Tíminn - 11.07.1944, Blaðsíða 1
\
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
RITSTJÓR ASKRrPSTOPDR:
EDDUHÚSI. Liudargötu SA.
Símar 3948 og 3720.
APQREIÐSIiA, PiNTTRTMTA
OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA:
EDDTJHÚSI, Iilndargötu 9A.
Sími 2323.
28. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 11. jjiilí 1944
68. í»la«
Erlent yfirlií:
Taka Caen og frá-
för Rundstedt
Fimmtu viku innrásar Banda-
manna í Normandí lauk með því,
að sameiginlegur her Breta og
Kanadamanna tók borgina Caen
í mestu stórsókninni, sem
Bandamenn hafa enn gert á
innrásarsvæðinu. Hófst hún
síðastl. laugardag og var sótt að
borginni bæði að sunnan og
noröan, en Bandamenn náðu
strax fótfestu norðan við borg-
ina fyrstu innrásardagana og
héldu þar fótfestu, þrátt fyrir
harðar árásir Þjóðverja. Mestur
þunginn var þó í sókninni að
sunnan,, þaðan sem meginher
Bandamanna sótti. Þrátt fyrir
harðfenglega vörn Þjóðverja,
var svo komið síðdegis í gær, að
þeir héldu aðeins litlu úthverfi,
en höfðu verið yfirbugaðir alls-
rstaðar annars staðar á þessum
slóðum.
Taka Caen er engu minni sig-
ur en taka Cherbourg. Þótt Caen
liggi við Orne-fljót nokkra
km. inn í landi, er þar mik.il
höfn og hefir Caen oftast verið
einn helzti siglingabær Frakka,
enda er þaðan mun styttri
landleið til Parísar en frá Cher-
bourg og Le Havre. Þar eru mjög
miklar flugvellir og samgöngu-
leiðir liggja þaðan í margar átt-
ir, enda yar Caen miðstöð fyrir
varnir þýzka hersins í Normandí.
Eftir toku Caen fá Bandamenn
stórbætta aðstöðu'til framhalds-
sóknar.
Það m^, telja víst, að Scntásp-
menn hafi gert sér vonir um
að taka Caen fyrr, því að þangað
virtist meginþunga innrásar-
innar upphaflega beitt. Varnir
Þjóðverja hafa sennileg'a reynst
traustari en Bandamenn hugðu.
Þótt Bandamenn kunni þann-
ig að hafa orðið fyrir nokkrum
vonbrigðum, virðist þó sýnilegt,
að vonbrigðin hafi orðið meirí
Þjóðverja megin. Það má bezt
marka á þeirri breytingu, sem
gerð var í síðastl. viku á yfir-
herstjórn þeirra. Von Rundstedt,
sem um tveggja ára skeið hefir
annazt yfirherstjórnina í Frakk-
landi, hefir verið settur af undir
því yfirskyni, að hann væri veik-
ur og hún falin von Kluge hers-
(Framh. á 4. slSu)
Seinasfu fréttir
Sókn Bússa heldur enn áfram
á 400—500 km. langri víglínu
eða frá Kovel til Folotsk. Þeir
hafa tekið borgirnar Barano-
vichi og Lida og eru skammt frá
Vilna. Hefir nú styrjöldin á
þessum hluta vígstöðvanna
hvarvetna flutzt inn í Pólland.
Á einum stað eru Rússar komn-
ír inn í Lithauen. Á öðrum stað
eiga þeir aðeins 150 km. til
Austur-Prússlands.
Byrjað er að flytja börn frá
London, vegna flugsprengju-
árása Þjóðverja. Þjóöverjar
halda áfram að skjóta flug-
sprengjum sínum á London, þótt
flugher Breta geri harðar árásir
á stöðvar þeirra handan Ermar-
sunds.
De Gaulle er nú í Bandaríkj-
unum í boði Roosevélts.
Bandaríkjastjórn hefir fyrir
nokkru slitið stjórnmálasam-
bandi við Finna.
Langfleygar amerískar flug-
vélar hafa nýlega gert tvær
árásir á borgir í Suður-Japan
frá stöðvum í Kína.
í Hartford í Bandaríkjunum
fórust nýlega 146 menn, er eld-
ur kom upp í fjölleikatjaldi.
Þjóðverjar tilkynna að vikuna
25. júlí til 3. ágúst í fyrra.hafi
41.385 menn farizt í loftárásum
Bandamanna á Hamborg.
Búnaðarbankinn
nndirbýr stór-
byggingu
Bankinn hefir kcypt
lóðir við Austurstrœti
og Hafnarstrœti
Búnaðarbanki íslands hef-
ir í vetur fest kaup á lóðum
við Austurstræti og Hafnar-
stræti. Er nú unnið að teikn-
ingu á veglegri byggingu, sem
þar verður reist, og er gert
ráð fyrir að byrjað verði á
henni næsta vor. f byggingu
þessari verður nægilégt hús-
næði fyrir bankann, Búnað-
arfélag íslands, búnaðarþing
og ef til vill fleiri stofnanir.
Búnaðarbankinn hefir hingað
til orðið að vera í leiguhúsnæði,
en slíkt er bæði óhentugt, og
dýrt til frambúðar. Forráða-
menn bankans hafa lengi haft
í huga, að bankinn eignaðist sitt
eigið hús, þegar honum yxi geta
til þess. Fyrir alllöngu síðan var
farið að svipast eftir lóð, sem
væri á góðum stað í bænum, þar
sem bankinn gæti byggt, en slík-
ar lóðir eru næsta ófáanlegar.
Má óhætt telja það mjög mik-
ilsvert, að bankanum tókst á
síðastl. vetri að ná samkomu-
lagi við Háskóla íslands um
kaup á lóðunum Austurstræti 5
og Hafnarstræti 6, en Háskólinn
hafði eitt sinn ætlað að byggja
þar kvikmyndahús. Er það til
mikilla þæginda fyrir viðskipta-
menn bankans, að honum skuli
þannig tryggður staður í miðj-
*um bænum, og auk þess
ánægjulegt fyrir bændur, að
stofnanir þeirra skipi sinn sess
í bænum, en þurfi eigi að hrekj-
ast út í úthverfi hans.
Fy.rir nokkru síðan er byrjað á
teikningu af húsi því, er Búnað-
arbankinn mun reisa á þessum
lóðum, og verður. það vegleg
fjögra hæða bygging. Gert er
ráð fyrir að hægt verði að byrja
á byggingunni næsta vor.
Ætlast er til þess, að Búnað-
arfélag íslands fái nægilegt hús-
næði í þessu fyrirhugaða húsi
Búnaðarbankans, en það býr nú
við algerlega ófullnægjandi
húsakynni. Er það til mikilla
þæginda fyrir bændur, sem eiga
mörg erindi við þessar stofnanir,
að þær séu á sama stað.
Skuldlaus eign Búnaðar-
bankans 11,7 milj. kr.
í yfirliti um hag Búnaðar-
banka íslands 30. júní s.'l., sem
sent hefir verið blöðum og út-
varpi eins og venjulega, sést, að
eignir bankans nema alls 64 milj.
kr. (þ. e. útlán, sjóðir, innstæður
og fasteignir), en þar af eru
skuldlausar eignir 11.7 milj. kr.
Skiptast þær þannig:
FallnaðarArslit p jóðaratkvæðagreiðslunnar:
98,6°|o kosníngabærra kjós-
enda neyttu atkvæðísréttar
97,3°|0 samþykktu sambandsslítín og 95°|0 lýðveldísstofnunina
Vikíð irá
Mynd þessi er af von Rundstedt hers-
höfðingja, sem nýlega hejir verið vikið
frá yfirherstjórninni í Frakklandi
Hann er nú orðinn 68 ára gamall. Sjá
nánara um hann í erlenda yfirlitinu.
Sparisjóðsdeild .
Ræktunarsjóður
Veðdeild .......
Byggingarsjóður
Viðlagasjóður ..
Loðdýralánadeild
Smábýladeild ...
kr.
1.920.296,51
4.281.310,05
800.000,00
2.606.829,25
1.848.44f),96
10.927,91
199.392,14
Alls kr. 11.667.196,82
sÞað má vel á þessum tölum
marka, hve vel þessi stofnun
bænda er rekin. Hefir þó
Búnaðarbankinn langminnsta
tekjumöguleikana af bönkunum,
því að hinir bankarnir fá mikl-
ar tekjur af gjaldeyrisverzlun-
inni, er Búnaðarbankinn hefir
ekkert af henni.
Sjötngnr
Sjötugur er í dag merkis-
bóndinn Hákon Finnsson á
Borgum í Hornafirði. Hans
verður nánara getið í næsta
blaði.
Vírðuleg útfor
Guðmundar á Sandi
Jarðarför Guðmundar Frið-
jónssonar skálds á Sandi fór
fram með mikilli viðhöfn 6. þ.
m. Sýndu Þingeyingar glöggt
hve mikils þeir mátu þetta
merkilega skáld sitt.
Fólk byrjaði að safnast heim
að Sandi nokkru fyrir hádegi og
munu alls hafa komið þangað
um 600 manns. Öllum, sem
komu voru veittar góðgerðir áð-
ur en húskveðjan hófst. í upp-
hafi húskveðj unnar var sung-
ið: „Hin langa þraut er liðin",
en síðan flutti sr. Friðrik Frið-
riksson ræðu. Þá var sungið
kvæði Guðmundar Páskamorg-
unn, Júlíus Havsteen flutti
ræðu og Steingrímur Baldvins-
son í Nesi, Heiðrekur Guð-
mundsson, sonur skáldsins, og
Arnfríður Sigurgeirsdóttir á
Skútustöðum fluttu kvæði.
Átta synir Guðmundar báru
kistu hans úr garði að bíl, er
stóð við túngarðinn.
'Jarðað var að Nesi í Aðaldal.
Kvenfélag Aðaldæla hafði
skreytt kirkjuna fagurlega.
Ungir bændur hófu kistuna í
kirkju, en eldri bændur úr
kirkju til grafar. í kirkjunni var
fyrst sungið: „í hendi Guðs er
hver ein tíð", en síðan flutti
Karl Kristjánsson ræðu og sung-
ið var kvæðið „Þingeyjarsýsla"
eftir Guðmund. Þá flutti Sigurð-
ur Jónsson á Arnarvatni kvæði
og sunginn var sálmurinn „Lýs
milda ljós". Þessu næst flutti
séra Þorgrímur Sigurðsson aðal-
kirkjuræðuna, en síðan flutti
Þóroddur Guðmundsson kveðju
frá konu og börnum skáldsins
og Konráð Vilhjálmsson frá
Hafralæk flutti kvæði. Sunginn
var sálmurinn „Allt eins og
blómstrið eina'", er kistan var
borin til grafar.
Kransar bárus.t frá ríkisstjórn
íslands, Menntaskólanum á Ak-
ureyri og ýmsum félögum og
einstaklingum. Á kransinum frá
menntaskólanum stóð: „Þökk
fyrir íslenzkuna".
Meðan húskveðjan fór fram,
var leiðinlegt veður, þoka og
rigning, en meðan líkfylgdin var
á leið í kirkjuna, batnaði veðr-
ið og var komið sólskin, er þang-
að kom.
f seinasta tölublaði Lögbirtingablaðsins er birt endanleg nið-
urstaða þjóðaratkvæðagreiðslunríar um sambandsslitin og lýð-
veldisstofnunina, er fram fór dagana 20.—23. maí síðastl., en eins
og kunnugt er, var talningu ekki fulllokið fyrr en 17. júní, því að
utankjörstaðaatkvæði mátti taka til greina til þess tíma. Hefir
letta breytt lítillega þeim niðurstöffum, sem áður hafði verið
skýrt frá, og þykir því rétt að birta hér hinar endanlegu niður-
stöður.
Samkvæmt þessum niðurstöðum hafa 98.61% atkvæðisbærra
kjósenda neytt atkvæðisréttar síns. Af þeim, sem atkvæðisrétt-
ar neyta, fylgdu 97.35% sambandsslitunum, en 95.04% lýðveldis-
stofnuninni.
Hér fer fyrst yfirlit um tölu
atkvæðisbærra kjósenda (fyrsti
dálkur), tölu greiddra atkvæða
(annar dálkur) og hundraðs-
hluta þeirra, sem kusu, af öllum
kjósendáfjöldanum (3. dálkur):
Seyðisfj. 494 494 100,00
V.-Skaft. 943 943 100,00
V.-Hún. 873 872 99,89
Dalas. 827 826 99,88
A.-Skaft. 736 735 99,84
Rang. 1896 1893 99,84
N.-Þing. 1039 1037 99,81
Skag. 2253 2247 99,73
Gull. og Kjós. 3312 3301 99,67
Árn. 3007 2994 99,57
S.-Múl. 3082 3067 99,51
Myr. 1136 1130 99,47
Strand. 1088 1081 99,36
Borg. 1926 1913 99,33
Snæf. 1776 1763 99,27
Vestm. 1934 1968 99,19
Sigl. 1626 1612 99,14
Hafn.. 2323 2302 99,10
S.-Þing. 2350 2328 99,06
Au-Hún. 1255 1243 99,04
Barð. 1659 1642 98,98
N.-MÚl. 1569 1548 98,66
Eyja. 3162 3118 98,61
V.-ísafj. 1198 1177 98,25
N.-ísafj. 1434 1402 97,77
Rvík 26073 25487 97,75
Akur. 3510 3420 97,44
ísafj. 1560 1515 97,12
Allt landið 74091 73058 98,61
Um sambandsslitin féll at-
kvæðagreiðslan á þessa leið:
Já Nei Auð. óg.
Seyð 476 2 9 7
V.-Skaft 922 4 8 9
V.-Hún 862 5 1 4
Dal. . 817 0 5 4
A.-Skaft. 713 5 3 14
Rang. 1865 6 12 10
N.-Þing. 994 8 26 9
Skag. 2209 6 11 21
Gull., Kjós. 3240 10 27 24
Árnes. 2933 9 22 30
S.-Múl. 2984 23 25 35
Mýr. 1107 2 10 11
Stranda 1058 2 13 8
Borg. 1869 6 16 22
Snæf. 1710 10 16 27
Vestm. 1901 7 29 31
Sigl. 1574 5 16 17
Hafn. 2246 11 21 24
S.-Þing. 2292 10 17 9
A.-Hún. 1209 8 15 11
Barð. 1596 11 19 16
N.-Múl. 1526 4 1 17
Eyjafj. 3045 12 31 30
V.-ísafj. 1158 4 12 3
N.-ísafj. 1330 15 39 18
Rvík 24773 155 302 257
Akure. 3284 21 64 51
ísafj. 1429 16 35 35
Samtals 71122 377 805 754
Samt. %'97,35 0,52 2,13
Um Iýðveldisstjórnarskrána
féll atkvæðagreiðslan á þessa
leið:
Já Nei Auð. Óg.
Seyðisfj. ,463 7 18 6
V.-Skaft. 919 6 15 3
V.-Hún. 847 8 13 4
Dalas. 804 4 14 4
A.-Skaft. 688 7 26 14
Rang. 1829 19 40 5
N.-Þing. 982 12 34 9
Skag. 2180 17 39 11
Gull., Kjós. 3183 17 85 16
Árness. 2904 -11 63 16
S.-Múl. 2931 28 92 16
Mýras. 1093 3 23 11
Strandas. 1042 9 27 3
Borg. 1836 12 43 22
Snæf. 1667 16 67 13
Vestm. 1868 17 61 22
Siglufj. 1549 8 46 9
Hafnarfj. 2201 21 56 24
S.-Þing. 2265 21 33 9
A.-Hún. 1178 14 49 2
Barð. 1561 14 53 14
N.MÚ1. 1501 9 20 18
Eyjafj. 2970 32 86 30
V.-ísafj. 1129 16 29 3
N.-ísafj. 1241 44 104 13
Rvík 24259 411 667 150
Akure. 3091 115 163 51
ísafj. 1254 153 88 20
Samtals 69435 1051 2054 518
Samt. % 95,04 1,44 3,52
Mynd þessi er frá. fyrsta þœtti sögulegu sýningarinnar, sem nefndist Upp-
haf, og sjást á henni nokkrar af hinum ágœtu myndum Tryggva Magn-
ússonar. Sýninguna hafa nú sótt um 7500 manns. Hún er opin enn.
Á víðavatigi
SALA KVELDÚLFSTOGAE- -
ANNA OG ÖRYGGI AT-
VINNUVEGANNA.
Morgunblaðið heldur áfram að
lofa stórgróðasöfnun einstakl-
inga. Það segir, að hún sé megin
trygging fyrir vaxandi at-
vinnurekstri. Reynslan sýnir
aftur á móti, að hún er engin
trygging fyrir, atvinnurekstur-
inn. Nú er t. d. Kveldúlfur búinn
að selja þrjá af togurum sínum
og sagt er að hann muni selja
þá alla. Hann hefir selt þá fyrir
geipiverð. Fyrir andvirði þeirra,
ásamt hinum miklu sjóðum fé-
lagsins, væri hægt að kaupa
mörg ný skip. En það er engin
trygging fyrir því, að Kveldúlfur
geri það. Hann getur farið með
þetta fé eins og honum bezt sýn-
ist. Yfirfært það með ýmsu móti
til útlanda eða byggt fyrir það
einhverjar verksmiðjur, nýtt
Korpúlfsstaðabú, lúxushallir,
eða hvað annað, sem honum
þóknast. Þetta fjármagn er ekki
nein trygging fyrir útgerðina,
enda þótt það sé raunveruleg
eign hennar og eigi að vera
henni til styrktar, þar sem
Kveldúlfi hefir áskotnast féð
með því að hafa fyrst greiðan
aðgang að lánsfé bankanna og
síðan með skattaundanþágun-
um.
Það, sem þarf að gera, er að
tryggja það, að öll slík stór-
gróðasöfnun, sem fengin er með
aðstoð bankanna eða þjóðfélags-
is á annan hátt, komi atvinnu-
lífinu til góða. Fyrir þessu er
lítil eða engin trygging, eins og
nú er. Úr þessu þarf að bæta.
Almenningur sættir sig ekki við,
að slíkur gróði, sem er raunveru-
lega árangurinn af sparifé hans
og striti, lendi í eyðslu og óhófi,
eða verði fluttur úr landi. Stór-
gróðinn verður áð skapa at-
vinnuvegunum aukið öryggi og
i>ess vegna þarf hann að safnast
með öðrum hætti en nú á sér
stað. Hann þarf að vera háður
þörfum alþjóðar, en ekki brask-
sjónarmiðum örfárra spekú-
lanta.
ALÞINGI OG EIMSKIP.
Fyrir Alþingi, sem kemur sam-
an i haust, hlýtur það að liggja
m. a. að taka afstöðu til stór-
gróða Eimskipafélagsins á síð-
astliðnu ári. Það virðist a. m. k.
óhugsanlegt, að þingið geti látið
félagsskap, sem er raunvgrulega
orðinn hringur fárra gróða-
manna, haldast upp að safna
tugmiljónagróða á kostnað al-
mennings og án nokkurra trygg-
inga fyrir því, hvernig þetta fé
verður notað.
Hversu lítið það er tryggt, að
fé þetta fari til eflingar skipa-
stólsins, má m. a. marka á því,
að félagsstjórnin hefir nú hvatt
saman aukafund í félaginu í
haust til þess að fá lögum þeás
breytt þannig, að félagið geti
hafist handa um gistihúsrekstur
og flugsamgöngur.
Eimskipafélagið hefir greini-
legast sýnt það með framferði
sínu á síðastl. ári, að það er ekki
slíkt „óskabarn", sem því var
upphaflega ætlað að vera og
þingið hefir því veitt margvís-
leg hlunnindi. Þess vegna er ó-
hjákvæmilegt, að sambúð þess
og ríkisvaldsins sé tekin til nýrr-
ar og gagngerrar endurskoðunar.
LÝÐRÆDI OG AUDIR
SEÐLAR.
Kommúnistar þreytast aldrei
á að telja liðsmönnum sínum
trú um, að þeir séu alltaf að
vinna fyrir lýðræðið og engir
séu betri vinir þess en þeir.
Seinasta viðleitni þeirra í þess-
um efnum birtist í Þjóðviljanum
á sunnudaginn var, en þá verja
þeir mestu af rúmi blaðsins til
að sýna fram á, að þingmenn
þeirra hafi gert það til að full-
nægja lýðræðinu, að skila auðu
við forsetakjörið á Lögbergi!
Eftir þessu að dæma þjóna
(Framh. á 4. síSu)