Tíminn - 14.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDTJHUSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 437C. AFGREIÐSLA, INNHEIMT OG AUGLÝSINGASKT—-?: OFA: EDDUHUSI, ^indargötu 9A. Slml 2323. 28. árg. Beykjavík, þriðjudaginn 14. marz 1944 43. blað Fundur Framsóknar- r manna í Arnessýslu Mikill áhugi fyrir auk- inni flokksstarfsemi og blaðaútgáf u. Að tilhlutun Pramsóknar- floksins var almennur flokks- fundur haldinn að Þingborg í Árnessýslu s. 1. sunnudag og hófst hann kl. 2,30 og stóð fram að miðnætti. Fundarstjóri var Gísli Jónsson hreppstjóri, Stóru-Reykjum, en fundarritari Ágúst Þorvaldsson bóndi Brúnastöðum. Aðalræðumenn voru Her- mann Jónasson.Jörundur Brynj- ólfsson, Jónas Jónsson og Stein- grímur Steinþórsson. Var eink- um rætt um stjórnmálaviðhorf- ið og vandamál komandi ára. Af heimamönnum tóku til máls Bjarni Bjarnason skóla- stjóri, Egill Thorarensen kaup- félagsstjóri, Ágúst Þorvaldsson bóndi Brúnastöðum, Stefán Jas- onarson bóndi Vorsabæ , Emil Ásgeirsson bóndi Gröf og Krist- inn Helgason bóndi Halakoti. Eins og flokksmönnum er kunnugt, þá stendur yfir al- menn fjársöfnun til aukinnar útgáfustarfsemi flokksins. M. a. í tilefni þess, báru 8 fundar- menn, flest kunnir bændur í héraðinu, fram svofellda tillögu, er samþykkt var í'einu hljóði: „Almennur fundur Framsókn- armanna í Árnessýslu, haldinn að Þingborg 12. marz 1944, þakkar þingmönnum Fram- sóknarflokksins örugga baráttu fyrir málefni bænda og alveg sérstaklega vörn þeirra á Al- þingi í vetur. í afurðasölumál- unum. Þá lýsir fundurinn yfir á- nægju sinni um þá ákvörðun miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, að hefja fjársöfnun um land allt til aukinnar útgáfu- starfsemi flokksins, og skorar á flokksmenn að styðja hana af alefli, þar sem fundurinn álít- ur öflugan blaðakost áriðandi til sóknar og varnar málstað flokksins og auknum áhrifum hans." Fundinn sóttu um 200 menn úr öllum hreppum sýsluhnar, nema Þingvallasveit og Selvogi. Almennur áhugi ríkti á fund- inum fyrir eflingu Framsóknar- flokksins og djarflegum umbót- um í landinu. Breytinnarnar íi PormóDi uoru gerðor án iulls tillits mðitarlianda oo skipsskrokks Margar merkílegar upplýsíngar í rannsóknargerð sjódóms Reykjavíkur Dómsmáíaráðherra hefir nú loks seht blbðunum í heilu lagi yfirlitsskýrslu Sjódóms Reykjavíkur um rannsókn hans á Þor- móðsslysinu. Leiðir. skýrslan margt í ljós, sem áður var hulið, og vekur þungar ásakánir í garð þeirra manna, er stóðu að breyt- ingunum á skipinu, þótt aldrei verði um það fullyrt, hvort þær eða aðrar orsakir hafi valdið slysinu. Þótt skýrslan snúist um þetta eina sjóslys, virðist hún eigi að síður gefa glögga hugmynd um þær stórfelldu misfellur, sem átt hafa sér stað í þessum málum. Jafnframt er hún óflug hvatn- ing um, að ákvæðum um skipaeftirlit og framkvæmd þeirra verði komið í stórum öruggara horf. Þar sem rúm Tímans leyfir eigi, að skýrslan sé birt*í heilu lagi, verður hér getið nokkurra aðalatriða hennar. Þormóður keyptur til lamisins. Þormóður var keyptur í Eng- { landi af tveimur Akureyringum vorið 1939. Skipið var úr tré, I byggt 1919. Það var 101 smál., J brúttó, og hafði gufuvél. — Söluverðið var ein 400 sterl- ingspund og sýnir það, að skipið hefir ekki verið hátt metið. Atvinnumálaráðuneytið leyfði kaupin að því tilskildu, að skipa- skoðunin teldi það fullnægja gildandi öryggisreglum. Skipaskoðunin hreyfði ekki neinum athugasemdum um ör- yggi skipsins, hvorki þá eða um áramótin 1940, þegar aðalskoð- un á því fór fram. „Er þó ljóst, að skipið fullnægði m. a. ekki | ákvæðum íslenzkra reglna í svo , þýðingarmiklum atriðum, sem j um styrkleika banda — þar á jmeðal um samsetningu þeirra, byrðings og húfsia", segir í skýrslu sjódómsins. ! Þormóður var á síldveiðum I sumarið 1939 og bar þá ekki á neinu, nema að leki kom fram við „skammdekk". Um haustið fór það til Skotlands og bar þá á leka. Eftir áramótin 1940 hóf það siglingar með fisk til Eng- lands, varð fyrir miklu áfalli í ofviðri og þurfti að setja á það Vínnuhæli berklasjúklinga verður að Reykjum í Mosíellssveit Byggingarframkvæmdir hef jast í sumar. Samband ísl. berklasjúklinga hefir fest kaup á landspildu úr landi Reykja í Mosfellssveit fyrir hið fyrirhugaða vinnuheimili sitt. Landspilda þess liggur móti suðri og suðvestri, er hæfilega út af fyrir sig og hefir vegarsamband. Þar er heitt og kalt vatn, rafmagn og byggingarefni við héndina. Sambandið mun hafa í hyggju ;að byrja á fyrstu byggingum á "þessu ári, en fyrirkomulag þeirra hefir verið hugsað á þessa leið: Byggt verður eitt aðalhús, 3 hæðir. Á 1. hæð verður eldhús, borðstofa, setustofa, geymslur o. fl. Á 2. hæð verða íbúðir hjúkrunarkonu og ráðskonu, vinnuherbergi læknis og eitt- hvað af íbúðarherbergjum sjúklinga. Á 3. hæð eins og 2ja manna íbúðarherbergi fyrir sjúklinga. Ennfremur verða byggð 10— 20 íbúðarhús, 2—3 herbergi hvert, og loks 4—6 vinnuskálar. Þar sem byggingarkostnaður er nú mjög mikill, verður byrj- að á að byggja nokkur af smá- húsunum og þau notuð fyrir 6—8 sjúklinga hvert. Þetta er gert til þess að geta hafið starf- semina sem allra fyrst. Þegar aðalbyggingin hefir verið reist, munu fjölskyldumenn, sem dvelja langvistum á hælinu, búa í þessum húsum með fjöl- skyldum sínum. Sjúklingar, sem dvelja munu á vinnuhælinu, verða i fyrsta lagi sjúklingar nýútskrifaðir af hælunum, sem þurfa áfram- haldandi eftirlits og hafa tak- markað vinnuþol. í öðru lagi sjúklingar með langvinna, hæg- (Framh. á 4. síðu) nýtt stýrishús og endurnýja nokkurn hluta vélarinnar. Sið- an hélt það Englandsferðum á- fram í nóvember 1940. Leka vart vart öðru hvoru og vegna hans var það látið hætta Englands- ferðunum. Breytingarnar. Haustið 1940 keypti félag á Akranesi skipið. Það ákvað að setja í það „diesel"-vél í stað gufuvélarinnar, svo að farm- rýmið notaðist betur. Ennfrem- ur ákvað það að gera á því ýms- ar breytingar. Skrifstofa Gísla Jónssonar tók að sér að gera teikningar af breytingum þeim, er fyrirhug- aðar voru, fá þær samþykktar af skipaskoðuninni og hafa síð- an eftirlit með framkvæmd verksins. Þegar skrifstofa Gísla hafði lokið að gera teikningarnar, var nokkur hluti þeirra sendur skipaskoðunarstjóra og óskað samþykkis hans. Þessari mála- leitun svaraði skipaskoðunar- stjóri aldrei; telur hann, að beiðni þessi hafi mislagzt hjá sér. Skrifstofa Gísla gekk held- ur ekki eftir svari skipaskoðun- arstjóra, heldur var hafizt handa um breytingarnar og var þeim lokið í júlí 1941. Breytingarnar voru aðallega þessar: Yfirbygging skipsins var stórum stækkuð, gufuvélin, ásamt öllu tilheyrandi, tekin burtu og sett í staðin 240 ha. dieselvél, ásamt olíugeymum, er tóku 12 þús. lítra, nýr hvalbak- ur settur á skipið, aðalþilfarið endurnýjað og einnig bátaþil- farið. Nokkur langbönd voru sett í lestina til styrktar, en að öðru leyti voru bönd skipsins, húfsíur og byrðingur óbreytt. í réttarhöldum sjódómsins upplýsti Erlingur Þorkelsson vélstjóri, starfsmaður Gísla, að teikningin af yfirbyggingunni hefði verið gerð „án þess að hliðsjón væri höfð af styrkleika innviða skipsins eða skips- skrokksins að öðru leyti". Gísli sjálfur orðar þetta þannig ,að teikningin hafi verið „gerð án tillits til styrkleika banda skips- ins eða annara máttarviða en þeirra, er staðið hafi í beinu sambandi við yfirbygginguna (þ. e. langbita undir yfirbyggingu og annara þar út frá)". Einn skipaskoðunarmaður, Pétur Ottason, fylgdist með breytingunum, er gerðar voru á skipinu, án þess að sjá teikn- ingarnar nokkurntíma eða vita hvað ætlazt var fyrir í þeim efn- um, heldur sá hann það jafn- óðum og það var framkvæmt. Fyrir réttinum segir hann, að sér „hafi virzt skipið grann- byggt, frekar gisbent og böndin fremur lítið á misvíxl," en þó hafi hann talið skipið nógu traust fyrir breytingarnar, þar sem „allir viðir hafi virzt ófún- ir og óskemmdir." Tveir skipasmiðir, Hafliði J. Hafliðason og Magnús Guð- mundsson, hafa hins vegar látið uppi það álit að styrkja hafi þurft skipið frekar, vegna þess- ara breytinga. Þá telja þeir einnig, að festing yfirbygging- arinnar við skipið hafi verið ó- fullnægjandi og sjódómurinn lýsir þeirri skoðun, að hún hafi ekki fullnægt gildandi laga- ákvæðum. Það virðist og stað- festa þetta, að samkvæmt fram- burði margra vitna lak með yf- irbyggingunni. Fljótlegá eftir breytingarnar á skipinu, urðu á því eigenda- skipti. Fyrst keypti það h.f. Hængur, en síðan h.f. Njáll, en aðalmaður þess félags mun Gísli Jónsson hafa verið. Er það at- hyglisvert, að Akranesfélagið selur skipið fyrir næstum sama verð og það hafði kostað það, er viðgerðir eru meðtaldar, enda þótt skip færu þá hækkandi í verði. Lckinn magnast v eftir breytingarnar. Eftir að breytingarnar voru gerðar á skipinu, var það ýmist í fiskflutningum til Englands eða í flutningum hér við land. Miklu meira bar nú á leka en áður og tvívegis, er skipið lenti í slæmu veðri, var það hæ,tt komið vegna hans. í annað skiptið var það í Englandsferð, er mikill leki kom að því aftan- verðu, svo og með vélarreisn, en í hitt skiptið í ferð milli Reykja- víkur og Breiðafjarðarhafna, er stór rifa kom milli þilfars- planka. Viðgerð fór fram á skip- inu eftir bæði þessi skakkaföll. Einnig varð það fyrir skemmd- um, er það tók niðri á Djúpa- vogi, og í annað sinn, er það rak á land í Reýkjavík. Eftir bæði þessi áföll var látin fara fram viðgerð á skipinu. Það þurfti þó ekki til, að skip- ið lenti í vondum veðrum, að leki kæmi að því. Auk þilfars- leka, var annars leka ávallt vart á skipinu eftir breytingarnar 1941, segir í skýrslu sjódómsins. Því til staðfestingar fylgja vitn- isburðir nokkurra sjómanna, er voru á skipinu þennan tíma. Guðmundur Gíslason, er var 1. vélstjóri skipsins júní—des. 1942, segir: „Leki kom að skip- inu, er það erfiðaði móti sjó og vindi, án þess að vitað væri um það, hvar lekinn var." Friðfinnur Árnason, er var 2. og síðar 1. vélstjóri á skipinu haustið 1940 til júní 1941, segir að skipið hafi „lekið og leka- staðir verið á víð og dreif." Elías. Guðmundsson, sem.var skipstjóri á Þormóði ágúst 1941 til des. 1942, segir að „Þormóður hafi almennt lekið, er hann erf- iðaði í vindi og sjó, sérstaklega ef hann var tómur eða lítt lest- aður". í því sambandi bendir sjódómurinn á, að Þormóður virðist hafa verið lítt lestaður í seinustu ferð hans. í skýrslu sjódómsins eru til- greind svipuð ummæli allmargra fleiri sjómanna' er verið hafa á Þormóði. M. a. bera sumir þeirra það, að olíugeymarnir í véla- rúmi hafi undizt til í veltingi, og klossarnir milli þeirra hafi viljað losna við velting. Viðgerðir þær, sem stöðugt var verið að gera á skipinu, vegna áðurgreindra áfalla, virð- ast ekki hafa bætt neitt úr hin- um almenna leka skipsins, enda takmarkaðar við vissar skemmdir. Næst seinustu ferð sína fór Þormóður til Húnaflóahafna í janúar 1943. í þessari ferð varð vart við leka. Seinustu ferð sína fór Þormóður einnig til Húna- flóahafna og varð þá einnig vart við leka á norðurleiðinni. Á suð- urleiðinni fékk skipið vont veð- ur á Faxaflóa og hljóðaði síðasta skeytið, er barst frá skipinu, sem var að kvöldi 17. febrúar, á þessa leið: „Erum djúpt út af Staf- nesi, mikill leki kominn að skip- inu, eina vonin er að hjálp komi fljótt." Sjódómurinn telur sig eigi geta fellt neinn öruggan dóm um það, hvað orðið hafi skip- inu að grandi. Veðurofsinn og sjólagið var slikt, að það hefði vel getað grandað skipinu. Einnig hafi það getað steytt á grunni. Seinustu fregnirnar frá skipinu sýni, að mikill leki hafi verið kominn að því, og geti það hafa farizt af þeirri ástæðu einni. Um þetta • verði aldrei hægt að fullyrða með vissu. Um rannsókn sína segir sjó- dómurinn svo að lokum, að hann vænti þess, að hún sýni „að ljóst verði talið, að ýmissa umbóta sé þörf í skipateikninga-, skipa- smíða- og skipaeftirlitsmálum okkar íslendinga, hvort sem úr því kann að verða bætt með nýrri og breyttri löggjöf um þessi efni, framkvæmdavalds- athöfnum eða hvorttveggja." Nokkrar ályktanir. Það, sem skýrsla þessi sýnir, er í stuttu máli þetta: Þótt Þormóður sé, þegar hann kemur til landsins, svo veik- byggður, að hann fullnægir ekki íslenzkum öryggisreglum, er eigi að siður gerðar á honum stór- felldar'breytingar, er gera stór- um meiri kröfur til styrkleika hans. Yfirbyggingin er stórauk- in og miklu aflmeiri vél sett í skipið, en hvorttveggja þetta gerir vitanlega auknar kröfur til styrkleika þess. Þessar breytingar eru fyrirhugaðar og framkvæmdar, án þess að styrk- leiki skipsins sé aukinn svo nokkru nemi. Afleiðingarnar koma líka fljótt í ljós, þar sem er hinn aukni l.eki skipsins. Ástæðan til þessara breytinga er fyrst og fremst sú, að útgerð- arfélagið vill auka burðarmagn skipsins, til þess að geta fengið enn meiri gróða, er vafalaust hefir þó verið ríflegur áður en breytingin var gerð. Meginsökin mun þó flestum finnast að leggist á skrifstofu Gísla Jónssonar, sem annaðist teikninguna, tók að sér að fá hana samþykkta af skipaskoð- uninni og sjá um eftirlit með breytingunni. Skrifstofan gerir teikninguna af breytingunni, án þess að taka tillit til almenns styrkleika skipsins, og lætur hefjast handa um framkvæmd- (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi FOLSUN MORGUNBL. í aðalritstjórnargrein Morgun- blaðsins siðastl. laugardag er reynt að hnekkja þeirri stað- hæfingu Tímans, að mikill meiri hluti bændastéttarinnar fylgi Frámso'knarmönnum að málum. Morgunblaðið hyggst að gera þetta á þann hátt, að bera sam- an atkvæðatölur allra flokkanna í kjördæmum utan kaupstað- anna. Kemur þá í ljós, að Fram- sóknarflokkurinn hefir flest at- kvæðin, en þó talsvert færri en hinir flokkarnir samanlagt. Síðan ályktar Moígunblaðið þetta sanna, að meirihluti bænd- anna fylgir ekki Framsóknar- flokknum. Allir hljóta að sjá, hversu vill- andi þessi málflutningur er. f þessum kjördæmum er margt kauptúna, þar sem Framsóknar- flokkurinn hefir langtum minna fylgi en hinir flokkarnir saman- - lagt. Megnið af atkvæðum jafn- aðarmanna og kommúnista er fengið í kauptúnunum og einnig mjög verulegur hluti af atkvæð- um Sj álfstæðisflokksins. Ef unnt væri að aðgreiná at- kvæði kauptúnafólks frá atkvæð um sveitaf ólks, myndi það vissu- lega koma í ljós, að Framsókn- arflokkurinn hefði mikinn meiri- hluta sveitaatkvæðanha. Þetta vita lika allir þeir, sem til þekkja. Morgunblaðsritstjór- anum er þó áreiðanlega einna kunnugast um það. En þeir reyna hér eins og endranær að vera trúir þeirri iðju sinni að falsa og blekkja. GENGHE> Á SNIÐ VIÐ SANNLEIKANN. Morgunblaðið endar áður- nefnda grein sína með þeirri fullyrðingu, að Framsóknarfl. hafi ekki haldið^ betur en svo á málum sveitanna, að f ólki þar sé alltaf að fækka og erfiðleikar þess, sem eftir sé enn, séu marg- víslegir. ' Eins og venjulega fer Morgun- blaðið hér á snið við sannleik- ann. Hann er sá, að vegna starf- semi Framsóknarflokksins hefir tekist að hindra, að fölksflutn- ingur úr sveitum yrði ekki miklu stórfeldari en raun hefir á orðið. Án þeirra umbóta, er flokkurinn hefir komið fram í sveitum landsins, myndi nú kjör þeirra fáu, sem þar væru eftir, ósam- bærileg við það, sem sveitafólk- ið býr við nú. Þetta gerir 'sveitafólk sér vel Ijóst. Það veit vel, hvað það á að þakka Framsóknarflokkn- um. Það veit líka vel, að næstum allt, sem hefir áunnizt því til hagsbóta, hefir kostað harða baráttu við afturhalds- og stór- gróðaöflin. Vildi Mbl. ekki bregða upp mynd af því, hvernig nú væri ástatt í sveitum landsins, ef stefna Jóns á Reynistað, Péturs Ottesens og Gísla Sveinssonar hefði fengið að ráða? MISSKILNINGUR LEIÐRÉTTUR. í bréfi, sem Tímanum barst nýlega, er óskað að fá það upp- lýst, hvort það hafi verið brot á samþykktum flokksþinganna 1937 og 1941, að Eysteinn Jóns- son og Jónas Jónsson sátu í nefnd með kommúnistum til að ræða við þá um þátttöku þeirra í allra flokka stjórn. Virðist bréfritarinn líta svo á, áð flokksþingin hafi lagt bann við slíkum samningaviðræðum. Slíkt er vitanlega fullkominn misskilningur. Formaður og rit- ari Framsóknarflokksins, ásamt miðstjórninni, er kaus þá til bessara starfa, brutu ekki að neinu leyti gegn stefnu eða flokksþingsyfirlýsingum flokks- ins með þessum samningavið- ræðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.