Tíminn - 29.04.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1944, Blaðsíða 3
45. Mað TlMlM, laagardaginii 29. apríl 1944 175 FIMMTVGUR J én á Hof i í dag er einhver bezti og traustasti bóndi íslands fimm- tugur. Það er Jón Jónsson á Hofi á Höfðaströnd. Jón á Hofi er sonur hinna al- kunnu merkishjóna Sólveigar Eggertsdóttur og Jóns Péturs- sonar, er lengi bjuggu á Nauta- búi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, og hafa oftast verið kennd við þann bæ. Jón er eitt af tólf börnum þeirra hjóna, er upp komust, og eru þau öll hvert öðru mannvænlegra. Kynni okkar Jóns á Hofi hóf- ust haustið 1914. Þá settist Jón í eldri deild Hvanneyrarskólans, en hafði áður stundað nám einn vetur í yngri deild Hólaskóla. Ég veitti fljótt athygli þessum gervilega pilti, sem var hægur í. framkomu og lét lítið yfir sér, en sem mér virtist einhver geð- þekkur gæfusvipur hvíla yfir. Við urðum þess brátt varir, hin- ir eldri skólafélagar Jóns, að þar var kominn piltur í hópinn, sem í engu lét hlut sinn. Jón var námsmaður góður og stundaði námið af kappi. Sýndi hann það brátt, að hann var allra skóla- pilta snarpastur og harðskeytt- astur í glímum og öðrum átök- um. Varð ég þess strax var, að fylgd hans var traust og örugg. Þennan vetur tókst strax góð vinátta með okkur Jóni. Síðan skildu leiðir okkar í all- mörg ár. En sumarið 1924 hitt- umst við á förnum vegi við Hér- aðsvatnabrú í Skagafirði. Ég var á snöggri ferð um Skagafjörð, þá nýkominn frá námi erlendis. Sagði Jón mér, að hann hefði þá fyrir fáum árum keypt Hof á Höfðaströnd og byggi þar nú. Ég óskaði honum til hamingju með þetta myndarlega aðsetur. Jón tók lítt á því, en gat þess, að enn væri óséð, hvort hann réði við það verkefni, sem hann þar hefði tekið sér fyrir hendur. Fáum árum síðar höguðu ör- lögin því þannig, að ég fluttist til Skagafjarðar og hafði þar bú- setu um hríð. Þá hófst strax margvíslegt samstarf með okkur Jóni á Hof'i. Hin vaxandi kynni mín af honum hafa sannfært mig um það, að gæfusvipur sá, er mér virtist hvíla yfir skóla- piltinum á Hvanneyri 1914, þeg- ar fundum okkar Jóns bar fyrst saman, hafði haft við rök að styðjast. Ég hefi lært að meta Jón á Hofi því meir, sem ég hefi kynnzt honum lengur og starf- að með honum að fleiri málum. Jón á Hofi er maður þéttur á velli og þéttur í lund. Hann er góðum gáfum gæddur og einkar farsælum. Jón, er ekki fljótur að taka ákvarðanir og hugsar málin vel áður en hann tekur afstöðu til þeirra. En þegar hann hefir ákveðið sig með einhverju máli, þá er ekkert hik úr því. Þá fylgir hann málinu fram með fullri djörfung og harðfylgi, því að Jón hefir tamið sér þá ágætu en fágætu málsmeðferð, að taka ekki afstöðu til nokkurs máls, fyrr en hann hefir þaulhugsað það og sannfært sjálfan sig um réttmæti þess. Það er af þess- um ástæðum, hve Jóni hefir ætíð farnast vel að koma þeim mál- um fram, sem hann hefir tekið að sér, hvort er fyrir sjálfan sig eða aðra. Öll störf vinnur Jón af frábærri trúmennsku og skyldurækni og heldur því fast- ar á málum sem meir blæs á móti. Eru þetta allt eiginleikar, sem reynast farsælir, þegar þeir fara saman með hreinskilni, drenglyndi og miklum starfs- þrótti, en það eru allt lyndis- einkunnir, sem einkenna Jón á Hofi. Jón á Hofi er kvæntur hinni mestu ágætiskonu og myndar- legri á allan hátt, Sigurlínu Björnsdóttur, systur Andrésar Björnssonar skálds og þeirra systkina. Eiga þau tvö mann- vænleg börn. Það var í mikið ráðizt fyrir eignalausan man'n á verðfalls- árunum eftir styrjöldina 1914 —1918 að kaupa stórbýli eins og Hof á Höfðaströnd og hefja þar búskap, Hof var þá í vanrækt eins og oft vill verða um stór- býli, þar sem búið hafa menn, er ekki hafa til fulls ráðið við það verkefni, sem glímt var við. En Jón á Hofi hefir staðizt það próf með prýði, sem hann þar gekkst undir. í höndum hans og þeirra hjóna, er Hof orðið ein- hver allra bezt setna jörð hér á landi. Jón hefir gert stórfelldar jarðabætur og miklar húsabæt- ur. Þessar umbætur eru sérlega vandaðar og vel gerðar. Þegar komið er heim að Hofi, leynir sér ekki, að þar hafa farið saman JÓN JÓNSSON, bóndi að Hofi stórhugur, fyrirhyggja og snyrti- mennska í framkvæmdum öll- um og búskap, enda er Jón á Hofi tvímælalaust í allra fremstu röð íslenzkra bænda. Hofsheimilið í höndum þeirra hjóna, jafnt utan húss og innan, er eitt myndarlegasta, snyrti- legasta og skemmtilegasta sveitaheimili hérlendis. Ekki hefir Jón á Hofi getað starfað óskiptur að jörð sinni og búi. Margvísleg trúnaðarstörf hafa á hann hlaðizt bæði í sveit hans og héraði. Þó er ekki því til að dreifa að Jón sækist eftir slíku. Okkur vinum Jóns, sem vitum, hve ágætum hæfileikum hann er gæddur til þess að starfa að málum í almennings þarfir, hefir stundum virzt hann um of hlédrægur og ófús til þess að gefa kost á sér til slíkra starfa. Ég nefni hér að- eins nokkur þeirra trúnaðar- statrfa, er Jón gegnir. Oddviti Hofshrepps hefir Jón verið um langt skeið. Hofs- hreppur er fjölmennur hrepp- ur og erfiður og er þess vegna mikið starf og vandasamt að stýra málefnum hreppsfélagsins. Sýslunefndarmaður Hofshrepps hefir Jón verið nú um allmörg ár. Formaður Búnaðarfélags Hofshrepps er hann og hefir verið um langt árabil. Sæti á Jón í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga — áður Kaupfé- lag Fellshrepps. — Hefir Jón átt sæti í stjórn félagsins meir en tvo tugi ára. Þá var Jón for- maður fasteignamatsnefndar Skagafjarðarkýslu þegar síðasta fasteignamat fór fram. Ýmsum trúnaðarstörfum fleirum Ijefir Jón gegnt og gerir enn, þótt ekki verði hér talin. Jón á Hofi er maður frjáls- lyndur í skoðunum, en þó fast- heldinn á þjóðlegar venjur og siði. Hann skipaði sér strax í raðir samvinnumanna og hefir starfað þar óskiptur eins og í öðrum málum. Jón hefir ávallt staðið í allra fremstu röð Fram- sóknarflokksmanna í Skagafirði og verið í stjórn Framsóknarfé- lags Skagfirðinga frá því það var stofnað. Hefir Jón frá því fyrsta verið einhver allra öflug- asti og árvakrasti foringi Fram- sóknarmanna í Skagafirði og eflt fylgi flokksins í héraðinu meira en flestir aðrir. Síðustu 15 árin hefi ég mjög oft komið á hið myndarlega heimili þeirra Hofshjóna. Má segja, að ég hafi stundum verið þar nokkurskonar heimagangur. Ég hefi ávallt híakkað til þess að koma þangað — og ávallt fundist ég vera kominn heim, þegar þangað var komið. Er það einkenni allra góðra heimila, þar sem fer saman myndarbragur í öllum framkvæmdum, góð um- gengni og skemmtileg og ljúf- mannleg framkoma húsbænd- anna, að þangað þykir gestum gott að koma og una þar vel. Ég vil svo að lokum þakka Jóni á Hofi það mikla starf, sem hann hefir innt af höndum. í þágu landbúnaðarins íslenzka. Ég þakka 30 ára kynni okkar, sem hafa leitt til þess, að ég ber því meir traust til hans sem ég hefi þekkt hann betur. — Ég vona það, að Hofshjónin, Sigurlína og Jón, megi enn um langt skeið sitja með fullri sæmd og virð- ingu að búi sínu að Hofi á Höfðaströnd. Steingr. Steinþórsson. Jón Jónsson bóndi á Hofi við Hofsós er 50 ára í dag. Hann er fæddur í Valadal í Skagafirði, sonur merkishjónanna: Jóns Péturssonar, Pálmasonar frá Valadal (var Pétur Pálmason kunnur fyrir hreysti og harð- fengi, bæði um Norður- og Suð- urland), og Sólveigar Eggerts- dóttur, Jónssonar prests á Mæli- felli. Jón á ættir að rekja til hinna landslcunnu kjarnaætta, sem kenndar eru við Bólstaðar- og Reykjahlíð. Hann er því grein á góðum stofni, enda hefir hann sýnt það glöggt í öllu lífi sínu. > Jón kom ungur í Hólaskóla og vann þar brátt hvers manns traust. Hann las þar einn vetur, en fór síðan í bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi með 1. einkunn. Reyndist hann góður námsmaður í báðum skól- unum, enda er greind hans glögg og traust. Árið 1917 keypti hann Hofs- torfuna í Skagafirði á stríðs- verði og hóf þar búskap vorið 1921. Hann hefir bætt jörð sína stórlega. Túnið, sem áður var lítið, þýft og snöggt, er nú orðið með stærstu og bpztu túnum norður þar. Húsabætur hefir hann einnig gert. Efnahagur hans er orðinn mjög góður og er þess fjár eingöngu aflað með höndum hans og hyggindum. Um mörg ár hefir Jón verið einn aðaltrúnaðarmaður sveit- ar sinnar. Hann er hreppsnefnd- armaður, oddviti og sýslunefnd- armaður Hofshrepps og í stjórn kaupfélagsins í Hofsósi. Þegar síðasta jarðamat fór fram, var hann formaður jarðamatsnefnd- ar Skagafjarðarsýslu. Hann hef- ir verið aðalfrumkvöðull að miklum og nauðsynlegum hafn- arbótum ' við Hofsós, ásamt mörgu öðru. Eigi þar að ráða stóru máli til lykta, þykir nauð- synlegt að hafa ráð Jóns á Hofi. Jón hefir alltaf reynzt jafn- vel í opinberum störfum, sem í eigin framkvæmdum: framsýnn, traustur, farsæll og duglegur. Hann er fastur fyrir og gætinn, en jafnframt hinn mesti fram- taksmaður og fylginn sér í öllu, áreiöanlegur á allan hátt og vin- fastur. Þessir kostir hans hafa gert hann að forvígismanni sveitar sinnar, komu þeir snemma í ljós, enda hlaut hann þegar í æsku óskorað traust hvers þess manns, er kynntist honum að mun. Þessi stutta og ófullkomna lýs- ing mín á Jóni á Hofi, byggist ekki á frásögnum annara, held- ur á náinni persónulegri kynn- ingu, um rúmlega 30 ára skeið. Hefir sú kynning sannað æ bet- ur með ári hverju, ágæta mann- kosti hans. og óbrigðult dreng- lyndi. Jón á Hofi er gæfumaður, og hann hefir greinilega verið sinn- ar gæfu smiður. En það má held- ur ekki gleymast, að hans góða kona hefir spunnið sterkan þátt í gæfuþræði hans. Hann er kvæntur Sigurlínu Björnsdóttur, systur Andrésar heitins Björns- sonar, hins landskunna hagyrð- ings og gáfumanns. Líkist hún mjög bróður sínum að gáfum og glæsilegu útliti. Hún hefir ætíð verið Jóni hinn ágætasti félagi, enda sagði Jón eitt sinn við mig, að það hefði verið sín mesta gæfa að hljóta hana að lífsföru- naut. Um leið og ég óska Jóni á Hofi innilega til hamingju á fimm- tugsafmælinu, þakka ég honum ómeteanlega vináttu og dreng- lyndi mér auðsýnt um áratugi. Frá kynningunni við hann, allt frá æsku, geymi ég margar mín- ar ljúfustu og (^gleymanlegustu endurminningar. Jón Sigtryggsson. Vinlr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Mlnning Konráðs Arngrímssonar (Framh. af 2. síðu) sárt, öll sem þekktum hann bez't, Jessa glaðværa gáfumanns, sem var svo þróttmikill að hverju sem hann gekk, þessa trygg- lynda og góða drengs, sem sam- einaði í skapgerð sinni og dag- fari alla beztu kosti hinnar gömlu kynslóðar. Þannig mun okkur, sem aekktum Konráð Arngrímsson og nutum leiðsagnar. hans, verða minningin um hann hugstæð og hjartfólgin. Samband ísl. samvtnnufélatia. SAMVINNUMENN! • Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Reykjavík, 26. apríl 1944. Hermann Jónasson. Bækur og bóklestur (Framh. af 2. síðu) hygli meðal íslenzkra lesenda á nýjum höfundi. Litlu síðar, eða nú fyrir nokkrum dögum, frétt- um við lát hans. Þó að hann væri lítið þekktur hér hjá okk- ur, var hann samt orðinn 62 ára þegar hann dó og löngu við- urkenndur fyrir rit sín. Af bókum hans má nefna „The Story of Mankind“ og „The Dis- covery of America". Hann teikn- aði sjálfur myndirnar í bækur sínar og þóttu þær mjög frum- legar. „The Story of Mankind", sem er þróunarsaga mannsins og mannsandans, er sérkenni- legt sagnfræðirit og skrifuð í öðrum anda heldur en flest önn- ur sagnfræðirit, svo sem verald- arsaga H. G. Wells, þar sem mest áherzla er lögð á að rekja rás viðburðanna eða segja æviágrip einstakra manna, s. s. konunga og stórhöfðingja, sem okkur finnst litlu máli skipta. Hendrik Willem van Loon er fæddur í Rotterdam á Hollandi en fór til Bandaríkjanna þegar hann var 21 árs að aldri og þar dó hann sem Bandaríkjaþegn. í tímaritinu „The Norseman" birtist nýlega grein eftir hann, stutt frásögn, sem á að tákna hatur hernumdu þjóðanna á kvölurum sínum. Ýmsa fleiri höfunda mætti nefna, sem hafa vakið á sér at- hygli hér á landi síðustu árin, svo sem Daphne du Maurier, Louis Bromfield, André Maurois, Rachel Field, sem nú er látin, en ég ætla ekki að ræða um þá að þessu sinni. Á stríðsárunum höfum við haft óvenjulega góð tækifæri til að kynnast bókmenntum Eng- lendinga og Ameríkumanna. Vonandi verður nú ekki langt að bíða þess, að við fáum að fylgj- ast með því, sem gerist á sviði Norðurlandabókmennta. En þar hefir orðið skarð fyrir skildi við fráfall þeirra Kaj Munk og Nor- dahl Grieg. „Skáld koma og fara.“ Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Aðsendar greinar berast mjög margar til Tím- ans. En vegna þess hve rúm blaðsins er takmarkað, en marg- ar greinarnar langar, þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem senda Tímanum greinar, að hafa þær eins stuttar og gagnorðar eins og menn sjá sér fært. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. Njáls saga er komin út. Magnús Finnbogason magister bjó bókina til prent- unar, en Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri ritaði formála. Bókin er 307 bls. að stærð í Skírnisbroti, prentuð á vandaðan pappír með allmörgum myndum og uppdráttumé Bókin hefir þegar verið send til umboðsmanna. 1 r Omi Rasstiduft — er fyrir nokkru komið & markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegondir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotiÖ O P A Ii rœstiduft C- Tímann vautar nnglinafa til að bera blaðið til fastra kaupenda. — Þeir sem vildu sinna þessu, tali hið fyrsta við afgreiðsluna Lindargötu 9A. Sími 2323. Kanpnm tuskur allar tegnndir, hæsta verði. Húsgagnavinnustofan Baldursg. 30 Sími 2292,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.