Tíminn - 29.04.1944, Síða 1

Tíminn - 29.04.1944, Síða 1
I RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFA'NDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PP.ENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, LindargS^u 9A. Sírr.ar 2353 og 4372 AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKF.ir.T.: OFA: EDDUrrÚSI, ’.indargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardaghm 29. apríl 1944 45. blað Erlent yfirllt: Atburðirnir í Danmörku Mikil og geigvæn tíðindi ger- ast í Danmörku þessa dagana, og er eigi enn fyllilega ljóst, hvað þar er á seyði. Virðist helzt sem Þjóðverjar sjálfir hafi "tyrst reynt að koma af stað ó- eirðum í þeirri von, að þeir gætu haft upp á forsprökkum danskra frelsisvina, fangelsáð þá eða komið þeim fyrir kattarnef og þar með lamað uppreisnarhug og þrótt þjóðarinnar og skotið henni skelk í bringu, áður en til hugsanlegrar innrásar kæmi af hálfu Bandamanna. Þenna grun styrkir meðal annars það tiltæki Þjóðverja, að þeir létu flugvélar, dulbúnar sem enskar væru, fljúga yfir Kaupmanna- höfn og varpa niður flugritum, þar sem Danir voru hvattir til uppreisnar og látið í veðri vaka, að rússneskar hersveitir og Svertingjadeildir frá Bandaríkj- unum myndi hernema Dan- mörku, og yrði Danir að sætta sig við það, unz hægt væri að leysa þenna her af hólmi með öðrum betri liðskosti. Jafnframt þessu hafa sam- göngur við Danmörku verið bannaðar, og tók það sam- göngubann meira að segja til Þjóciverja um skeið. Leitað hef- ir verið að vopnum í híbýlum manna í Kaupmannahöfn, og liggur dauðarefsing við, ef vopn finnast í fórum fólks. Er talið, að dauðadómar vofi yfir fjölda danskra manna, vegna spell- virkja, sem þeir hafa unnið, og mörg hundruð hafa verið hnepptir í varöhald sem gislar, og verður látið á þeim bitna, ef áframhald verður á skemmdar- verkum, er eigi sannast hverjir séu valdir að. Eru í hópi þess- ara gisla mjög margt ungra manna, er tekið hafa þátt í dönskum æskulýðsfélagsskap, þar á meðal nokkrar konur. Þá er og talið, að í>jóðverjar hafi flutt aukinn liðskost tií Danmerkur og styrki hervarnir sínar af kappi. Meðal .annars hefir loftherinn verið efldur, bæði að mönnum og flugvélum. Er litið svo á, að þetta sé gert í tvennum tilgangi, í fyrsta lagi til þess að t;reysta aðstöðuna í Danmörku og sýna Dönum í tvo heimana, og í öðru lagi til þess að ógna Svíum, nú þegar þeir hafa til athugunar og afgreiðslu kröfur Bandamanna um auknar takmarkanir á viðskiptum við Þjóðverja. Það eru því eigi litlar raunir, er sækja frændþjóðina dönsku (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Knox flotamálaráðh. Banda- ríkjanna lézt í gær. Var hann um 70 ára að aldri. \ Ófarir Japána. Bandamenn hafa veitt Japönum þungar. bú- sifjar á Nýju Guineu, og hafa tekið eina helztu bækistöð þeirra þar, Madang. Hjá Hol- landiu hafa Bandamenn einnig tekið tvo flugvelli og eru í þann vegi'nn að taka þann þriðja. Bandamenn gera síauknar loftárásir á Þýzkaland og her- teknu löndin. Fara flugvélar þeirra í þúsundatali dag hvern í árásarferðir og hella yfir and- stæðingana sprengjum svo að skiptir þúsundum smálesta. Þeir hafa einnig veitt Þjóð- verjum þungar búsifjar á sjón- um, sökkt eða laskað mikið af skipum fyrir þeim síðustu dág- ana, þ. á m. um 20 her- og flutningaskip og þar að aulci eyðilagt tvo kafbáta. Óeðlílega iáir haia greítt atkvæðí tim niðuriellíngu samb,- iagasáttmáians og lýðvaldisstoinunina KJörstofan í Arnar- livsilf verðnr að vera opin á kvöldin. • Nú er vika liðin síðan utan- kjörfunda-atkvæðagreiðsla um niðurfellingu dansk-íslenzka sambandslagasáttmalans og stofnun lýðveldis á íslandi hófst. Hér í Reykjavító hefir fólk, sem á atkvæðisrétt á öðrum stöðum eða gerir ráð fyrir að verða fjar- statt kosningadagana,. getað greitt atkvæði í skrifstofu borg- arfógeta klukkan 10—12 og 1— 4 virka daga. í gærkvöldi höfðu 174 kjósendur neytt atkvæðis- réttar. Við venjulegar þingkosn- ingar greiða að jafnaði 1200— 1400 manna atkvæði fyrir kjör- dag hér í Reykjavík, og er eng- in ástæða til þess aö ætla, að nú sé færra aðkomufólk í bænum heldur en var til dæmis sumarið og haustið 1942, þegar þingkosn- ingar fóru síðast fram. Sést af þessu, að óeðlilega fátt fólk er búið að greiða atkvæði, sérstaklega með tilliti til þess, hve skammur tími er til stefnu. Meginástæðan til þess, hve kosn- ingaþátttakan er dræm, mun sú, að kjörstofan er aðeins op- in á þeim tíma, sem fólk á allra örðugast með að komast á kjör- stað til þess að neyta atkvæðis- réttar síns. Þetta fyrirkomulag er alltaf óhafandi og alveg sér- staklega óhæft nú, vegna þess, hve tíminn er naumur og sam- göngur tregar. Það verður því að krefjast þess, að svo verði stillt til, að fólk geti framvegis kosið á kvöldin alla virka daga og tvo eða þrjá klukkutíma eftir hádeg ið á sunnudögum, enda áreiðan- lega engum vandkvæðum bund- ið að haga svo til. Þessu er hér með beint til hlut- aðeigandi yfirvalda til skjótra úrbóta. , Verður vegavínnu- verkfall? Alþýðusambandið hefir á- kveðið að til verkfalls skuli koma meðal vegavinnumanna 3. maí, ef þá hefir ekki náðst samkomulag um það er á milli ber. En aðalmisklíðarefnið er það, að Alþýðusambandið vill koma því til leiðar, þegar meiri hluti í vinnuflokknum ákveður að ljúka vinnuvikunni (48 klst.) á fimm dögum þannig, að hafa laugardaginn frían. Ber Alþýðu- sambandið því við, að tveir dagar um helgar séu notadrjúgir fyrir vegavinnumenn. Samkomulagstilraunir hafa staðið yfír undanfarið, en án árangurs. Fundur átti að verða nú í dag kl. 10 árdegis með vega- málastjóra og fulltrúum frá Al- þýðusambandinu. Vonandi næst samkomulag áður en til verk- falls dregur, því verkföll eru oftast til bölvunar fyrir báða aðila. Aiínars er aðalatriðið í þessu máli, eins og flestum kaup- gjaldsmálum, að mennirnir beri úr býtum eftir því sem þeir af- kasta, hvort sem þeir gera verkið á færri eða fleiri klukku- tímum. En hvenær fer kom- múnistunum hér á íslandi svo fram, að þeir vinni að lausn kaupgjaldsmála á þeim grund- velli? Þar ættu þeir þó að geta sótt fyrirmyndina til Rússlands, sem mun landa fremst í að borga verkamönnum eftir verðleikum. 1 Aðalffundur Kaupffé- lags Eyfirðinga ^ Vaxaadí vöftisala og vaxaadí ítmsfæður og sjöðir Félagsuicnn fá sjálfir arSinn af sitmi eij»in verzliin. Merkar ályktauir fimdarins. Kaupfélag Eyfirðinga hélt aðalfund sinn í húsakynnum Nýja Bíós á Akureyri, dagana 25. og 26. þ. m. — Mætitr voru 185 fulltrúar og var fundurinn hin merkasta samkoma eins og aðalfundir K. E. A. ávallt eru. Á árinu 1943 nam heildarsala kaupfélagsins og allra stofnana Dess rúmlega 37 miljónum króna. En árið 1942 nam salan ríflega 30 miljónum. Innstæður félagsmanna í árs- lok 1943 í innlánsdeild, reikn- ingum og stofnsjóði, námu rúm- lega hálfri þrettándu miljón króna og höfðu innstæðurnar aukist um 4y2 miljón á árinu. Aðalfundurinn ákvað að 6% arður skyldi greiddur af ágóða- skyldum vörum og af lyfjabúð- arvörum, en 8% af brauðasölu. í lýðveldismálinu samþykkti fundurinn þessa ályktun: Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga lýsir ánægju sinni yf- ir ákvörðun Alþingis um nið- urfelling dansk-íslenzka sam- bandslagasáttmálans og um stofnun lýðveldis á íslandi á þessu ári. Skorar fundurinn á alla kaupfélagsmenn að vinna sem bezt að almennri þátt- töku í þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri, er fram á að fara 20.— 23. maí n. k. um þessi mál. Þá samþykkti fundurinn þessa áskorun: Stjórn Skógræktarfélags ís- lands hefir ákveðið að stofna sjóð, er hafi það verkefni að leggja fé til skógræktar, sand- græðslu, varna gegn eyðingu gróðurlendis og annarra skyldra framkvæmda. Skal sjóður þessi nefndur Landgræðslusjóður Skógræktarfélags íslands og verða nánari fyrirmæli um efl- ingu hans, varðveizlu og með- ferð sett á næsta aðalfundi Skógræktarfélagsins. Fé til sjóðs þessa hyggst Skóg- ræktarfélagið að afla á þann hátt að helga sér sérstakan fjársöfnunardag á ári hverju, og mun efnt til slíkrar fjár- söfnunar í vor í fyrsta skipti. Hefir félagið ákveðið að velja til þess einhvern daga þeirra, er atkvæðagreiðslan fer fram um niðurfellingu dansk-íslenzka sambandssáttmálans og stofnun lýðveldis á íslandi. Er það gert með hliðsjón af því, að líklegt þykir, að margan muni fýsa að leggja til nokkurt fé til einhvers þjóðþrifafyrirtækis um’leið og þjóðin stígur lokasporið í 110 ára gamalli frelsisbaráttu sinni. Er þetta mjög vel til fundið, því á deildarstjóra félagsins að gangast fyrir fjársöfnun inn- an deildanna til ágóða fyrir sjúkrahússbyggingu á Akur- eyri, og væntir að fá með þeirri fjái’söfnun a. m. k. 100 þús. krónur. Ennfremur samþykkti fund- urinn, að kaupfélagið hefði for- göngu um hátíðahöld í hérað- inu í sumar í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyfingar- innar. Bernharð Stefánsson alþingis- maður átti að ganga úr stjórn félagsins, en var endurkosinn. En aðrir í stjórn félagsins eru: Einar Árnason (form.), Ingimar Eydal, Þórarinn Eldjárn og Kristján Sigurðsson á Dagverð- areyri. Fyrra fundardagskvöldið bauð félagið öllum fulltrúunum að hlýða á samsöng Karlakórsins Geysis í Nýja Bíó og einnig að sjá kvikmynd á þeim sama stað. En síðara kvöldið voru flestir fulltrúarnir viðstaddir sýningu á „Gullna hliðinu“.. Allir fulltrúarnir snæddu í boði félagsins í hinum veglega gildaskála Kaupfélags Eyfirð- inga. að frelsi og farsæld þjóðarinn- ar hefir alla stund verið ná- tengd gróðursæld og kostum landsins og mun ætíð verða. Skógræktarfélög starfa nú í mörgum sýslum landsins og verð ur að sjálfsögðu til þeirra leit- að um stuðning við þessa hug- mynd, en auk þess verður einn- ig leitað til margra annarra fé- lagssamtaka, sem vænta má, að telji sér skylt að stuðla eftir mætti að eflingu Landgræðslu- sjóðsins, svo sem ungmenna- félaga, búnaðarfélaga og fleiri aðila. Er þess að vænta, að svo fljótt og vel verði við þeirri málaleitan brugðizt af þessum aðilurn, og svo af öllum þorra landsmanna, að sjóðurinn geti þegar á fyrstu árum byrjað að sinna því verkefni sínu að græða aldagömul sár landsins og varna nýjum landspjöllum. _ Um það mál ættu allir góðir íslending- ar að sameinast um leið og hin hýja lýðveldið er stofnsett. í framtíðinni mun Skógrækt- arfélagið meðal ánnars afla fjár til sjóðsins með því að selja á fjársöfnunardegi sínum merki það, er landsnefnd lýðveldiskosn inganna afhenti því til eignar og afnota að kosningunum af- stöðunum. Hulda og Jéhannes úr Kötlum bera sigur úr býtum í samkeppn- inni um ættjarðar- kvæðin Svohljóðandi bréf hefir Tim- anum borist frá þjóðhátíðar- nefnd lýðveldisstofnunar á ís- landi: „Vér undirritaðir, er þjóðhá- tíðarnefnd fól að dæma um ættjarðarkvæði þau, er berast kynnu, höfurn nú lokið störfum. Alls bárust 104 kvæði, og komu sum þeirra eftir tilsettan tíma, en oss fannst elcki ástæða til að hafna þeim af þeirri ástæðu, og höfum vér því dæmt um öll kvæðin. Það er álit vort, að ekk- ert eitt kvæði skari fram úr öll- ‘um öðrum, eða fullnægi alls kostar þeim kröfum, sem þjóð- hátíðarnefnd virðist hafa sett. Hins vegar hafa mörg falleg kvæði borizt, og er það sam- róma álit vort, að tvö þeirra beri af hinum og leggjum vér því til, að verðlaununum, sem heitið var, sé skipt jafnt á milli þeirra. Kvæði þessi nefnast: „Söngvar, helgaðir þjóðhátíðardegi íslands 17. júni 1944“, merkt smárablað, og reyndist höfundurinn vera Unnur Benediktsdóttir Bjark- lind (Hulda), og víslendingaljóð 17. júní 1944“, ^Áerkt I. D., og reyndist höfundur vera Jóhann-. es úr Kötlum. Virðingarfyllst. Reykjavík, 27. apríl 1944. (sign) Alexander Jóhannesson. (sign.) Símon Jóh. Ágústsson. (sign.) Þorkell Jóhannesson." Saltkjöf sverð lækkar Kjötverðlagsnefnd auglýsir að verð á saltkjöti lækki til muna í dag. Verður verðið á tunnu, sem í eru eitt hundrað kg. af kjöti, fært niður í kr. 462.00 og tilsvarandi þessu lækkar svo saitkjötsverð í smásölu. Tíminn átti örstutt viðtal við Kristjón Kristjónsson í gær- kvöldi og spurði hann um kjöt- birgðirnar í landinu. Kvað hann spaðkjöt vera nær því uppselt. En þetta kjöt, sem auglýst er verðlækkun á, myndi vera lít- ilsháttar af stórhöggnu kjöti, sem ætlazt hefði Verið til að flytja til útlanda, en ekki tek- izt. Hefði verðið á þessu kjöti verið kr. 575.00 tunnan, og hef- ir hún þvi lækkað um kr. 113.00. Kristjón kvað ísvarið kjöt seljast mjög ört nú síðustu vik- urnar. Skortur á veíðárfærum Fjármálaráðherra lét þess getið í útvarpsræðu þeirri, er hann flutti nýlega, að skortur væri yfirvofandi á veiðarfær- um. Hvatti hann menn til þess að fara vel með veiðarfærin og nýta allt sem hægt væri. Sérstaklega kvað ráðherrann vera yfirvofandi skort á hampi í heiminum. Á víðavangi Alltaf líkt sjáll'u sér. É Morgunblaðið var að ilskast yfir því í aðalleiðara sínum í fyrradag, að flokksþing Fram- sóknarmanna hefði samþykkt að samvinnufélög framleiðenda sætu fyrir innflutningi á þeim vörum, sem framleiðslan þyrfti að fá til þes að stöðvast ekki. Var þá auðvitað átt við að sam- vinnufélögin gætu keypt þess- ar vörur og látið þær ganga fyrir ónauðsynlegri innflutningi, svo sem glerkúm, postulíns- hundum, keramikvörum og öðru úví, sem kaupsýslumenn sækj- ast mest eftir að flytja inn, vegna mikils ágóða í eigin pyngju. Svo eru milliliða sjónarmiðin sterk í hugum þeirra, s$m Mbl. - stjórna, að þeim finnst að milli- liðirnir eigi endilega að fá að skattleggja ríflega þær nauð- synjar, sem framleiðslan þarfn- ast. Það vill nú svo til, að í ein- staka stað, t. d. Vestmannaéyj- um, hafa flokksmenn Mbl. sýnt þann félagsþroska, að hafa samtök um að kaupa sjálfir í sameiningu það sem fram- leiðsla þeirra þarf með. Er ó- sennilegt, að þeir kunni íhald- inu þakkir fyrir þessa starblindu milliliðamálgagnsins. Snnispil. Mbl. í gær tekur undir með kommúnistum og fyllist vand- lætingu yfir „að gefa forseta vald til þess að skipa ríkisstjórn með sérstöku valdi, ef ókleift hefir reynst að mynda þing- ræðislega ríkisstjórn", og yfir því að allir þingmenn verði kjördæmakjörnir í einmenn- ingskjördæmum. Þarna virðist vera fullkomið samspil hjá Mbl. og kommúnist- um um að gera Alþingi óstarf- hæft með vitlausri kosninga- skipan og um að gera ómögu- legt að mynda ríkisstjórn, sem annist hin nauðsynlegustu stjórnarstörf á meðan Alþingi getur ekki myndað starfhæfa stjórn, eins og átakanlegt dæmi er um þessi árin. Með upplausnarstarfi sínu hefir kommúnistum og íhaldi tekizt að skipa Alþingi þannig að það er óstarfhæft að miklu leyti. Bandvitlaus kosningaskip- an ræður þar miklu um. Upp- bótarsætafarganið og forustu- leysi stærsta.þingflokksins í öll- um málum, eru síhrópandi dæmi um aumingjaskap í íslenzkum stjórnmálum. En á lægstu nótum slíkra fyrirbrigða heyrist jafnan sam- spil kommúnista og versta hluta íhaldsins, sem vilia í sam- einingu eyðileggja núverandi þjóðfélagsskipulag, í von um að hver aðili fyrir sig nái völdum, þegar gerðir verða upp reikn- ingarnir að lokum. Ilfslíjtrin. Það ætti að vera alvarlegt á- þyggjuefni öllum hugsandi mönnum, að ýmsir forsprakkar íhaldsins og kommúnista virð- ast sífellt leika það undirspil bak við tjöldin, að eyðileggja flesta heilbrigða þróun í þjóð- félaginu. Einkum er þessu beint að smærri sjálfstæðum atvinnu- rekendum. Má þar minnast á- rása kommúnista á það að til séu sjálfstæðir bændur víðsveg- ar um landið og takmarkalitla einsýna baráttu stóreigna- manna, þó einkum heildsala og ýmsra gróðabrallsburgeisa. Þessu er reynt að halda leyndu meðal annars með ýms- um smáhnippingum á báða bóga. En úlfshárin gægjast út úr ritstjórnargreinum Mbl. og Þjóðviljans öðru hvoru, en þó heldur með gleggra móti síð- ústu dagana. Siindruugiii lift! Kommúnistar eru hræddir (Framh. á 4. slðu) Aðalfundur K. E. A. skorar Landgræðslusjóður Skóg- ræktarSélags Islands stoín- aður í vor fíf , * Skógræktarfélagið efuir til fjarsöfimiiar ein- Iiveria kosiiingadagaima og iiieen frainvegis líafa sérstakan fjársöfinmardag á ári Iiverjsi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.