Tíminn - 04.07.1944, Side 4

Tíminn - 04.07.1944, Side 4
264 TÍMINN, frriðjiidagiim 4. jálí 1944 66. blatS ÚR B/EMUM Landsbókasafnið. Ritaukaskrá Landsbókasafnins fyrir árið 1943 er nýkomin út. Telur skráin allar íslenzkar bækur, sem safnið hefir eignazt ári4 1943 og erlendar bækur, sem því hefir bætzt frá 1. júní 1943. Bókaeign safnsins var í árslok 1943 talin 155.355 bindi, og nam ritaukinn frá 1. júní 1943 1913 bindum. Hand- ritasafnið var 9302 bindi í árslok 1943, og hafði það aukizt um 67 bindi. Fontenay, sendiherra Dana hér, er nýkominn hingað eftir alllanga dvöl í London. Yfirmat. Yfirmatsnefnd hefir hækkað matið á þeim hluta Grafarholts, sem Reykja- víkurbær kaupir, úr 254 þús. í 355 þús. kr. Sama nefnd hefir einnig hækkað matið á Varmá og Lágafelli, sem Mos- fellssveit kaupir af Reykjavíkurbæ, úr 493 þús. í 555 þús. kr. Strætisvagnarnir. Bæjarráð hefir hafnað því að kaupa eignir Strætisvagnafélagsins, en þær hafa verið metnar á lVz milj. kr. Einn- ig hefir bæjarráðið hafnað því að veita félaginu sérleyfi til rekstur síns næstu 10 árin. Melaskóli. Byggingarnefnd hefir samþykkt upp- drætti Einars Sveinssonar og Ágústs Fálssonar að Melaskólanum og verður byggingin bráðlega boðin út. Myndasýning frá Stalingrad og Leningrad, sem er haldin á vegum rússnesku sendisveit- arinnar hér, var opnuö í Sýningar- skálanum í gær. Hún verður opin í nokkra daga. Skarlatssótt. Nokkuð hefir borið á skarlatssótt hér í bænum undanfarna daga, einkum eftir hátíðahöldin 17. og 18. júní. Veik- in hefir yfirleitt verið væg og hafa því sumir sjúklingar ekki nærri strax gert sér ljóst, að þeir höfðu veikina. Allmargir hafa verið fluttir á Far- sóttahúsið. Skarlatssótt hefir einnig komið upp í dvalarheimili K. F. U. M. í Vatnaskógi. Flugmannsefni. Ungur íslendingur, Sæmundur Þór- arinsson (Ólafssonar skósmíðameistara í Keflavík) er fyrir skömmu kominn heim frá Bretlandi, þar sem hann hefir dvalið við nám í flugher Breta um 10 mánaða skeið. Hann mun brátt fara þangað aftur og ætlar sér að ganga í flugher Breta, þegar hann er orðinn fullnuma í flugi. Sæmundur er 19 ára. Fimmtugsafmæli. Arinbjörn Þorvarðsson sundkennari í Keflavík átti fimmtugsafamæli í gær. Arinbjörn er maður vel látinn og hefir unnið að ýmsum félagsmálum Kefl- víkinga. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Pétursdóttir, Miðfossum og Jón Gíslason, Skeljabrekku í Borg- arfirði. Heimili þeirra er á Skelja- brekku. Ennfremur ungfrú Eygló Gísla- dóttir, Skeljabrekku og Haraldur Sig- urjónsson, Granda í Dýrafirði. Heimili þeirra er á Hvanneyri í Borgarfirði. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Sigríður Jóhanna Andrésdóttir (Haf- liðasonar kaupm., Siglufirði) og Vig- fús Sigurjónsson (Einarssonar skipstj Hafnarfirði). Barnakór frá Vestmannaeyjum, sem í eru um 50 börn, er kominn til bæjarins og hefir haldið vel sóttar söngskemmtanir. Söngstjóri er Helgi Þoriáksson. Þetta er fyrsti barnakórinn, sem hingað kem- ur. í frásögninni frá aðalfundi Kaupfélags Stykkis- hólms í seinasta blaði hefir misprent- ast heimilisfang eins stjórnarnefndar- manns, Jóns V. Hjaltalín. Hann á heima í Brokey. Á víðavangi. (Framh. af 1. síSu) fræg á þessu auglýsingamáli út- varpsins. Um frumsamdar bæk- ur mætti yfirleitt halda, að þær stæðu ekki að baki Heimskringlu og Njálu, ef dæma ætti eftir út- varpsauglýsingunum. Vafalaust lætur sumt saklaust fólk ginn- ast af þessu. Það eru vinsamleg tilmæli mín til forráðamanna útvarpsins, að þeir hætti þessari menningarlausu starfsemi. Mér finnst það ætti líka að gilda yfirleitt um útvarpsaug- lýsingar, að þær væru sem hlut- lausastar. Auglýsingar geta samt orðið að gagni. Öðrum auglýs- endum en bókaútgefendum má lika segja það til hróss, að þeir hafa ekki skrumað eins tak- markalaust og bókaútgefend- urnir. Gíldandi mnflutningsreglur.. (Framh. af 1. síðu) ans er því fyrst til að svara, að megnið af þeim leyfum, sem hann mun eiga við, eru frá ár- inu 1942 og fyrrihluta ársins 1943 eða hafa verið veitt áður en innflutningsreglur hans komu til framkvæmda. Á þeim tíma voru innflutningsleyfi veitt án verulegra takmarkana og hafa margir innflytjendur átt ónotuð leyfi síðan til skamms tíma. Þetta sannar því ekki neitt um það, hver áhrif innflutnings- reglur ráðherrans hafa fyrir samvinnufélögin og er því þessi blekking hans algerlega út íhött. Það er líka fullkomlega rangt hjá ráðherranum, að S. í. S. hafi ekki notað þessi leyfi, þótt vör- urnar hafi ekki verið komnar til landsins fyrir áramótin. S. í. S. gerði strax ráðstafanir til að nota þesi leyfi sem fyrst, en ýmsir erfiðleikar voru þar til hindrunar. Þegar sendimaður S. í. S. var í Bandaríkjunum snemma á árinu 1943, var því tilkynnt frá hærri stöðum hér, að framvegis myndu Bretar af- greiða hingað allar metravörur, garn o. fl. og yrðu því ekki veitt innflutningsleyfi frá Banda- ríkjunum. S. í. S. lét því hætta þessum innkaupum vestra og sendi pantanirnar til, Bretlands. Síðar var tilkynnt, að engar þessar vörur fengjust þaðan og innkaup yrði því leyfð aftur frá Bandaríkjunum. S. í. S. lét þá strax hefjast handa um kaupin þar, en ýmsar þær vörur, sem fengust fyrr á árinu, voru þá orðnar ófáanlegar og irtnkaupin á allan hátt erfiðari. Þó tókst að fá keypt fyrir öll leyfin, en þá var eftir að koma vörunum heim. Vegna reglna Viðskipta- ráðs um flutningana, kom hing- að mjög lítið af vefnaðarvörum frá Ameríku á síðastl. ári og dæmi eru þess, að vörur, sem voru keyptar þar og tilbúnar til flutnings snemma á árinu 1943, komu ekki til landsins fyrr en í apríl síðastl. Það, sem hér hefir verið sagt um vefnaðarvörurnar, gildir einnig að mestu leyti um skó- fatnaðinn. Allmikið af búsáhöldum, sem S. í. S. hafði keypt vestra, varð það að selja þar aftur, því að þau fengust ekki flutt, vegna áðurnefndra reglna viðskipta- ráðs, fyrr en búið var að banna útflutning þeirra frá Banda- ríkjunum. Það, sem hér hefir verið rakið viðkomandi innflutnings- leyfum S. í. S. um síðastl. ára- mót, slær algerlega úr hendi ráðherrans þetta lítilfjörlega vopn, sem hann hefir reynt að búa sér til. í fyrsta lagi eru þessi leyfi engin sönnun um það, hvernig innflutningsreglur hans muni reynast samvinnufélög- um, þar sem leyfin eru aðallega frá eldri tíma, og í öðru lagi skapa þau síður en svo þá tor- tryggni, sem ráðherrann hefir ætlað sér að koma af stað með þessu, að vöruskortur hjá S. í. S., sem hljótast kann af vönt- un innflutningsleyfa í framtíð- inni, muni vera ódugnaði starfs- manna þess að kenna. Sá eíni áverki, sem hlýzt af þessum vopnatilbúningi ráðherrans, verður á honum sjálfum og gerir hann beran að ósvífinni blekk- ingu til að reyna að leyna rétt- um málsatriðum. Sáttagrundvöllurmn. Þá er komið að því, sem er að- alatriði þess iháls, sem ráðherr- ann hyggst að gera að umtals- efni, en það er hvernig inn- flutningsreglur hans reynist samvinnufélögunum. Er þá hendi næst að nefna þann vöru- flokk, sem ráðherrann ræðir að- allega um, vefnaðarvörurnar. Þar mun niðurstaðan .verða sú eftir að reglur Björns koma til framkvæmda, að vöxtur vefn- aðarverzlunar S. í. S. er ekki að- eins stöðvaður, heldur mun það fá stórum minni hluta af heild- arinnflutningi vefnaðarvaranna en áður og hlýtur því þessi verzl- un þess að dragast hlutfallslega saman, miðað við verzlun kaup- manna. Þannig er ástatt með fjöl- marga vöruflokka aðra. Þannig hafði S. í. S. t. d. 33% af inn- flutningi steypujárns, en hefir aðeins 12% eftir úthlutun við- skiptaráðs. Svona dæmi mætti mörg nefna. Það er ekki undarlegt, þótt Vísir sé nú farinn að birta for- ustugreinar, þar sem kaupmönn- um og kaupfélögum er sagt að sættast heilum sáttum. Sættirn- ar væru svo sem ekki fráfælandi, ef innflutningsreglur Björns Ól- afssonar ættu að vera sátta- grundvöllurinn! Það vcrður að afnema verzl unarf jötrana. Það er bezt að upplýsa Björn Ólafsson og Vísi um það strax, að það er þýðingarlaust að- tala um sættir við samvinnumenn á slíkum grundvelli. Samvinnúmenn munu ekki sættast á neinum öðrum grund- velli en þeim, að innflutnings- höftunum verði beitt þannig, að verzlunin sé sem allra frjáls- ust. Slíkt er vel mögulegt, eins og lýst hefir verið hér á undan, og hefir líka verið sannað í framkvæmd. Samvinnumenn munu alltaf berjast gegn því, að neytendur séu raunverulega sviptir rétti sínum til að velja á milli verzlana, vöxtur heil- brigðrar verzlunar sé stöðváður og okrurum og ónytjungum veitt raunveruleg einokun á stórum hluta innflutningsins. j Það má segja, að enn hafi reglur Björns Ólafssonar ekki , komið verulega að sök, því að I þær hafa gilt svo skamman tíma : og verzlanir hafa getað búið I talsvert að eldri leyfum fram j til þessa. En hér eftir munu j þær gilda alfarið, ef ekkert verður aðgert, og þrengja stórlega verzlun heilbrigðustu fyrirtækjanna, eins og lýst hefir verið hér að framan. Þau áhrif, sem S. í. S. hefir getað haft á verðlag haftavaranna, munu stórminnka, þar sem innflutn- ingshlutur þess skerðist hlut- fallslega og verður settur í fast- ar skorður, en vaxandi verzlun þess með umræddar vörur und- anfarið hefir haft stórbætandi áhrif á verzlunina, þar sem verðlag þess hefir alla jafnan verið hagstæðara en hjá heild- sölunum. Þeim mun lengur, sem þessar reglur gilda, verða afleið- ingar þessarar einokunar til- finnanlegri fyrir allan almenn- ing. Það þarf því að fá hana af- numda tafarlaust. Sjaldan hefir það komið bet- ur fram en í þessu máli, hve illa heildsölunum er við frjálsa verzlun og óttast samkeppnina við kaupfélögin. Þeir hafa keppzt við það á fundum sín- um að lýsa ánægju yfir inn- fltningsreglum Björns og láta nú bjóða kaupfélögunum sættir í blaði sínu! Draumur þeirra er nú sá, að hægt verði að binda verzlunina í samskonar einokun- arfjötra til frambúðar og nú. Það er hlutverk samvinnu- manna að vinna gegn því að slík einokun skapist og tryggja neytendum áfram verzlunar- freisið. Það er hlutverk þeirra að tryggja samvinnuhreyfing- unni áfram skilyrði til að vaxa og að hægt sé að stofna ný kaup- félög, án þess að þau þurfi að leita á náðir heildsalanna. Sam- vinnumenn hafa reynzt þessu hlutverki trúir til þessa dags og munu enn reynast það. Hreyfingin, sem braut niður verzlunarkúgun dönsku sel- stöðukaupmannanna, mun líka brjóta niður verzlunarfjötra Björns Ólafssonar. TJARNARBÍÓ A TÆPASTA VAÐI. (Background to Danger) GEORGE RAPT, BRENDA MARSHALL, SIDNEY GREENSTREET PETER LORRE. Bönnuð yngri en 16 ára. KRYSTALLSKÚLAN (Iiue IB)SÁJO atii) PAULETTE GODDARD, REY MILLAND, VIRGINIA FIELD. Sýnd kl. 3, 5 og 7. *> -GAMLA BÍÓ- AXIÍY IIARDY KYAMST LtFIIVL Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. NÆTURFLUG FRÁ CHUNGKING. (Night Flame from Chung- king). ROBERT PRESTON ELLEN DREW Sýnd kl. 3 og 5. Bör.n innan 14 ára fá ekki aðgang. • NÝJA r 'ó. Hrakíalla- bálkar („It Ain’t Hay“) Fjörug gamanmynd með skopleikurunum BUD ABBOTT Og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. S 1 y s Fyrra mánudag varð það slys í Borgarfirði, að maður slasaðist svo mikið við flutning á skurð- gröfu, að hann lézt daginn eftir á Landsspítalanum, en hingað var hann fluttur í flugvél. Mað- ur þessi var Ragnar Teitsson frá Stíflu í Vestur-Landeyjum, 35 ára gamall, kvæntur og átti eitt barn. Erlcnt yfirlit. . (Framh. af 1. síðu) legt, að þeir geri innrás í Suður- Frakkland, til þess að létta þannig undir innrásarhernum í Norður-Frakklandi. Síðan Þjóðverjar urðu að draga úr setuliði sínu í Norður-Ítalíu, hafa óeirðir og spellvirki aukizt þar stórlega og gerir það Þjóð- verjum mjög^rfitt fyrir. Viktor Emmanúel konungur lagði niður völd, þegar Róm hafði verið tekin, og fól Umberto krónprinsi syni sínum stjórnina. Hann fól Badoglio marskálki að mynda nýja stjórn, en honum tókst það ekki, því að hann fékk ekki lengur stuðning ýmsra vinstri flokkana. Gamall forvíg- ismaður jafnaðarmanna, sem einu sinni var forsætisráðherra fyrir valdatöku Mussolinis, hef- ir nú myndað nýja stjórn, sem skipuð er fulltrúum frá flokkum allra andfasista. Margir hinna nýju ráðherra hafa ekki viljað vinna konungi hollustueið, þar sem fyrir þeim vakir, að Ítalía verði lýðveldi. Bókabálkur (Framh. af 2. síðu) ann“, sem ýmsir kannast við. „Njósnarinn“ er skáldsaga eins og „Leyndardómar Snæfells- jökuls“ og gerist seint á 18. öld í frelsisstríði Bandaríkjanna. S AMFERÐ AMENN. „Samferðamenn og fleiri sög- ur“ heitir nýtt smásagnasafn eftir Jón H. Guðmundsson, er kom út fyrir nokkrum vikum á vegum ísafoldarprentsmiðju. Eftir þenna höfund hafa áður komið út tvær bækur, smá- sagnasafn, sem nefndist „Frá liðnum kvöldum" árið 1937, og „Vildi ég um Vesturland —“, kvæði og ferðasaga, árið 1942. Auk þessara ritstarfa hefir Jón verið ritstjóri „Vikunnar" und- anfarin ár, og ritstjóri „Prent- arans“, tímarits Hins íslenzka prentarafélags", var hann all- mörg ár. í þessari nýju bók eru alls fjórtán smásögur. Birtast sum- ar í fyrsta skipti, en aðrar mun höfundur ýmist hafa birt áður á prenti eða flutt í útvarp. J. H. Auglýsing ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS aðvarar hérmeð viðskiptavini sína um það, að aðalskrifstofa hennar verður lokuð vegna sum- arleyfa, dagana 10.—23. júlí. Á sama tíma verður LYFJAVERZLUN RÍKISINS ásamt iðn- aðar- og lyfjadeild lokað af sömu ástæðum. Viðskiptamenn eru hér með góðfúslega aðvaraðir um að haga kaupum me?ð hliðsjón á þessari hálfsmánaðar lokun. Áfengisverzlun ríkisins. Namsæti fyrir RICMARD BECK, prófcssor. Þjóðræknisfélag íslendinga heldur samsæti að Hó- tel Borg miðvikudaginn 5. júlí kl. 7.30 fyrir fulltrúa Vestur-íslendinga á lýðveldishátíðinni,- Richard Beck, prófessor. Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar fyrir félagsmenn og aðra velunnara Vestur-íslendinga. Höfum enn nægar hirgðir af: Frosnu kálía- og nautakjöti Frosnu svínakjöti Fáum öðru hvoru: nýslátrað nauta-og kálíakjöt Frysiihúsið Herðubreið Sín?i 2678. Sel jum niðursoðið kindakjöt i 1/1 og 1/2 dósum. Sambandisl.samvinnufélaga fJtsölnverð \ á ainerískum vindlingum má ekki vera hærra en hér segir: Lucky Strike 20 stk. pakkinn kr. 340 Old Gold 20 — — — 340 Raleigh 20 — — — 340 Camel 20 — — — 340 Pall Mall 20 — — — 4.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkísins Saltkjötið þrýtur næstu daga. Síldveiðiskip og aðrir sem eiga eftir að kaupa kjöt til sumarsins, |mrfn að gera það nii jiegar. Samband ísl. samvinnulélaga T í M I N IV er víðlesnasta auglýsingablaðið! Aukaþing (Framh. af 1. síðu) útvega slík tæki. Ennfremur var samþykkt áskorun þess efn- is, að tollar á slíkum vélum verði afnumdir. Til að afstýra misskilningi skal þess getið, að það var ann- ar félagsskapur, Kvenréttinda- félag íslands, sem hélt lands- fund kvenna, er getið var um í síðasta blaði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.