Tíminn - 25.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Slmar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIPSTOPDR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sfcrar 2353 og 437C
AFGREIÐSLA, INNHEIMT,
OG AUGLÝSINGASKF.rrt.OFA:
FDDUTIUSI, ^indargötu 9 A.
Simi 2323.
28. árg.
Reykjavík, f immtudaginn 25. maí 1944
54. blað
Erlent yfirlit;
Hvað tekur
við aapani?
í erlendum blöðum gætir nú
meira og meira þeirra spádóma,
að þess sé skammt að bíða, að
stj.órnarskipti eða stjórnarbylt-
ing verði á Spáni. Stjórn
Francos hefir aldrel átt miklu
fylgi að fagna, enda kominn til
valda með aðstóð Þjóðverja og
ítala og hefir jafnan byggt til-
veru sína á liðveizlu hersins.
Ófarir Þjóðverja hafa gefið and-
stæðingum hennar byr í seglin
og er nú svo komið, að hún er
sögð iylgisvana alls staðar,
einnig meðál herforingjanna og
auðmannanna. Þeir eru búnir
að missa trúna á Franco, og
þess vegna virðast örlög stjórn-
ar hans þegar ráðin.
Hitt er meiri spurning, hvað
tekur við á Spáni, þegar veldi
Francos lýkur. Þar togast á tvö
öfl, annars vegar konungsinnar
og til fylgis við þá snúast nú
ýmsir fyrirliðar kirkjunnar,
margir yfirmenn hersins pg
áhrifamiklir auðmenn, en hins
vegar lýðveldissinnar, þar sem
vinstri menn mynda aðalkjarn-
an. Báðir þessir aðilar búa sig
kappsamlega undir það að verða
hinum hlutskarpari, er til úr-
slitanna dregur.
Það leikur ekki á neinum vafa,
að lýðveldissinnar hafa miklu
meira fylgi meðal þjóðarinnar,
en hins vegar er aðstaða þeirra
stórum verri til að koma ár sinni
fyrir borð. Foringjar þeirra eru
landflótta "og erfitt að halda
uppi nokkúrri skipulegri starf-
semi. Auk þess er nokkur ágrein-
ingur milli helztu foringjanna.
Annars vegar er Negrin, sem
var seinasti forsætisráðherra
spánska lýðveldisins. Hann dvel-
ur nú í Englandi. Hins vegar er
Martinez Barrio, er var síðasti
forseti spánska þingsins. Barrio
telur sig nú forseta Spánar, þar
sem forsetavaldið hafi yfirfærzt
til þingforsetans, ér Azana for-
seti féll frá. Negrin nýtur miklu
meira fylgis, bæði meðal jafn-
aðarmanna, kommúnista og
vinstri manna, en Barrio nýtur
þó stuðnings eins mikils áhrifa-
manns, þar sem er Prieto, for-
ingi jafnaðarmanna. Ekki er tal-
ið ólíklegt, að sættir takist milli
Negrin og Barrio, sem dvelur nú
í Mexíkó.
Starfsemi konungssinna hefir
mjög aukizt upp á síðkastið og
fer nú orðið meira og minna
fram fyrir opnum tjöldum. Einn
aðalmaður hennar er mesti auð-
maður Spánar, Juan Marsh. Þeg-
ar er starfandi eins konar leyni-
leg. ríkisstjórn konungssinna
undir forsæti erkibiskupsins af
Sevilla. Margir hershöfðingjar
eru orðnir þátttakendur í þess-
um samtökum. í stuttu máli má
segja, að þau njóti stuðnings
þeirra ihaldsafla, sem studdu
Franco til valda, þótt þau væru
ekki beinlínis fastistisk, því að
(Framh. á 4. síðu)
Seinustu Iréttir
Á ítalíuvígstöðvunm geisa nú
ákafar orustur. Bandamenn
h'afa einnig hafið sókn á Anzio-
svæðinu. Mótspyrna Þjóðverja
er feiknahörð og hefir því
Bandamönnum miðað hægar
seinustu dagana. Talið er, að
Þjóðverjar hafi nú 17 herfylki á
ítalíuvígstöðvunum, þar ,af 5
við Anzio. í Norður-ítalíu verða
þeir að hafa sex herfylki til að
halda uppi lögum og reglu.
Bandamenn hafa tekið 7000—
8000 fanga síðan sóknin hófst.
Loftsókn Bandamanna gegn
stöðvum á væntanlegu innrás-
arsvæði í Vestur-Evrópu heldur
látlaust áfram.
Póststjórnfn annast
norðuríerðírnír
Þingvallaferðunum óráðstafað
Atvinnumálaráðherra hefir
ákveðið, að póstmálastjórnin
annist sérleyfisakstur með
farþega á leiðinni Akranes—
Akureyri til 1. maí 1945. Hefir
póstmálastjórnin fengið leigð-
ar bifreiðar hjá fimm bif-
reiðaeigendum til ferðanna,
og er rekstrinum þannig hátt-
að, að gróði eða tap, sem af
honum verður, skiptist milli
þeirra, þegar búið er að draga
frá kostnaðinn við stjórn,
skrifstofuhald og afgreiðslu,
er póststjórnin annast að öllu
leyti. Mun þannig fást fullt
yfirlit um reksturinn, sem
getur orðið til mikilla' leið-
beininga síðar, þegar fram-
tíðarskipulag þessara mála
verður ákveðið.
Eins og kunnugt er, hafa sum-
arferðirnar á þessari leið skipzt
milli Bifreiðastöðvar Akureyrar
(B. S. A.) og Bifeiðastöðvar
Steindórs, en B. S. A. hafði ein
vetrarferðirnar. Þegar sérleyfis-
tíminn rann út 1. marz í vetur,
varð póstmálastjórnin að taka
ferðirnar til bráðabirgða 1 sínar
hendur, því að B. S. A.-vildi ekki
halda þeim áfram fyrr en séð
yrði, hvernig úthlutun leyfanna
félli. Sótti B. S. A. um allan sér-
leyfisakstur á þessari leið, bæði
sumar og vetur, en Steindór um
sömu sumarferðir og áður.
Reis út af -þessu mikið þóf, ^:
endaði með áðurgreindri á-
kvörðun atvinnumálaráðherra,
B. S. A. er einn þeirra aðila, sem
leigir póstmálastjórninni bif-
reiðir til þessara ferða, en Stein-
dór ekki.
Á öðrum sérleyfisleiðum hafa
sérleyfin verið veitt sömu aðilj-
um og áður, nema á leiðinni
Reykjavík—Þingvellir. Steindór
hefir haft sérleyfi á þeirri leið,
en hagaði sér mjög d£lgslega í
fyrra og stöðvaði um skeið ferð-
ir 4 nafni þess, sem hefði „valdið
og bílana". Lauk þeirri deilu þá
með því, að póstmálastjórnin
annaðist ferðirnar til bráða-
birgða. Er ekki ólíklegt, að sú
tilhögun haldist áfram.
Árekstrar þeir, sem orðið hafa
út af norðurleiðinni og Þing-
vallaleiðinni, virðast benda til
þess, að það muni verða örugg-
asta úrræðið til að koma í veg
fyrir þras ög önnur óþægindi,
að póstmálastjórnin annist sér-
leyfisferðir á aðalleiðunum að
öllu leyti, eins og gert er víða
annars staðar. Sú bráðabirgða-
tilhögun, sem verður á norður-
leiðinni í sumar, ætti að gefa
nokkurn vitnisburð um, hvernig
slík tilhögun myndi reynast.
Þátttakan í lýðveldiskosn-
íngunum hefír veríð um 98
Það er sýnt, að þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefít
farið talsvert ýfir 97 af hundraði, og má jafnvel vera, að hún
nálgist 98 af hundraði, eða fast að því, þegar öll kurl eru komin
til grafar. Er það tvímælalaust mesta kosningaþátttaka, er
sögur fara af í lýðfrjálsu landi. Líklegt má telja, að um 96—98
af hundraði allra atkvæða séu jákvæð.
I tveim kjördæmum að
minnsta kosti, Vestur-Skafta-
fellssýslu og Seyðisfirði, - neyttu
allir atkvæðisbærir atkvæðis-
réttar síns, og má vera, að sú
hafi einnig verið raunin um
Rangárvallasýslu og Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. En úr
því fæst ekki skorið fyrr en at-
kvæði þau, sem greidd voru vest-
an hafs, eru komin til skila.
í fírhmtán kjördæmum að
minnsta kosti greiddu yfir 99 af
hundraði atkvæðisbærra manna
atkvæði, en alls staðar yfir 98
af hundraði, nema í Reykjavík,
á Akurevri og ísafirði. Minnst
varð þátttakan að lokum í
Reykjavík, 96 af hundraði. —
Hefir þó þvílík kosningaþátt-
taka aldrei fyrr átt sér stað hér.
Eftir því, sem bráðabirgða-
tölur sýna, hefir kjörsókn verið
sem hér segir í einstökum kjör-
dæmum landsins:
Kjördæmi:
Reykjavík......................
Borgarfjarðarsýsla ..............
Mýrasýsla ..........-............
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla
„ Dalasýsla ......................
Barðastrandarsýsla..............
Vestur-ísaf jarðarsýsla ..........
ísafjarðarkaupstaður ............
Norður-fsafjarðarsýsla..........
Strandasýsla ___...............
Vestur-Húnavatnssýsla .........
Austur-Húnavatnssýsla .........
Slqagaf jarðarsýsla ..............
Siglfjarðarkaupstaður ...........
Eyjaf jarðarsýsla ................
Akureyrarkaupstaður ...........
Norður-Þingeyj arsýsla ..........
Suður-Þingeyjarsýsla...........
Seyðisfjarðarkaupstaður ........
Norður-Múlasýsla..............
Suður-Múlasýsla ...............
Austur-Skaftafellssýsla ..;......
Vestur-Skaftafellssýsla.........
Vestmannaeyjakaupstaður ......
Rangárvallasýsla ................
Árnessýsla ..................• •
Gullbringu- ög Kjósarsýsla .....
Hafnarfjarðarkaupstaður ...-----
A kjörskrá Kosið haf a %
26240 96.0
1931 98.7
1144 99/.2
1788 98.6
825 99.9
1810 98.5
1207 98.0
1560 97.0
1483 98.0
1127 98.8
873 99.7
1272 99.1
2208 99.5
1630 99.4
3141 - 98.6
3506 97.0
1038 99.7
2384 99.0
494 100
1600 98.8
2896 99.1
753 98.0
957 100
1985 99.0
1945 99.9
3002 99.5
3312 99.7
2318 » 98.7
FYRSTU ÚRSLITIN
Talning hófst á þriðjudags-
kvöld í fjórum kaupstöðum,
Reykjavík, Hafnarfirði, ísa-
firði og. Seyðisfirði.
Var henni lokið um nóttina.
í gærkvöldi höfðu svo til við-
bótar verið talin atkvæði í Vest-
mannaeyjum, Siglufirði, Árnes-
sýslu og Mýrasýslu.
í þessum átta kjördæmum
féllu atkvæðin, sem hér greinir:
Prestskosningar
Prestskosningar hafa nýlega
farið fram í tveimur prestaköll-
um, Skeggjastaðaprestakalli í
Norður-Múlaprófastsdæmi og
Staðarstaðarprestakalli á Snæ-
fellsnesi. Atkvæðatalning fór
fram í skrifstofu biskups i gær.
í Skeggjastaðaprestakalli var
Sigmar Torfason, cand. theol.,
kosinn prestur. Hlaut hann 77
atkvæði af 78 greiddum, en á
kjörskrá voru 134 kjó'sendúr.
Sigmar var eini umsækjandinn.
í Staðarstaðarprestakalli var
séra Þorgrímur Sigurðsson frá
Grenjaðarstað kosinn prestur
með öllum greiddum atkvæðum,
eða 160. Á kjörskrá voru 228
kjósendur. Þorgrímur var eini
umsækjandinn, þar serri Yngvi
Þ. Árnason, cand. theol., hafði
dregið sig til baka fyrir kosn-
inguna.
Reykjavík-: Sambandsslit * Lýðveidisstofnun - Já 24528 24015 Nei 150 405 Auðir 255 658 Ógildir 295 150
Hafnarfjörður: Sambandsslit Lyðveldisstofnun 2237 2192 11 21 21 56 24 24
ísafjörður: Sambandsslit Lýðveldisstofhun 1402 1229 « 16 153 35 86 35 20
Seyðisfjörður: Sambandsslit Lýðveldisstofnun • " 470 457 2 7 9 18 7 6
Vestmannaeyjar: Sambandsslit Lýðveldisstofnun 1887 1859 9 18 s 49 45
Siglufjörður: Sambandssiit Lýðveldisstofnun 1559 1534 5 8 16 46 17 9
Árnessýsla: *°Sambandsslit Lýðveldisstofnun 2928 2899 9 11 22 63 30 16
Mýrasýsla: Sambandsslit Lýðveldisstofnun • 610 600 0 0 10
Nýr doktor
Heimspekideild Háskólans hef-
ir fyrir nokkru í samráði við
háskólaráð samþykkt að veita
Birni Guðfinnssyni doktors-
nafnbót fyrir ritgerð hans um
mállýzkur, er hann hafði sent
héskólaráði.
Alexander Jóhannesson, Sig-
urður NorTlal og Magnús Finn-
bogason menntaskólakennari
höfðu verið valdir í dómnefnd,
er dæma skyldi ritgerð Björns.
Taldi hefndin höf. ritgerðarinn-
ar (sem er fyrsti hluti af stærra
riti) . hafa unnið hið mesta
þarfaverk í þágu íslenzkra mál-
vísinda og alla meðferð höf. á
efninu bera viini um víðtæka
og sjálfstæða þekkingu.
Björn Guðfinnsson hefir -sem
kunnugt er unnið merkilegt
starf undanfarin ár með rann-
sóknum sínum á framburði
tungunnar um land allt. Hefir
hann m. a. kannað framburð
mörg þúsund skólabarna.
Óskar Jónsson
verkstjóri í Prentsm. Eddu
Óskar Jónsson, verkstjóri í
prentsmiðjunni Eddu, lézt í
sjúkrahúsi Hvítabandsins síð-
degis í gær eftir nokkra legu.
Þessa merka manns verður
nánar getið síðar.
Atkvæðatölurnar úr Mýrasýslu eru ekki lokatölur, og tölurnar
úr Vestmannaeyjum virðast ónákvæmar.
James Farrestad hefir verið
skipaður flotamálaráðherra
Bandaríkjanna. Hann var áður
aðstoðarflotamálaráðherra.
100% þátttaka.
Þá hafa borizt fregnir af all-
mörgum hreppum, þar sem hver
einasti atkvæðisbær maður
greiddi atkvæði, til viðbótar
þeim 89, er getið var í þriðju-
(Framh. á 4. síöu)
í hesthúsi ,Hesta-
mannafél. Fáks'
Félagfíð er að gangast
fyrir stofnun hesta-
mannasambands
Hestaeigendur í Reykjavík
hafa hin síðari ár átt í miklu
basli með hestahald sitt. Hefir
mörgum verið skipað að rífa
skúra þá, er þeir hafa haft um-
ráð yfir til hestageymslu í bæn-
um, en iðulega mjög amast við
hestahaldi þeirra, er þó hafa til
þessa fengið að halda skúrum
sínum.
Úr þessum vandræðum rættist
nokkuð í fyrrahaust, er Reykja-
víkurbær festi kaup á gripa-
húsunum í Tungu við Suður-
landsbraut og leigði þau síðan
„Hestamannafélaginu Fáki" til
fimm ára. Lét félagið gera við
þau og breyta þeim svo, að þar
er nú hægt að ala 36 hesta, auk
þess sem þar er húsrúm fyrir
óskilagripi, hesta og kindur, er
lögregla bæjarins þarf að koma
fyrir um stundarsakir. Réði fé-
lagið síðan ráðsmann að Tungu,
Ingólf Guðmundsson frá Ferju-
koti, til þess að hirða hestana og
hafa umsjón með húsum og
heyjum. Eru nú 34 hestar á eldi
í Tungu.
Þeim félagsmönnum, er þess
hafa 'óskað, hefir félagið útveg-
að hagbeit handa hestum á
sumrln nú um nær tuttugu ára
skeið. Síðustu ár hafa allir hest-
ar Reykvíkinga verið hafðir í
sumargöngti í Geldinganesi og
Breiðholtsgirðingu.
(Framh. á 4. síðu)
A víðavangi
SVf AR HUNDSA
„SJÁLFSTÆTT FÓLK".
Fyrir skömmu síðan fór Hall-
dór-Kiljan Laxness mjög niðr-
andi orðum um Svia í blaði
kommúnista í tilefni af mis-
skilningi þeim, er gætt hafði í
skrifum þriggja sænskra blaða-
manna um skilnað íslands og
Danmerkur. Sænski sendikenn-
arinn við Háskólann, Anna Z.
Osterman, hefur svarað þessum -
óhróðri í Alþýðúblaðinu og seg-
ir þar m. a.:
„Þér hafið víst ekki gleymt
því, herra rithöfundur, að þér
hittuð einu sinni á ferð'alagi í
Svíþjóð, vorið 1938, bláfátækan
kvenstúdent, sem af áhugasemi
hafði lagt það fyrir sig að
kynna þjóð sinni íslenzka menn-
ingu og einkum íslenzkar bók-
menntir. Hún var um þær
mundir meira að segja að
þýða bók eftir íslenzkan rithöf-
und, sem ekki mun vera yður að
öllu ókunnugur. Eins og þér vel
vitið hét bók þessi „Sjálfstætt
fólk," og kostaði hún þýðanda
drjúgan skilding, sem hefir enn ,.
ekki fengizt endurgoldinn og
fæst sennilega aldrei. Þér hafið
sjálfur lýst því yfir, að þýðing
sú sé vel af hendi leyst, og það
mun því ekki vera þýðanda um
að kenna, að bókin skuli ekki
enn hafa komið út í Svíþjóð, að
því er ég veit bezt. En gæti það
verið, að kuldi sænskra bóka-
forleggjara í yðar garð sé hin
eiginlega ástæða til hatrammra
ummæla yðar í garð þjóð-
ar minnar? Eða á hún að
gjalda þess, að stjórnmálatrú
yðar og skoðanabræðra yðar á
eins litlum vinsældum að fagna
í Svíþjóð og raun ber vitni? —
Það getur verið, að þér séúð
svo ókunnur sænskum staðhátt-
um, að þér haldið, að fáeinar
blaðamannahræður séu öll
sænska þjóðin."
Eins og kunnugt er, eru Svíar
meðal fremstu og frjálslyndustu
bókmenntaþjóða heimsins og er
því von að Kiljan líki illa sá
dómur, að „Sjálfstætt fólk"
skuli ekki samþýðast hinum
vandaða bókmenntasmekk
þeirra. Hefir líka orðið sú
reynslan annars staðar, þar sem
bækur hans hafa komið út, að
þær hafa reynst lítt seljanlegar,
og þola því enganveginn sam-
keppni við íslenzka kindakjötið,
sem Kiljan níðir mest. Er þetta
vel skiljanlegt, því að á erlend-
um tungumálum njóta stíl-
hæfileikar Kiljahs sin ekki og
þá verður lítið úr skáldskapn-
um.
„VÍSINDALEG RANNSÓKN"
KILJANS Á ÍSLENDINGUM.
Anna Z. Osterman segir enn-
fremur frá fyrstu kynnum þeirra
Kiljans á þessa leið:
„Ef til vill rekur yður annars
minni til þess, að ég lét þá í ljós
mikla aðdáun á þrautseigju og
listrænum gáfum íslenzku þjóð-
arinnar*. En mér er það enn
minnisstætt, og ég mun 'aldrei
gleyma því, hvílíkt svar þér gáf-
uð mér við því. Það var á þá leið,
að „vísindalegar rannsóknir" á
íslendingum ættu að háfa leitt
það í ljós, að gáfnafar þjóðar
yðar væri ekki sem bezt eða
jafnvel með lakara móti, ef bor-
ið væri saman við aðrar sið-
(Framh. á 4. síðu)
A
%