Tíminn - 31.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1944, Blaðsíða 3
56. Mað TÍMIIVN, miðvikndagiiiii 31. mal 1944 223 DA3VARMEVTVING: Jón Agnar Guðmundsson á Valbjarnarvöllum Síðasta vetrardag síðastl. var til moldar borinn að Stafholti, Jón Agnar Guðmundsson hrepp- stjóra Jónssonar á Valbjarnar- völlum í Mýrasýslu, og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur frá Galtarholti. Jón Agnar lézt á föstudaginn langa, eftir stutta legu, aðeins rúmlega 24 ára gamall; fæddur 9. jan. 1920. Fram til 10 ára ald- urs, var hann prýðisvel heil- brigður og hið mesta efnisbarn. En þá veiktist hann, og átti við þunga vanheilsu að búa um margra ára skeið. Meðal annars lá hann rúmfastur bæði heima 'og í spítala, rúmlega 5 ár sam- fleytt. Nú síðustu árin, virtist hahn heill heilsu, og grunaði engan af vinum hans né vandamönnum, að hann mundi hverfa svona skyndilega. Ég átti því láni að fagna, að kynnast þessum unga ágætis- manni, og vinna með honum tvö síðastliðin haust, og ég minnist þess ekki, að ég hafi kynnzt neinum jafn ungum manni, sem haft hafi eins vel þroskaða skap- gerð og hann. Auk þess var hann góðum gáfum gæddur, hug- kvæmur, hagvirkur og list- hneigður. ,Má í því sambandi geta þess, að meðan hann lá í spítalanum, þá barn að aldri, stytti hann sér stundir, með því, að semja krossgátur fyrir blöð í Reykjavík. Hann var dulur í skapi og svo mikið prúðmenni og ljúfmenni að af bar. Þess vegna naut hann einlægrar vináttu, trausts og virðingar allra sem kynntust honum. Það er því þungur harm- ur kveðinn að foreldrum hans og nánustu vandamönnum við frá- fall hans. Þótt hann kysi helzt af öll'u, að vera kyrr í sveitinni sinni, og hefði miklu meiri líkamsburði en 'vænta mátti, eftir margra ára vanheilsu, þá þoldi hann ekki erfiða vinnu. Hann dvaldi því í Reykjavik síðastliðinn vet- ur og stundaði létta vinnu. Ummæli barnanna, sem heima eiga í húsinu, sem hann dvaldi í: Víðimel 65, bregða skýru ljósi yfir það, hver maður hann var í augum þeirra. Þegar þau vissu að hann'var látinn, sögðu þau: „Hann Aggi er þá víst orðinn engill núna, hann var svo góð- ur". Þessi orð barnanna vil ég undirstrika. Blessuð sé minning hans. Sigurjón Kristjánsson. Meínlaus spurning Hvernig skyldi standa á því að Landssíminn lætur ekki III. flokks stöðvar sínar hafa heilla- skeyti til afnota? Á að skilja það svo, að fólkið kringum þær sé svo ómerkilegfe, að það hafi ekki neitt með þesshátta papp- íra að gera? Eða er ekki stöðvar- stjórunum trúandi fyrir svo skrautlegum blöðum? Nú má hugsa sér að fínum mönnum kynni að detta í hug að senda einhverjum, sem við III. flokks stöð býr, heilaskeyti. Við skul- um t. d. nefna Gunnar Gunn- arsson. Nei. Það er ekki hægt að senda honum Gunnari heilla- skeyti. Hann býr þarna austur- frá. Það er bara III. flokks stöð hjá honum. Þetta -er e. t. v. hégómamál, en hvað, sem um það er, þá væri fróðlegt að fá upplýsingar um það, hversvegna mönnum er mísmunað á þennan hátt. Eitt- hvað vísdómslegt og réttlátt hlýtur að búa hér bak við. H. Dregið í happdrættí Samkomu- og íþróttahússjóðs Ung- mennafélagsins , Sindri" á Hornafirði 1. apríl s .1. — Þessi númer hlutu vinn- inga: 240 Myndavél. 536 Kvenarm- bandssúr. 587 Trúlofunarhringar eða andvirði í peningum." 947 Ofvitinn (Þórbergur Þórðarson). 911 Málverk (Höskuldur Björnsson). 1339 Tafl. 1529 Tjald. 1803 Bakpoki. 2670vHvílu- poki. 4551 Kvenhanskar. 5004 Plug- ferð milli Hornafjarðar og Reykjavík- ur. 5347 Útvarpstœki. 7493 Seðlaveski 7672 Myndabók Jóns Þorleifssonar. 8205 Dömutaska. 8534 Ferðataska. 11913 Lindarpenni. 13017 Málverk (Bjarni Guðmundsson). 13209 Kaffi- stell. 13449 Fótbolti. „Konsum"-búðirnar eru um alla Svíþjóð. Þau vinna vörur bæði í vinnslustöðvum og framleiðsluverksmiðjum. K. F. í Svíþjóð selur vörur í heildsölu, býr til húsgögn og selur, þau verzlunum, sem keppa við þess eigin verzlanir á markaðinum. Hugsjón K. F. er hörð sam- keppni til verðlækkunar og vöruvöndunar, og það telur ár- angurinn tryggan, ef það selur samvinnufélögum og einkafyrir- tækjum jöfnum höndum! Sam- vinnufélagið í Stokkhólmi rekur margar verzlanir, sem selja alls konar vörur og er skipt í deildir eftir vöruflokkum. Sviþjóð var paradís auðhringanna, en K. F. rauf einn hringinn eftir annan og vörur lækkuðu stórlega í verði, t. d. smjörlíki, ljóskúlur, gólfdúkar og leirvörur. Saga hringanna segir frá stór- kostlegum verðhækkunum, eins og tinverðið og gúmíverðið er ljósast dæmi um, en saga sam- vinnuhreyfingarinnar sýnir mörg dæmi verðlækkana. Sam- vinnubókaverzlunin í New York knúði bókaverðið niður fyrir hin minni bókasöfn. Bifreiðatrygg- ingafélag bænda í Bandaríkjun- um, — en það er samvinnufélag — greiðir í ágóðahlut 25—40% iðgjaldanna. Brezkir stórfram- leiðendur stefndu að mikilli verðhækkun á sápu í skjóli stríðsins, en brezku samvinnu- félögunum tókst að koma í veg fyrir hana. Saga K. F. er mjög hvetjandi fyrir þá, sem vonast eftir aukn- um áhrifum samvinnufélags- skaparins á milliríkjaverzlun. Eins og sakir standa, virðast hringarnir sterkari en sam- vinnufélögin. 1919 — í lok fyrri heimsstyrjaldar — voru sænsku hringamir. miklum mun sterk- ari en samvinnufélögin. Þar í landi hefir þetta snúist alveg við á 25 árum. í Cooperative League í New York hefir verið sagt frá hinum uggvænlegu erfiðleikum, er K. F. átti við að stríða 1919: „Sænsku samvinnufélögin áttu við mikla erfiðleika að stríða 1919. Skuldir félagsmanna höfðu aukizt og urðu að lokum meiri en höfuðstóllinn. 1913 var höf- uðstóllinn 35 krónur fyrir hvern meðlim, en skuldirnar 32 krón- ur. 1919 voru skuldirnar 80 krónur fyrir hvern meðlim, en höfuðstóllinn 72 krónur. Útlitið var ískyggilegt og samkvæmt því var sú stóra ákvörðun tekin að „samvinnufélögin skyldu — eíns og meðlimirnir — eingöngu kaupa gegn staðgreiðslu." 1939 var höfuðstóll sænsku samvinnufélaganna því nær 200 krónur fyrir hvern meðlim. K. F. hefir komizt að þeirra niðurstöðu, að heilbrigður skiln- ingur almennings á viðfangs- efnum í nútímaþjóðfélagi er grundvöllur heilbrigðar þátt- töku almennings í athafnalífi og fjármálum þjóðfélagsins. Það hefir því hafið víðtækar að- gerðir til aukinnar menntunar. K.F. hefir stofnað til félags- skapar í Bandaríkjunum til að vinna að sölu á „sænskri fram- leiðslu". Sigrar þessa fyrirtækis hafa orðið mjög miklir. * Áhrifamenn innan samvinnu- hreyfingarinnar hafa stofnað Endurreisnarráð alþjóðlegrar samvinnuhreyfingar, til þess að Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Hans hani var ákaflega ástfanginn af ungri stúlku þar í byggðarlaginu. Hún var líka í þessu boði. Knútur var mikill gleði- maður og dansaði af meira kappi en nokkur annar, söng og hló og æpti, sem tilheyrir ósviknum dansi í Grænlandi. Þegar þessu hafði farið fram um stund, kom Hans hani til skjalanna og harðbannaði Knúti að dansa við stúlkuna, er hann hafði augastað á. Honum leizt ekki orðið á blikuna. En Knútur vildi ekki skeyta þessu banni. Hann dansaði og söng og hrein og sveiflaði stúlkunum, þeirri forboðnu sem öðrum. Þá ruddist Hans inn á gólfið og hrópaði hárri röddu, að hann sem konunglegur sýslunarmaður lokaði geymsluhúsinu og bann- aði þar allan dans. Knútur hafði engin umsvif: hann þreif i jakkakraga hans og fleygði honum út um dyrnar. Síðan var haldið áfram að dansa, eins og ekkert hefði ískorizt, og skemmtu allir sér hið bezta. Dansinum var loks slitið, er leið á nótt. Slökkti Knútur sjálfur öll ljós og fór síðastur út úr húsinu. En hann var ekki fyrr kominn út úr dyrunum en Hans hani réðist á hann og rak honum rokna kjaftshögg og hljóp síðan brott. Daginn eftir bar fundum þeirra Knúts og Hans saman hjá Kraul nýlendustjóra. Þá var stund hefndarinnar komin. „Herra nýlendustjóri!" mælti Knútur. „Skrifstofuþjónn yðar hefir móðgað mig. Hann hefir lamið mig í andlitið, og ég krefst uppreisnar. Ég skora skrifstofuþjóninn á hólm. Þenna smánar- blett verður að afmá með blóði!" Kraul nýlendustjóri skildi undir eins, hvað Knútur var að fara. Hann svaraði því mjög virðulega: „Hugsið yður um, Knútur Rasmussen. Ég þekki herra bókar- ann. Það er maður, sem aldrei lætur á sig ganga. Látið yður ekki detta í hug að skora hann á hólm, því að hann er mjög hug- rakkur og ágætur skilmingamaður." „Mér er alveg sama," svaraði Knútur. „Ég hefi verið móðgaður, og ég á rétt til að velja vopnin. Ég krefst þess, að við berjumst rneð hríðskotarifflum á tíu faðma færi." „En herra bókarinn er frábær skytta, Knútur Rasmussen. Hann gæti drepið yður." „Mér er alveg sama. Haraldur Moltke verður einvígisvottur minn." „Jæja þá," svaraði Kraul. „Þá verður að skeika að sköpuðu. Lögin skulu í heiðri höfð í minni nýlendu. Ég verð sjálfur ein- vígisvottur Hans bókara." Hans hani hafði staðið orðlaus og horft til skiptis á Knút og nýlendustjórann. Hann var náfölur og tekinn að nötra og pkjálfa. „En fyrir öllu verður að hugsa," sagði nú nýlendustjórinn. „Lík- kista verður að vera tilbúin strax að einvíginu loknu. Bókarinn er stærri en þér, Knútur, svo að ég hygg,.'að það sé bezt, 'að smiðurinn taki mál af honum. Þá má nota kistuna handa hvor- vm ykkar sem er." Nú var sent eftir Klintrup-Jensen trésmið. Hann tók þegar til verka og mældi vandlega bæði hæð og gild- leika aumingja Hans. Hans hani var orðinn frávita af skelfingu. „Sjáum nú til, — nú, o-já, við ættum að geta þrengt honum ofan í kistu með fjögra planka botni, þá komumst við af með atján planka — o-já, átján furuviðar-planka." „En mér virðist, að herra bókarinn eigi fyllilega skilið að hvíla í eikarkistu," sagði nýlendustjórinn. „Þér eigið hvort eð er inni, Hans, — nú, og naglana skal ég gefa, ef þörf krefur." „Nú — ég gef liksokka, hvíta líksokka. Þér látið kaupmann- inn færa þá mér til skuldar," sagði smiðurinn. „Sjálfur áttu nóg af hvítum skyrtum. Við ábyrgjumst, að það verður hrein skyrta, sem þú verður færður í, áður en kistan og gröfin taka við þér — já, o-já." „Það er engin ástæða til að fara að jarða hreina og heila skyrtu með bókaranum," sagði nú Kraul nýlendustjóri. „Það væri hreinn fjandans hégómaskapur. Það væri allt of mikill tilkostnaður — í ofanálag á eikarkistu. *Nei, við höfum ekki eik nema í lokinu og hliðunum. í gafla og botn má sem bezt nota furu. Það væri sfcrax sparnaður. — Við skulum sjá: hvað er það mikill sparn- aður?" , Nýlendustjórinn tók blýant og blað og fór að reikna. En nú stóðst Hans okkar bókari ekki lengur mátið. Hans hneig niður á stól og fór að gráta. Á milli gráthviðanna kvein- aði hann: „Nei, nei! Ég vil ekki berjast! Ég vil ekki láta skjóta mig! Ég vil ekki deyja!" En Knútur var harður í horn að taka. Loks varð það þó að samkomulagi, að Kraul nýlendustjóri og Jensen smiður skyldu dæma í málum þeirra. Felldu þeir þann úrskurð, að Hans skyldi í fyrsta lagi biðja Knút afsökunar, liggjandi á hnjánum, í öðru lagi skyldi Knúti einum leyfast að dansa við hina umdeildu ung- mey, svo lengi sem hann dveldi í byggðarlaginu, og í þriðja lagi átti Hans að láta þegar af hendi allar áfengisbirgðir sínar við Knút og dómarana. Það er óþarft að taka það fram, að það var slegið upp veizlu og dansi að nýju. Og þar var glatt á hjalla, því að það var veitt af rausn. En Hans bókari hafði sig lítt í frammi. vinna að útbreiðslu samvinnu- félagsskaparins á alþjóðlegum grundvelli. Ráð þetta hefir boð- ið Herbert H. Lehman að að- stoða UNRRA við framkvæmd hins mikla hlutverks að sjá í- búum herteknu landanna fyrir nauðsynjum, þegar þau hafa verið losuð úr ánauð. Samvinnu- sambandinu í New York hefir ennfremur borizt tillaga um stofnun Alþjóðlegs verzlunar- og framleiðslusambands sam- vinnufélaga, til eflingar sam- vinnuhreyfingunni í heiminum. Tillögu þessari fylgir grein- argerð um kaup til f ullnægingar þörfum samvinnufélaganna. Neytendasamtökin í Evrópu fluttu þangað inn vörur fyrir 186.214.460 dollara árið 1936. Eftir flokkum er sklptingin þannig: Dýrafeiti og kjöt, mjólk- urvörur, jurta- og jarðolíur 89.969.148 dollarar; nýlenduvör- ur, nýir og niðursoðnir ávext- ir, nýr og niðursoðinn fiskur, hnetur og ilmefni 45.868.176 dollarar; korn- og mjölvörur, sykur, baunir og fræ 40.324.664 dollarar; vefnaðarvörur og iðn- vörur 7.085.768 dollarar; trjávið- ur, jarðefni, efnavörur og trefj- ar 2.966.704 dollarar. Brezka samvinnuheildsalan flutti inn vörur fyrir 144.500.000 dollara, en samvinnufélög annara landa í Evrópu fluttu inn vörur fyrir 41.714.460 dollara. Frá Banda- (Framh. á 4. síSu) Sumband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Qþ P A L ttœstiduft er fyrir nukkru komiS a íiiarkaðinn og hefir þegar nlotiS hið mesta lofsorS, þvi vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þa kosti, er rœstiduft þarf að hafa, — það fireinsar án þess að rispa, er mjög drj'igt, og er nothæft á allar tegjndir búsahalda og eld- húsáhalda. rvotið O P \ L rœstiduft Tilkynning Ábúendur jarða, sem land eiga í Skarðsheiði í Borgarfjarðar- sýslu, hafa bundizt samtökum um að taka engin hross í sumar- göngu í heiðarlandið. Hross, sem kunna að.strjúka eða verða rekin í leyfisleysi, verða tafarlaust tekin og þeim ráðstafað lögum samkvæmt. Raitækjavinnustof an Selíossi frainkvæiiiii* allskonar rafvirkjastörf. Borðdúkar og Serviettur. Vcrzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í sfma 4160. Höfum rúðuglcr af öllum gcrð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BBYNJA • Sími 4160. TÍMIrV^Í er víðlesnasta anglýsingablaðið! og svo umfram allt aS senda mér 1 stykkl SAVON DE PABIS, hún er svo ljómandi g6S. — Já, meS ánœgju, kæra frö- ken, enda seljum vlS langmest af þeirri handsfipu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.