Tíminn - 13.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1944, Blaðsíða 3
50. Mað IÓ1IAA. langardagimi 13. maí 1944 195 Sextugur: Gunnar Bóasson útgerðarmaður á Reyðarfirdí Mér datt í hug að nota þetta tækifæri til að segja fáein orð um afmælistaarnið. Hjá mér vakna gamlar endurminningar frá fyrri kynningu okkar Gunn- ars. Hann er fæddur að Borgar- gerði í Reyðarfirði 10. maí, 1884, sonur Bóasar Bóassonar bónda þar og konu hans. Sigurbjargar Halldórsdóttur Jónssonar pró- fasts frá Grenjaðarstað í Þing- eyjarsýslu. Um fermingaraldur fluttist hann með foreldrum sínum að Stuðlum í sömu sveit og dvaldist þar, þar til hann giftist fyrri konu sinni (sem síð- ar verður nefnd) og fluttist þá að Teigagerði í sömu sveit og reisti þar bú vorið 1906, og bjó þar í 18 ár. Fluttist þá að Bakka- gerði og hefir búið þar fram á þennan dag. Skólaganga engin og aðgangur að fræðibókum — að ég held sáralítill, enginn tími til lesturs eða fróðleiks. Sömu heimilisstörfin- að kalla frá morgni til kvölds, sama end- urtekningin upp aftur og aftur. Má því vel hugsa, að þessir menn, sem alltaf vappa utan um sömu þúfuna, sjái altaf sama sjóndeildarhringinn, verði þröngsýnir, sérvitrir og hug- sjónasnauðir. En reynslan hefir stundum sýnt annað, þótt merkilegt megi kallast. Fyrstu tildrögin að kynningu okkar Gunnars voru næsta ör- lagarík, en um þau tildrög verð- ur ekkert skráð í stuttri talaða- grein. Það var haustið 1909, að ég var kynntur þessum unga og glæsilega bónda; eru nú nær 35 ár síðan. Við þurftum þá að eiga lítilsháttar samstörf _saman, — sækja hvor til annars. — Þá furðaði mig strax á hve rúman sjóndeildarhring þessi „heim- alningur" hafði. Mig furðaði á hugsjónum hans og brennandi áhugamálum, og óafvitandi varð Gunnar einn minn bezti kunn- ingi og hefir sá kunningsskapur vissulega haldizt ómengaður síðan. Verkahringur þessa unga og á- hugasama bónda var þá strax margþættur og ekki lítill, og hefir það svo til gengið fram á þennan dag. Vona ég, að engum finnist ofmælt, þótt að sagt sé, að hann hafi allt þetta tímabil verið einn athafnamesti bóndi sinnar sveitar. Svo má segja, að Gunnar hafi stundað jöfnum höndum sjó og land, haft oft mörgu fólki að stjórna og í mörgu að snúast; orðið samtímis að gegna trún- aðarstörfum og félagsmálum sveitar sinnar, svo sem hrepps- nefndar- og skólanefndarstörf- um, verið formaður félaga, stefnuvottur og sáttasemj'ari, og síðast en ekki sízt haft umsjón fóðurbirgða og ásetnings innan hreppsins síðan ásetningslögin komu til framkvæmda. Þetta síðasttalda trúnaðarstarf, sem hreppsbúar hafa falið Gunnari, hefir verið á stundum vanda- samara og erfiðara til úrlausnar en margur heldur. Reyðarfjarð- arhreppur samanstendur af sveitabændum og þorpsbúum, sem flestir eru með kýr og kind- ur í eftirdragi, en þar sem gras- nytina vantar, verða þeir að fá ^iokkuð af aðkeyptu fóðri, og oft vont að fá það. Þessum ásetn- ings- og fóðurskortsmálum hef- ir hann oft bjargað með þeirri leikandi leikni og hagsýni, sem fáum er gefin. Hann er strax 1909 orðinn formaður Búnaðar- félags Reyðarfjarðar og sýnir það bezt áhuga hans fyrir þeim málum. Félagið mun þá hafa verið nýgræðingur og getulítið til verklegra athafna í stærri stíl. Deyfð og dauðamók lá þá yfir öllum verklegum fram- kvæmdum. Bændur lofuðu Guð fyrir, ef þeir Vörðust húsgangi og gátu talizt sjálfbjarga menn; voru yfirleitt dauðhræddir við allar nýjungar, sem höfðu kostnað í för með sér. Það þótti því dirfska og ekki lítið áhættu- spil, þegar hinn ungi formaður búnaðarfélagsins (yfir sumarið 1910) réði dýran mann — „bú fræðing bæði utanlands og inn- an" — til jarðabótastarfa innan félagsins. Maður þessi ferðaðist um á félagssvæðinu með hesta og jarðyrkjuverkfæri, plægði og herfaði hjá bændum, mest ofan- af skorið land — svo var og margt'fleira til umbóta gert. Gaf þetta beztu raun, svo að bændur vöknuðu mjög til framkvæmda á jarðyrkjunni. Þetta þótti nýj- ung og stór viðburður, sem skoraði tímamót í framfarasögu sveitarinnar. Fólk hafði varla séð hestum beitt áður fyrr fyr- ir jarðyrkjuverkfærum. Heimili Gunnars hefir verið viðbrugðið fyrir gestrisni og aðra greiðasemi á öllum sviðum. Hefir hann þótt hinn bezti heimilisfaðir. Verið hjúasæll svo orð er á. haft. Hann hefir litið jafnt á hag verkafólksins sem sinn eigin og gætt þess jafnan að fólki sínu liði vel; væri á- nægt og bæri ekki skarðan hlut frá borði. Ég vil þó telja, að hjálpsemi^hans við fátæka og bágstadda hafiaflað honum eigi minstra vinsælda meðal sam- tíðarfólksins. Enginn maður er fljótari til að hjálpa eða gang- ast fyrir samskotum eða annarri aðstoð, þegar á liggur, ef skepnumissir, heilsutjón eða önnur óviðráðanleg óhöpp steðja að heimili náungans. Fóður- birgðastarfið hefir líka gert hann öllum hreppsbúum kunn- ugri hverju einasta heimili í hreppnum, og því hægara til skjótra úrræða, þegar á hefir legið. Til þess veit sá, er þetta skrif- ar, að höfðingslund og góð- gerðasemi Gunnars hefir geng- ið það langt, að bágstaddur fjölskyldur hefir hann flutt inn í sitt eigið heimili, án þess má- ske að athuga hvað af gæti leitt fyrir hans eigið heimili. En því má ekki gleyma, þótt ég hafi aðeins nefnt nafn Gunn- ars hér að framan, að hann hefir alls eigi verið einn um að gera garð sinn frægan. Hann hefir eignazt tvær ágætis kon- ur, sem verið hafa honum vel samhentar og heimilinu í heild ómetanlegar. Fyrri kona Gunn- ars Var Sigríður Jónsdóttir Nikulássonar í Teigagerði og Sólveigar Jónsdóttur. Eignuðust þau 10 börn og eru 9 þeirra á lífi. Sigríður dó 1922. Seinni konan er Margrét Friðriksdóttir Eiríkssonar og Sigrúnar Jóns- dóttur. Þeim hefir orðið 9 barna auðið og eru 8 á lífi. Gunnar á nú 10 dætur og 7 syni á lífi. ¦— Að vera í senn mbðir og stjúpa fjölda barna og stjórna samtím- is stóru og margþættu heimili er eflaust ein hin allra vanda- samasta staða og sennilega færri konum hent §yo vel megi fara, en öllum, sem til þekkja, ber saman um, að Margrét hafi staðið í stöðunni með snilld. Gunnar er ungur maður enn, bæði í anda og að útliti. Hann er hinn viðfelldasti viðkynn- ingamaður, ör í lund og hreinn. Hann á samt meðfædda kald- hæðni og fyndni, og er honum eiginlegt að láta hvern hafa sitt milliliðalaust, hvort sem í hlut á hærri eða lægri og þótt und- an svíði. Ég geri ráð fyrir núna á þess- ari reykingaöld, áð unga fólk- inu finnist það ótrúlegt, eða þeim, sem reykja 20 sígarettur á dag, að sextugur öldungurinn hefir aldrei látið tóbak og vín inn fyrir sínar varir, og lifað samt hinu bezta lífi. í beztu meiningu vil ég leggja það til, að sérstaklega unga fólkið, sem (Framh, á 4. síðu) Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Það má nærri geta, hvernig Knúti, sem var manna kattþrifn- astur og snyrtilegastur og hafði ávallt með sér spegil og skæri á hinum mörgu ferðiim sínum um jökulbreiður Grænlands og ísauðnir norðurhafanna, hefir orðið við þessa uppgötvun. Enda leið honum þessi nótt aldrei úr minni. Frá Lapplandi fór hann á hreindýrasleða til Njarðvíkur, sem nú er orðinn kunnur bær í sögu Noregs. Þaðan hélt hann norð- ur til Tromseyjar og átti þar langa viðdvöl, þótt hann hefði að- eins gert ráð fyrir að koma þar rétt í land. Hann villtist sem sé i bænum. Brottfarartími gufubátsins, sem hann hafði verið á, nálgaðist óðum. Hann vatt sór því i vandræðum sínum að stúlku, sem hann sá á götunni og ætlaði að spyrja hana til veg- ar. En hún varð hrædd við hann og vék úr vegi fyrir honum. Hann gerði auðvitað aðra tilraun. Hún flúði, og Knútur elti hana. Hún skauzt inn á hliðargötu, og ætlaði þannig að losna við föru- naut sinn. En Knútur fylgdi henni fast eftir. Þá fór hún að hlaupa, en Knútur tók einnig til fótanna og náði henni brátt, þreif í öxlina á henni og sneri henni að sér. Yndisfagurt and- iit dauðskelkaðrar ungmeyjar blasti við honum. „Ó, sleppið þér mér, sleppið þér mér," hrópaði hún. Hann tjáði henni ,nú, að hann hefði hvorki morð né aðra stórglæpi í huga, heldur ætlaði hann aðeins að spyrja hana til vegar niður að höfninni. Honum hafði sézt yfir, að ókunnur maður í Lappakufli og gömlum og óhreinum buxum — hann hafði neyðst til þess að gerast kyndari á bátnum — er engin tálbeita fyrir ungar stúlk- ur í Tromsey, að minnsta kosti ekki tilsýndar. Hann gat samt talið um fyrir stúlkunni, og þegar það kom á daginn, að hún var á leið niður að höfninni, varð það að ráði, að þau skyldu verða samferða. Þau voru bæði ung og glöð og gamansöm. Allt í einu sagði Knútur: „Við förum ekkert niður að höfn. Þeir mega eiga töskUna mína, karlarnir á bátnum. Við skulum fara eitthvað og skemmta okkur." Þau fóru síðan inn í veitingahús eitt, þar sem skíðafólk hafði aðsetur á vetrum, og drukku te. Tókst brátt með þeim góður kunningsskapur. Slógust þau í fylgd með skíðafólkinu, og Knút- ur fékk lánuð skíði og tók þátt í stökkunum. Þegar hann brun- aði fram af brekkubrúninni, sá hann, að gufubáturinn var lagð- ur frá bryggju. Grámórauður reykurinn valt upp úr reyk- háfnum og liðaðist upp í tæran geiminn. En umhverfis hann dundu hlátrar og sköll ungá fólksins. í Tromsey kynntist Knútur meðal annara Hjálmari Johansen, hinum vaska förunaut Friðþjófs Nansen í leit hans að norður- heimsskautinu. Þegar hann kom heim úr skíðaför að kvöldi tíags, var það yndi hans að renna sér niður brekkuna fyrir of'an Tromseyjarbæ, þar sem brautin var hál sem gler eftir mjólkursleðana. Allir aðrir forðuðu sér út í lausamjöllina, þar sem auðveldara var að hafa stjórn á skíðunum og halda jafn- væginu, en Hjálmar Johansen lék sér að því að kveikja í píp- unni í miðri brekkunni og skýldi loganum með holuní lóf- anum. Sumband ísl. samvinnufélaua. SAMVINNUMENN! Þegar cldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega f hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Tónlistarfélaaið oy Leihfélag Reyhjavíhur Tvö íslenzk hljóðfæri (Framh. af 2. síðu) fiðlan, óg er þó ekkert trúlegra en svo hafi verið. En um miðja síðustu öld, og allt þangað til áhrifa frá söngkennslu Péturs Guðjohnsens fór að gæta úti um land, var kirkjusöngur á íslandi í hinum mesta óléstri, enda þótt þátttaka í honum væri almenn, og að því leyti kirkjugestum nútímans til fyrirmyndar. En segja mátti, að hver syngi með sínu nefi. Bezt þóttu þeir syngja, sem komið gátu með allskonar rykki og trillur í tíma og ótíma, en einkum þótti slíkt ómissandi í enda lags. Samt var söngurinn mjög misjafn hjá hinum ein-' stöku söfnuðum. Ýmsir prestar' vildu bæta sönginn, en gátu það ekki vegna þess, að við ekkert ákveðið var að styðjast, þar sem helztu söngmennirnir í hverj- um söfnuði vildu halda sínu eig- in lagi. Ýmsir vildu kenna þetta lang- spilinu, og sögðu, að meðferð hljóðfæris, sem enginn kynni á í raun og veru, eða sem væri rangt stillt, leiddi til þess, að lögin breyttust, smekkur fólks- ins versnaði og þess vegna væri komið sem komið væri, að söng- ur j-eyndist viðast hvar í mesta ólestri. Pétur Guðjohnsen organisti var einn af þeim, sem höfðu horn í síðu langspilsins. Var honum þó tileinkuð eina kennslubókin til að læra á það. Hann sagði í formála fyrir nótnabók sinni, sem út kom 1861, að einmitt langspilið eigi mikinn þátt í því, hve sálma- lögin hafi afbakazt. Kvaðst hann aldrei geta varað nem- endur nógsamlega við því „söngtóli". Þannig fór að lokum, að lang- spilið varð úrelt, og mun það hafa verið orðinn sjaldséður gripur á seinustu áratugum 19. aldar, enda telur Bjarni Þor- steinsson þau „löngu gengin úr móð" um seinustu aldamót, en séu til í söfnum. * Hvað lögun snertir, vóru til tvær gerðir langspils. Var önnur „Pétur <*auturé* Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýning annað kvöid kl. 8. Aðgöhgumiðar seldir kl. 4—7 í dag. Þjóðleg bók: Æf is aga Bjarna Pálssonar fyrsta landlæknis á íslandi, rituð af Sveini Pálssyni, lækni. Sigurður Guðmundsson, skólameistari á Akureyri ritar ítar- legan formála. Allir þessir þrír menn, eru þjóðkunnir fræði- og merkismenn, enda er öll bókin hin vandaðasta og fróðlegasta. . Bjarni Pálsson hefir með réttu verið kallaður annar höfuð- faðir íslenzkrar náttúrufræði, faðir íslenzkrar læknisstéttar og íslenzkrar heilbrigðisbaráttu. Bók þessi var fyrst gefin út árið 1800, og eigi aftur fyr en nú. Hefir þessi ævisaga eins af merkustu sonum þjóðarinnar verið ófáanleg í nær heila öld. Nú gefst mönnum kostur á að eignast hana í vandaðri útgáfu. Þrjár myndir eru í bókinni, af Sveini Pálssyni Nesi við Seltjörn, heimili Bjarna, og titilblaði frum- útgáfunnar. Sigurður L. Pálsson, menntaskólakennari, samdi skýringar og sá um útgáfuna. Eignist og lesið þessa hetjusögu! — Fæst hjá öllum bóksölum. Aðalútsala hjá Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Reykja- vík, sími 4179 og' Bókaverzluninni Eddu á Akureyri, sími 334, Árni Bjarnarson, Akureyri. þeirra mjög svipuð" íslenzku fiðlunni, en hin var með tölu- verðu hálfhringsmynduðu út- skoti út úr annarri hliðinni í breiðari endann, og var sú gerð talin fínni og betri. Að jafnaði munu strengir langspilsins hafa verið þrír. En til voru þó lang- spil með aðeins einum streng, eða tveimur, og enn önnur með fjórum eða fimm. Og á ferð sinni um. ísland kvaðst Uno v. Troil hafa séð langspil með sex messings-strengjum. Ekki höfðu langspilin „stól" eins og fiðlán. En vitanlega var hægt að stríkka á strengjunum og stemma þá á sama hátt og á fiðlunni. Á langspilinu voru þverstrik, sem gáfu til kynna, hvar heil- nótur og hálfnótur voru á hverj- um streng. Má nærri geta, hvort strik þessi hafi alltaf verið sem nákvæmast sett. Enda hefir ár- angurinn verið eftir því, Að stærðinni til var langspilið mjög svipað norska hljóðfærinu „Langeleik". En strengir þess voru 8, og bygging þess og still- ing öllu nákvæmari heldur en á langspilinu. Sömuleiðis var leikaðferðin önnur. Einhver elzta lýsing, sem til mun vera á gerð langspilsins, er í ferðabók Mackenzies, sem ferð- aðist hér á landi sumarið 1830. Fékk hann eitt að gjöf frá Þór- unni, dóttur Magnúsar Stephen- sens á Innrahólmi. Birti Mack- enzie mynd af því í ferðabók sinni. Af þessu má sjá, að á tímabili hefir langspilið þótt sæmilegt hljóðfæri á heimilum „fínna" fólks. * Nú munu þeir vera fáir, sem muna eftir langspilinu, eða öllu heldur, sem muna eftir því, að leikið væri á það á kvöldvök- unni, eða við hátíðleg tækifæri. Og sama máli gegnir með fiðl- una. Bæði þessi innlendu hljóðfæri dóu út með förumönnunum, enda virðist eitthvað hafa verið skylt með hinum ófullkomnu heimatilbúnu hljóðfærum og ó- gæfusömum flökkulýðnum. ^túlkur vaníar á Kleppsspítalann. — Upplýs- ingar í síma 2319. Tilboð óskast í vörubirgðir úr þrotabúi Guðmundar H. Þórð- arsonar (Verzlunin „Astor") fyrir 20. þ. m, Skrá yfir vörurnar, sem eru aðallega vefnaðarvörur, er til sýnis í skrifstofu borgarfógeta í Arnarhvoli. Borgarfógetinn i Reykjavík, 10. maí 1944. Kristján Kristjánsson settur. .. og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góð. með ánœgju, kæra frö- 'ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.