Tíminn - 13.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRrPSTOPUR: EDDTJHÚSI, Llndargötu 9 A. Staar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKT.:-~iOPA: FDDUIIUSI, Undargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, láugarclaginn 13. inaí 1944 50. blað Erlenj yfirlit; Loitsókn og taugastríð Óþolinmæði eftir „innrásinni" margumræddu fer vaxandi. Margir höfðu spáð henni í marz, aðrir í apríl og flestir í maí í seinasta lagi. Til þessa hefir hún ekki náð lengra en að vera loft- sókn og taugastríð. Hversu lengi sá aðdragandi hennar varir enn, verður eigi sagt. En vel getur verið, að hún hefjist ekki fyrr en í júní. Vafalaust hefir hún verið dagsett á Teheranráð- stefnunni, með hliðsjón af vor- sókn Rússa. Sennilega hefir þá ekki verið reiknað með vorsókn Rússa fyrr en í júní, einkum vegna veðráttu. Veðráttan hefir verið betri í Rússlandi í vetur en í síðastl. 40 ár, og hefir það stórbætt aðstöðu Rússa í vetr- arsókninni og undirbúningi vor- sóknarinnar. Má því reikna með, að vorsókn þeirra geti hafizt fyrr en ella. Það hlé, sem nú er á stórorustum í Rússlandi, sýríir, að Rússar eru að undirbúa vor- sóknina. Bandamenn hafa undirbúið innrásina undanfarið með stór- felldum loftárásum á samgöngu- stöðvar og herstöðvar Þjóð- verja í Norður-Frakklandi, Belgíu, Hollandi og Vestur- Þýzkalandi. Hafa þessar loftá- rásir verið hinar stórfelldustu og stöðugt aukizt. Þeir hafa þó eigi dregið úr árásum á þýzkar borgir, einkum hefir Berlín orð- ið hart úti að vanda. Prá ítalíu hafa þeir og haldið uppi hörð- um árásum á borgir í Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu, auk á- rása á ítalskar borgir. Einkum hafa verið gerðar harðar árásir á Búkarest. Taugastríðið til undirbúnings innrásinni hefir líka verið kapp- samlega rekið. Næsturrí daglega hefir verið gefið til kynna, að hún væri að hefjast. Þannig hefir* Þjóðverjum verið haldið í stöðugum spenningi. Þá hefir verið rætt um framtíðarfyrir- ætlanir. Skýrt hefir verið frá því, að* Eisenhower ætti að verða yfirherstjórnandi í Þýzkalandi, en 'sérstakri nefnd Bandamanna yrði falin hin borgaralega stjórn. Sagt hefir verið, að rússneskur her ætti að hafa setuliðsgæzlu í austurhluta landsins, Bretar í norðurhlutanum, en Banda- ríkjamenn í Suður-Þýzkalandi. Berlín yrði þó undir sameigin- legri herstjórn þessara þriggja stórvelda. í hernumdum löndum verður stjórnin éins fljótt af- hent innlendum stjórnarvöld- um og auðið er. Pólland er þó talið í nokkurri hættu í þessum efnum, þar sem það verður sennilega hernumið af rúss- neskum her, og Rússar sækjast þar til yfirráða. Allt þetta skraf eykur vitanlega á stríðsskjálfta Þjóðverja. Þjóðverjar halda einnig uppi taugastríði og telja sig undir allt búna. Þeir munu og áreið- anlega veita varmar móttökur. Herfróðir menn telja, að þeir hafi nú eíns lítið lið á austur- vígstöðvunum og minnst geti verið þar. Þeir leggja auðsjáan- lega meira kapp á að verjast að vestan. Þeir telja liklegt^ ef þeir geti hrundið innrásinni, að Bandamenn muni eigi reynii aftur fyrst um sinn, og á meðan geti þeir jafnað um Rússa. Ef stríðið dragist á langinn, geti líka skapazt nýir möguleikar til að komast sæmilega úr styrjöld- inni. En bíði þeir lægra hluta í innrásinnl, sé öll von úti. Seinustu fréttir Bandamenn hafa hafið stór- fellda sókn á Cassinovígstöðv- unum og unnið talsvert á. Hef- Lán og styrkir til skipakaupa tTtliluÉunarnefnclin skipnð. Seinasta Alþingi ákvað að verja 5 milj. kr. úr fram- kvæmdasjóði til styrktar skipa- kaupum. Síðar ákvað þingið með sérstökum lögum, að þetta fé færi í nýjan sjóð, styrktar- og lánasjóð fiskiskipa: í lögum þessum segir ehnfremur, að at- vinnumálaráðherra skipi 5 manna nefnd, er hafi á hendi úthlutun fjár úr sjóðnum, að fengnum tillögum stjórnar Piskifélags íslands. Skulu 4 þeirra skipaðir samkvæmt til- nefningu þingflokkanna, einn af hverjum flokki, en formaður án tilnefningar. Samkvæmt þessu hefir ráðu- neytið 10. þ. m. skipað eftir- greinda menn í nefnd þessa: Jón Maríusson bankastjóra, og er hann jafnframt skipaður for- maður nefndarinnar. Guðjón F. Teitsson skrifstofu- stjóra samkvæmt tilnefningu þingflokks Framsóknarmanna. Guðmund I. Guðmundsson al- þingismann, samkvæmt tilnefn- ingu þingflokks Alþýðuflokks- ins. Gísla Jónsson alþingismann samkvæmt tilnefningu þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Harald Guðmundsson skip- stjóra, ísafirði, samkvæmt til- nefningu þingflokks Sameining- arflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins. Fjársöfnun til aukinnar blaðantgáfus - - * Framsóknarflokkurínn þarf að auka bíaðakost sinn Flokksþíngíð hét á Framsóknarmenn um allt land að bregð- ast vel við þessari nauðsyn Svo sem mörgum Framsóknarmönnum er kunnugt, hefir nú um nokkurt skeiff staðið yfir fjársöfnun til útgáfusjóðs Framsóknarflokksins. Hefir söfnun þessi nú þegar borið mikinn árangur í einstökum byggðarlögum, en annarsstaðar er hún í framkvæmd um þessar mundir. Þykir tímabært að minnast á þetta mál nú í Tímanum og þá einkum í fram' haldi af því, sem um þaff var f jallaff á sjöunda flokksþingi Framsóknarmanna. Kröfur almenrflngs til blaða fengið góðar undirtektir. Vérður fara stöðugt vaxandi. Til þess að þeirri viðleitni að sjálfsögðu UtsvoríníReykjavík verða 30 miljón kr, Á fundi bæjarstjórriar Rvíkur síðastl. miðvikudag var ákveðið af fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins að hækka enn útsvörin í Reykjavík um 2y2 milj. kr., en búið er-að jafna niður 27% milj. kr. Verða því útsvörin alls 30 milj. kr. á þessu ári. Útsvarshækkuh þessa rök- studdu Sjálfstæðismenn með því, að hún væri nauðsynleg vegna hækkunar á vinnulaun- um. Hækkun sú, er varð á Dags- brúnarkaupinu í vetur, yki út- gjöld bæjarins um 1 milj. kr., ef ekki ætti að draga úr fyrirhug- uðum framkvæmdum á árinu. Auk þess mætti búast við hærri dýrtíðarvísitölu en reiknað var með, þegar fjárhagsáætlunin var samin. Kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn vildu verja þessari útsvarshækkun til byggingar á íbúðarhúsum. S e n d i herraskipti Samkvæmt tilkynningu frá sendiráði Bandaríkjanna, hefir Mr. Leland B. Morris sendiherra af forseta Bandarikjanna, verið skipaður sendiherra í Iran, og lætur hann því af störfum hér. Mr. Morris mun fara héðan mjög bráðlega. í stað hans hefir Mr. Louis Goethe Dreyfus sendiherra í Iran verið skipaður sendiherra Bandaríkjanna hér, og mun hann væntanlegur hingað til lands innan skamms. ir 8. brezki herinn verið fluttur þangað. Rússar hafa tekið Sebastoppl og þar með náð öllum Krim- skaganum. De Valera hefir beðið lægra hlut við atkvæðagreiðslu í þing- inu og hefir því beðist lausnar fyrir stjórn sína. Tuttugu Norffmenn hafa ný- léga verið dæmdir til dauða af þýzkum hernaðaryfirvöldum í Noregi. Flestum dómunum hefir verið fullnægt. stjórnmálablöð geti náð al- mennri útbreiðslu á viðskipta- grundvelli (þ. e. fengið nægi- lega marga borgandi áskrifend- ur og þá um leið auglýsendur) verða þau, auk hinna venjulegu stjórnmálagreina, að geta flutt margs konar lestrarefni, bæði fyrir þá, sem áhuga hafa á stjórnmálum og einnig hina, sem minna hugsa um stjórn-" málin hversdagslegslega, en vilja gjarna fylgjast með bók- menntum og listum, fræðileg- um efnum, erlendum viðburðum (öðrum en þeim, sem útvarpið segir frá), íþróttamálum, sér- áhugamálum kvenna o. s. frv. Margir hafa ánægju af læsileg- um framhaldssögum og ýmis konar skemmtiefni. Dagblöðin í Reykjavík. t. d. eru farin að flytja sérstakar sögur handa börnum, og nýtur sú tilhögun vinsælda. Það eykur og áreiðan- lega vinsældir blaða, ef þau hafa ráð á að flytja mikið af myndum, einkum í sambandi við fréttir, og útliti blaðanna má heldur ekki gleyma, því að það hefir líka sín áhrif. í þéttbýlinu gera lesendur þá kröfu til blaða, að þau komi út daglega, eða a. m. k. sem oftast, og fer þeim stöðugt fjölgandi, sem gera þær kröfur. Við Faxa- flóa býr nú t. d. nærri helming- ur þjóðarinnar, og mikill meiri hluti þess fólks, getur daglega fengið þau blöð, sem gefin eru út í Reykjavík. Flugferðir og á- ætlunarferðir bifreiða á sumrin veita og mikla möguleika til tíðrar og jafnvel daglegrar út- breiðslu blaða á stórum og fjöl- mennum landssvæðum. Þeir, sem í f j arlægð búa frá helztu út- komustöðum blaða, munu hins vegar láta sér nægja vikublöð, en einnig þeim er fjölbreyttni í efnisvali og annað það, sem fyr er talið, áhugamál, ekki síð- ur en öðrum. Pramsóknarmönnum mun það ljóst, að flokkurinn eða þeir, sem gefið hafa út blöð af hans hálfu, hafa aldrei átt þess kost að hafa blaðaútgáfuna svo fjölbreytta sem æskilegast hefði verið með tilliti til þess, sem sagt hefir verið hér að framan. Útgáfustarfsemi flokksins hefir alltaf'haft lítil fjárráð, svo að segja aðeins til hnífs og skeið- ar. En nú er fjárhagur alls al- mennings án efa rýmri en hann hefir nokkurn tíma áður verið. Því þykir ekki ósennilegt, a'ð nú mætti einhverju um þoka, sem ekki hefirreynst fært hingað til. Það verður ekki með vissu fullyrt hér, hverjar umbætur eða viðbætur í blaðaútgáfunni þykir fært að ráðast í. Mun það meðal annars fara mjög eftir því, hver árangur verður af fjársöfnuninni. Fjölbreytni efn- is í Tímanum og Degi hefir verið aukin talsvert á síðustu árum og haldið áfram. En margir myndu líka telja æskilegt, að blað væri gefið út daglega handa þeim hluta þjóðarinnar, sem dagblaðs getur notið, og flokksþingið á- lyktaði að stefna skyldi hiklaust að því marki. K Framsóknarmenn vita vel að mikið er undir því komið, að þeir getiu flutt mál sitt fyrir allri þjóðinni, og að málstaður flokksins verði ekki affluttur og misskilinn vegna einhliða áróð- urs andstæðingá* og vantandi skýringa. Það er ekki nóg að skrifa vel og röggsamlega um landsiríál, ef meira eða minna af þjóðinni sér ekki þau blaða- skrif. En á þessu hefir alltaf verið nokkur misbrestur frá því að flokkurinn hóf starf sitt, af fyrnefndum ástæðum, nema helzt þann tíma, sem Nýja dag- blaðið kom út í Reykjavík. Var þó ekki hægt að kosta til þess bláðs, eins og þurft hefði. Ósennilegt er., að tekizt hefði að ala þá sundrung milli manna í bæjum og sveitum, sem orðið hefir og óneitanlega ber nokkuð á, ef Framsóknarflokkurinn hefði haft bolmagn til að halda úti fullnægjandi blaðaútgáfu fyrir þéttbýlið. í blöðum Framsóknarflokks- ins þurfa lesendur í dreifbýli og þéttbýli aj3 geta átt kost á öllu því margbreytilega lestrarefni, sem þeir kunna að geta fengið í blöðum annara flokka, og þó betra og vandaðra. Þá hafa blöð flokksins aðstöðu til þess að kveðja sér hljóðs eirínig meðal þeirra, sem ekki eru flokksmenn, og þeirra, sem oft láta sig stjórn- mál litlu skipta, og það með þeim hætti, að_einnig þessir ut- anflokks'lesendur telji sér ávinn- ing í því að kaup blöðin og greiða skilvíslega og fullu verði, á sama hátt og menn kaupa læsilega og umtalaða bók án tillits til þess, hvort hún flytur einhverjar sér- stakar skoðanir eða ekki. En þetta mál verður aldrei leyst nema meff öflugum stuffningi flokksmanna hvarvetna um landiff. Blaðaútgáfan þarf á stofnfé að halda til að ryðja sér braut á þennan hátt og þetta fé verffur ekki fengiff öðru vísi en meff fjárframlögum þeirra, sem áhnga hafa fyrir málefna- baráttu flokksins. Eins og drepiff er á í upp- hafi tók síffasta flokksþing mál þetta til meðferffar. Var þar um þaff fullkominn einhugur og á- hugi manna mikill fyrir fjár- söfnun þeirri, sem nú stendur yfir. Samþykkti flokksþingið einróma ályktun, þar sem skor- aff var á flokksmenn um land allt aff efla fjársöfnunina. Flokksstjórnin treystir því, aff menn fylgi nú f jársöfnuninni fast eftir í hverri sveit, hverju kauptúni og kaupstaff í land- inu, og umfram allt aff þátttak- an verffi almenn. Fjársöfnunarnefndin hefir fengið umboðsmann í hverju byggðarlagi, en jafnframt er skorað á forustumenn Fram- sóknarfélaganna og aðra áhuga- menn að vinna að söfnuninni, ásamt umboðsmönnum nefnd- arinnar. Guðmundur Tryggvason Lind- argötu 9 A, Reykjavík, gefur all- ar nánari upplýsingar um fjár- söfnunina og tekur við skila- grein og framlögum. Framsóknarmenn um land allt! Minnumst þess, hvaffa þýff- ingu umbótabarátta Framsókn- arflokksins hefir haft. Hugleiff- um, hversu nú myndi ástatt, ef hennar hefffi eigi notiff viff. Ger- um okkur jafnframt ljóst, aff ekkert vinnst og ekk«rt á aff vinnast án fórna. íslendíngar geta ekki höríað Ný ummæli í sænskum og dönskum blöðum Fregnir hafa nú borizt um þaff, aff hin sameiginlega yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna í'tilefni af boffskap konungs hafi veriff birt öllum blöffum í Stokkhólmi, en engar rit- stjórnargreinar hafa enn veriff birtar um hana. Þá hafa borizt hingaff fyrstu ummæli danskra blaffa um boff- skap konungs. Eru það ummæli úr ritstjórnargrein „Berlingske Tidende", þar sem því er lýst yfir, aff konungur hefffi eigi sam- þykkt lýffveldisstofnunina undir núverandi kringumstæffum, þótt samþykki hans hefði verið leitað fyrirfram. Er þetta athyglisvert vegna þess, aff ýmsir hafa talið orffsendingu konungs stafa af því, aff samþykkis hans hafi eigi verið leitað í tæka tíff. blaðSPföllum formsatriðum sambands- Loks hefir sænska „Göteborgs Sjöfarts- och Hand- elstidning", sem nýtur mikils á- lits utan Svíþjóðar og skelegg- ast allra sænskra blað,a talað máli Bandamanna á stríðsár- unum, birt ritstjórnargrein um orðsendingu konungs. Er þar yfirleitt talað af skilningi,..um afstöðu íslendinga, en þó gætir þar þess þekkingarleysis, að ís- lendingar hafi ekki fullnægt laganna og eigi hafi verið hægt að afnema þau, nema set yrðu ný dönsk lög í staðinn. „Göteborgs Sjöfarts- och Handelstidning" segir nrí a.: „Kristján konungur hefir nú látið til sín heyra og þar með rofið hina löngu þögn sína. Það er ekki sem konungur Danmerk- ur, sem hann talar. í því landi (Framh. á 4. stítu) A víðavartgi KOMMÚNISTAR VIÐUR- KENNA ÓLÖGMÆTI VERKFALLSINS. Það kemur nú berlega fram, að kommúnistar í stjórn Al- . þýðusambandsins eru orðnir smeykir við framkomu sína í vegavinnumálinu. Þelr finna, að verkfallið hvílir eigi á lagaleg- um grundvelli og hafa því reynt eftir megni að koma í veg fyrir úrskurð dómstólanna. Fyrst eftir að kunnugt varð um þá afstöðu ríkisstjórnarinn- ar að vísa málinu til Félags- dóms, ræddi blað kommúnista mjög um nauðsyn þess, að sett yrði sáttanefnd, er reyndi að ná samkomulagi um málið. Slíkt kom vitanlega eigi til greina fyrr en úrskurður Félagsdóms væri fallinn um lögmæti verk- fallsins. Þegar málið var tekið fyrir í Félagsdómi, reyndi Alþýðusam- bandsstjórnin að fá sem lengst- an frest í málinu eða fram yfir þann tíma (16. maí), sem hún hafði auglýst verkfali við strandferðaskipin og síldarverk- smiðjurnar, ef eigi væri þá búið að fullnægja kröfum hennar í vegavinnumálinu. Slíkur frestur fékkst vitanlega ekki, þar sem brýn nauðsyn er á skjótum dómsúrskurði um málið. Þegar þetta hvort tveggja reyndist vonlaust, sneri Alþýðu- sambandsstjórnin sér til ríkis- stjórnarinnar með nýja verk- fallstilkynningu.Þar segir svo,að verði verkfallið dæmt ólöglégt, þá verði fyrirskipað nýtt verkfall frá 19. þ. m. og hafi Alþýðusam- bandsstjórnin aflað sér til þess þeirrar heimildar verklýðsfélag- anna, er skýlaust fullnægi vinnulöggjöfinni. Eigi afléttir Alþýðusambandsstjórnin samt verkfallinu nú, svo að það held- ur.áfram eftir sem áður. . Sést bezt á þessu, að Alþýðu- sambandsstjórnin telur líkleg- ast, að núverandi verkfall henn- ar verði dæmt ólöglegt. Hún virðistsjá, að rétturinn sé ekki hennar megin, en treystir enn á, að hún hafi valdið. TRÚNAÐARBROT PÉTURS. Pétur Magnússon bankastjóri hélt næsta kynlega ræðu í rík- isútvarpið síðastl. þriðjudags- kvöld. Ræðan átti að vera hlut- laust yfirlit um banka- og fjár- hagsmál, flutt á vegum Lands- bankans, en var að miklu leyti sleggjudómar um ýms hápólit- ísk mál, t. d. eignaaukaskattinn og önnur skattamál. Telja má víst, að Pétur hafi með þessu misnotað sér bæði þann trúnað, sem Landsbankinn og útvarps- ráðið hafa sýnt honum, og er vissulega illt til þess að vita, begar háttsettir embættismenn gera sig seka um þvílíka óráð- vendni. Verður að treysta því, að útvarpsráðið veiti Pétri þá áminningu og setji jafnframt þær varúðarráðstafanir, að eigi verði endurtekning á slíku trúnaðarbroti. FRAMLEIÐSLUTÆKI OG PENINGAEIGN. Ræða Péturs var og að öðru leyti til áminningar. Hann sagði, að óhætt væri fyrir menn, sem ættu skattsvikna peninga að leggja þá í bankana, því að skattayfirvöldunum væri litlar upplýsingar veittar um inneign- ir? Bankarnir virðast þannig hjálparstofnanir fyrir skattsvik. Er þetta eitt dæmi um þann mikla misrétt, sem er á þjóð- félagslegum aðbúnaði framleið- enda og peningamanna. Bónd- inn og útgerðarmennirnir verða að greiða skatt af eignum sín- um, en peningamennirnir geta sloppið. Eigi ekki að fæla menn frá því að eiga framleiðslutæki, má 'ekki láta peningaeign njóta betri skattakjara. Það verður að gera öflugri ráðstafanir til að láta skattalögin ná jafnt til þeirra og framleiðslutækjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.