Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKXJRINN. PR!Í2ÍTSMIÐJAN EDDA hJt. Simar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EODtrn-JSI, Lindargötu 9A. Síirar 2353 og 437: AFGREIDSLA, INNHEIJ.IT, OG AUGLÝSINGASKT-----OTA: P!T>DUrrírSI, 'índargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 4. maí 1944 46. bla» Aðaliundur KRON Félagsmönnum greidd- ur 7% arður af við- skiptunum. Aðalfundur Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis var haldinn í Listamannaskálanum á sunnu- daginn var og sátu harin 191 fulltrúi frá sextán kaupfélags- deildum. Formaður kaupfélagsins, Felix Guðmundsson, gerði grein fyrir hag og rekstri þess síðastliðið ár. Framkvæmdastjóri kaupfé- lagsins, ísleifur Högnason, flutti skyrslu framkvæmdastjórnar. Hefir áður verið sagt frá rekstri félagsins á s. 1. ári hér í blaðinu. Reikningar félagsins voru samþykktir, eins og þeir voru lagðir fyrir fundinn. Arður, út- hlutaður til félagsmanna, nam sjö af hundraði viðskiptanna,þar af leggjast þrír hlutar í stofn- sjóð, en fjórir hlutar eru greidd- ir félagsmönnum strax. Einn af hundraði viðskipta var ákveðið að leggja í varasjóð. Úr stjórn félagsins gengu þrír menn: Friðfinnur Guðjónsson, Kristjón Kristjónsson og Ólafur Þ. Kristjánsson. Voru þeir Krist- jón og Ólafur báðir endur- kosnir, en í stað Friðfinns, sem baðst undan endurkosningu, var kjörinn Guðm. Tryggvason, er undanfarin ár hefir unnið mikið starf í þágu kaupfélags- skaparins í höfuðstaðnum. Fyr- ir voru í stjórn kaupfélagsins Felix Guðmundsson, Hjörtur B. Helgason, Theodór B. Líndal, Sigfús Annes Sigurhjartarson, Sveinbjörn Guðlaugsson og Þor- lákur Ottesen. Fulltrúar á aðalfund Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga í sumar voru kosnir Eysteinn Jónsson, Felix Guðmundsson, ísleifur Högnason, Kristjón Kristjónsson, Magnús Kjartans- són, Ragnar Guðleifsson og Sig- fús Sigurhjartarson. Fimm menn voru kosnir í undirbúningsnefnd hátíðahalda af tilefni hundrað ára afmælis samvinnuhreyfingarinnar. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir fyrirhugaðri stofnun lýð- veldis á íslandi 17. júní n. k. og skoraði á meðlimi sína að vinna að sem beztri þátttöku í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Verkfall vid vegavinnu Alþýðusamb, heimtar aukin fríðíndi og bærra kaup^ Stjórn Alþýðusambands ís- lands fyrirskipaði allsherjar- verkfall i vegavinnu frá og með deginum í gær að telja. Mun vinna hafa lagzt niður í gær á flestum þeim stöðum, þar sem unnið var að vegagerð hjá rík- inu. Undanfarna daga hafa farið fram samningar milli Alþýðu- sambandsstjórnarinnar og vega- málastjórnarinnar, en án árang- urs. Vegamálastjórnin mun hafa boðið óbreytta samninga frá því í fyrra, þó með þeirri breytingu, að vegavinnukaup hækkaði á þeim stöðum, þar sem kauptaxti verkalýðsfélaga hefir hækkað. Alþýðusambandsstjórnin krafð- ist hins vegar ýmsra nýrra hlunninda og beinnar kaup- hækkunar sums staðar og náðist því ekki samkomulag. Ríkisstjórnin hefir nú skotjð þessu máli til úrskurðar Félags- dóms, þar sem hún telur, að Al- þýðusambandið hafi eigi hafið verkfallið með löglegum hætti. Má vænta úrskurður dómsins fljótlega, en sennilega munu munu engar samningatilrauriir eiga sér stað fyrr en úrskurð- urinn er fallinn. >» Samsön-g-'itrinn" um einmenningrskjördæmin: Kommúnístar vílja víðhalda gu verkalýðsíns Itialdið vill hafa umbófamenn sundraða Blað kommúnista, Þjóðviljinn, hefir um ekkert meira rætt undanfarinn hálfan mánuð en þá ákvörðun Framsóknarmanna, að beita sér fyrir því, að allir þingmenn verði kjörnir í ein- menningskjördæmum. Hefir blaðið tönnlast á þessu dag eftir dag og talið það óræk merki þess, að Framsóknarflokkurinn væri versti einræðis- og afturhaldsflokkur, er vilji granda lýð- ræðinu og koma á fasistiskri stjórn í landinu. • Þjóðviljinn hafði ekki lengi sungið þennan söng, þegar undir hann var tekið í aðalblaði Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðinu, og þar hefir hann verið kyrjaður næstum daglega síðan, að vísu af veikara mætti, en engu minni vilja. Þessi samsöngur Morgunblaðsins og Þjóðviljans hefir nú hald- ist svo lengi, að eigi verður hjá því komist að gera honum nokk- ur skil og þá ekki sízt að rekja tildrög hans. Góður f élagsskanur. Ef sú fullyrðing Þjóðviljans og Morgunblaðsins væri réttmæt, að Framsóknarmenn væri ein- ræðis- og afturhaldsseggir, vegna fylgis síns við einmenn- ingskjördæmin, þá tilheyra næsta margir ágætir menn aðr- ir þessum sérstæða einræðisfé- lagsskap. Það eru í fyrsta lagi hinir ágætu „vopnabræður Stalins", Churchill og Roosevelt, sem Þjóðviljinn hefir margoft lýst sem helztu forvígismönnum lýðræðisins í heiminum, og Morgunblaðið þreytist aldrei á að vegsama. Og það eru ekki að- eins Roosevelt og Churchill, sem tilheyra þessum vonda félags- skap, heldur allir leiðtogar stærstu stjórnmálaflokka og verklýðssamtaka Bretlands og Bandaríkjanna. Það hefir ekki annað fregnazt en að allir þess- ir mætu menn stæðu saman um það, "þótt skoðanir þeirra séu skiptar að öðru leyti, að varð- véita og treysta hyrningarsteina lýð- og þingræðisskipulagsins í þessum löndum, einmennings- kjördæmin. Meðal þessara manna hefir ekki heyrzt ein einasta rödd um það, að þeir vilji breyta þessu grundvallarat- riði lýðræðisins, þótt þeir hugsi sér hins vegar ýmsar aðrar breytingar á stjórnarfarinu. Framsóknarmenn geta vel unað þessum félagsskap og það þótt á hann sé settur afturhalds- og einræðisstimpill af Þjóðvilj- anum og Mbl. En hvað eiga ves- lings lesendur Þjóðviljans og Morgunblaðsins að hugsa? Þeim hefir hvað eftir annað verið sagt, að leiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna væru að berjast fyrir frelsið og lýðræðið í heim- inum? Nú allt í einu kemur al- veg andstætt hljóð í strokkinn og þessum mönnum er lýst sem afturhalds- og einræðisseggj- um og stjórnskipulagið, sem þeir berjast fyrir, er stimplað fasistískt? Hverju á að trúa? Hvers konar ruglingur er þetta, sem flokksþing Framsóknar- manna hefir valdið í heilabúum „vitsmunaveranna" við Morgun- blaðið og Þjóðviljann? Kostir einmennings- kjjördæmanna. Það er ekki af neinni tilvilj- un eða augnablikskenndu valda- braski, sem forráöamenn allra höfuðflokka Bretlands og Bandaríkjanna halda fasfvið einmenningskjördæmin sem grundvöll lýð- og þingræðis. Það er byggt á langri reynslu eða jafnlangri og þing þessara þjóða eru. Brezku þingmenn- irnir eru að undanskildum ör- fáum háskólafulltrúum kosnir í einmenningskjördæmum. Full- trúadeild Bandaríkjaþingsins er kosin með sama hætti, en öld- ungadeild þess er kosin í eins- konar tvímenningskjördæmum eftir sömu kosningareglum og hér voru í tvímenningskjör- dæmum fyrir stjórnarskrár- breytinguna 1942. Þetta fyrir- komulag hefir gefizt þessum þjóðum svo vel, að þingræðið hefir hvergi reynst traustara og farsælla. Það hefir eflt fáa, sterka flokka, en hindrað vöxt smáflokka, og öfgahreyfinga, er gert hafa lýðræðinu mesta bölvun annars staðar. Það hefir tryggt öllum landshlutum rétt- láta hlutdeild í löggjafarstarf- inu. Það hefir gefið kjósendun- um kost á að þekkja þingmanns- efni sin, og þess vegna hefir hæfileikamönnum reynzt betur að njóta sín en þar sem kosn- ingafyrirkomulagið var með öðrum hætti. Það má óhætt fullyrða, að hefði þingræðið í Bretlandi og Bandaríkjunum ekki byggzt á þessum sterka grunni, einmenn- ingskjördæmunum, þá væri nú hvergi til lýðræði í heiminum. Þá hefði saga þess orðið svip- uð þar og í Þýzkalandi og ann- ars staðar, þar sem hlutfalls- kosningarnar sköpuðu flokka- mergðina, glundroðann og sundrunguna, er urðu lýðræð- inu að falli. Hin þunga bylgja fasismans brotnaði á hinum traustu hornsteinum þingræðis- ins í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þaðan kom styrkurinn til að brjóta einræðið á bak aftur og hefja sigurgöngu frelsisins og lýðræðisins á ný. Einmenningskjör- dæmin gagnrýnd. Einmenningskjördæmin hafa vitanlega sætt gagnrýni eins og allt annað mannlegt skipulag. Sú gagnrýni hefir einkum verið tvíþætt. í fyrsta lagi sú, að þau gætu veitt minnahluta kjósenda meirahluta fulltrúanna, og í öðru lagi sú, að þau gætu veitt einstökum flokkum meiri full- trúatölu en öðrum, miðað við atkvæðamagn. Um hið fyrra þessara atriða er það að segja, að það heyrir til hreinustu undantekninga, að minnihluti kjósenda fái meira- hluta fulltrúa, þegar kosið er í einmenningskjördæmum og þess er gætt að hafa kjördæmin sem jöfnust að fólksfjölda, án þess þó að fylgja höfðatöluregl- unni einni við skiptingu þeirra. Hitt er rétt, að litlir flökkar bera oft færri fulltrúa úr být- um, miðað við atkvæðamagn, Þjéðhátíði í inmar Stofnun lýdveldisins verður lýst yfir af Logbergi hinu forna en stærri flokkar. En i því sam- bandi er þess að gæta, að fyrir minnihlutaflokkana skiptir það ekki aðalmáli að hafa örfáum fulltrúum fleira eða færra, fyrst þeir hafa ekki tilkall til meira- hluta fulltrúanna á annað borð. Meginréttur minnihluta- flokka er fólginn í því að hafa jafna aðstöðu til að afla sér meirahlutafylgis og ráðandi stjórnarflokkar, og geta þannig náð völdum í næstu kosningum, ef málefni og málflutningur skapa þeim næga tiltrú. Þess vegna segja enskir jafnaðar- mannaforingjar nú: Við værum engu betur settir, þótt við hefð- um heldur fleiri þingmenn, sam- kvæmt hlutfallskosningaregl- unni, fyrst við höfum ekki meirahluta á annað borð. Það, sem við metum mest, er að hafa jafna aðstöðu við íhaldsflokk- inn til að vinna okkur meira- hlutafylgi á grundvelli þess kosningafyrirkomulags, sem er lýðræðinu æskilegast. Misrétti hlutfalls- kosninganna. í ádeilum sínum á einmenn- ingskjördæmin nota Þjóðviljinn og Mbl. einkum þær átyllur, sem nefndar eru hér á undan, og telja þær sanna, að þær séu ánd- stæðar lýðræðinu og því í raun og veru fasistiskt skipulag. En svo illa vill til, að það fyrir- komulag, sem þessi blöð berjast fyrir, hlutfallskosningarnar, hafa þessa sömu ágalla, jafnvel í enn rikara mæli, auk annara ágalla, sem eru enn háskasam- legri. Hér skulu nefnd tvo þekkt dæmi til að sanna þetta. í seinustu bæjarstjórnar- kosningum í Reykjavík fengu Sjálfstæðismenn 9334 atkv. og 8 bæjarfulltrúa, en andstæðing- ar þeirra fengu 9844 atkv. og 7 bæjarfuiltrúa. Sjálfstæðismenn fengu þannig meirahluta í bæj- arstjórn, þótt þeir væru í minnahluta meðal þeirra kjós- enda, sem atkvæðisréttar neyttu. Þeta stafaði af því, að fylgi andstæðinga þeirra skipt- ist milli fleiri flokka. Ef lið í- haldsandstæðinga hefði verið enn margskiptara, gat hæglega svo farið, að þótt þeir hefðu fengið % hluta atkvæðamagns- ins, að Sjálfstæðismenn hefðu samt fengið meirahluta fulltrú- anna, þótt þeir hefðu aðeins þriðjung atkvæðamagnsins. Hlutfallskosningar eru þannig engin trygging fyrir þvf að minnihluti kjósenda geti ekki náð meirahluta bæjarfulltrúa eða þingfulltrúa. Þeim mun lengur, sem hlutfallskosninga- fyrirkomulagið helzt, og flokk- unum fjölgar, er hvarvetna hef- ir orðið afleiðing þess, þá vaxa líkurnar fyrir því, að hlutfalls- kosningarnar beinlínis tryggi tiltölulega litlum minnahluta kjósenda völdin, vegna,þess, hve atkvæðamagnið dreifist milli margra flokka og þeir minnstu verða meira og minna útundan. í seinustu þingkosningum í Reykjavík fékk Alþýðufl. 3303 atkv. og 1 þm., Sjálfstæðisfl. 8292 atkv. og 4 þm., Sósíalistafl. 5980 atkv. og 3 þm., Þjóðveldisfl. 1284 atkv. og engan þm. og Framsóknarfl. 945 atkv. og eng- an þm. Þannig standa 3303 atkv. Þjóðhátíðarnefndin, er þeir skipa, Alexander Jóhannesson prófessor, Guðlaugur Itósin- kranz, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Olgeirsson og Jóhann Hafstein, hefir undanfarnar vikur unnið af kappi að undirbúningi há- tíðahaldanna, er fram eiga að fara í sambandi við lýðveldis- stofnunina í sumar. Boðaði hún blaðamenn til fundar við sig í gær og skýrði formaður hennar, Alexander Jóhannesson, þeim frá tilhögun hátíðahaldanna og ráðstöfunum þeim, sem gerðar yrðu til þess, að þau mættu sem bezt takast. Eins og um hefir verið rætt, fara aðalhátíðahöldin fram laugardaginn 17. júní og 18. júní, að nokkru á Þingvöllum og að nokkru í Reykjavík. Uadirbúningur á Þingvöllum Margvíslegur undirbúningur mun verða gerður á Þingvöllum, til þess að sá þáttur hátíðahald- anna, er þar fer fram, geti vel tekizt. Að Lögbergi verður kom- ið fyrir nauðsynlegum umbún- aði til þess að þar sé hægt að halda þingfund, og niðri á völl- unum verður reistur fimleika- og ræðupallur mikill, á sama stað og pallurinn var á alþingis- hátíðinni. Veitingatjöld verða reist, bæði mörg og stór, þar- sem fólk getur keypt sér öl og kaffi, ætluð þingmönnum ^og gestum alþingis. Tjaldstæði verða látin í té þeim, sem þess óska. Bifreiðastæði er ráðgert að verði á barmi Almannagjár, og séð verður um, að þeir, sem ríðandi koma til Þingvalla, geti komið hestum sínum í örugga gæzlu. _ Loks er þess að geta, að fjöl- mennt lögreglulið undir stjórn lögreglustjórans í Reykjavík mun halda uppi aga og reglu á Þingvöllum. Sérstaklega mun tekið hart á því, ef menn sjást á bak við Reykjavíkurþingmann Alþýðufl., en aðeins 1993 atkv. á bak við hvern Reykjavíkurþm. Sósíalistafl. og 2229 atkv. Þjóð- veldisfl. og Framsóknarfl., sem eru talsvert fleiri en eru á bak við hvern þm. Sósíalistafl., falla alveg gagnslaus. Er það að tryggja jafnrétti milli flokka og kjósenda, að 1993 sósíalistar skuli jafngilda 3303 Alþýðufl.- mönnum? Er það að tryggja jafnrétti milli flokka og kjós- enda, að 1993 sósíalistar skuli fá þingmann, en 2229 Þjóðveldis- menn og Framsóknarmenn eng- an? Enn skýrar vérður dæmið, ef t. d. Alþýðufl. hefði að þessu sinni skipzt í tvo jafnstóra flokka. Þá hefði Sjálfstæðis- flokkurinn fengið þingsætið, er Alþýðufl. fékk, eða alls 5 þm. og haft 1658 atkv. að baki hverj- um þeirra. Þá hefði réttlæti hlutfallskosninganna orðið þannig, að 1658 Sjálfstæðis- menn hefðu fengið þingmann, en 5532 Alþýðuflokksmenn, Þjóðveldismenn og Framsóknar- menn engan. Má á þessu bezt marka, að hlutf allskosningar eru engin trygging fyrir jafnrétti flokka eða kjósenda. Þetta myndi ekki sízt köma í ljós, ef landið yrði eitt kjördæmi og margir smáflokkar féllu ógildir. Með því að sýna þannig, að kosningafyrirkomulag Þjóðvilj- ans og Mbl., hlutfallskosning- (Framh. a 4. síðu) ölvaðir. Verða allir þeir, er vín sést á, tafarlaust fjarlægðir há- tíðasvæðið. 17. júní Hátíðahöldin eiga að hefjast að morgni 17. júní með því að sveigur verður lagður við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í Reykjavík. Verður þar flutt ræða og þjöðsöngurinn leikinn. Að öðru leyti fara hátíðahöld- in -fram á Þingvöllum þann dag og verður öllu, sem þar ger- ist, útvarpað. í Reykjavík mun hátölurum komið fyrir á al- mannafæri, svo að þeir bæjar- búar, er eigi fara til Þingvalla, geti fylgzt sem bezt með öllu. Gert er ráð fyrir að for- sætisráðherra setji þjóðhátið- ina með stuttri ræðu, er hann flytur að Lögbergi klukkan 1,30. Að því búnu hefst guðsþjónusta. Flytur biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson, stutta ræðu eða bæn, en sálmar verða sungnir á undan og eftir. Er klukkan slær tvö, verður klukk- um hringt í Þingvallakirkju, og er þá ætlast til, að öllum kirkju- klukkum landsins verði hringt samtímis í þrjár mínútur sam- fleytt. Að því búnu verður einn- ar mínútu algerð þögn um land allt, og á þá hver maður að stað- næmast þar sem *er kominn, hvort heldur er á Þingvöllum eða í Reykjavík eða á dreifð- um heimilum landsins og minn- ist þeirra íslendinga, er börðust fyrir frelsi og málstað þjóðar- innar, og allra þeirra tugþús- unda, sem þjáðst hafa undir okinu á liðnum öldum. Síðan verður þögnin rof in með því, að hljómsveit leikur „Ó, guð vors lands" og tekur sallur þingheimur undir. Þegar síðustu tónarnir hjóðna, mun forseti sameinaðs alþingis rísa úr sæti og lýsir yfir því, að hin nýja stjórnarskrá íslendinga sé í gildi gengin og lýðveldi í lög tekið* Flytur hann síðan nokk- urra mínútna ræðu úr forseta- stóli, og lýsir loks kjöri hins fyrsta islenzka forseta. Að því búnu gengur forseti fram og vinnur eið að stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis og ávarpar síðan þingheim. Loks fer fram fánahylling og verður hylltur silkifáni, stór og fallegur, er blakti á stöng á Þingvöllum á alþingishátíðinni 1930. Syngur þá þingheimur allur fánasöng- inn *„Rís þú, unga íslands merki". Þá hefir hátíðanefnd skrifað þingflokkunum og lagt til, að samþykkt yrði á Þingvöllum að byggja veglegt hús yfir- þióð- minjasafn, 'en afgreiðsla þess máls er auðvitað á valdi þings- ins. Þessi þáttur hátíðahaldanna fer franí á Þingvöllum, hvernig sem kann að viðra. Ef veður bannar ekki, verður hátíðahöldunum síðan haldið áfram eftir stutt hlé, á sýninga- palli þeim, sem reistur verður á Völlunum. Er gert ráð fyrir, að skemmtanir þar hefjist klukkan 4,30—5, og standi eigi skemur en 3—4 klukkustundir. Fer þar fram hópsýning 200 fimleikamanna, fimleikasýning tveggja sextán manna úrvals- flokka, karla og kvenna, og úr- slitaþáttur íslandsglímunnar í ár. Þar mun og syngja sérstak- ur hátíðakór og slíkt hið sama (Framh. á 4. síBu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.