Tíminn - 13.05.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.05.1944, Blaðsíða 4
196 TÍMCVIV. langardaginn 13. mai 1944 50. Ma'ð Samanburður komm- únista . . . (Framh. af 2. síðu) is hlynnt að þeim fyrirtækjum, er gert hafa óhagstæðust inn- kaup. Þess munu líka dæmi, að innflutningsmagn samvinnufé- laganna hafi minnkað um helm- ing samkvæmt þessum úthlut- unarreglum, án þess að heildar- '- magn innflutningsins hafi minnkað nálægt því svo mikið. Innflutningsreglur þessar eru þannig á flestan hátt eins rang- látar og óhagstæðar fyrir neyt- endur og hugsast getur. Það er opinbert leyndarmál, að ýms heildsölufyrirtæki nota sér þá klæki að fá firmu erlendis til að setja hækkað verð á vöruna svo að hægt sé að fá sem mestan álagningargróða. Það segir Þjóðvil'jinn rétt. En hitt er ekki aðeins eins langt fjarri sannleikanum og nokkuð getur verið það, að S. í. S. hafi notað skrifstofur sínar til slíkr- ar svindlstarfsemi, heldur er það svo lygilega logið, að vart muni til svo trúgjarn maður að hann fáist til að trúa því. Starfs- menn S. í. S. gætu engan hag haft af slíku, en hins vegar mik- inn óhag, því að þeim mun ó- hagstæðari innkaup, sem þeir gera, þeim mun minna traust myndu þeir hafa hjá umbjóð- endum sínum. Sannleikur þessa máls er líka sá, að S. í. S. hefir selt fjölmargar vörur langt und- ir verði heildsalanna og heflr neytt þ& til að lækka verð þeirra vara, þar sem innflutningshlut- 'ur þess er stærstur. Það mun ekki sízt vegna þess, að S. í. S. hefir þannig lækkað vöruverðið, að forráðamenn heildsalanna hafa gripið til þeirra innflutn- ingsreglna, er stöðvar vöxt þess. Hér hefir verið rakið hversu algerlega er rangur sá saman- burður á S. í. S. og heildsölun- um, sem gerður hefir verið í kommúnistablaðinu. Með hon- um hafa kommúnistar enn einu sinni sýnt, hversu illa þeim er við alla umbótastarfsemi, reyna að ófrægja hana og sverta og telja hana engu betri en það, sem er hinu vinnandi fólki fjandsamlegast. Þannig hugsa þeir sér að geta eyðilagt um- bótastarfið og undirbúið bylt- mgarjarðveginn. Þ. Þ. Bókabálkur (Framh. af 2. siðu) ungmennafélagar ekki að liggja á liði sínu framvegis, heldur hjálpa ritstjóranum, .séra Ei- ríki Eiríkssyni, og öðrum, sem um Skinfaxa fjalla, að gera hann sem bezt úr garði. Ung- mennafélagsskapnum hæfir ekki annað en hið bezta. ALLT ER FERTUGUM FÆRT. Sagt er, að það sé metnaður og draumur ýmissa miðlungs- manna í þjóðfélaginu „að kom- ast í Spegilinn", eins og það er orðað. Sumum verður að ósk sinni, en aðrir búa yfir harmi sínum, eins og gengur. Það er ekki að undra, þótt fyrirtæki, sem á svona rík ítök, færi út kvíarnar, enda er Páll Skúlason farinn að reka nokkra bókaútgáfu samhliða útgáfu „Spegilsins" hin síðustu misseri. Flestar hafa þessar bækur verið gamanbækur, svo sem „Keli" og „Mislitt fé" éftir amerísku rit- höfundana Booth Tarkington og Runyan Damon. Nú nýlega hefir „Bókaútgáfa Spegilsins" sent frá sér bók af nokkuð öðrum toga en hinar fyrri. Heitir hún „4§lt er fertug- um fært", þýdd af Sverri Krist- jánssyni sagnfræðingi.Heitir bók þessi á frummálinu „Life begins at forty", og er eftir amerískan menntamann, W. B. Pitkin. Það er í,stuttu máli sagt boð- skapur þessarar bókar, að ævi manna fram að fertugu sé að- eins inngangur og nauðsynleg- ur undirbúningstími að hinu raunverulega lífi. Svo fjarri lagi séu þær alkunnu kenningar, alð það sé íarið að halla undan fyrir mönnum, er þeir komast á miðj - an aldur. Er með mörgum dæm- um sýnt.hve menn séu miklu hæfari til að leysa margvísleg verkefni ve.l af hendi, er þeir taka að reskjast og skírskotað til margra afreka, er menn hafa innt af höndum á efrí árum. . Ekki skal hér lagður dómur á kenningar höfundarins, en skemmtileg er bókin og hréssi- ÚR BÆNUM Samvinnuskólinn. í vor luku 32 nemendur fullnðar- prófi úr Samvirinuskólanum, þar af f imm stúlkur. Hæstu einkunn (9) hlaut Jónína Jónsdóttir frá Norðfirði. Hún fékk einnig fimleikaverðlaun skólans. 2. í röðinni var Kristján Gíslason frá Patreksfirði (8,45), sá 3. Birgir Stein- þórsson frá Þingeyri (8,24). í skólan- um voru 57 nemendur. Innt'kuprófi fyrir næsta vetur er nú lokið og gengu undir það 50 manns. 47 þeirra stóðust prófið. Vegna þess, hve margir verða í yngri deild næsta vetur, hefir verið ákveðið að hafa hana tvískipta. Stýrimannaskólinn. 30 nemendur luku prófi úr Stýri- mannaskólanum í vor, þar af einn úr farmannadeild, þrír úr fiskimanna- deild og 26 luku hinu meira fiski- mannaprófi. Slys. í fyrrakvöld vildi það slys til, að maður féll af palli vörubíls, er var á leið til sandgryfju inni við Elliðaár, og beið hann þeger bana. Maðurinn hét Sigvaldi Sigurðsson, Langholtsveg 13, og var um 20 ára að aldri. Er þetta raunalegt slys, en jafnframt áminning til manna að fara vaélega, þegar þeir hafast við öryggislítið aftan á vörubil- um eins og algengt mun vera. Dánarfregn. Nýlátinn er hér í bænum Pétur Ó. Stephensen, efnilegur maður á bezta aldri. Hann var sonur Hallberu Pét- ursdóttur frá Grund í Skorradal og Ólafs Stephensen Stefánssonar, prests á Mosfelli. Pétur lauk námi við bænda- skólann á Hvanneyri með ágæt'um orðstýr, en hafði síðari árin stundað múraraiðn sem aðalstarf. Gróður. Óvenjulega lítill gróður er ennþá um þetta leyti vorsins. Aðeins eru þó tún- blettir 1 Reykjavík farnir að byrja að grænka og tré í skjóli að skjóta út laufum. En heldur dregur samt úr gróðrinum þessa dagana. Skátamót. Skátamót er ráðgert að Þingvöllum í vor rétt eftir þjóðhátíðiná þar. í- fyrra vor héldu skátar mót sitt að Hreðavatni. Var það bæði fjölmennt og ánægjulegt. Vorú um 200 tjöld að Hreðavatni — mest á vegum skátanna — þegar þau voru flest. Allir, sem kynntust skátamótinu þar efra fengu aukinn samhug með skátum og skiln- ing á þeim fyrir þeirra góða félags- skap og prúðmannlegu framkomu. Fiskverð. Hámarksverð á fiski lækkar í Eng- landi í dag niður í sama verð og var á honum þar yfir sumarmánuðina í fyrrasumar. Ófærð. Eins og getið var um í síðasta blaði eru vegir sums staðar að verða ófærir. Síðastl. þriðjudagsmorgunn fóru um 150 manns norður með bifreiðum héð- an úr bænum. Margt af þessu ferða- fólki ætlaði til Akureyrar, en það komst ekki nema í Skagafjörðinn á bifreiðunum, því Öxnadalsheiði er nú ófær þeim og mun svo verða meðan vegavinnuverkfallið stendur. Bindindissýning. Framkvæmdanefnd frá félagasam- böndum vinveittum bindindi hefir á- kveðið að koma upp áfengis- og bind- indismálasýningu árla næsta vetrar Framkvæmdastjóri sýningarinnar verð- ur Guðmundur Sveinsson, stud. theol. Verðhækkun. ¦Nýlega hefir tóbak verið stórhækkað í verði, samkvæmt fyrirskipunum frá fjármálaráðherranum. Nemur hækk- unin hjá Tóbakseinkasölunni 20—50% á öllu tóbaki nema neftóbaki, það hækkar ekki í verði. Fulltrúi Fær«yinga. Það kvað hafa verið ákveðið, að Færeyingar sendi fulltrúa sinn til Reykjavíkur. Á þessi fulltrúi að greiða fyrir viðskiptum milli Færeyja og ís- lands og gæta hagsmuna Færeyinga hér. Blaðafulltrúi. Hinn danski ritstjóri Ole Kiilerich, sem hér hefir dvalið undanfarið, hefir nú verið settur danskur blaðafulltrúi hér á landi. Landsbókasafnið. Bækur lánaðar frá safninu skilist sem fyrst. Ef þeim er ekki skilað fyrir 20. þ. m. má búast við að þær verði sóttar heim á kostnað lántakanda. Þeir, sem ekki hafa reynzt skilamenn við safnið fa ekki bækur frá því, nema þeir hafi algerlega bætt ráð sitt; Bændurí Höfum kaupendur að jörðum á Suðurlandi sem næst Reykja- vík. Sölumiðstöðin Klapparstíg 16. — Sími 5630. Pósthólf 74. TJARNARBÍÓ Víkingár vega um óttu (Commandos Strike at Dawn). Mynd frá hernámi Noregs. PAUL MUNI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. JACARÉ meinvættur frumskóganna Fróðleg, falleg og spenn- andi mynd af dýralífinu í frumskógunum við Ama- zonfljótið. Sýnd kl. 3: Sala aðgm. hefst kl. 11. 1)«»(>¦€ ••*« ¦GAMLA BÍÓ. KÍNA (CHINA) aðgang. Börn innan 16 ára fá ekki Sýnd kl. S, 5, 7 og 9. WILLIAM BENDIX. LORETTA YOUNG, ALAN LADD,' i STIGAMENNIRNIR (Bandit Rongers) TIM HOLT Sýnd kl. 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. -NÝJA EÍÓ. Hefndin bföur böðulsins („Hangmen also Die") Aðalhlutverk: BRIAN DONLEVY, ANNA LEE. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýning kl. 5: BARDAGI VIÐ SMYGLARA. Með TEX RITTER. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 12 ára. Tilkynning frá Sfúkrasamlagí Reykfavíkur Samkvæmt breytingum -þeim á sjúkratryggingarlögunum, sem gengu í gildi 1. janúar s. 1., eiga nú allir, sem gjaldskyldir eru til samlagsins, rétt til sjúkrahjálpar á samlagsins hálfu, án tillits til tekna, gegn einföldu iðgjaldi. Allir, sem greitt hafa gjald sitt til samlagsins til síðustu áramóta með skilum, en ekki notið hlunninda, eiga kröfu til fullra réttinda í samlaginu nú þegar, gegn venjulegri iðgjalda- greiðslu, án biðtíma og ná læknisskoðunar. Framvegis verður heldur ekki krafizt læknisskoðunar ann- ara nýrra samlagsmanna. Víðtalstími « tryggingayfirlæknís J ó h a n n s Sæmnndssonar, verður framvegis kl. 1,30-2,30 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á Vest- urgötu 3, uppi. Tilkynníng frá Sundlaugunum •Vegna sundkennslu barna úr Laugarnesskóla verður ekki hægt að veita ósyndu fólki aðgang að Sundlaug- unum, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga frá kl. 7 f. h. til kl. 5 e. h. Kosningaskriistofa lýðveldiskosninganna Hótel Heklu er opin frá kl. 9-22 daglega. Síini 1521. leg aflestrar og margt, sem þar kemur fram, er mjög umhugs- unarvert. En svo mikið er víst, að fæstir „komast í Spegilinn" fyrr en þeir eru orðnir fertugir, ef það þykir nokkuð benda til þess, á hvaða aldri menn eru, þegar þeir vinna afrekin. J. H. íslendingar geta ekki hörfað. (Framh. af 1. síðu) er sem stendur ekki til nein lög- leg stjórn og konungurinn í raun og veru stríðsfangi. En Kristján konungur getur heldur ekki gegnt skyldum sínum sem þing- bundinn konungur íslands. í fjögur ár hefir þeta litla eyríki i Norður-Atlantshafi orðið að stjórna sér sjálft. Og þetta á- stand hefir það notað til þess að rjúfa í eitt skipti fyrir öll. tengslin við sambandslandið.. Samkvæmt nýrri stjórnarskrá, sem samin hefir verið, á ísland í framtíðinni að vera lýðveldi. Að þróunin skyldi hægt og hægt verða þessi, kemur eng- um á óvart. Síðan 1918, þegar fullveldi íslands var viðurkennt; í konungssambandi við Dan~ mörku, hefir það verið augljóst,, að ekki væri nema um bráða- birgðaástand að ræða. Enginn. efaðist um, að ísland myndii segja upp sambandslögunum, þegar það hefði heimild til, eðæ með öðrum orðum, árið 1941. Hefði heimsstyrjöldin ek'fcl Sextugur (Framh. af 3. síðu) bæði reykir og drekkur áfengi, taki Gunnar og aðra reglumenn sér til fyrirmyndar. Að þessu rabbi loknu árna ég afmælisbarninu G. B. og ást- vinum hans alls góðs — að þeim vegni sem bezt, og að yfir seinni hluta ævi Gunnars megi ætíð vera bjart og hlýtt og þess munu fleiri óska. L. N. skollið á áður, hefði þessu máli hú verið lokið í bróðerni milli Dana og íslendinga með fullum skilnaði. Málið er nú komið svo langt álejðis, að það er ótrúlegt að ís- lendingar snúi aftur á síðustu stundu. — Einmitt þessa daga eam 3 ár síðan Alþingi sam- þykkti formlega uppsögn sam- bamidslaganna. Málsmeðferðin er að ýmsu leyti lík þeirri, sem Norðmenn höfðu 1905, þegar því var yfirlýst að Óskar konungur heföi látið af konungdómi vegna þess, að hann gat ekki fengið myndaað ráðuneyti. Sennílega Öllum nær og fjær, er sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför Ingiríðar Jónsdóttur, frá Brekku sendum við vinarkveðjur og þakkir. Ástvinir hinnar látnu. Hjartans þakklæti votta ég öllum þeim, sem á marg- víslegan hátt sýndu mér og börnum raínura samúð og veittu okkur hjálp eftir hið sviplega fráfall mannsins míns Guðna sál. Jónssonar, skipstjóra. Anna Eiríksdóttir, Vegamótum. Koks Fyrirliggjandi birgðir eru nú af koksi, bæði í miðstöðvar, ofna og Aga-eldavélar. CJasstöð ReykjaTtknr Tílkynnið flutninga á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjarnar- götu 12, sfmi 1222, vegna mælaálesturs. Rafmagnsveíia Reykjavíkur Raftækjavinnustof an Selfossi f ramkvæmir allskónar r a f v i r k j a s t ö r f. Tílboð óskast í byggingu flugvallar á Vestmannaeyjum. Upplýs- ingar um stærð, fyrirhugaða legu vallarins og •hvernig verkið á að vinnast, veitir verkfræðingur Sigurður Ólafsson, Reykjavík. Verkinu verði lokið sem fyrst og eigi síðar en 1. nóv. næstkomandi. — Tilboðum skal skilað til undirritaðs 'fyrir 25. þ. m. Vestmannaeyjum, 5. mai 1944. Hinrik Jónsson bæjarstjóri. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. verður boðskapur Kristjáns kon- ungs engu áhrifanieiri en ávarp Óskars konungs til norsku- þjóð- arinnar." \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.