Tíminn - 21.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1944, Blaðsíða 3
30. blað TÍMII¥IV, þrig|adagiim 21. marz 1944 123 DAJVARMEVIVEVG: 0gmandur Ketílsson Eyrarteígí, Skriðdal Sviplegur atburöur gerðist á aðfangadag jóla, s. 1., er Ög- mundur Ketilsson í Eyrarteigi hugðist skreppa skyndiferð til næsta bæjar vestur yfir Grímsá. að Mýrum. Veður var hið fegur'sta: Auð jörð og íslausar ár og ekki mikl- ar. Engan grunaði, að lífshætta gæti fylgt þessu ferðalagi; þó fór það svo, að þessi varð ferð hans hin síðasta í lifanda lífi. Talið er að lítilsháttar jaka- hlaup, er var í ánni þennan dag, hafi fælt hest hans og hann fallið af baki og drukknað. Það má öllum ljóst vera, hví- líkt reiðarslag þetta var yfir litla fámenna heimilið hans, og hve slegnir við vorum allir sveitung- ar hans við þessi tíðindi. En þessi sviplegu og sorglegu atburðir koma tíðast yfir oss eins og þrumuveður, fyrirvara- lítið eða fyrirvaralaust. Þannig hefir það gengið til hér í þess- ari sveit á líðandi vetri. Ögmundur var fæddur 8. des. 1872 að Valþjófsstað í Fljótsdal og því 71 árs að aldri. Hann dvaldist sín beztu bernsku- og þroskaár á ýmsum beztu heimilum Austurlands, svo sem Desjarmýri, Hallormsstað, Melum og Skriðuklaustri. Að Melum til Jóns Kerúlfs mun hann hafa komið um 7 ára aldur og var þar fram til tvítugs. Tókst með honum og sonum Jóns, Metúsalem, Páli og Eiríki, hin tryggasta vinátta, sem hélst alla tíð upp frá því. Frá Melum fór hann að Skriðuklaustri til hins merka manns og stórbónda Halldórs Benediktssonar og var þar í 8 ár, og heyrði ég Ögmund jafnan tala um það tímabil sem ein- hvern skemmtilegasta kafla ævi sinnar. Ögmundur var af góðu bergi brotinn og svo lánssamur að al- ast upp með og mótast af merku fólki, enda bar þess glögg ein- kenni alla ævi, meðal annars í fasi og framkomu, sem jafnan var falleg og prúðmannleg. Árið 1898 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni, Sigurborgu Þorláksdóttur, frændkonu séra Sigurðar Gunnarssonar á Hall- ormsstað. Foreldrar hennar voru Þor- lákur Bergvinsson óg Vilborg Vilhjálmsdóttir, er bjuggu mest- an sinn búskap að Hreinsstöö- um í Eiðaþinghá, en fluttust á efri árum að Hallormsstað til séra Sigurðar. Nú fór Ögmundur að þreifa fyrir sér með búskap á eigin spítur, og bjó hann sitt fyrsta búskaparár að Keldhólum á Völlum, en annað á Borg í Skrið- dal. — Þaðan fór hann í Skjögrastaði í Skógum og var þar í 9 ár. Býli það lá fast við afrétt þeirra Skógamanna (nú í eyði), lítið og harðbalalegt, en þó land- gott fyrir sauðfé. Þar kom Ög- mundur sér upp fallegum og duglegum fjárstofni, með dugn- aði og harðfengi, því ekki var ávallt mikill hagfengurinn. Stóð hann þá oft dag eftir dag og viku eftir viku og jafnvel mok- aði fyrir. Þótti það í þá daga kalt verk og karlmannlegt, þótt nú sé talið lítt sæmandi. — Leitarstjóri þeirra Skóga- manna á Gilsárdalsafrétt var hann öll sín búskaparár á Skjögrastöðum, og er óhætt að fullyrða það, að enginn óttaðist að eftir væri fé í afrétti, ef Ög- mundur taldi sauðlaust. Var samvizkusemi hans of alkunn til þess, og gott þótti smala- mönnum oft köldum og hrökt- um að koma í Skjögrastaði. Þótt húsakynni væru ekki mikil, þá var þar fyrir fullur skilningur húsbændanna á því, hvað þess- um mönnum væri fyrir beztu. Árið 1912 kaupir hann Eyrar- teig í Skriðdal og býr þar til dauðadags, eða full 30 ár; en þó um allmörg ár í tvíbýji við tengdason sinn. Ögmundur var hinn mesti sæmdarmaður í sinni stétt og stöðu. — Þótt hann væri aldrei ríkur var hann alltaf vel efna- lega sjálfstæður. Hann hafði yndi af fallegum gripum, bæði hjá sjálfum sér og öðrum, enda fóðurskoðunarmaður sveitar- innar um mörg ár. Að ýmsu leyti var búskapur þeirra Sigurborgar til fullkom- innar fyrirmyndar. Allur þrifn- aður bæði utan húss og innan, nýtni og yfirleitt öll búhirða, var svo mikil, að ég tel ekki of- mælt þó sagt sé, að til þess mætti jafna en tæpast lengra. Þau eignuðust 4 börn, og eru 3 þeirra á lífi: Bergljót gift Páli Einarssyni frá Þorbrandsstöð- um í Vopnafirði (nú á Gnýstöð- um en Kristín, Aðalheiður og Hóséas ógift heima. En elzta barn sitt, Þorlák, misstu þau um tvítugs aldur, hinn mesta efnis- mann, eins og þau eru öll syst- kinin. Ögmundur var gullvandaður maður, greindur og orðvar, á- kveðinn í skoðunum og þybbinn fyrir, vinfastur og tryggur. Sá er dómur okkar, sem þekkt- um hann bezt. 1. febrúar 1944. Fr. J. Frá milliþinganefndmm í skóla-ogkennslumálum Fyrir tæpum þremur "árum var samþykkt á Alþingi ályktun þess efnis að fela rikisstjórninni að skipa milliþinganefnd skóla- fróðra manna til þess að rann- saka kennslu og uppeldismál þjóðarinnar og gera tillögur um skipun þeirra. Skyldi stefnt að því að gera skólana sem hag- felldasta, samræma skólakerfið og ákveða betur en nú starfs- svið hinna ýmsu skóla og sam- bandið þeirra í milli. Samkvæmt þessari þingsá- lyktun skipaði kennslumála- ráðherra sjö manna nefnd 30. júní f. á. Voru það þessir: Aðalbjörg Sigurðardóttir frú, Ármann Halldórsson skólastjóri, Ásmundur Guðmundsson pró- fessor, Ingimar Jónsson skóla- stjóri, Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri, formaður, Kristinn Ármannsson yfirkenn- ari, Sigfús Sigurhjartarson al- þingismaður. Ritari nefndarinnar var ráð- inn Helgi Elíasson fulltrúi fræðslumálastj óra. Skömmu eftir skipun nefnd- arinnar voru fyrstu fundir haldnir og komið á verkaskipt- ingu með nefndarmönnum. Unnu nefndarmenn síðan um sumarið að viðfangsefnum hver í sínu lagi eða tveir saman. En fyrst um haustið hófust reglu- bundin fundahöld allrar nefnd arinnar tvisvar í viku. Um miðjan nóvembermánuð tók Ásmundur Guðmundsson við formannsstörfum í nefnd- inni sökum lasleika Jakobs Kristinssonar og var frá síðustu áramótum skipaður formaður. í stað fræðslumálastjóra, er baðst- um þær mundir lausnar frá nefndarstörfum, var Helgi Elíasson skipaður’. Störf nefndarinnar hafa fram til þessa einkum verið í því fólgin að athuga núgildandi lög og reglugerðir um skóla lands (Framh. á 4. síðu) Eg ákæ r i - - FRAMHALD Enn var Zóla leyft að tala. Hann vítti harðlega þær tiltektir, sem frönsk yfirvöld létu sér sæma og beittu í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrskurð kviðdómsins. Hann fletti lygahjúpnum af kynþáttakenningum Gyðingahataranna og hrakti orðróm, sem komið hafði verið á stað um stórfelldar mútur Gyðinga og leiddi hvöss rök að því, að slíku hefði fremur verið beitt af öðrum að- ila. „Á þessu og þvílíku eiturbrauði hafa spilltustu klíkur París- arborgar fóðrað þjóðina um skeið“, sagði hann. „Til þessa hafa þær notið fulltingis sorpblaðanna, sem ætíð eru föl til þess að ljá ranglætinu lið, og við getum verið viss um, að við sjáum þess á margan hátt glöggt vitni, hverju lýgi og heimska fá áorkað, þegar þær kæru systur fylgjast jafn dyggilega að og þær hafa gert hér.“ Síðan beindi hann máli sínu til kviðdómendanna. „Ég þekki yður. Ég veit hverjir þér eruð. Þér eruð synir Parísar, þeirrar miklu Parísar, þar sem ég er fæddur, þeirrar Parísar, sem ég elska af innsta grunni hjartans og hefi starfað í og fyrir 1 fjörutíu ár. Ég spyr yður: Er ég lygari og landráðamaður? Hvað skyldi knýja mig til þess að gera það, sem ég geri? Ég leyfi mér að minna yður á, að bak við mig stendur ekki nein pólitísk fylking, engin stétt né klíka. Ég er frjáls maður, óháður rithöfundur, og hefi háð harða baráttu til þess að verða það. Það er umbun mín, að aðrir muni rísa upp og halda áfram að starfa á þeim grundvelli, sem ég hefi lagt, er ég fell frá. Nú er um það deilt, hvort Frakkland er enn land hins frjálsa manns — hvort Frakkland, sem gaf heiminum hugsjón frelsisins, skal enn ganga veg réttlætis. Um það fellið þér atkvæði." Að lokum hrópaði hann: „Alfreð Dreyfus var saklaus dæmdur til þungrar refsingar.“ Enn voru málin sótt og varin um hríð. Loks kvað kviðdómur upp úrskurð sinn. Emil Zóla var dæmdur sekur með sjö atkvæð- um af tólf. Skáldið sat gneypt og þögult um stund, er þessi dómsniðurstaða hafði verið gerð heyrinkunn, og starði á ærslalýðinn, sem fyllt hafði réttarsalinn. Síðan mælti hann hárri og skýrri röddu, svo að gerla heyrðist um næstu bekki, þrátt fyrir glauminn: „Þetta fólk er mannætur." Emil Zóla var síðan dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar, auk þess sem hann skyldi greiða þrjú fjögur þúsund og fimm hundruð franka sekt, en Perreux, sem meðábyrgur var um birt- ingu bréfsins, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm og eitt þúsund og fimm hundruð franka sekt. Emil Zóla gekk hnarreistur út úr réttarsalnum með regnhlíf sina í handarkrikanum. Fyrstu sporin fram gólfið voru dálítið þyngslaleg, en þegar haturs- og reiðióp og ógnanir kváðu við til fceggja handa var eins og hann stæltist allur. Hann var líkari konungi, sem heldur inn í sigraða borg, heldur en dæmdum manni, þegar hann gekk niður dyraþrep dómhússins. Nú virtust herforingjarnir hafa unnið úrslitasigur. Allir, sem veitt höfðu Zóla lið eða grunaðir voru um samúð með honum, voru sviptir embættum í þágu ríkis og hers. Picquart var hnepptur í fangelsi. í öllum blöðum hins siðmenntaða heims birtust langar greinar um þenna málarekstur, og skiptust dómar þeirra mjög í tvö horn. Ensk blöð voru flest vinveitt Zóla. Skáldbróðir hans, Leó Tolstoj, skrifaði honum bréf og vottaði honum virð- ingu sína og samúð, og Mark Twain óð fram á ritvöllinn og líkti hinum dæmda manni við Jóhönnu frá Ark og sagði, að slíkar afburðahetjur gætu ekki fæðzt nema með margra alda millibili, jafnvel í Frakklandi. Sjálfur tók Zóla þar til, sem hann hafði frá horfið, og samdi hinar frægu skáldsögur sínar „Guðspjöllin“, alls fjórar bækur. En máli hans var ekki lokið. Því var skotið til æðra dómstóls, Meðan á því þófi stóð bar Dreyfusmálið enn á ný á góma. Kona Dreyfusar hafði sótt um leyfi til þess að mega fara til Djöfla- eyjar og vera þar hjá manni sínum, sem hún átti í rauninni fullan rétt til, að frönskum lögum og venjum. En henni var meinaður þessi réttur, og var það haft að yfirvarpi, að hún hefði undirbúið flótta Dreyfusar, og þess vegna væri hættulegt að leyfa henni að ná sambandi við mann sinn. Þessu til frekari á- léttingar var Dreyfus settur í járn. Er sú ráðstöfun nær eins dæmi í réttarsögu þeirrar aldar og mæltist enda mjög illa fyrir í flestum löndum álfunar. Þótti hún bera vott um ótrúlegan níðingsskap. En afturhaldið stóð traustum fótum í Frakklandi, á hverju sem gekk. Nýr kosningasigur, sem það vann um þessar mundir, hleypti í það auknum móði. Gyðingahatararnir óðu uppi í París og þóttust eiga alls kostar við andstæðinga sína. Ungur liðsfor- ingi, sem grunaður var um að hafa tekið afrit af dómsskjöl- unum í máli Dreyfusar, fannst hengdur. En yfirvöldin létu veðri vaka, að hann myndi hafa framið sjálfsmorð, þótt ann- að væri almennt talið hið sanna í þessu efni. Málalokin gengu auðvitað Zóla á móti. Hins aldna skáldmær- ings virtist ekki annað bíða en fangavistin. En á síðustu stundu tókst honum að flýja úr landi með hjálp vina sinna. Settist hann nú að í Englandi og hóf þar baráttu sína að nýju. Voru kjör hans þó orðin mjög kröpp, því að eignir hans í Frakklandi voru gerðar upptækar og tekið fyrir tekjulindir hans svo sem kostur var á. Fjandskapur franskra blaða í garð Zóla magnaðist um allan helming eftir að hann var kominn í útlegðina. Var ekki annað sýnna en afturhaldið hefði þar tögl og hagldir. Æsingarnar lceyrðu þó fyrst um þverbak, er þeirri sögu var dreift út, að frumritið að skjali því, sem Dreyfus var gefið að sök að hafa stolið og fengið Þóðverjum í hendur, vséri komið í leitirnar og hefði borið áletrun sjálfs Vilhjálms II. Þýzkalandskeisara á spássíunni. Stjórnarvöldin hugðu, að nú væri hentugt tækifæri íengið til þess að kveða niður allar kröfur um nýja upptöku málsins á þeim grundvelli, að Dreyfus kynni að vera saklaus Þau létu því fyrirskipa nýja sýndarrannsókn. En margt fer öðru vísi en til er ætlazt. Áður en þessi nýi rannsóknarréttur lauk störfum var það sem sé komið á daginn, að um tvö hundruð ný málsskjöl, sem fyrir hann voru lögð í því skyni að sanna sekt Dreyfusar, voru fölsuð. Liðsforingi, sem við þetta hafði verið riðinn, játaði sekt sína við yfirheyrslu og fannst skömmu síðar dauður í fangaklefa sínum. Hafði hann verið skorinn á háls með rakhníf. Vakti þetta atvik hinn mesta storm, sem og margt ann að, er gerðist í málinu um þessar mundir. Þótti það með ólík- Samband ísl. sumvinnufélaga■ Munið aff af hverri krónu, sem þér kaupiff fyrir í félagi yffar, fáiff þér nokkra aura í stofnsjóff. §amkeppni um ættjarðarljóð Þjóffhátíffarnefnd lýffveldisstofnunar á íslandi hefir ákveffiff aff stofna til samkeppni meffal skálda þjóff- arinnar um alþýðlegt og örfandi ljóff, er gæti orffiff frelsissöngur íslendinga. — Heitið er 5000,00 króna verfflaunum fyrir Ijóff þaff, er telst þess maklegt. Frestur til þess aff skila ljóðum er ákveffinn til 20. apríl n. k. kl. 12 á hádegi, og skal þeim skilaff á skrifstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. Þjóðliátföaruefndm. $amkeppni um hátiðarmerki Þjóffháffarnefnd lýffveldisstofnunar á íslandi hefir ákveðiff að bjóða til samkeppni meðal dráttlistar- manna um hátíðarmerki viff fyrirhuguff hátíðahöld 17. júní n. k. Heitið er 2000,00 króna verfflaunum fyrir bezta uppdrátt. Frestur til þess aff skila uppdráttum er ákveðinn til 1. apríl n. k., kl. 12 á hádegi, og skal uppdráttum skilaff fyrir þann tíma á skrifstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. Þjóðliátíðariiefndin. Tiikynning Viðskiptaráð hefir ákveðið, að verksölum í iðngreinum þeim, sem nefndar eru í tilkynningu þessari, sé frá og með 27. marz 1944 skylt aö afhenda viðskiptamönnum sínum reikping - yfir unnið verk, þar sem getið sé verðs notaðs efnis, ásamt tölu unninna tíma og söluverðs þeirra. Þeim er og skylt að halda eftir samriti reikningsins, þannig, að trúnaðarmenn verðlags- stjórans hafi aðgang að þeim, hvenær sem þess er óskað. -r Þegar slíkir iðnaðarmenn framleiða afurðir til sölu af birgðum, er þeim hins vegar skylt að haga bókhaldi sínu þannig, að trún- aðarmenn verðlagsstjóra geti gengið úr skugga um, hvernig verð afurðanna er ákveðið, efnisgagn, sem í þær hefir verið notað, efnisverð, vinnustundafjölda, tímakaup o. s. frv. Ákvæði tilkynningar þessarar ná til þessara iðngreina: Húsgagnasmíffi Bólstrun Trésmíffi Málning Múrhúffun Veggfóffrun Járnsmíffi Blikksmíði Pípulagning Rafvirkjastörf Reykjavík, 17. marz 1944. Verðlagsstjórinn. Nýkomíð Gardínuefni rósótt. Tobralcoefni, flunel röndótt og einlitt. Tvistar. Telpubuxur úr ullarjency og barna- vagnateppi. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. indum, að fanganum hefði verið leyft að hafa hjá sér eggjárn í klefanum, ekki hvað sízt eftir aðra eins játningu og hann hafði gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.