Tíminn - 18.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1944, Blaðsíða 2
118 TlMEVIV, laiigardaginm 18. marz 1944 29. blað ^tminn Lauyardafiur 18. marz »Kommúfiístavinír« Fræg er sagan af óknyttapilt- inum, sem lagði það í vana sinn að hræða fólk með því að hrópa: Úlfur, úlfur. Þessu hrópi hans var anzaö nokkrum sinnum, en brátt fór fólk að þreytast á gabbi hans og skeytti því engu. Þegar úlfurinn loksins kom og piltur- inn tók að hrópa á hjálp, var því engu sinnt og úlfurinn fékk að leika við hann eftir vild sinni. Þessi saga er næsta táknræn fyrir bardagahætti afturhalds- manna á íslandi. Um langt skeið hafa þeir leikið þá list að kalla nær allar umbætur kommún- isma og alla umbótamenn kommúnista eða kommúnista- vini. Einna gleggsta dæmið um þetta er barátta afturhaldsins gegn Jónasi Jónssyni. Um langt skeið voru allar umbætur, sem hann beittist fyrir, nefndar kommúnismi og hann stimplað- ur sem óalandi og óferjandi kommúnistavinur. Það er vafalaust, að þessi þrá- láti áróður afturhaldsins hefir hjálpað því nokkuð í bili. Það hefir tekizt að blekkja fáfróð- ustu og .auðtrúuðustu sálirnar. En þegar stundir hafa liðið fram hafa áhrifin í mörgum tilfellum orðið gagnstæð við tilganginn. Ýmsir hafa farið að álíta, að kommúnisminn væri ekki eins fráleitur og bölvaður og af var látið, þar sem sjálfsögðustu og réttlátustu umbætur voru kall- aðar kommúnismi. Með þessum hætti hafa margir menn verið stórlega blekktir og þeir verið látnir missa sjónir á því, hvað kommúnisminn raunverulega er. Þeim hefir verið kennt að álrta hann miklu betri og skaðlaus- ari en hann er. Raunverulega hafa þeir menn, sem staðið hafa fyrir þessum kommúnistahrópum, verið beztu áróðursmenn kommúnismans og stuðlað miklu meira að viðgangi hans en kommúnistaforsprakk- arnír sjálfir. Fyrir atbeina þeirra fylgja nú margir frjálslyndir menn kommúnistum, því að þeir dæma kommúnismann eftir hin- um sífelldu herópum afturhalds- liðsins, að allar umbætur og fé- lagslegt réttlæti séu kommún- ismi. Þótt afturhaldssinnum mætti fyrir löngu vera það ljóst, að þeir vinna kommúnistum þæg- ast verk með þessari áróðursiðju sinni, halda þeir henni eigi að síður áfram. Það sorglega hefir líka gerzt, að sumir þeirra, sem áður hafa orðið fyrir slíku að- kasti afturhaldsins, vegna margháttaðrar umbótastarfsemi sinnar, eru farnir að hjálpa þeim við þessa skaðlegu áróð- ursstarfsemi, sem raunverulega er ekki i þágu neinna annara en kommúnista. Tilgangur afturhaldsins með þessum áróðri er vitanlega sá, að fæla menn frá stuðningi við umbætur og félagsleg réttindi, sem ganga gegn hagsmunum þess á einn eða annan hátt. En sá árangur næst vissulega ekki nema þá um takmarkaða stund. Hins vegar geta afleið- ingarnar fyrr en varir orðið þær, að hinn raunverulegi úlfur, kommúnistarn,i{r hafi hagnazt svo mikið á þessum áróðri, að þeir geti unnið verk, sem verða þjóðinni allri til tjóns og skemmdar. Hrópyrði afturhaldsins um kommúnisma og kommúnista- vini beinist nú sem fyrr gegn ýmsum forvígismönnum Fram- sóknarflokksins og blöðum hans. Afturhaldið skilur það vel, sem „Dagur“ sannaði mjög glögglega fyrir skömmu, að höfuðdeilan um réttláta skiptingu og notkun stríðsgróðans mun raunverulega verða milli afturhaldsins og Framsóknarflokksins, því að Framsóknarflokkurinn vill nota hann til almennra framfara og atvinnuaukningar, en aftur- haldið vill nota hann í þágu fárra auðkónga. Afturhaldið sér, að stefna Framsóknarflokksins vinnur sér aukið fylgi og því er gripið til gamla ráðsins að hrópa nú hátt um kommúnisma og kommúnístavini. Umbótamenn landsins þurfa Séra Sigurbjörn Einarsson; Merkið §tendnr,þótt maðurinn falii Séra Sigur'björn Einarsson hefir bezt íslenzkra manna kynnt sér samskipti hinnar þýzku valdstjórnar nazista og kirkjunnar þar í landi. Skrifaði hann um þetta merka bók, „Kirkja Krists í ríki Hitlers.“ Nú hafa kirkjur margra þjóðlanda búiö um skeið undir hrammi nazista og sœtt hörðum kostum. Eru ýmsir kapítul- ar þeirrar sögu skráðir blóði og munu lengi í minnum hafð- ir. Hugstœðust íslendingum er barátta norskra og danskra kennimanna. Ber þar hœst nafn Kaj Munks, er féll fyrir böðulshendi i vetur. Hefir séra Sigurbjörn skrifað grein þá, sem hér fer á eftir, um líf og baráttu þessarar glœsi- legu, dönsku þjóðhetju. Hún er orðin býsna dýr, styrj- öldin, sem nú er háð. Hefir vart annar valdastóll kostað mann- kynið meiri fórnir en sá, sem Hitler skipar í umboði nazism- ans. Norrænar þjóðir hafa gold- ið mikinn skatt til þeirrar krúnu í mannslífum. Það er grimm kaldhæðni örlaganna, að þessir þýzku ofstækisdýrkendur „norræns" kyns skyldu verða meiri böðlar norræna þjóða en áður hafa þekkzt í sögu þeirra, og þeir níðingar á germönsk- um drengskap, sem lengi mun til jafnað. fórnum líður. En hart er það að þurfa að viðurkenna, að það skyldi verða að kosta hörm- ungar nákominna þjóða — og náin mök við Bandamenn —, að opna augu fjöldans fyrir því, hvílíkur forneskjudraugur hér er á ferð, þar sem nazisminn er. * Það varð skammt á milli tveggja öndvegismanna nor- ræns menningarlífs, skáldanna Nordahl Griegs og Kaj Munks. Sá var þó munurinn, að Grieg féll sem hermaður, en hinn var 4. jan. ók grá bifreið heirn að prestssetrinu í Vedersö á Jótlandi. í henni voru þrír þýekir hermenn og einn Dani úr liinu svonefnda Schalburg- liði. Þeir höfðu prestinn, Kaj f Munk, á brott með sér og fluttu hann til Silkiborgar, þar sem hann var yfirheyrð- | w í herbúðum Þjóðverja. Síðan fóru þrír danskir t Schalburg-liðar með hann út fyrir borgina og myrtu liann þar. Nöfn moröingjanna eru nú kunn orðin, og þeir allir jlúnir til Þýskalands. Kaj Munk vóg með vofm- um andans, en á þeim vett- vangi voru nazistar honum ekki jafnbúnir. Nazisminn hafði ekki verið lengur en ársfjórðung við völd í Þýzkalandi, þegar svo alvar- lega hafði skorizt í odda milli þessa nýja valdaflokks og kristinnar kirkju landsins, að enginn maður í víðri veröld þurfti að vera í vafa um það, að hér var á ferðinni hatramur andstæðingur kristninnar. Þeir, sem höfðu gert sér þetta ljóst, áður en til þessarar styrjaldar kom, — þ. e. a. s. þeir, sem höfðu fylgzt með því sjáandi augum, sem var að gerast suð- ur þar árin á undan, — hafa ekki látið sér á óvart koma nein þau hermdarverk, sem Þjóðverj- ar hafa unnið i hinum her- numdu nágrannalöndum okkar. Sízt af öllu hefir það vakið furðu þeirra, að kirkjur Noregs og Danmerkur hafa átt þar litla vini, sem nazistar eru. Báð- ar þær þjóðkirkjur eru nú að semja þann þátt sögu sinnar, sem verður heiður þeirra og styrkur á komandi öldum. Þær njóta þess nú, og þjóðir þeirra með þeim, að þær lifðu þrótt- miklu lífi og stóðu djúpt rótum í þjóðlífinu. Nú munu þeir fáir orðnir á ís- landi, sem telja það „hlutleysis- brot“ eða annað verra að tala eða rita um áþján kristinna trú- bræðra af völdum nazista. Og þeir munu fáir, sem ekki viður- kenna, að hin „germanska" óðasótt Þjóðverja hafi krafið germanskar þjóðir fullmikilia mannfórna, hvað sem öðrum að vera vel á verði gegn þessum áróðri afturhaldsins. Það er bú- ið að snúa of mörgum til fylgis við Kommúnistaflokkinn með þeim blekkingaáróðri öllum, að umbætur og félagsleg réttindi séu sama og kommúnisminn. Sóknin gegn kommúnismanum verður ekki sízt fólgin í því að afhjúpa og afsanna þennan blekkingaáróður afturhaldsins. Þ. Þ. myrtur af níðingum. Báðir ^höfðu þó barizt í sömu fylkingu j og söm var höndin, sem báða sló. Báðir féllu sem píslarvott- i ar frelsisins, og svo dýrt er frelsið metið á Norðurlöndum, að ekki verður séð í þvílíkar fórnfæringar, þrátt fyrir allt, þegar það er í húfi. Kaj Munk hefir tæpast getað gengið að því gruflandi, að ör- lög hans hlytu að verða píslar- vætti. Svo opinskár hafði hann verið, svo bert hafði hann skor- ið upp herör gegn kúgurum lands síns og innlendum leppum þeirra. Hann tók að sér það hlutverk í nafni kirkju sinnar og drottins síns að tala, þegar aðrir þögðu, — að segja það, sem margir vissu, að þurfti að segja, en enginn þorði. Hann mun hafa vitað það, að hann talaði í þöglu umboði kirkju sinnar og mikils meiri hluta þjóðar sinnar. Annars vitum við raunar svo lítið um það, sem gerist-í Danmörku, að við get- um ekkert um það sagt, nema víðar hafi prédikunarstóllinn verið notáður á'sama hátt og í Vedersö á Jótlandi, þar sem Kaj Munk var prestur. En hann stofnaði sér í því meiri hættu, sem hann var kunnari maður. Árum saman hafði þjóð- in hlustað, þegar hann talaði. Hann var viðurkenndur einhver svipmesti andans maður lands- ins. Slikur maður sem hann gat ekki dulizt. Og slíkan mann var miklu síður hægt að umbera en aðra, sem ekki voru eins kunnir og minna tillit var tekið til en hans. Efalaust' hefir Munk líka gert sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð, sem þessi sérstaka að- staða hans meðal stéttarbræðr- anna hafði í för með sér fyrir hann. Hann gerði aðstöðu »sína að köllun, og lét lífið fyrir hana. Kaj Munk var þjónn orðsins, hins heilaga orðs, en jafn- framt. hafði hann óvenjulegt vald yfir orðinu, máli þjóðar sinnar, hvort sem var i ræðu eða riti. Hann var skáld, en fyrst og fremst prestur. Skáldgáfuna hafði hann öðlazt í vöggugjöf, en prestsstarfið sem lífsköllun. Þess eru ljós merki á verkum hans, að hann vildi láta skáld- ið þjóna prestinum. Eða rétt- ara sagt: Hann leit svo á, að honum væri gáfan léð til þjón- ustu við köllunina. Hann hafði fulla vitund um ábyrgð þess að vera boðberi hins hæsta á al- varlegum tíma, og hann gerðist „forsvarsmaður og píslarvottur háleitasta málefnisins, sem til er, en það er barátta trúarinn- ar gegn lögmálsbrotum, lygi og harðstjórn“, eins og hann segir sjálfur um Jóhannes skírara. ❖ Kaj Munk fæddist í Maribo á Lálandi 13. janúar 1898. Faðir hans var iðnáðarmaður, en naut skammt við; hann lézt þegar drengurinn var hálfs annars árs. Röskum þrem árum síðar andaðist,móðirin líka. „Þó lítill væri,“ segir Munk í predikun, „hafði þó þessi fyrsta móðir mín kennt mér nokkuð, sem ég hefi aldrei gleymt síðan, — nokkuð, sem líf mitt byggist á enn þann dag í dag: Á hverju kvöldi áður en stóru barnsaugun mín luk- ust aftur undir nóttina, spennti hún greipar yfir hendur mínar, lét mig lesa vers og segja ’að lokum: „Góða nótt, pabbi; góða nótt, Guð og Jesús og allir heil- agir, litlir englar“. Með þessu móti vissi ég þegar, er ég var fimm ára, að vér menn eigum heima í tveim heimum, með öllu því, sem oss er dýrmætt. Upp þar var pabbi, niðri hér var mamma, og sjálfur var ég sem sé nokkurn veginn jafn mikið á báðum stöðum.“ Þeir, sem þekkja leikrit hans „Orðið“, kannast við, að eitt áhrifamesta atriði leiksins er það, þegar Jóhannes er að tala við litlu stúlkuna, sem er að missa mömmu sína, og leiða henni fyrir sjónir, hvað það sé gott að eiga mömmu sína á himnum. Undiralda þeirrar sterku kenndar, sem mótar þennan þátt, á upptök sín í bernskureynslu höfundarins. Þegar Munk hafði misst báða foreldra sína fór hann í fóstur til barnlausra hjóna, er ráku smábúskap á litlu býli, Opager á Lálandi. Húsfreyjan var skyld móður hans. Þau hjón gengu drengnum í foreldra stað, og hefir hann reist þeim óbrot- gjarnan minnisvarða í minn- ingarræðu, er. hann hélt eftir fósturmóður sína látna og prentuð er í ræðusafni hans „Við Babýlons-fljót“. (Þetta ræðusafn var gefið út í Dan- mörku árið 1941, gert upptækt þar, en prentað að nýju í Argen- tínu. Mun það bráðlega koma út í íslenzkri þýðingu eftir þann, er þetta ritar, og auk þess þrjár ræður, eftir Munk, er birzt, hafa í málgagni frjálsra Dana í Lundúnum). Hann tók í arf ætt- arnafn fósturföður síns (Peter- sen hét faðir hans), og mun dönsk saga geyma það nafn úr þessu. Bernskuheimilið mótaðist af hollum anda. Hinn deildi verð- ur kostaði elju, atorku og spar- neytni. Þarna var eitt þeirra mörgu, litlu bændabýla, þar sem aldrei mátti verk úr hendi falla, þar sem moldin krafSist sífelldr- ar, árvakrar og hugulsamrar þjónustu, til þess að hún léti lífsviðurværið í té. En fólkið, sem innti þessa stritsömu þjón- ustu af hendi, varð samt ekki að andlegum krypplingum.Kotung- arnir í Opager höfðu þann hæfi leika, sem íslenzkir stritmenn hafa margir átt í ríkum mæli, áð láta anda sinn frjóvgast við umhugsun um þá hluti, sem eru moldinni ofar, þótt höndin yrði kreppt og hnýtt af erfiði. Næstu áratugina á undan fæðingu Munks hafði hin þrótt- mikla, kristilega vakning, sem Vilhelm Beck hratt af stað, breiðst út meðal danskrar bændaalþýðu. Hún olli mikilli Vestur-íslenzku blöðín Sú var tíðin, að vestur-ís- lénzku blöðin, „Heimskringla" og „Lögberg", voru allútbreidd hér á landi. Létu margir vestur- farar senda þau vinum og ætt- ingjum sínum hér heima. Þóttu þau þá góður gestur á heimil- um á íslandi, ekki sízt sökum þess, að þau voru oft og tíðum hin ágætasta heimild um líf og frama frónskra manna á hinni miklu Vestmörk. Þau voru þann- ig bezti tengiliðurinn milli heimaþjóðarinnar og þeifra, sem haslað höfðu sér völl í hinni framandi álfu. Smámsaman féllu þesSar blaðasendingar niður, og nú um skeið hafa vestur-íslenzku blöð- in komið í tiltölulega mjög fárra hendur hér á landi. Hefir þó dálítið verið gert til þess að afla þeim kaupenda hér austan hafs- ins, en það virðist ekki hafa borið tilætlaðan árangur, hvað sem veldur. Enn sem fyrr eru þau þó góð heimild um líf land- anna vestan hafs, og enn sem fyrr er heima-íslendingum hug- leikið að vita sem gerzt hagi þeirra og hugðarmál. Nú er þess ekki lengur að vænta, að blöð Vestur-íslend- inga verði send sem vingjafir á hundruð heimila á íslandi. Að því liggja þau eðlilegu rök, að þeir, sem áður -keyptu þau og sendu heim til ættingja og kunningja, eru margir hverjir fallnir í valinn, og í þeirra stað komin ný kynslóð, sem ekki er í jafn nánum tengslum við okk- ur hér heima. Það er því komið að okkur að.gjalda skuldina við Vestur-íslendingana, sem í meira en hálfa öld hafa haldið uppi hinni merkilegustu þjóð- ernisbaráttu við erfið skilyrði með umsvifamikilli blaðaútgáfu. Með hverju ári sem líður verður ( óhægara um útgáfu íslenzkra blaða vestan hafs, og er þess ekki að dyljast, að áður mjög langt um líður getur svo farið, að ekki verði lengur unnt að halda áfram útgáfu þeirra. Yrði það hinn mesti hnekkir íslenzkri tungu og menningarerfðum vestra. Gæti það orðið löndum vestra allmikill styrkur og nokk- ur hvatning til þess að láta þráð- inn ekki rofna, ef heima-íslend- ingar sýna myndarlega í verki, hvers virði þeir telja íslenzku blöðin í Winnipeg vera. Þessar vikur hefir hugur manna hér á landi beinzt venju fremur til forvarða íslenzkrar menningar vestan hafs vegna aldarfjórðungsafmælis Þjóð- ræknisfélagsins. Menn^ hafa fundið glöggt hvílíka þökk þeir eiga þeim að gjalda. Væri úr vegi að gjalda þá þökk að nokkru með því að gerast kaup- endur „Heimskringlu“ og „Lög- bergs“, annarshvors eða beggja? Auk þess sem það gæti orðið útgáfu blaðanna stuðningur, eru þau vissulega þess verð, að þau séu keypt hér á landi, svo fremi sem fólk finnst nokkurs vert að fylgjast með framgangi landanna ’vestra. Leyfir „Tím- inn“ sér að benda fólki á, að umboðsmaður vestur-íslenzku blaðanna hér er Björn Guö- mundsson, Reynimel 52 i Rvík, og tekur hann fúslega á móti nýjum áskrifendum. „Heimskringla“ og „Lögberg" kosta hvort um sig þrjá Kan- adadollara — við tuttugu ís- lenzkar krónur. Vestur-íslenzku blöðin eru elzt allra íslenzkra blaða, sem nú koma út. „Heimskringla" byrj- aði að koma út haustið 1886, en „Lögberg" tveim árum síðar. „Þjóðólfur", sem elztur hefir orðið allra íslenzkra blaða, kom út í 66 ár og eru þá meðtaldir síðustu árgangarnir, er hann kom út á Eyrarbakka 1917— 1919. Það eru jafnvel mjög fá tímarit íslenzk, sem eldri eru en blöðin vestra. Er þar ekki ^önnur rit að nefna en „Skírni“, sem nú er 117 ára gamall, og „Andvara", er komið hefir út í 68 ár, og almanak Þjóðvinafé- lagsins. Fyrir aldurs sakir einar skipa Vesturheimsblöðin því virðu- legan sess í íslenzkum blaða- heimi. hræringu og setti smátt og smátt mót sitt á trúarlíf al- mennings. Er enginn efi á því, að þessi vakning hefir orðið danskri kristni hin mesta líf- gjöf. Kaj Munk ólst upp í and- rúmslofti þessarar sterku hreyf- ingar. Myndin af Vilhelm Beck hékk fyrir ofan rúmið hans. Hann fylgdi fóstru sinni á 'sam- komur heimatrúboðsins, „sat frammi fyrir öllum söfnuðinum á öldollu frá Carlsberg, henni hafði líka verið snúið á sam- komunni“. í þessu umhverfi fæddist trúaralvara hans, þarna var lagður grundvöllur þeirrar skapgerðarmótunar, sem gerði hann að lokum að kristinni hetju. Þarna lærði hann að þekkja þann Guð, sem krefst alls og gefur allt. Litla heimilið í Opager hefir þannig verið sá skóli, sem mest hefir lagt af mörkum um mótun lífsstefnu Munks. Samband hans við moldina þar óf ættjarðar- ástina inn í sálarlíf hans, — Danmörk var hluti af honum sjálfum. Hin stranga, alvöru- þrungna og djarfmannlega trú vakningarinnar hefir orðið per- sónuleg eign hans þegar í æsku. Hún gaf honum þá sannfær- ingu, að það væri betra að „spilla á milli Danmerkur og Þýzkalands en'á milli Danmerk-' ur og Drottins Jesú.“ „Litla, hálmþakta hús undir kastaníu- trjánum,“ segir Munk á einum stað, „hve hefir þú kennt mér að elska öll litlu heimilin í Dan- mörku. Því að ágætast varstu fyrir það, að þú varst ekkert sérstakt, að pabbi og mamma voru að öllu verulegu eins og fólk gerist og gengur. Þess vegna veit ég, hvernig þið stríð- ið og stritið í kotunum og þykir vænt hverju um annað. Þess vegna hata ég naglalakk og lúksuskvendi og alla aðra silki- skrjáfandi ýldu. En þú, litla bernskuheimilið mitt, þú hefir kennt mér að sjá hið mikla, já, hið mesta í því litla.“ * Munk brauzt til mennta í mik- illi fátækt. Snemma bar á skáld- hneigð hans. Fyrsta leikrit sitt skrifaði hann 19 ára gamall, þá- kominn að . stúdentsprófi. En langur varð brattinn upp til náðar útgefendanna og viður- kenningar almennings.-Þó hafði hann laust eftir 1930 rutt sér til rúms á skáldabekk og sýnt, að hann ætlaði að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Síðustu árin mun það hafa verið við- urkennt um öll Norðurlönd, að Munk hafi valdið straumhvörf- um í danskri leikritagerð og sé fremsta leikritaskáld samtíðar- innar méðal skandinavískra manna. MerkustU verk Munks munu vera „Ol’ðið“, „Hann situr við deigluna" og „Niels Ebbesen". Tvö hin síðartöldu eru beint andsvar við nazismanum. „Hann situr við deigluna" kom út árið 1938. Þar er kynflokkahatrið og Gyðinga-ofsóknirnar teknar til meðferðar. Höfundurinn hafði þá þegar tekið skýra afstöðu gegn því kúgunarvaldi, sem að lokum stóð yfir höfuðsvörðum hans. í „Niels Ebbesen“ sker hann blátt áfram upp herör gégn þýzka ofbeldinu, samkvæmt þeirri útlistun á kærleiksboðorði kristindómsins, sem hann gerir grein fyrir í prédikun um „misk- unnsama Samverjann": „Ann- aðhvort ertu náunga þínum til gagns eða ógagns. Stundum getur maður rétt meðbróður sínum hjálparhönd með því að bjarga honum úr klóm ræn- ingja, stundum getur maður gert náunga sínum mest gagn með því að bana honum. Þetta meina ég bókstaflega. Til dæm- is Niels Ebbesen og Gert greifi: Þessi sköllótti greifi hefði bakað sér margra ára dvöl til viðbótar í helvíti, ef ekki hefði verið end- ir bundinn á glæpi hans 1. ap- ríl 1340.“ ' * Kaj Munk starfaði öll prests- skaparár sín í litlu prestakalli á Jótlandi. Hann valdi sér það hlutskipti að vera prestur lítils safnaðar, en jafnframt var hann boðberi kristinna lífsviðhorfa á miklu stærra vettvangi með rit- um sínum. En á þessum örlaga- (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.