Tíminn - 02.06.1944, Qupperneq 2

Tíminn - 02.06.1944, Qupperneq 2
226 TtMIM, fttstiidagiim 2. jiiní 1944 57. blað ^tminn Föstudayur 2. jjúní Sfærsta verkefní þjóðveldísíns nýja Engin þjóð önnur en íslend- ingar hefir getað minnst 1000 ára afmælis löggjafarþings síns. Engin þjóð getur vitnað til þess að hafa búið við jafn fullkomið lýðræðisskipulag og íslendingar á þeim tíma. Þetta stjórnskipu- lag íslendinga helzt um langan aldur með mikilli sæmd. Ásamt fornbókmenntunum hefir það aukið hróður íslendinga mest meðal annara þjóða. Saga Alþingis til forna og fornbókmenntirnar mættu því jafnan minna íslendinga á, að álit og vegur smáþjóðar byggist sérstaklega á tvennu: Frjálslegu og réttlátu stjórnskipulagi og gróskuríkri andlegri menn- ingu. Sakir fjölmennis síns og auðlegðar geta stórþjóðirnar borið ægihjálm yfir þeim á öðr- um sviðum. Hins vegar verða þær jafnvígari, þar sem meira reynir á hæfni einstaklinganna en fjölmenni. íslendingar eru nú að stofna þjóðveldi í annað sinn. Þótt þeir séu fáir og smáir, beinist nú að þeim athygli stærri þjóða, vegna þessa atburðar. Hin mörgu erlendu blaðaummæli, sem sagt hefir verið frá að und- anförnu, bera þesa^óræk vitni. Þessi athygli mun haldast áfram og því munu gefnar nánar gæt- ur, hvernig hin önnur þjóðveld- isganga verður. Endurreisn íslenzka þjóð- veldisins gerist á óvenjulegum tímum. Mögnuð félagsleg óár- an hefir þjakað mannkynið að undanförnu, bæði í samskiptum þjóðanna og sambúð einstakl- inga. Margvíslegur ófarnaður og fjárkreppur hafa sprottið af þessari óáran, auk tveggja heimsstyrjalda. Allar þess- ar hörmungar hafa sýnt og sann- að mönnum það, að mannkynið þarf betri og friðsamlegri sam- búðarhætti, ekki aðeins milli þjóðanna, heldur engu síður ínnan þeirra. Hinn komandi friður helzt ekki lengi, ef hann verður aðeins vopnaður friður sigurvegaranna. Hinn varanlegi friður getur ‘aðeins byggzt á auknu félagslegu réttla^ti og bættum sambúðarháttum ein- staklinga og þjóða. Til þess að skapa þennan var- anlega frið geta smáþjóðirnar ekki síður lagt fram veigamik- in skerf en stórþjóðirnar. í mörgum stórblöðum Breta segir nú á þessa leið: Við verð- um ekki jafn voldugt stórveldi eftir þessa styrjöld og t. d. Bandaríkjamenn og Rússar, því að þeir ráða yfir meiri auðæf- um ogjnannafla. En við getum samt orðið eins áhrifamikið stórveldi. Það getum við, ef okk- ur tekst að hafa hina félagslegu og andlegu forustu. Ef við byggjum upp þjóðfélagshætti, sem eru til fyrirmyndar um réttsýni og almenna velmegun, munu aðrar þjóðir taka- okkur til fyrirmyndar og treysta for- ustu okkar. í blöðum annarar minni þjóðar, Svía, gætir þessarar skoðunar einnig, þótt það sé hins vegar ekki í sambandi við neina heimsveldisdrauma. Svíar hafa líka við reynslu að styðj- ast. Það, sem hefir vegið mest gegn þeirri andúð, sem hlutleysi þeirra í styrjöldinni hefir stundum vakið meðal Banda- manna, einkum þó í Ameríku, er sú útbreidda skoðun, að Sví- um hafi tekizt sérstaklega vel að halda uppi frjálslyndu og réttlátu stjórnarfari. í vestur- heimsblöðum er Svíþjóð iðulega nefnd „land hins gullna'meðal- vegar“. Einkum eru það þó af- rek sænsku samvinnufélaganna, er skapað hefir Svíum hróður vestan hafsins. íslendingar, þótt fáir séu, geta lagt fram svipaðan skerf til að vísa öðrum þjóðum á réttar fé- lagslegar leiðir og Bretar og Svíar og fleiri slíkar þjóðir hafa 1 undirbúningi. Stjórnskipulag þeirra til forna hefir orðið mörg- um til drjúgrar hvatningar og skipar veglegan sess í sögu lýð- ræðisins í heiminum. Ef gifta Guðbrandur Magnússon: Framtíð Fram§éknar- fflokksins Baðsiofuhjal í afmælissamkvæmi Fram- sóknarmanns fyrir 6—7 árum lét ég þau orð falla, að það hefði hvarflað að mér að óttast um framtíð Framsóknarflokks- ins, þegar frumherjarnir tækju að eldaát og týna tölunni. En ég lét þess þá jafnframt getið, að tekið væri fyrir þennan ótta, vegna þess, að Framsóknar- flokkuririn hefði eignast 2ðra kynslóð forustumanna, og nefndi til dæmis í því sambandi nokk- ur nöfn. Keppinautunum til hægri og vinstri hefir til skamms tíma ekki komið saman um margt. En það hefir þeim öllum komið saman um, að Framsóknar- flokkurinn ætti engan tilveru- rétt. Hann vantaði grundvöli. Stjórnmálastefnurnar væru að- eins tvær. Lífið sjálft hefir andmælt þessu hér á landi. Fyrsti maðurinn, sem hóf út- gáfu stjórnmálarits, Baldvin Einarsson, lagði málin þáhnig fyrir, að lífsskoðanirnar, stefn- urnar, væru þrjár í stjórnmál- unum. Og svo hefir þetta þá einnig orðið, síðan viðhorfin í innanlandsmálum tóku að skipta mönnum í stjórnmála- flokka. fylgdi hinu endurreista íslenzka þjóðveldi ætti það að geta unn- ið sér svipaðan sess í sögu hins endurfædda og umbætta lýð- ræðis, er hefst að styrjöldinni lokinni. Ef íslendingar skapa hér farsælt réttarríki, myndi þjóðveldið nýja vinna sér slíkan virðingarsess í sögunni. Boðorð hins nýja tíma er að tryggja öllum sem bezta at- vinnu- og afkomumöguleika með viturlegri skipulagningu fjármagns og vinnuafls, án þess þó að ganga of nærri per- sónufrelsi og athafnaþörf borg- aranna. Fyrsta og stærsta verk- efni hins endurreista þjóðveldis er að skapa íslenzku þjóðinni slíkt hagkerfi. „Fátt myndi hefja hærra virðingu hins gamla þings og hinnar elztu lýðræðisþjóðar“, segir formaður Framsóknarflokksins í formáls- grein flokksþingstíðindanna, „en ef hún gæti sýnt það í byrjun nýja lýðveldistímabilsins, að hún hefir þroskann og hæfileik- ann til þess að tileinka sér ör- Miðflokksstefnan hefir ekki aðeins orðið að standast áróður kep'pinautanna til hægri og vinstri, um þetta undirstöðu- atriði, heldur hafa tveir fremstu forvígismenn Framsóknar- flokksins lent í því, annar að vilja fjölga flokkunum, hinn að vilja fækka stefnunum. En jafn- vel þessa raun hefir Framsókn- arstefnan staðist, og það með mikilli prýði. Þegar nú ofan á bætist, að á- rangurinn af þeim miklu átök- um, sem nú ejga sér stað í ver- öldinni, virðist ætla að verða sigur miðflokksstefnunriar, þá ætti ekki í alvöru lengur að verða deilt um tilverurétt henn- ar. Hitt er annað mál, hvort það auðnast til frambúðar að láta áhrifa þessarar stjórnmála- stefnu gæta nógsamlega í ís- lenzkum stjórnmálum. Og er þá bezt að segja það eiris og er, að í því efni er ég enganveginn óttalaus. _ íslenzkir atvinnuvegir eiga því aðeins framtíð, að þeir á frjálsum markaði geti keppt við hliðstæða atvinn-uvegi annara landa. Um þetta verður ekki deilt. Og eitt meginúrræðið, sem við hugsum okkur að grípa uggt hagkerfi í samræmi við kröfur hins nýja tíma“. Þetta eru vissulega orð í tíma töluð. Þetta sjónarmið mótar líka stefnuskrá þá, sem 7. flokksþing Framsóknarmanna samþ/kkti. Meginkjarni hennar er skipulegt hagkerfi á grund- velli lýðræðis og persónufrelsis. Grundvallarstefnan, sem þar er mörkuð, er tvímælalaust rétt. Hins vegar má vel vera, eins og formaður flokksins tekur fram í formálsgreininni, að ýmislegt geti staðið þar til endurbóta. Fyrir þessari stefnu munu Fram- sóknarmenn berjast, þótt þeir myndu hins vegar kjósa, að um grundvallaratriði hennar gæti strax sameinast svo öflugt fylgi, að hún kæmist fram á næstu árum. Þá myndi fullkom- lega sannast sú spá, að „það myridi marka ný tímamót í lífi íslenzku þjóðarinnar og verða vegur hennar til friðar, almennrar hagsældar og auk- innar virðingar ■ meðal þjóð- anna“. - Þ. Þ. til í því efni, er að tileinka okk- ur þekkingu og tækni til þess að þetta megi takast. íslenzkir bændur vita það of- urvel, að þeir þurfa stórlega að breyta til, eigi þeir að geta lifað af búskapnum. Þeir þurfa að auka ræktun jarðar og búfjár, eignast fullkomnustu tæki, og jafnvel skipta með sér fram- leiðslugreinum eftir landshátt- um. Þá er sjávarútveginum og iðnaðinum eigi síður vanþörf á að tileinka sér hverskonar um- bætur tækni og vinnubragða. En svona er þessu farið á fleiri sviðum. Eigi stjórnmálaskoðanir að þrífast og halda til jafns, þá þurfa þar einnig tæki. Þessu valda breyttar aðstæður. Góður málstaður er ekki nóg, eins og nú er komið. Áróðurstæknin er komin til sögunnar. Og hennar mikils- verðustu tæki eru dagblöð. Dag- blöð, sem fyrst og fremst eru fréttablöð, en flytja síðan á- samt stjórnmálunum, mikið af léttlæsilegu efni, og þá fyrir fólk á öllum aldri. Stærsti flokkurinn, flokkur- inn sem til þessa hefir öllu ráð- ið í okkar hlutfallslega stóra höfuðstað, eða menn í þeim flokki, hafa átt tvö dagblöð í meira en 30 ár. Alþýðuflokkurinn og Kom- múnistaflokkurinn eiga þar einnig dagblöð, sem nú koma út í 8 blaðsíðum á dag hvort um sig. - • Framsóknarflokkurinn einn á ekkert dagblað. Hann á nú held- ur engan fulltrúa í bæjarstjórri Reyk j avíkur! Dagblaðsleysinu veldur fyrirhyggjuleysi, sem nú verður að fara að telja til and- varaleysis. Framsóknarflokkurinn hefir alla tíð mjög treyst á fórnfýsi fárra manna um fjárframlög til blaðaútgáfu og vinnu við þau. Dagblaðaútgáfa er geysilega kostnaðarsöm. Þó munu elztu blöðin nú bera sig fjárhagslega, og sum þeirra jafnvel orðin gróðafyrirtæki. Þau yngri styðjast við frjáls framlög frá flokksmönnum, eða flokkarnir reka fjáraflafyrirtæki þeim og flokksstarfinu til stuðnings. Lélegar póstgöngur hafa til skamms tíma verið eitt aðal- mein dagblaðanna. En svo er nú HVENÆR LÆRÐU ÍSLEND- INGAR AÐ PRJÓNA? í II. bindi Iðnsögu íslands, bls. 141, segir svo: „Á síðara hluta 16. aldar eða nánar til tekið á sjöunda tug aldarinnar, að því er bezt verður séð, varð stórmerkileg nýjung í ullariðnaði íslendinga, er þeim lærðist að prjóna. Ýms- um mun nú þykja næsta furðu- legt, að þetta nytsama og ein- falda verklag skuli ekki tíðkast hafa svo að segja frá öndverðu, og fyrr en vefnaðurinn, en öðru er nær en að svo sé. Prjóna- kunnáttan nær fyrst viðgangi hér í álfu á síðari hluta 16. ald- ar og er talið, að á Englandi hafi fyrstu sokkarnir verið prjónaðir árið 1564, að fyrir- mynd frá Spáni.“ Þessi ný- breytni virðist hafa verið býsna fljót að berast hingað. En er það ekki undarlegt, að Auður djúp- úðga eða Bergþóra skuli ekki hafa kunnað að prjóna? . EN HVENÆR KOM FYRSTA PRJÓNAVÉLIN TIL ÍSLANDS? Um það segir í Iðnsögunni, sama bindi, bls. 180: „Lang- fyrsta prjónavél, sem til lands- ins flyzt, er vafalaust sú, er sr. Jón Jónsson að Möðrufelli í Eyjafirði útvegaði árið 1821. Með vélinni var fenginn danskur prjónameistari, Pilemark. Auk þess hafði Álfheiður dóttir sr. Jóns, sem verið hafði ytra og kom heim með Pilemark, lært að komið, að % hlutar þjóðarinnar eiga kost á lestri dagblaða sam- dægurs sumarmánuðina. Að vetrinum berast þau ekki svo fljótt. En þó munu þau geta náð samdægurs að vetrinum til 60 þúsund manna. Hvernig mundu Framsóknar- menn kunna því, ef sá háttur yrði upp tekinn í næstu kosn- ingum, að þeim yrði skammt- aður skemmri ræðutími á mann- fundum en öðrum flokkum? Þeir mundu tæpast eira slíku. En geta þeir þá eirt því öllu lengur, að ná ekki til mikils þorra landsmanna, — meira hluta fólksins í þéttbýlinu — með málefnaflutning sinn. Flokkurinn á ekki málgagn við hæfi þessa fólks. Og hvar endar það? Miðstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins hefir kom- ið auga á þetta. Þessir aðiljar hafa samþykkt að efna til al- mennrar fjársöfnunar meðal Framsóknarmanna um allt land. Flokksþingið samþykkti ítrekun á nauðsyn þessarar fjársöfnun- ar. En skilja Framsóknarmenn prjóna með vélinni eftir að hún var hingað komin. Prjónameist- arinn fór aftur utan, en Álfheið- ur og sr. Jón bróðir hennar tóku við umsjón þess, sem prjónað var. Hélt það áfram í fimm ár, en þá var vélin talin ónýt. Var sagt, að landsbústjórnarfélagið danska hefði gefið vélina.“ Svo leið hálf öld þangað til næstu prjónavélarnar komu til íslands, og þá líklega eitthvað fullkomn- ari. „Árið 1875 fær kvenfélagið í Hegrarfesi í Skagafirði sér prjónavél, líklega þá fyrstu norðanlands." REYKJAVÍKUR-LALLI SKRIF- AR: „Þá er nú búið að kjósa. Heldur þótti mér okkur. Reyk- ví’kingum verða á í messunni, að ekki skyldi koma nema helm- ingur á kjörstað fyrsta daginn, og. þó varla það. En úr þessu rættist sem betur fór hina dag- ana. Það er nú svona, hvað sem hver segir, að oft eru sveitirnar hlutskarpari, þegar á reynir. Það er þó líklega einhver munur að renna sér í bíl eftir götunum hérna, þó að sumum þyki þær holóttar, eða að fara gangandi og ríðandi í vorleysingum lang- ar bæjarleiðir og sumstaðar yf- ir fjöll og firnindi. Mér finnst, að allir kaupstaðarbúar, sem rólfærir eru, hefðu átt að koma gangandi á kjörstaðinn, en ekki að láta sækja sig. En látum nú (Framh. á 3. síSu) almennt hvað þeir eiga hér í húfi? Borgfirzkur bóndi skýrði frá því, þg,r sem um þessi mál var rætt á vegum flokksþingsins, að hann hefði rætt um það við ná-' granna sína á síðasta hausti,þeg- ar hríðin var sem hörðust í blöðum nábúaflokkanna og á Alþingi út af afurðaverðlagi bænda, hvað það mundi hafa kostað bændastéttina, „ef varn- irnar hefðu bilað!“ Nú er það ekki lengur kleift fáum einstaklingum og neinni einni vinveittri stofnun að leggja fram féð, sem til þarf. Hér þarf hundruð þúsunda kr. að upphafi. Og leggi ekki bjargálna Fram- sóknarmenn, hver um sig fram sem svarar 100—500 krónum, í útgáfusjóðinn, þá verður áfram um misskipt'ingu á „málfrelsi* flokkanna að ræða! Viljið þið una því, Framsókn- armenn! Er nú ekki það rúmt um fé, einnig hjá Framsóknarmönnum, að unnt sé úr að bæta? Og' geta þeir varið fjármun- um öllu betur! 7* Erlomlir Mackenzíe Kíng Enginn núlifandi stjórnmálamaður hefir að baki jafn langan og óslitinn valdaferil og Lyon Mackenzie King. Hann hefir verið forsætisráðherra Kanada í 17 ár og for- ingi frjálslynda flokksins í meira en aldarfjórðung. Slíkt er vafalaust met á þeim órólegu og fallvöltu tímum, sem verið hafa að undanförnu. Það er sagt, að þeir stjórn- málamenn. sem komast í fremstu röð, skiptast í tvo meg- inflokka. í öðrum flokknum eru þeir, sem berjast fyrir nýjum hugsjónum og hrífa fólkið með áhuga sínum, eldmóði og per- sónuleik. í hinum flokknum eru þeir, sem vinna að áhugamálum almennings með slíkri festu og dugnaði, að þeir skapa sér fylgi og traust. Þeir síðarnefndu hafa venjulegast ekki til að bera þann eldmóð eða glæsileik, sem hrífur almenning, en þeir reyn- ast oftar hinum fyrrnefndu traustari í sessi, þegar til lengd- ar lætur. Mankenzie King tilheyrir tví- mælalaust síðari flokknum. Þrátt fyrir hinn langa valda- feril hans, verður vart sagt að hann hafi nokkurn tíma verið dáður sem óvenjulegur afburða- maður. Hann er hvorki ræðu- snillingur eða glæsimenni í framgöngu og tranar sér ekki fram. Þegar velja átti formann frjálslynda flokksins eftir frá- fall hins mikilhæfa stjórnmála-' manns, Wilfrid Laurier, voru tveir menn aðrir taldir standa nær formannstigninni en King. Átökin, sem urðu milli þessara manna við formannskjörið, end- uðu með því, að báðum var hafn- að og King kosinn formaður. Síðan hafa völd hans í flokkn- um stöðugt eflst og aukist, vegna festu hans, lægni og fram- sýni. Hann hefir verið forsætis- ráðherra í 17 ár af þeim 25 ár- um, sem hann hefir gengt flokksformennskunni, og unnið sér þar svipað traust, vegna áð- urgreindra hæfileika. Sam- starfsmenn ha«s meta hann mest vegna starfshæfni hans, en gagnrýnislitla almenninghylli hefir hann aldrei unnið sér, líkt og t. d. Churchill í Englandi og Roosevelt í Bandaríkjunum. Að- komumenn í Kanada hafa oft orðið undrandi yfir því, að King virðist eigi njóta þar neinna sér- stakra yinsælda, þar sem hin langa valdatíð hans benti ein- dregið í þá átt. Reyndin hefir þó oftast orðið sú, þótt King hafi ekki sózt neitt sérstaklega eftir persónulegri hylli, að hann hefir reynzt andstæðingunum ofjarl í kosningum. Hann hefir valið flokki sínum þau baráttu- mál, sem menn aðhylltust, og hann hefir hrundið þeim í fram- kvæmd. Því fer samt fjarri, að hann hafi barizt fyrir málefni, vegna vinsælda þeirra einvörð- ungu. Með hinum öruggu dýr- tíðarráðstöfunum á striðsárun- um hefir King tekist betur að halda dýrtíðinni í skefjum en dæmi eru til annarsstaðar, en þær hafa líka unnið honum miklar óvinsældir. Um það hefir hann ekki skeytt. Þótt hann sé þekktur að því að velja sér vin- sæl mál til að berjast fyrir, berst hann engu síður fyrir óvinsæl- um málum, ef hann álítur þau rétt. King verður sjötugur á næsta ári. Móðurafi hans var kunnur stjórnmálamaður, skozkur að ætt. Hanri háði harða baráttu við forréttindastéttir Kanada á sínum tíma. Faðir Kings var vel metinn lögfræðingur. Sagt er, að King hafi frjálslyndi sitt úr móðurættinni, en festu og jafn- vægi úr föðurættinni. King var snemma til mennta settur og las við háskóla í Toronto, Chicago og Harward. Um alda- mótin gekk hann í þjónustu kanadisku stjórnarinnar og var ritstjóri „Labour Gasette" í rúmlega átta ár. Árið 1908 náði hann kosningu til sambands- þingsins. Árin 1909—10 var hann verkamálaráðherra. Árið 1919 var hann kosinn formaður frjálslynda flokksins. Tveimur árum síðar vann flokkurinn mikinn kosningasigur undir stjórn hans. Hann var forsætis- ráðherra 1921—26, en varð þá að láta af völdum, því að haust- ið 1925 hafði flokkur hans beðið stórfelldan kosningaósigur og hann sjálfur misst þingsæti sitt. Kosningar fóru aftur fram árið 1926 og vann frjálslyndi flokk- urinn þá méira hluta þingsæta að nýju og King varð aftur for- sætisráðherra næstu fjögur árín. Árið 1930 tapaði hann í kosning- um og íhaldsmenn höfðu völdin næstu fimm árin. Sú óheppni Kings varð í raun og veru heppni, því að íhaldsmenn fengu að bera þungann af kreppunni og hafa vart borið sitt bar síðan. Frjálslyndi flokkurinn náði aftur meiri hluta í kosningun- um 1935 og efldist enn meira í kosningunum 1940. King hefir því verið forsætisráðherra sein- ustu níu árin samfleytt. í stjórnartíð Kings hafa orð- ið margar og miklar framfarir í Kanada, sem á ýmsan hátt má rekja til stjórnar hans. Sé miðað við íbúatölu, munu fá ríki eiga stærri hlutdeild í hernað- arrekstri Bandamanna en Kan- ada. Óvíða hefir hernaðarrekst- urinn líka búið eins vel í haginn og í Kanada, því að á grundvelli hans munu rísa upp nýjar at- vinnugreinar eftir stríð, sem eigi voru til áður. Vegna þess, hve dýrtíðinni hefir verið haldið vel í skefjum og margar aðrar undirbúningsráðstafanir gerðar, virðist auðsýnt, að Kanada muni búa við velmegun á komandi árum. Þrátt fyrir það, þótt stríðs- stjórn Mackenzie King njóti mikillar viðurkenningar er- lendis, er vart hægt að( segja, að landsmenn hans líti hana sömu augum. Margar stríðsráð- stafanir hans hafa orðið óvin- sælar. íhaldsmenn eru nú byrj- aðir að rétta við eftir kreppu- stjórn sína 1930—35 og hafa val- ið sér foringja, sem virðist njóta vaxandi trausts. Þeir hafa líka nýbreytt stefnuskrá sinni og hafa „yfirboðið" frjálslynda flokkinn í ýmsum greinum. Mest hættan stafar þó frjáls- lynda flokknum af hinum öra vexti C. C. F. flokksins, sem- er róttækur umbótaflokkur og ekki hefir náð verulegri fótfestu fyrr en á stríðsárunum. Margar spár ganga í þá átt, að hann verði stærsti flokkur Kanada áður en langt líður. King hefir því sjaldan beðið örðugra hlutverk en að stjórna flokki sínum í þeirri kosningabaráttu, sem nú er fyrir höndum og hugsanlegt er, að verði á þessu ári. Það reynir nú meira á hann en nokk- urri sinni fyrr að sanna það, að hann sé sá maður, sem jafnan velji hin ákjósanlegustu bar- áttumál og beri því sigur af hólmi. Andstæðingar hans hampa því líka, að hann sé nú nálægt sjötugu og muni for- ustu hans ekki njóta lengi, en frjálslyndi flokkurinn eigi eng- an mann til að fylla sæti hans. Mackenzie King er enginn ræðusnillingur, en hann er rök- fastur og nýtur sín því betur á þingi en pólitískum fundum. Persóna hans eða framkoma / \

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.