Tíminn - 13.06.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1944, Blaðsíða 3
60. Mað TlMIXTV. þrlgjMdagiim 13. júni 1944 239 Sextug: Guðíríður Jóhannes- dóftír, Litlu-Brekku Eins og getiö var um í útvarpi hinn 10. apríl s.l., þá átti frú Guöfríður Jóhannesdóttir ljós- móðir að Litlu-Brekku í Borg- arhreppi sextíu ára afmæli þann dag. Söfnuðust þá sveitungar hennar og grannar fjölmennir á heimili þeirra hjóna, til að hylla hana og votta henni þakk- ir sínar fyrir langt og farsælt starf; en hún hefir nú um aldar- fjórðung verið vinsæl og vel metin húsfreyja þar í sveit, og ennfremur ljósmóðir um meir en þriðjung aldar, og jafnframt löngum fyrir Borgarnesskaup- tún. Fluttu þeir henni þakkar- ávörp og færðu henni gjafir. Frú Guðfríður er fædd og upp- alin á Gufuá í Borgarhreppi, dóttir Jóhannesar Magnússonar og Kristínar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og voru að öllu góðu kunn. Systkyni hennar fluttust til Ameríku, er þau kom- ust upp, en hún dvaldist með foreldrum sínum og aðstoðaði þau í ellinni, og þegar að hún sjálf stofnaði heimili, tók hún föður sinn, er þá var orðinn ekkjumaður, til sín og annaðist laann á meðan hann lifði. Árið 1918 giftist Guðfríður Guðmundi Þorvaldssyni á Litlu- Brekku og búa þau þar ennþá. Árið 1928 keyptu þau jörðina Ána-Brekku og fluttu þangað. en jarðir þessar liggja saman Ráku þau eftir það búskap á' báðum jörðunum, þar til fyrir þrem árum, að Jóhannes sonur þeirra tók við jörð og búi á Ána- brekku. Ætíð hefir búskapur þeirra hjóna verið umsvifamik- ill og all stórbrotinn. Þannig mun Guðmundur hafa ^erið einn mesti fjárbóndi í Borgarfirði um skeið, áður en hinar ill- ræmdu fjárpestir tóku að herja héraðið. Einnig hefir Guðmund- ur verið verið með athafnamestn bændum um jarðyrkjufram- kvæmdir, svo og húsagerð. Vita allir, sem til þekkja í sveitum að slík umsvif fara ekki fram hjá húsmóðurinni, þótt utan- bæjarstörf séu kölluð. Tíu börn hafa þau hjón eign- ast en misstu^rjú þeirra á unga aldri. En hin sjö uppkomin, öli hin mannvænlegustu. Mundi nú flestum þykja, að búsforráð umsvifamikils heimil- is í hálfan þriðja tug ára, ásamt umönnun og uppeldi hins stóra barnahóps, vera ærið verkefni hverri meðalkonu og fullgilt dagsverk, eða vel það. En Guð- fríður Jóhannesdóttir hefir haft í fleiri horn að líta. Eins og fyrr er frá sagt hefir hún jafnframt verið ljósmóðir í umfangsmiklu umdæmi og leyst það starf af hendi með hinni mestu árvekni og samvizkusemi. Svo góðum hæfileikum, skapgerð og þoli er hún búin, að allt hefir henni farið jafnvel úr hendi, búsýsla, barnauppeldi og ljósmóðurstörf. Er það öllum gæfa, er notið hafa. eiginmanni, börnum og sveitar- félagi. Framtíð þjóðar okkar byggist á konum og körlum af hennar gerð. Bjarni Ásgeirsson. Ef rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. 65 ára: Guðmundur Árnason hreppstj. í Múla Guðmundur Árnason, hrepp- stjóri í Múla, varð 65 ára 3. júní s. 1. Hann fæddist að Skarði á Landi árið 1879. Foreldrar hans voru Árni Kollín Jónsson bóndi í Skarði og Þórunn Guðlaugs- dóttir bónda á Hellum. Afi hans var Jón Árnason frá Galtalæk, er nefndur var hinn ríki, bú- höldur ágætur eins og þeir frændur flestir. Hann var lengi hreppstjóri í sinni sveit og mæt- ur maður á marga lund. í móð- urætt Guðmundar er frumleik- ur og einlægni áberandi eigin- leikar. Guðmundur fluttist barn að aldri að Ósgröf, sem nú er eyðibýli, og þar var hann „ó- snortinn óviti“ er fellisárið 1882 gekk yfir hina fögru Landsveit og lagði í auðn margar jarðir, en skerti aðrar, svo að lá við landauðn í efra hluta byggðar- innar. Fluttist hann með for- eldrum sínum að Látalæti í sömu sveit (sem nú heitir Múli), og þar dvaldi hann fram undir tvítugsaldur. Missti hann báða foreldra sína á þessum árum. Guðmundur gekk í Flensborgar- skólann um þetta leyti og afl- aði sér þar haldgóðrar þekking- ar, sem hefir orðið honum grundvöllur frekara náms í skóla lífsins. Þrátt fyrir' þessa skóla- göngu má Guðmundúr teljast „self made man“ — sjálfmennt- aður maður og hefir alla. tíð lagt megináherzlu á hagnýt fræði, og þess vegna hefir hann enga of- Srú á skólagöngu nútiðarmanna. Guðmundur varð hreppstjóri í sveit sinni 1912 og hefir verið það til þessa dags og gegnt starfi þessu með skyldurækni og að öllu leyti prýðilega. Hann hefir öll þessi ár verið hlaðinn störf- um fyrir sveit sína og sýslu. Hann hefir starfað að jarðamati, verið mjög kvaddur til að meta skiptingu landa víða um Rang- árþing. Hann hefir verið árum saman í Mæðiveikinefnd, í sýslu- nefnd síðan Eyjólfur í Hvammi leið og er nú endurskoðandi Slát- urfélags Suðurlands. Hvarvetna hefir Guðmundur reynzt hinn bezti starfsmaður. glöggur á flesta hluti og samvinnuþýður í bezta lagi. Eitt er það í fari hans, sem undirritaður metur eigi lítils. Hann er góður og sanngjarn andstæðingur og það er fjarri skapi hans, að minnka mótherja sinn, og er það meira en sagt verður um margan víga- mann á landi voru. Af þessum sökum er Guðmundur vinsæll af þorra manna og þeir, sem þekkja hann vel, vita, að hann vill vera hollur sveit sinni og sókn fram- ar öðru. Hann kann að þykja íhaldssamur í sumum efnum, en „gætum þess“, eins og Brynjólf- ur gamli frá Minna-Núpi kveð- ur, „að eftir anda aldar sinnar hvern skal meta.“ Guðmundur ólst upp á harðindaárum síðustu aldar, þegar öll orka mannanna í byggð hans fór í það eitt, að afla daglegs brauðs, og þá var svo skorinn skammtur margra, að „fimm brauð og tveir fiskar“ þótti nokkur blessun, enda var betta brauð vígt af svitadropum erfiðismanna, er lögðu jafnvel á bak sér björgina, er þeir sóttu í kaupstaðinn. Börn bílaaldar og flugvéla fá naumast skilið þessa baráttu. Guðmundur í Múla lærði snemma að meta krónuna nokkurs ,af því að á bak við hana var oftast þrotlaust erfiði. Að lokum skal því ekki gleymt, að Guðmundur í Múla hefir skil- ið fyrir löngu, að allar krónur og öll jarðnesk verðmæti þurfa Tilkyniiing Skrifstofur, afgreiðsla og tóbaks- gerð vor verða lokaóar frá 10. til 24. júlí iiæstkomandi vegna sumarleyfa. Viðskiptamönnum vorum er hér ineð bent á að birgja sig nægilega upp í tæka tíð með vörur þær, sem tóbaks- einkasalan selur, svo þeir þurfi eigi að verða fyrir óþægindum af lokun- inni. Tóbakseinkasala 1 íkísins. Pípulagningamenn Vatns- og Hitaveitan mun á næstunni ráða til sín nokkra menn vana pípulögnum, (þurfa ekki að hafa iðnréttindi). Hér er um fastar stöður að ræða, og eru laun sam- kvæmt VIII. flokki launasamþykktar Reykjavíkur- bæjar. Umsóknir með upplýsingum um hvað og hve lengi viðkomandi hafi unnið að pípulögnum, sendist skrif- stofu Vatns- og Hitaveitunnar, Austurstræti 10 IV, fyrir 14. þ. m. Frekari uvplýsingar má fá í skrifstofunni, sími 1520 og 1200 (forstjórinn). Vatns- og Hitaveita Reykjavíkur. Leigugarðar Af sérstökum ástæðum eru nokkrir matjurtagarðar lausir til ieigu hjá bænum. Þeir, sem enn eiga eftir útsæði og áburð ættu því að snúa sér sem fyrst til ræktunarráðunauts bæjarins, Austurstræti 10. Viðtalstími kl. 1—3 e. h. nema laugardaga. Bæjarverkfræðingur. Vélsmiðjan Héðinn h.f. Að gefnu tilefnt tilkynnist að simanúmer vor eru eins og hér segir: Á venjulegum skrifstofutíma (samband frá skiftiborði) 1365 (4 línur). 5 Vtaii skrifstofutíma: Meimasímar: og teiknistofur .... 1366 1367 1368 .... 1369 Sveinn Guðmundsson .... .... 5365 Björn Björnsson .... 3298 Sig. Haraldsson .... 1880 Gísli Guðlaugsson .... 3489 Magnús Magnússon .... 3986 Hilmar Friðriksson .... 2965 Oscar Hedlund .... 4691 Jón Oddsson .... 5019 Saniband ísl. satnvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. O P A L Rœstiduft er fyrir r„kkru koinið á ii.arkaðinn og h"fir þegar nlotið hið mesta lofsorð, þvi vel ei til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar teg ondir búsáhalda og eld- húsáhalda. 3\otið O P A L rœstiduft FerðirtilÞingvalla þjóðhátíðardagana verða þaunig: Frá Reykjavík: 16. júní kl. 9, 13, 17 og 21. -- 17. júní kl. 7,30 og 10,30. Frá Þingvöllum: 17. júní kl. 18, 22 og kl. 1 (um nóttina) ------ 18. júní kl. 13, 17 og kl. 21. Farseðlar verða seldir í Iðnskólanum frá 10.—14. júní daglega kl. 10—12 og 13—19, á kr. 40.00 sætið báðar leiðir. Lagt verður af stað frá Fríkirkjuvegi. Farseðlarnir gilda aðeins fyrir þá ferð, sem þeir hljóða á. Nauðsynlegt er, að almenningur sýni lipurð við fermingu bif- reiðanna. Að hópar, sem ekki komast í sömu bifreiðina skipti sér, og sömuleiðis, að fólk hafi farseðla sína við hendina og afhendi þá bifreiðarstjóra við komandi bifreiðar. Þ j óðhátí ðarnef ndln. Tilkynníng frá ríkisstj órninni Ríklsstjórnfn telur rétt, að skrifstofum og r sölubúðum, öðrum en mjólkur- og brauðbúð- um, verði lokað frá hádegi 16. júní n. k. til mánudagsmorguns, 19. júní, og beinir því þeim tilmælum til allra þeirra, er lilut eiga að máli, að svo verði gert. Forsætisráðherrann 10. júní 1944. að svara vöxtum fyrir sálina, ef til einhvers á að vera barizt. Hann hefir verið trúhneigður frá árdegi ævinnar og maður kirkjurækinn. Nú er sjaldan á það minnst, að nokkurs sé vert að vera nýtur sóknarbróðir og hollur kirkju sinni. Þó grunar þann, er þetta ritar, að menn- ingunni sé hætt þar í sveit, er kirkjurækni leggst að mestu nið- ur. Guðmundur var lengi organ- leikari í Skarðskirkju, og jafn skyldurækinn við það starf sem öll önnur. Prestar hans minnast (Framh. á. 4. síðu) w Aætlunarierðum ta Þingvaiia verður fyrst um sinn hagað þannig: Frá Reykjavík alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10 og 18,30. — Þingvöllum sömu daga kl. 14 og 20,30. — Reykjavík laugardaga og sunnudaga kl. 10, 13,30, 18,30 og 21,30. — Þingvöllum sömu daga kl. 11,30, 17,00, 20,00 og 23,00. Bífreiðastöð Islands - Sími 1540

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.