Tíminn - 18.07.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1944, Blaðsíða 2
278 TtMINN, þrigjndagiim 18. júlí 1944 70. blafl Réttlátur eða rang- látur fríður Það er hægt að semja frið með tvennum móti. Það er hægt að semja hann á þeim grund- velli, að hann tryggi ranglæti og ójöfnuð. Það er líka hægt að semja hann á þeim grundvelli, að hann tryggi réttlæti og jöfnuð Sagan greinir frá mörgum friðarsamningum milli stór- velda, sem raunverulega byggð- ust á ranglæti og ójöfnuði. Það var sagt, að þessir samningar væru gerðir til að skapa frið, en raunverulega sköpuðu þeir ófrið. Þeir, sem urðu fyrir rang- lætinu og ójöfnuðinum, risu upp fyrr en seinna og hrundu misréttinum. Ritstjórar Morgunblaðsiris hafa undanfarið kappkostað að tala sem mest um frið og þjóð- areiningu. Þeir hafa sagt, að nú yrði rígurinn og kriturinn að hverfa, stéttirnar að snúa saman bökum, þjóðin að verða ein órjúfanleg heild. Þetta eru vissulega falleg orð. En það þarf meira en falleg orð til að skapa raunhæfan frið; það þarf líka grundvöll. Hitler bauð Bretum frið og hélt fallega ræðu um frið, þegar hann var 'búinn að leggja undir sig Tékkóslóvakíu, Pólland, Noreg, Danmörku, Nið- urlönd og Frakkland. Það vant- aði ekki, að hann vildi frið, en friðurinn átti að vera með þeim móti, að ekkert yrði bætt úr ójöfnuðinum, sem hann hafði unnið! Ritstjórar Mbl. segja, að frið- arstarf þeirra hafi ekki mætt nema einum óbilgjörnum and- stæðingi. Meira að segja kom- múnistarnir hafi tekið því vel og dre’gið úr sinni fyrri *úlfúð! Það er athyglisvert, að þetta sama sagði Hitler um Rússa, þegar hann bauð Bretum frið 1940. Þessi vondi andstæðingur, sem reynir að spilla friðarstarfi Morgunblaðsritstjóranna, er rit- stjóri Tímans. Hvað er það svo, sem ritstjóri Tímans hefir sér til sakar unn- ið i þessum efnum, að dómi Mbl.? Hann hefir sagt, að leggja ætti hlutfallslega sömu byrðar á stórgróðamenniria og bændur og verkamenn, ef kaupið og af- urðaverðið yrði lækkað, þótt það þyrfti að gerast með öðrum ráð- stöfunum (eignaaukaskatti o. fl.). Hann hefir sýnt fram á það í sambandi við sölu Kveldúlfs- togaranna, að almenningur hefði enga tryggingu fyrir því, hvernig stórgróði einstaklinga væri notaður og því yrði að gera auknar ráðstafanir til þess að honum yrði ráðstafað til efl- jngar og öryggis atvinnuveg- unum. Hann hefir sýnt fram á, að það sé fullkomin óhæfa, að eitt einkafélag fárra auðmanna, Eimskápafélagið, skuli safna meiri gróða á einu ári en nem- ur andvirðri allra seldra mjólk- urvara á Reykjavíkurmarkaðin- um á sama tíma, og það án minnstu tryggingar fyrir því, að þessu fé verði vel og réttilega varið. Hann hefir síðast, en ekki sízt, hvatt til þess að fylgt yrði hinu glæsta fordæmi Breta, þar sem sköpuð var traust þjóðar- eining með því að draga úr misrétti stéttanna, skérða hlut þeirra ríku og tryggja þeim, sem lakar voru settir, betri kjör og öruggari afkomu. Það, sem ritstjóri Tímans hef- ir m. ö. o. gert og hann er nefnd- ur friðarspillir fyrir, er að hvetja til þess, að hér verði lagður grundvöllur að réttlátum friði, meÍ5 því að jafna kjörin milli stéttanna og koma í veg fyrir miljónágróða.og ábyrgðar- lausan fjármálarekstur auð- kónga á aðra hlið, en öryggis- leysi og bágar afkomuhorfur vinnandi stéttana, þegar stríðs- velgengnin hverfur, á hina hlið- ina. Með því að láta slíka tví- skiptingu þjóðfélagsins magn- ast, er kippt grundvellinum undan því, að hægt sé að skapa nokkurn réttlátan og varanleg- an frið. Á slíkri niðurstöðu væri aðeins hægt að skapa rang- látan bráðabirgðafrið, sem Halldóar Krísijánssonr, Kírkjubóli s Fréftabréi úr Loðmundaríírði / Regla tempara "á Islandi minntist 60 ára afmælis síns síð- astliðinn vetur. Nt. a. voru þá höfð samkvæmi og ýmsum höfð- ingjum boðið. Kom þar margt stórmenni, svo sem ríkisstjóri og ráðherrar og borgarstjóri Rvík- ur og fleiri. Fluttu þessir menn ræður í viðurkenningarskyni við starfsemi Reglunnar, og sögðu margt vel. Ráðherrarnir töluðu um nytsemi og hollustu bindindis og óskuðu þess, að Reglan " gerði áfengisverzlunina óstarfhæfa. Lögreglustjórinn vitnaði til sérþekkingar lög- reglunnar á áfengisbölinu. Og ríkisstjórinn minntist gamalla tíma, þegar embættismenn slög- uðu um götur meira og minna drukknir eftir höfðingjaveizlur. Nú skyldi maður ætla, að þetta stórmenni allt styddi Regluna í störfum hennar með lífi og sál. Má vel vera að svo sé, og þetta séu bindindismenn í raun og sannleika, og er þá vel. En grunur er mér á því, að fyrir komi það, að sumir þessir góðu menn haldi veizlur, þar sem vín er veitt og geri sitthvað fleira, sem er í andstöðu við starfsemi bindindismanna. Svo mikið er víst, að ennþá koma menn drukknir úr höfðingja- veizlum og læra að drekka þar. Þó að bílariiir forði embættis- mönnunum frá.því að slaga um götur fyrir allra augum, er það engin siðferðileg framför. Og það mun geta átt sér stað enn- þá, að menn komi úr höfðingja- veizlunum svo drukknir, að þeir eru ekki ferðafærir. Þetta allt hlýtur að vera hvatning til okkar bindindis- manna. Látum svo vera, að ýmsir heldri menn séu- ennþá í helgreipum gamallar drykkju- tísku, sem heldur þeim föstum, þótt þeir viti og vilji betur. Þeir mega þá segja eins og postulinn: „Hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki. Hið vonda,- sem ég vil ekki, það geri ég“. í rökréttu framhaldi mættu þeir svo bæta við andvarpi tollheimtumanns- ins: „Vertu mér syndugum líkn- samur!“ Hitt er okkar hlutverk að losa framtíðina undan því oki, sem lætur ýmsa okkar beztu og mætustu menn breyta gegn betri vitund í stórmálum. Það er líka sjálfstæðisbarátta. Þegar menn hugsa rólega og skynsamlega, viðurkenna þeir starfsemi bindindismanna, því að sæmilega menntaðir nútíma- menn geta ekki annað. Hér er því komið að tímamótum og öld fljótlega myndi leiða til hins versta ófriðar. Það er sagt, að ritstjóra Tím- áns gangi til hefnigirni og illt innræti með þessum skrifum sínum. Ef til vill finnst auð- kóngunum það. Eftir framkomu bingmanna þeirra á mestu há- tíðastund þjóðarinnar að Lög- bergi 17. júní 1944, mætti vel álíta, að þessir merui ætluðu öðrum, að þeir stjórnuðust af hefnigirni, því að margur ætlar öðrum það, sem þeir eru mest haldnir af sjálfir. Hefnigirni auðkónganna setti þá hörmu- legan smánarblett á þing þjóð- arinnar. Vegna þess, að Sveinn Björnsson hafði vikið frá hinni óhappasömu stjórn þeirra 1942 og myndað utanþingsstjórn í staðinn, u,rðu þeir að koma fram hefndum og skirrtust ekki við að nota til þess helgustu stund og helgasta stað þjóðarinnar. Til þess að sýnavanþóknunsínaá Sveini Björnssyni skiluðu fimm þingmenn auðkónganna auðu, en aðrir fimm kusu nafn Jóns Sigurðssonar. Á merkustu og sögulegustu stund þjóðarinnar var eining hennar og þingsins eyðilögð, vegna hefnigirni! Það er ekki að furða, þótt þessir menn ásaki aðx-a um hefnigirni og þykist -bezt til þess kjörnir að skapa þjóðareiningu. En ritstjóra Tímans gengur engin hefnigirni til. Hann á ekki persónulegar sakir við neinn Sjálfstæðismann og metur marga þeirra mikils. En hann vill eins og flokksmenn hans yfirleitt réttlátan frið, — frið, sem getur orðið hinu unga lýð- veldi til sóma og ti-yggt því gæfu og gengi. Hann trúir ekki á ranglátan frið og telur hann verri en ófriðinn sjálfan. í lengstu lög vill hann líka treysta því, að bak við friðarboðskap Morgunblaðsins felist annar bg betri ásetningur en bak við. friðarboð Hitlers 1940, og að forkölfar Sjálfstæðisflokksins skilji það og skynji, að allar friðarumleitanir eru tilgangs- lausar, ef ékki verður stefnt að því að skapa réttlátan frið, og ! verði því fúsir til að færa þær fórnir, sem leggst hlutfallslega á þá eins og aðra, til þess að réttlátu friðartakmarki verði náð. Þ. Þ. bindindisseminnar framundan, svo fi-amarlega sem æska þjóð- arinnar er gædd siðferðilegri al- vöru og manndómi. Halldór Kristjánsson. Til viðbótar þessari þörfu hugvekju Halldórsfcristjánsson- ar, mætti bæta því við, að di-ykkjuskaparveizlur þær, sem haldnar voru af hálfu hins opin- bera í sambandi við lýðveldis- stofnunina, voru stjórnarvöld- unum til lítils sóma. Áfengis- verzluninni var lokað nokkru fyrir þann 17. júní, en þó full- seint, og virtist þannig hafa verið ætlast til þess af ríkis- stjórninni, að landið væri sem „þurrast“ meðan hátíðahöldin stóðu yfir. Það var sannaxdega bakkarvert. En hér fór, eins og Halldór segir, að góður ásetn- irigur lætur undan freistingunni. 'Meðal alls almennings var nær ekkert vín haft um hönd, eri rík- isstiórnin veitti, eins og hver vildi hafa í veizlum sínum. Forsætisráðherrann tilkynnti veizlugestum það með miklum gleðihreim — og auglýsti það jafnframt öllum landsmönnum með hjálp útvarpsins, — að þeir gætu fengið sér „vætu“ eftir vild og vonaðist hann eftir, að þeim líkaði bragðið! Þannig var hinu svo nefnda heldra fólki veittur annar og meiri réttur, þar sem það gat veitt sér nógan mjöð fyrir ekki neitt, en aðrir ekkert, þótt gull væri í boði. Ber að sönnu ekki að harma þennan stéttamun, en meira hefði þó verið í samræmi við jafnræðis- hugsjón lýðræðisins að láta bannið ná til allra, og víst er það líka, að það sem höfðingj- arnir hafast að, er jafnan tekið til nokkurrar eftirbreytni, hvort heldur það er gott eða illt. Það er almannarómur, að engri hátíð á íslandi hafi verið betur og glæsilegar stjórnað en Alþingishátíðinni 1930 af Tryggva Þórhallssyni. Ekkert vín veitti þó Tryggvi og ekkert hefir heyi’zt um, að það hafi spillt neitt orðstír hátíðarinnar út á við, en drykkjuskapur opinbei-u veizlanna er stundum afsakaður með því, að hann sé nauðsyn- legur vegna útlendingai Það myndi áreiðanlega verða bindindisstefnunni óumræði- legur styi’kur, ef alveg væri hætt að veita vín í opinberum veizl- um. Það myndi skapa nýja og fegurri veizlumenningu. Aukin Örðugt tíftarfar uiidanfarin missiri. Eins og af líkum má ráða, skeður fátt það í fámenni á afskekktum stöðurn, sem er þss eðlis að það sé haft til frá- sagnar í opinberum blöðum. En þó mun það svo, að margir hafa gaman að heyra hvernig gengur á. þessum eða hinum staðnum, enda þó það sé úr daglega lífinu, eða svo er það með mig, að mér þykir gaman, að heyra og lesa frá fjai'lægum stöðum, hvernig mönnum hefir gengið atvinna sín, þénnan eða hinn tímann, og finnst mér gert of lítið að því að rita og birta ýmislegt þess efnis. Það, sem fyrst og fremst veld- ur mörgum hér um slóðir þung- um áhyggjum, eru hinir sífelldu kuldar. Voi'ið og sumarið í fyrra var sérstaklega kalt og greri seint, raunverulega ekki fyrr en upp úr jónsmessu, en vaxtar- tíminn var mjög stuttur og hey- skapartíminn einnig og eftir að íeið á sumarið, var mjög örðugt að fást við heyskap og fór hey undir snjó í september, en náð- ist mest í október. í september 'agði mikinn srijó á fjöll og var mjög erfitt að komast með fé til lógunar yfir Hjálmarsdals- heiði til Seyðisfjarðar, og þeir, sem fyrr fórú,, urðu dagþi'ota á miðri heiði og er það annaö haustið í röð, sem þannig geirg- ur að koma fé yfir hana, sem annars er ekki nema þriggia til fjögra tíma ferð. Annars voru snjóalög ekki mikil fram yfir há- tíðar og gekk fé víðast að mestu sjálfala fram undir áramót, en um það leyti byrjuðu flestir að leiða til ánna og var þá hýst úr bví. Frosthörkur voru allveru- legar í nóvember og desember, og eftir hátíðar og fram í mars- lok voru alltaf öðruhverju hörkufrost og urðu svellalög mjög mikil og var víða illt að komast með fé á haga þeirra vegna. Einnig fylgdu þeim mikl- ir stormar. En hagar voru að heit.a úrtakalaust allan tímann fram í marzlok* enda kom það flestum betur, því hey voru víða lítil eftir sumarið, en mikið var gefið af fóðurbæti, aðallega síld- armjöli. Þann 29. marz breyttist veðrátta mjög og næstu daga kyngdi niður snjó og svo komu bindindissemi ráðamanna þjóð- arinnar á annan hátt myndi og efla bindindi meðal almennings. Gamli málshátturinn, að eftir höfðinu dansi limirnir, hefir þar milcið til síns máls. Það þarf að gera miklu meiri kröfur til bindindissemi embættismanna. Það er frumskilyrðið til að koma á almennu bindindi. Þ. Þ. krapahríðar í fleiri daga um páskana og varö með öllu hag- laust ailan aprílmánuð, og geklc þá fóður mjög til þurðar og var ixtlitið að verða viðsjárvert, þeg- ar snjóa fór að leysa fyrstu daga maí, en þá hlýnaði í nokki-a daga og komu brátt góðir hagar, og bjargaðist því fénaður vel fram. Héldust góðveður fram um miðjan maí, eix svo gerði rosa veðráttu vikuna fyrir hvíta- sunnu og a-föstudag í þeirri viku gekk í kafaldsbyl, og hefði ekki miklu mátt við bæta, svo að alveg hefði orðið haglaust, en á laugardag birti upp og var 'sölskin þá í nokkra daga á eftir og fór snjói’inn fljótt úr byggð. Fyrir þetta áfelli var æðar- fugl farinn að koma í vörp, en betta dró mjög úi; varpinu. Fuglinn því sem nær fennti í kaf og svo sótti vargur svo að honum. að hann hafði engan frið í varþinu, rændi vargurinn eggjum og jafnvel drap fuglinn, bótt ekki væru mikil brögð að því. Síðustu ár hefir varp mjög gengið saman og veldur því kalt og óhagstætt tíðarfar, ásókn af vargi og svo hefir fuglinn drep- ist í stórum stíl á veturna af völdum olíu í sjónum. Líðandi vor hefir verið mjög kalt allan sauðburðartímann, hafa verið látlausir kuldar norö- anstormar og þokuloft, hefir bví gróið mjög seint og er enn mjög lítill gróður óg má segja að þunglega horfi með grasvöxt, ef þessu heldur áfram, því enn er mikið fx’ost í jörðu, þar eð hlýindi hafa verið lítil og ó- venjumikil fi’ost s. 1. vetur. Enn mun víða ekki nema um stungu- lag á frost. Þegar þetta er ritað, er kom- inn 25,.júní. í gær var Jóns- messa, var þá aftaka hríðarveð- ur af norðri, snjóaði langt niður í hlíðar um hádag og var krapa- slydda í byggð, sem þó ekki festí. Veður þetta stóð um sólarhring og hefir létt til, en sama norð- anáttin ríkir enn með þung og hvít norðan ský á lofti. Er því ekki hægt að segja að útlit lag- ist verulega með grassprettu á þessu sumi’i og er því fvrii’sjá- anlegt að fénaður stórfækkar á næsta hausti, en má þó illa við því, frá því sem er. Því þó gott sé að hafa síldarmjöl, verður ekki fóðrað á því einu, ef fanna- lög verða svo mikil að ekki nái tií jarðar. Af verklegum framkvæmdum er fátt eitt að segja, þó er alltaf smáþbkað áfram húsabótum og viðgerðum; sem miða að því að gera húsin varanlegri. Eru flest (Framli. á 4. síðu) Stcfán Jonsson. skólastjóri: jr Minni Vestur-Islendinga fSæða flutt á þjóðhátíð i Stykklsliólmi 17. jání Allir kannast við þjóðsöguna um konuna, sem lifað hafði í tveimur heimum. — Hún var ættuð úr hafdjúpunum og hafði átt þar heimili, mann og 7 börn, en í hrifningu hvítasunnunætur hafði hún látið heillast af dá- semdum jarðlífsins, og gengið á hönd ungum sveini, gerst hús- freyja á landi og alið 7 börn. — Á sorgarstund um hljóða nótt verður henni hugsað til síns fyrra heimkynnis, og þá leggur þjóðsagan rienni þessi -orð í munn: „Mér er um og ó. — Ég á sjö riörn á landi og sjö böi’n í sjó. — Mér er um og ó“. Ef fjallkonan aldna, — hin táknræna móðir landsins sona og dætra, — mætti mæla, myndi henni fara eins og í þjóðsög- unni. — Þjóðin íslenzka lifir í tveimur heimum. — Fjallkonan, sem ann jafnt öllum sonum sín- um og dætrum, verður að skipta ást sinni og heillum milli þess- ara tveggja heima. — Stofn hinnar íslenzku þjóðar á nú ræt- ur aðallega í tveim byggðum: Á okkar elskaða föðurlandi og vestanhafs í Norður-Ameríku. Þegar við á þessum gleðidegi — frelsisdegi íslenzku þjóðar- innar — minnumst okkar beztu manna, og minnumst í ljóðum og ræðum landsins okkar og þjóðarinnar, þá er okkur skylt og ljúft að minnast bræðra okk- ar og systra allra, sem utan ís- lands búa, og þá fyrst og fremst þeirra, er í Ameríku búa, og sem við venjulega nefnum Vestur- íslendinga. Um síðustu áramót er talið að ísland byggi rösklega 120 þús- und manna, og á sama tíma er talið að hinn íslenzki stofn þjóð- arinnar vestan hafs telji um 30 þúsund íslendinga. — íslenzka þjóðin hefir því aldrei síðan byggð var reist á íslandi, verið jafn fjölmenn. — Þjóðin hefir heldur aldrei átt eins fagrar og glæstar byggingar, aldrei eins mikið af ræktuðu laixdi, aldrei fleiri skóla, aldrei átt jafngóð lífskjör, aldrei meiri peninga. — Hundrað og fimmtíu þúsund manna í tveimur heimsálfum er ekki stór stofn, ef metið er eftir mannfjölda, en vel getur þessi litli stofn átt sér glæsilega fram- tíð. — Og í dag vekja þessar 150 þús. íslendinga í tveimur heims- álfum melri athygli alheims en nokkur annar jafnstór hópur manna í himxi stríðandi veröld. Nítjánda öldiix verður eflaust í sögu landsins á næstu öldum nefnd öld hugsjónanna. Þá er eins og þjóðin rumski og beini sjóixum síixum meii’a eix áður til framtíðarinnar. — Um miðja öldiha er þjóðfundurinn frægi, og þá er líka- veltiár til laixds og sjávar. Kjarkur þjóðarinnar eflist og umbótakröfur og vonir unx betri framtíð eru efixi allra ritgerða frá þessum tíma. Árið 1874 — sem færði þjóðinni frels- isskrá úr föður hendi — er hæsta ris þessarar framfara- öldu. En svo koma árin 1880—90. Hai’ðindi — fjárfellir og allskon- ar óái’an herjaði á landsfólkið, og voxxir margra um framtíð landsins dofnuðu. Á sama tíma var rekin lxér á landi harðsixúinn áróður fyrJr Ameríkuferðum, sem svo var kallað, og þjóðinni gefnar glæsi- legar lýsingar af hálfnumdunx undralöndum í Vesturálfu heims. Á þeim árum gerast alvarlegir atburðir og oft tregablandiix á- tök á mörgum íslenzkum heim- ilum. Fjölskyldan ræðir um flutixing til Ameríku. Stundum er það húsbóndimx, sem nxisst hefir trúixa á Jxað, að hægt sé að lifa á laixdinu. — Konaxx maldar í móinn og fellir mörg tár. — Marga nóttina er lítið sofið, en að lokum er ákvörðun tekin. Stuixdum er það húsmóð- irin, sem hrífst af fagurgala sendiboðanna. Hún brýtur upp á því við maixn sinn, hvort þau eigi ekki að flytja til Ameríku. Bóndinn tekur því fjarri. Hann saknar svo margs. Hann ann hestum sínum og sauðfé, héraði sínu og föðurlandi. Málið er rætt, sótt og varið, og að lokum tekin ákvörðun. Skepnurixar seldar, viixirixir kvaddir og lagt út á hafið, út í óvissuna í leit að hamingjunni. — Þessar sögur ei’u flestar óskráðar, en þær hafa gerzt á fjölmörgum heim- ilum þessi árin, og þjáningar og sorgir hafa blandazt við voixir og landnámshug. -- ö- vissan er oft heillaixdi, en undir- spiliö er söknuður. Engimx veit hvað átt hefir fyr en misst hef- ir. Þjóðin er á vegamótunx. — Þetta eru baráttuár. Barátta við fjárfelli og harðindi. Barátta við vonleysi og trúleysi á fram- tíð landsins. — Deilur eru hafn- ar bæði í i’æðu og riti. Vinum verður sundurorða. Þeir átelja hvor anxxan og þeir sem heima sitja . undrast framkomu' vina sinna og ættingja, sem geta feixgið það af sér, að hverfa burt af landinu með fjölskyldu shxa, til æfilangrar dvalar í ó- kunnu landi, og þá var langt milli Ameríku og íslands. — í ljóðum og leikritum frá þess- um árum sjáum við hvert álit var á Ameríkuferðum, og að margir áttu um sárt að binda. í leikritinu „Vesturfararnir“ gerir Matthías Jochumsson háð að „agentum“ frá Vesturheinxi og fáfræði og trúgii’ni íslend- inga. Guðmundur Friðjónsson segir í hiixu ódauölega kvæði „Ekkjan við ána“, um ættjarð- arást ekkjunnar. Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan biett, af áixni nokkra faðma og hraxmið svart og grett. Er grannarnír sig fluttu á hnöttinn hinum nxegin, hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn. En líklega er hvergixá einum stað betur lýst viðhorfi margra íslendinga til Ameríkuferðanna en í hinu snilldarfágra kvæði Guðm. Friðjónssonar, er hanix nefnir „Bréf til vinar nxíns“. E:a það byrjar þannig: Ertu á förum elsku vinur út í heiminn, vestur i bláinn? Á að fara í ólgusjáinn ættar vorrar megin-hlynur? Finnst þér ekkert vera að vinna, vegur enginn heinxa á Fróni? Allt frá jökli og út að lóni ekkert viðnám krafta þhxna? Og síðar í sama kvæði: Ertu að flýja myrkra-miðin? Metui’ðu vorið íxú að engu? — Sólmáixaðar sunixangöngu, sumardýrð og næturfriðinn. Út við heimskauts ljósalindir logar upp i vestri rísa. — Öllu voru landi lýsa langeldar, sem íxóttin kyndir. Hvað tók svo við laixdnenxun- um í hinunx nýja heimi'i Margir munu hafa oi’ðið fyrir'vonbrigð- um, mállausir, vinum sneyddir í ónumdu landi. — En þá reyndi á duginn. Þá kom íslendings- eðlið í ljós. Hafísveðrátta og stórhríðar höfðu hert taugar þessara manna, og sjósókn á opnum fleytum og lífsbaráttan um útnes og heiðar hafði keixnt, þeim að bugast ekki, þótt glíman væri hörð. — í ókunnu landi var ekki nema um tveixnt að gera: berjast til sigurs eða falla. Þar var enginn líknandi vinarmund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.