Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 3
54. blað TÍMINN. fimintudaginn 25. maí 1944 215 FIMMTUGUR Friðrík Friðríksson í Miðkoti Friðrik er fæddur 17. maí 1894 að Hákoti í Þykkvabæ, sonur hjónanna Málfríðar Ólafsdótt- ur og Friðriks Egilssonar bónda þar. Hann hlaut gott uppeldi á heimili foreldra sinna, þó að um langt skólanám væri ekki að ræða.Á þeim tímum reyndi al mennt mjög á hæfni æskufólks- ins að tileinka sér þann lærdóm sem því hlotnaðist í barátt- * unni fyrir tilverunni, oft við hin erfiðustu skilyrði, en þetta hef- ir Friðrik tekizt vel eins og raun ber vitni. Árið 1920 hóf Friðrik búskap í Miðkoti í Þykkvabæ. Það sýndi sig brátt, að hann var duglegur og hagsýnn bú- sýslumaður, húsaði jörðina og bætti. Þ4 var ekki álitlegt fyrir ung- an og framgjarnan mann að hefja búskap í Þykkvabænum, því að helzt leit út fyrir, að Þverá mundi eyða byggðinni þar að fullu. En skömmu síðar var hafizt handa um að stemma stigu fyrir þessum vágesti, og að sjálf- sögðu skipaði Friðrik sér í flokk þeirra, sem þar gengu bezt fram. Þetta tókst með ágætum eins og kunnugt er. Nú er bú- skapur Þykkbæinga rekinn með hinum mesta myndarbrag, og félagsþroski þeirra og sam- vinnuaðferðir í búnaðarháttum geta vissulega orðið til fyrir- myndar við stofnun byggða- hverfa hér á landi. Athafnaþrá Friðriks var ekki fullnægt með búskapnm einum. Árið 1928 stofnaði hann verzl- un að Miðkoti, og nokkru síðar stórt sláturhús í sambandi við verzlunina. Þessi fyrirtæki hafa í höndum hans þróazt jafnt og öruggt til hagsbóta fyrir bænd- ur í Þykkvabæ og nágrenni. Eins og að líkum lætur hafa hlaðizt á Friðrik trúnaðarstörf í þágu sveitar hans. í stjórn ungmennafélagsins hefir hann verið frá stofnun þess. Annað- • ist sölu mjólkur fyrir Þykkva- bæinn áður en Mjólkursamsalan tók til starfa. Stjórn rjómabús- ins hafði hann á hendi hin síð- ari ár, sem það starfaði. í stjórn hreppsins hefir han átt sæti um margra ára skeið, er oddviti sóknarnefndar o. fl. Friðrik hefir með gjörhygli sinni, dugnaði og samvizkusemi unnið sér almennt tr^aust og vin- sældir, ehda munu sveitungar hans telja málum sínum því vélar, sem eru eins stórar og or- ustuskip. Þótt mikið sé rætt og ritáð um langflug, mun almenningur verða í miklu nánari tengslum við smærri, fyrirhafnarminni flugvélar. Ég spái því, að það muni þegar verða veruleiki í tíð núlifandi kynslóðar, að það .verði eins algengt, að menn eigi flugvél og bifreið nú. Vegna styrjaldarinnar hafa menn ekki kynnzt því eins vel og ella, hvílík undur eru að ske í þessum efnum. Þessi undur eru arfur hinnar miklu tækni- legu menningar, sem vaxið hef- ir upp seinustu áratugina. Hún mun gera það mögulegt, að flugvélar verði framleiddar í miljónatali fyrir svo lágt verð, að miðstéttarmenn geti hæg- lega keypt þær. Það má og telja víst, að fram- farir á sviði radiotækninnar verði svo hraðar, að einnig í tíð núlifandi kynslóðar verði stjórn flugvélar svo auðveld, að ekki verði vandasamara að stjórna flugvél en bíl. Þótt einhver vél sé samsett af mörgum smáhlutum, þarf það ekki að þýða það, að hún sé vahdmeðfarnari en einfaldari vélar. Sjálfvirk brauðrist er samsettara tæki en gamaldags- ofn, en þó getur hvert barn notað hana með góðum árangri, en aðeins vanar konur geta rist brauð á ofni. Vélarnar verða samsettari og margþættari, en á sama hátt meðfærilegri, svo að hver og einn ætti að geta not- fært sér þær. (Framh. a 4. síðu) aðeins vel ráðið, að fylgi hans komi til. Friðrik er kvæntur Jónínu Sigurðardóttur frá Akranesi, á- gætis konu, sem verið hefir manni sínum samhent í öllum störfum hans. Þau eiga tvö mjög efnileg börn. * Heimili þeirra er um húsakost og háttu alla meðal þeirra beztu í sveitum þessa lands. Fjöldi fólks heimsótti Friðrik 17. maí síðastliðinn, og öllum var veitt af hinni mestu rausn. Honum bárust fjölmargar kveðjur og góðar gjafir frá sveitungum sínum og yíðar að. Og í máli þeirra manna, sem þarna létu til sín heyra, komu fram eindregnar óskir um, að Friðrik mætti enn um margra ára skeið starfa meðal þeirra. D. Baðstofuhjal (Framh. af 3. síðu) þetta til. Mála sannast mun það vera, að oft á presturinn ekki annars kost en annaðhvort að skíra barnið því nafni, sem for- eldrar þess krefjast, eða þá að láta það óskírt. Hvorugur kost- urinn er góður. Skírnin er að skilningi kristinna rhanna meira en nafngjöf. Hún er náðargjöf — sakramenti, stofnuð og fyrir- skipuð af Kristi. Þegar þessi hlið málsins er tekin til greina, þá er eðlilegt, að presturinn skíri frekar barnið en láti það óskírt, jafnvel þó að nafnið sé ógeðfelt. Tillit til þessa ættu bæði lögin og framkvæmdavaldið að taka. Hitt er óskaplegt, að foreldrar skuli nokkurntíma láta sér detta í hug, að gefa barni sínu óvið- felldið nafn. En það er annað mál-------". Þetta segir „einn af átján" og ýmislegt fleira. EN ÞAÐ KVEBUR VIÐ ANN- AN TÓN í bréfi frá „Þjóðfrels- ismanni", sem líka fjallar um þetta mál. Ég get ekki birt úr því nema fáeinar línur. Hann segir: „-------- Nú er ákveðið, að lýðveldi verði stofnað á íslandi 17. júní 1 sumar. Það verður mikill dagur og glæsilegur í sögu þjóðarinnar. Ég legg til, að ís- lendingar haldi upp á þennan dag með því meðal annars að leggja niður öll sín ættarnöfn, það er að segja þeir, sem þau hafa. Það væri sannarlega þjóð- leg athöfn. Og ég get ekki skil- ið, að nokkur góður íslendingur hafi lyst á því að bera nafn, sem byrjar á Th. eða endar á sen, eftir að búið er að skilja við kónginn og Dani--------". ÁRIÐ 1944 virðist , ætla að verða ár mikilla viðburða, illra og góðra, heima og erlendis. Allir þeir, sem fróðleik safna, ættu að skrá sem mest af við- burðum þessa árs í bækur sínar. Það getur þótt merkilegt síðar. Sumir gömlu mennirnir héldu dagbækur og skrifuðu í þær á hverjum degi allan ársins hring. Þeir skrifuðu um veðrið og skepnurnar, heilsufar, gesta- komur, mannaferðir út af heim- ili, aflabrögð á sjó, heyskap og ýmislegt fleira úr daglegu lífi. Það er gaman að líta í sumar þessar bækur nú, og þær ættu að fara í Landsbókasafnið. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. Cftbreiðið Tínsann! Knúts saga Rasmussens FRAMHALD En það gerðist margt fleira sögulegt þann vetur, sem nú fór í hönd. í Klaushöfn bjó maður nokkur, sem hét Rasmus Jensen. Hann hafði fyrr verið smiður og ferðazt allvíða, meðal annars um Þýzkaland. Hann var kvæntur grænlenzkri konu, skap- bráður mjög, en þó í rauninni hjartabetri en mátt hefði ætla. Hjá honum dvaldi um þessar mundir náttúrufræðingur, dr. En- gel að nafni, og kona hans. Þeir Knútur og Haraldur Moltke héldu til Klaushafnar «trax og ísa festi á ísafjörð við Jakobs- höfn. Er þeir komu þangað, héldu þeir beina leið til Rasmusar Jensens, og var þjá náttúrufræðingurinn nýfarinn. Nú er gestrisni slík í Grænlandi, að annars eins mun vart dæmi í veröldinni. En Rasmus Jensen tók á móti gestum sínum með þessum orðum: „Ég var nýbúinn að senda frá mér tvo engla suður á'bóginn, og nú koma tveir djöflar norðan að." Þeir létu þetta þó ekki á sig fá, enda var þeim allt til reiðu, er unnt var að veita þeim. * Þessi Rasmus átti nokkrar dætur, sem sjálfsagt hafa ekki verið öðru vísi en gengur og gerist um ungmeyjar. En smiður- inn gamli hafði ekki tileinkað sér neitt nýjabrum í uppeldis- málum. Hann flengdi þær umsvifalaust, ef eitthvað bjátaði á,- jafnvel eftir að þær voru orðnar fulltíða stúlkur. Sú saga er meðal 'annars sögð, að maður nokkur, sem gisti hjá honum, tók eftir því, að það voru hárlausar skellur á höfðinu á þeim öllum, einkum fyrir ofan eyrun. Hann spurði húsbóndann hverju þetta sætti, hvort þær hefðu einhvern hársjúkdóm. Smiðurinn gamli ók sér. „Nei," sagði hann, „en maður nennir ekki alltaf að flengja þær." En Knútur og Haraldur gistu hjá honum í góðu yfirlæti. Húsa- kynnin voru rúmgóð, sungið og dansað fram á nótt, og smið- urinn hinn glaðværasti. Gestirnir sváfu báðir í sama herbergi og vöknuðu ekki fyrr en seint og síðar meir. Það var sunnudagur, og Knútur hugsaði sér að hafa nærfata- skipti. Hann snaraðist því fram á gólfið, fór úr ullarskyrtunni og fleygði henni á stól. Eh í sömu andrá heyrðist fyrirgangur mikill frammi í eldhúsinu. Þar var öskrað og veinað og hurð skellt að stöfum. Síðan kvað við brothljóð, eins og margir disk- ar hefðu skollið á gólfið, og í sömu svipan var stofuhurðinni hrundið upp og ein dóttir smiðsins kom æðandi inn. Hún keyrði hurðina aftur og veinaði: „Felið mig! Hann drepur mig!" Knútur gat lítið aðhafzt, því að hann stóð á prjónabrókinni einni á miðju gólfi, en stúlkan gerði sér lítið fyrir, snarað- ist upp í rúm hans og dró sængina upp yfir höfuðið. Að andartaki opnuðust dyrnar á ný, og smiðurinn kom inn með stóra töng reidda um öxl. „Hvar er hún," hrópaði hann. „Sú skal muna þenna dag." Knútur reyrtdi að stöðva hann, því að ekki vildi hann láta níðast á ungri stúlku fyrir augunum á sér. En það er erfitt fyrir menn að haga sér riddaralega á prjónabrókunum einum klæða. í hvert skipti, sem hann ætlaði að stöðva framsókn hins reiða föður, sigu buxurnar niður. Það :var ekki nema um tvennt að gera: láta fara sem fara vildi um þæreða framselja stúlkuna. Haraldur veltist um af hlátri í rúmi sínu og aðhafðist ekkert. Knútur reyndi að staðhæfa, að stúlkan væri ekki í gestaher- berginu. En það kom fyrir ekki, því að rauð stígvélin hennar stóðu út undan sænginni. En þegar smiðurinn sá, hvar hún hafði leitað athvarfs, gat hann ekki að sér gert að hlæja. Nei, hann gat ekki sótt dóttur sína til saka í rúmi gesta sinna! Það var líf og fjör í Grænlandsleiðangrum í þá daga! Leiðangursmenn höfðu vetursetu í Jakobshöfn, og áður en þeir hurfu þaðan næsta vor, efndu þeir til veizlu mikillar. Var hún fræg sökum ágætis síns um allt Vestur-Grænland. Haraldur Moltke hafði prytt veizlusalina alls konar lýstileg- um myndum og málverkum, og gat þar meðal annars að líta skrípamyndir af öllum helztu íbúum Jakobshafnar. Fylgdi þeim flestum stutt setning — fáein orð, sem hittu í mark. Til dæmis var þetta skráð neðan við myndina af prestinum: „Góður dagur byrjar strax á morgnana, sagði presturinn og tæmdi morgunstaupið sitt." Frá Jakobshófn héldu þeir leiðangursmenn norður á. bóginn. Loks komu þeir til Qeqetak, þar sem Karl Fleischer bjó. Þar fengu allir leiðangursmenn nýjan útbúnað, loðkápur, stígvél og í'eldi. Seinna sagði Karl frá, að svo aðgangsfrekur hefði Knútur verið, að hann hefði jafnvel lagt hald á spari-loðkápuna sína. Frá Qeqetak fóru þeir yfir fjöll til íkerasak í Úmanakfirði. Þar bjó annar móðurbróðir Knúts, Jens Fleischer.. Jens var maður vinsæll og greiðvikinn, ör til gjafa og þó fá- tækur. Hann var líka talinn bezti ekill á öllu Norður-Græn- landi, og hahn hafði líka það sér til ágætis að hafa kennt Græn- lendingum að salta heilagfiski. Hann leit á Knút sem lifandi eftirmynd. Sjálfur hafði hann í æsku verið fylgdarmaður hins heimsfræga Alpagarps, Ame- ríkumannsins Whympers, á ferðum hans um Grænlandsjökla. Hann var gáfaður eigi síður en Knútur, giaðlyndur og kunni ó- sköpin öll af sögum um sjálfan sig og aðra. Úr Úmanakfirði fóru þeir fyrir Svartahnjúk til Úpernivíkur. Skrifaði Mylíus-Erichsen nú af kappi dagbækur sínar um allt, er fyrir augun bar, dr. Bertelsen rannsakaði heilsufar fólks og hreinlætisháttu, Haraldur málaði. Jörgen Brönlund var túlkur þeirra allra jöfnum höndum. Knútur einn hafði ekki skipulagt starf með höndum. En enginn lék við hvern sinn fingur sem nann. Nú var hann fyrst í essinu sínu — kominn til Norður- Grænlands. ¦ í Úpernivík skildust leiðir þeirra. Bertelsen sneri við til þess að Ijúka athugunum sínum í byggðunum við Umanakfjörð, en hinir héldu enn lengra norður eftir. Peningar leiðangursuis voru að vísu orðnir mjög af skornum skammti, en Knútur út- vegaði þeim hundafóður og fylgdarmenn ókeypis. Nú voru þeir komnir á þær slóðir, er heiðnir Eskimóar byggðu — heiðingj- arnir, er gömlu konurnar í Jakobshöfn höfðu sagt Knúti frá á vetrarkvöldum í bernsku hans. Um þessar mundir var maður að nafni Kraul nýlendustjóri í Úpemívík. Hann var gleðimaður mikill. Hann lánaði þeim leið- angursmönnum geymsluhús til þess að halda dansleik áður en þeir fóru brott úr byggðarlaginu. Þeir buðu fjölmenni á dans- ieikinn, pg var á meðal gestanna ungur skrifstofumaður, er hét Hans, en var ævinlega kallaður Hans hani. Framhald. Smnband ísl. samvinnufélafia. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. r~~~~ ¦*¦<•¦* Kœstiduft er fyrlr nokkru komið & íuarkaðinn og heflr þegar lUotið hið mesta lofsorð, þvl vel er til þess varxdað & allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar an þess að rispa, er mjög drj'\gt, og er nothæft á allar teRjndir búsáhalda og eld- húsahalda. TVotið O P A L rœstíduft »- Bifvélavirkja vantar á vélaverkstæði vegagerðar ríkissjóðs. L uiilýsingar á vegamálaskrifstofuiini í síma 2809 og í Ahaldahúsinu í síma 2808. Hjartans þakkir öllum, f jær og nær, sem auðsýndu mér samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför manhsins míns, Jóhannesar Bjarnasonar. MONIKA HELGADÓTTIR, Merkigili. Þjóðartekjurnar og skipting þeirra (Framh. af 3. síðu) um það með rökum, hve mikið einstakir menn eða sérstakir hópar manna eiga að réttu lagi að fá í sinn hlut. Það er gömul og ný saga, að einstaklingar og einstakar stétt- ir þjóðfélagsins reyna að ná til sín sem mestu af arlegum tekj- um þjóðarbúsins. Hitt sjónar- miðið er hjá fæstum efst í huga, hvort kröfur þeirra um laun fyrir unnin störf eða verð fyrir eigin framleiðslu séu í eðlilegu samræmi við gjaldgetu þjóðar- heimilisins og kjör annarra manna þar. Það er ekki heldur auðvelt að gera sér ljóst, hvert samræmi- eða ósamræmi er í þessum hlutum, fyrr en gerðar verða svo glöggar skýrslur sem unnt er um heildartekjur þjóð- arinnar ár hvert og skiptingu þeirra. Þegar greinilegar skýrslur.um þjóðartekjurnar liggja fyrir, er auðveldara en áður að meta það, hvort launakröfur einstakra stétta eru réttmætar eða ekki. Þá er auðveldara að rísa gegn ó- sanngjörnum kröfum þeirra, sem þegar hafa fengið sinn hlut en heimta meira, og rétta hlut hinna, sem afskiptir eru. Réttlát skipting framleiðslu- teknanna miðar að því að tryggja frið og ánægju í þjóðfé- laginu, en það mun hvorugt varanlegt, ef handahóf og kröfu- frekja ræður mestu um skömmt- un gæðanna á þjóðarheimilinu. Við skiptingu teknanna eiga þeir að bera mest úr býtum, sem vinna erfiðustu og vandasöm-* ustu störfin, misjafnlega mikið eftir afköstum, þar sem því verður við komið. Ei rúða brotnar hjá yffur, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til aff annast ísctningu. VERZL. BBINJA Sími 4160. GÆPAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Laun ríkisstarfsmanna og annarra launamanna eiga að miðast við framleiðslutekjur þjóðarinnar og breytast með þeim. Afkoma hvers einstaklings og hverrar stéttar á að fara eftir afkomu heildarinnar. En til þess að fá nothæfan grundvöll til að byggja á i þessum efnum, þarf að gera fullkomnari skýrslur um þjóðartekjurnar'síðustu árin' og átrlega framvegis. Það yfirlit, sem gert hefir verið eftir skatta- skýrslunum, er ekki fullnægj- andi. Verðmæti framleiðslunnar þarf að reikna saman, og tekj- ur fyrir vinnu í þágu útlending%. Á þessari vísitöluöld ætti að vera vel framkvæmanlegt að finna grundvöll fyrir vísitölu- reikning, er sýndi framleiðslu- tekjur þjóðarinnar og þær breytingar, sem verða á^þeim á hverju ári. Þetta er nauðsynjaverk, sem þarf að byrja sem allra fyrst, sé það ekkl þegar hafið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.