Tíminn - 23.06.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1944, Blaðsíða 3
63. blað TÓIITVX. föstadaglim 23. |úní 1944 251 Hátíðahöld úti á landi 17. og 18. juni Mjög víða um land voru mikil Stefán Jónsson skólastjóri og og vegleg hátíðahöld 17. og 18. Sigurður Reynir Pétursson. júní. Svipmest munu þau þó Blandaður kór söng. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Nú sat Knútur þó ekki lengi um kyrrt. Árið eftir sendi danska stjórnin skip til Umanak með gjafir til Heimsskauts-Eskimóanna í þakklætisskyni fyrir alla þá hjálp, er höfðu veitt leiðangursmönnunum. En það voru menn lítt kunn- ir landsháttum og þjóðháttum þar norður frá, er komu gjöf- um þessum á framfæri, og lentu þær í höndum þeirra, sem sízt Dörfnuðust þeirra, og urðu almenningi að litlu gagni eða gleði. Meðal þess, sem var gefið, var kvennabátur. Þess konar farkostir þekktust ekki þar norður frá. Höfðu menn hann sér til skemmtunar um sumarið, en þegar vetraði, skáru þeir hann sundur og notuðu tréð úr honum í sleðameiða. Ekki var Knútur hafður í ráðum um úthlutun þessara gjafa, og þegar hann kom aftur á þessar slóðir, kom hann einn síns liðs á hundasleða og illa búinn. Hann fékk þær móttökur, að ekki varð á betra kosið. Enginn undraðist þó komu hans, því að það var þá þegar farið að líta á hann sem einn af kynstofninum — gróður, sem átti þar heima og hvergi annars staðar. Hann sagði, að erindi sitt væri að veiða sauðnaut. Þau eru nefnilega ekki til í norðurhéruðum Græn- lands. Það fannst þeim' öllum mjög náttúrlegt erindi: „Hvernig getur maður, sem ekki getur veitt öll dýr á landi og í sjó, rætt leyndardóma lífsins?“ sögðu þeir. „ í þessari ferð hitti Knútur Cook, sem síðar varð frægur fyrir að hafa þótzt gist norðurheimsskautið. Fundir þeirra urðu þó ekki sérlega ánægjulegar. Er fundum þeirra bar fyrst saman, gisti Knútur hjá einum kunningja sínum, er átti gamlan hval- bát, sem Cook hafði skilið eftir. En það var gat á honum, og Knútur ætlaði að gera við hann. Hann reri því á húðkeip út I skip Cooks þeirra erinda að kaupa koparnagla. Cook sagði, að hann gæti fengið koparnaglana, ef hann hefði eitthvað til þess að borga þá með. Knútur lét hann fá fjögur blárefaskinn fyrir eina lúku af nöglum. Síðan var hann spurður, hvort hann vildi matast, og þáði hann það ‘með þökkum. Vísaði Cook honum í káetu hásetanna, því að sjálfur sagðist hann ekki þola þefinn af skinnfötum hans. Knútur bjó við Umanak veturinn, sem nú fór i hönd, ein- mitt þar sem Týlistöðin er nú. Þaðan brá hann sér til bjarndýra- veiða suður á Melvilleflóa. En meðan hann var í þeim leið- angri kom Cook og ætlaði að hitta hann. Hann gisti í húsi hans, og er heim kom, biðu Knúts þau skilboð, að gestinum hefði þótt húðföt húsbóndans hlýrri en sín og þess vegna haft skipti. Þar að auki hafði hann tekið alla steinolíu, sem hann fann, og voru það vetrarbirgðir Knúts. Eftir heimkomu frá Melvilleflóa bjó Knútur ferð sína til Elles- merelands, þar sem hann hugðist að veiða sauðnaut. Tveir Eski- móar voru í fylgd með honum. Þeir fóru þvert yfir eyna, yfir jökla mikla, og hrepptu hið versta veður. Þeir skutu hreindýr og sauðnaut og ólu hundana á hérum, sem þar var víða svo krökt af, að engu var líkara en „jörðin væri lúsug“, eins og Eskimóar segja. Að ferðalokum hugðist Knútur að skipta öllum fengnum að jöfnu milli þeirra þriggja. En það vildu þeir með engu móti: „Heldur þú, að við, förum að taka af þér kaup, eins og við hefð- um verið fylgdarmenn hvítra manna, sem ekkert geta sjálfir og alltaf þurfa á hjálp að halda?“ sögðu þeir. Refaveiðar stundaði Knútur einnig þenna vetur og átti um vorið eigi færri en hundrað refaskinn. Þau hafði hann með sér heim til Danmerkur um sumarið og seldi þau þar fyrir tólf þúsund krónur. Menn eru hugrakkir og öruggir, þegar þeir hafa gnægð fjár handa á milli. Svo var það og um Knút. Hann herti nú upp hugann, þegar til Kaupmannahafnar kom, heimsótti Andersen statsráð, góðkunnan danskan embættismann, og bað dóttur hans. hafði talið tekið þá stefnu, að hann hlaut að sigra. Andersen etatsráð var hinn gegnasti maður, en um marga hluti harla ólíkur Knúti. Hann vóg og mat biðilinn, leiddi talið að menntun hans og framtíðarætlunum og innti loks eftir fjár- hag hans. Knútur var ekki mikill fjármálaspekingur, en nú hafði tekið þá stefnu, að hann hlaut að sigra. „Já,“ sagði hann hirðuleysislega, „ég hefi nú til þessa lítið lagt mig eftir peningum. Sem stendur á ég ekki nema tólf þúsund krónur í banka, en í framtíðinni verð ég auðvitað að gera betur í þessu efni.“ Þetta hreif. Sá maður, sem byrjað hafði líka með tvær hendur tómar og orðið að vinna sig áfram, hlaut að bera fulla virðingu íyrir gildi fjármunanna og kunna að gæta fjárafla síns. Um þetta leyti var þeirra, er tekið höfðu þátt í danska.leið- angrinum til Austur-Grænlands, von heim. En sú heimför var ekki sigurför. Þær hörmulegu fregnir bárust, að- tveir hinir gömlu félagar og vinir Knúts, Mylíus-Erichsen og Jörgen Brönlund, hefðu orðið úti. Tuttugu og fimm komust lifandi úr förinni, þar á meðal höfundur þessarar bókar, Pétur Freuchen. Þeir sigldu skipi sínu til Björgvinjar eftir mikla hrakninga, og þangað fór Knútur til móts við þá. Það urðu fagnaðarfundir, og þrátt fyrir allt, sem mótdrægt hafði orðið, var slegið upp miklum veizlum, sem leiðangursmenn nutu mjög, eftir tveggja ára útivist fjarri byggðum hvítra manna. Knútur var auðvitað hrókur alls fagnaðar 1 þessum gildum. „Ekkert er manninum jafn auðvelt og vera án svefns,“ sagði hann. Hann varð leiðangursmönnum samferða frá Björgvin til Kaup- mannahafnar, og þar fór brúðkaup hans fram um haustið. Við- höfn var mjög mikil, enda slíkt Knúti að skapi. Vígslan fór fram í Frúarkirkj unni, og Grænlendingar stóðu heiðursvörð á kirkju- gólfinu meðan athöfnin var framkvæmd. Dagmar, kona Knúts, reyndist honum hin mesta stoð og stytta til hinzta dags. Reyndi þó oft mjög á þolgæði, bæði þegar hún varð að bíða frétta af ferðum hans um ísauðnir norðurhjarans, oft árum saman og löngum févana að kalla, og er hann kom heim úr afreksferðum sínum og hinir tignustu og mikilmetn- ustu menn kepptust um að hylla hann og heiðra. Það þurfti þolnar taugar og sterk bein til þess að afbera hvort tveggja. hafa verið á Rafnseyri við Arn- arfjörð, fæðingarstað Jóns Sig- urðssonar. Þrátt fyrir miður hagstætt veður sóttu hátíða- höldin þar um 2000 mahna. Björn Guðmundsson á Núpi setti hátíðina, séra Jón Kr. ís- feld messaði, en Sigurður Nor- dal prófessor flutti aðalhátíðar- ræðuna, sem var afburðasnjöll, að sögn allra, sem henni hlýddu. Síðan var haldið í skrúðfylk- ingu að minnismerki Jóns Sig- urðssonar. Þar flutti sér Eiríkur J. Eiríksson ræðu, en að henni lokinni var fimleikasýning karla og kvenna, stjórnaði Bjarni Bachmann henni. Aðrir ræðumenn voru Ólafur Ólafsson skólastjóri, Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri og Þórður Njálsson í Stapadal, en kvæði fluttu Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli og Jens Hermannsson skólastjóri. Þingeyr'arkórinn söng milli ræðanna, stjórnandi Baldur Sigurjónsson. Á Akureyri voru hátíðahöld 17. júní. Lék Lúðrasveit Akur- eyrar á Ráðhústorgi um morg- uninn og skrúðgöngur fóru um bæinn. Síðan var hátíðarguðs- þjónusta í Matthíasarkirkju, séra Friðrik Rafnar prédikaði. Síðar um daginn fluttu Þor- steinn M. Jónsson skólastj'óri, Steingrímur Jónsson, fyrv. bæj- arfógeti, Einar Árnason á Eyr- arlandi og Sigurður Róbertsson rithöfundur ræður á torginu, lúðrasveitin lék, og Karlakór Akureyrar, stjórnandi Ingi- mundur Árnason, og Karlakór- inn Geysir, stjórnandi Jóhann Ó. Haraldsson, sungu. — Veður var hið bezta nyrðra. Á Siglufirði hófust hátíða- höldin að morgni hins 17. júní með guðsþjónustu. Guðm. Hann- esson bæjarfógeti flutti ræðu, en séra Óskar Þorláksson bæn. Síðar um daginn fluttu Þormóð- ur Eyjólfsson ræðismaður, Hall- dór Kristinsson héraðslæknir, Guðmundur Hannesson bæjar- fógeti og Sigurður Kristjánsson forstjóri ræður. Kirkjukórinn, stjórnandi Tryggvi Þorsteinsson, og karlakórinn Vísir, stjórnandi Þormóður Eyjólfsson, sungu. — Þá var íþróttaráði bæjarins og afhentur til umráða nýr íþrótta- völlur. Skrúðgöngur voru farnar. Á Sauðárkróki messaði séra Helgi Konráðsson 17. júní. Síð- degis var gengið í fylkingu mik- illi til íþróttavallar bæjarins og var 1 henni um eitt þúsund manns. Þar setti séra Helgi Kon- ráðsson hátíðarsamkomu, en Gísli Magnússon í Eyhildarholti og séra Halldór Kolbeins fluttu ræður, Sigurgeir Daníelsson flutti kvæði. Karlakórinn Heim- ir, söngstjóri Jón Björnsson, Ásbirningar, söngstjóri Ragnar Jónsson, sungu auk kirkjukórs- ins, stjórnandi Eyþór Stefáns- son. — íþróttakeppni og fim- leikasýning, stjórnandi Kári Steinsson, fór og fram á Sauð- árkróki þenna dag. Á ísafirði hófust hátíðahöld klukkan 10 17. júní með guðs- þjónustu. Séra Sigurður Krist- jánsson prédikaði, Sunnukórinn söng, stjórnandi Jónas Tómas- son. Eftir hádegið gekk fólk fylktu liði til hátíðasvæðis, sem sérstaklega hafði verið útbúið ofan við bæinn. Voru þar marg- ar ræður fluttar — meðal ræðu- manna var Guðmundur G. Hagalín rithöfundur —, en Sunnukórinn söng. Fimleikasýn- Ingar voru þar, og lúðrasveit lék. Um kvöldið var samkoma í Alþýðuhúsinu. í Stykkishólmi hélt séra Sig- urður Ó. Lárusson hátíðaguðs- þjónustu hinn 17. júní. íþróttir voru sýndar á íþróttavellinum og þar hélt Sigurður Finnsson í- þróttakennari ræðu. Síðdegis var veizla haldin í barnaskóla- húsinu og kvöldskemmtun í samkomuhúsinu, er Kristján Bjartmarz oddviti setti. Ræður fluttu Ólafur Jónsson í Elliða- ey, frú Sesselja Konráðsdóttir, Á Akranesi fóru hátíðahöld- in fram 18. júní. Séra Þorsteinn Briem prédikaði árdegis, en skrúðganga fór fram síðdegis. Á útisamkomu á Kirkjuvallatúni fluttu ræður Arnljótur Guð- mundsson bæjarstjóri og Pétur Ottesen alþm. Fimleikasýning karla og kvenna og kappglíma fór og fram. Sigurvegari í glím- unni var Sveinn Guðbjartsson. Lúðrasveitin Svanur lék, stjórn- andi Árni Björnsson. Um kvöld- ið var samkoma í Bíóhöllinni. Ólafur B. Björnsson flutti aðal- ræðuna. Á Húsavík var útisamkoma hinn 17. júní, á svonefndu Borgarholti. Júlíus Havsteen sýslumaður flutti ræðu og karla- kórinn Þrymur, stjórnandi séra Friðrik A. Friðriksson, söng. Síðdegis voru hátíðahöld í Húsavíkurkirkju. Séra Friðrik A. Friðriksson prédikaði. Karl Kristjánsson, Axel Benediktsson og Einar J. Reynis fluttu ræð- ur, hátíðaljóð Huldu og Jóhann- esar úr Kötlum voru flutt og karlakórinn Þrymur söng. Daginn eftir voru hátíðahöld að Laugum í Reykjadal. Séra Friðrik A. Friðriksson prédikaði. Júlíus Havsteen sýslumaður, Karl Kristjánsson og Jón Gauti Pétursson fluttu ræður. 170 manna blandaður kór söng, glímusýning, sundsýning og hópsýning fór fram. Á Seyðisfirði var hátíðarguðs- þjónusta haldin. Séra Erlendur Sigmundsson prédikaði. Útisam- koma var haldin á grasvelli í kaupstaðnum. Erlendur Björns- son, Gunnlaugur Jónasson og Jóhannes Arngrímsson fluttu ræður. Karlakór, stjórnandi Jón Vigfússon, og blandaður kór, stjórnandi Steinn Stefánsson, sungu. Fimleikasýning var einnig haldin. í Neskaupstað hófst skrúð- ganga frá barnaskólanum í skrúðgarð bæjarins. Klukkan 2 var kirkjuklukkunum hringt, og var síðan alger þögn. Að því búnu söng blandaður kór, stjórnandi Sigdór Brekkan, ís- lenzka þjóðsönginn. Síðan fluttu Oddur Sigurjónsson skólastjóri, Jón Sigfússon og Bjarni Þórðarson bæjarfulltrúi ræður og Valdimar V. Snævarr frumorktan sálm. Loks fór fram fimleikasýning, sundsýning og sundkeppni. í Vestmannaeyjum hófst há- tíðarguðsþjónusta í Landakirkju kl. 3. Séra Sigurjón Árnason messaði.’ Síðan var samkoma haldin í samkomuhúsinu. Séra Jes Á. Gíslason flutti ræðu, lúðrasveit lék og karlakór söng. Auk þess fór fram í Eyjum fim- leikasýning, glímusýning, skrúð- ganga, íþróttakeppni og knatt- spyrnukeppni. Að Selfossi voru einnig hátíða- höld. Þar fluttu ræður Sigurður Eyjólfsson skólastjóri, Sigurður Óli Ólafsson kaupmaður og Eg- ill Thorarensen kaupfélags- stjóri. íþróttir voru sýndar. Að Reynivöllum f Kjós var hátíðaguðsþjónusta haldin 18. júní. Séra Halldór Jónsson pré- dikaði. Blandaður kór söng við stjórn Odds Andréssonar. Að lokinni messu var setzt að kaffi- drykkju og fluttu þar ræður séra Halldór Jónsson á Reyni- völlum, Gestur Andrésson hreppstjóri á Neðra-Hálsl og Ól- afur Ólafsson bóndi á Valda- stöðum. Kórinn söng. Að Möðruvöllum í Hörgárdal hófst hátíðasamkoma 17. júní með guðsþjónustu. Séra Sigurð- ur Stefánsson prédikaði. Síðan var haldið að Reistará, þar sem samkomuhús sveitarinnar er. Var þar snæddur hádegisverður. Síðan var gengið í trjáreit kven- félagsins Freyju. Þar fluttu ræð- ur og ávörp Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, Halldór Ólafs- son, Brúarlandi, séra Sigurður Stefánsson, frú Þóra Stefáns- dóttir og Valdimar Jónsson, Hallgilsstöðum. Lúðrasveit Ak- ureyrar, stjórnandi Jakob Tryggvason, lék, en kór, stjórn- andi Jón Kristjánsson, söng. f Ólafsfirði var hátíðasam- koma haldin 17. júní að Hring- verskoti. Ræður fluttu Þorsteinn Símonarson lögreglustjóri, Gunnlaugur Jónsson verkamað- ur, Sigursteinn Magnússon kennari og Þórður Jónsson odd- viti. Karlakórinn Kátir piltar söng, stjórnandi Sigursteinn Magnússon. Einnig voru íþróttir þreyttar. Satnband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega i hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. . Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum fyrir gjaf- ir, heimsóknir og heillaóskaskeyti á 70 ára afmœli mínu 20. maí síðastl. Um leið óska ég ykkur öllum gœfu og gengis á ófarínni œvileið. BJÖRN ST. GUÐMUNDSSON, ■ ■ ■> Grjótnesi. Hátíðarsýningin í skála myndlistarmanna \ er opiit daglega frá 10—10. lega frá 10-10. Á sýnmgnimi eru verk eftir flesta núlifandi íslenzka listamenn. ♦ Auglýsing um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjósarsýslu og llafnarfjarðarkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hérmeð, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram, sem hér segir: í Hafnarfirði: Mánudaginn 3. júlí, þriðjudaginn 4. júlí, miðviku- daginn 5. júlí og fimmtudaginn 6. júlí. Fer skoðun fram við vörubílastöð Hafnarfjarðar, og skulu þang- að koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði og ennfremur úr Vatnsleysustrandar- hreppi, Garða- og Bessastaðahreppum, svo og bif- reiðar og bifhjól úr Kjósarsýslu. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifrelðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðun- ar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga þann 1. apríl s. 1. (skatt- árið 1. júlí 1943—1. apríl 1944), skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir þvi, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i lagi, Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Bæjarfógetinn I Hafnarfirðl, sýslumaðurinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu, 12. júnl 1944. BERGUR JÓNSSON. Frelsí og menníng Sýning úr frelsis- og meimingarbaráttn tslendlnga verður opin daglega kl. 1—10 e. h. í Menntaskólanum. Aðgöngumiðar á kr. 5,00, ern seldir við innganginn. Þjóðhátíðarnefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.