Tíminn - 18.07.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1944, Blaðsíða 4
280 TtMINN, þriðjwdaginn 18. júlí 1944 70. blað Víðbótatvirkjunin við Sogið fullgerð Viðbótarvirkjunin við Sog- ið er nú svo langt komið, að hún mun taka til starfa inn- an fárra daga. Hafði þess ver- ið vænzt, að henni yrði lokið miklu fyrr, en ýmislegt hefir orðið verkinu til trafala. Þótt viðbótarvirkjun þessi taki til starfa, munu Reykvíkingar tæpast fá fullnægt rafmagns- þörf sinni, hvað þá aðrir kaupstaðir, kauptún og sveit- ir, er skortir rafmagn á þessu svæði. Áframhaldandi stór- virkjanir eru því jafn brýnar eftir sem áður. Viðbótarvirkjunin, sem er ann- að mesta rafmagnsmannvirki hérlendis, eykur orku Sogstöðv- arinnar um 5500 kílóvött og verður öll orka hennar þá 14.300 kílóvött. Elliðaárstöðin er 3200 kílówött og ræður því Reykja- víkui’bæ yfir 17.500 kílóvatta raforku. Viðbótarvirkjunin hefir kost- að um 6 milj. kr. og ber ríkis- sjóður ábyrgð á láninu, sem tek- ið var til framkvæmdarinnar. í sambandi við virkjunina hefir innanbæjarkerfið í Reykjavík verið aukið fyrir meira en 7 milj. kr. Rafmagínsskorturinn hefir ver- ið mjög tilfinnanlegur hér í bænum og mun því viðbótar- virkjunin bæta úr mikilli þörf. Hins vegar er ekki líklegt, að þessi aukning verði fullnægj- andi nema um skamma hríð, til að bæta úr þörfum Reykvík-' inga, hvað þá annara. Má þvi eigi láta staðar numið, heldur hefjast handa um framhaldandi stórvirkjanir. Uppbætur á karföfluverð Ákveðið hefir verið að greiða verðuppbætur á kartöfluupp- skeruna í fyrra, þá sem Græn- metisverzlun ríkisins hefir veitt móttöku eða umboðsmenn hennar. Nema verðuppbæturnar kr. 22.50 á hver 100 kg. og er því fullnaðarverð kartaflanna 106 krónur á hver 100 kg. Áður höfðu verið greiddar kr. 83.50. Verklýðsfélag dæmf Nýlega dæmdi Félagsdómur í máli Vinnuveitendafélagsins, f. h. Finnboga Guðmundssonar, Gerðum, gegn Alþýðusambandi íslands, fyrir hönd Verklýðs- og sjómannafélags Gerða- og Mið- nesshrepps, út af verkfalli í Sandgerði 27. jan. s. 1. Verðlýðsfélagið var sektað um kr. 200,00 og dæmt til að greiða stefnanda kr. 1500,00 í skaða- bætur og kr. 300,00 í málskostn- að, vegna þess, að það átti sök á ólöglegu verkfalli, eða stöðv- un róðrabáta í ’Sandgerði 29. jan. — 1. febr. í vetur. Félagið var þó talið hafa talsverðar málsbætur og töldu tveir dóm- endur í Félagsdómi, Gunnlaugur Briem og Sigurjón Á. Ólafsson, rétt að láta skaðabætur falla niður. Kauphœkkun á Selfossi Verkalýðsfélagið á Selfossi hefir nýlega samið við atvinnu- rekendur þar um styttan vinnu- tíma og kauphækkun. Eru aðal- atriði samningsins þeási: Vinnu- dagur verður 8 klst. í stað 10 klst. áður, dagkaup verður kr. 2,45 á klst., yfirvinna verður greidd með 50% álagi á dag- vinnukaup og helgidagavinna með 100% álagi. Slasist verka- maður skal honum greitt kaup 1 7 daga. Meðlimir verkalýðs- félagsins hafa forgangsrétt til vinnu. Veitingar í Listamannaskálanum. Skemmtifélag góðtemplara hefir nú hafið veltingar 'í Listamannaskálanum frá kl. 2.30—6 síðdegis. Er þar á boð- stólum kaffi, te og aðrir drykkir. Ú R B/E^IUM Bruni. Nokkru eftir hádegi á laugardag kom upp eldur í efri hœð hússins Einholti 10, þar sem prentmyndagerðin Litróf er til húsa. Urðu miklar skemmdir á efri hæðinni áður en eldurinn var slökktur og urðu eigendur Litrófs fyrir miklu tjóni. Á neðri hæð, þar sem Ofnaverksmiðjan er, urðu einnig nokk- urar skemmdir. Bílslys. Það slys varð um hádegisleytð á laugardaginn á horni Austurstrætis og Aðalstrætis, að stúlka varð fyrir her- bifreið og meiddist mikið. Heitir hún Gyða Jónasdóttir, til heimilis að Brautarholti á Bráðræðisholti. Gjafir til Hringsins. Börn, tengdaböm, ættingjar og vinir frú Guðborgar Eggertsdóttir og Snorra Jóhannssonar hafa gefið til barna- spítalans 10 þúsund krónur til minn- ingar um þau. Frú Guðborg hafði verið félagi „Hringsins" um langt árabil og ætíð sýnt mikinn áhuga fyrir starfi félagsins. — Þá hefir „Hringnum" bor- izt 10 þús. kr. gjöf frá „S. Th.“. Hótel íslands-lóðin. Bæjarráð hefir heimilað borgarstjóra að hefja samninga við eiganda lóðar- innar Austurstræti 2 (Hótel íslands- lóðin) um leigu á lóðinni til þess að hafa þar bílastæði fyrst um sinn. Melaskólinn. Bæjarráð hefir samþykkt að taka tilboði þeirra Tómasar Vigfússonar og Antons Sigurðssonar um að steypa upp Melaskólann. Þrjú tilboð bárust og var tilboð þeirra Tómasar og Antons lægst. Það er að upphæð kr. 1.565.400,00. Loftur Guðmundsson ljósmyndari er nýfarinn til Ameríku og mun dvelja þar nokkra mánuði í boði Kodakfélagsins ameríska. Mun hann kynna sér nýjustu tækni í ljós- myndagerð og fullgera þar Reykja- víkurkvikmynd sina. Áburðarvinnsla úr sorpi. Undirbúningur er hafinn að því að koma upp vinnslustöð, sem vinnur á- burð úr sorpi því, er til fellur hér í bænum. Er verið að reisa hús fyrir áburðarvinnslustöðina inn við Klepps- veg. Ásgeir Þorsteinsson verkfræðing- ur er aðalhvaðamaður þessa fyrirtækis. Reykvíkingar í innrásarhernum. Það er kunnugt, að tveir ungir Reyk- víkingar berjast með Bandamönnum í Normandí. Eru það þeir Þorsteinn og Bogi, synir Snæbjarnar Jónssonar bók- sala. Þorsteinn hefir verið í brezka flughernum um talsvert skeið og hlotið heiðursmerki fyrir vaska framgöngu. Bílabókin. Nýlega er kominn út leiðarvísir fyrir bílstjóra, sem nefnist „Bílabókin". Er þetta allstór bók, um 180 bls. og vel og smekklega gefin út. í bók þessari eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um bíla, meðferð þeirra, hirðingu o. fl. Útgefandi er Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Forseti hæstaréttar. Nýlega hefir Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari verið kjörinn for- seti hæstaréttar. Gildir kosning hans frá 1. september næstkomandi til 1. september 1945. Leidréttíng Leiðréttingar á afmælisgrein- inni um Hákon Finnsson í sein- asta blaði: í fyrstu málsgrein undir III stendur: gáfur né efni fyrir gáfur né elju. Úr málsgreininni: „Þó má varla .... o.s.frv." á 4. síðu hefir fallið í handriti og þar er ein prentvilla. Málsgreinin á að vera svona: Þó má varla við því bú- ast, að hann fái lokið því áformi að skrifa ævisögu sína, og annað rit, er átti að heita Útsýn og íhngun. Frámlelðsla heymjöls (FramU. af 1. siðu) ingu, en síðan ætti hver þeirra sitt eigið smábýli, þar sem þeir gætu fraftileitt nógar afurðir fyrir heimilið og ef til vill eitt- hvað til sölu. Álit dómbærra manna, eins og Ólafs Jónssonar og Unnsteins Ólafssonar, um heymjölsfram- leiðslu hér á landi, er fullkom- lega þess vert, að því verði gaumur gefinn og tilraunir gerð- ar til þess að fá úr því skorið, hvort þessi framleiðslugrein geti átt framtíð hér á landi. Það má ekkert láta ógert, sem getur gert landbúnaðinn fjöl- þættari og aukið byggðina í sveitunum. Alþingi og ríkis- stjórn þarf að láta þetta mál til sín taka og styrkja menn til til- Erleiit yfirlft (Framh. af 1. síðu) hvern ósigurinn öðrum meiri, enda skortir hann allan útbún- að til jafns við Japani. Langvar- andi styrjaldarástand hefir eyðilagt atvinnuvegina í stórum landshlutum og herir beggja draga þau matarföng frá al- menningi, sem þeir geta. Hung- ursneyð geisar því í mörgum fylkjum og dýrtíðin er afskap- leg. Örðugleikar Chungking- stjórnarinnar hafa aldrei verið meiri. Óþolinmæði yfir því, hve hjálp Bandamanna dregst, fer vaxandi og vonleysi grípur meira og meira um sig. Benda margar fréttir frá Kína til þess, að upp- gjöf Kínverja fyrir Japönum í stórum stíl sé skammt undan, ef Bandamenn koma ekki fljótt til hjálpar. Talsmenn Chungking- stjórnarinnar hafa aldrei verið jafn svartsýnir í frásögnum sín- um og undanfarið og Wallace varaforseti Bandaríkjanna, sem nýlega var á ferð í Kína, hefir enga dul á það dregið, að á- standið sé mjög ískyggilegt. Frá sjónarmiði Bandamanna- hlýtur þetta að vera alvarlegasti þáttur allra styrjaldarmálanna. Hinn smávaxni flugher, sem Bandaríkjamenn hafa í Kína, getur ekki áorkað miklu, og jafnvel þótt Lidovegurinn yrði fullfær, myndi aldrei vera hægt að koma nema litlu einu af vopnum og vistum til Kínverja þá leið. Það þarf því að finna mikilvægari úrræði Kínverj- um til hjálpar. En gefist Kín- verjar að mestu upp, getur það lengt Asíustyrjöldina um mörg ár. Japanir verða aldrei sóttir heim, nema frá Kína og Síberíu. Þeir, sem athuga hvað innrás frá Bretlandi á meginland Ev- rópu gengur erfiðlega, þrátt fyr- ir stutta flutningaleið og góð af- not flugvalla í Bretlandi, geta vel gert sér í hugarlund, að inn- rás í Japan frá bæðistöðvum á Kyrrahafseyjunum, er naumast hugsanlegur möguleiki, þótt gera megi öflugar loftárásir þaðan. Meðan Japanir halda mestu af Kína, þarf þá heidur ekki að skorta hráefni til styrj- aldarþarfa. Yfirráðin í Kína eru raunverulega lykillinn að sigr- inum í Asíustyrjöldinni. Nái Japanir alveg Kína, eru- sigur- vonir Bandamanna orðnar tví- sýnar, nema þeir fái fulla aðstoð Rússa. St'yrjaldaratburðir í Kína eru því meðal allra athyglisverðustu viðburðanna, sem nú eru að ger- ast. Bandamenn hafa nú tæpast erfiðara vandamál að leysa en það, hvernig þeir geta veitt Kín- verjum skjótasta hjálp. Frá sjónarmiði Japana er bar- áttan á Kyrrahafseyjasvæðinu aðeins aukaþáttur i styrjöldinni. Markmið þeirra með henni er auðsjáanlega það að tefja þar fyrir Bandamönnum með sem minnstum tilkostnaði, meðan þeir eru að koma sér vel fjtrir í Kína. Alláreiðanlegar fregnir herma, að vegna óttans við loft- árásir á japanskar borgir, hafi Japanir flutt mikið af hergagna iðnaðinum til Mansjúko og Kína. Á víðavangi. (Framh. af 1. siöu) istaflokksins! Þessu til sönnun- ar nefnir blaðið það, að meiri- hlutinn í nefndinni, sem ákvað landbúnaðarverðið í fyrra, „var skipaður Sjálfstæðismönnum og Sósíalistum"! Þarna geta nú sjálfstæðis- bændur séð, að kommúnistar eru ekki sem verstir, því að vafalaust er meira að marka skrif Mbl. en Halldórs Kiljans. Það hlýtur líka að stafa af sér- stökum velvilja til bænda, að Sjálfstæðismenn og kommún- istar í vísitölunefndinni skyldu ekki breyta vísindalegum niður- stöðum og lögboðnum starfs- reglum nefndarinnar bændum í óhag! Og síðast en ekki sízt hlýtur það að stafa af einskær- um velvilja til bænda, að ÍBjarni og Sigfús og fleiri þingmenn þessara flokka reyndu að svíkja bændur um verðlag vísitölu- nefndarinnar með því að greiða atkvæði gegn útflutningsupp- bótum til landbúnaðarins! raunanna. Stríðsgróðanum verð- ur eigi betur varið en til þess að koma fótum undir nýjar framleiðslugreinar. o—, TJARNARBÍÓ o— Sahara Spennandi sjónleikur frá hernaðinum í sandauðn- inni sumarið 1942. HUMPHREY BOGART. V Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Miimi Vestisr- íslenclinga (Fravih. af 3. síðu) gjalda fyrir þessi störf, en þau störf og sú skuld verður ekki með fjármunum greidd. Hún á að greiðast með hjartahlýju og traustum böndum vinátt- unnar. Ég hefi átt þess kost að kynn- ast nokkrum Vestur-íslending- um, sem hér dvelja nú. — Það er álit þeirra, að mikill hluti íslendinga í Vesturheimi þrái ísland. Gamla fólkið saknar æskustöðvanna og unga fólkið hrífst a"f heimþrá gamla fólks- ins. Það er ef til vill of mikil bjartsýni, en mér finnst það engin fjarstæða, að við getum vænst þess að frændur okkar vestan hafs flytji heim aftur. Landið kallar á syni sína og dætur og rödd heimalandsins er sterk. Fegurð íslenzkrar nátt- úru er heillandi og ógleyman- leg, og viðfangsefnin á íslandi eru ótæmandi. Ein fegursta hug- sjónin, sem hrifið hefir alla ís- lendinga á -þessu hátíðaári, er að taka höndum saman um það að klæða landið skógi. Sú hug- sjón er engin loftbóla, sem hjaðnar. Þessi hugsjón hefir verið framkvæmd víða á íslandi síðastliðin 25 ár. Ég hefi séð stór svæði í Hallormsstaðaskógi klædd fögrum og þroskamiklum skógi, sem fyrir 25 árum voru klædd kjarri og sumsstaðar í al- gerðri auðn. — Enginn getur gert sér í hug hvílíkum undra- breytingum það veldur ef það tekst a ð beizla vatnsaflið al- menningi til nota, og fiskimið íslands eiga enn ótæmandi upp- sprettu gulls. — Landið kallar. — Það kallar á alla syni sína og dætur, til að vinna að heill og ræktun lands- ins og landið kallar á börnin, syni og dætur, handan Atlants- hafsins og býður þeim að taka þátt í þessu starfi, — Fjallkon- an aldna ann öllum sínum börnum. Hún á sjö börn á landi og sjö börn handan við sjó. Guð og gæfan fylgi störfum frænda vorra vestan hafs. Við óskum þess, að þeir reynist hinni amerísku fóstru vel, og við þökk- um þeim þann sóma, sem þeir hafa gert landi og þjóð með framkomu sinni í hinum nýja heimi. Guð blessi íslendinga austan hafs og vestan. Fréttabréf úr Loðiuundarfirði (Framli. af 2. síðu) ■ gripahús komin undir járnþök, og á sumum bæjum komnar hlöð fyrir allt hey. En það er vart hægt aö búast við veruleg- um framförum, þar sem ekki er orðið fleira fólk á bæjum en það, að rétt gr hægt að komast yfir það allra nauðsynlegasta, og er það víst saga, sem flestir hafa að segja, er við landbúskap eru. , Sundlaugin í Kefla- vík endurbætt (Framh. af 1. síðu) frá ríki, hrepp og félögum, hefir nú verið notað til þess að auka mannvirki þetta og íullkomna. Laugin er nú búin mjög góðum hitunartækjum, ásamt hreinsi- taekjum, sem sjórinn streymir sífellt í gegn um. Hár hlífðar- veggur hefir verið steyptur um laugina að norðan, austan og sunnan. Við vesturhlið hennar er bygging mikil. Þar er komið fyrir forstofu, búningsklefum «—GAMLA BÍÓ«*o—»«—«•. mtt í Lfssabon. (One Night in Lisbon) FRED MACMURRAY, MADELEINE CARROLL, JOHN LODER. Sýnd kl. 7 og 9. HÆTTULEG KONA (Playgirl). KAY FRANCIS, JAMES ELLISON. Sýnd kl. 3 og 5. sitt til hvorrar handar við hana, snyrtiklefa, baðklefum og af- greiðsluherbergi sundkennara o. fl. Er mjög haganlega frá öllu gengið og smekklega. Það má teljast þrekvirki, að tekizt skuli hafa að gera laug- ina svo fullkomna að öllum frá- gangi, sem raun er á. Eins og hún er nú, mun hún vera með beztu opnum laugum, sem til eru á landinu. Ber að þakka þeim mönnum, sem með dugnaði og ósérplægni hafa staðið fyrir þessu verki. Endurbætur þær, sem gerðar hafa verið í vor á lauginni, hafa kostað rúml. 100 þús. kr. Eftir er að ganga frá ýmsu enn, og er áætlað, að það muni kosta um 30 þús. krónur. Sundkennsluna annast Arin- björn Þorvarðarson sundkenn- ari, og nýtur hann almennrar aðdáunar fyrir það starf. Rekst- < ^NÝJA r'.ó—., Ií glauiiii lífsiiis. (Footligt Serenada) Skemmtileg dans- og söngvamynd. Aðalhlutverk: • BETTY GRABLE, VICTOR MATURE, JOHN PAYNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ur allan á lauginni hefir Ung- mfcnnafélag Keflavíkur annazt frá byrjun, og notið til þess nokkurs styrks frá hreppsfélagi. V. G. Kennarar og skóla- stjórar í barna- og unglingaskólum Kaupmenn og kaupfélög ættu að athuga teikniheftin, reikningsheftin og minnisbæk- urnar, sem nýlega er byrjað að framleiða í ýmsum stærðum og gerðum. • Vandað og ódýrt. Símið eða skrifið eftir sýnis- hornum hið allra fyrsta. Bókabúðin Frakkastíg* 16, Reykjavík. Sími 3664. Ættingjum og vinum fjær og nær, færum við innilegasta þakklæti fyrir samúð og hlýjan hug, við andlát og útför sonar míns, unnusta og bróður, Sigurðar Guunars Guðmuudssonar. Sérstaklega viljum við þakka Stykkishólmsbúum fyrir hina miklu gjöf, er þeir færðu honum, og velvild alla og hlýju í hans þungu legu og miklu veikindum. Algóður guð launi ykkur öllum. Sigurborg Sturlaugsdóttir, unnusta og systkini. ....... —— Hjartanlega þökkum við öllum þeim, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við hið sviplega fráfall sonar okkar og bróður, y' Kristjáns Kristjánssonar. Sérstaklega þökkum við húsbændum hins látna og heim- ilisfólkinu í Varmadal, svo og sundfélagi Hörðdælinga. Guð blessi ykkur öll. Dunkárbakka, Dalasýslu, 8. júlí 1944. Magnhildur Guðmundsdóttir. Kristján Helgason og börn. Þakka innilega öllum, sem glöddu mig á sjötíu og fimm ára afmœli mínu 12. þ. m. með heimsóknum, gjöf- um cg heillaskeytum. ÞÓRÐUR JÓNSSON, Fínnbogahúsi. Innilegar þakkir til sveitunga minna og annarra vina og vandamanna, fyrir auðsýnda vináttu, virðingu og gjafir á fímmtugsafmœli mínu. GUÐMUNDUR NJÁLSSON, Böðmóðsstöðum. —— —------■—--——-—.— ------4 Hjartans þakklœti til barna og barnabarna, vina og vandamanna fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á sjötug- asta afmœlisdegi mínum, 8. júli 1944. Guð blessi framtíð ykkar. SIGURLAUG H. SVEINSDÓ'TTIR. ^----------» Kvennaskólinn á Blöaduósi Kennsla byrjar á skólanum 1. október næstkomandi. Ef nemendur, sem heimiluð hefir verið skólavist, eru þá ekki komnir verða teknir aðrir af biðlista í stað þeirra. SKÓLARÁÐIÐ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.