Tíminn - 20.05.1944, Side 4

Tíminn - 20.05.1944, Side 4
208 TÍMIM, laugardaginn 20. mai 1944 52. Wað ÚR BÆIVIIM Hátíðahöld. 17. maí er þjóðhátíðardagur Norð- manna, hvar sem þelr búa á hnettin- um. Er sá dagur haldinn hátíðlegur í tileíni af því, að Norðmenn losnuðu frá Dönum árlð 1814. Hér í bænum voru allmikil hátíðahöld í fyrradag, að tilhiutan Norðmanna, er hér dvelja, og Noregsvina. Póru þau hið virðuleg- asta fram. Fánar blöktu við hún og létu íslendingar á ýmsan hátt sam- hug sinn 1 ljós með Norðmönnum. Er áreiðanlegt, að vinaþjóðln norska á mikil og sterk ítök i hugum íslend- inga almennt. Hellisgerði. Stjórn Hellisgerðis í Hafnarfirði hef- ir sent út ávarp til velunnara Gerðis- lns, þar sem hún hvetur þá tll stuðn- ins því. Á að stækka Gerðið í sumar og auka ræktun þess, en selja ekki aðgang á þessu sumri. Hðin eru nú 20 ár síðan fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar i Hellisgerði. Er það nú orðið til hinnar mestu prýði og yndis- auka i Hafnarflrði og góður vitnis- burður um, hvað mannshöndín getur hjálpað náttúrunni til við að gera fag- urt og vistlegt þar, sem áður var auðn og hrjóstur. Kaffibætir. Viðskiptaráð hefir ákveðið að hverj- um manni skuli verða afhennt auka kaffibætisskammtur frá og með 22. þ. m. Kaffibæti fá menn gegn afhend- ingu stofnauka nr. 3, af núgildandi matvælaseðli. — Skammtur handa hverjum skal vera eitt stykki. Lokun sölubuð'a. í dag og áfram í sumar verður sölu- búðum í Reykiavik lokað á laugardög- um kl. 12 á hádegi, en á föstudögum kl. 7 e. h. Rakarastofurnar eiga að vera opnar til kl. 8 á föstudögum og til kl. 2 e. h. á laugardögum. Vegna þess, hve margir þurfa að „halda sér til“ fyrir helsar, þá eru rakarstofurnar þetta lengur opnar heldur en sölubúðirnar! Hjónaband. Á uppstigningardag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Jakobi Jónssyni þau ungfrú Þorbjörg Björnsdóttir, Bollakoti, Fljótshlíð og Ragnar Jóns- son, óðalsbóndi sama staðar. Þjóðleikhúsið. Um 30 menn vinna nú að lagfæringu á Þjóðleikhúsinu. Er um það bil lokið að múrslétta anddyrið og verið að slétta ýms smærri herbergi. En ekkert er enn farið að eiga við aðal salina. Málshöfðun. Kommúnistar hafa oft gert að deilu- efni sölu á ýmsum eignum, svo sem Iðnó og Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, sem áttu sér stað á valdatíð Alþýðu- flokksins. Nú heflr fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavík ákveðið að höfða mál til þess að reyna að rlfta þessari sölu og kvað sækjandinn vera Ragnar Ólafsson. Alþýðuflokksmenn hafa verlð hvetjandi nú upp á síðkastið að fá úr þessu skorið, til þess að fá bundlð enda á hinn þráláta róg, sem út af þessum málum hefir verið spunn- inn. Slysavarnafélagið. Merkjasala Slysavarnafélagsins á lokadaginn nam rúmlega 17 þús. kr. Var það nokkru minna en í fyrra. Ný- lega réði stjórn Slysavarnafélagsins Henry Hálfdánarson, loftskeytamann, sem fastan starfsmann hjá félaginu í Reykjavík. En fyrir voru Jón Berg- sveinsson og Jón Oddgeir Jónsson. Síðan Laxfoss strandaði i vetur, er mönnum ljósari þörfin fyrir auknar slysavarni^ í Reykjavík, enda er tals- verð hreyfing uppi um að auka þær og bæta. Væri vel, að menn sýndu því nauðsynjamáli vakandi samhug. Páll Stefánsson. Páll Stefánsson frá Þverá átti 75 ára afmæli í fyrradag . Páll eráýmsan hátt merkur maður, þótt stundvun minni hann meira í ræðu og riti á herkonunga fyrri alda heldur en nú- tíðar verzlunarmann. Páll ann landbúnaði og hefir sýnt það myndarlega í verki og einkum er hann hneigður fyrir og fróður um fjármennsku og fjárrækt. Páll er óvenjulegur maður og allir óvenju- legir menn fá öðru hverju ómylda dóma og það líka þó að þeir séu búmenn, drengir góðir og tryggir vinir vina sinna eins og Páll frá Þverá. V. Norsk sýning. Norsk myndasýining htefir staðið yfir í Listsýningarskálanum undan- farið. Hefir þar verið sýndur fjöldi mynda úr friði og stríði Norðmanna. Sýningin verðm- lokuð næstu daga en mun verða eitthvað opin n. k. miðvikudag. ' Grelnargerð frá ríkisstjórnimxi (Framh. af 1. síðu) samningum og krefjast dómsúr- skurðar um verkfallið. Alþýðu- sambandið fyrirskipaði samúð- arverkfall í nokkrum ríkis- stofnunum, frá morgni 15. maí, sem það, er til kom, treystist þó ekki til að láta koma til fram- kvæmda. v Félagsdómur hefir i dag dæmt verkfallið ólöglegt. Um þaö leyti, er málflutningi var lokið fyrir Félagsdómi, hóf- ust samtöl að nýju fyrir at- beina sáttasemjara ríkisins. Sættir tókust í gærmorgun um framangreind atriði, á eftirfar- andi grundvelli: 1. Aiþýðusambandið féll al- gerlega frá kröfunni um for- gangsrétt félagsbundinna verkamanna innan Alþýðusam- bandsins. 2. Á nokkrum stærstu fjall- vegunum yfir sumarmánuðina ráða vinnuhóparnír því sjálfir með einföldum meirihluta, hvort þeir vinna 10 stundir á dag í'6 daga eða nærri 10 stund- ir í 5 daga á viku með dag- vinnukaupi, eða 8 stndir í 6 daga. Á öðrum stöðum, sem verkamenn vinna fjarri heimil- um sínum, ráða vinnuhóparnir því, hvort unnið sé í nærri 10 stundir daglega með dagvinnu- kaupi alla daga vikunnar, nema laugardaga, eða 8 stundir á dag í 6 daga. 3. Sama meginregla um kaup og kaupsvæði sem gildandi var í fyrra, gildi einnig á þessu ári, þannig að greitt er gildandi kaup verklýðsfélaga á félags- svæðunum en utan þeirra sama kaup og á því félagssvæði sem næst er, en þó með vissum tak- mörkunum. Ríkisstjórnin bauð að samræma vegavinnukaupið, sem er mjög misjafnt, lægst er 1,65 í grunnkaup og hæst kr. 2,45 með því að hækka talsvert kaup á nokkrum svæðum gegn því að lækkun til samræming- ar kæmi fram annars staðar. Alþýðusambandið tók þá af- stöðu að hafna þessu boði. Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda var haldinn í gær. Saltfiskverkun var minni á árinu 1943 heldur en hún hefir nokkurntíma verið áður frá þvi hún hófst að verulegu leyti. Og það lítið sem saltað var, var flutt' út sem blautfiskur. Stjórnin bar fram heimild til þess að selja niðursuðuverk- smiðjuna, ef hagstætt þætti, en það var fellt. Samþykkt var að halda fé- lagsskapnum áfram með aðeins þrem starfsmönnum, þar með taíinn Ólafur Briem og Guð- mundur Þórðarson frá Hóli, sem er skrifstofustjóri og gjaldkeri sambandsins. Vegna góðra sam- banda erlendis og félagskerfis- ins alls, þótti ekki fært að leggja sambandið niður, þótt lítið sé nú að starfa, því búast má við að saltfiskverkun hefjist á ný að lokinni styrjöldinni. Stjórnin var endurkosin. Bræðslusíldarverðíð í sumar er ákveðíð Bræðslusíldarverð hefir verið ákveðið það sama og í fyrra, 18 kr. málið. Þeir, sem leggja síldina inn til vinnslu fá kr. 15,30 greiddar fyrirfram. Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði, Húsavík og Raufar- höfn hefir verið ákveðið að starfrækja í sumar. Bændur! Höfum kaupendur að jörðum á Suðurlandi sem næst Reykja- vík. Sölumiðstöðin Klapparstíg 16. — Sími 5630. Pósthólf 774. TJARNARBÍÓ Vidsjárverðar konur (Dangerous Blondes) ALLYN JOSLYN, EVELYN KEYES, EDMUND LOWE JOHN HUBBARD. Sýnd kl. 7 og 9. Aðgöngumiðasalan hefts kl. 11 JACARÉ meinvættur frumskóganna Sýn kl. 3 og 5. -GAMLA BÍÓ« Kötturinn (Cat People). SIMONE SINON, KEET SMITH, TOM CONWAY. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Nýliðarnir með GÖG Og GOKKE. Sýnd kl. 5. NÝJA EÍÓ- Ilcillastjörirar (Thank Your Lucky Stars) Eddie Cantor, Joan Leslie, Bette Davis, Errol Flynn, Sýnd kl, 61/á og 9. I leyniiylgsnum stórborgarinnar (Eyes of the Underworld) WENDY BARRIE. RICHARD DIX, Börn innan 16 ára fá elcki aðgang. Amerísk fiarlmannafot vönduð, dökkblá, brún, dökkgrá, — einhrieppt, tví- hneppt. Mikið úrvai. Allar stærðir (nr. 35 til 46). Verð kr. 485.00. — Einnig samkvæmisföt. ttltima Skólavörðustíg 19. -r- Sími 3321. Atkvæðagreiðsla í Reykjavíkiirkjördæmi um iiiöur- felliugu dansk-íslenzka sainbands- Iagasanraingsins og um stjórnarskrá lýðveltlisins íslands. fer fram í Mið- bæjarbarnaskólanum dagaua 20.—23. maí 1944, að báðum dögum meðtöld- uin. Hefst atkvæðagreiðslan kl. 10 að morgni hvers dags og byrjar laugar- daginn 20. maí. Undirkjörstjórnir mæti á kjörstað næstkomandi laugardag kl. 9 ár- degis. Yfirkjörstjórmn. Anglýsing Kaupum ekkí tómar ilöskur fyrst um sinn Áfengisverzlun ríkísíns. Tilkynning frá ríkísstjórninni Brezka flotastjórnin hefur tilkynnt íslenzku ríkisstjórn- inni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð, fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. júní 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkis- stjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórn- inni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice-konsúlnum. Atvlirau- og samgöngumálaráðuneytið, 17. maí 1944. Tónlistarfélafiið otj Leihfélag Steiihjavíhur „Pétur Gautup“ Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýnrag annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 1 dag. Innilegustu þakkir fœri ég öllum sveitungum mínum, sem heiðruðu mig með heimsóknum og höfðinglegum gjöf- um í tilefni af sextíu ára afmœli mínu, 13, þ. m. Enn- fremur þakka ég skeyti víðsvegar að. Hávarðarkoti í Þykkvabœ, 15. maí 1944 TYRFINGUR BJÖRNSSON. Mitt innilegasta þakklœti sendi ég öllum þeim, er sýndu mér á ýmsan hátt vinsemd og velvild á 70 ára af- mœli mínu, 5. mai síðastliðinn. JÓHANN MAGNÚSSON. Innilegustu þakkir til allra fjœr og nœr, félaga og stofnana, samstarfsmanna minna og vina, fyrir rausnar- legar gjafir, heillaóskir og hvers konar vinsemd á fímmt- ugsafmœli mínu. Hafnarfirði, 19. maí 1944 KJARTAN ÓLAFSSON. Bífreiðaeígendur Uandsnefnd — og Reykjavíkurnefnd Lýðveldiskosningaima, fara jiess vin- samlegast á leit við yður, að þér lánið hifreiðar yðar kjördagana til fyrir- greiðslu við ke^ningarnar. Ef þið viljið sinna þessu gerið svo vel að tilkynjjfta það kosningarskrif- stofunni í Hótel Heklu. IVorður dyr. — Sími 1453. * Séð verðfur fyrir auka benzín- skammti ve,gna þessara nota. í Hainaríirði á kjördögunum verða í Strandgötu 29 og Gunnarssundi 5 Símar: 9196, 9241 og 9228 Hafnfirðíng&r! Allir á kjörstað! Tílkynníng irá Síldarverksmiðjum ríkisins Ákveðið er að starfrækja Síldarverksmiðjur ríkis- ins á Siglufirði, Raufarhöfn og Húsavík í sumar. Þetta er þó bundið því skilyrði, að nægar rekstrar- vörur fáist. Greitt verður fast verð kr. 18,00 pr. mál fyrir síldina, en þeir, sem óska þess heldur, geta lagt síldina inn til vinnslu, og fá þá greiddar kr. 15,30 pr. mál við afhendingu síldarinnar og»endan- legt uppgjör síðar. Þeir, sem ætla að leggja upp afla sinn hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins í sumar, þurfa að senda um- sóknir sínar um það til skrifstofu vorrar á Siglu- firði, eigi síðar en 31. þ. m. 17. maí 1944. Síidarvorksmiðjur ríkislns.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.