Tíminn - 28.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.03.1944, Blaðsíða 2
134 TÍMIM, þrigjiidagiiin 28. marz 1944 33. blað Árni Jakobssosa, Skógarselii Fjárskíptin í Reykjadal í 7. tölubl. „Tímans“ þ. á. birtist grein — „sókn gegn mæðiveikinni“, eftir Björn Har- aldsson í Austarigörðum í Kelduhverfi. Er þar sveigt að fjárskiptunum, sem gerð voru hér í sveit fyrir hálfu þriðja ári síðan. Er það öðru sinni, sem greinarhöfundurinn vegur í hinn sama knérunn. Virðist hann óánægður — næstum reiður — yfir því, að þessi fjár- skipti skyldu nokkru sinni hafa verið gerð. Þetta hefði þó ekki verið að neinu haft, ef eigi hefði viljað svo til, að þau orð hafa borizt frá mikilsráðandi mönnum um þessi mál, að þessi fjárskipti hér væru „það vit- lausasta, sem gert hefði verið í mæðiveikismálunum“. Ef þetta hefði verið talað af þeim, sem andvígir voru öllum fjárskipta- aðgerðum, var það sök sér. En af þeim, sem áhuga hafa fyrir skjótum aðgerðum, eru þessi ummæli ómakleg og ekki unnt við þeim að þegja. Mætti eins vel segja, að tilfærð orð séu það vitlausasta, sem talað hefir ver- ið í þessum málum. Það er nú fyrst um þessi mál að segja, að engri fjárpest verð- ur úrýmt með fjárskiptum, ef engir menn á neinu landsvæði þora að hefja þau eða koma sér saman um það. Auk þess var alls ekki fjarri lagi, að einhver reynsla fengist um það, hvern- ig bændum sjálfum féllu svona tiltektir, að því er snertir fram- kvæmdir og reynslu, áður en stórstígari aðgerðir yrðu hafn- ar. Aðal ásökunarefni Bj. H. er það, að þessi fjárskipti hér hafi verið ranglega framkvæmd, því lögin tilskilji, að byrjað sé á jöðrum pestarsvæðanna, en þessi fjárskipti hafi verið gerS á miðju pestarsvæðinu. Hvernig getur kunnugur mað- ur talað svona? Fyrst og fremst veit hann, að þegar fjárskiptin voru ákveðin, vorum við á jaðri pestarsvæðis- ins, bæði að sunnan og vestan. Og þá vildu engir aðrir á svæð- ir eiga ekki að eyðileggjast, en að færa verðlagið og kaup- gjaldið niður. Hver vill halda því fram, að hægt muni vera að gera dýrtíðarráðstafanir að gagni með þeim flokki, sem þannig lætur blöð sín enn halda því áfram að lofsyngja „bless- un“ dýrtíðarinnar. Þ. Þ.' inu milli Jökulsár og Skjálf- . andafljóts heyra fjárskipti i stærri stíl nefnd á nafn í! neinni alvöru, þó það hafi nú breytzt allstórkostlega, og það var einmitt þetta, sem gera! mátti ráð fyrir að verða mundi. | Og hvers vegna? Og hvers vegna var fjárskiptanna óskað héðan ■ 1941, með svo almennu fylgi? | Það var vegna þess, að hér var pestin búin að gera lang- mestan usla, og það svo, að til búskaparvandræða horfði, en annars staðar ekki svo almennt væri. Það er ekki fyrr en menn eru búnir að reyna pestina, að óskirnar fara að verða almenn- i ar um frekari aðgerðir í þessa átt. Og þá er komið að þunga- • miðju þessa máls: Það er vafa-! mál, að unnt sé að gera þann rétt gildandi, að knýja. menn í heilum byggðarlöguní 'til fjár- ; skipta, þar sem er að mestu ó- sýkt fé, eða þó að nokkrum mun væri á stöku bæjum, enda gera lögin um fjárskipti ekki ráð fyr- ir því, nema í undantekningum. Hvérs vegna er þetta svo? Vegna þess, að ekki er til snefill af vís- indalegri þekkingu á mæðiveik- ispestunum, til að styðjast við og eins og Bj. H. tekur fram, getur enginn gefið fulla vissu fyrir, að öll fjárskipti heppnist, áfallalaust. Bændur verða að þreifa sig áfram í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Og það var einmitt þetta, sem ver- ið var að gera hér 1941. Þessar staðreyndir rýra í engu gildi þeirrar nauðsynj ar að útrýma i pestunum, en þær tefja fyrir öllum aðgerðum og gera þær erfiðari. Mér er nú sem ég sjái framan í sveitunga Bj. H., ef við Reykdælir hefðum komið til þeirra sumarið 1941 og krafizt j þess, að þeir yrðu þátttakendur i í fjárskiptunum, þegar það voru þeir, sem mestan þáttinn áttu í, því að fella tillögurnar um; fjárskipti hér 1 sýslu aíðast- liðið vor. Og nú standa um- bótamennirnir hér í sýslu í sömu sporum gagnvart héruð- unum að vestan, eins og við hér stóðum gagnvart sveitunum norðan við okkur 1941. Það er hægt að segja, að við hefðum átt að bíða. — Bíða — bíða sauðlausir þangað til aðrir í héraðinu væru búnir að fella fé^itt, og átta sig. Alveg eins nreetti nú segja, að Þingeying- ar ættu að bíða sauðlausir þangað til bændur í héruðunum Sameigínlegt markmið - sundnrleit sjónarmið Eftír Jónas Baldursson, Lundarbrekku vestan við, væru búnir að fella fé sitt, — og átta sig um leið. Að vísu afsakar Bj. H. það hversu seinir menn voru að skilja voða pestanna hér norð- j an við, og kemur þar margt fram, sem ekki spáir góðu. Með- 1 an bændur segja: Þetta verð- : ur nú að vera svona og svona,1 annars vil ég ekki fjárskipti, ‘ einn vill fé af Vestfjörðum, ann- : ar úr Skaftafellssýslu og þriðji hérna austan við ána, — og öf- ugt, annars engin fjárskipti — meðan svona reipdráttur er, er alvaran tæpast nógu djúptæk.! Þegar stórvirki á að vinna, þurfa j allar hendur að vinna saman. ' Bj. H. gefur í skyn, að hætta ‘ sé á, að veikin sé komin inn á ’ þetta fjárskiptasvæði, bæði af j því að fé hafi verið keypt of nærri vettVangi, og varnir ó- traustar. Þetta er ómakleg get- j gáta. Við höfum fært fórnir,! einungis í varúðarskyni, með1 því að farga því fé, sem tekið var á fjárkaupasvæðinu 1941, á þeim eina bæ, sem veikin var komin fram á 1943, að því er bezt var vitað, og til þessa hafa varnir dugað betur en ég þorði að vona. Bj. H. leggur mikla áherzlu á, að viðhafa þurfi alla þá varúð sem möguleg sé við framkvæmd þessara mála. Vitanlega er það rétt, en þó koma fram í grein hans varhugaveröar tillögur, að því er þetta snertir. Hann stingur upp á, að reka fullorðið fé úr Skaftafellssýslum norður yfir fjöll. Illa þekki ég íslenzka sauðféð, ef það ekki leitar í átt- ina aftur, og þá eru engar varn- ir sem hindrað gætu, að stórslys hlytust af, nema hægt væri að reka í girðingarhólf, hér í sýslu. Og þá kemur annað at- riði: varnargirðingarnar hér í sýslu eru hinar nauðsynlegustu, með stórframkvæmdir fyrir augum, því komi einhver slys fyrir, eða pestin komi fram, eru varnarskilyrði og hólf nauðsyn- leg. Þó talar Bj. H. um að rífa megi þetta upp, til girðinga með Skjálfandafljóti. Til annara ráða mætti taka. Annars eru fjárpestarmálin þannig nú, að ekki væri ófyrir- synju að rædd yrðu frekar, frá þjóðhagslegu sjónarmiði, al- mennt séð, af því málefnislega er tækifæri til þess í sambandi við það umbóta stórræði, sem hér er fyrirhugað. Skógarseli 28. febr. 1944. Síðari árin hafa forustumenn stjórnmálanna lagt megin- áherzlu á „hervæðingu hugar- farsins" hjá fólkinu í landinu. Með alvöruþunga og mikilli orðauðgi hafa þeir brýnt fyrir mönnum nauðsyn stéttvísra og öflugra stéttasamtaka. Og allt hefir þetta átt að vera af góð- vilja gert. Þó getur naumast nokkrum dulizt hvaða afleið- ingar þessi stefna og þessi á- róður hefir í för með sér. íslenzka þjóðin á eitt sameig- inlegt markmið, efnalega og andlega vellíðan allra. Því marki fær hún ekki náð, nema með því móti, að nýta með framsýni og atorku auð- lindir lands og sjávar. Fjarri fer því, að svo sé enn orðið og liggur þar framundan óunnin veröld stórra verkefna. Þá veröld viljum við og ættum við að vinna undir okkur, ís- lendingar, gera hana að íslenzku framtíðai’ríki. Þeir menn, sem gerast leiðtog- ar hvers tíma, þurfa um leið að vera brjóstvarnarmenn þess- arar sameiginlegu þjóðarhug- sjónar. Eru þeir það með því að blása lífi í nasir stéttvísinnar, kitla metnað stéttrækninnar og láta herlúðra stéttabaráttunn- ar gjalla? Ekki er fyrir það að synja, að stjórnmálaleiðtogarnir bendi á stundum yfir hálsa sérhagsmun- anna, sem byrgja fyrir frekari lífsíýn meðalmennskunnar, á fjallið mikla, er rís úr miðju ís- lenzkrar dægurhyggju, ímynd hins stóra, sameiginlega og ei- lífa, sem öllum er eitt og heil- agt. En hreinviðrisaugnablikin eru fá, miðað við mistursstund- irnar mörgu, þegar allt er hulið mekki utan armlengdar ein- staklingsins. í Idví dimmviðri er það, sem sjónarmið manna og stétta verða ærið ólík og ekki er alltaf valin beinasta leiðin af fjallinu eina. Hver ó§vikinn fs- lendingur ann norrænni heið- ríkju í hennar fölskvalausu tign og fegurð. En enginn fær við það ráðið, hvernig veður skip- ast í lofti hinnar ótömdu og ótemjanlegu náttúru. Hitt lýtur allt öðrum lögum, er heima á innan veðrabrigða mannfélagsins sjálfs. Þar ráða mannlegar gerðir mannlegri gæfu og gæfuleysi. Alþýða landsins, fólkið, sem gerir stjórnmál nauðsynleg og gefur þeim þýðingu, hlýtur æ- tíð að gera þá sanngirniskröfu til forustumanna stjórnmála- flokkanna, að þeir samræmi gerðir sínar þörfum þjóðar- heildarinnar. — Það á enginn stjórnmálamaður eða stjórn- málaflokkur rétt á sér, sem ekki lítur fyrst.og fremst á starf sitt, sem þjónustu við þjóðfélagið, andstætt því sem nú er algengt, þar sem flokkarnir halda uppi skæruhernaði á hugtakið þjóð- areining. Það má ekki vera takmark þjóðarleiðtoganna, að orna sjálfum sér við arineld valdanna og fylla sig af ríkdómi þeirra. Það má heldur ekki vera vinnu- aðferð þeirra að gera sjónar- miðin sem flest og fjarlægust hvert öðru. Enganveginn er það heppilegt að magna lýðinn ofsa öfundarinnar og læða eitri ill- girninnar í sál honum. Þetta er þó það, sem verið er að gera með áróðri stéttrækninnar. Þjóðfélagið þarfnast leiðandi manna, sem efla skilning stétt- anna innbyrðis á lífsréttindum og lífsbaráttu hverra fyrir sig og vekja þjóðrækni þeirra mik- ið fremur á sjálfselsku stétt- rækninnar. Slíkir friðflytjendur, sem töl- uðu af hófsemi til hygginda hinna starfandi manna, myndu áreiðanlega færa þjóð sína nær farsæld - siðmenntunarinnar heldur en rógmælgir herforingj- , ar sérhagsmunasjúkra stétta- ! styrjalda. j íslenzka þjóðin er svo greind og menntuð, að hún unir ekki þeirri skrílbrjálun, sem borg- arastríð hóflausrar stéttabar- áttu er. Hana dreymir um sig- ur þeirrar haldkvæmu þjóð- menningar, er með þroska og þekkingu hagnýtir sem bezt af- komuskilyrði hvers staðar. ! Þó að íslendingar séu deilu- gjarnir, þá þreytast þeir á því að ; stjórnmálamennirnir miði starfshætti flokkanna við það aðallega, sem aðskilur stéttir og | einstaklinga, í stað hins, sem sameinar, því þeir vita, að slík j forusta leiðir ekki til varan- !legs öndvegis frelsis og sjálf- 1 stæðis. ‘ | . Ég hygg, að eftirtíminn leiði það í ljós, að stéttræknin sé jbeizkasta böl þjóðarinnar, þess vegna ber nútímamönnum að bægja henni frá sér með krafti fordæmingarinnar. Erlendir þættir: Arabískur konungur Af konungum þeim, sem nú eru uppi, er Ibn Saud Arabíu- konungur mestur að vexti og föngulegastur. Hann er rúm sex fet á hæð og gildur að sama skapi. Andlitið er stór- skorið og mikilúðlegt. Hann hefir dimma og sterka rödd. Ýmsir- líkja honum við risa fornaldarsagnanna. En hann hefir líka fleira en ramlegan vöxt og mikla líkamsburði til að bera. Óhætt er að fullyrða, að hann sé meðal stjórn- vitrustu þjóðhöfðingja, sem nú ráða ríkjum. Þriðjjndayur 28. murz Morgtmblaðíð lof- syngur dýrtíðma í næstseinasta blaði Tímans var sýnt fram á, að Sjálfstæðis- flokkurinn bæri höfuðábyrgð á hinni stórfeldu aukningu dýr- tíðarinnar, er var hér á árinu 1942, þar sem hann rauf sam- starfið við Framsóknarflokkinn um viðnámið gegn dýrtíðinni og veitti kommúnistum hin hag- kvæmustu skilyrði til að koma fram skemmdaráformum sín- um. Morgunblaðið svarar þessari ádeilu Tímans í seinasta laug- ardagsblaði sínu. Höfuðefni Mbl.-greinarinnar er á þá leið, að vegna þessarar aukningar dýrtíðarinnar hafi bændur stór- grætt og séu nú orðnir lausir við allar skuldir og hafi jafnvel safnað talsverðum innstæðum. Ályktun Mbl. er þvi sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn geti vel borið höfuðið hátt, þótt hann hafi stutt að aukningu dýrtíðarinn- ar, þar sem árangurinn sé ekki óglæsilegri en þetta! Það getur hver sæmilega viti- borinn maður sagt sér það sjálf- ur, hvort bændur hafi grætt á aukningu dýrtíðarinnar, sem varð 1942. Hagur bænda fór jafnt og þétt batnandi seinustu árin fyrir stríðið og fyrstu stríðsárin, eins og viðskipti þeirra við lánsstofnanir og verzlanir á þeim tíma sýndu bezt. Þetta var ekki sízt að þakka afurðasölulögjöfinni. Þessi bætti hagur bænda gerðist líka með fullkomlega eðlilegum hætti. Dýrtíðaraukingin 1942 kann að hafa aukið inneignir bænda meira að krónutölu en ella hefði orðið, en vissulega ekki að raun- verulegu verðgildi, því að vinnu- afl og flest annað, er bændur þurfa að kaupa, hefir hækkað að sama skapi. Gróðinn af henni er því enginn, nema á pappír- unum, en tapið er aftur á móti stórfellt. Verðgildi allra inn- eigna, sem bændur höfðu safn- að áður, hefir minnkað í sama hlutfalli og dýrtíðin hefir auk- izt. Megintjónið felst þó í því, að bændum er ekki lengur kleift að framleiða afurðir til utan- landssölu, nema með miklum uppbótum úr ríkissjóði, og þegar ríkið hættir að geta greitt þessar bætur, vofir stórfellt hrun yfir landbúnaðarframleiðslunni. • — Hefði dýrtíðaraukningin 1942 ekki komið til sögunnar, gætu bændur nú selt afurðir sínar úr landi með stórum hagnaði í stað þess að þurfa að vera þurfandi fyrir verðbætur. Bændur munu vissulega ekki vera Sjálfstæðisflokknum neitt þakklátir fyrir það, að málum þeirra hefir verið komið í þetta horf. Þeir myndu áreiðanlega una því betur að vera lausir við hinn falska gróða háu talnanna, sem komu til sögunnar 1942, og fengnar eru með ríkisframlagi, er verður skammgóður vermir. Fyrir Sjálfstæðisforkólfana þýð- ir því lítið að koma til bænda og segja þeim að þakka sér fyrir dýrtíðaraukninguna 1942. Bænd- ur vita, að hún var til tjóns fyrir þá, eins og aðrar stéttir landsins, enda mun það brátt koma áþreifanlegar fram. Það þarf vissulega óvenjuleg brjóstheilindi til að koma fram eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í þessu máli. Það þarf brjóstheilindi til þess að koma fram og hæla sér af því að hafa aukið dýrtíðina svo gífur- lega, að atvinnuvegir lands- manna eru að hrynja í kalda kol. Og það þarf meira en brjóst- heilindi til að gera þetta. Það þarf takmarkalaust ábyrgðar- leysi. Það þarf ábyrgðarleysi til að telja mönnum trú um þá blekkingu, hvort heldur þeir eru bændur eða aðrir, að þeir hafi almennt grætt á dýtíðinni og hljóti að græða á henni áfram og alveg sérstaklega, ef hún héldi áfram að hækka. Það þarf á- byrgðarleysi til að prédika þetta einmitt á þeim tíma, þegar flest- um skynbornum mönnum er að verða Ijóst, að ekki er annað hægt að gera, ef atvinnuvegirn- Ibn Saud er fæddur um 1880., Nákvæmlega veit enginn um; fæðingarár hans. Faðir hans! hafði tilkall til ríkiserfða í; Nejdsríki, en einn keppinauta hans hafði bolað honum frá völdum og tekið sér konungstign. Um tvítugsaldur safnaði Ibn Saud um sig f lokki nokkurra vaskra manna og tókst með ó- venjulegu snarræði að koma konunginum að óvörum og ná yfirráðum landsins í sínar hend- ur. Faðir hans, sem þá átti til- kall til valda, taldi þetta svo vel gert, að hann afsalaði sér þeim og fól þau hinum hrausta syni sínum. Næstu áratugi vann Ibn Saud að því að styrkja völd sín í Nejd, en jafnan var grunnt á því góða milli hans og Hus- seins konungs í Hejaz. Bretar reyndu að vinna fylgi bæði Husseins og Ibn Saud, en Ibn Saud var jafnan varasamari en Hussein. Svo fór, að Hussein gerðist bandamaður Breta í heimsstyrjöldinni fyrri og naut hann góðs af því, lengi vel á ! eftir. Hann var útnefndur kon- | ungur Arabíu og synir hans ; tveir fengu erlend konungs- dæmi. Meðan þessu fór fram, gætti Ibn Saud þess að fara sér hægt, því að hann vildi eigi ó- vingast við Breta. Þegar sambúð þeirra og Husseins fór aftur á móti að kólna, byrjaði Ibn Saud að hugsa sér til hreyfings. Tæki- færið kom, þegar Hussein í yfir- læti sínu útnefndi sig kalífa Múhameðstrúarmanna. Það var 1924. Ibn Saud brá þá skjótt við, hélt með her inn í Hejaz og stökkti Hussein úr landi. Tveim- ur árum síðar bætti hann Azir við ríki sitt. Þessi þrjú fornu ríki, Nejd, Hejaz og Azir mynda hið nýja ríki hans, er gengur undir nafninu Saudí-Arabía. Það nær yfir 350 þús. fermílur lands og telur nær 6 milj. íbúa. Auk þess má telja Jemen, sem hefir 3.5 milj. íbúa, eins konar vernd- arríki Ibn Saud. Ibn Saud hefir jafnan sýnt mikla gætni í sambúð sinni við fulltrúa hinna erlendu stór- þjóða, einkum Breta. Þeir hafa gert sér mikið far um að ná hylli hans, og hann hefir sýnt þeim velvild og kurteisi, en heldur ekki meira, Þeir hafa engin fríðindi getað tryggt sér hjá honum, eins og víðast ann- ars staðar í Austurlöndum. Olíu-’ lindirnar í landi sínu hefir hann leigt Bandaríkjamönnum, senni- lega með tilliti til þess, að það væri heppilegt fyrir arahísku þjóðirnar, að fleiri stórþjóðir hefðu áhuga um mál þeirra en Bretar. Um skeið reyndu Þjóðverjar mjög að vingast við hann, en án árangurs. Hann sýndi full- trúum þeirta fulla kurteisi og greiðasemi rausnarlegs gest- gjafa, en líka ekki meira. Ibn Saud tilheyrir Waha- bittunum, sem eru herskáasti þjóðflokkur Arabíu. Wahabitt- arnir eru jafnframt eins konar sértrúarflokkur, sem framfylgja betur kjarnanum í kenningum Múhameðs en aðrir Múhameðs- trúarmenn, en hins vegar dýrka þeir ekki Múhameð sérstaklega. Þeir nefna hann t. d. ekki í bæn- um sínum. Þeir hvorki drekka áfengi, reykja né spila, bera enga skartgripi og eru fjand- samlegir öllu skrauti og tildri. Iiifnaðarhættir þeirra eru mjög óbrotnir og miðast mjög við það að gera menn hrausta og harð- fenga. Þeir hafa stundum verið nefndir „Spartverjar vorra tíma“. Ibn Saud hefir dyggilega fylgt reglum Wahabittana í lifnaðar- háttum sínum. Hann t. d. hvorki neytir áfengis eða tóbaks og forðast allt skraut og óhóf. Hins vegar hefir hann yndi af fögru kvenfólki, enda mun hann hafa gifzt milli 100—120 konum. Múhameð leyfir lærisveinum sínum að vera fjórkvæntir og Ibn Saud hefir líka gætt þess að eiga aldrei meira en fjórar kon- ur í einu. Hann hefir fylgt þeirri venju að taka aldrei neina konu, nema að skilja jafnframt við aðra. Börn hans skipta orðið mörgum tugum. Ýmsir telja það nokkura hættu, að ríki hans lið- ist í sundur eftir hans dag, vegna þess, hve margir geta gert tilkall til erfðanna. Ibn Saud heldur fast við hina arabísku siði sína, nema þegar tignir, erlendir gestir heim- sækja hann. Þá hefir hann ev- rópska rétti á borðum og borð- ar sjálfur með hnífapörum, en annars er hann vanur að nota fingurna. Þegna sína umgengst hann sem jafningja, og þeir kalla hann yfirleitt fornafni sínu, nema hirðfólkið. Það ótt- ast hann mjög og sýnir honum hina fyllstu undirgefni og virð- ingu. Ibn Saud hefir tekið sér bú- setu í afskekktri borg, Riijadh, enda þótt Mekka sé hin viður- kennda höfuðborg. Hann segist vilja dvelja í sem arabískustu umhverfi. En þótt hann sé þann- ig hreinræktaður Arabi og Wa- habitti, hefir hann þó augun op- in fyrir vestrænni menningu. Hann hefir reynt að semja stjórnarháttu lands síns eftir vestrænum fyrirmyndum, beitt sér fyrir t.d. notkun bifreiða, út- varps og annarra slíkra nýj- unga. Á tímum slíks umróts og byltinga, sem nú eru, hefir Ar- öbum áreiðanlega verið það ó- metanlegt að eiga slíkan for- ustumann og Ibn Saud er. Sennilega hefði engum öðrum tekizt eins vel að sameina hina sundurleitu þjóðflokka Arabíu og honum eða verja landið eins vel gegn erlendum yfirgangi. Hin síðari árin hef-ir sú stefna unnið sér stöðugt meira og meira fylgi meðal Arabaþjóð- anna, að þær eigi að stofna til nánari samvinnu sín á milli, jafnvel mynda einskonar bandalag. Ibn Saud hefir stutt þessa hugmynd, en þó með þeirri varkárni, sem jafnan hef- ir einkennt hann í utanríkis- málum. Egiptar, sem eru einna öflugastir talsmenn þessarar hugmyndar, hafa verið grunaðir um að vilja nota hana til þess að fá því framgengt, að Egipta- landskonungur verði útnefndur arabískur kalífi. Við slíka til- hugsun mun Ibn Saud vart geta sætt sig, því að þessi nafnbót ætti öllu heldur að falla honum í skaut, ef hún væri á annað borð upptekin, þar sem hann er konungur hinnar raunverulegu Arabíu, forustumaður hrein- ræktuðustu Arabanna og yfir- maður hinna helgu borga Mú- hameðsmanna, Mekka og Med- ína. Hvernig þessi bandalagshug- mynd lyktar, verður enn ekkert fullyrt um. En hitt virðist eigi að síður sýnt, að Arabar muni (Framh. á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.