Tíminn - 20.05.1944, Side 3
52. lilað
TÍMINN, lawgardaginn 20. mai 1944
207
FIMMTUGIB
Kjartan í HafnarSirðí
Knúts saga Rasmussens
FRAMHALD
Frá Tromsey hélt Knútur suður á bóginn, en átti nokkra
Fimmtugur er í dag Kjartan í
Hafnarfirði. Svo er Kjartan
venjulega nefndur; þótt hann
sé Ólafsson, þá þarf það ekki að
fylgja.
Kjartan Ólafsson
Það er svo með einstaka.
menn, þótt þeir búi í allfjöl-
mennum þorpum og eigi þar
máske ýmsa nafna, aö þeir eru
aðeins nefndir í þorpinu: Karl
í Húsavík, Björn á Kópaskeri,
Þorsteinn á Reyðarfirði. En í
fjölmennari bæjum mun það
nær einsdæmi að segja, eins og
sagt er almennt: Kjartan í
Hafnarfirði. Til þessa liggja ugg-
lajist ýmsar ástæður. En mun sú
sámt ekki stærst, að Kjartan
hafi verið nokkurs konar „faðir“
flestra umbóta, Sem gerðar hafa
verið í Hafnarfirði þann aldar-
fjórðung, sem hann hefir dvalið
þar?
Fiskveiðar og saltfiskverkun
var aðalatvinna Hafnfirðinga.
Bærinn byggðist mest upp af
fátæku fólki, er stundaði dag-
launavinnu. Þegar saltfiskmark-
aðurinn brást, leit mjög erfið-
lega út um afkomu fólks í Hafn-
arfirði. En þá tók bæjarfélagið
rögg í sig að sinna útgerðar-
málunum og hefir síðan sýnt
meiri röggsemi og betri árangur
í þeim heldur en dæmi eru til
hjá nokkru bæjarfélagi. Nú mun
Hafnarfjöröur bezt stæða bæj-
arfélagið á landinu, Það hefir
m. a. reist veglegastan gagn-
fræðaskóla, sem til er ennþá i
íslenzkum kaupstað.
Þótt í Hafnarfirði hafi notið
við ýmsra ágætra manna fleiri
en Kjartans Ólafssonar, þá hefir
hann þó ætíð verið í fremstu
röð ráðamanna bæjarins.
Fyrir nokkrum árum lentum
við Kjartan saman í lítilsháttar
samstarfi; Við vorum nokkrum
sinnum á öndverðum skoðunum
og deildum allfast. Hefi ég ekki
átt í höggi við andstæðinga, sem
fastara og snjallara hafa haldið
á málstað sínum heldur en
Kjartan. Síðan þá hefi ég betur
skilið það, að hann er aðeins
nefndur venjulega Kjartan í
Hafnarfirði.
Kjartan er bókelskur maður,
fróður og víðsýnn. Hann er
gamall ágætur ungmennafélagi,
sem ekki hefir týnt æskueldi og
hugsjónum ungmennafélagans
frá fyrri árum ungmennafélag-
anna. Hann er brautryðjandi
mannréttinda og margskonar
framfara í dvalarbæ sínum,
Hafnarfirði. Hann er málsvari
lítilmagnans og hefir ekki
gleymt því, þegar hann sjálfur
var fátækur verkamaður, þó að
nú hafi hann orðið rúm kjör.
Verkalýðinn í kaupstöðunum
vantar tilfinnanlega fleiri for-
ingja á borð við Kjartan.
Kjartan í Hafnarfirði er einn
þeirra manna, sem fyrirfram
má vita, að ætíð eru með því,
er veit til eflingar menningu og
umbótum, ekki aðeins í Hafnar-
firði, heldur líka á öllu land-
inu. Og það, að hann er í þeirra
hóp, er máske af því fyrst og
fremst, að Kjartan í Hafnar-
firði er mann- og ættjarðarvinur
í þess orðs beztu merkingu.
16. maí 1944.
V. G.
Grafíð eftir vatni
í Herjólfsdal
Að undanförnu hafa Vest-
mannaeyingar verið að grafa
eftir vatni í Herjólfsdal. Hefir
þetta borið þann árangur, að
nýlega fundust vatnsæðar, er
komu undan hlaupgrjóti suð-
austan við tjörnina .í dalnum,
rösklega einn metra í jörðu
niðri. Vottaði þarna fýrir rúst-
um brunnhúss og brunns.
Vatnsmagnið hefir ekki verið
rannsakað né mælt, enn sem
komið er, en álitið er að það sé
allmikið.
Talið er, að undir vatnsæðum
þessum sé þétt móbergslag, sem
varnaði því, að vatnið hripi
niður.
Þessi vatnsfundur hefir vakið
mikla athygli í Eyjunum, því að
vatnsskortur er þar oft tilfinn-
anlegur. Gera menn sér jafnvel
vonir um, að víðar kunni slíkar
vatnsæðar að finnast, ef vel er
leitáð, og væri þá hugsanlegt, aö
unnt væri að safna saman nægu
jarðvatni til neyzlu fyrir bæjar-
búa. Væri það hin mesta fram-
för.
viðdvöl í Lófóten.
Knúti varð alls- staðar til vina, í Lófóten ekki síður eri* ann-
ars staðar. Kaupmaður nokkur, stórauðugur, Sverdrup að nafni,
tók hann á sína arma. Var hann gestur hans um skeið og átti
kost á að kynnast fiskimannalífinu i Lófóten. Hafði Knútur
jafnan í huga að skrifa bók um Lófóten og dvöl sína þar.
Aðalsöguhetjurnar áttu að vera ung og falleg dóttir Sverdrups
kaupmanns og fátækur fiðlari, er hafði seitt hjarta henriar. Þessi
fiðlari hét Schnedler-Petersen og varð síðar forstjóri í Tívóli i
Kaupmannahöfn. Kona haris þótti óvenjulega glæsileg, og það
er óþarfi að taka það fram, aö hún er engin önnur en kaup-
mannsdóttirin frá Lófóten.
Knútur tók að skrifa blaðagreinar, er hann kom heim til
Kaupmannahafnar úr þessari langferð. En ekki gaf það mikið í
aðra hönd. Hann settist að í litlu kvistherbergi, því að rík-
mannlegri húsakynni samsvöruöu ekki efnahag hans, og lifði á
snöpum. Gékk það kraftaverki næst, hvernig hann gat dregið
íram lífið. Stundum var dagverðurinn ekki annað en fáeinar
hreðkur og vatn.
Þrátt fyrir allt þetta harörétti skrifaði hann blaðagreinar af
miklum móði. En sá hængur var á, að þær hættu að ganga
út. Enginn vildi birta þær, þaðan af síður kaupa.
Þá sneri hann sér að því að skrifa bók, er hann nefndi „Lapp-
Iand“. Hún fjallaöi um Lappabyggðirnar í Norður-Svíþjóð og
Noregi, fólkið þar og kynni hans af því. Svo var mikið kapp
hans, að hann sat stundum við skriftirnar bæði nótt og dag.
í þá daga hampaði víðlesið heilbrigðisrit í Kaupmannahöfn
mjög ýirisum vígorðum. Eitt þeirra hljóðaði svo: „Svefn er mjólk".
Þessu datt Knúti sizt í hug að bera á móti, því að svo oft hafði
hann orðið að láta svefninn sefa sultinn í bili. En nú hug-
kvæmdist honum, hvort þessu orðtaki mætti ekki snúa við og
segj^,: „Mjólk er svefn.“ Hann keypti einn pott af undanrennu
á kvöldin, vakti síðan næturlangt og sötraði eitt og eitt glas
við kaflaskilin.
Hann lauk bókinni á skömmum tíma og sendi Gyldendals-
bókaforlagi handritið. Hann var mjög rogginn og vongóður. En
það sljákkaði í honum, er honum barst svarið frá forlaginu.
Það tjáði höfundinum nefnilega, að það vildi ráðast í að gefa
bókina út, ef hann greiddi því svo sem 300 krónur upp í útgáfu-
kostnaðinn. Hann átti með öðrum orðum að gefa með handritinu.
Gyldendal er ekki einn um þá skyssu„að þekkja ekki afburða-
manninn við fyrstu kynni.
Knútur sneri sér nú til föður síns og bað hann að lána sér 300
krónur, svo að bókin kæmist út.
En þá setti faðir hans hnefann í borðið.
„Nei, það geri ég ekki. Þessi bók er allt of góð til þess, að þú
íarir að gefa með henni. Bíddu bara rólegur þangað til þinn tími
kemur, og þú munt sanna, að hún verður eftirsótt.
Og sá tími kom. Þegar bók hans, „Nýtt fólk“, hafði unnið hon-
um frægð sem rithöfundi, minntust forstjórar Gyldendalsbókaí
íorlags fyrstu bókar Knúts og báðu um hana til útgáfu. Há rit-
laun voru greidd. En þá var Knútur Rasmussen líka orðinn víð-
kunnur maður.
Árið 1902 bjó Mylíus-Erichsen, rithöfundur og blaöamaður við
„Politiken“, ferð sína til Vestur-Grænlands. Einn þeirra, sem
voru í fylgd með honum, var Knútur Rassussen, þá tuttugu og
þriggja ára gamall og yngstur allra leiðangursmanna. Það varð
þó hann, sem frpmur öðrum setti sinn svip á leiðangurinn.
Mylíus-Erichsen, foringi leiðangursins, var maður gæddur ó-
venjulegri atorku og mjög skyggn á allt það, sem krafðist úr-
bóta. En skipulagningarmaður var hann enginn.
Hann hafði aldrei komiö til Grænlands, en hann var farar-
stjóri stúdenta í íslandsförinni og hafði þá kynnzt Knúti. Vin-
áttasú, sem tókst með þeim, leiddi huga hans að Grænlandi og
vakti hjá honum löngun til þess að svipta blæjunni af leyndar-
dómum þess, og veita danskri alþýðu innsýn í grænlenzka háttu.
Sambund ísl. sutnvinnuféí«</«.
SAMVINNUMENN!
Þegar eldsvoða ber . að höndum, brenna ná-
lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks-
munir.
Frestið ekki að vátryggja innbú yðar.
II ilibygfgingar
í ReykJaTík
Þeir, sem hafa í hyggju að reisa hús innan lög-
sagnarumdæmis Reykjavíkur, eru hérmeð varaðir við
að festa kaup á tilbúnum húsum í sliku augnamiði, án
þess að hafa tryggt sér samþykki Byggingarnefridar
Reykjavíkur, enda þótt að húsin kunni að fullnægja
lágmarkskröfum sem gerðar eru til húsa í úthverfum
erlendra borga.
By^ingarfnlltriiiim.
Reikningur
H.f. Eimskipafélags íshnds
iyrir árið 1943 liggur irammi í skriistoiu
vorri irá deginum á morgun (iöstudag)
til sýnis fyrír hluthafa.
Reykjavík, 18. maí, 1944
S t j ó r n i n.
Raftækjavinnustofan Selfossí
framkvæmir allskonai* rafvirkjastörf.
seinna var látinn þar til geðs
þeim, sem bitið höfðu sig i
að vera á móti „Opröreflaget",
eins og þeir kölluðu bláhvíta
fánann. Baráttan fyrir því, að
íslendingar fengju sinn eigin
fána, var hafin og barátt-
an var sérstaklega terigd við
bláhvíta fánann, þótt vinir hans
létu undan að lokum, að taka
rauða litinn inn, þegar barátt-
■an var komin á það stig, að aft-
urhaldið var orðið of veikt til
þess að geta staðið á móti, að
íslendingar eignuðust sérfána.
En það var auðvitað aðalatriðið
í málinu.
Það hefir heyrzt að það eigi
að snúa kvæðiriu um bláhvíta
fánann, „Rís þú unga íslands
merki“, upp á þrílita fánann að
Lögbergi 17. júní í vor.
Einn bláhvítur fáni hafði ver-
ið settur 1. ágúst á Almanna-
gjárbarminn, þar sem vegurinri
liggur niður í gjána. En hann
var skorinn niður af hálfdönsk-
um íslendingi um það leyti og
konungsfylgdina bar þar að. Þá
var sagt, að nokkrir ungir menn
hefðu einhvers staðar sungiö
brot úr íslendingabrag Jóns Ól-
afssonar og byrjað hægt: „En
þeir fólar, sem frelsi vort
svíkja“, en enduðu með því að
herða heldur á:
„Frjáls því að íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan íslending“.
Ungmennafélagarnir höfðu
samþykkt að láta sinn stóra,
fagra, bláhvíta fána blakta við
hún hjá sér, hvað sem það kost-
aði. Einn íslenzkú alþingis-
mannanna kom brátt til þeirra
og kvaðst vera sendiboði þing-
mannanna með þau tilmæli, að
þeir drægju fánann niður, eða
ef þess væri ekki kostur, þá a. m.
k. að veifa aðeins litlum fána,
sem vekti minni athygli. En
ungmennafélagarnir neituðu al-
gerlega.
Rétt á eftir sótti U. M. F. ís-
lands um 3000 króna styrk til
Alþingis. Fékk það þá þau svör
við þeirri beiðni, að til þess
að hlustað væri á slíkt, þyrftu
félögin fyrst að breyta um
stefnu í fánamálinu. Sem dæmi
um það, hvað andúðin var mik-
il á móti bláhvíta fánanum, er
það, að kaupmenn í Reykjavík
skrifuðu um þetta leyti almennt
undir ályktun, að þeir ætluðu
ekki að veifa bláhvíta fánan-
um, heldur „hinu löggilta flaggi
ríkisins, Dannebrog". Og um
haustið í nóvember, á aldaraf-
mæli Jónasar Hallgrímssonar,
var gengið um alla Reykjavík
nóttina fyrir afmælisdaginn
og skornar fánalínur úr öllum
stöngum, þar sem líklegt var
talið, að bláhvíti fáninn yrði
dreginn að hún.
En ungmennafélagar, stúd-
entar og ýmsir aðrir góðir ís-
lendingar, báru fánann gunn-
reifir fram til sigurs, og þótt
bætt væri rauða litnum inn í
hann seinna, til leiðinda fyrir
flesta, sem tóku þátt í fánabar-
áttunni móti afturhaldi þeirra
tíma, þá varð þó baráttan til
þess, að íslendingar fengu sinn
eigin fána nokkrum árum
seinna. Og munu þrír bláhvítu
fánarnir, sem blöktu á Þingvöll-
um 2. ágúst 1907, hafa átt sinn
góða þátt í fánasigrinum, —
þótt hann yrði ekki fullur sigur.
Ungmennafélögin ættu að taka
upp bláhvíta fánann sem sinn
sérfána? Bláhvíti fáninn er allra
fána fegurstur og á sér glæsi-
lega sögu. Einn merkur kafli
þeirrar sögu gerðist á Þingvöll-
um 2. ágúst 1907.
Hátíðahöld'in byrjuðu að
morgninum með því, að söng-
flokkur söng við Öxarárfossinn
nokkur lög í viðurvist konungs,
fylgdarliðs han s og mikils
mannfjölda.
Þaðan var gengið til Lögréttu
og skýrði þar dr. Björn Ólsen
þingheimi frá mörgu viðvíkj-
andi sögu Þingvalla. En klukkan
11 var matarhlé. Klukkan eitt
hélt þingheimur til Lögbergs.
Var þar sungið nýort kvæði eft-
ir Matthías Jochumsson, en
Hannes Hafstein, sem þá var
ráðherra, hélt snjalla ræðu.
Konungur hélt þar einriig ræðu.
sr. Ólafur Ólafsson og varafor-
seti danska Landsþingsins. Einn-
ig var þarna sungið íslands
minni eftir Steingrím Thor-
steinsson.
Klukkan 3 hófst glíma á dans-
pallinum og var þá að batna
veðrið og stytti alveg upp um
kvöldið og gerði sérstaklega gott
veður, er hélzt um nóttina og
daginn eftir.
Átta glímumenn tóku þátt í
glímunni. Voru það þeir Árni
Helgason, Guðbrandur Magnús-
son, Guðmundur Sigurjónsson,
Guðmundur Stefánsson, Hall-
grímur Benediktsson, Jóhannes
Jósefsson, Sigurjón Pétursson og
Snorri Einarsson. Glímdu þeir
fyrst 7 glímur, sína við hvern
hinna. Guðmundur Stefánsson
og Hallgrímur unnu sex og Sig-
urjón og Jóhannes fimm. Þá
glímdu þeir Guðmundur og Hall-
grímur saman og vann Hall-
grímur og Jóhannes og Sigurjón
saman og- vann Jóhannes.
Glíman var sérstaklega fjör-
ug, skemmtileg og „spennandi“,
svo það munu margir mæla, að
þetta hafi verið sú skemmtileg-
asta glíma, sem þeir hafi séð
um ævina. Það fór mjög vel um
áhorfendur, þeir sátu í brekk-
unni ofan við glímupallinn og
nutu prýðilega þess, sem' fram
fór. Sumir glímumannanna
glímdu af reglulegri snilld og þó
jafnvel einkum ýmsir þeirra,
sem engin verðlaun hlutu, t. d.
Snorri (bróðir Matthíasar lækn-
is), sem fékk óskipta aðdáun
áhorfenda og einnig fannst
mönnum mikið til um mýkt og
lipurð Guðbrandarr-Voru þessir
báðir heldur lágir vexti og
grannir, en svo tágliprir og fim-
ir, að hinir þeir sterkari áttu
fullt í fangi með að leggja þá
að velli, þótt það tækist að
lokum. En allra mest at-
hygli beindist þó að Jóhannesi
Jósefssyni. Bæði flaug fyrir heit-
strenging hans af Akureyri, um
að hann skyldi leggja alla, á
Þingvöllum, og einnig var hann,
þótt aðeins væri rúmlega tví-
tugur, búinn að geta sér góðan
hróður erlendis fyrir fangbrögð,
þótt að meira yrði síðar. Jóhann-
es var mjög vasklegur og drengi-
legur ungur maður, er vakti
athygli. En Guðmundur Stefáns-
son (bróðir Eggerts Stefánsson-
ar og Sigvalda Kaldalóns, fór til
Ameríku), Hallgrímur og Sigur-
jón voru engir liðléttingar að
fást við og höfðu þaulæft sig
fyrir þessa hólmgöngu á þjóð-
hátíðinni á Þingvöllum. Voru
allir þessir afburðaglímumenn,
eins og oft kom í Ijós seinna.
Glímumennirnir voru í smekk-
legum og hentugum búningum
og komu mjög myndarlega og
prúðmannlega fram, 'enda unnu
þeir sér almannahylli.
Klukkan 6 gekk konungur til
snæðings í veizlusalnum, ásamt
fylgdarliði sínu, þingmönnum,
nokkrum Reykvíkingum og
embættismönnum, sem komið
höfðu á Þingvöll. Um kvöldið
var stiginn dans á danspallin-
um og klukkan 10 var skemmt
með flugeldum.
Þegar kom fram á kvöldið,
fóru mjög margir af stað heim-
leiðis, þar á meðal var dreng-
urinn úr Flókadalnum. En nú
var hann ekki einn. Nú þeystu
stórir flokkar á gæðingum sín-
um í allar áttir. Allir voru á
hestum, því að enginn var bíll-
inn þá til á íslandi. Séð hafði
verið fyrir hestvagni handa kon-
ungi frá Reykjavík til Þingvalla,
en hann kaus heldur að ríða
íslenzkum gæðingi alla leið. En
ekill hans, Guðmundur Há-
varðsson, fékk að setja einsam-
all í vagninum!
Vestur í Sæluhúsahæðir var
fjöldi manna samferða. En þá
skildu leiðir. Flestir fóru vestur
Uxahryggi, en aðrir norður
Kaldadal. En ég hélt hélt niður
Látið ekki tómlæt-
ið aftra ykkur frá að
greiða atkvæði í lýð-
veldiskosniogunum.
heiðar í Flókadal. Þetta var
önnur nóttin, sem ég vakti al-
gerlega, og man ég ekki eftir að
hafa orðið jafn syfjaður oft á
ævinni eins og niður heiðarnar
þá í brennandi sólarhita að
morgni 3. ágúst. Vaknaði ég oft
við það að ég var að detta af
hestbaki! En heim að Eyri
komst ég heilu og höldnu, en
ekki mun ég hafa farið út á
engjar fyrri en fór að líða nokk-
uð mikið á daginn.
Alltaf síðan, þegar ég renni
huganum til Þingvalla 2. ágúst
1907, minnist ég meðal annars
þess, að þar blöktu hundruð
danskra fána og settu svip er-
lendrar þjóðar á „hjartastað
vorrar öldruðu móður“. En mitt
á meðal allra þessara erlendu
merkja blöktu þrír íslenzkir fán-
ar, fagrir, bláhvítir fánar, eins
og lítil en fögur lautarblóm, sem
eru að vaxa meðal stærri og
framandi gróðurs — mót nýj-
um og björtum degi.
Þessir þrír fögru fánar voru
sem árroði nýs dags í þjóðlífinu
— merki vaxandi, framsækinna
og djarfhuga æskumanna, sem
vildu íslandi allt.
V. G.