Tíminn - 29.04.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 29.04.1944, Qupperneq 4
176 45. blat? TÍMDJN, lawgardaguui 29. apríl 1944 ÚR BÆNUM Leiðbeimngar til kjðsenda vai«iaudi lýðveldís- kosníngarnar Atkvæðagreiðsla 20.—23. maí 1944. Sýnishorn af kjörseðli áður en kosið er: L_________ Þingsályktun frá 25. febrúar 1944, um niðurfelling dansk-islenzka sambandslagasamningsins frá 1918: Alþingi ályktar að lýsa .yfir því, að niður sé fallinn dansk-íslenzki sambandslagasamningurinn frá 1918. Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra alþingiskjósenda til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. Nái ályktunin samþykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefir samþykkt hana að nýju að aflokinni þessari atkvæðagreiðslu. já nei II. Stjórnarskrá lýðveldisins ísiands, samþykkt á Alþingi 1944. já nei Þeir, sem samþykkja þings:u,—-■ tina eða stjórnarskrána, setja kross fyrir framan „já“, en hinir fyrir framan „nei‘. Þannig á kjörseðillinn að líta út, eftir- að kjósandi hefir með atkvæði sínu samþykkt niðurfall sambandslagasamningsins og greitt atkvæði með lýðveldisstjórnarskrá íslands: L| „ Þingsályktun frá 25. febrúar 1944, um niöurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918: Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að niðu rsé fallinn dansk-íslenzki sambandslagasamningurinn frá 1918. • Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra alþingiskjósenda til samþykktar eöa synjunar, ög skal atkvœðagreiðslan vera leynileg. Nái ályktunin samþykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefir samþykkt hana að nýju að aflokinni þessari atkvæðagreiðslu. X já nei ' II. * Stjórnarskrá lýðveldisins íslands, samþykkt á Alþingi 1944. X já nei 1 Þeir, sem samþykkja þingsályktunina eða stjórnarskrána, setja kross fyrir framan „já“, en hinir fyrir framan „nei‘. Munlð að greiða atkvæðl um báður tillögurnar ÚTSÖMJSTAÐIR TÍMAJMS f REYKJAVfK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 .................Simi 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.......................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ..................... — 5395 Leifskaífi, Skójavörðustíg 3 ........................ — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu .......................... — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ............................ — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ....... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............... — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ...................... — 1754 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 .............. -» 4040 Konfektgeröin Fjóla, Vesturgötu 29 .................. — 1916 Samkoma. Framsóknarfélgin héldu skemmti- samkomu í Sýningarskálanum s. 1. mið- vikudagskvöld. Þar vai- spiluð Fram- sóknarvist með miklu fjori og ánægju. Hermann Jónasson flutti snalla ræðu. Síðan var almennur söngur og dans fram til klukkan að ganga þrjú um nóttina. Samkoman var vel sótt og hin ánægjulegasta eins og samkomur Framsóknarmanna eru venjulega. Taka margir eftir, sem kynnast þessum sam- komum, að aldrei sér ölvun á nokkrum manni þar, en það er yfirleitt sjald- gæft á skemmtunum í Reykjavík. Einnig eru óvenjulitlar tóbaksreyking- ar, en þæi' eru víða orðnar hin mesta plága, þar sem margt fólk kemur sam- , an. Væri almennt hafðar jafn ánægju- legar samkomur og með jafn miklum menningarblæ eins og hvílir yfir Fram- sóknarskemmtununum í Reykjav., væri það mikill ávinningm-. Skemmtanir eru nauðsynjar mannanna. Það ættu þeir að athuga, sem telja sig sjálfa geta verið án þeirra. En vandinn er að hafa skemmtanirnar þannig, að þ«er frem- ur hefji þátttakendurna, en dragi þá ekki niður á við. Laxveiði. Sigbjörn Ármann skrifar í Morgun- blaðið um laxveiði og tekur þar ýmis- legt réttilega fram. Auðlegð sú, sem fólgin er í ám og vötnum, er að mestu leyti hulin ogi vanrækt ennþá. Væru netin ekki. höfð í ánum, sem laxinn gengur eftir, og fullt eftirlit haft með alls konar veiðiföntum, sem stórskaða árnar með frekju sinni og furöulegri ágirnd, þá mætti svo að segja fylla margar ár með laxi. Lax- og silungs- veiði er skemmtilegt „sport“ fyrir bæjarbúa á sumi-um og hið mesta að- dráttarafl fyrir útlendinga, og getm' verið mikil tekjulind fyrir landsmenn, ef þeir hefðu búhyggni til þess að nota J'étt þessi miklu auðæfi lands síns. — í vetur hafa verið miklar úrkomur og hlýtur því að vera allmikill snjór til fjalla. En gamlir veiðimenn hafa trú á, að þegar snjór er mikill í fjöllum á vorin, þá muni laxganga verða góð, því að þá verði meira vatn í ám. En vatns- leysi framan af sumri hamlar oft iax- göngu í árnar. Gummískortur. í ræðu þeirri, sem fjármálaráðherra flutti í útvarpiö nýlega gerði hann ráð fyrir, að aðeins rúmlega helmingur af bifreiðum, sem til væru í landinu, gætu fengið gúmmí á þessu ári. Er þetta ekki vonum fyrr, sem rekur að þessu, því að lengi er búinn að vera tilfinnanlegur skortur á gúmmí hér á Vesturlöndum. En.ugglaust mætti nú draga mikið úr gúmmíeyðslu, því að mikið er bifreiðum ekið að óþörfu. Árás. í fyrrakvöld fór bifreiðastjóri ásamt þrem stúlkum í bifreið á dansleik suö- ur til Keflavíkur. Aö dansleiknum ’oknum, um kl. tvö ætlaði bifreiða- stjórinn aö aka af stað heimleiðis með stúlkurnar. Voru þau ekkert ölvuð, en allmargir samkomugestanna voru þá orðnir mikið ölvaðir og létu þeir í Ijós óánægju yfir því, að Reykvíkingarnir skyldu vera lítið ölvaðir. Réðust hinir ölvuðu menn að bílstjóranum og marg lömdu hann í rot. Raknaði hann ekki úr því fyrr en inni á lögreglustöð, og var þá mjög illa útleikinn. Bif- reiðina brutu og brömluðu hinir ölóðu menn, en stúlkurnar sluppu mjög Jítið skaddaðar. Samvinnufélaff. Prentarar stofnuðu nýtt samvinnu- félag á sumardaginn fyrsta. Heitir það Byggingarfélag prentara og er tilgang- urinn að reisá ibúðarhús fyri rfélags- menn. í stjórn félagsins voru kosnir: Guðbjörn Guðmundsson (form.), Árni Guðlaugsson, Ellert Magnússon, Pétur Stefánsson og St'efán Ögmundsson. Vonandi er, að prenturum takist að fá lóðir og fjármagn til sinna eigin íbúðabygginga, svo að félagið geti haf- izt handa um framkvæmdir sem fyrst. Áheit á Strandarkirkju hafa borizt Tímanum: Kr. 50,00 ,frá ónefndum á Seyðisfirði, kr. 10,00 frá H. í. og kr. lOjOO frá Á Á. Flokkaglíma. Glímuielagið Ármann gengst fyrir flokkaglímu í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar n.k. sunnudag. Keppt verð- ur í þrem þyngdarflokkum Búizt er við, að keppendur verði 14 frá fimm íþróttafélögum: Ármanni, K. R., Dags- brún, Trausta og Vöku. Söfnun til bágstaddra Dana. Fjársöfnun hefir farið fram undan- farið til danskra flóttamamia í Svíþjóð og hefir hún gengið vel. Ákveðið hefir verið, að senda af þessari fjársöfnuh 100 þús. kr. sænskar, nú pessa dagana. til dönsku sendisveitarinnar í Svíþjóð. Jafnframt hefir verið ákveðið, að breyta nokkuð fjársöfnunni þannig, að framvegis nái hún til nauðstaddra Dana almennt og er þá ráðgert, að safna, jafnframt peninguin, ull eða ullarfatnaði, sem svo sé sent til hins bágstadda fólks. Sundmót. Sundmeistaramót íslands, sem getið vai- nýlega hér í bæjarfréttum er lokið. Fyrstur í 400 m. bringusundi varð Sig- urður Jónsson (K. R). og synti hann vegalengdina á 6,39,7 mín. En í 400 m. frjálsri aðferð karla varð fyrstur Ari Guðmundsson (Ægi), er synti vega- lengdina á 5,55,7 mín. Fljótust í 50 m. frjálsu sundi 'kvenna, varð Ingibjörg Pálsdóttir (Æ). í 50 m baksundi fyrir drengi varð fyrstur Guðm. Ingólfsson -í R.), 35,8 sek. og í 100 m. frjálsu sundi drengja varð fyrstur Halldór Backmann (Æ), 1,18,9 mín. í 4x50 m. boðsundi kvenna varð 1. sveit Ægis hlutskörpust. Synti hún á 3,07,2 mín. og setti þar með íslandsmet í því sundi. Syntu meyjaraar bringusund. Fornleifar. Það hefir vakið nokki'a athygli, að við gröft fyrir húsi, sem reisa á við Tjarnargötu, sunnan við Herkastalann, hefir fundizt allmikið af fornleifum, einkum ýmsum dýrabeinum, sem ætl- að er að séu frá fyrstu byggð bæjarins. Lítur út fyrir, að þarna hafi verið kom- ið niður á gamlan sorphaug. Einkum vekja svínahausar athygli, sem í eru vígtennur og vita menn ekki til, að sú tegund svína hafi veriö hér. Einn- ig finnast þarna Geirfuglabein og ým- islegt fleira, nýstárlegt, þar á meðal tveir steinlampar, eða bollasteinar, sem fornmenn kváðu hafa notað fyrir lýs- islampa. — Finnur Guðmundsson hefir einkum tekist á hendur að rannsaka þessar fornminjar. Húsnæðisleysið. í Reykjavík er hinn mesti húsnæðis- skortur. Mörg hundruð manns búa 1 „bröggum", sem lánaðir hafa verið bæjarbúum af hinni mestu velvild eig- enda þeirra, en sem eru alls ekki hæfir til íbúöar í raun og veru. íbúðarher- bergi eru oft leigð með ævintýralega háu verði. En einstök herbergi og íbúð- ir, sem hafa verið í fastaleigu síðan fyrir strlð, er nú stundum svo lágt leigt, að ótrúlegt má teljast. Ekki mun óalgengt að maður, sem hefir haft þriggja til f jögurra herbergja íbúð síð- an fyrir stríð, leigi nú eitt herbergi af íbúðinni fyrir hærri leigu heldur en hann borgar eftir alla íbúðina. 1. maí. Það er oróin föst venja, áð verka- lýðsfélögin haldi 1 maí hátíðlegan. Nú birta stjórnir þeirra ávörp til verka- lýðsins til þess að hvetja hann til þátt- töku. Veröur verzlunum lokað kl. 1 e. h. 1. maí. Það er ekki nema gott um það að segja, að verkalýðurinn hafi einn sérstakan hátíðisdag, þótt ennþá séu íslendingar varla svo langt komnir í „heimsmenningunni," að þeir kunni að meta þetta rölt fólksins með ýmis- konar spjöld á lofti um götur bæjar- ins 1. maí. Stundum verða áletranirnar á þessum spjöldum þó ýmsum að gam- anefni, eins og t. d. þegar letrað var á spjald einnar vel þekktrar Reykja- víkurkonunnar: „Niður með alla næt- urvinnu!" Þjóðræknisfélagið. Þjóðræknisfélagið hélt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Þar flutti formaöur þess, Árni G. Eylands, rækilega skýrslu um starfsemi félagsins á liðna árinu. Hafði stjórn félagsins haft ýmsa starfsemi með höndum, er miðaði í þá átt, að auka • og styrkja samband vort við frændurna vestan Atlantshafsins. í fundarlokin var fráfarandi stjórn end- urkosin og bætt við í hana tveim nýj- um mönnum, þeim Jóni Emil og Inga Bjarnasyni. Söngskemmtun. Hinn einkar vinsæli söngflokkur, Karlakór Reykjavíkur, hefir undanfar- ið haldið þrjár söngskemmtanir við hinar ágætustu viðtökur. Eins og venjulega, þegar þessi kór lætur heyra til sín, undir stjórn sins vinsæla söng- stjóra, Sigurðar Þórðarsonar, hefir alltaf verið fullt hús áheyrenda. Næsti samsöngur kórsins évað verða á morg- un kl. 1,15 í Gamla Bíó. Erlemt yflrlit. (Framh. af 1. siðu) heim þessa dagana — einhverja mestu friðsemdarþjóð heimsins. Nakið sverð þess valds, sem þekkir hvorki réttlæti né misk- unn, vofir yfir höfði þess fólks, sem kynslóð eftir kynslóð hefir ekki aðra ósk gagnvart um- heiminum heldur en að fá að lifa í friði við sitt. Enginn veit hvar næsta högg hafnar. Eng- inn veit hver verður næst hnepptur í fangelsi að ófýrir- synju, og enginn veit hvers hlut- skipti það verður að standa næst andspænis svörtum byssukjöft- um hinna óvelkomnu gesta og drottnara. En þó að Danir séu friðsöm þjóð og ekki aldir upp í hermannaklæðum, þá eru eng- ar líkur til þess, að þeir láti bugast fyrir hinu erlenda vopnavaldi. Hingað til hafa þeir einmitt harðnað við hverja raun. Tvœr stúlkur Tvær stúlkur óskast í Hreða- vatnsskála yfir mitt sumarið. Uppl. venjulega síðari hiuta dags í síma 4373. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) um að þeir fengju fáa menn kosna á Alþing, ef eingöngu væri kosið í einmenningskjör- dæmum. Bættur væri skaðinn! En skilur ekki „sameiningar<(- flokkur alþýðu það, að ytri að- stæður geta oft mjög flýtt fyrir að menn fylki sér saman, sem líkastar lífsskocfanir hafa? Eða eru þeir hræddir um, að hin fá- menna ,Brynjólfsklíka“ hætti þá að geta sundrað íslenzkri al- þýðu í „flokka“, sem vinna gegn hver öðrum, í stað þess að þeir ættu að vinna saman? Það er skiljanlegt, að þeir sem vilja yf- irráð fámennrar gróðabralls- klíku og fámennrar Brynjólfs- klíku, vilji hafa umbótamenn- ina sundraða í sem flesta flokka. í__<x_GAMLA BÍÓ-«— IVaskir drengír (Gallant Sons) JACKIE COOPER, BONTIA GRANVILLE, GENE REYNOLDS. Sýnd kl. 7 og 9. HUNDURINN MINN. (The Biskuit Eater) BILLY LEE. Sýnd kl. 5 »<m»o»«»nýja r:ó-o-»o«o«_o... Arabískar nætur (Arabian Nights) Litskreytt ævintýramynd úr 1001 nótt. Aðalhlutverk: JÓN HALL, MARIA MONTES, LEIF ERIKSON, SABU. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Tónlistíirfélagið oc/ Leikfélay tteyhjjavíhur „Pétur €rauturéé Sýning aiinað kvöSd kl. 8. Aðgöngumiðar sel^ir kl., 4—7 í dag. Innilegar þakkir til Rangœinga og annarra vina minna, er sýndu mér margvíslegan heiður og hlýjan hug á 50 ára afmœli mínu. Stórólfshvoli, 24. apríl 1944. , • HELGI JÓNASSON. 1 tilefni af lýðveldisliátiðinni binn 17. og 18. júní næst komandi, hefir dómsmálaráðu- neytið veitt heimild til að ráða aðstoðarmenn við lög- legluna í Reykjavík báða hátíðardagana. Umsækjendur skulu fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru um inntöku í lögreglu Reykjavíkur, enda mun þá, að öðru jöfnu, verða tekið tillit til þeirra, sem ráðnir kunna að verða aðstoðarmenn, við næstu fjölgun í lög- regluna. Þeir, sem hafa í hyggju að sinna þessu sendi umsóknir hingað á skrifstofuna fyrir 10. maí næst komandi. Um- sóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. apríl 1944. Agnar Kofoed-Hansen Tilkynning frá Kjötverðlagsnefnd Verö á saltkjöti lækkar frá og með 29. apríl í kr. 462,00 hver ÍOO kgf. tunna. Smásöluverð lækkar í sam- ræmi við pað. Kjötverðlagsnefnd. Mirniing Konráðs Arngrímssonar. í grein undir þessari fyrirsögn á annarri síðu blaðsins hefir fallið niður og misprentast: í fyrsta lagi á eftir setning- unni: Konráð var því kominn af merkum skagfirzkum ættstofni, komi: og er margt landskunnra manna af þeirri ætt komnir. Og síðar í greinni: Meðal fjög- urra núlifandi bania þeirra hjóna hefir misprentast í stað: meðal fimm núlifandi barna þeirra hjóna, sem öll eru hin mannvænlegustu o. s. frv. E! rúða brofnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent rhót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.