Tíminn - 31.05.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1944, Blaðsíða 4
224 TlMINN, mifSvikndaglim 31. mal 1944 56. blað ÚR BÆNUM S j ómannadagurinn verður næstkomandi sunnudag. AS- alhátíðin hér verður við Sjómanna- skólann nýja. Priðrik Ólafsson, skóla- stjóri mun setja athöfnina, en síðan mun ríkisstjóri leggja hornstein skól- ans og flytja ávarp. Ennfremur flytja ávörp Vllhjálmur Þór, atvinnumála- ráðherra, Kjartan Thors, fulltrúi út- gerðarmanna, Sigurjón- A. Ólafsson fulltrúi sjómanna og Ásgeir Sigurðs- son, fulltrúi F.F.S.Í. i bygginganefnd. Hrelnn Fálsson mun syngja nokkur lög. Áður en þessi athöfn hefst mun lagður blómsveigur á gröf óþekkta sjómanns- ins í Fossvogl og verður þá elnnar mínútu þögn. Um kvöldlð verðúr sam- sæti á Hótel Borg. Frumsýning. Frumsýning Leikfélags Reykjavikur á hinu víðkunna leikriti Björnstjerne Björnsons, „Paul Lange og Tora Pars- berg,“ fór fram á annan 1 hvítasunnu. Leikstjórn annast frú Gerd Grieg, sem jafnframt leikur hlutverk Toru Pars- berg. Sýningin vaktl mikla hrifningu. Veðreiffar Fáks fóru fram á annan í hvítsunnu. Úr- slit urðu þessi: 250 m. skeið: Randver Jóns Jónssonar frá Varmadal, á 25 sek., Þokki Friðriks Hannessonar, Lög- bergi, á 26 sek. — 300 m. stökk: Kol- bakur Rósmundar Eyjólfssonar, Gufu- nesi, á 23,9 sek., Goði Teits Eyjólfs- sonar, Eyrarbakka, á 24,1 sek., Eiðfaxi Bergs Magnússonar, Rvík, 24,1 sek. — 350 m. stökk: Hörður Finnboga Ein- arssonar, Melum, á 26,4 sek., Stígandi Ólafs Þórarinssonar, Rvík, á 27,4 sek., Víkingur Björns Bjarnasonar, Hafn- arflrði, 27,6 sek. Fj'rstu knapaverðlaun fékk Hjalti Sigfússon, önnur verðlaun Ingjaldur ísaksson, þriðju Guðmundi-r Jónsson. Áhorfendur voru margir. Skatt- og útsvarsskráin. Skattskrá og útsvarsskrá Reykjavík- urbæjar kemur út í dag og mun láta nærri, að um 24 þús skattgreiðendur séu þar nefndir. Auk tekju- og eigna- skatts, lífeyrissjóðsgjalds, stríðsgróða- skatts og útsvars er nú ennfremur námsbókagjald, kirkjugjald og kirkju- garðsgjald tilfært í nýju skattskránni, en það hefur ekki verið gert áður. Sundknaitleiksmótiff. Sundknattleiksmóti íslands er ný- lokið hér í Sundhöllinni. Sigurvegari varð A-sveit Ármanns. Þetta er í 7. sinn, sem mótið fer fram og í 5. sinn, sem Ármann vinnur það Óholl nærföt. Þess hefir orðið vart, að sérstök tegund karlmannanærfata, sem hér hefir verið til sölu, hafi valdið húð- sjúkdómi, einkum á kynfærum, þegar þau voru notuð óþvegin og ósoðin. Nokkrlr menn, sem þannig hafa veikst liggja nú í sjúkrahúsi. Allmikið hefir verið selt af nærfötum þessum, en salan hefir nú verið stöðvuð. Bifreiðastöffvar flytja. Samkv. ákvörðun bæjarráðs verða Bifreiðastöð Reykjavíkur. Litla bíla- stöðin, Aðalstöðin, Hekla og Þróttur að flytja bílstæði sín og bilaafgreiðsl- ur af þeim stöðum, þar sem þau eru nú, fyrir 1. október næstk. Hafa stöðv- ar þessar orðið að hafa bílstæði sín að mestu leytl á götunum, en það verð- ur ekki leyft framvegin. Leiffrétting. Það var mishermi, sem sagt var i seinasta blaði, að hið nýsto.fnaða félag síldarsaltenda hefði sótt um einkasölu á saltsfld. Það hefir sótt um leyfi til að vera aðalútflytjandi saltsíldar. Þá hafa margir fleiri en Óskar Halldórs- son unnlð að stofnun þess, enda nýtur það almenns stuðnings síldarsaltenda. Áheit á Strandarkirkju send Tímanum: Kr. 50,00. frá Þ. J., kr. 5,00 frá G. E., kr. 20,00 gamalt áheit frá Guðm. J„ Dýrafirði, kr. 5,00 frá A. Þ., kr. 50,00 frá ónefndum á Seyðísfirði, gamalt áheit kr. 10,00 frá H. í/og kr. 10,00 frá Á. Á. Embættispróf Nýlega luku átta guðfræðingar prófi við Háskólann og er langt síðan að jafnmargir guðfræð- ingar hafi útskrifast í einu. Þeir eru þessir: Guðmundur Guðmundsson, I. eink. 151 stig., Jón Árni Sigurðs- son, II. eink. 114 stig., Jón Sig- urðsson, n. eink. lakari, 73 stig., Pétur Sigurðsson, I. eink 143 stig, Robert John Jack II. eink. lakari 66 stig, Sigurður Guðmundsson, I. eink. 155 stig, Stefán Eggerts- son, II. eink. 80 stig og Trausti Pétursson, I. eink. 131 stig. Sjö læknanemar hafa einnig lokið embættisprófi við Háskól- ann fyrir skemmstu. Þeir eru þessir: Gissur Brynjólfsson, Guð- mundur Björnsson, Öuðmundur Eyjólfsson, Harald Vigmo, Hreið- ar Ágústsson, Kolbeinn Kristó- fersson og Skúli Thoroddsen. Hlutu þeir allir I. einkunn. Formálsgreín Hermanns (Framh. af 3. síðu) sér, a .m. k. þrjú ár eftir stríðs- lok, meðan þeir eru að athuga hvaða úrræði þeir velja til fram- búðar. Og eftir því sem gagn- merkustu blöð þeirra skrifa, virðast það ekki geta dulizt, hvert þeir stefna í aðalatriðum. Englendingar — og fleiri lýð- ræðisþjóðir — hafa einmitt sýnt það i þessari styrjöld, að það er ekki nazismi, kommúnismi né fasismi, sem þjóðirnar þarfnast, heldur þau skipulegu vinnu- brögð, er fullnýta vinnukraft, auðlindir og framleiðslugetu, en koma jafnframt á fullkomnari dreifingu nauðsynja og réttlátri arðskiptingu. Englendingum hefir þegar tekizt, þótt að ýmsu leytl skorti enn á, að byggja upp hjá sér á stuttum tíma á lýð- ræðislegan hátt, skipulegt þjóð- félag, sem virðist engu síður starfhæft og sterkt en kerfi ein- ræðisríkjanna." Stefna flokksbingsins og’ framkvæmd hennar. í lokakafla greinarinnar segir H. J.: „Stefnuskrá sú, er flokksþing Framsóknarmanna nú hefir birt þjóðinni, er í samræmi við þá þróun, sem orðið hefir hjá okk- ar eigin þjóð, og jafnframt í samræmi við þau úrræði, sem tekin hafa verið upp hjá fremstu lýðræðisþjóðum veraldar, þeim, er líklegastar eru til að stýra framhjá byltingum með því að koma á hjá sér til frambúðar með nægilega hraðri þróun því fjármála- og framleiðslukerfi, þar sem lýðræði og frjálst fram- tak eru hyrningarsteinar, þó án þess að frá því sé vikið að láta félagslegt eða lögboðið skipulag eða íhlutun hins opinbera grípa inn í alls staðar, þar sem þess er þörf — til þess.að tryggja hag heildarínnar.“ H. J. minnist þar næst á, að íslendingar hafi mikla mögu- leika til að framkvæma slíka stefnuskrá. Fyrst kemur þeirra eigin reynsla, þá reynsla annara þjóða á stríðsárunum og þau úrræði, er þær hafa fyrirhugað. Ennfremur segir hann: „Við erum þjóð, sem nú hefir sæmileg efni og mikla mögu- leika til framkvæmda. Við er- um smáþjóð, sem á að geta haft glögga yfirsýn um atvinnurekst- ur sinn og fjármál. Við ættum því að hafa einstaka aðstöðu til að marka opinberri íhlutun um atvinnurekstur það svið, sem nauðsyn krefst vegna hagsmuna almennings, og þar með veita einstaklingsframtakinu þá tryggingu og það öryggi, er gef- ur því vaxandi hvöt til starfa. Fátt mundi hefja hærra vlrð- ingu hins gamla þings og hinnar elztu lýðræðisþjóðar, en ef hún gæti sýnt það í byrjun nýja lýð- veldistímabilsins, að hún hefir þroskann og hæfileikann til þess að tileinka sér öruggt hagkerfi í samræmi við kröfur nýrra tíma.“ Formála H. J. lýkur með þess- um orðum: „Okkur Framsóknarmönnum er það ljóst, að þessi stefnuskrá er ekki fullkomin og óskeikul fremur en önnur mannanna verk. En við vitum, að gpund- vallarstefnan er rétt. Sjónar- mið annarra flokka eða manna úr öðrum flokkum, sett fram af áhuga og velvilja, mundu geta aukið við og endurbætt. Ef sá grundvöllur, sem flokksþingið hefir lagt, mætti slíkri víðsýni og velvild, hygg ég að finna mætti þá stefnu í flestum vandamálum þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meiri hluti þings og þjóðar gæti sameinast um. Við Framsóknarmenn erum að vísu fúsir til að berjast fyrir stefnu okkar í minni hluta þann tíma, sem til þess kann að þurfa, og þótt hann yrði langur. En ekkert mundum við þó kjósa fremur en það, að sú stefna, sem mörkuð er af einlægni og sam- hug nær þrjú hundruð fulltrúa almennings víðsvegar um land- ið, mætti sem fyrst mæta þeim skilningi og öðlast það fylgl meðal þings og þjóðar, hvaðan sem það kemur, að hún verði í höfuðatriðum framkvæmd á næstu árum. Það myndi marka Blaðaummæli um s j álf st æðismálið Sænsku blöðin, „Dagens Ny- heter“ (frjálslynt) og.kvöldblað „Social Demokraten“ (fylgir jafnaðarm.), sem eru víðlesn- ustu blöðin í Stokkhólmi, hafa nýlega rætt um sjálfstæðismál íslendinga af velvild og skiln- ingi. Hafa þau því hrundið að mestu misskilningi þeim, sem kom fram í skrifum íhaldsblað- anna þriggja, er getið var ýtar- lega í blaðinu fyrir skömmu. Enska blaðið „The Economist“, hefir nýlega birt grein um sjálf- stæðismálið, sem er mjög vin- samleg íslendingum. „The New York Times“ og „The Times“ í London hafa einnig ritað frekar vinsamlega um sjálfstæðismálið. En hjá þeim kemur fram sú skoðun, að ísland tilheyri yfirráðasvæði þeirra stórvelda, sem ráða á Atlantshafinu. Frelsi íslendinga sé því nátengt frelsi og velgengni þessara stórvelda, og sambúðin við þau skipti miklu fyrir ísland. Samviiinan og liringarnir. (Framh. af 3. síSu) ríkjunum voru keyptar vörur fyrir 40 miljónir dollara. Innflutningur samvinnufé- laganna óx árin 1937, 1£38 og 1939, en nákvæmar heildartöl- ur eru ekki fyrir hendi. í til- lögunni eru talin upp mörg samvinnufyrirtæki í Bandaríkj- unum, sem gert er ráð fyrir að geti selt erlendu samvinnufé- lögunum vörur. Gert er ráð fyrir að lagðir séu fram 8.269.980 dollarar í hið alþjóðlega verzl- unar- og framleiðslusamband samvinnufélaganna og sé þessu stofnfé skipt meðal samvinnu- félaga hinna ýmsu landa, Bret- land 35%, Bandaríkin 20%, Svíþjóð 20%, Skotland 15%, Danmörk 5%, Noregur 2% og 3% frá öðrum Evrópuríkjum. Gert er ráð fyrír, að sam- vinnufélög Evrópu geti keypt einn tíunda af því vörumagni, sem flutt var út frá Bandaríkj- unum til Evrópu 1939. Hér er þó engan vegin gert ráð fyrir, að vöruflutningar þessara sam- vinnuverzlunar eigi sérstaklega að fara fram milli Evrópu og Bandaríkjanna. Tillagan gerir ráð fyrir sex deildum sambands- ins: Bandaríkja-Evrópudeild, Kanada-Evrópu-deild, Suður- Ameríku-Evrópu-deild, Al- Ameríkudeild, Ameríku-Kina- deild og Asíu-Afríku-deild. Enn- fremur er gert ráð fyrir alþjóð- legri olíudeild. Samkeppnishæfni samvinnu- félaganna, sem rekin eru á heil- brigðum grundvelli, bendir til, að þau beri af hringunum í fleiru en auknum hag almenn- ings. Samvinnufélögin — og einkum þó K. F. — hafa orðið sigursæl í framleiðslu og sölu ljóskúlna. Hér er tækifæri til samanburðar, þar sem framleið- endur frá Austurríki og Ung- verjalandi, Þýzkalandi, Frakk- landi, Sviss og Niðurlöndum stofnuðu hring árið 1903, og réði hann yfir níu tíundu hlutum Ev- rópuframleiðslunnar í þessari grein. Hringurinn var endur- skipulagður eftir fyrra stríðið, en Louis Domeratzky segir um hann í „The International Car- tel Movement": „Hringur þessl var ekki verulega sigursæll og samkeppni annara framleiðenda veikti áhrif hans til muna“. Og ennfremur: „Oft bárust fregnir um, að sundrung væri í aðsigi og nokkrir meðlimanna gengu úr hringnum löngu áður en ó- friðurinn gerði út af við hann“. Kerfi hringanna er veikur grundvöllur undir heimsverzl- uninni, þar sem búast má við, að það hrynji þá og þegar. Hringarnir eru stofnaðir til að halda uppi vöruverði og hindra samkeppni og eru því í stöðugri hættu fyrir henni. Samvinnufé- lögin eru stofnuð til þess að knýja fram verðlækkun og vöruvöndun og blómgast því vel á samkeppnisgrundvelli. ný tímamót í lífi íslenzku þjóð- arinnar, og verða vegur hennar til friðar, almennrar hagsældar og aukinnar virðingar meðal þjóðanna." TJARNARBÍÓ Stigamenn (The Desperdoes). Spennandi mynd í eðlileg- um litum úr vesturfylkjum Bandaríkjanna. RANDOLPH SCOTT, GLENN FORD, CLAIRE TREVOR, EVELYN KEYES. Sýnd kl. 3—5—7—9 Bönnuð yngri en 14 ára. -GAMLA BÍÓ- „Bros gegnum tár4í (Smilin’ Through) JEANETTE MACDONALD BRIAN AHERNE GENE RAYMOND. Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýning kl. 5: Nifurrifsmennirnir (Wrecking Crew) RICHARD ARLEN CHESTER MORRISS Bönnuð börnum innan 12 ára. ► NÝJA EÍÓ- Ráðkæna stúlkan („The Amazing Mrs Holli- day“) Skemmtileg söngvamynd með DEAMMA DURBIN, BARRY FITZGERALD, ARTHUR TREACHER. . Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hallgrímur Leikfélan Reyhjjuvíhur. á Grímsstöðum. (Framh. af 2. síðu) á herforingja fyrir riddarasveit — foringja — er liðsmönnun- um mundi hafa þótt gott að fylkja sér um. „Paul Lange og Tora Parsberg" eftir BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Svuiug í kvöld kl. 8. Hann hefði líka sómt sér vel sem goði í gömlum stíl, sem reið til þings í broddi fríðs föruneyt- is, til að sækja mál og verja. Þar hefði hann notið sín, hinn djarfi bardagamaður, kappsfulli málafylgjumaður, og tilþrifa- mikli mælskumaður. Hann mundi og hafa verið vel fallinn til að annast rekstur stórfyrir- tækja, og hafa umsjón með starfi margra manna. Þar hefði stjórnsemi hans, hagsýni og reglusemi notið sín vel. Þá mundi hann líka hafa getað orðið aðsópsmikill kenni- maður, sem prófessor Haraldur bróðir hans, ef hann hefði lagt inn á sömu braut. Sama eldmóð- inn á hann undir hversdags- hjúpsins hörðu skel, sömu ræðu- mannshæfileikana, sannfæring- arkraft og hugrekki, til að berj- ast fyrir hugðarmálum sínum. Einnig hefir hann mjög næman fegurðarsmekk og er mikil nautn að fögrum ljóðum og hljómlist. Já, það er margt sem Hallgrím- ur hefði getað lagt á gjörva hönd, og mundi hann alstaðar hafa staðið í fararbroddi, hvar sem hann hefði þorið niður, jafnt í veraldlegum og andleg- um athöfnum. En hann batzt æskustöðvun- um órjúfandi böndum og þeim fórnaði hann starfskröftunum. Hann sat jörð sína ágætlega og nytjaði til fulls, en bætti hana svo sem kraftarnir leyfðu. Mér er þó ekki grunlaust um, að stundum hafi honum þótt at- hafnaþrá sinni fullþröngur stakkur skorinn heima í sínu víðlenda ríki. Hygg ég, að hann hafi þá oft fundið til þess sama og Einar Benediktsson orðar svo í kvæði sínu Fákar: „Ef inni er þröngt tak hnakk jiinn og hest, og hleyptu burt undir loftsins þök.“ Hann átti jafnan góða gæð inga og ferðaðist mikið. Aflaði hann sér oft margvislegra verk- efna utan heimilis við ýms trún- aðarstörf, ef honum þótti starfs- orka sín ekki fullnotast heima fyrir. En allt stefndi það að hinu sama marki, að geta með því betur bætt og fegrað býli sitt. Og eftir að hann sjálfur lét af bússtörfunum, nam hann sér enn land til ræktunar og um- hirðu í óræktarmóum utan túns, og lét ekki staðar numið fyrr en það var orðið einn feg- ursti völlur túnsins. Það er fagurt að líta^heim á vel ræktað og vel hýst sveita- býli. Fáa mun þó gruna, sem ekki hafa sjálfir athugað, hver feikna atorka, hagsýni og þraut- seigja liggur að baki þeirra framkvæmda, eins og búið hefir verið í hendur mönnum í þeim efnum lengst af. Það er líka auð- heyrt, að mörgum manninum finnst fátt um það, sem gert hefir verið á því sviði, en vaxa mjög í augum aðrar fram- kvæmdir í þjóðfélaginu, sem meira ber á. Hitt er þó víst að margur bóndinn hefir lagt fram í þessu starfi orku og hæfileika, sem enginn hefði komist hjá að viðurkenna, hefði þeim verið beitt í þeim starfsgreinum, þar sem vogarstengur framkvæmda- lífsins eru mönnum tiltækilegri. Hallgrímur í Grímsstöðum er einn af þeim. Þeim, sem til hans þekkja finnst mikið til um það, sem hann hefir gert, en þó meira um hann sjálfan. Bjarni Ásgeirsson. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 i dag. Karlakórinn VlSIK, Siglufirði. Söngstjóri: Þormóður Eyjólfsson. §amsöDgur í Gamla Bíó föstudaginn 2. júní, kl. 2,30 e. h. og laugardaginn 3. júní, kl. 15,00 e. h. Einsöngvarar: Daníel Þórhallsson, Halldór Kristinsson og Sigurjón Sæmundsson. Viff hljóðfæriff: Emil Thoroddsen. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. AÐEUVS SUNGIÐ ÞESSI TVÖ SKIPTI. Skattskrá Reykjavíkur ásamt skrá um stríðsgróðaskatt, námsbóka- gjald, elli- og örorkutryggingaskrá, liggja frammi á bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá miff- vikudegi 31. maí til þriffjudags 13. júní, aff báffum dögum meff- töldum, kl. 10—20 daglega. Kærufrestur er til þess dags, er skrárnar Iiggja síðast frammi, og þurfa kærur aff vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, effa í bréfkassa hennar, í síffasta lagi kl. 24 þriðjudáginn 13. júní næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjavík, Ualldór Sififússon. Tapast hefir rauður hestur, fremur lítill. Mark: blaðstýft vinstra. Vin- samlegast sá, sem yrði hestslns var, geri svo vel að síma um Brúarland til Kjartans Magn- ússonar, Hraðastöðum, Mos- fellssveit. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Fylgizt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Á víðavangi. (Framh. af 1. slðu) mun verða góð aðvörun fyrir kommúnlstaforkólfa Alþýðu- sambandsins, því að hún sýnir þeim, að en er til sá dugur í islenzkri verkamannastétt, að hún lætur ekki „foringja“ sína bjóða sér allt, né hlýðir fyrir- skipunum þeirra og lögleysum í aumkunarverðri undirgefni og blindni. Kommúnistaforkólfarn- ir munu því hugsa sig um oftar en tvisvar áður en þeir fyrir- skipa ólöglegt verkfall í annað sinn. o SHIPAUTCERÐ „Esja“ fer austur um land til Siglu- fjarffar og Akureyrar kringum næstu helgi. Tekiff á móti flutn- ingi til hafna frá Húsavík til Reyffarfjarffar á fimmtudag, og flutningi til hafna sunnan Reyffarfjarffar árdegis á föstu- dag. Hugsast getur aff Þór verffi Iátinn taka þær vörur, sem fyrir kunna aff liggja til Vopnafjarff- ar, Borgarfjarffar og háfna sunnan Fáskrúffsfjarffar, ef of mikiff berst aff í Esju. Eru send- endur vinsamlega beffnir aff fylgjast meff þessu, og haga vá- tryggingu samkvæmt því. Pantaffir farsefflar óskast sótt- ir í dag. „Ægir“ fer kl. 8 í kvöld til Bildudals og Þingeyrar, tekur póst og far- þega. „Hugínn*' fer til Flateyrar, Súgandafjarff- ar, Bolungarvíkur, Súffavíkur og ísafjarffar. Flutningi veitt mót- taka árdegis f dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.