Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 2
214 TtMlM, fimmtndagiim 25. mal 1944 54. blað 'gtininn Fimmtudugur 25. muí Hljómur, sem þar! að kæía Þjóðaratkvæðagreiðslan um afnám sambandslaganna og lýð- veldisstjórnarskrána verður jafnan talinn einn glæsilegasti atburður íslandssögunnar. Hin mikla þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni sýnir bezt, hve ríkan þátt þessi mál eiga í hugum þjóðar- innar. Þótt enn sé ekki full- kunnugt um endanleg úrslit, er það efalaust, að þau munu sýna mjög eindreginn þjóðarvilja. Eftir þetta þurfa aðrar þjóðir ekki að vera í neinum vafa um, hver sé vilji íslendinga í þess- um málum. Þessarar glæsilegu atkvæða- greiðslu verður aldrei minnst, hvorki nú né síðar, án þess að jafnframt sé getið hinnar veg- legu hlutdeildar sveitafólksins í henni. Á fyrsta degi atkvæða- greiðslunnar höfðu margar sveitir skilað 100% þátttöku, þegar hlutur kaupstaðanna var meira en helmingi minni. Þess- ar fréttir ýttu mjög undir áhuga kaupstaðamanna og keppni skapaðist um það milli sveita og bæja að sýna sem glæsilegasta þátttöku. Þannig gerði sveita- fólkið ekki aðeins sinn hlut veg- legan, heldur líka annara. Það mun ekki sízt skipa atkvæða- greiðslunni glæsilegan sess í ís- landssögunni, að á þeim stöð- um, þar sem kjörsóknin var erfiðust vegna langra ferða- laga og mikilla heimilisanna, var brugðist við skjótazt og bezt, þegar málstaður íslands kallaði. Hin íslenzka sveit hefir sýnt það ógleymanlega, að hún er enn í dag hin sama og hún hefir allt- ar verið: vagga hins þjóðlega lífs og frelsisþroska. Þaðan hefir þjóðin fengið líf sitt og þrótt og svo mun enn verða á komandi tímum, ef hún á að halda hlut sínum meðal annara þjóða. Með þessu er þó engan veginn sagt, að kaupstaðirnir geti ekki unn- ið mikilvægt starf í þessum efn- um eða hafi ekki stóru hlut- verki að gegna í þjóðlífinu, en því aðeins verða þeir vandan- um vaxnir, að þeir hafi blóm- legar sveitir og sveitamenningu að bakhjarli, sem vegur gegn hinum erlendu áhrifum, er reyna að kæfa hinn þjóðlega gróður. Framganga íslenzka sveita- fólksins á þessari örlagamiklu stund þjóðarinnar mætti gjarna verða til að veitt yrði meiri at- hygli þeim hljóm, sem talsvert hefir látið til sín heyra í land- inu að undánförnu, að sveitirn- ar ættu að leggjast í auðn og sveitafólkið væru ómagar þjóð- félagsins. Þessi hljómur hefir sagt, að það ætti að hrekja sveitafólkið í burtu.með því að neita því um sjálfsögð þægindi og hjálp til framfara, eins og t. d. rafmagn, vegi og aukna styrki til ræktunar. Söngvarar þessa hljóms hafa gripið það hálmstrá tveim höndum, að landbúnaðurinn býr um stund- arsakir við óhægari aðstöðu en flestir aðrir atvinnuvegir, vegna markaðsleysis af völdum stríðs- ins og mikillar dýrtíðarbólgu. Þeir láta sér sjást yfir það, að senn er velgengni annara at- vinnugreina á förum og þegar hinn grái veruleiki kemur aftur til sögunnar, mun undirstaða þeirra reynast stórum ótraust- ari en landbúnaðarins. Þeir iáta sér og sjást yfir það, að land- búnaðurinn hefir meiri mögu- leika til vaxtar en flestar at- vinnugreinar hér á landi. Þeir láta sér og sjást yfir það, sem vafalaust er þó mikilvægast af öllu, hin andlegu og menning- arlegu verðmæti, sem sveitirnar skapa og aldrei verða í krónum talin eða á vog vegin. Þessi verðmæti geta svetirnar einar skapað, því að þau eru aðeins tengd því lífi, sem þar er lifað, og því uppeldi, sem aðeins er hægt áð fá þar. Kaupstað- irnir geta aldrei skapað þessi verðmæti, hversu góðir, sem þeir verða. Verðleikar þeirra eru fólgnir í öðru. Þessum verðmæt- um, sem sveitirnar einar geta SKÚLl GUÐMUNDSSONi Þjóðartekjurnar og skipting þeirra Hygginn maður reynir alltaf að hafa sem gleggsta yfirsýn um efnahag sinn, tekjuöflun og útgjöld. Slíkt er nauðsynlegt hverjum þeim, sem vill standa á eigin fótum í fjárhagslegum efnum. Þetta gildir jafnt um þjóðar- heildina sem hvern einstakan. Vilji þjóðin halda fjárhagslegu sjálfstæði, þarf hún ávallt að gera sér ljóst, hvernig hagur hennar raunverulega er og gæta þess að ekki eyðist meira en afl- að er. Sérstaklega er nauðsynlegt fyrir ráðsmennina á þjóðarbú- inu að hafa sem fullkomnast yfirlit um hag þjóðarheildar- innar, tekjur og útgjöld á hverj- um tíma. Verzlunarskýrslur Hagstof- unnar sýna vörukaup okkar hjá öðrum þjóðum og vörusölu til þeirra ár hvert. í hagtíðindum er ennfremur birt skýrsla um hag bankanna gagnvart útlönd- um. Þessar skýrslur eru góðar og' gagnlegar, en fleiri upplýs- ingar þarf um þjóðhaginn. Enn eru ekki gerðar árlegar skýrslur um eignir þjóðarinnar, og full- komið yfirlit um tekjur hennar ár hvert er ekki til. Séint í marzmánuði 1943 var skapað, má þjóðin aldrei glata, ef hún ætlar ekki að týna sjálfri sér. Þessi verðmæti hafa minnt á sig á ógleymanlegan hátt 1 þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.— 23. maí 1944. Hljómurinn, sem heimtar eyð- ingu sveitanna með því að synja þeim um aðstöðu til jafnra þæginda og lífskjara og aðrir staðir geta veitt, er hættuleg- asta -röddin, sem hér hefir lengi látið til sín heyra. — Hljóm- ur Hanníbals vestfirzka, sem halda vildi í danska konunginn, er meinlaus í samanburði við hann. Ef þjóðin vill lifa og dafna sem sjálfstæð þjóð, með sérstæðri og grózkumikilli menn- ingu, verður hún að kæfa þenn- an náhljóm og efla hinar ís- lenzku sveitir til að gegna áfram því menningarhlutverki, sem þær hafa fullnægt svo vel í meira en þúsund ár. Þ. Þ. samþykkt í neðri deild Alþingis svofelld ályktun: „Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera fullkomið yfirlit, er sýni árlegar heildartekjur þjóðarinn- ar árin 1936—1942 og þær breyt- ingar, sem á þeim hafa orðið. Sé þessu lokið haustið 1943, en síðan skal árlega reikna út þjóðartekjurnar á sama hátt.“ Á framhaldsþingi haustið 1943 afhenti ríkisstjórnin þingmönn- um yfirlit, sem hún hafði látið gera um þjóðartekjurnar 1936— 1941 samkvæmt þessari ályktun. Sú aðferð hafði þar verið við höfð, að taldar voru saman skattskyldar tekjur landsmanna á þessum árum, eftir skatta- skýrslum, og þar við bætt áætl- uðum tekjum skattfrjálsra að- ila. Því miður eru skattaskrárnar ekki alltaf áreiðanleg heimild um tekjur manna, en þó er unnt með þessari reikningsaðferð að fá nokkurt yfirlit um tekjur ein- stakra atvinnustétta til saman- burðar við tekjur annara. Hins vegar eru skattaskýrslurnar, jafnvel þótt þær væru allar rétt- ar, ekki öruggur grundvöllur til að byggja á reikning um heild- artekj<ur þjóðarinnar. Saman- dregið yfirlit um tekjur manna eftir skattaskránum veitir alls ekki nákvæmar upplýsingar um raunverulegar tekjur þjóðarbús- ins. Tekjur hjá einum geta vald- ið tekjuhalla hjá öðrum innan þjóðfélagsins. Mö_rg dæmi eru um það, að fyrirtæki einstakra manna, sveitarfélög og ríkið taka lán til framkvæmda, sem veita mönnum atvinnu og skatt- skyldar tekjur. Til þess' að fá vitneskju um raunverulegar tekjur þjóðarinn- ar, virðist sú aðferð líklegust til réttrar viðurstöðu að reikna til verðs allar framleiðsluvörur landsmanna, jafnt þær, sem notaðar eru í landinu sjálfu og hinn hlutann, sem seldur er úr landi. Koma hér til greina land- búnaðarvörur, sjávárafurðir og iðnaðarvörur. Til frádráttar verði þeirra koma síðan að- keyptar vörur til framleiðslunn- ar. Til viðbótar framleiðslutekj- unum reiknast tekjur fyrir störf í þágu útlendinga, ef ein- hverjar eru, en þær hafa verið allmiklar síðustu árin. Búnaðarskýrslurnar sýna bú- peningseign landsmanna. Af þeim og öðrum upplýsingum, sem unnt er að safna saman, má komast nálægt því rétta um landbúnaðarframleiðsluna. Mætti þó vafalaust gera þessar skýrslur fullkomnari en þær eru nú, og með því fá nákvæm- ari upplýsingar um afurðir land- búnaðarins og verðmæti þeirra ár hvert. í fiskiskýrslum og hlunninda, sem Hagstofan gefur út árlega, eru upplýsirigar um magn og verðmæti sjávaraflans. Mér er ekki kunnugt um, að gerðar hafi verið heildarskýrsl- ur um aðkeyptar framleiðslu- vörur til landbúnaðar og sjávar- útvegs, svo sem tilbúinn áburð, sáðvörur, veiðarfæri, vöru-um- búðir o. s. frv., en slíkar skýrslur mun auðvelt að gera, og er nauð- synlegt til þess að unnt sé að finna. tekjur þjóðarinnar af þessum atvinnugreinum. Um iðnaðarframleiðsluna muna engar fullnægjandi skýrslur til, en þsér þarf að gera. Mun engum vandkvæðum bund- ið að safna upplýsingum um verðmæti iðnaðarframleiðslunn- ar og verð aðkeyptra efnivara til iðnaðarins. Um leið og gerðar verða heild- arskýrslur um verðmæti fram- leiðslunnar og verð aðkeyptra efnivara og framleiðsluvara, svo sem hér hefir verið nefnt, ætti að gera yfirlit um verðmæti bygginga, skipa, véla og áhalda, sem notað er við framleiðsluna, til þess að unnt sé að fá hug- mynd um, hve miklu fé þarf að verja af framleiðslutekjunum til viðhalds þeim eignum. Það er fyrsta verk hvers skiptaráðanda, sem hefir bú til skiptameðferðar, að gera sér grein fyrir því, hvert er verð- mæti þess, sem á að skipta. Skiptin er ekki hægt að fram- kvæma á réttan hátt fyrr en því nauðsynlega byrjunarstarfi er lokið. Á sama hátt þarf að finna hverju þjóðartekjurnar nema, áður en hægt er að ræða (Framh. á 3. síSu) Baðstofuhjal NÚ ER KOMIÐ VOR. Svo kveð- ur Tegner, í þýðingu Matthías- ar á Friðþjófssögu: „Vorið kemur, kvaka fuglar, kvistir grænka, sunna hlær. ísinn þiðnáTr, elfur dansa ofan, þar til dunar sær. Rósin gegnum reifa brosir rjóð og hýr sem Freyju kinn, og í brjósti virða vekur vorið sælan unað sinn.“ Þetta er lýsing á sænsku vori, en það gæti alveg eins verið lýs- 'ing á íslenzku vori og yfirleitt á vorinu í öllum löndum norður- heims. Þorsteinn kvað suður við Eyrarsund: „Blómin væn þar svæfir sín sumarblænum þýðum yzt í sænum eyjan mín iðjagræn í hlíðum.“ ísland er fagurt á vorin, og þannig vildu margir kveðið hafa. JÁ, SATT ER ÞAÐ, að ísland er fagurt á vorin. En þó gæti það verið fegurra, ef ekki vant- aði skóginn. Til eru hér á landi svo fávisir menn, að þeir halda, að hér geti ekki vaxið skógur, a. m. k. ekki annar eða meiri vexti en sá, sem hér er nú. Eri fyrir þessu eru engin rök. Það er nóg mold á íslandi, og hún er áreiðanlega eins frjósöm og víð- ast hvar annars staðar, þar sem mestu gagnskógar heimsins vaxa nú. Ekki er kuldinn til fyr- irstöðu, því að skógur vex víða, þar sem kaldara er en hér. Hafa rrienn gert sér grein fyrir því, að fyrir nokkur hundruð árum spratt ekki ein einasta kartafla í írlandi, en að nú er írland eitt mesta kartöfluland heimsins. Og vita menn það, að fyrir tveim öldum var ekkert kaffi til í Brasilíu? EN HVERNIG STÓÐ ÞÁ Á ÞVÍ, að írar lifðu ekki á kartöfl- um það leyti, sem þeir háðu Brjánsbardaga? Það var blátt áfram af því, að kartöflujurtin var ekki til í hinum ganila heimi, þó að hún hefði hin beztu skilyrði til að þrífast þar og dafna, og þá einnig hér í ís- landi. Þessi merkilega jurt fannst í Suður-Ameríku ein- hverntíma á 16. eða 17. öld, og þaðan fluttu mennirnir hana út um víða veröld. Það er alveg eins með skóginn. í veröldinni eru til mörg þúsund tegundir af skógartrjám, en hingað hafa ekki borizt yfir höfin, nema fá- ar einar. Okkur vantar þær trjátegundir, sem mestum þroska geta náð í íslenzkri jörð. Þegar þær koma og þeim verður hjálpað til að festa rætur, mun ísland verða skógarland, ekki aðeins eins og það var á land- námsöld, heldur miklu meira. Þá munu hávaxnir skógar með skjólsælum rjóðrum leggja und- ir sig haga og heiðafláka. NÚ ER TALAÐ UM STRÍÐS- MARKMIÐ stórþjóðanna. ís- lendingar eiga ekkert stríðs- markmið. En það á að vera frið- armarkmið íslendinga að eign- ast íslenzkan skóg. Úr þeim skógi á þjóðin að geta byggt hús og haffær skip, þegar tímar líða, og unnið margs konar verðmæti. Vilja menn ekki leggja á sig.þótt ekki væri nema lítið brot af her^. skyldu annara þjóða, til að ná þessu marki — fyrir börnin sín og landið? Á SÍÐASTLIÐNU HAUSTI komu fram í baðstofuhjalinu nokkrar raddir viðvíkjandi ætt- arnöfnum og ónefnum. í vetur hefi ég fengið nokkur bréf um þetta1 mál. Menn eru þar ekki á eitt sáttir, eins og gerist og gengur. „EINN AF ÁTJÁN“ skrifar m. a. á þessa leið: „í Tímanum, tölublaðinu, sem út kom 19. okt. s. 1., ræðst einhver bréfritari að ættarnöfnunum og jafnvel þeim, er þau bera eða hafa upp tekið. Það er svo sem ekki í fyrsta skiptið, sem það hefir verið gert, og það stundum af talsverðu yf- irlæti en líklega öllu sjaldnast með meira rembingi, en hann gerir, þessi bréfritari. Ég var dá- lítið hissa, er ég las ritsmíð hans. Mér var erindi -hr. Helga Hjörvars, er hann flutti í út- varp á sínum tíma, í svo glöggu minni, að ég hélt, að eftir jafn rökvísan málflutning myndu fá- ir gerast til að áreita okkur, sem ættarnöfn berum eða mælum þeim bót — —. Hann (þ. e. bréf- ritarinn) tekur fram, að nafna- lögin séu margbrotin. Margir taki sér ættarnöfn utan við lög og rétt — —. Þetta er sjálfsagt að mestu leyti rétt, og líklega hefði jafnvel Bjarna frá Vogi reynzt ofraun að koma í veg fyrir þessa þróun-----. Ég vil nú í alvöru biðja bréfritarann að athuga, hvort ékki mundi sýnu nær að heimila aftur með lögum upptöku og notkun ættj arnafna undir ströngu eftirliti heldur en láta „allt reka á reið- anum“ utan við lög og rétt ÞÁ VILL BREFRITARINN láta klæða prestana úr hempunni, ef þeir „taka gild ýms ónefni“. Ég held, að höf. hafi ekki sett sig 1 spor prestanna, er hann lagði (Framh. á 3. síöu) Alexander de Scversky; Flugfid og Sramtíðín Alexander P. de Seversky er einn kunnasti sérfræð- ingur Bandaríkjanna á sviði flugtækninnar og hafa ýms rit hans um flugmál vakið alheimsathygli. Hér á eftir lýsir hann í stuttu máli skoðun sinni á því, hvernig flugsamgöngum verði háttað í framtíðinni. Greinin birt- ist upphaflega í amerísku tímariti og er hér í lauslegri og styttri þýðingu. Frá fyrstu tíð hafa samgöngu- tækin átt stóran þátt í því að móta lífskjör manna. Við, sem erum ekki mjög gamlir, þekkj- um t. d. þær breytingar, sem bifreiðarnar hafa haft í för með sér. Menn hafa skipt um bú- staði með tilliti til þess að geta notfært sér þessi nýju tæki, þau hafa sett svipmót sitt á félags- lífið og fjárhagsleg þýðing þeirra hefir orðið geisimikil. Svipaðar breytingar hafa flestar meiriháttar uppgötvanir á sviði samgöngutækjanna leitt af sér. Það- þarf ekki mikla skarp- skyggni til að sjá, að öld flug- vélarinnar er nú að hefjast. Flugvélin mun breyta lifnaðar- háttum okkar á margvíslegan hátt. Þær framfarir, sem styrjöldin hefir átt sinn mikla þátt í að skapa á sviði flugtækninnar, eru í sannleika sagt ótrúlegar. Við getum nú þegar byggt sprengjuflugvél, sem getur flogið viðstöðulaust 16 þús. km. Inn- an skamms verður smíðuð flug- vél, sem getur flogið 800 km. á klst. Tilraunir, sem gerðar hafa verið til að smíða slíka flugvél, hafa þegar borið fyrirhugaðan árangur. í dag.berjast flugmenn margra þjóða í 40 þús. feta hæð og finnst það orðið hversdags- legur viðburður. * * * Jafnframt og endurbótum á flugvélinni sjálfri fleygir fram, eru gerðar hinar furðulegustu uppgötvanir á öðrum sviðum flugmálanna. Einna ævintýra- legust hefir framþróunin orðið á sviði radíótækninnar, sem er m. a. beitt til að leiðbeina flug- mönnum, ef þeir fara villir vega, og á margan annan hátt. Ný hráefni, nýjar brennsluolíur og nýjar aðferðir koma stöðugt til sögunnar. Framþróunin á sviði flugtækninnar hefir orðið hraöari og stórstígari en dæmi eru til áður í sögu mannkyns- ins. Þó er þetta ekki nema byrj- unin. Flugvísindin eru þannig, að þar geta gerzt uppgötvanir, sem engan grunar nú og valda kunna fullkominni byltingu. Það er t. d. ekki langt síðan, að Ameríkumenn fengu að vita, að búið væri að finna upp nýtt flugvélabenzín, sem eykur orklu- magn vélanna um helming. Fæstir þeirra, sem lásu þessa frásögn, munu hafa gert sér í hugarlund, hvílíkri byltingu þetta muni valda. Þetta nýja benzín eykur hraða flugvélarinnar, lengir viðstöðu- lausan flugtíma hennar og eyk- ur burðargetu hennar. Þetta þýðir, að flugvélar geta senni- lega innan tíðar flogið við- stöðulaust frá Ameríku til Jap- an og sömu leið til baka, en slíkt var áður talinn ógerningur. Jafnhliða því, sem hugvitsmenn vinna að því að bæta flugben- zínið á þennan hátt, vinna aðrir að því að gera það léttara til að auka þannig burðargetu flugvél- arinnar. Framfarir á þessum tveimur sviðum flugtækninnar, munu fljótlega leiða til þess, að flug- vél getur flogið tvisvar til þrisv- ar sinnum lengra en nú, án þess að benzínforði hennar sé nokk- uð þyngdur. ■** * * * Ýmsir ræða um það, að menn muni í framtíðinni férðast milli heimsálfana og annarra fjar- lægra staða í stórum luxusflug- vélum, er muni hafa svipuð þæg- indi að bjóða og skemmtiferða- skipin miklu, sem byggð voru fyrir styrjöldina. Þar var hægt að njóta allra þeirra þæginda, sem dýrustu gistihús hafa upp á að bjóða. Ég er sannfærður um, að þessu verður ekki háttað á þennan veg. Skipin voru búin þessum miklu þægindum, vegna þess, að ferðir þeirra tóku marga daga. Til þess að þau gætu ris- ið undir þessum þægindum urðu þau að hafa marga farþega og vera stór. Ef skipið hefði getað farið þessa leið á 10—12 klst., myndi það ekki hafa verið byggt þannig. Þá hefðu menn látið sér nægja þægilegt sæti og góðan legubekk. Flugferð milli fjarlægustu staða, yfir Atlantshafið, Kyrra- hafið eða Norðurpólinn, verður talinn í klst., en ekki dögum. Þess vegna geta farþegaflugvél- arnar verið lausar við flest þau þægindi, sem skemmtiferða- skipin þurfa að bjóða. Slíkar flugvélar munu verða útbúnar með svipuðum hætti og full- komnustu áætlunarbifreiðar nú. Það mun heldur ekki reynast hagkvæmt að byggja stórar flugvélar, sem geta tekið hundr- uð farþega. Mér þykir miklu líklegra, að loftsamgöngum yfir úthöfin verði haldið uppi af til- tölulega litlum flugvélum, sem fljúga með stuttu millibili alla tíma sólarhringsins. Slíkt myndi verða langsamlega hagrænast. Ef margir farþegar ættu að fara með flugvél, tæki ,það langan tíma að koma þeim um borð, farmiðasala, vegabréfaskoðun og annað þvílíkt yrði talsvert tímafrekt. Menn myndu vilja losna við slíka tímaeyðslu, þegar ferðin sjálf tekur aðeins nokkr- ar klst. Auk þess hentar ekki öll- um sami burtfarartími. Þótt flugvélarnar verði búnar minni þægindum en farþega- skipin, verðúr ferðalagið með þeim stórum þægilegra. Veik- indi, sem fylgja sjóferðalögun- um, munu ekki þekkjast. Velt- ingurinn verður minni, loftið betra. Margt fleira mætti nefna. * * sf: Risaflugvélarnir munu aftur á móti koma til sögunnar, er að því kemur að flytja vörur lang- ar leiðir. Eina undantekningin í þeim efnum verður póstur, sem mun verða fluttur með litlum, hraðfleygum flugvélum. Til að flytja þungavörur, verða notað- ar svo stórar risaflugvélar, að við getum varla látið okkur dreyma um þær nú. Flugvéla- verksmiðjur í Ameríku hafa þegar látið gera uppdrætti að slíkum vélum. Glenn L. Martin líkti fyrir nokkru flugbát sínum Marz við fimmtán hæða hús, sem væri á vængjum, og það er ekki loku fyrir það skotið, að við eigum eftir að sjá byggingu á stærð við The Empire State Building á vængjum. Henry J. Kaiser hefir nýlega sagt frá þeirri fyrirætlun sinni að byggja vöruflutningaflugvél, sem getur flutt 60 smál. Einn af fremstu flugvélaverkfræðingum Ameríku, Grover Loening, hefir nýlega lýst flugvél, sem ætti að geta flutt 175 smál. af vörum. Harry Woodhead, forseti Con- solidatet Aircraft hefir sagt fyrir skemmstu: Við getum byggt eins og viðskiptamenn okkar óska, meira að segja flug-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.