á nútímavisu að minnsta kosti. Að greinarlokum er vikið að þeirri brýnu nauðsyn, að nú þegar verði hafizt handa um byggingu veglegs húss, þar sem islenzk listasöfn hafi nœgt rými. Þetta er eitt þeirra menningarmála, sem nú er hvað mest aðkallandi. — Ef til vitl getur Tíminn innan skamms birt rcekilega grein um þetta nauðsynjamál, eftir mann úr hópi lista- manna sjálfra. ^tminn Lauyardtifiur 26. febr. Oskir Húsvíkínga Fyrir nokkru síðan var hér í blaðinu skýrt frá borgarafundi, sem haldinn var á Húsavík. Á fundi þessum var m. a. skorað á ríkisvaldið að tvöfalda á næstu árum framlög til hafnar- gerðarinnar þar og leggja fram fé til kaupa á efni í væntanlega rafleiðslu frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur. Allir þeir, sem þekkja til að- stöðu Húsvíkinga, munu telja þessar óskir eðlilegar og skyn- samlegar. Húsavík hefir öll skil- yrði til að vera vaxandi fram- tíðarbær. Þar má jöfnum hönd- um auka sjósókn og landbún- að. Þar mætti og hafa ýmsan iðriað. Til þess að Húsavík-geti notið þessara skilyrða þarf góða höfn og rafmagn. En það eru fleiri staðir en Húsavík, er geta sagt svipaða sögu. Það má telja þá einn eftir annan hringinn í kringum allt land. Það er ærið víða, sem bæði vantar góða höfn og raf- magn. Þá geta sveitirnar ekki síður sagt þessa sögu. Þar vant- ar rafmagn og ræktun í stórum stíl. Til þess að hægt sé að bæta úr hinum brýnu þörfum sjó- þorpa og sveita fyrir þessar og aðrar umbætur, þarf ríkið að geta lagt fé til þeirra. Einstakl- ingarnir ýmjst gera það ekki eða geta það ekki. Þess vegna beina Húsvíkingar líka óskum sínum til ríkisins. Slíkar óskir munu ríkinu berast víðsvegar að af landinu á komandi mánuðum og árum. En stórgróðamenn munu rísa gegn framkvæmd þessara óska. Það mun að vísu verða sagt, að þessar framkvæmdir séu góðar og gagnlegar. Ríkið geti samt ekki orðið við óskun- um, því að það vanti peninga. Skattarnir séu þegar orðnir of háir og það þurfi að lækka þá. Þess vegna þurfi fíekar að draga úr verklegum fram- kvæmdum ríkisins en auka þær. Þessi stefna hefir verið túlk- uð ljósast í fjárlagafrumvörp- um núv. fjármálaráðherra. Þar hefir verið lagt til, að fella nið- ur mestöll framlög til verklegra framkvæmda. Þessi stefna kom líka skýrt fram í fjárlagafrv. Jakobs Möllers á sínum tíma, þar sem felld voru niður fram- lög til landbúnaðarins. Þessi afturhaldssvör þeirra, sem fyrst og fremst hugsa um hag stórgróðavaldsins, þurfa ekki að stöðva framkvæmdirnar og umbæturnar í landinu, ef fólkið fylkir sér nógu einhuga um þær. Ef fólkið vill, að ríkið hafi nóg fjárráð til að styrkja umbæturnar, þá getur ríkið haft nóg fjárráð. Það eru til nógir peningar í landinu. Peningunum þarf aðeins að ráðstafa til réttra framkvæmda. Sumt á ríkið að taka með sköttum á stórgróða eða rekstri ábatasamra verzlun- argreina, eins og nú er gert með áfengi og tóbak. Miklu af fjár- magni getur ríkið ráðstafað með því að hafa gott taumhald á útlánum bankanna. Það á t. d. ekki að gerast aftur, að Landsbankinn ýti undir vafa- saman vöxt Reykjavíkur með lánum til húsbygginga þar á sama tima og hann veitir nær engin lán til framkvæmda í sveitum og sjóþorpum. Loks á að beina fjármagni einstaklinga að skynsamlegum verkefnum með því að stöðva óheilbrigt brask og óþarfa milliliðastarf- semi. Verði komið markvissu skipu- lagi á fjármál íslendinga, mun hefjast hér öld mikils starfs og umbóta að stríðinu loknu. Þá mun hefjast hér öld frjálsra, á- nægðra, vinnandi manna. En verði stjórnað eftir skattalækk- unar- og skipulagsleysis-boð- skap stórgróðavaldsins, mun hefjast kyrrstaða og atvinnu- leysi, er eykur veg kommúnism- ans, því að hann fær aðeins þrifist þar, sem illa og ranglát- lega er stjórnað. Þ. Þ. Myndlist á nútímavísu er enn mjög ung á landi hér. Eigi að síður á myndlistin orðið mjög rík ítök í huga fólks, hvað sem annárs kann stundum að mega segja um réttdæmi þess og um- burðarlyndi gagnvart nýstár- legri túlkun og óvenjulegri list- sköpun. Sjálfsagt er íslendingum gef- in allmikil listhneigð, en ekki sízt er hin almenna löngun, sem hér er til staðar, til þess að kynnast myndlist og njóta hennar, því að þakka, hve margir ágætir listamenn á þessu sviði hafa lagt stund á mynd- list þessa síðustu áratugi og talað svo heillandi til okkar hinna á máli lita og lína, að við fengumst ekki við staðizt. Vitaskuld hefir þessi ágæti og mikilsverði sigur myndlistar- mannanna íslenzku ekki verið unninn fyrirhafnarlaust fremur en aðrir -listamannasigrar, og væri nógu fróðlegt og merkilegt viðfangsefni að skrifa sögu þess, hvernig myndlistarmenn okkar hafa smám saman náð að verma hug fólksins og vekja það til ástar og skilnings á listinni. Það mætti nefna ýmis dæmi þessa ánægjulega menningar- fyrirbæris: hve mörgu íslenzku fólki er myndlist hugfólgin. Eitt af mörgu e^: það, hve mynd- ir góðra listamanna seljast ört á sýningum þessi misserin, þeg- ar þorri manna hefir rýmri fjárráð en áður. Annað er það, hve listsýningar eru alla jafn- an fjölsóttar í ekki stærri bæ en Reykjavík er. Þetta hefir enn á ný hlotið staðfestingu þessa dagana. Eigi færri en 1000 gest- ir komu í Listsýningarskálann til þess að skoða listaverkasafn Markúsar ívarssonar fyrstu fimm daga sýningarinnar. En langsamlega mikilfeng- legasta dæmið um þá ást, sem íslendingar hafa bundið við hina ungu myndlist, er hið frá- bæra starf Markúsar ívarsson- ar, er á tæpum tveim áratug- um safnaði langstærsta og glæsilegasta listaverkasafni, sem til hefir verið í eigu eins manns á íslandi. Fór því þó fjarri, að hann hefði mikið fé handa á milli, er aflögu gæti talizt, að minnsta kosti fram- an af söfnunarárum sínum. Þýðing hins mikla starfs Markúsar er margþætt. Hann var í fyrsta lagi mörgum ágæt- ustu listamönnum okkar hinn öflugasti stuðningsmaður með listaverkakaupum sínum — og sjálfsagt á margan hátt annan — einmitt á þeim árum, er að þeim kreppti efnalega og þeim var hvað mest þörf á uppörv- un og fjárstuðningi. Hann hefir í öðru lagi viðað saman ein- stæðu og fjölbreyttu safni lista- verka, sem- áður er lýst nokkuð, og er merkilegt meðal annars sökum þess, að í því eru verk frá fyrstu árum margra þeirra listariianna, er skipa nú hinn fremsta bekk, og gefur því góða hugmynd um þroskaferil sumra þeirra. í þriðja lagi er starf hans ógleymanlegt fordæmi öðrum mönnum, sem kunna að hafa vilja og aðstöðú til þess að tak- ast svipað menningarstarf á hendur. Óskandi væri, að sem (Framh. á 3..síðu) ÚTGÁFA FLATEYJARBÓKAR Um þessar mundir er á döf- inni stórvirki í íslenzkri bóka- gerð: útgáfa Flateyjarbókar. Verður hún fjögur bindi og er þegar komin í prentun. Tvö fyrri bindin eiga að koma út í sumar, en hin síðari fyrri hluta næsta árs. Mun Sigurður prófessor Nordal búa Flateyjarbók undir prentun og rita rækilegan for- mála að hverju einstöku bindi. Flateyjarbók hefir aðeins einu sinni áður verið gefin út í heilu lagi. Var það á árunum 1860—1868. Kom hún þá út í Kristjaníu á kostnað forlags eins þar í borg, og sáu þeir dr. Guðbrandur Vigfússon og R. C. Unger prófessor um útgáfu hennar. En þessi útgáfa hefir lengi verið ófáanleg, og munu aldrei hafa komið hingað til lands nema tiltölulega fá ein- tök hennar. Ljósprentaða útgáfu af hand- ritinu 'kostaði Ejnar Munks- gaard í Kaupmannahöfn árið 1930, en sú merkilega útgáfa er, eins og gefur að skilja, aðeins við hæfi fræðimanna. Flateyjarbók er stærst og frægust allra skinnbóka, sem ritaðar hafa verið hér á landi, og hefir varðveitzt heil og ó- sködduð í hálfa sjöttu öld. Hefir hún jafnan þótt hin mesta ger- semi í hverra eigu, sem hún hefir verið. Hún er 225 blöð að stærð, 42 y2 sentimetri að hæð og 29 sentimetrar á breidd. En af þessu var 23 blöðum aukið í hana á fimmtándu öld. Að öðru leyti er hún talin rjtuð árin 1385—1390, og lét það gera höfð- ingi í Húnavatnssýslu, Jón bóndi Hákonarson í Víðidalstungu, niðji Svarthöfða Dufgussonar, sem kunnur er úr Sturlungu. Jón Hákonarson fæddist árið 1350 og hefir sennilega lifað nokkur ár fram á fimmtándu öld. Voru skrifarar hans prest- arnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson, og lýsti (þ. e. lit- aði og skreytti) hinn síðarnefndi Flateyjarbók af mikilli list. Þessi sami höfðingi lét einnig skrifa Vatnshyrnu svonefnda, sem í voru fjórtán íslendinga- sögur, en nú er glötuð nær öll. Brann helmingur hennar í Kaupmannahöfn árið 1728, á- samt mörgum öðrum ómetan- legum gripum, en hinn hlutinn glataðist hér á landi, nema örfá blaðaslitur, sem nú eru í Árna- safni í Kaupmannahöfn. í Flateyjarbók er fremst Ól- afs ríma Haraldssonar, elzta rímnahandrit, sem til er. Síðan koma ættartölur og þá sögur Ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga Haraldssonar. Eru þær að stofni til úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en mjög er aukið í þær úr öðrum bókum og ritum, þar á meðal Færeyj- inga saga öll, Orkneyjajarla saga,Jómsvíkingasaga og margir bættir og sögubrot. Þessu næst er Sverris saga Karls ábóta Jónssonar og saga Hákonar gamla eftir Sturlu Þórðarson. Síðan kemur íaukinn frá fimmtándu öld, saga Magnús- ar góða Hákonarsonar og Har- alds harðráða Sigurðssonar. Aft- ast í bókinni er annáll frá sköp- un heimsins til ársins 1394. Á 17. öld var bókin komin í eign Jóns bónda Finnssonar í Flatey, og af því tók hún nafn sitt. Gaf hann hana Brynjólfi biskupi Sveinssyni í Skálholti, er aftur gaf hana Friðriki kon- ungi III árið 1656. Er hún nú varðveitt í Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn og þykir dýr- asti og ágætasti gripur, sem af íslenzkum höndum er gerður. Hin nýja útgáfa Flateyjarbók- ar verður á þriðja þúsund blað- síður í stóru broti, og mjög vel úr garði gerð að öllu leyti, meðal annars prýdd myndum úr hand- ritinu og af sögustöðvum ýms- um. Eins og . áður hefir verið tekið fram mun Sigurður Nor- dal prófessor sjá um útgáfuna og rita formála með hverju bindi — gera þar grein fyrir efni þess og sögu handritsins og leiðbeina um lestur bókarinnar. í stórum dráttum er efni bók- arinnar skipað svo í bindi, að í því fyrsta verður Ólafs saga Tryggvasonar að meginefni, Ól- afs saga helga í öðru, Sverris saga og Hákonar saga gamla í því þriðja og saga Magnúsar góða og Haralds harðráða í fjórða bindi. En inn í þessar sögur eru felldar margar sögur og þættir eins og áður hefir ver- ið sagt frá. Dr. phil. Sigurður Nordal prófessor. Hvert bindi á að binda út af fyrir sig í úrvals skinnband, og er gert ráð fyrir að verð þeirra verði 100 krónur til áskrifenda þeirra, sem gefið hafa sig fram fyrir 1. maí í vor, enda nægi upplag útgáfunnar, sem kvað vera mjög takmarkað vegna pappírseklu, til þess að full- nægja eftirspurninni. í auglýsingum um þessa nýju útgáfu Flateyjarbókar er sagt: „Eignizt Flateyjarbók. Með því móti getið þér fengið fáeina af seðlum ykkar innleysta með. gulli. Hún mun halda gildi sínu, vera hverjum eiganda sínum dýrmætur fjársjóður, þegar flest af því, sem nú er prentað, verð- ur gleymt og dautt.“ Vissulega eigum við því að venjast, að auglýsingar séu oft skrumauglýsingar, en í þessum djörfu orðum, er áreiðanlega ekkert ofsagt. FRÆG BÓK EFTIR FRÆGT SKÁLD Frans Eemil Sillanpáá er ágætasti rithöfundur Finna, sem nú er uppi, og einn í flokki allra fremstu rithöfunda á Norðurlöndum sem kunnugt er. Tvær skáldsögur eftir hann hafa komið út á íslenzku, „Silja“ og „Skapadægur“, er báðar hlutu hér sem annars staðar hinar beztu viðtökur. Nú er hér i prentun þriðja skáldsagan eft- ir Sillanpáá, og mun hún koma út í vor. Verður hún nefnd „Sólnætur" í hinni íslenzku út- gáfu, en hinn sænski titill hennar er „Mánniskor i som- marnatten.“ Er það ein af nafn- kenndustu sögum hans, eins og allir vita, sem skil kunna á Norðurlandabókmenntum. Andrés Kristjánsson kennari hefir þýtt bókina-, hinn mesti smekkmaður um mál og stíl og mjög efnilegur þýðandi. Er sannarlega góður fengur að því að fá þannig helztu skáldverk nágrannaþjóðanna vel þýdd og vel út gefin. i r Frans Eemil Sillanpáa Sillanpáá er nú hálfsextugur. Hann er af fátæku foreldri kominn, sonur þurrabúðar- manns í finnskri sveit. Hann stundaði nám, þrátt fyrir fá- tækt sína, og komst í háskóla. Las hann þar náttúruvísindi, en hætti því námi brátt og fór að gefa sig að ritstörfum. Kom fyrsta bók hans, saga, er hét „Lífið og sólin“, út árið 1916. Þótti það góð byrjandabók og hafði hann sóma af. Sneri hann sér eftir það að ritstörfum af kappi og gat sér fljótlega hina mestu frægð fyrir skáldsögur sínar. (Frh. á 4. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.